Heimskringla - 29.11.1933, Page 6

Heimskringla - 29.11.1933, Page 6
nEI WSKRINOI.A 6. SlÐA. Jane Eyre eftir CHARLOTTE BRONTE : Kristján Sigurðsson, þýddi “Líður þér vel hérna?’’ “Þú ert heldur spurul, eg er búin að leysa úr nógu mörgu fyrir þig, nú ætla eg að lesa. 1 því bili var hringt til miðdegisverðar og þá var haldið til matar salar, þar stóðu tvær trébyttur, lagðar tini að innan, fullar af kart- öflum og mauksoðnu keti, þar af var hverri skamtað á disk, sæmilega nóg. Eg borðaði eins og eg hafði lyst til og undraðist með sjálfri mér, hvort mataræðið væri altaf þessu líkt. Að lokinni máltíð var haldið til skóia stofu og kenslu haldið áfram til kl. 5. sem áður segir, en það bar til tíðinda, að stúlkan sem mér hafði úrlausn veitt, var tekin fyrir í sögu tíma hjá Miss Scatcherd og skipað að standa á miðju gólfi í kenslu stofunni, en sú hegning fanst mér mjög smánarleg fyrir stúlku á henn- ar aldri, komna nndir fermingu. Eg bjóst við að sjá á henni sáran vott eymdar og hrygðar, en það þótti mér undarlegt, að á henni sá hvorki feimni né hrygð, hún var róleg og stilt, þó allra augu hvíldu á henni. Eg hugs- aði með mér, að ef eg’væri í hennar sporum, þá mundi eg óska mér, að jörðin gleypti mig, en hún sýndist vera að hugsa um alt annað en hegninguna, eða það sem var frammi fyrir henni eða í kringum hana. Vökudrauma hafði eg heyrt nefnda—ætli hana dreymi núna vakandi? Hún horfir ofan á gólf, en eg er viss um, að hún sér ekki gólfið — hennar sjón vendir inn á við, inn í hjartað, hún er að horfa á eitthvað sem hún man eftir, held eg, en ekki á það sem nærri er. Mig furðar hvern- ig stúlka þetta er — hvort hún er væn stúlka eða slæm.” Rétt eftir að kenslu stundum var lokið fengum við bita, hálfa sneið af rúgbrauði og lítinn kaffi bolla, sem mér þótti gott að fá, en fegin hefði eg þáð meira — mér fanst eg vera jafn svöng eftir sem áður. Þar á eftir var hálfrar stundar hlé til upplyftingar, svo lestur til undirbúnings undir næsta dag þangað til í vökulok að vatnsbollinn kom og fjórði partur úr haframéls köku, eftir það var haldin bæn- argerð og svo farið í rúmið. 6. Kapítuli Næstu nótt snerist veðrið til kólgu með stormi, svo við vöknuðum skjálfandi í rúm- unum og um morguninn var þykt svell á vatn- inu í þvotta könnunum; mér fanst þann morgun, eg ætla að krókna undir bænum og biblíú lesti, sem stóð í hálfa aðra klukkustund, þann morgun sem aðra. Máltíðar stundin kom seint og síðar meir, grauturinn óskemd- ur, og hvað hann var góður! eini gallinn var að eg þóttist ekki fá nærri nóg. Hingað til hafði eg staðið hjá og horft á, en nú var eg tekin í lægsta bekk og sett fyrir lexíur að læra og verk að vinna eins og öðrum í þeim bekk. Mér þótti lexíurnar fyrst í stað langar og torsóttar, því eg var óvön að læra utan bókar, það truflaði mig líka hvað oft var skift um; því varð eg fegin um nón- bilið, að Miss Smith fekk mér nál og enda og fingurbjörg og borða úr þunnu klæði, þann skyldi eg falda; þetta sama voru allar settar við nema einn bekkur, sem hópaðist um Miss Scatcherd til sögu náms, þeirra frammistöðu heyrði gerla um salinn, svo og hvað kennarinn sagði um hverja til lofs og ámælis, meðal þess- ara var stúlkan, sem mér var málkunnug, hún var efst sett af öllum, en skyndilega var hún sett neðst, fyrir einhverja ávirðing og síðan stöðugt aðgætt með áminningum, þessu líkt: “Burns (stúlkur voru ávalt nefndar ættar nafni en ekki skírnarnafni í þessum skóla) þú stendur á jörkunum, snúðu strax út tánum.” “Burns, þú setur út hökuna, það fer mjög illa á því, réttu úr hálsinum.” “Burns, eg er margbúin að segja þér, að þú stingur út hök- tunni, eg vil ekki sjá þig fyrir mér í 'svona Stellingum,” o. s. frv. Lexían hafði verið tvílesin og þegar kom að því, að spyrja út úr henni, strönduðu flestar á tiltölu búlka og punda og skipagjalds sem þá var siður að læra í sögu Charles 1, þangað til kom að Bums, hún leysti úr hverri spumingu fljótt og vel; eg bjóst við þá og þegar, að kennarinn hrósaði henni fyrir afbragðs frammistöðu, en ekki varð af því, heldur ávarpaði kennarinn hana alt í einu höstugt: “Mikill sóði máttu vera, stúlka, ekki hefirðu einu sinni skafið undan nöglunum á þér í morgun!” Bums svaraði engu, sem mér þótti und- arlegt. “Því segir hún ekki eins og er, að hún gat ekki þvegið sér, hvorki framan í né um hendurnar í morgun, af því vatnið var gadd- að?” hugsaði eg. Hér kallaði Miss Smith til mfn, að koma o ghalda í þráðarhespu hjá sér, og spurði mig margs á meðan, hvert eg hefði verið í skóla fyr, hvort eg kynni að sauma stafi eða aftur- sting eða prjóna og þar fram eftir. En er eg hvarf aftur til sætis míns, þá heyrði eg Miss Scatcherd segja eitthvað, sem eg skildi ekki hvað var, og í sama bili tók Bums sig út úr og gekk til klefa þar sem bækur voru geymdar og kom aftur að vörmu spori með tága knippi í hendinni, en tágunum var hald- ið svo saman, að strengur var bundinn utan um þær, nálægt öðrum endanum. Það áhald þótti mér vita á ilt. Burns rétti það kennar- anum með hnébeygingu, losaði svo um háls- málið en kennarinn lét sóflinn þegar í stað ganga snarplega á beran hálsinn á henni. Stúlkunni vöknaði ekki um augu og sýndist ekki bregða, en eg var svo hrygg og .reið, að eg gat ekki beitt nálinni fyrir handa skjálfta. “Þú ert forhert stúlka,” sagði Miss Scat- cherd snúðugt,” þína ósiði er ómögulegt að uppræta: láttu sóflinn á sinn stað.” Hún hlýddi, en þegar hún kom aftur út úr klefan- um sá eg að hún var að stinga niður hjá sér klútnum sínum og að henni hafði vöknað um augu.' Bezt líkaði mér rökkur stundin sem fór til frjálsra leikja; brauðbitinn og kaffisopinn, að lokinni kenslu, hresti fjörið þó ekki fengi sulturinn svölun, og það var gott að ganga laus eftir hnappsetuna allan daginn; kenslu stofan var hlýrri, því að eldar voru gerðir glaðari í hlóðunum til að spara kerti, roða sló á rökkrið, allar voru sjálfráða hvað hátt þær h’öfðu, hávaðinn og lætin — alt þetta gerði stundina glaða, fjörlega og frjálsa. Eg hvarfl- aði einsömul hjá hópum sem skröfuðu og hlógu, út að glugga, lyfti tjaldinu og leit út, þá var kominn bylur; eg lagði eyrað við glerið og gat heyrt hvort tveggja greinilega: gaman- lætin inni og óhuggandi kvein í vindinum úti fyrir. Ef eg hefði skilið við gott heimili og ást- úðuga foreldra, þá hefði eg fundið sárt til skilnaðarins þá stundina; vindurinn hefði hrygt hjarta mitt, hið orðlausa glamur raskað ró minni, en nú espaði mig hvorttvéggja til andvara lausrar ofkæti: eg óskaði að vindur- inn vildi hvína hærra, rökkrið verða að niða myrkri, jarmurinn að giymjandi glaumi. Eg stökk yfir bekki og smaug undir borð til hlóðanna, þar húkti Burns á hnjánum, þögul og öllu afhuga nema bókinni sem hún var að ljúka við þegar mig bar að. Eg sett- ist á gólfið hjá henni og hugsaði með mér að nú skyldi eg taka hana tali. “Hvað heitir þú að skírnar nafni?” “Helen.” “Og hvaðan ertu?” “Að norð- an, mitt heimkynni er rétt við landamæri Skotlands.” “Heldurðu að þú farir nokkurn tíma þang- að aftur?” “Það er eg að vona, en enginn veit mfi sína fyrir.” “Þig langar víst burt frá Lowood?” “Nei, af hverju skyldi mig langa til þess? Eg var hingað send til að ná þeirri mentun og þroska sem auðið væri og það væri gagnslaust að fara fyr en því takmarki er náð.” “En þessi kennari, Miss Scatcherd er svo vond við þig.” “Vond? Langt frá. Hún er ströng: henni fellur illa við mína ágalla.” “Og ef eg væri í þínum sporum, þá mundi mér falla illa við hana, eg mundi taka á móti henni; ef hún legði sóflinn á mig, þá skyldi eg taka hann af henni; eg skyldi slíta hann í sundur fyrir augunum á henni.” “Það múndirðu varla gera, en ef þú gerð- ir svo, þá ræki Mr. Brocklehurst þig úr skól- anum og það væri mikil mæða fyrir þá sem að þér standa. Þolinmæði við sviða, sem eng- inn kennir til nema þú sjálf, er miklu æski- legri en bráðlæti, sem mæðir á ölíum þér vandabundnum; svo kennir biblían okkur líka, að gjalda gott við illu.” “Já, en það er óttaleg smán að vera flengd, og vera sett á mitt gólf til athlægis fyrir alla, og þú svona stór stúlka. Eg er langt um yngri en þú en samt, ekki gæti eg afborið það.” “Eigi að síður, að þola það væri skylda þín, ef þú gætir ekki hjá því komist; sá sem segist ekki geta afborið það sem forlögin heimta af honum að afbera, er vesæll og aula- legur.” * Nú var eg hissa. Þessi þolinmæðis kenn- ing skildist mér ekki, því síður gat eg orðið samhuga eða jafnvel skilið vorkunn við þann sem leggur á mann refsingu. Eg þóttist finna. að Helen Burns liti hagi og hluti við birtu. sem hulin væri mínum sjónum. Mig grunaði, að hún sæi vel en eg illa, en ekki fýsti mig að kanna það efni, heldur fresta því, líkt og Felix, til hentugri tíma. “Þú segist hafa bresti, Helen, hverjir eru þeir? Mér sýnist þú vera reglulega góð.” ^ “Lærðu þá af mér, að dæma ekki eftir því sem sýnist, því að eg er, eins og Miss Scatcherd sagði: óþrifin, eg raða hlutum aldrei, held þeim aldrei saman; eg er hirðulaus, gleymi reglum og boðum; þegar eg á að læra lexíurnar, les eg eitthvað annað; eg hefi ekk- ert lag, og stundum segi eg eins og þú, að eg geti ekki afborið, að vera kúguð til að haga mér eftir settu fyrirlagi. Miss Scatcherd er illa við alt þetta, af því að hún er hreinleg, stundvís og hirðusöm. “Og fúllynd og skaphörð,” bætti eg við, en Helen tók ekki undir það með mér, hún var ekki á sama máli og þagði við. “Er Miss Temple eins hörð við þig og hin?” Þá brosti hún blíðlega og svaraði: “Miss Temple er gæzku full, hún kvelst af að vera hörð við nokkra stúlku, jafnvel þær verstu í skólanum. Hún sér vel mína bresti og segir mér til þeirra með góðu; ef eg geri eitthvað hrósvert þá dregur hún ekkert af því lofi sem eg á skilið. Það sýnir sig hvað breyzkt mitt eðli er, að jafnvel hennar aðfinningar, svo hógværar og viturlegar, orka ekki að losa mig við bresti mína; jafnvel hrós hennar getur ekki örfað mig til stöðugrar aðgæzlu og for- sjár.” “Þetta er skrítið,” sagði eg, “það er svo hægt að vera aðgætin.” “Fyrir þig er það vafalaust hægt. Eg sá til þín í bekknum í dag, þú tókst vandlega eftir, þinn hugur virtist aldrei hvarfla frá því sem Miss Miller sagði, meðan hún skýrði lexí- una og spurði út úr. En minn hugur er sífelt á reiki, stundum fell eg í eins konar leiðslu og heyri ekki það sem fram fer. Stundum finst mér eg vera heima og hávaðinn í kringum mig vera niðurinn í læknum hjá bænum — svo þegar að mér kemur að svara, verður að vekja mig, en þá hefi eg ekki fylgst með því sem fram hefir farið og veit ekki hverju svara skal, af niði lækjarins í huga mér.” “Þú svaraðir þó svo vel út úr í dag.” “Það kom til af því að eg hafði áhuga á sögu fyrsta Karls, mig dreymdi ekki nið lækjar ins í Deepden heldur hugsaði eg um, að undar- lega hefði skipast fyrir þeim konungi: vilja gera rétt, ráðvandur maður og samvizkusamur, breyta þó óréttvíslega og óviturlega og sjá ekki lengra en réttindin náðu. Bágt var, að hann sá svo skamt,x og alls ekki hvert tíðarandinn stefndi. Eg hefi virðingu og hlýjan hug til hans og vorkun líka; aumingja myrti kóngurinn, að þeir skyldu dirfast að vega hann. Hans ó- vinir voru miklu verri en hann.” Helen talaði við sjálfa sig, gleymdi að eg var þessu ókunnug; eg sneri talinu að því seip var við mitt hæfi: “Og þegar Miss Temple kennir þér, eru hugsanir þínar þá á reiki?” “Nei, það kemur ekki oft fyrir, því að Miss Temple fer vanalega með eitthvað sem er nýrra en mínir hugarburðir, eg hefi yndi af hennar tali og hún fer oft og tíðum með það sem mig langar til að vita.” “Jæja, þú ert þá góð hjá Miss Temple?” “Já, en aðgerðalaus, eg neyti engrar orku heldur hallast þangað sem mér þykir fýsileg- ast og það er ekki mikils virði, að vera góður með því lagi.” “Stórmikils virði: þú ert þeim góð, sem eru góðir við þig. Eg vil ekki öðru vísi vera. Ef maður væri altaf hlýðinn og góður við þá, sem eru harðir og ranglátir, þá mundi vonda fólkið alla tíð hafa sitt fram, það hefði aldrei beyg af neinu, mundi þess vegna aldrei breyt- ast nema verða verra og verra. Ef við erum barin saklaus, þá ættum við að gjalda högg við barsmíð og þau vel úti látin, það er eg alveg viss um, svo vel úti látin, að manneskj- an sem barði hann læri að gera það aldrei oftar.” “Þú breytir þeirri skoðun, vona eg, þegar þú eldist, þú ert ung ennþá og hefir fátt verið kent.” “En mér finst þetta mega ekki öðru vísi vera, Helen, eg má til að hafa harðan hug til þeirra, sem láta illa við mér, hvernig sem eg reyni að gera þeim til hæfis; eg má til að veita viðnám þeim sem leggja hegningu á mig sak- lausa. Það er mér eins náttúrlegt eins og að elska þá sem eru ástúðlegir við mig og að þola refsingu þegar eg veit, að eg á hana skilið.” Þetta er heiðinna háttur og grimmra ætt- bálka hjá villimönnum, en kristnar þjóðir og siðaðar hafna þeim hugsunar hætti.” “Hvernig þá? Eg skil það ekki.” Ofbeldi er ekki lagið að yfirbuga heipt — né hefnd að bæta úr meinum.” “Heldur hverju?” “Lestu Nýja Testamentið og gáðu að hvað Kristur segir og hvernig hann breytir. Farðu eftir því sem hann segir og taktu dæmi af hans háttalagi.” “Hvað segir hann?” “Elskið yðar óvini, blessið þá sem yður bölva, gerið gott þeim sem yður hata og á- reita.” “Þá ætti eg að elska Mrs. Reed, sem eg á ómögulegt með og blessa son hennar, sem eg get enn síður.” Nú kom að Helen að spyrja, svo eg sagði henni söguna af mínum raunum og reiðihug, WINNIPEG, 29. NÓV. 1933 afdráttarlaust eins og mér fanst vera. Hún hlýddi til og þagði við, þegar eg var búin. “Nú, finst þér ekki Mrs. Reed vera harð- úðug?” spurði eg, nokkuð bráðlát. “Mannúðleg hefir hún að vísu ekki verið við þig og það kemur til af því, að henni líkaði ekki þitt lundarfar álíka og Miss Scat- cherd er mitt innræti þvert um geð. Mér þykir mikið hvað þú manst að tilgreina orð og at- vik, alt hvað hún sagði og þér fanst særa þig» hefir fest djúpar rætur hjá þér. Eg man ekki til, að mínar tilfinningar hafi verið særðar svo. Ætli þér liði ekki betur, ef þú reyndir að gleyma hvað hörð hún var við þig og þarmeð þeim sáru tilfinningum, sem vöknuðu í þér af hörku hennar. Mér finst æfin of stutt til þess að henni sé varið til að halda við óvild eða muna rangindi. Við erum öll brestum hlaðin og breyzkleika í þessari veröld, en eg trúi að sá tími komi bráðum, að við losumst við þá, þegar við losumst við okkar forgengilega ham, þegar synd og saurgun hrynur af oss með þessu klunnalega holdsgerfi, og aðeins andans neisti verður eftir — lífs og sálar upptök sem enginn getur þreifað á, hrein sem þá af skap- aranum útgengu til að innblása hans skepn- ur; til hans hverfa þau aftur, ef til vill til þess að verða í té Iátin einhverri veru, sem er manninum æðri, ef til vill til þess að njóta einnar dýrðar annari meiri, frá bleikri manns- sál til skærrar birtu himneskra engla. Sann- arlega verður guðs lífs neisti aldrei látinn spillast svo að hann fari frá manni til fjanda. Sú ér mín trú og sú trú gefur öllum von, snýr Eilífðinni í hvíld, gerir hana að stóru heimilí en ekki kvalastað og djúpri gjótu. Með þeirri trú get eg skýrt og greinilega skilið að synd og þann sem synd fremur, innilega fyrirgefið syndara og hrylt við synd hans, með þeirrí trú angrast hjarta mitt aldrei af hefndarhug, hrellist ekki um of af minkun, bælist aldrei of langt niður af ranglæti. Eg horfi róleg til leiks loka.” Þegar hér var komið eintali hennar, kom að stúlka stórvaxin, sem hafði umsjón á hendi og segir snúðugt: “Helen Burns, ef þú ferð ekki strax og brýtur saman saumana þína og tekur til í skúffunni þinni, þá skal eg sækja Miss Scat- cherd til að líta á dótið þitt.” Helen varpaði öndinni mæðilega, stóð upp og gerði eins og henni var sagt, umtals og tafar laust. 7. Kapítuli Fyrsta hálfa misserið sem eg var í Lowood fanst mér langt og strangt, lærdómar og nýjir siðir næsta torsóttir. Kvíðinn fyrir að duga ekki til þess náms hreldi mig miklu meir held- ur en líkamlegar þrautir, sem eg þoldi þar, þó ekki væru óverulegar. Eftir hátíðir lögðust að snjóar, sem héld- uts allan þorrann, svo að umferð teptist og okkur var aldrei hleypt út fyrir skóla gerðið og slíkt hið sama eftir að blotar hófust á gó- unni, nema til kirkju ferðar, en í gerðinu vorum við skyldaðar til að vera eina stund á dag undir beru lofti. Víð vorum ekki nógu vel klæddar til útiveru í kujda, sízt til fótanna, höfðum aðeins rista skó, sem æfinlega fyltust af snjó og enga vetlinga, fengum af þessu frostbólgu og síðan kulda polla á hendur og fætur. Vel man eg hvað eg tók út af sárri óværð í þessum þrimlum á kveldin og þá ekki síður kvalirnar á morgnana, þegar eg var að troða á mig skónum. Þar til kom að við tókum út neyð af þvf hvað lítið var skamtað; maturinn var svo naumlega úti látinn, að varla hefði hrokkið til að halda lífinu í rúmfastri manneskju, hvað þá til að fullnægja ungling- um, sem voru að vaxa. Af þessum alt of rýru útlátum leiddi þann óvana, að hvenær sem stóru stúlkurnar sáu sér færi, þá gintu þær eða kúguðu matinn af þeim sem voru yngri og minni máttar. Oft varð eg af rúgbrauðs bit- anum mínum á kveldin, með þessu móti, varð að skifta honum milli tveggja, sem settust að mér og láta mér nægja botnhyl úr kaffiboll- anum til að sefa hungrið, sem angraði mig, ekkí síður en þær. Helgir dagar voru, að vetrinum, miklu þungbærari en rúmhelgir, kirkju leiðin tvær mílur til Brocklebridge, þar sem skóla skjólið okkar messaði. Við fórum kaldar af stað. kaldara var okkur þegar kom í kirkjuna og undir morgun messunni urðum við nærri að- fram komnar af kulda. Það þótti of langt fyrir okkur að fara aftur til skólans, þegar úti var, svo Við vorum Iátnar bíða eftir seinni mess- unni og gefið brauð með köldu keti, álíka ó- ríflegan skamt og við vorum vanar við; undir kveldið var svo keifað eftir hálsi og heiðar brun móti norðan vindi svo nöprum, að líkt var því sem við værum sviðnar f framan. Minnisstætt er mér frá þeim tímum, að Miss Temple fetáði Iétt og hratt meðfram okkar Iotlegu fylkingu, með pilsin flaksandi í storminum og eggjaði okkur með orðum og eftirdæmi að halda kjarkinum og skálma okk- ar leið “eins og röskir soldátar”, að hún sagði. Hinir kennararnir voru of vesalir, aumingjarn- ir, til að örfa aðra.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.