Heimskringla - 29.11.1933, Side 4

Heimskringla - 29.11.1933, Side 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 29. NÓV. 1933 HdtnskringJía (StolnuS 1SS6) Kemur út á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. S53 og S55 Sargent Avenue. Winnipeg Talsimi: S6 537 _____ VerB blaðsins er $3.00 'árgangurinn borgist tyrlríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráösmaður TH. PETURSSON «53 Sargent Ave., Winnipeg Uanager THE VIKING PRESS LTD. «53 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA «53 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringia” is published by and printed by The Viking Press Ltd. «53-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 I WINNIPEG, 29. NÓV. 1933 UM BÆJARKOSNINGARNAR Bæjarkosningarnar í Winnipeg s. 1. föstudag voru í engu frábrugðnar kosn- ingum hér undan farin ár. Þær virtust 'ekki hrífa almenning neitt sérstaklega meðan þær stóðu yfir, fremur en oft áð- ur, en setja menn þó að sumu leyti undr- andi, er þeim var lokið, sem heldur er ekki óvanalegt hér. Fyrverandi borgarstjóri Lt. Col. Ralph H. Webb, D.S.O. ,var endurkosinn með alt að því 3,000 atkvæðum fram yfir báða gagnsækjendur sína. Mr. Webb hlaut 29,814 atkvæði, John Queen verkamanna- foringi 21,241, og M. J. Forkin kommún- isti 4,695 atkvæði. Mr. Webb tekur nú við borgarstjóra stöðunni í áttunda sinni. Hann varð fyrst borgarstjóri árið 1924. Og að tveim árum undanskyldum, árunum 1927 og 1928, er Dan McLean var borgarstjóri, hefir Mr. Webb verið borgarstjóri í Winnipeg. Hann hefir aldrei tapað kosningu í þessi átta ár. Á móti honum hafa sótt: John Queen, tvisvar; T. A. Hunt, K.C. og T. R. Deacon o, fl. (árið 1931); Marcus Hyman tvisvar; F. G. Tipping, tvisvar; S. J. Farmer, einu sinni. Og um sigur Webbs hefir aldrei verið að villast. Nú hefir hann 8,683 at- kvæði meira en Mr. Queen og árið 1931, er fjórir auk hans sóttu umr stöðuna, hlaut Mr. Webb rúmlega 36,000 atkvæði og hafði þá 19,000 atkvæði fram yfir alla gagnsækjendur sína til samans. Hvað sköpum þessum veldur, heyrum vér menn oft spyrja hverja aðra. En því hefir enginn enn getað svarað. í sögu þessa bæjar hefir sjaldan komið fyrir, að borgarstjóra-efni hafi boðið sig fram í þriðja sinni. Þá sjaldan að það hefir verið gert, hefir ósigurinn verið vís. Leng- ur en tvö ár í senn hefir enginn verið bæjarstjóri. Margir borgarstjorar hafa verið ágæt- um hæfileikum búnir. Ekki ætlum vér Mr. Webb þeim öllum þar fremri, né að sú sé ástæðan fyrir kosinga sigrum hans. En hann er að ýmsu leyti samt einkenni- legur borgarstjóri. Hann skoðar sig mörgum öðrum fremur er í þessari stöðu hafa verið, þjón bæjarbúa. Það er ekki svo lítilfjörlegt starf til, er velferð íbú- anna snertir, að hann skoði það óviðkom- andi stöðu sinni eða fyrir neðan sig að reyna að greiða fyrir því. Heldur er ekkert starf svo stórt, að hann áliti það ofstórt fyrir borgarstjóra Winnipeg-borg- ar, að leggja þar hönd á plóg. Hann er ötull starfsmaður og meðráðandi ótal fé- laga. Hann leggur öllu því liðveizlu, er hann álítur bænum til velferðar hvort starf hans snertir sem borgarstjóra eða ekki. Af þessu hlýtur það að leiða, að hann er vinamargur. Og í framkomu hans á þennan hátt, ætlum vér sighrsa^ld hans ef til vill að miklu leyti liggja. Að því er þessar nýafstöðnu kosningar áhrærir, ætlum vér, að skraf Mr. Queens um skuldamál, eða að viðurkenna ekki skuldir bæjarins, hafi vaxið mörgum í augum. Lánstraust er ekki af öllum enn álitið einskis virði. Og þau þjóðfélög, sem komast af án þess, munu margir ef- ast um, að séu nokkur til. Þau geta að minsta kosti ekki verið mörg. Þá er víst, að eins ótímabært mál og kaup á sporvagna-kerfi Winnipeg-raffé- lagsins, var illu heilli sett á stefnuskrá verkamanna flokksins. Og það var ekkert óeðlilegt, þó menn ættu erfitt með að átta sgi á hrort þar væri verið að vinna að hag bæjarins eða hluthafa félagsins. En þrátt fyrir þessi stefnu-misspor, hlaut Mr. Queen nokkru fleiri atkvæði en síðast liðið ár. Þó voru þau ekki í hlut- falli við það, sem nú voru feliri atkvæði greitt en þá. Mr. Webb virðist hafa hlot- ið þrjá fjórðu af atkvæðamuninum í ár og síðast liðið ár. Talsvert er um það talað nú eftir kosn- ingarnar, að Mr. Queen muni láta hér við sitja og sæki ekki aftur um borgarstjóra- stöðu. Þetta er í þriðja sinni sem hann tapar á þeim hólmi. Hann sótti, sem kunnugt er, árið 1927 á móti Mr. McLean, en tapaði þá einnig. En svo getur skeð að “Eyjólfur minn hressist,” eins og þar stendur, er frá líður. M. J. Forkin, er sótti undir merkjum flokks þess er nefnir sig United Front Workers, en sem er af sama sauðahúsi og kommúnistar, bar skarðan hlut frá borði við atkvæðagreiðsluna. Ef til vill hefir hann tekið eitthvað af atkvæðum frá Mr. Queen. Býr fullur fjandskapur hjá flokki hans til óháða verkamannaflokksins, sem og raunar allra flokka, og er ekkert ólík- legt, að það hafi verið ástæðan til að hann sótti. Að hann hafi í alvöru gert, gert sér von um að verða borgarstjóri, er næsta ósennilegt. Slíkir menn byðu sig tæplega fram, ef flokkspólitíkin væri ekki búin að festa eins rætur og raun er á í bæjarkosningum. Winnipeg er um það þriðja fólks flesta borg landsins. Ef vel væri, ættu ekki aðrir en þeir, er mest og almennast eru viðurkendir og virtir sakir mentunar og hverskonar hæfileika, að skipa forsæti í stjórn hans og reyndar ekkert sæti í ráð- inu. En þó völ sé hér á nokkrum slíkum mönnum, kemur ekki fyrir að þeir gefi kost á sér til borgarstjóra-starfs nú orðið, síðan flokkspólitíkin komst í almættið í bæjarmálum. Beztu menn innan þeirra flokka færast meira að segja undan því, en þeir sem þá hafa sig mest í frammi, eru minni mennirnir og lýðskrumararnir, því með flokk sér að baki, gefst þeim ó- vænt tækifæri að koma sér á framfæri, þó í fari sínu eigi þeir ekkert, er með þeim mæli til að takast stöðuna á hendur, annað en flokksfylgið. Oss virðist ekki laust við, að þetta snerti orðið svo mikið þjóðfélagslega virðingu þessa bæjar, að tími sé komin til að gefa því gaum. Um kosningu bæjarráðsmanna verður ekki fullyrt þegar þetta er skrifað. Fyrstu talningu er aðeins lokið og samkvæmt henni er aðeins einn bæjarráðsmaður kos- inn. Er það Mr. Gunn í fyrstu kjördeild. í annari kjördeild eru Mr. Flye og Mr. Bardal sama sem taldir kosnir. Um þriðja sætið er reiptog milli Mr. Davidson og Mrs. Douglas og ef til vill Mr. Stobart. Hinir tólf af þeim er sóttu í þessari deild, eru ekki álitnir að hafa nokkurt tækifæri. En frá þessu verður vonandi hægt að skýra nákvæmlega í fréttum blaðsins. M E T Samsafn fróðleiksmola til minnis og skemtunar. Framh. Þyngstí hlutur sem menn þekkja á þess- ari jörð, er málmtegund ein sem nefnd er osmium. Hún er mjög sjaldséð og eigin- lega ekkert annað en leikfang vísinda- manna. Þyngd þess málms er 22 sinnum meiri en vatns; er hann þv.í helmingi þyngri en blý. En lítil verður þó þyngd hans borin saman við þyngd efna, sem stjömufræðingar telja sig hafa fundið í stjömum ,sem sum eru 40,000 sinnum þyngri en vatn, eða 2,000 sinnum þyngri en nokkur hlutur á þessari jörð. Aftur á móti er léttasta efnið sem til er vatns- efnisloft (hydrogen gas). Er það oft not- að í belgi loftskipa, þó nú sé farið að nota helium meira, og veldur því ekki, að það sé léttara, heldur hitt, að það er ekki eins eldfimt. Sterkasti hlutur í heimi, eru stálvírarn- ir í pianóum. Stöng úr sama stáli, sem væri einn þumlung að þvermáli, héldi uppi 1000 tonna þunga (hvert tonn = 2000 pund). Og sterkara stál ætla menn þó að hægt sé að framleiða. En harka þessa stáls, er þó ekki eins mikil og annara hluta, ef dæma á hana eftir því hvaða viðnám hlutirnir veita, er rispaðir eru. 1 því efni jafnast ekkert á við demantinn. Hann rispar eða sker ekkí einungis gler, heldur hvern annan hlut, sem um er að ræða. í þessu landi, sem öðrum, er líklega ekki oftar á annað minst, en hitana á sumrnm og kuldana á vetrum. Samt kveður svo lftið að þeim, er bórnir eru saman við hita þann og kulda, er vís- indamennirnir segja oss að sé til, að mann furðar á, að nokkru sinni skuli á þá minst. Heitasti dagur sem sögur fara af á þessari jörð var 13. september 1922 í Azizia í Afríku. Hitinn var 136.4 stig á Fahrenheit-mælir. í járnbræðslu pottum hefir hitinn orðið um 1600 til 1800 stig. Sterkustu rafmagnslampar framleiða mesta hita, sem maðurinn hefir enn getað gert. Tungsten þræðirnir svonefndu í björtustu rafmagnsljósum verða afar heit- ir, um 6000 stig. Þó er yfirborð sólar enn heitara eða um 11,000 stig (á Fahren- heit), og er það þó ekkert borið saman við hita hennar innan. Telja stjörnufræðing- ar hann geta verið alt að 20,000,000 stig. En samt er langt frá að sól vor sé eins heit og aðrar stjörnur eða sólir. Hinar heitustu sem fundist hafa, voru nýlega rannsakaðar af Mr. Paul W. Merrill, stjörnufræðingi við Mount Wilsons-stofn- unina. Telur hann hita þeirra á yfirborð- inu vera frá 15,000 til 35,000 stig. Hvað mikill hiti er til, verður því ekki sagt um. En um kuldann er alt öðru máli að gegna. Hann er skoðaður vera tak- markaður. Og hann er táknaður með orðinu zero. Er sá kuldi talinn 273 stig á Celsins eða 459.4 stig á Fahrenheit. Þegar þessu kuldastigi er náð, ætla menn engan hita vera til í efninu og það geti því ekki kaldara orðið. Zero eða núll markið á hitamælirunum, er því vitleysa og á ekkert skylt við merkingu orðsins, eða algerða vöntun hita. Ljósvakageim- urinn er ekki sagður eins kaldur og þetta, eða alkaldur. Er ástæðan fyrir því sú, að efnis-eindir eru til og frá um hann á stangli, og þær hitna við hitaútgeislunina frá stjörnunum. Við Leyden-háskóla í Hollandi hefir vísindamönnum tekist að framleiða 459.2 stiga kulda, eða mjög nærri algerum kulda. Er það sá mesti kuldi, sem þekkist á þessari jörð. Þetta vatnsefnisloft (hydrogen gas) gef- ur frá sér meiri hita, en nokkurt annað efni. Úr einu pundi af því, fæst fjórum sinnum meiri hiti, en úr einu pundi af beztu kolum. Næst bezti hitagjafi er hrein olía, bæði parafín eða viðarolía og hreinsuð fita af skepnum svo sem hval- lýsi. Er sagður 25% meiri hiti í þessu hvorutveggja, en kolum. Viður gefur h. u. b. helmingi minni hita en kol, dynamit um það einn tíunda af hita kola og púður ekki fyllilega einn tíunda. Þessi miklu sprengiefþi, eru ekki drjúgir hita gjafar. Annað mjög mikilsvert atriði í sam- bandi við efnið, er hve lengi það geymir eða heldur hitanum í sér, eftir að það hefir verið hitað. Vatn heldur lengi í sér hita og er því gott til upphitunar í húsum, einna bezt allra hluta til þess. Það flytur hitann mjög vel með sér. Þó til séu efni er gera það ofurlítið betur, svo sem þétt- að hydrogen gas, lithium (málmefni) og ammóníu-lögur o. s. frv., eru þau efni ekki eins hentug til upphitunar í húsum, bæði vegna þess að þau eru fágæt og svo hins að þau eru ekki hættulaus. Vatn tekur á móti meiri hita en nokkur annar hlutur þegar það breytist í gufu, og kólnar aftur fljótara við þéttingu. Hið fyrra veldur þvi, að hlutir, sem vatn gufar upp úr haldast kaldir; hið síðara veldur því, að vatn er hentugast til notkunar í gufukötlum. Annar mjög mikilsverður eiginleiki hlut- anna er það, að þeir breytist sem minst við hita eða kulda. Tökum t. d. brætt kvarts. Það er hlutur sem ekki breytist við hita. Glerdiska, sem hægt er að baka í eða láta standa í sjóðandi ofni kannast allir við. Þeir eru úr þessu efni gerðir. Þá er hægt að taka úr heitum ofni og láta ofán í kalt vatn, án þess að þeir brotni, sem annað gler. Fyrir nókkru voru vísindamenn spurðir að því hvaða efni væri bezt og varanleg- ast í byggingu, sem enzt gæti lengur en pýramídar Egiptalands. Svar þeirra var, að það væri þetta brædda (fused) kvarts. Framh. FYRRUM OG Nú 1 fordyri hins mikla Massey Hall í Toronto-borg, hangir klukka gömul og fornfáleg. Heyrði hún áður til Queens- hotelinu fræga á Front stræti og hékk þar í matsal gestanna. Samkvæmt því, er þeim segist frá, er kunnugir voru í Tor- onto-borg á fyrri árum, var klukka þessi ávalt lánuð meðan þing stóðu yfir og flutt í þinghúsið, sem einnig var á Front stræti. Þetta var á tíð Sir Oliver Mowat. Þessi ágæti öldungur var ofmikill spar- semdar maður til þess. að kaupa klukku í þingsalinn. Hvað hann mundi segja um ýmsan ó- þarfa sem nú er keyptur af stjórnum, og þær ætlast til að almenningur borgi fyrir, geta menn farið nærri um. VARÐVEISLA ÍSLENZKRA ERFÐA Eftir prófessor Richard Beck um hefir löngum orðið tfðrætt um smæð ættlands vors, um mannfæð þess og fátækt. Að slá á þann strenginn er fjarrf mér að þessu sinni. Hitt er mér hugstæðast, að minna yður á, að vér íslendingar erum (Erindi flutt 20. nóvember, 1933, á samkomu félagsskapar þess sem vinnur að stofnun ís- i stórauðug þjóð, miklu ríkari en lenzks bókasafns og kennara-1 margir vor á meðal gera sér stöðu í íslenzkum fræðum við Manitoba-háskóla). Við samningu þessa erindis fulla grein fyrir. Vér erum hluthafar í margþættum og glæsilegum menningararfi. Þau verðbréf vor standa í gulls gildí hafa mér þráfaldlega hvarflað í hvað sem líður sveiflunum á hug orð boðorðsins: “Heiðra stormasömum heimsmarkaðin- skaltu föður þinn og móður, svo að þér vegni vel, og að þú verðir langlífur f landinu”. Ef- um. Vér eigum sígildar (klassisk- ar) fornbókmentir, jafn snildar- laust hefir fleirum farið á sömu iegar að efnismeðferð, málfæri leið, þegar þeir hafa hug- j 0g mannlýsingum. Sannur að- leitt, hvert verða muni fram- j alsbragur er þar tíðum á frá- tíðarhlutskifti vort og afkom sögninni, tíguleiki í efnisvali og enda vorra í landi hér. Séð hefi j framsetningu. Hið lítilmótlega eg þess einnig getið á prenti, að leiðtoginn mikilhæfi, séra Jón Bjarnason, hafi minst á boð- orðið það í sambandi við þjóð- ernislega starfsemi vora í þess- ari álfu. Ekki er það heldur undrunarvert, þó að þeim, sem láta sér ant um hlutdeild vora í hérlendri menningu, finnist boðorðið um rætkarsemi við for- eldrana tala til sín beinna og kröftugar en til annara. Van- ræksla við ætt og erfðir hefir og sauruga er þar ekki leitt til hásætis, eins og nú gerist mikil bókmentatíska. í íslendinga- sögum er heiðríkja og hrein- viðri; því er það hugarhressing og göfgun, að eiga samneyti við þá menn og konur, sem þar klæðast holdi og blóði fyrir sjónum lesandans. Listgildi og lífsgildi haldast þar löngum dyggilega í hendur. Of mikil áhersla verður ekki lögð á það, að í fornsögumar hefir þjóð vor aldrei til langframa reynst ein- j soti næring og þrótt til fram- staklingum eða þjóðum ham- ingjuspor. Það hefir altaf hefnt sín grimmilega, að afneita hinu besta í sjálfum sér, í ætt sinni og arfleifð, og gerast hermi- kráka annara. Slíkt er einhver greiðasta leiðin niður á jafn- sléttu meðalmenskunnar og all- ar götur niður í djúp gleymsk- unnar. Skáldið Stephan G. Stephans- son hefir fært þessa hugsun í snildarlegan og kjarnmikinn búning í kvæðinu “Gróðabrögð”. sóknar á liðnum öldum; þær hafa einnig verið öðrum þjóð- um nægtabrunnur. í því tilliti nægir að minna á, hver orku- lind fornsöguraar íslenzku reyndust frændum vorum Norð- mönnum í sjálfstæðis-baráttu þeirra á öldinni, sem leið. Og vel megum vér þá íslendingar hafa það hugfast, að gnægð lífsvatns er enn að finna í brunninum þeim. Prófessor Halvdan Koht, (einhver allra fremsti sagnfræðingur Norð- Honum skildist fyllilega, að það manna, núli’fandi, bendir rétti- er ekki einhlýtt til varanlegrar j lega á það í upphafi hinnar auðsöfnunar að afla sér fjár; eftirtektarverðu bókar sinnar um hitt er ekki minna vert, að um fornsögur vorar (The Old menn kunni að gæta fengins Norse Sagas, 1931), að fæst rit f jár, svo sem fornkveðið er. Ligg j miðaldanna séu við skap nútíð- ur í augum uppi, að sú megin- arlesenda; jafn réttilega bætir regla á engu síður við öflun og hann því við, að það sé einmitt varðveislu andlegra verðmæ^a hið furðulega um fornsögurnar heldur en við auðsöfnun í venju- íslenzku, að þær séu þann dag í legri merkingu. Enda þarf eng- dag lifandi bókmentir, og finni inn að draga í efa, að umhyggj-, því frjósaman jarðveg hjá les- an fyrir andlegum gróða, ótt-1 endum vorrar tíðar engu síðar inn við hið menningarlega tap, I en fyr á öldum. Sjálfur hefi eg var efst í hug skáldsiris þegar hann orti þetta ágætis-kvæði sitt. Meðal annars farast honum svo orð: í tvent skiftast gróðabrögð: gæzluna og aflann— en geymslan snýst þrátt upp í vandræða-kaflann eins flókinn um menning sem fé. Því byggja oft ættlerar fræg- ustu feðra in fallandi vé. reynt, að þetta er ekki talað út í bláinn; eg hefi farið yfir Njáls; sögu, í enskri þýðingu, með nemendum, sem ekki voru af íslenzkum uppruna, né heldur af norrænum ættstofni, og séð þá hrífast af mikilleik atburð- anna og snildinni á frásögninni. Má þá ætla, að þeir, sem af íslenzku bergi eru brotnir, finni í þeim ritum eitthvað vert að- dáunar, sé hugur þeirra laðað- ur að snildarverkum fornrita vorra. Það leiðir af annara loftunga að vera, en lítið og ekkert úr sínum hlut gera. Það lækkar. Menn hefjast við hitt, að horfast í augu við hátignir allar og hagræða um sitt. Að skreyta sig glingri frá er- lendum álfum. er örvasans fávit, en týna sér hálfum. Því tap er hvert góðyrði gleymt. En manndáð sú hagsælir heimili og nágrend, sem hnoss sín fékk geymd.” Með þessa heilnæmu kenn- ing í huga, að menn vaxi af því andlega, að varðveita erfðagull sitt og gersemar, er það engin tímaeyðsla, að rifja upp fyrir sér stuttiega í hvérju vorar ís- lenzku er?ðir eru éinkum fólg- nar; ekki til þess, að vér fyll- umst hroka, heldur til hins, ef verða mætti, að auka oss skiln- ing á arfleifð vorri og heilbrigð- an metnað vorn. Oss íslending- Ekki er minni andleg nautn að því, að setjast við fætur skálda Eddu-kvæðanna og nema af þeim ljóðspeki of lífsspeki. Litauðugar og stórféldar eru þær myndir, sem brugðið er upp í “Völuspá” af uppruna og endilokum veraldar og örlögum mannanna barna. Mikið mann- vit, “hyggindi, sem í hag koma”, geyma “Hávamál”. Björtum geislum stafa þau inn á sálar- djúp forfeðra vorra; og við bjarmann af því Ijósi verður oss greiðar, að ráða rúnir vors eigin sálarlífs. Hinu ber eigi að neita, að í fornkvæðum vor- um liggur gullið, jafnaðarlega, hvergi nærri eins laust fyrir og í fornsögum vorum. Menn þekkjast af vinum sín- um, segir talshátturinn. Bók- mentiraar þekkjast einnig af sínum aðdáendum. Eins og oft hefir verið bent á —- en það er þess virði að endurtakast — hafa það einmitt verið margir hinir ágætustu og fjölmentuð- ustu menn erlendir, sem: ást- fóstri hafa tekið við fornbók- mentirnar íslenzku; óneitanlega eru það þeim hin ákjósanleg-

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.