Heimskringla


Heimskringla - 29.11.1933, Qupperneq 2

Heimskringla - 29.11.1933, Qupperneq 2
2 SlÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 29. NÓV. 1933 SÝN FISKIMANNSINS Eg fullyrði ekki að allir fiski- menn séu skáld, en eg held því fram, að hefðu þeir yfir höfuð öðalst næga mentun og jafn- framt ástundunar hneigð til þess að þroska með sér stíllist, þá myndu felstir þeir er gerst hafa fiskimenn af fúsum og frjálsum vilja, mega teljast með skáldum. Og örsökin til þess er sú að þeir eru frufn- legri og standa í nánara sam- bandi við náttúruna harða og óheflaða, en aðrir menn. Hver dagur er þeim nýr og tilbreyt- ingaríkur. í lífi þeirra eru eng- ar algerðar endurtekningar. — Að morgni sjá þeir stjörnur himinsins fölna fyrir dagsbrún hækkandi sólar og á kveldin, þegar sól hnígur að viði og sendir kveðjandi gullroðna geisla yfir húmskygt hvolfið, skýrast stjörnurnar aftur og ljóma sem glitrandi perlur á bládjúpum næturhimni og stafa þúsundum geisla niður á svell- kaldan vetrarhjúpinn. Sjóndeild- arhringur fiskimannsins er víð- áttu mikill og feðmir ljósaskifti og litbrigði innan sí-breytilegr- ar umgerðar. Hver dagur gref- ur einhveja von og vekur aðra nýja. Þessi dagur rann upp heiður, bjartur og blíður, en endaði með hríðarbil og myrkri. Hin harðasta barátta verður gullvæg og töfrandi ef hún er nægilega rík af tilbreytingu. — Nýjar hugsanir, nýir draumar með hverjum komandi degi. Eg hefi þekt Kjartan Árna- son lengi. Hálfsögð æfintýri hans og sögur hafa veitt mér margar ánægjustundir. Kjartan hefir verið fiskimaður írá æsku, fyrst heima á íslandi og síðar við stórvötnin í Manitoba. Mér finst tilveran hafa lagt hann algerlega á rétta hillu. Sem fiskimaður held eg að hann gæti lifað alveg óendanlega og verið ánægður. Að vísu koma fyrir stundir sem skap hans verður úfið. Hefir hann þá til að blóta bæði guði og mönnum — sérstaklega fiskikaupmönnum. Samt held eg að ekki fylgi þar hugur máli. Þessar hrotur eru sem augnabliks rosaský og þrumuskúrir, sem renna upp í hans — að eðlisfari — rólynda huga, en þyrlast jafnharðan í burtu eins og vindurinn, sem enginn vissi hvaðan kom eða hvert hann fór. Ef eg hefði tíma og tækifæri, myndi eg hafa sérstaka ánægju af því að skrifa upp þær sögur og æfintýri eða koma því í heidarbúning, er Kjartan gaf mér í brotum. Eitt meðal þess- .ara brota er saga eða æfintýri, sem ekki þarf mikilla breytinga við formsips vegna og það er sannast mála, að eg gerði mér far um að skrifa þetta æfintýri Kjartans upp sem næst hans eigin orðalagi, sem mér var unt. Kjartan kallaði þetta sögu og hann sór sig og sárt við !legði að það er sagan greinir frá, hefði fyrir hann borið — að þetta hefði hann séð og heyrt, með sínum líkamlegu skilning- ; arvitum. Á þessa fullyrðingu Kjartans legg eg engan dóm. Lesarinn dæmir fyrir sig og kall j ar þetta sögu, æfintýri eða eitt- hvað annað ,eftir eigin geð- þótta. — Þannig hljóðar þá sagan: I j Þenna vetur átti eg heima í Furuvík við Manitoba-vatn. Vet- urinn byrjaði með veðurblíðu og vægum frostum, en vegna stað- viðra lagði vatnið snemma all- traustum ís. Fiskiveiði reyndist góð og almenn vellíðan hefði verið meðal fiskimanna ef ekki hefði verið fyrir víðtæk samtök fiskikaupmanna um verðlag á fiski og sem einmitt náði há- marki ósanngirninnar þenna vetur. Við urðum að selja afla okkar þegar að landi kom fyrir tæpan helming þess verðs er öll sanngimi mælti með að borgað æri fyrir fiskinn.— En fiskimenn eru venjulegast þolinmóðir og æðrast ekki um skör fram. Við mögluðum að minsta kosti ekki hátt, aðeins unnum þess meir og drógum þess meiri feng að landi, sem okkur var borgað minna. Við vorum líka huggaðir með því, að þegar veturinn harðnaði, myndi eftirspurn eftir fiski auk- ast og verðið hækka. Þessu trúðum við í einfeldni okkar og báðum nú guð um meiri frost og magnaðri hríðarbilji. Bænir okkar virtust vera heyrðar, því þegar liðið var að miðjum vetri var komin fannkyngi og frosta- fár. En hvað skeði? Þrátt fyrir veðrahaminn og hörkurn- ar, stóð fiskverðið í stað! í stað verðhækkunar voru okk- S ur gefnar nýjar ástæður fyrir lágu verði. Skap okkar fiski- I manna harðnaði gegn þeim sem j voru að ræna okkur sanngjöm- um vinnu-arði og við bölvuðum jhörku vetrarins og harðýðgi lýginna fiskikaupmanna. En á- farm héldum við að draga fisk júr djúpinu — þræla, í þágu arðránsins. ; Framan af vetri vann eg ieinn að netum mínum, en vegna þess hversu hagkvæmara það jafnan er við fiskveiði að tveir menn vinni saman, kom okkur Jóni Helgasyni saman um að vinna störf okkar í félagi. Flutt- um við nú kofa einar tólf mfl- ur út á ísinn og höfðum þar félagsbú, enda var meiri partur af netum okkar undir ísnum á þessu svæði. DvÖldum við í þesísum kofa 3—4 daga úr hverri viku, en vitjuðum lands þess á milli, bæði til að afla okkur nýrra vista og flytja veið- ina til markaðar. Svo var það eitt sinn að liðn- um miðjum vetri. Við vorum búnir að “lyfta” netum okkar eftir þriggja daga erfiði í rosa- veðri og hörkufrosti. Að leggja af stað til lands undir nótt í skuggalegu útliti, sýndist ekki væri hann nema 30 faðma frá slóðinni. Þriðjungur leiðarinn- ar var nú farinn en framundan tveir þriðju vegar ófarið. — Eg stöðvaði hestinn og gekk ' til Jóns, sem var rétt á eftir. — “Mikill andskotans veðra- hamur er þetta,” sagði Jón. — “Það er eg alveg viss um að hann hættir ekki þessari ótíð, árennilegt, enda gat það ekki fyr en hann drepur einhvern. talist algerlega nauðsynlegt, þó æskilegt væri að koma fiskinum sem fyrst til markaðar. Það — “Og vafasamt hvort það er nóg. Eg efast um að einn eða tveir fiskimenn séu nægi- varð því að samkomulagi með ^lega dýr fórn til stjórnaranna, okkur Jóni að halda kyrru fyrirjbætti eg við. í kofanum næstu nótt. Bjugg- um við um okkur sem best við gátum, vorum rólegir og á- hyggjulausir. Næsta morgun var veður kyrt og lítið frost. Dimt var í lofti og drungalegt og því allra veðra von. Um það bil sem hálf bjart var af degi, byrjuðum við að draga fiskinn út úr kofanum og koma honum fyrir á sleðanum. Verðminni fiskinn höfðum við geymt í hesta-kofanum, en hinn, sem betur var borgaður í þeim kofanum er við sváfum í. Þegar öllu þessu umstangi var “En hvað eigum við að gera? Eigum við að halda áfram eða setjast að hér í kofanum?” “Ja, eg veit ekki,” svaraði Jón og horfði út í bilinn í áttina til lands. “Ef veðrið ekki versnar úr þessu áður en við komustum farm hjá sprungunum, held eg okkur sé borgið, því enn má heita slarkfært og ratandi. En eg ætla að sjá hvernig umhorfs er í kofunum.” Og Jón hafði ekki fyr endað setninguna en hann var þotinn á stað í áttina til kofanna. Eftir þrjár til lokið og við höfðum komið far- fjórar mínútur var hann kom- angri okkar fyrir á sleðunum, inn aftur. spentum við hestana fyrir ækin og lögðum af stað til lands. Eg hafði stærri og sterkari hest; “Kofarnir eru mannlausir og engan eldivið að finna,” hróp- aði Jón, um leið og hann beygði fór eg því á undan og lét hann [ sig niður eftir keyrslutaumun- troða slóð. Svo sem unt var, J um á hesti sínum. fylgdum við harðspora-slóð okk- I “Af stað þá,” sagði eg og ar, frá því við fluttum út á ís- . hljóp þangað sem minn hest- inn, því þó víða vær skeflt yfir jur stóð í höm. Annars var eg hann, var hún þó léttari fyrir feginn að við vorum neyddir til hestana með köflum og við átt- j að halda áfram, þó árennilegt um þess von, að því nær sem , væri það ekki. Hitt fanst mér drægi landinu, yrði gamla slóð- hálfu verra, að setjast að á in okkar að mun hreinni og miðri leið. harðari, enda var nokkur um- ferð úr landi einar átta mílur út á ísinn, því þar áttu fiskimenn kofa nálægt því sem leið okkar lá. — Við höfðum farið þrjár mílur, án þess að nokkur breyt- ing yrði á veðrinu. Lognið og skuggalega útlitið grúfði yfir eins og þegar við lögðum af I stað. En brátt fór veðrið að breytast. Áður en fjórar mílur voru famar, fór vindkviðum að slá niður á hjamið og fylgdi þeim dálítil snjókoma. Vind- kviðumar urðu tíðari og sterk- ari unz þær runnu saman í stöðugan storm, syrti þá einn- ig að með fannkomu og frosti. Vindstaðan var á norð-vestan og eftir stefnu okkar til lands, höfðum við veðrið á hlið, þó lítið eitt í fang að sækja. Veðr- ið harðnaði því meir sem á leið. Vanst okkur þó ferðalagið von- um framar, enda vorum við mis- jöfnu vanir á ís-auðninni á vötnum Manitoba-fylkis. Vorum við brátt komnir á hlið við fiskimanna kofann, sem að framan getur. Gátum við að- eins greint kofann, þó ekki En skamt vorum við komnir frá kofunum, þegar veðrið versnaði að mun. Snjónum mokaði niður og frostið harðn- aði. Eg gekk í skjóli við hestinn og hafði hönd á beizlinu. Þannig gat eg helst orðið var við ef slóðinni slepti og á þann hátt hafði eg betra tækifæri að verða var við nýopnaðar sprungur í ísinn, sem ávalt var hætta á að mynduðust í á- hlaupa veðrinu. Gömlu slóðina sá eg nú aðeins endrum og eins og þá leiftur snöggt, þegar vindurinn reif snjóinn af harð- sporunum og huldi þá aftur með nýju fannkyngi. Þó tókst mér vonum framar að halda slóð- inni, bæði með því að hafa vakandi athygli á vindstöðunni og því, að ef slóðinni slepti, þyngdist færðin tilfinnanlega. Mig svimaði stundum og lá við faili, er eg horfði niður fyrir fætur mér, það var eins og að horfa niður í mórauðan vellandi straum, Iðandi sveiflur fann kynginnar veltust þar áfram hver eftir aðra í helvískum Meira tóbak í hverjum pakka en áður. Það borgar sig að “vefja sínar sjálfur” með Turrett Fine Cut MEIRA TÓBAK FYRIR SÖMU PENINGA OG POKER HANDS LIKA Imperial Tobacco Compaojr of Canada, Limited Verð á Turret Fine Cut tóbaki hefir lækkað svo, að það sparar þér peninga, að kaupa það og kaupa einnig vindlinga pappírinn. í hverjum pakka af Turrett Fine Cut færðu nú meira en áður af þessu tóbaki sem þér hefir smakkast svo vel—þessu silki fínt skoma tóbaki, sem reykur er svo kaldur úr og gerir ilm vindlingsins óviðjafn- anlegan. Og munið—að þér getið fengið 5 stórar bækur af “Vogue” eða “Chantecler” vindlinga-pappír frítt í býttum fyrir einn pakka af Poker Hands. Það borgar sig að “Vefja sínar sjálfur” með TURRET FINE CUT VINDLINGAjTOBAK Geymið Poker Hands trölladans. — Það orkaði ekki lengur tvímælis, að þarna a ís- auðninni var háð barátta um líf eða dauða — barátta, sem var einstæð, en ekki óvenjuleg í sögu fiskimanna. Hugur minn hvarflaði að þeim kjörum sem fiskimenn eiga oft og einatt við að búa. Og eg fór að hugsa um mann er eg hafði þekt og stundað hafði fiskiveiðar, en þó skamm- an tíma. Nú var hann vaxinn upp úr þessu veiði slarki, eða svo mun honum sjálfum hafa fundist. Fiskimenn höfðu myndað með sér félagsskap, sem verða átti til þess að bæta kjör þeirra — gefa þeim ríflegri skerf af þeim arði, sem erfiði þeirra gaf. Þenna mann höfðu fiskimenn kosið fyrir forstjóra félagsins. Hann tók við leiðsögu fátækra fiskimanna ,en skildi við þá ennþá fátækari en þeir voru, af illum þeim verðmætum lífsins, sem hægt er að tapa, en ríkari að vantrausti til alls og allra og óvild, sem gekk hatri næst til þess manns, sem leikið hafði þá grátt. Nú var þessi maður orð- inn einn með hinum stærri fiskikaupmönnum og engin dróg svo fisk að landi úr vötnum að ekki hefði hann arðshluta af þeim afla, því öll fiskisala til ytri markaðar var háð milli- göngu þessa manns. Maður þessi hafði kostbæra skrifstofu og keyrði um í afar stór- um og skrautlegum bíl. — Hann klæddist dýrri loðkápu að vetrinum og á sumrin, gráum, vel sniðnum fötum. Jafnan bar hann harðan hatt á höfði. Und- irlægjur hans — smærri fiski- kaupmennina suma, þekti eg. Þeir drógu feng sinn á þurru landi og sá fengur þeirra hvors um sig, var jafngildi vinnuarði margra fiskimanna til samans. Þeir þurftu ekki að þvælast úti í hörðum veðrum né leggja líf sitt í hættu við verk sín. Þeir aðeins uppskáru, en aðrir sáðu. Eg rétt að segja rak mig á flaggið er reist hafði verið til viðvörunar, við ytri sprunguna í ísinn. Þurftum við nú að taka krók á leið okkar fyrir sprungu endann á að giska 200 faðma. Var það beint undan veðrinu og þá nálega jafn langt í fang að sækja aftur, eftir að enda sprungunnar hafði verið náð. Annað flagg hafði verið reist við enda sprungunnar. Þessi lykkja á leið okkar var nokkur töf, en vanst þó slysa- laust. Eftir það mátti heita bein slóð til lands. Við enda sprung- unnar staðnæmdustum við um stund, til þess að lofa hestunum að kasta mæðinni. En þá var það að eg gekk að þeirri hlið hestins er áveðurs hafði verið á ferðalaginu. Varð mér það í svip hláturs efni að sjá blessaða skepnuna. Svo mátti heita að þessi hlið hans væri ein samfeld klakabrynja. Svell-hella huldi augað, sem augnahárin stóðu í gegnum. Hreyfðust þau lítið eitt, er hest- urinn reyndi að depla auganu. Eg fór að brjóta klakann af klómum, en augað gat eg ekki hreinsað fyr en eg tók af mér vetlinginn og bræddi ísinn af því, með heitri hendinni. Þegar þessu verki var lokið, var hönd- in dofin og köld og handarbakið hálf-hvítt af frosti. — Áfram héldum við og eg barði hendinni í sífellu í sjálfan mig, til þess að ná í hana hita aftur. Og þetta tókst, en þá tók við bruna verk- ur sem eg fékk varla af borið. Eg blótaði og lá við að skæla af kvölum. — Og þá var það, að( eg hvíslaði fram þessum orð- um milli kaldra og samanbit- inna varanna: “Góði, almáttugi guð! Hvert er áform þitt með þessum óveðrum og þessum kvölum ,sem þú lætur dynja yfir okkur, sem þurfum að sækja lífsbjörg okkar í skaut náttúr- unnar. Faðmlög þín eru köld, ó drottinn!” Var þetta draumur eða vaka? Jú, vaka var það, því eg fann ennþá brunaverkinn í hendinni. En eg var horfinn úr bilnum og kuldanum og kominn þangað sem stór tré, bein og hávaxin báru við himinn og breiddu laufgaðar krónur yfir grænar grundir. Blómabreiður voru þar á víð og dreif; gangstigir með fjölbreyttum litum lágu þar til allra átta og eftir þeim gekk fólk, fagurlega búið, ljómandi af æsku og yndisþokka. í fjar- i lægð sá til f jalla og dala, en nær gat a ðlíta vötn og lygnar elfur, liða sig um gróður ríkar grund- i ir. Hús — eða öllu heldur I skrautlegar hallir sáust hér og hvar. Unaður ríkti hvarvetna og ylmur í lofti. Það var sem öll fjarlægð væri horfin, því eg vissi að mikið landflæmi blasti nú við sjón. Þó var því líkt sem eg horfði á þessa miklu viðáttu í bók, rétt við andlitið á mér. — Og nú heyrðist rödd — svar við spurningu minni. “Eg ætla að gera alla fiski- menn að englum.” “Erfitt mun það verða, ó drottinn, eða þekkir þú ekki fiskimann þann á Furutanga er Bjarni heitir. Aldrei dregur hann svo mikinn feng að landi, að ekki sé hann óánægður. Á- valt óttast hann að aðrir fiski , meira en hann. Ef einn leggur , net í vatn á því svæði sem hans net eru, telur hann það gert sér til óhagnaðar. Alla ! beldur hann sér heilsuhraustari, ríkari og hamingjusamari.” I Er eg hafði þetta mælt, varð eg þess var, að drottinn brosti, því trén sveigðu lim sín hærra upp í blóloftið, hálf-lokaðir blómknappar breiddu út blöðin, ljóma lagði af ásjónum mann- anna, unaðsríkir ómar liðu um loftið og dásamlegur ilmur steig upp frá jörðinni. “Já,” svaraði drottinn. “Eg þekki Bjarna. Einnig hann. mun verða að engli. Hjarta hans er eigi vont. Af öðrum vill hann ekki hafa fé með röngu móti og þótt hann óski sjálfum sér mikils, ann hann öðrum vel- gengni. Og jafnvel sú ánægja sem fyllir sál hans nú, mp síðar verða honum braut til fyllra lífs.” “Það gleður mig, góði guð, að vita einnig Bjarna á réttum vegi og að hann á í vændum sælufulla samleið með öðrum fiskimönnum, f ríki englanna. En eg þekki nokkuð marga fiski kaupmenn, ó, drottinn! Munu þeir einnig eiga eftir að öðlast þá dýrð, að verða englar í ríki þínu?” Eg hafði ekki fyr lokið síð- ustu setningunni en allur sá unaður, er eg um stund hafði lifað og hrærst f, var horfinn. Sótsvört hríðin, veður hæðin og frostið, lámdi mig í andlitið og með hálf dofinni vinstri hönd, hélt eg í beizlið á hestinum. En mér heyrðist sem rödd guðs óm- aði utan úr geimnum, mild og mjúk og töfrandi, sem niður fjarlægra fossa: “Þeim get eg ennþá eigi stjóm- að. Þeir tilheyra öðrum herra.” * * * l Var einhver að kalla? Eg hlustaði, en þá var þrKið óþyrmilega í öxlina á mér og hrópað fast upp við vanga minn: “Hvern andskotann sjálfan ertu að fara maður ? Við ná- um aldreí landi með þessu móti, þú stefnir inn í miðjan vatns- bofn.” Eg sá það í andliti Jóns, að hann var bæði reiður og for- viða, yfir þessu framferði mínu. Og eg gat ekkert sagt mér til afsökunar. Eg var kominn út af slóðinni og stefndi beint und- an vindinum. — Eg hafði um stund verið mað- ur hugsandi, skynsemi gædd vera. Nú ef eg ætlaði að halda áfram að lifa, varð eg að gleyma

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.