Heimskringla


Heimskringla - 22.11.1933, Qupperneq 6

Heimskringla - 22.11.1933, Qupperneq 6
6. SÍÐA. MEIM5KRINQ1. A WINNIPEG, 22. NÓV. 1933 Jane Eyre eftir CHARLOTTE BRONTE Kristján Sigurðsson, þýddi “Nú, eg fer bráðum frá þér, og svo---” mér lá við að segja frá því sem hafði farið fram á milli mín og Mrs. Reed, en datt í hug, að hentugra væri, að færa það ekki í hámæli. “Svo þú ert fegin að fara frá mér?” “Alls ekki, Beta, rétt núna sé eg fremur eftir því.” “Rétt núna! og fremur! En hvað stilli- lega litla mærin mín talar! Eg þori að segja, að ef eg bæði þig um koss núna, þú mundirðu segja: þú vildir það síður. “Eg vil fegin kyssa þig, beygðu þig!” Beta beygði sig og eg faðmaði hana og hún faðmaði mig að sér, svo fór eg heim með henni, hugg- uð til fulls. Sá dagur leið í sátt og góðu sam- komulagi, og það kveld sagði Beta mér sögu og söng indæl kvæði. Jafnvel til mm sendi lífið geisla af blíðu sólar. 5. Kapítuli Tveim dögum síðar kom Beta inn í svefn- klefa minn, stundu fyrir miðjan morgun, með kerti í hendi; þá var eg búin að klæða mig og þvo mér við ljósið frá skörðum mána; 15. jonúar var kominn, þann dag skyldi eg fara alfarin með vagni sem átti að koma við í kotinu hjá gesta hliði kl. 6 þann morgun.' Enginn var komin á fætur nema Beta, hún kveikti eld í hlóðum í barnastofu og tók til mat handa mér, en mér fór sem öðrum böm- um þegar ferðalag stendur til, að eg var lyst- arlaus. Beta reyndi að koma í mig nokkrum spónblöðum af flóaðri mjólk og brauði, vafði svo hveiti snúðum í bréf og stakk í tösku mína, hjálpaði mér í buruna, setti á mig koll- hettu, batt á sig sjal og svo fórum við. Þegar við komum á móts við dymar að svefnhúsi Mrs. Reed, þá segir hún: “Ætlarðu inn að kveðja Missis?” “Nei Beta, hún kom að rúmstokknum til mín í gærkveldi, meðan þú varst niðri að borða kveldskattinn, og sagði að eg þyrfti ekki að ónáða sig í fyrramálið, né frændfólkið heldur, og hún sagði mér að muna eftir því, að hún hefði altaf verið sá bezti vinur, sem eg hafi átt og gleyma ekki að haga umtali mínu og þakklátssemi eftir því. “Hvað sagðir þú, Miss?” “Ekki neitt! Eg breiddi upp fyrir höfuð og sneri mér til veggjar.” “Það var ekki rétt gert, Miss Jane.” “Það var alveg rétt gert, Beta. Hún Missis þín hefir aldrei verið vel til mín, heldur það gagnstæða.” “Ó, Miss Jane, talaðu ekki svona!” “Far vel Gateshead!” sagði eg, þegar við gengum út um böfuðdyrnar. Tunglið var sezt, svo dimt var úti. Beta hélt á Ijóskeri og við glætuna af því fetuðum við niður tröppurnar og mölborna braut, vota af nýafstöðnum þey; svo hráslagalegt var úti þennan vetrar morgun, að hroll setti að mér, svo eg fór að skjálfa. í kotinu við hliðin var ljós í glugga, húsmóðirin þar var að blása í hlóðin, þegar okkur bar að, þar stóð kistan mín, bundin með snærum, hafði verið flutt þangað kveldinn áður. Eftir litla stund heyrð- ist hófdynur og marr í hjólum og þvínæst kom kerran. “Á hún að fara ein?” spurði konan í kot- inu. “Já.” “Og hvað er langt þangað?” “Fimtíu mflur.” “Hvaða ógnar vegalengd. Mig furðar að Mrs. Reed er ekki hrædd, að senda hana eina svo langt.” Vagninn, með fjórum hestum fyrir, nam nú staðar, og vagnstjóri kallaði hátt, að haska sér. Kistunni minni var svift upp og mér líka úr faðmi Betu. “Eg bið þig lengstra orða, að hafa góðar gætur á henni!” hrópaði Beta á vagnstjórann þegar hann skotraði mér upp í neðri sætfli, því að uppi var fult af farþegum. “Já, já!” var svarið, hurð var skelt, raust kvað við: “All right!” og með það var hleypt á stað. Með þessum hætti skildi eg við Betu og við Gateshead og þyrlaðist áleiðis til ó- kendra, fjarlægra og dularfullra sviða, eftir því sem mér þá þótti svo vera. Dagurinn fanst mér fjarska lengi að líða, mér þótti sem við færum mörg hundruð míl- ur, um sveitir, þorp og nokkrar borgir, í einni var staðið við, farþegar fóru út úr vagninum, að fá sér mat og eg var borin inn í gestastofu og matur settur fyrir mig, en eg hafði enga lyst, þá skildi farar stjóri við mig í stórum sal með hlóðum í báðum endum, Ijósa hjálmi og rauðmáluðum svölum uppi undir lofti, þar skein á lúðra og önnur hljóða tól. 1 salnum reikaði eg lengi og var smeik, að einhver kæmi að taka mig, því að barnarán kom oft fyrir í sögum Betu og þeim trúði eg. Loks kom vemd- ari minn aftur, setti mig í kerruna, blés á lúð- ur sinn og síðan var lagt á stað og haldið á- fram það aem eftir var dagsins. Undir rökkr- ið fórum við niður skógi vaxnar brekkur ofan í djúpan dal, skógar laufið þaut fyri vindi og við þann nið sofnaði eg, vaknaði litlu síðar við það að vagninn stóð kyr og sá að kven- maður, áþekk vinnukonu, stóð í birtunni frá kerruljósunum; sú spurði: “Er h'ér lítil stúlka, sem heitir Jane Eyre?” Eg játaði því, var kipt út og kistunni minni gerð sömu skil, því næst skrölti kérran sína leið. Eg var stirð af að sitja lengi í sömu skorð- um og hálf ringlirð af skrölti og hristingi far- tólsins, og vissi varla í þennan heim né annan, rigning var og myrkur; hár steinveggur var á aðra hlið og járngrindur í, þar fór eg inn með mínum nýja leiðtoga og þá blasti við langt hús og mikið, með ljós í gluggum á víð og dreif, þar fórum við inn, síðan eftir gangi til stofu, þar brann eldur á árni, frá glæðunum brá roða á fóðraða veggi, ábreiðu á gólfi, glugga tjöld og fágaða muni úr mahogany og myndir sem eg fór að reyna að skoða. Þá kom inn kona, með kertaljós í hendi, há og bein, dökkhærð með hátt enni, alvarleg á svip og fyrirmannleg, með sjal um herðarnar; önnur kom á eftir henni. Konan virti mig fyrir sér og segir: “Barnið er helzt til ungt að vera ein á ferð svo langa leið.” Eftir litla stund bætti hún við: “Það er bezt hún fari í rúmið sem fyrst, hún lftur út fyrir að vera þreytt. Ertu þreytt góða mín?” segir hún og leggur hend- ina á öxlina á mér. “Svolítið,” svaraði eg. “Og svöng líka, á eg von á; gefðu henni kveldskatt, Miss Miller, áður en hún fer í rúmið. Er þetta í fyrsta sinn, að þú ferð úr foreldrahúsum, barnið gott?” Eg sagði, sem satt var, að eg ætti ekki foreldra á lífi. Hún spurði hve Iangt var síð- an þau féllu frá, síðan hve gömul eg væri, hvort eg kynni að lesa og skrifa og nokkuð að sauma, brá mjúklega fingri á kinn mína og sagðist vonast til að eg yrði gott barn, sagði mérsvo að fara með Miss Miller. Konan, sem hafði talað við mig virtist tæplega þríbug, mér þótti hún fyrirmannleg að útliti, í fasi og í tali. Hin virtist lítið yngri, rjóðleit, með áhyggju svip, hvatleg líkt og hún hefði í mjög mörgu að snúast, hún leit út fyrir að vera und'irkennari, og svo var. Við gengum um langan gang og hljóð herbergi þar til heyrði óm af máli margmennis, kom- um þá í víðan sal og langan, tvö borð úr plönk- um voru sitt í hvorum enda, tvö kertaljós á hvoru borði og á bekkjum kringum þau sátu stúlkur á ýmsum aldri, frá tíu til tuttugu ára; sá hópur sýndist nær óteljandi í fyrsta áliti, þó ekki væru fleiri en áttatíu; allar voru eins klæddar í mórauðan alklæðnað, skrítilega sniðinn, og síðar erma svuntur. Þær voru að búa sig undir næsta dag, þuldu lexíurnar hver í kapp við aðra, meir en í hálfum hljóð- um og þaðan stafaði hávaði lífeur sífeldum jarmi. Miss Miller lét mig setjast á bekk nærri dyrum, gekk að salar gafli og kallaði hátt: Verðir! takið saman bækur og látið á sinn stað!” Fjórar stórar stúlkur stóðu upp og gerðu sem hún sagði. Þarnæst kallaði hún: “Verðir! Sækið matar trog!” Stóru stúlkurnar fóru sína leið og komu aftur að vörmu spori hver með sitt trog, krukka með vatni stóð á miðju trogi og bitum af flatköku úr haframéli hrúg- að utan um, hver fekk sinn skamt og vatn eftir vild; eg svalaði þorstanum en hafði ekki lyst á bitanum, vegna þreytu og geðshrær- ingar. Að aflokinni máltíð fór Miss Miller með bæn og þarnæst fóru allar í halarófu, tvær og tvær saman upp stiga í langan svefn sal, þar brann eitt Ijós, í því rökkri háttuðum við, tvær í hvert rúm; eg var látin sofa hjá Miss Miller þá nótt og datt útaf í þann mund sem Ijósið var slökt, við þyt af stormi og slökkvandi rigningu. Eg vaknaði, að mér þótti skömmu síðar við að bjalla hringdi hátt, stúlkurnar voru komnar fram úr og voru að klæða sig, við tvö kerti með sefkveik, því þetta var fyrir dag. Eg fór líka að klæða mig, skjálfandi af kulda og beið þess að vaskafat losnaði, sex stúlkur voru um hvert fat, svo biðin var löng. Þegar frá leið hringdi bjalla enn, stúlkur gerðu hala- rófu og tifuðu niður stiga, tvær og tvær/til skóla stofu sem var dimm og-köld, Miss Miller las bæn og kallaði, að henni lokinni: “Gangið í flokka!” Nú varð mikill þys í nokkrar mínútur, hópurinn skiftist í fjóra hálfa bauga frammi fyrir fjórum borðum, stóll stóð fyrir hverju borði, hver stúlka hafði bók í höndum og þykk bók, lfk biblíu lá á hverju borði, undan stólunum. “Þögn!” og “Kyrrar í röðum!” kvað við frá Miss Miller; þá hringdi bjalla álengd- ar, gengu þá þrjár konur í stofuna og settust í stólana. Miss Miller settist á þann fjórða, næst dyrum, þar stóðu smæstu stúlkurnar og í þann lægsta bekk var mér skipað, neðst af öllum. Nú byrjaði dagsverkið, dagsins collekta var þulin og síðan biblíu kaflar í eina klukku- stund; um það þeim lestri lauk var kominn bjartur dagur. Hin þolna bjalla gall nú við í fjórða sinn, var þá liðinu fylkt upp á nýtt og leitt í aðra stofu til morgunverðar, og þá var eg farin að hlakka til að fá að borða, þvi að eg hafði varla bragðað mat daginn áður, og orðin svo innan tóm, að mér lá við magn- leysi. í matar skála var dimt og lágt undir loft, tvö borð löng voru þar og byttur á með heitum graut, ærið þefsterkum. Þegar reyk- inn af þeim rétti lagði fyrir vitin á þeim sem ætlað var að láta hann í sig, sá eg sama svip- inn á öllum, ein af fullorðnu stúlkunum kvað upp úr: “Svei aftan! Grauturinn brunninn við rétt einu sinni!” “Þögn!” gall við frá lágum kvenmanni, skarpleitum og dökkum í bragði, hún settist við einn borðs endann, önnur gildari kom og settist við hinn, sú þriðja var útlendingaleg og skrítin, kendi frönsku; við fjórða borðs end- ann settist Miss Miller og nálægt henni var mér valið sæti. Eftir mjög langa borðbæn kom vinnukona með tevatn og brauð handa kennurunum, en við tókum til við grautinn. Eg gleypti nokkur spónblöð, en undir eins og mesti sulturinn var af, gafst eg upp, mjög sangur grautur er á borð við skemdar kartöfl- ur: sjálft hungrið hafnar þeirri fæðu. Eg sá að spænirnir hjá hinum stúlkunum gengu séint og voru brátt hvíldir til fulls. Máltíð var lok- ið en enginn hafði matast. Þakkargerð var þulin fyrir það sem við höfðum ekki móttekið og sálmur sunginn á eftir og síðan farið til skóla stofu. Eg var meðal þeirra síðustu út og sá einn kennarann taka skál og drepa tungu í grautinn; hún gretti sig og sagði við stöHu sína: “Tarna er auma matseldin.” Nú var stundarfjórðungs hlé og þann tím- ann var ólátast, öllum sýndist heimilt að hafa hátt og tala frjálslegar en annars, og sú heimild var ósleitanlega notuð. Allar töluðu um morgunmatinn og drógu ekki af. Vesalingar, það var eina huggunin sem þær höfðu. Miss Miller var ein viðstödd af kennurunum og kringum hana hópuðust stórar stulfeur með önugum svip og tali. Eg heyrði Mr. Brockle- hurst nefndan, þá hristi kennarinn höfuðið, en ekki reyndi hún að þagga niður í stúlkunum, heldur virtist vera á þeirra máli. Klukkan í skóla stofunni sló níu, Miss Miller gekk í miðja stofu og kallaði: “Þögn! Til sæta!” Hópurinn skipaðist til sæta með ys og þys unz allar sátu á bekkjum eftir endilöngum sal og kennarar á- sínum stól- um, allar hreyfingarlausar og þráðbeinar; það var srítinn hópur, allar voru eins kembdar, hárið slétt aftur fyrir eyrun, svo hvergi sá hrokkinn lokk, allar í mórauðum kjólum, sem náðu upp á háls, með mjóum kraga, allar með tuðru framan á sér, festa á linda, í ullar sokk- um og klunnalegum skóm með látúns sylgju á ristinni; meir en tuttugu af þessum stúlkum voru fulltíða, mér varð starsýnt á þær, annan eins klæðaburð hafði eg aldrei séð áður á uppkomnu kvenfólki. Nú sem eg sat og starði risu allar á fætur skyndilega settust aftur og horfðu til dyra, þar gekk inn konan sem eg hafði séð kvldinu áður, nam staðar frammi fyrir eldi, fyrir slaar gafli, og leit stillilega yfir hópinn; Miss Miller, sem sýndist hafa alla snúninga, gekk til henn- ar og pískraði, hvarf aftur til sætis og kallaði: ‘“Verðir efsta bekkjar! Sækið hnettina!” Meðan því fór fram gekk kona þessi hægt eftir salnum, hún var í hærra lagi, þrekleg, björt yfirlitum, móeygð, með löngum augnahárum, tillitið góðmannlegt og fjörlegt, hárið hringað í tvo skúfa yfir gagnaugum, eins og þá var hefðarkvenna siður, fötin úr blárauðu klæði, lögð svörtu flosi; við belti hennar hékk gullúr, sem þá voru fágæt; hún hafði skæran hör- undslit, skýrt yfirbragð og prúðmannlegt fas. Þetta var konan sem stjórnaði skólanum og allar virtu og var vel við; til hennar fekk eg lotningar hug, sem mér var af náttúrunni laginn; hún hét Miss María Temple. Að henni hurfu nú stærstu stúlkurnar að læra fræði um lönd og höf, svo um nótur og tóna, lægri bekkirnir sneru hvor til síns kenn- ara og nú skiftust á saga, málfræði, skrift og reikningur þar til klukkan sló tólf. Þá var stundar hlé, sem hófst með miklum þys þar til skólastýra stóð upp.úr sæti sínu og mælti: “Eg ætla að ávarpa nemendur nokkrum orðum.” Þá gerðist þegar hljótt, hún hélt á- fram: “Þið fenguð óætan mat í morgun og er- uð víst svangar, eg hefi lagt svo fyrir að ykkur verði gefið brauð með osti í aukabita.” Kennararnir litu til hennar undrandi og til þeirra mælti hún: “Það skal gert á mína á byrgð,” hvarf svo strax burt. Bitanum voru gerð beztu skil með fögnuði og síðan kom skipunin: “Út í garð!” Hver og ein fekk stráhettu með böndum úr lituðu sirsi og gráa yfirhöfn, eg fekk sama skrúða og fylgdi straumnum út úr dyrum. Garðurinn var víður með grjótgarði í kring svo háum að ekki sást yfir hann nema í heiðan himininn, og með víðum gangbrautum umhverfis mörg beð og smá, er nemendum voru úthlutuð til ræktun- ar, svo að eigandi var að hverju beði; þau hafa sjálfsagt litið vel úr á úthallandi sumri, en nú, um miðjan vetur, var gróðurinn visinn og gulur sem sina; kalt var úti og hráslagalegt af þoku úða, svo eg fór að skjálfa. Þær hraust- ari af stúlkunum léku sér á hlaupum en hinar, fölar og teknar, hnöppuðust saman til skjóls og hlýju á svölum er að grundunum vissu, frá þeim heyrði tíðan hósta, þar sem þær norpuðu í kalsanum. Eg ávarpaði ekki neina og engín vék sér að mér, en þessu var eg vön og kiptí mér ekki upp það. Eg stóð upp við svala stoð, hélt að mér gráu flíkinni ,reyndi til að gleyma kuld- anum og sultinum og aðgætti það sem fyrír augun bar. Eg vissi varla hvað mér leið, Gateshead og undanfarin æfi mín virtist næsta fjarlæg, þar sem nú dreif á daga mína óskírt og torkennilegt, hið ókomna með öllu hulið. Eg sá á garðinn, klaustri líkan og á skóla húsið; sumt af þeirri byggingu var fomt, en sá hluti nýlega gerður, þar sem skóla stofa var og svefnloft, með uppmjóum gluggum og rúðu grindum eins og í kirkju. Á stein töflu yfír dyrum var þetta letrað: “Lowood kenslu stofn- un. Þessi hluti var endurreistur árið .— af Naomi Brocklehurst frá Brocklehurst Hall í þessari sýslu. — ‘Látið yðar ljós lýsa svo fyrir mönnum að þeir megi sjá yðar góðgerðir og dýrðlegan gera Föður yðar á himnum.’—Matt. v. 16.” Þetta letur glímdi eg við en skildi það ekki vel, sízt sambandið milli fyrra hlutans og ritningarinnar; þá varð mér litið á stúlku, sem sat á grjótbálki með bók í hendi og hóstaði við og við; eg sá nafnið á bókinni þaðan sem eg stóð, ‘Rasselas’, og þótti skrítið og þar af leiðandi lokkandi. stúlkan sneri við blaði og leit upp um leið og þá segi eg við hana: “Er þetta skemtileg bók, sem þú ert að lesa?” Eg hugsaði mér strax að biðja hana að lána mér hana þegar fram liðu stundir. Stúlkan leit við mér þegjandi litla stund og svaraði: “Það þykir mér.” “Um hvað er hún?” Eg veit ekki hvar eg fekk dirfsku til að byrja tal við ókunnuga manneskju, alveg mót venju minni og náttúru, líklega af því hún hafðist að það sem mér líkaði vel, en það var að lesa í bók, þó minn smekkur væri léttúðugur og barnalegur; það sem alvarlegt var eða verulegt, kunni eg ekki að skilja. “Þú mátt líta á hana,” sagði stúlkan og rétti að mér kverið. Eg blaðaði í því, alt var það eins þétt prentað og tilbreytinga laust, ekkert sá eg þar um huldu fólk né anda, svo eg fekk henni bókina aftur, afhuga, og spurði nú: “Geturðu sagt mér um letrið yfir dyrum, hvað ‘Lowood Kenslustofnun’ á að þýða?” “Þetta hús, þar sem þú ert komin til dvalar.” “Því er það kallað stofnun? Er það öðru vísi en aðrir skólar?” “Það er fyrir þær sem eru að einhverju leyti munaðarlausar, góðgerða eða guðsþakka skóli; eg býst við að þú sért ein, hafir mist föður eða móður?” “Þau dóu bæði fyrir mitt minni.” “Jæja, stúlkurnar sem eru hér hafa mist annað foreldrið eða bæði, og því er þetta kall- að munaðarlausra stofnun.” “Fáum við að vera fyrir ekki neitt?” “Við eða einhver fyrir okkur, borgum fimtán pund um árið, hver okkar.” “Því er þá Iátið sem þetta sér góðgerða stofnun?” “Af því að fimtán pund nægir ekki til kenslu og viðurværis og það sem á vantar er haft saman með samskotum.” “Hverjir skjóta saman?” Góðviljaðar konur og menn í þessum sveitum og í London.” “Hver var Naomi Brocklehurst?” Hún lét reisa nýja skólann, eins og letrið segir til og sonur hennar lítur eftir og ræður hér öllu.” “Af hverju?” Hann geymir sjóðinn og kaupir matinn handa okkur og í fötin.” “Er hann vænn maður?” “Hann er prestur og gerir mikið gott, eftir því sem sagt er.” Þessi hægláta stúlka Ieysti svo fljótt og vel úr spurningum, að eg Iét eina spurn annari fylgja, en aldrei stóð á svari. Eg frétti að stutti kennarinn með svarta hárið hét Miss Scatcherd, “farðu varlega að við hana, því að hún er bráðlynd,” sú með vasaklút hangandi í gulu bandi við beltið hét Miss Pierrot, var frönsk, “ekki svo afleit,” en bezt af öllum var Miss Temple að gæðum og gáfum, “kann langt um meira en allar hinar.” Stúlkan sjálf var búin að dvelja í skólanum tvö ár.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.