Heimskringla - 22.11.1933, Side 4

Heimskringla - 22.11.1933, Side 4
4. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPBG, 22. NÓV. 1933 Kemur út á hverjum miðvikudegi. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. «53 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537 VerB blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst tyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Wlnnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 22. NÓV. 1933 TIL WINNIPEG-ÍSLENDINGA 1 bæjarkosningunum, sem fram fara 24. nóvember sækir einn íslendingur. Er það fyrverandi bæjarráðsmaður Mr. Paul Bardal. Enda þótt vér þykjumst vita, að nafn hans finni flestir íslendingar á kjörseðl- inum innan um nöfn hinna 17, sem einn- ig sækja í annari kjördeild, virðist oss samt allur varinn góður að minna á, að það sé þar. Skoðum vér það nauð- synlegt vegna þess, að það skiftir í raun og veru miklu meira máli en í fljótu bragði kann að virðast, að íslendingar hafi svo marga fulltrúa í bæjarráðinu, sem í öðrum opinberum stöðum, sem við verður komið. Það vekur eftirtekt á Is- lendinum hvenær sem maður af þeirra þjóð kemur fram sjálfum sér, þjóðerni sínu og þjóðfélaginu í heild sinni, til sæmdar og gagns. Og það vitum við að Mr. Bardal gerir. Vér höfum átt þess kost að kynnast starfi bæjarráðsins stöðugt af fundar- skýrslum þess síðast liðin tvö ár. Hefir oss leikið hugur á að vita hvernig Mr. Bardal hefir tekið í þau mál, er á dagskrá hafa verið. Munum vér ekki eftir að hann hafi nokkru sinni fylgt eða greitt. atkvæði í málum, öðru vísi en flestir af oss mundu álíta sanngjamt að gera. Mr. Bardal er og ýmsra hluta vegna vel til bæjarráðsstöðu fallinn. Hann hefir góða þekkingu á viðskiftalífi bæjarins og hefir sjálfur stjórnað allstórri viðskifta- stofnun á hinn farsælasta hátt. Hann er uppalinn í þessum bæ og á hér eigi síður minningu æskuáranna en starfsæfinnar sem af er. Hann ber því, að því er segja mætti, barnslega þrá í huga til þess að sjá bæ þennan dafna og vita hverju því til leiðar komið, er að heill, hag og prýði æskustöðanna lýtur. Mr. Bardal ber velferð þessa bæjar ekki af neinni upp- gerð fyrir brjósti. Mr. Bardal byggir mál hvert er hann flytur á skynsamlegum og góðum rökum og heldur því einarðlega fram, enda hefir hann góða greind og verzlunarskólament- unar notið. Prá hvaða sjónarmiði sem skoðað er, geta menn því ekki gert sér aðrar vonir en þær, að hann reynist nýtur fulltrúi og þeim til sæmdar og gagns, er honum fela umboð sitt í bæjarráðinu. Um mál þau er helzt liggja fyrir til athugunar í þessum bæjarkosningum von- um vér að kjósendur hafi nú þegar heyrt Mr. Bardal, sem önnur fulltrúaefni þess- arar kjördeildar, sem íslendingar eru aðal- lega búsettir í, skýra og ræða. Skal því ekki fjölyrt um þau. Eitt hið stærsta þeirra er að líkindum kaup á sporvagna- kerfi Winnipeg-raffélagsins. Mun Mr. Bardal, sem öðrum skynsömum mönnum, þykja það mál í ótíma fram borið, að ráð- ast nú í þau kaup. Og skyldu þeir ekki sem sporvagnana nota, geta látið sér þá nægja eins og þeir nú eru, þar til eitt-- hvað raknar fram úr kreppunni og bæjar- stjórnin hefir ekki út af eins mikið á höndum sér? Hluthöfum sporvagnafé- lagsins liggur ekki á að draga fé sitt út úr félaginu meðan eins er ástatt og nú. Að þessu framan sagða vildum vér draga athygli íslenzkra kjósenda í annari kjördeild um leið og þeir ganga upp áð kosninga borðinu 24. nóvember og kjósa bæjarfulltrúa fyrir næstu tvö árin. Jón: Eg get ekki búist við neinu verra en við áttum við að búa, þó vínbannslög- in séu úr lögum numin í Bandaríkjunum. Við hverju býst þú? Páll: Við Nóaflóði! MÆLIST VEL FYRIR Útvarps-erindi það er séra Benjamín Kristjánsson flutti um Vestur-íslendinga og birt var fyrir skömmu í Heimkringlu, mælist svo vel fyrir hér vestra, að blaðið fær vitnisburð um það daglega bæði í bréfum og umræðum við menn. Séra Benjamín var ekki mörg ár hér vestra. En hann hefir eigi að síður með erindi þessu sýnt, að skilningur hans á högum Is- lendinga hér, er víðtækari en annara, er um þjóðlíf þeirra hafa ritað. Er oss Vestur-lslendingum fengur í að eiga þá vini heima ,er eins lesa í huga vorn og skýra afstöðu vora eins ljóst og rétt fyrir heima-þjóðinni og hann gerir í áminstu erindi. Hvort sem að það er viðkynningu þeirri að þakka er Vestur- og Austur-íslending- ar höfðu hvor af öðrum við heimförina miklu árið 1930 eða ekki, er það víst, að á síðari árum ætlum vér þá finna meira til skyldleikans en áður. í sæld og þraut er sú tilfinning þeim einnig eðlileg. Þeir sem að henni hlúa eins og séra Benjamín hefir gert með erindi sínu, eiga þakkir fyrir það skilið frá íslendingum austan hafs og vestan. “JÖRД Á öðrum stað í þessu blaði, er birt ræða eftir einn af yngri prestum Islands, sr. Björn Magnússon á Borg. Kom hún út í tímaritinu “Jörð”, sem prentað er á Akur- eyri á íslandi, og er hér birt eftir því. Það er orðið svo langt síðan að margir ejdri Vestur-íslendýngar hafa verið í kirkju heima á íslandi, að þeir munu senn fara að skoða það með öðrum æsku- minningum sínum frá ættjörðinni. Af kirkjuræðum miðaldra presta heima eða þaðan af yngri, hafa þeir ekki haft mikil kynni. Ræðan “Þróun”, er að vísu ekki nema ein af þeim. En þó kemur hún oss, svo fyrir sjónir, sem almenna muni mega telja og yfirleitt eina af þeim ræðum sem eru nú fluttar af yngri prestum í kirkjum á íslandi. , Með það að minsta kosti í huga, birtum vér ræðuna hér. Við lestur hennar mun eldri íslending- um ekki dyljast, að viðhorfið í krtetindóms málum hefir bfeyzt, og er nú orðið annað gegn vísindum og almennri þekkingu, en var í fyrri daga. Frá sjónarmiði þeirra, er aðhyllast hinar róttækari kenningar, svo sem Únítara-kenninguna, hefir breyting þessi þótt hægfara heima. En fráhvarfið frá kreddu-kristindómi, er þó ljóst af á- minstri kirkjuræðu. Og ólíkt víðsýnna mun mega segja að um sé að litast inn- an kirkjunnar á Islandi, en sumra ná- granna kirkna vorra, þó sama beri nafn- ið. Við samanburð á því, sem nú er skrifað, dylst það varla. En það var um tímaritið “Jörð”, sem Heímskringlu barst nýlega og af tilviljun í hendur, sem vér vildum fara fáeinum orðum. Ritið mun vera ársrit og þetta bindi er oss hefir borist af því, er 276 blaðsíður að stærð í stóru bókarbroti. Það mun því eitt stærsta íslenzka tímaritið í einu bindi útgefið. Það er prentað með stóru letri á svellþykkan ógljáan pappír; gerir þetta hvorttveggja ritið mjög auðlesið. En þrátt fyrir stærð þess og þennan góða ytri frágang, er það ódýrt, aðeins fimm krónur bindið til áskrifenda. En hvað er um efnið? Ritstjóri og út- gefandi þessa myndarlega tímarits, er prestur í afskektri sveit heima, sr. Björn O. Björnsson í Ási. Er hann sonur Odds Björnssonar prentsmiðjustjóra á Akureyri, sem og annast prentun ritsins. Þó ætla mætti nú að allmikið af efni ritsins lyti að trúmálum, þar sem ritstjórinn er prestur, er því alls ekki að skifta. Greinar eru I að vísu í því um kristileg mál, en það er ekkert fram yfir það, sem gerist í góðum heimilisritum. Ritstjóranum er ekki aðeins sýnt um að fræða þjóð sína í andlegum efnum, heldur jafnframt í verklegum, svo sem búnaði, búnaðarháttum, heil- brigðismálum, matarhæfi, þrifnaði o. fl. I garðrækt hefir hann beinlínis gert til- raunir ýmsar, þjóð sinni til eftirbreytni. Auk fjölda hagkvæmra leiðbeininga af þessu tæi, er urmull greina í ritinu um al- gengustu umhugsunar-efni alþýðunnar, svo skýrlega og skemtilega skrifaðar, að bæði er gagn og unun að lesa. Vér höfum ekki séð öllu nýtilegra heimilisrit, en “Jörð”. Við lestur ýmsra greina í ritinu kom oss í hug, hvort að prestur út f fámennri og afskeftri sveit væri nær hjartaslætti hins eiginlega þjóðlífs, en aðrir mentamenn þjóðarinnar. Einhvern veginn virðist svo, sem margt í ritinu beri þess vott. Flest eða alt sem það flytur, virðist miðað við það, að verða alþýðu manna til sem mestrar nytsemdar andlega eða verklega. Ritið hefir enga aðra stefnu. Það er að minsta kosti laust við stjórnmála-naut- skuna og þrákálfaskapinn, sem svo mörg blöð landsins og jafnvel sum tímaritin lýtir. Flestir eldri íslendingar munu minnast einhverra presta eða andlegra leiðtoga frá fornri tíð, er vöktu yfir velferð og fram- för alþýðunnar í öllum skilningi, voru • fræðarar hennar og verðir í verklegum sem andlegum efnum og þoldu blítt og strítt með henni. Betri verði íslenzkrar menningar ætlum vér að þjóðin hafi enga átt, þrátt fyrir alt, sem um prestana hefir verið sagt. Verði sr. Björn O. Bjömsson ekki talinn af sinni tíð, í flokki þessara forvígismanna vitum vér ekki hver til þess hefir unnið. M E T Samsafn fróðleiksmola til minnis og skemtunar. Framh. Ein sú áreiðanlegasta klukka, sem til er, var uppgötvuð af manni er heitir Alfred L. Loomis og er í Tuxcedo Park í New York. Klukka þessi er eiginlega þrjú mælinga-áhöld í stjömufræði og mælir því og sýnir gang og afstöðu stjarna og hnatta á öllum tímum. Tíminn sem hún mælir, er sagður nákvæmari, en sjálf hreyfing jarðarinnar, er stöku sinnum kvað breytast um örlítið brot úr sekundu á dag. Þá skekkju tímans sýnir þessi klukka. I Rouen á Frakklandi er klukka, er gerð var 1398 og gengur enn! Er hún ekki aðeins elzta klukka er menn vita af, heldur einnig að líkindum sú vél, er lengst héfir við líði verið og unnið. Á seinni ár- um er nú samt sem áður farið að gera klukkur, sem ætlast er til að gangi svo öldum skiftir, án þess að nokkurn tíma séu snertar. Ganga þær fyrir loftþryst- ingi. Hve lengi þær halda áfram að ganga vita menn ekki um. Tíminn verður að skera úr því. Einkennileg klukka er það, sem stjömu- fræðingur einn Edward C. Day, í San Anselmo í Califoríu-ríki fann upp til þess að mæla tímann, sem stjörnuhröp standa yfir. Er klukkan látin hafa yfir viss orð, meðan á stjörnuhrapinu stendur, en þagn- ar, er því lýkur. Valdi stjörnufræðingur- inn þessi orð Biblíunnar til þess að láta klukkuna segja: “Himnarnir segja frá guðs dýrð, og festingin kunngerir verkin ha'ns handa.” En aldrei hefir ríeitt stjörauhrap staðið yfir lengur en það, að klukkan hafi sagt meira en “Himnamir segja . . ” Þó að aldur jarðarinnar sé metinn um 3,000,000,000 ár, eru efnin í henni öll sömul yngri en það. Þau hafa stöðugt breyzt úr einu í annað og gera enn. I Rússlandi fanst steintegund, sem menn ætla að eldri sé en flestar aðrar, eða lengst hafi verið óbreyttust. Er aldur steintegundarinnar talinn 1,852,000,000 ár. Reiknað er þetta eftir þeim tíma, sem menn vita, að tekur að breyta einu efni í annað og sem menn hafa með þekkingu á radium komist að. En elzti lifandi hluturinn á jörðinni, eru talin hin miklu tré í Californíu ríkinu. Ætla menn sum þeirra alt að því 5,000 ára gömul. Er aldur sá metinn af árs- hringunum á þeim. Auðvitað deyja frum- urnar, er berki trjánna mynda og aðrar nýjar verða til undir berkinum, er taka við af þeim. En það snertir ekki aldur trjánna þó frumur þeirra endumýist allar á svo sem 250 árum, eins og ætlað er að þær geri. Elzta manninn sem uppi er, telur kín- verji einn sig vera. Heitir hann Li Chung Yun, og segist vera 254 ára gamall. Efast menn um að það sé satt. Einnig efast menn mjög um að rétt sé farið með aldur tyrknesks karls, sem til Ameríku kom fyrir ári síðan og telur sig vera 156 ára gamlan. Af öllum þessum sögnum um háan aldur, er ef til vill sú af Svía einum, Christian Jacobsen að nafni, talin senni- legust. Christian þessi dó 1772 og var þá talinn 146 ára og 11 mánaða. En elzta menneskja, sem enginn efi leikur á um aldurinn, er írsk kona, er dó á síðast liðnu ári. Hét hún Miss Katherine Plun- ket og var 111 ára. Það er ef til vill ofmikið sagt enn, að öll lönd kannist við Soviet Rússland. En þau em mörg farin að spyrja: Hafl eg ekki einhvers staðar séð þetta andlit áður? j NÝ BÓK Cajus Julius Caesar: Bel- lum Gallicum (Gallastríð). Páll Sveinsson þýddi. — Reykjavík — Bókadeild Menningarsjóðs 1933. fsa- foldarprentsmiðja h.f. — Bókhlöðuverð kr. 10.00 — Stærð: 572 bls. Allir stúdentar kannast við þessa bók, því að hún (eða og margt bar til tíðinda í svaðil förum þeim. Þannig varð Bell- um Gallicum til, bókin, sem seg- ir frá því, hvernig Gallia hin forna, þar sem nú heitir Frakk- land, var unnin af herjum Róm- verja undir forystu Caesars. Sú barátta stóð í 7 ár. Auk “Gallastríðs” hafa geymst tvö rit, sem Caesari eru eignuð: Annað um latneska málfræði, rtiað í herbúðunum norður f Gallfu(!) og hitt um borgar- nokkur hluti hennar) hefir ver- styrjöldína, sem síðar hófst milli ið og er lesin sem kenslubók: í latínu í 4. og 5. bekk menta- skólanna hér á landi. Það er af því, að hún er einna auðskildust latneskra rita. Þýðandinn, Páll Sveinsson, hefir um langt skeið verið latínukennari mentaskól- ans í Rvík. Geta nú nemendur eignast hina öruggustu “vertio”, sem kostur er á, sem er prentuð Caesars, sem foringja annars- vegar, og endaði með sigri hans og eins árs alræði Rómaveldis árið 44 f. Kr. Um þýðingu Páls Sveinsson- ar má það sjálfsagt segja, að ekki myndi hún hafa verið betur af hendi leyst af öðrum hér á. landi. Latínukunnátta fer nú þverrandi og rýmir fyrir annari þýðing eftir kennarann sjálfan, j þekkingu meir við nútímahæfi. og munu þeir án efa kunna Br erfitt að þýða latínu, svo að Menningarsjóði beztu þakkir fyrir útgáfuna. Höfundur “Gallastríðs”, hinn mikli rómverski hershöfðingi Julius Caesar er fæddur árið 100 fyrir Krists burð og var myrtur á öldunaráðsfundi í Rómaborg 15. marz árið 44 f. Kr. Upp yfir aldirnar ber nafn hans hæst í veraldarsögunni allra rómverskra manna. Það var hann, sem, að unnum sigri í Austurvegi, ritaði öldungaráð- inu í Róm hin víðkunnu orð, Veni, vidi, visi, þ. e. Eg kom, eg sá, eg sigraði*. Það var hann sem átti að hafa sagt við fiskimann ,sem flutti hann í stórviðri á bát yfir Adriahafið: Vertu óhræddur, þú hefir Cae- sar og hgmingju hans innan- borðs. Og það var hann, sem sagði við vin sinn og banamann: Og þú líka barnið mitt Brutus, og hné örendur fyrir knífstung- um skjólstæðinga sinna. í því eðlilega fari, ef beita skal þeirri nákvæmni, sem þýðanda þess- arar bókar er töm. En skýring- arnar neðanmáls eru stórfróð- legar, enda taka þær alt að því eins mikið rúm og sjálf þýðing- in. Þá hefir þýð. ritað æfisögu Caesars ásamt sérstökum kafla um ritstörf hans og um Galla- stríð sjálft. I heild er þetta merkileg bók og góð og fengur íslenzkum bókmentum. Með því er ósagt látið, að Menningarsjóður hefðt ekki átt völ betri bóka til út- gáfu og meir við hæfi og þarfir nútíma lesenda á íslandi. —Nýja Dagbl. UM ULLARIÐNAÐ ' Frh. frá 1 bls. mjög slæmt efni til þess að vinna úr, jafnvel þótt hægt væri að skilja þau alveg frá þelinu. Þegar þel íslenzku ullarinnar er likum orðum og tilsvörum lifir athugað vandlega, kemur í ljós, minning hinna fornu Rómverja I að það hefir líka mikla ókosti um hinn mikla Caesar, sigur-. borið saman við góða erlenda sælan, giftusaman og göfug- ull. Aðallega fyrir það hvað lyndan. Og eftir hans dag gaf þelhárin eru sundurleit. Valla rómverska ríkið æðsta valds- nokkur tvö hár eru eins. Þau manni sínum á hverjum tíma nafn Caesars. Latneska orðið eru ákaflega mislöng og mis- gróf, og þótt þau séu öll eitt- Caesar er sama og íslenzka orð- hvað liðuð, þá fylgja liðirnir ið keisari. engri fastri reglu. Þetta or- Það var Caesar, sem fyrstur sakar að hárin vinna lítið eða manna skyldi, á hverju byggj- ( ekkert saman þegar búið er að ast myndi samheldni og framtíð i spinna þau í þráð, eins og er- hins víðlenda rómverska ríkis. Hann sá, að ríkið varð að hafa náttúrleg landamæri. Hann, sem mest lönd hafði unnið allra róm- verskra hershöfðingja, gerði sér það ljóst, að íbúar Rómaborgar gætu ekki til frambúðar drottn- að með harðri hendi yfir heilu heimsveldi. Þess vegna vann hann að því að hefja íbúa hinna sigruðu landa til jafns við lenda ullin, sem hefir ákveðinn liðafjölda á hverjum cm. Margir hafa þá trú, að ís- lenzka ullin sé miklu sterkari heldur en erlend ull, og getur vel verið að svo sé ef hægt væri að hafa jafnmörg hár í þræðin- um af íslenzku ullinni eins og þeirri erlendu, en þá yrði ^þráð- urinn úr íslenzku ullinni a. m. k. ferfalt gildari, og er eg hálf- romverska menn að réttindum. I hræddur um, að einhverjum Við Caesar er kennt hið svo- j þætti föt, sem búin væri til úr kallaða Júlíanska tímatal, því slíkum dúk, óþarflega þykk og að hann lét reikna tímann í sól- þung. arárum innan Rómaveldis, en Þegar venjuleg fsl. ull er ekki í tunglárum eins og áður spunnin í þráð, þá koma mjög var. Stóð tímatalsreikningur J greinilega í ljós ðkostir hennar. Caesars nálægt 10 öldum og í, Til hægðarauka skulum vér sumum löndum enn þann dag hugsa okkur að 12 hár myndi í dag. Rétt áður en hann var myrtur, hafði hann með hönd- um stórfeldaY áætlanir um á- gildleika þráðarins og má þá gera ráð fyrir að 4 af þessum 12 hárum séu toghár en 8 mis- veitur við Tiberfljótið í grend; munandi fín þelhár. Þegar hinnar miklu borgar. Sú á- ætlun fór í gröfina með höf- undinum og er enn ekki komin í framkvæmd. En Caesar var fleira en her- foringi og stjórnmálamaður. — Hann er talinn með snjöllustu rithöfundum á latneska tungu. Á herferðum sínum ritaði hann um viðburði, jafnóðum og þeir gerðust. Hann sagði skil á ó- kunnum löndum og þjóðflokk- um, sem hann átti í höggi við, * Árið 1588 var þessum orð- um af illkvittum mönnum snúið upp á “spanska flotann ósigr- andi”, sem Filippus II. Spánar- konungur sendi til að berja á Englendingum. Venit, vidit, fugit, þ. e. Hann kom, hann sá, hann flýði, sögðu óvinir Spán- arkonungs þá. snúðurinn er settur á lopann, veita þessi 4 toghár mest við- nám móti snúðnum, vegna þess hvað þau eru gróf og stíf. Af- leiðingin verður þvf sú, að fínu hárin snúast iutan um grófu hárin, sem liggja eins og fág- aðir stálgaddar innan í þræð- inum, en af því að toghárin eða sumt af þeím, eru oft bogin og kræklótt, þá brjótast endar þeirra út úr þræðinum, og mynda hinar svokölluðu illhær- ur, sem gera þráðinn og dúkinn, sem úr honum er ofinn, loðinn og ófagran. En af því að tog- hárin eru hin sterkustu í þræð- inum, þá koma þau einnig í veg fyrir, að fínni hárin snúist eðli- Iega saman. Þetta kemur mjög greinilega f ljös, þegar treyst er á þráðinn og hann er slitinn, þá sést að toghárin dragast út úr

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.