Heimskringla - 14.03.1934, Side 4

Heimskringla - 14.03.1934, Side 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 14. MARZ 1934 ÍÉjehnskringla (StofmUJ 1S86) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. «53 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Taltími: 86 537 ______ VerB blaðslns er $3.00 árgangurinn borgist fyrlrfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaöur TH. PETURSSON «53 Sargent Ave., Winnipeg Uanager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Helmskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man Telephone: 86 537 WINNIPEG, 14. MARZ 1934 EINN AF MESTU ATHAFNAMÖNNUM f HÓPI VESTUR-fSLENDINGA Á öðrum stað í þessu blaði er Sveins kaupmanns Thorvaldsonar minst í tilefni af 62 ára aldursafmæli hans. Þar sem um einn af mestu athafnamönnum í hópi Vestur-íslendinga er þarna að ræða, og sá er þetta ritar var um 10 ára skeið einn af starfsmönnum hans, virðist ekki óvið- eigandi, að við það tækifæri, séu hér rifj- uð upp nokkur minningabrot frá þeim árum, að minsta kosti í sambandi við starf Mr. Thorvaldsonar í þjóðfélagsleg- um skilningi; þó ýmsu öðru verði að sleppa, snertir það almenning minna. Það var í júnímánuði 1905, að eg var árla morguns staddur á hinum fögru bökkum íslendingafljóts, þar sem nú er þorpið Riverton. Umhverfis skrúðgræn- an eggsléttan bala, hvelfdist himin hár skógurinn með laufskúfuðum trjám, er sumstaðar voru svo nærri fljótinu, að þau spegluðust í vatninu, er lyngt en með sígandi þunga hélt leið sína niður fljótið. Eg var þá að heita mátti nýkominn heim- an af íslandi, eða ekki fyrir fullu ári. Var líf mitt hér vestra í vöku og svefni mikið til draumur á þeim árum og snertu þeir flestir átthagana heima á íslandi. í þetta skifti held eg þó að umhverfið hafi verið einhver þáttur af þeim — í fyrsta sinni hér vestra og þó eg þá væri búinn lítils háttar að líta dýrðina bæði í Winnipeg og Norður Dakota. Við hlið mína stóð þarna góðkunningi minn Guðmundur Magnúsqon bóndi í Framne^bygð, er drögur hafði lagt fyrir vinnu fyrir mig við verzlun Sveins kaupmanns Thorvald- sonar. Kyntist eg nú Mr. Thorvaldson í fyrsta sinni. Ekki skal eg um það segja hversu frísklegt honum fanst vinnu- mannsefnið, en eftir því man eg, að hann sagði, að flestir gleymdu sér, er þeir litu í fyrsta sinni hið fagra Fljóts- þorp. En hvað sem því leið, furðaði eg mig samt á því, hvað lesið var þarna í huga minn. En því hætti eg þó, er eg komst að því, að Mr. Thorvaldson hefði barnakennari verið og því æfingu haft í að ráða í hugsanir ungmenna, auk þess sem mér brátt barst til eyrna hróður sá af gáfnafari þeirra Thorvaldsons bræðra, er þá var um alt floginn. Einnig varð eg þess skjótt var, bæði við störf og á heimilinu (því eg átti heima í húsi Mr. Thorvaldsonar), að hann hugsaði óvana- lega skýrt og ítarlega hvert efni, sem á annað borð bar á góma. Þegar hann hefir tekið ákveðna stefnu í einhverju máli, geta menn reitt sig á það, að hann hefir hugsað það meira, en hann hefir uppi látið eða um það talað. Að margur kunni að hafa reynt að erfitt var að fá hann til að vera eitt í dag og annað á morgun, eru þeir ekkert hissa á, er hann þekkja að ráði. Eftir því sem eg kyntist högum og hátt- um við Fljótið, komst eg ávalt að meiri og fullkomnari vissu um það að þau voru fá umbóta málin þar, sem Mr. Thorvaldson var ekki að meira og minna leyti riðinn við, eða átti jafnvel upptökin að. Skömmu eftir komu hans árið 1896 norður að ís- lendingafljóti, stofnaði hann smjörgerð- arhús í félagi með Jóni Sigvaldasyni, í sambandi við verzlun þeirra þar. Var það starfandi árið 1905, er eg kom í Fljóts- bygð en í verzlunarfélag við Svein var þá Jóhannes Sigurðsson kominn. Ætla eg að með fylsta rétti megi um þetta starf segja, að það hafi verið upphaf til arð- samari búnaðar bóndanum og í raun réttri fyrsta og veiga mesta framfaraspor- ið í búskapnum í bygðinni. í sambandi við það skal geta þess, að Mr. Thorvald- son hafði á búnaðarskóla gengið og lært þar meðal annars smjörgerð. En í stað þess að gleyma skólanáminu, sem siður er, leit hann svo á, sem það væri til hins ætlað, að vinna sér og sveit sinni hag með því. Og væru þeir fleiri, er á skólanám litu sem lyftistöng framkvæmdanna, mundi margt öðru vísi en er í mörgu þjóðfélaginu. Búnaðurinn hafði um þær mundir er Mr. Thorvaldson kom norður að Fljóti tekið mjög litlum stakkaskiftum. Vinna við hann með vélum var ekki að neinu ráði byrjuð. En inn í verzlun Mr. Thor- valdsonar streymdu nú vagnar og vélar, sem ekki höfðu sézt áður þar nyrðra. Keyptú áhugasamir bændur þær og er mér kunnugt um, að verzlunin greiddi fyrir því, að þær breiddust út, með nauð- synlegum lánskjörum fyrir bændur. Man eg eftir því, að höfuð mitt var stundum þungt við að koma vélum þessum saman, og það versta var, að sjaldan var í önnur hús að venda en til húsbóndans u'm fræðslu og auglýsa með því fyrir honum þekkingarleysi sitt. Einu sinni leitaði eg til bónda eins ráða, en hann sagði mér, a<’ fara til húsbónda míns; hann vissi alt um þessar vítisvélar, því hann hefði með þær komið hingað fyrstur, og hér hefði í bygðinni áður ekki verið nema ein “Red River kerra” og hafði á hana vantað annað hjólið! Þó í gamni væri sagt, ætla eg nokkurn sannleik að baki þessu liggja. í ein tuttugu ár starfrækti Sigurðsson- Thorvaldson félagið sögunar myllu við Fljótiö. Þarf því ekki hér að lýsa hver atvinnubót var að því, bæði við skógar- högg að vetrinum og sögun að sumrinu. Er óhætt að segja, að frá 20 til 40 manns veittist með því ársframfærslueyrir sinn. Þurfti í svip talsvert fé í þetta að leggja, því starfið var í svo stórum stíl hafið, að borðvið varð að selja í jámbrautarvagn- hlössum suður og vestur um alt land. Og það gat dregist að viðurinn seldist. Er starfs og athafna-ákafi Mr. Thorvald- sonar yfirsteig þann þröskuld á veginum. Eru mér orð hans enn minnisstæð um þetta, en þau voru þessi: “Gallinn á okkur er þessi, að okkur hættir svo við að tala okkur í kútinn’ út af því, hvað lífsskil- yrðin séu fá. Er hér ekki nægur skógur, og óteljandi aðgerðarlausar hendur, sem bætt gætu brauð sitt með að vinna hann? Jú, á verki þessu verðum við að byrja Ef við ekki getum selt viðinn, ættum vi^ ekki að vera að fást við kaupmensku.” Er þessara orða hér sérstaklega getið vegna þess, að í mínum augum sýna þar svo vel stefnu og skoðun Sveins kaup manns á viðskiftum yfirleitt. Ef þeim er ekki samfara jafn hagur fyrir viðskifta- vinina og kaupmanninn, eða öllu meiri ef þau uppfyltu ekki einhverja almenna og þjóðfélagslega þörf, álítúr hann þau eiga lítinn rétt á sér og vera lítils verð. Olýgnasti votturinn um, að almenningur líti og þessum augum á viðskiftarekstur Mr. Thorvaldsonar er hin óhemjulega miklu skifti hans við verzlanir Sigurðsson, Thorvaldson félagsins. Mun.u færri kaup- menn um sína daga hafa notið óbilugra almennings trausts á meðal íslendinga, en þeir verzlunarfélagar Jónhannes Sigurðs- son og Sveinn Thorvaldson. Auk þriggja verzlana er verzlunarfé- lagið starfrækir í Bofröst sveit og einnar fyrir austan Winnipeg vatn er það hlut- hafi í heildsölu verzlunarfélaginu Mer- chants Consolidated Ltd. í Winnipeg, sem auk annars hleypti af stað United Stores- samvinnubúðunum. Er viðskiftamagn þess félags feikna mikið. Rétt fyrir stríðið mikla og sem lengi hélt áfram eftir það byrjaði fylkisstjórnin í Manitoba á því, að lána bændúm fé gegn veði í jörðum þeirra. Rural Credit og Farm Loan stjórnardeildir voru stofnaðar. Til fljótsbygðar náði starfsemi þeirra ekki meira en svo, að þar eru nú ekki sagðar yfir 5 jarðir veðsettar stjórninni. Hvað kemur til ? Aðeins það að Mr. Thorvald- son andæfði þessu og benti bændum á að á því stigi sem búskapurinn væri yrði ókleift að greiða lánin aftur. Munu þeir er lánin tóku nú ekki telja sig hinum neitt sælli. En að þeir eru ekki fleiri, sem flöskuðu á þessu, á bygðin Mr. Thorvald- son að þakka. í þarfir járnbrautarmálsins, eða þess að fá járnbraút lagða frá Gimli til River- ton, fór Sveinn kaupmaður Thorvaldson, ásamt þrem öðrum mönnum, þeim B. L. Baldvinssyni, Marino Hannessyni og Stefáni Sigurðssyni til Ottawa árið 1911. Varð þeim mikið þar ágengt, en þó leið svo árið 1913, að brautin var ekki full- gerð nema til Gimli. Járnbrautarteinar voru ekki lengra lagðir, þó uppfyllingu væri búið að gera. En þá tók Sveinn kaupmaður, að sækja málið fast svo þess varð skamt að bíða að brautin var full- gerð norður. Hafá menn er málinu voru kunnugir, sagt mér, að hæpið hefði verið að verkinu hefði verið flýtt eins og gert var, ef ekki hefði verið fyrir álit það, vináttu og traust, er Mr. Bury, vara-for- seti C. P. R. félagsins, bar til Sveins Thorvaldsonar er hann hafði þá þekt um mörg ár. Hefi eg og heyrt Mr. Thorvald- son minnast þess manns með hlýhug. En þetta mátti ekki seinna vera, því eins og kunnugt er hægði C. P. R. félagið á brautarlagningu á stríðsárunum. Ef ekki hefði verið fyrir þessa ötula framgöngu Mr. Thorvaldsonar, gat svo farið að bið hefði orðið um nokkur ár, að brautin yrði fullgerð alla leið norður að Fljóti. Fyrstu 10 árin cftir að Bifröstsveit var stofnuð, var Mr. Thorvaldson lengst af sveitaroddviti. Er eg í litlum vafa um að á því tímabili og á árum þeim er hann hefir síðan verið oddviti, hafi grundvöllur verið lagður að miklu eða mestu af því, er sveitinni hefir mest til framfara og heilla mátt telja. Og að samhugúr hafi þá verið milli sveitarbúa og í' meiri einingu unnið að hag þjóðfélagsins ætla eg einnig að hafi einkent stjórnartíð hans. Árið 1913 var Mr. Thorvaldson kosinn fylkisþingmaður fyrir Gimli-kjördæmi. — Því miður naut kjördæmið ekki starfs hans á þingi, því skömmu eftir að þing kom saman, féll stjórnin og var þinghús- byggingarmálið henni að fóta kefli. Töldu liberalar óreiðu og eftirlitsleysi með verki þinghúsbygginarinnar og sýndu fram á ac: eitthvað meira var búið að greiða fyrir það, en búið var þá að vinna fyrir. Á^etl- aður kostnaður þinghússins væri auk þess alt of hár, 3 miljónir sjálf byggingin, en fullgert með sléttun og tilhreinsun um hverfis alt að því 5 miljónir. Um rán og þjófnað var svo hátt súngið út af þessu máli að stjórnin og fylgismenn hennar biðu einn hinn hroðalegasta ósigur í fylkinu í næstu kosningum. í þeim kosn- ingum sótti Mr. Thorvaldson aftur en var hafnað enda þótt þinghúsbyggingar- málið kæmi honum ekki vitund við, og í hans stað kosinn Rutheningur fyrir þetta gamla íslenzka kjördæmi. Ekki þektu Islendingar neitt til hans, en þeir álitu hani; einhvern “hvíta-krist”, er samvizku- samlega mundi líta eftir þinghúsbygging- unni og svo auðvitað kjördæmi sínú. En kosninga sigurvíman mun þó hafa runnið brátt af íslenzku kjósendunum, því þegar þinghúsbyggingunni var lokið í höndum liberala, var skuldin á móti henni nærri 13 miljónir. Nú hafa um 7 miljónir verið greiddar í rentu af henni og áður en skuldin er greidd mun þingliúsið kosta fyikið fiá 27 til 30 miljónir doilara. Þegar flokkspóiitíkin er meira metin en mann- gildiö, fer oft líkt þessu. En “Gallinn” kom sjaldan til Nýja-íslands og lét sig kjör íslendinga ekkert skifta; endu'rgalt hann þannig ást þeirra. Engan einn mann ætlum vér hafa eins víðtækan þátt tekið í umbóta og fram- faramálum ekki einungis Fljótsbygðar, heldur allrar Bifröst sveitar, og Mr. Thor- valdson. Þegar saga Norður-Nýja-íslands verður skráð, mun þar verða betri grein gerð fyrir því, en kostur er á í stuttri blaða grein. En meira þarf sú saga þó að líkjast ís- lendingabók Ara fróða, en sagan um Fljó'tsbygð, er út kom fyrir nokkrum ár- um, og nafn Sveins Thorvaldsonar er ekki nefnt í fremur en hann hefði ekki í bygðina komið. Er þó ekki ofsagt að einn þriðji til helmingur allra bygginga og mannvirkja er við auga blasa er í þorpið kemur, séu af hans völdum þar. Um ís- lendingabók Ara segir Jón Aðils; “Þó að frásagan sé stutt, er samt’engu mark- verðu atriði slept, alt er tekið með, sem hafði einhverja þýðingu fyrir landið í heild sinni, og má heita að hvert einasta orð í bókinni sé gullvægt.” Það verður auðseéö af þessu, að Ari fróði hefir ekki skrifað þessa áminstu Fljótsbygðarsögu. Auðvitað á Mr. Thorvaldson öfundar- menn og andstæðinga. Það eiga flestir og þó minna kveði að en honum. En aldrei held eg að hann hafi að fyrra bragði slitið vináttu við nokkurn mann. Og sjálfum viðskiftakeppinautum sínum var hann jafn fús, ekki einungis að takast f hendur við úm þjóðfélagsleg störf, held- ur einnig að L4?cva persónulegan greiða eins og hverjum öðrum. Hann hataði allan smásálarskap, þrátt fyrir stefnufestu í veiga meiri málum. Um verzlunarmanns-hæfileika Mr. Thor- valdssonar ætla eg hér ekkert að segja. Þeir verða ekki af mér kannaðir til botns. Aldrei held eg að við höfum spurt hann svo um horfur á verðlagi eða vörumagni einhverrar vöru hvaðan sem hennar vai von, að á svari stæði og hann hefði ekki meira að segja þaulhúgsað það. Aðeins sem dæmi af framsýni hans í þessum efnum skal hér beht á, að árið 1931, c bannið við innflutningi á fiski! frá Canada var löggilt í Banda- ríkjunum, keypti verzlun hans um 16 járnbrautar-vagnhlöss af fiski. Sá hann fyr en aðrir hvað að fór með markaðs örðugleika á vörunni og sendi fiskinn eins fljótt og honum varð komið suð- ur. Gat hann fyrir þetta greitt skiftavinum sínum 4c fyrir pundið, er aðrir sátu með byrgð- irnar verðlausar í vöruhúsun- um. Og svipað og þetta gerist daglega í viðskiftunum. Það er því ekki að ástæðulausu, að hann nýtur trausts manna. Ráðhollur maður er Mr, Thor- valdson, enda er oft til hans ráða leitað. Skrifstofa hans í búðinni má heita að sé lögfræði skrifstofa, þar sem skjöl og samningar eru gerðir manna í millum og bréf skrifuð fyrir viðskiftavinina. Eini munurinn á henni og lögfræðisskrifstof- úm er sá, að verkið er þar ó- keypis gert. Mr. Thorvaldson telur ekki heldur eftir sér að gera smá- snúninga fyrir menn, enda þótt fyrirhafnarlaust sé ekki. Á meðan ógreiðara var um ferða- lög til Winnipeg en nú er, man eg eftir því, að hann fór sjald- an svo hingað til bæjar, að hann hefði ekki fáein úr meðferðis til aögerðar og jafnvel aðra muni fyrir kunningjana. Hvað mikið vafstur og töf sem þessu var samfara, fekst hann aldrei um það. Oft dáðist eg með sjálfum mér að því samkomulagi sem var á milli þeirra félaganna Jó- hannesar Sigurðssonar og Sveins Thorvaldsonar. Þó fyrir kæmi, að eitthvert starf hepn- aðist ekki eins og þeir gerðu sér von um, hjá hvorum sem var, hraút hinum aldrei áfellisorð um það. Skilningur þeirra virt- ist vera sá, að hvor um sig væri að gera sitt bezta og því væri ekki um orðinn hlut að sakast. Slíkt var traustið og samúðin, er þeir báru hvor til annars. Góður stuðningsmaður ís- lenzkra félagsmála hefir Mr. Thorvaldson ávalt verið. Hann er einn af hluthöfum Viking Press félagsins og útgefendum Heimskringlu. Og einhver fleiri íslenzk gróðafélög býst eg við að benda megi á, er hann heyrir til. Þó hér hafi ekki verið bent nema á fátt eitt, ætla eg að það nægi til að minna á hvern þátt Mr. Thorvaldson hefir átt í þjóðfélagslegu starfi sveitar sinnar og bygðar. En með því skyldi engin halda, að alt væri upptalið. Þau yrðu líklegast færri umbóta og framfaramálin -sem á væri minst, sem hann hefir ekki að einhverju leyti verið riðinn við. Og eg held mála sannast, og að öllum ó- löstuðum, að áhrifanna af starfi hans gæti víðar í málum Norð- ur-Nýja-lslands, en nokkurs annars eins manns fyr eða síð- ar. Með það fyrir augum ásamt, hinu, að hann hefir verið stoð og stytta sumra þarflegustu fyrirtækjanna, er snerta við- hald íslenzks þjóðlífs hér vestra, hika eg ekkert við að skipa hon- um í fylkingarbrjóst, er um mesta athafnamenn í hópi Vest- ur-íslendinga er að ræða. Eg lofaði því í upphafi þessar- ar greinar að minnast aðeinn á þjóðfélagslega starfsemi Mr. ThorvaWsonar. Verð eg að efna það, þó því sé ekki að neita, að mér finnist að minn- ingabrotin sem mér búa efst í huga og mér væri eigi síður kært að rifja upp, séu við per- sónulega viðkynningu tengd. — Jafn ótrauðan vin vina sinna og Mr. Thorvaldson er, verður erf- itt að finna. Og að kynnast honum og starfa með honum, er hverjúm manni ávinningur. Stefán Einarsson KaupiS Heimskringlu Lesið Heimskringlu BorgiS Heimskringlu MENNINGAR STOFNANIR VESTUR-ÍSLENDINGA II. Eins og öllum hugsandi mönnum er ljóst, og eins og bent var á í síðustu viku í ís- lenzku blöðunum, þá hafa menningarstofnanir þeirra verið og eru enn hornsteinamir und- ir menningarlegum þroska þeirra og þungamiðjan í menn- ingarlegri frasókn þeirra sem sérstaks þjóðarbrots og einnig einu taugarnar sem halda þeim saman og vernda þá frá tvístr- ing og algerðri eyðilegging. Þegar að eg lít yfir liðna tíð og athuga hversu mikið að ís- lendingar í ameríku hafa lagt á sig og leggja enn til að byggja upp og halda við og auka þessar stofnanir, þennan lífskjarna sjálfra sín og feðra sinna, þá er ekki unt annað en dáðst að þvf — dáðst að skilningi þeirra á gildi stofnananna fyrir þá sjálfa og umhverfi það er þeir bygðu — dáðst að hugrekki þeirra til að ráðast í að koma þeim upp fátækir í framandi landi, og dáðst að trúmensku þeirra við hugsjónir og lífsreynslu feðra sinna. Það var ekki lítill sigur, þegar fyrsta íslenzka blaðið flutti hugsanir landnemanna á ís- lenzkri tungu út um bygðir þeirra í Ameríku, né heldur er það lítill gróður sem blöðin ís- lenzku í ameríku hafa flutt Vestur-íslendingum og flytja enn. Hve glaðir voru ekkí landnemarnir íslenzku þegar fysta kirkjan þeirra var fullger og þeir gátu komið þar saman til helgra tíða, alt var það þeirra eigið: kirkjan, predikunin og sálmamir og hversu glaðir hafa Vestur-íslendingar ekki verið síðan og eru enn, að ganga f sitt eigiö guði vígt hús og hversu víðtæk hafa ekki áhrif hinnar íslenzku kirkju í Vestur- heimi verið, á alt líf þeirra og umhverfi. Ánægjan skein út úr andlitum gamla íslenzka fólks- ins í ameríku og lýsti í sálum þeirra yngri þegar gamalmenna heimilið Betel var stofnað þ^r sem hið eldra íslenzka fclk áttf að eiga athvarf og gat notið rólegheita síðustu æfi stundirn- ar og þó sú stofnún hafi orðið til, sökum hinnar sérstöku af- stöðu íslendinga þá er eg þess full viss, að það á eftir að lifa í aldaraðir og hýsa olnboga börn íslenzkra afkomenda og aðra af þeirra ætt, sem þrá að eyða síðustu dögum æfi sinnar í ró og friði. Og vonin brann í sálum stofnenda Jóns Bjarnasonar skóla um að sú stofnun mætti verða um ókomin ár, tákn þess sem djúpum rótum hefir náð í lífi íslenzku þjóðarinnar lær- dóms og listaþroska hennar, þar sem lífsreynsla og speki hins norræna kynþátts, mætti tvinnast saman við þá vestrænu menning sem hér stóð til boða og halda jafnvæginu í lífi hins innflutta fólks á milli þess forna og hins nýja. Fleiri stofnanir erú til sem unnið hafa að menningarmál- um Vestur-lslendinga svo sem Goodtemplara stúkur, en þessar fjórar eru aðal máttarstoðirnar undir menningarlegri starfsemi þeirra. Hver þessara stofnana er óþörf, eða má missa sig? Engum manni dettur alvar- lega í hug, að íslnzku blöðin megi það. Án kirkjulegrar starfsemi getum við ekki verið og enginn hugsandi íslendingur vill heldur vera það. Gamal- menna heimilið fyllir svo brýna þörf í lífi Vestur-íslendinga, að engum dytti í húg að fella það niður nú og Jóns Bjarnasonar skólans getum við heldur ekki án verið, ef við viljum vera I sjálfum okkur trúir og minning ] feðra vorra. Engin af þessum stofnunum má missa sig og engin þeirra þarf heldur að gera það ef vér Vestur-íslend- ingar vildum minnast að þess- ar stofnanir eru máttarviðir menningarþroska okkar sem

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.