Heimskringla - 29.11.1933, Page 3

Heimskringla - 29.11.1933, Page 3
WINNIPEG, 29. NÓV. 1933 HEIMSKRINGLA 3. SIP>A. öllu öðru en viljanum til lífs- ins. Eg varð að láta hálf- gleymda eðliskend dýrsins vísa mér hvar lands var að leita — landsins og lífsins. Við tókum stefnu á ný, með hliðsjón af vindstöðunni. Og landinu náðum við um síðir, þrekaðir mjög með hálf upp- gefna hestana. í skjóli skögarins reyndi eg að tengja saman slitinn þráð hugsana minna. Eg fór að bugsa um lítinn dreng sem eg hafði þekt. Hann var svo mild- ur að hann mátti ekkert aumt sjá. Hann gaf þeim drengjum fötin af sér, er hann hélt klæð- minni en sig og þeim mat sinn,* hann hélt hungraðri én hann var sjálfur. Nú var þessi dreng- ur orðinn fulltíða maður og kominn í kaupmannsstöðu. Og aldrei keypti hann svo vöru eða seldi ,að hann ekki ætlaði sér tvöfaldan hagnað. Hver var nú orsökin fyrir breytingunni á lundarfari þessa manns, frá því hann var barn? Spyr því öldur tímans sem flætt hafa yfir spor hans liðna lífs. Þær sömu öldur falla að þínum eigin fótum. Máske þú getir í þeim lesið geislabrot þess gengna. — * * * Þetta er þá sagan, eins og Kjartan sagði mér hana. Hún greinir ekki frá jarðskjálftum eða öðrum stórum heims-um brotum. Hún er aðeins neisti af þeim andans eldi, er greinir prestinn eða keninmanninn frá hjarðmanninum eða búand- karlinum. En þessi smásaga vakti mig til umhugsunar um tilveruna og lífið og varð þess valdandi, að stormar efasemda og spurninga stefndu að mér úr öllum áttum og þyrluðu mér eins og ryk örðu út í tilveru- lausan myrkann geiminn. Eitt- hvert — mér áður óþekt afl, hélt mér í umhverfi einverunnar og allsleysisins, án sýnilegs stuðnings, þar til augu mín höfðu vanist svo myrkrinu, að eg gat greint það sem mér var næst. Þá sá eg að eg sat í því, sem helst líktist fiðurbing. Litill, Ijósgrænn ormur hékk þar á fjöður, rétt við hliðina á mér. Eg ávarpaði orminn: ‘‘Bróðir, vilt þú svara einni eða tveimur spurningum mín- um?” ' “Spyr þú vinur,” svaraði orm- urinn. “Hvar erum við, hvaðan kom- um við og hvert erum við að fara?” “Sjálfur hefi eg fengið mis- munandi svör við þessum spurn- ingum,” svaraði ormurinn. — “Faðir minn, sem einnig var ormur, sagði: “Við hvílum í hendi guðs. Við komum úr grjóti og ferðinni er heitið upp að hjarta guðdómsins.” “Maður, sem var líkur þér að útliti svaraði þessu á annan veg. Hann sagði: Við sitjum öll á baki fugls, sem Nauðsyn heitir. Við höfum öll kviknað í fiðri þessa fugls, af nauðsyn orkunn- ar í efninu til hreyfingar og ferðinni er ekki heitið að neinu sérstöku marki. Við lifum á meðan við erum nægilega sterk- ir til þess að sparka aðra undir fötum okkar eða ryðja þeim úr vegi. Þegar annar sterkari kemur, mun hann slíta okkur af jörðunni, sem við höngum á °g þeyta okkur út í geiminn fyrir utan, eða troða okkur nið- ur í fiður fuglsins, svo við end- um þar sem við h'öfum áður byrjað.” Athygli mín var öll á ormin- unt meðan hann talaði og eg gætti þess ekki að leita hand- fesu til stuðnings. Eg ætlaði að svara einhverju, en það svar komst aldrei yfir varir mínar, því áður en varði, kom einhver svo óþyrmilega við mig, að eg fóll og misti meðvitund. Þegar eg kom til meðvituiidar aftur, lá eg í sandi og yfir mér gnæfði hið mikla Egypska Spinx. Eg hssí 'að mörgum föðmum fyrir neðan yfirborð sandsins, sem öllum gróðri hafði eytt, lá ó- hagganlegt bjargið, sem þessi ágæta eftirlíking náttúrunnar hvíldi á. — Þarna höfðu fá- gætir vitsmuna menn hugsað og unnið, þúsundum ára áður. Augu mín dvöldu ekki lengi við mynd dýrsins. Ofar hvörfl- uðu þau, þar til þau staðnæmd- ust við þetta stórskoma, fríða, samræmisfulla andlit, sem nú var laugað geislum hækkandi sólar. — Engar ástríður, engar rúnir hatursfullra hugsana, að- eins tigin fegurð og rósöm gleði, þess, er leitað hefir og fundið. Þeir sem mótuðu þessa mynd, hafa vissulega átt meira en blinda trú. Þeir hljóta að hafa átt fulla vissu, að þetta sé stefna alheimsins: Úr grjótinu, upp í gegnum hina lífrænu nátt- úru. — Frá blóminu til dýrsins — og áfram hinn hækkandi stiga tilverunnar, þar til hinu ástríðulausa Nirvana er náð; já, jafnt af fiskikaupmanni sem fiskimanni. — örn KRISTÍN BENEDICTSSON f. 8. júni 1856 —d. 2. okt. 1933. Kristín Benedictsson lézt að heimili sonar síns og tengda- dóttur Paul og Fjólu Benedicts- son í Blaine, Wash. Hún var jarðsungin frá Fríkirkju Blaine ísl. þ. 4. s. m. kl. 2. s.d. Séra Albert Kristjánsson þjónaði — flutti ræðu í kirkjunni á ísl. og ensku. Fjöldi vina og vanda- manna kvöddu hina framliðnu systur í kirkjunni og fylgdu henni til hins síðasta jarðneska hvílurúms,' hvar sr. Albert inti af hendi hin venjulegu prest- verk. Enn þá ein af hinum ísl. frumherjum þessa lands! — Enn þá ein! Og hvað getur maður sagt? Góð kona! Elsku- leg móðir! — Skyldurækin á öllum sviðum síns takmarkaða starfsviðs, eins og svo margar konur eru og hafa verið. Fáar skara fram úr fjöldanum á þeim sviðum, nema máske í ein- stöku tilfellum, ein þessu, önnur hinu. Allar eiga þær sína sögu, sem verða mætti öðrum til fyr- irmyndar og uppbyggingar — ef sagðar. En þær eru þögular flestar, þessar farandi og förnu mæður. Baráttan í flestum til- fellum lík, en misjafnlega metin og sjaldnast haldið á lofti. Þessi þegjandi fórn á altari tilver- unnar. Sennilega á hún og sitt eigið encTurgjald, í gleðigeislum stundar bila, meðan — eða þegar alt gengur þolanlega, og í meðvitundinni um vel unnið verk, þegar öllu er lokið. Kristín var f. 8. júní 1856 á Ytra Hóli á Skagaströnd. Hún mun hafa fluzt með foreldrum sínum — .hjónunum Þorleifi Ólafssyni og Sigurlaugu Guð- mundsdóttir sterka, að Völlum á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu og alist þar upp að einhverju leyti. Árið 1882, okt. 25. giftist hún Bimi Benedictssyni, Jóns- sonar prests Eiríkssonar á Und- irfelli í Vatnsdal. Fimm eða sex ár bjuggu þau Kristín og Björn að neðri Lækjardal í Vatnsdal. Fluttu til Canada árið 1888 og voru þrettán ár í Nýja íslandi og Selkirk. Árið 1902 fluttu þau vestur á Kyrra- hafsströnd, settust að í Blaine, Wash., og bjuggu þar síðan. Mann sinn misti Kristín árið 1931, og var hún síðan hjá syni sínum Páli og konu hans þar til hún lézt. Mest af þeim tíma heilsulítil með þverrandi sjón og heyrn, og ýmsum öðrum elli og þreytu merkjum. Snemma á þessu tímabili hafði hún fengið snert af slagi, einu eða fleirum, en rétti þó við svo hún var á fótum oftast. Fám dögum áður en hún lézt, fékk hún enn slag, og rétti ekki við úr því. Gegnum alt þetta reyndust þau hjón Páll og Fjóla henni sérlega vel og stunduðu hana með nærgætni og ástríki, eins og hún átti skil- ið. Samt mun hún hafa orðið hvíldinni fegin. Gamall málsháttur segir: — Gefur svo hverjum sem góður er. Rættist það á Kristínu sál. Hún féklj: hægt andlát. Og jarð- arfarardaginn var veður með afbrigðum gott — sá eini sól- skinsdagur sem komið hafði þá í bili. Kristín var góð kona. Skyldu- rækni gagnvart sínum var henni inngróin eíginleiki. Hún var ná- granni góður, hjálpfús og vel- viljuð, og félagskona góð, þeim félögum er hún tilheyrði. Sæmi- lega skynsöm. Skapstór var hún, en fór vel með. Þau hjón voru gestrisin í bezta lagi. Aldrei var bjartara yfir þeim, en þegar hjá þeim var húsfylli gesta, einkum eftir að börnin komust á legg. Samhent í því sem öðru vildu bæði alt á sig leggja til þess að börn þeirra nytu sem mestrar og hollastrar ánægju heima. Því voru jafnaldrar þeirra og vinir æfinlega vel- komnir. Tvö hljóðfæri góð voru í húsinu, píanó og orgel, og því oft glatt á hjalla. Börnin öll sönghneigð, drógu að sér, sem jafnan vill verða, fólk af líku tagi. Þá voru og ávalt eldri vinir og nágrannar þeirra hjóna, velkomnir, til að njóta gleðinnar með þeim. Slíkur var heimilis- bragurinn. Þeim hjónum, Kristínu og Birni varð tíu barna auðið. Dóu fjögur af þeim sömu viku — þá fyrstu sem þau voru í þessu landi. Sagði Björn svo frá: — Að þann harm hefði hann ei af- borið, iiema fyrir stillingu og sálarþrek konu sinnar. Lýsir þetta Kristínu betur en flest annað sem um hana yrði sagt. Því þannig var hún skapi farin -— að standa þá sem fastast, er lífsstormarnir voru örðugastir. Enda var þar á miklu að taka — þrautseigju, þolinmæði og sál- arró. Börn þeirra, sem lifðu, eru þessi: Páll, áður nefndur, kvæntur Fjólu Dalstead (dóttir Jóns kafteins Dalstead, sem drukknaði á Wpg. vatni um sið- ustu aldamót) búsettur í Blaine. Susanna, Soffía, Nikolína og Freyja Ólafía, allar giftar hér- lendum mönnum og til heimilis í Bellingham, Wash., og Bamey C. Kvæntur amerikanskri konu, til heimilis í Naches, Wash. Öll eru börnin hin mannvænleg- ustu. Auk barnanna lifa ömmu sína 16 barnabörn. í guðs friði gamla góða ísl. kona. Þökk fyrir góða við- kynningu, M. J. B. lega þátt í útileikjum. Á ferli þessum verður að gæta þess vandlega að nema jafn- skjótt staðar og minstu óþæg- inda verður vart fyrir hjartanu (brjósti, síðu, baki, herðablaði, bringspölum). Hvíla sig þá rækilega og byrja ekki afturjvið erum því vön þann daginn, ef um leik er að leikurinn er sá, að ræða, og fara varlega framvegis en þó rólega um nágrennið. Eft- mál;** þau lesa með ólyst og ir missiri ætti maðurinn að vera margfalt meira erfiði. Venju- fær um langar göngur, en þó jgg^. ðarn> gem aj(jrei hefði séð ekki hraðar. Innan árs ætti skóla, myndi geta fult svo mik- maðurinn að geta gengið svo ið j,ð er 4rangUrinn af hratt og langt sem hann vill^ ■ unglingaskólum og alþýðuskól- eða svo til. Innan tveggja ára ( um*¥* enn þá athugaverðari. ætti hann að geta tekið frjáls- j,eir skólar framleiða fólk sem ekki er eingöngu þekkingar- snautt, heldur algerlega óhæft til að geta öðalst þekkingu. Þessir skólar hér í landi hafa framleitt andlega daufingja og fólk siðferðislega spilt. Við tök- um ekki eftir þessu, af því að . Sann- er sá, að menn eru þess nú fullvísir orðnir, að skóla- og uppeldisfyrirkomulag vort er hreinasta vindhögg og vitleysa; en þeir senda þó böm- in í skólann blátt áfram til að losna við þau af götunni. Skól- inn er þannig einskonar fang- elsi. ... 1 fengelsum eru heil söfn af bókum, sem eru alóles- andi, en í skólunum em þó bækurnar enn þá verri. Eins og fangelsin gera menn and- lega sljóa, svo gerir skólakerfi vort einnig. . . . Kennarar hafa mjög léleg laun; þeir verða að LÆKNING HJARTABILUNAR Hjartabilun, sem ekki er kom- in á mjög hátt stig, mun oftast töluvert eða jafnvel mjög við- ráðanleg. Oftast eru það hjarta- lokúmar, sem skemdar eru, og verða þær að vísu ekki bættar sjálfar að ráði. Hitt er það að hjartavöðvinn getur tekið að sér starf þeirra að töluverðu leyti — vaxi hann að þrótti. Til þess þarf sömu aðferð og við aðra vöðva: örva blóðrásina til hans og svo hitt: að blóðið sé svo gott sem verða má. Aðferðin' til að örva blóðrásina til hjartans er hin almenna að- ferð til að örva blóðrás líkam- ans: hreyfing, áreynsla, líkams- æfingar. Öll aukning hreyfing- ar örfar tdóðrásina yfirleitt, og nýtur hjartað þannig að, þegar sjálfráðum vöðvum er beitt meira en áður. Hitt er annað mál, að hér verður að gæta þess af alúð að ofreyna ekki hjartað, en á því er hin mesta hætta að öðrum kosti. Aðferðin er þá þessi: Byrja með eindreginni hvíld í nokkra daga; hreyfa sig ekkert úr her- bergjum sínum eða jafnvel ekki úr rúminu eða legubekknum. Taka þá til að ganga lítið eitt, fyrst innan húss, því næst út. Auka gönguna mjög hægt, en (þó dag frá degi. Eftir mánuð ætti að mega ganga frjálslega um hríð, en sækja þá að vísu á. Fara sér hægt, ef að um göngu er að ræða, og fara sér varlega næstu daga ,en sækja þó á. Líkamsæfingar hægar, iðkað- ar liggjandi á bakinu uppi í rúmi, eru taldar heppilegar til að byrja með. Læknandi áhrif líkamsæfinga og annarar heppilegrar áreynslu fara, sem sagt, fram með þeim hætti, að hjartavöðvinn styrkist eins og hver annar vöðvi af hinni auknu blóðsókn. En þó ekki með þeim hætti einum. All- ir vöðvar líkamans hjálpa hjart- anu til. Þegar vöðvarnir vaxa yfirleitt við skynsamlega, aukna áreynslu, þá taka þeir þeim mun meira verk af hjartanu. Þvert á móti slíkri þáttöku verkar það, þegar meltingarfær- unum er ofætlað. Og er það mjög örlagaþrungin yfirsjón, þegar svo stendur á. Maður með hjartabilun verður því að varast það eins og heitan eld, að neyta meiri matar en hann meltir með hægu móti. Sömu- leiðis tormeltar fæðutegundir (eins og baunir, nýtt eða klest eð ablautt rúgbrauð, blóðmör, rjómakaffi, kökur, yfirleitt alt, sem gegnsteikt eða gegnsoðið er með feiti, einkum þess hátt- ar mélmat). Enn fremur verð- ur að sneiða hjá mat, sem leiðir til hæðgatregðu, þegar neytt er svo nokkru nemur (t. d. hvítt hveitibrauð, kökur, ostur o. fl.) Enn er reynt óhæfilega á veilt hjarta, þegar neytt er,' svo nokkru nemi, fæðutegund? \ og nautnameðala, sem krefjast mikillar ræstingarstarfsemi af hálfu blóðrásarinnar — hjart- ans. Hins vegar styrkist hjartað eins og hver annar líkamshluti af blóðbætandi áhrifum alhæfs, náttúrlegs mataræðis og góðs lofts og góðrar öndunar. Köld böð verður að nota með ítrustu varúð til að byrja með — nema maðurinn sé þeim þaulvanur. Og á þó varúð einn- ig við þá fyrst um sinn. Líkamsæfing og bætt matar- æði eru þannig aðalatriði til að lækna hjartabilun. Þriðja und- irstöðuatriði er og um að ræða: alment sálarlegt viðhorf manns- ins. Óþægilegar geðbreytingar hafa hin verstu áhrif á hjartað. Hjá þeim verður ekki komist nema með því, að verða jafn- lyndur maður sjálfur. Óbogið j jafnlyndi næst ekki nema bjart- ’ sýni og víðsýni verði ráðandi í manninum, svo að hann vegna stórrar sýnar haldi gleði sinni fyrir skýjunum, er bera fyrir sól sem snöggvast, eða jafnvel þó að dimmviðri sé langvint. —Jörð. Þér sem notið—» TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Birg-fliir: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA vinna alt of mikið; og það er litið á þá eins og mjög þýðing- arlitlar verur i þjóðfélaginu. ¥ Frb. sjo (“o”-hljóðið langt). Shaw er eitthvert frægasta leikrita- skáld ,sem nú er uppi ,og talinn af- burðaglöggskyggn á allar raunveru- legar veilur mannfélagsins. —Það læra bömin nú heldur ekki í skólun- um hérlendis. — ¥*¥ Þessháttar skólar með Englendingum munu ekki með lýðháskólafyrirkomulagi, heldur Ikari gagnfræðaskólum hér. Ritstj. —Jörð. “Endurminningar” Friðriks Guðmundssonar eru til sölu hjá höfundinum við Mo- zart, í bókaverzlun ó. S. Thor- geirssonar og á skrifstofu Hkr. Fróðleg og skemtileg bók og afar ódýr. ..Kostar aðeins $1.25. BERNARD SHAW* um skólana á Englandi “Fyrirkomulag uppeldis hjá okkur er öfugt; lífsskoðunin, sem býr að baki fyrirkomulag- inu er vanþroskuð. Barn, sem gengur í venjulegan enskan skóla, hefir jafnlitlar líkur til að öðlast sanna mentun þar, og pabbi þess hefir til að fljúga án fyrirhafnar inn í himnaríki. . . . Allur fjöldi barna í þessu landi er hneptur í 9 ára fangelsi, sem þeim er alóeðilegt. Þegar þau koma út úr þessu fangelsi (skól anum), geta þau ekki einu sinni talað sitt eigið móður- Innkölliinarmerm j Htimrk rir^lu í CANADA: Arnes.................................F. Finnbogason Amaranth ...................... -.... J. B. Halldórsson Antler...................................Magnús Tait Arborg.................................G. O. Einarsson Baldur..........................................Sigtr. Sigvaldason Beckville ........................... Björn Þórðarson Belmont ................................. G. J. Oleson Bredenbury............................. H. O. Loptsson Brown............................. Thorst. J. Gíslason Calgary............................ GrfmuT S. Grímsson Churchbridge........................Magnús Hinriksson Cypress River.....................................Páll Anderson Dafoe, Sask., ...................... S. S. Anderson Elfros.............................J. H. Goodmundsson Eriksdale .............................. ólafur Hallsson Foam Lake .. ........................ .. John Janusson Gimli........................ -. .. K. Kjemested Geysir................................Tím. Böðvarsson Glenboro..................... ...........G. J. Oleson Hayland ............................. Sig. B. Helgason Hecla........................... . Jóhann K. Johnson Hnausa................................. Gestur S. Vídal Hove . . .v............................Andrés Skagfeld Húsavík................................ John Kernested Innisfail ......................... Hannes J. Húnfjörð Kandahar .......................... S. S. Anderson Keewatin..................... . .. Sigm. Björnsson Kristnes.........................................Rósm. Árnason Langruth, Man......................................... B. Eyjólfsson Leslie.............................................Th. Guðmundsson Lundar ................................. Sig. Jónsson Markerville ......................... Hannes J. Húnfjörð Mozart, Sask............................. Jens Elíasson Oak Point.......................................Andrés Skagfeld Oakview ............................ Sigurður Sigfússon Otto, Man.................................Björn Hördal Piney...................................S. S. Anderson Poplar Park............................Sig. Sigurðsson Red Deer ........................... Hannes J. Húnfjörð Reykjavík ................................ Árni Pálsson Riverton ............................ Björn Hjörleifsson Selkirk............................... G. M. Jóhansson Steep Rock ............................... Fred Snædal Stony Hill, Man........................... Björn Hördal Swan River............................Halldór Egilsson Tantallon..............................Guðm. Ólafsson Thornhill...........................Thorst. J. Gíslason Víðir...................................Aug. Einarsson Vancouver, B. C .....................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis.......................... Winnipeg Beach.........................John Kernested Wynyard................................S. S. Anderson f BANDARÍKJUNUM: Akra ...................*..............Jón K. Ehnarsson Bantry.................................. E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash...................... John W. Johnson Blaine, Wash.............................. K. Goodman Cavalier ............................ Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg..............................Hannes Björasson Garðar..................................S. M. Breiðfjörð Grafton ..............................Mrs. E. Eastman Hallson................................Jón K. Einarsson Ivanhoe...............................Miss C. V. Dalmann Milton.................................F. G. Vatnsdal Minneota.............................Miss C. V. Dalmann Mountain............................Hannes Björasson Point Roberts..........................Ingvar Goodman Seattle, Waah........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold .............................. Jón K. Einarsson Upham................................ E. J. Breiðfjörð The Viking'' Press, Limited Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.