Heimskringla - 14.03.1934, Page 5

Heimskringla - 14.03.1934, Page 5
WINNIPEG, 14. MARZ 1934 HEI MSKRINGLA 5. SÍÐA sérstaks þjóðflokks og að sam- einaðir getum vér hæglega séð þeim farborða en sundraðir ekki. Blöðin, kirkjan og skólinn, eru náskyld hvert öðru, ef eitt þeirra fellur, er hinum hætt — ekki aðeins stofnunum, heldur öllu félagslífi íslendinga í Ame- ríku hætta búin. Menn munu ef til vill spyrja hvaða hætta sé á því þó það glatist og hverfi? Eg svara eins og maðurinn sem spurður var að hvernig stæði á því, að ekkert minnismerki væri reist á gröf Sir Christophers Wren í St. Pauls kirkjunni í Lundúnúm, þar sem hann hvíllr. Sir Christopher var frömuður byggingar listarinnar á Eng- landi og var meistarinn sem réði stíl og bygging þeirrar kirkju. Maðurinn sem spurður var svaraði aðeins líttu í kring- um þig. Líttu í kringum þig á ástandið í heiminum. Hver höndin er þar uppi á móti annari. Hvert stórsvikið rekur þar ann- að. Hver einstaklingur leggur undir sig alt sem hann orkar með réttu, eða röngu. Bönd velsæmis og trúnaðar eru slitin og ein þjóðin óttast aðra og hatar. Hættan er að steypast ofan í það forað og kafna í því. Jóns Bjarnasonar skóli 'er tákn þess í lífi Vestur-íslend- inga sem gagnstætt er þessu á- standi, hann er tákn iífsskoðun- ar og lífsreynslu sem Thomas Carlysle telur sterkari og hreinni en lífsskoðun forn Grikkja, og tákn máttar þess er flutti ís- lenzku þjóðina sjálfa í gegnum “ís og hungur, eld og kulda, áþján, nauðir, svarta dauða”. Það er sú lífsskoðun, sem Jóns Bjarnasonar skóli var stofnað- ur til að útbreiða og það menn- ingarafl hefir hann verið starf- ræktur til að styrkja og glæða, hjá oss sjálfum, vekja og auka skilning æskufólksins á því og vera merkisberi þess á meðal annara þjóða fólks. Það er veg- legt verk, svo aldrei hefir annað veglegra verið á meðal Vestur- íslendinga. Nú er skólinn í fjárþröng, svo alvarlegri, að ef Vestur-íslend- ingar geta ekki bætt úr henni þá verður hann að hætta. Á- stæðan fyrir þeirri fjárþröng er aðallega sú að styrkur sá sem skólinn hefir fengið frá United Lutheran Church in America á undanförnum árum, verður ekki greiddur skólanúm f ár, sökum fjárþurðar hjá mentamáladeild þess félags, svo sú upphæð verður að bætast við upphæð þá, er safnast hefir árlega til skólans á meðal íslendinga og sem setur þá upphæð sem inn verður-að fást í ár upp í $3,000 dollara ef skólinn á að geta út- ent þetta yfirstandandi ár sóma- samlega. Eg finn til þess, að þetta er stór upphæð ekki síst í árferði eins og nú er, og ef treysta ætti eingöngu á þá vini skólaus á meðal Vestur-íslendinga sem ár- lega hafa styrkt hann, þá er framtíð hans, vægast sagt, mjög vafasöm, en ef um almenna þátttöku gæti verið að ræða, þá væri spilið unnið og enginn þyrfti að taka nærri sér. Það hefir komið fyrir á meðal Vest- ur-íslendinga í liðinni tíð, að til þeirra hefir verið leitað með styrk við ýms tækifæri og lang oftast hafa þeir brugðist drengi- lega við og féð sem með þurfti fengist á örstuttum tíma, sem sýnir og sannar hversu mikils góður vilji og samtök mega sín. Mér dettur ekki í hug að tæki- færin sem minst er á hér að framan hafi öll verið meira virði, eða haft raunverulegri þýðingu fyrir íslenzku þjóðina í heild, Vestur-íslendinga, eða einstaklinga en þýðing sú sem Jóns Bjarnasonar skóli hefir og það sem hann táknar. Mætti maður þá ekki vonast eftir því, að skólinn fengi að njóta sömu góðvildarinnar og sýnt hefir sig í svo ríkum mæli hjá Vestur- íslendingum, við ýms önnur tækifæri og að þeir bjargi þess- ari sinni eigin menningar stofn- ún frá falli? Samtökin er það eina sem verndað getur menningarstofn- anir vorar og okkur sjálf og þá einnig Jóns Bjarnasonar skóla. Eg veit að skoðanir manna hafa verið mismunandi í sambandi við hann og að sú aðstaða hefir háð þroska skólans í liðinni tíð. En er nú þess engin vegur að við getum látið þann meininga- mun falla niður, en tekið hönd- um saman skólanum til við- reisnar og varnar? Eg get full- vissað menn um að það væri stór sigur, ekki aðeins fyrir skólann, heldur fyrir allar menningar stofnanir vorar og líka fyrir alla hlutaðeigendur. Skólinn leitar því til allra Vestur-íslendinga í sameining og bíður þess að hann megi fá að lifa — biðúr þá um fjárhags- legan styrk. Upphæðin þarf ekki að vera stór frá hverjum einum ef nógu margir verða við tilmælunum — ekki stærri en svo, að engin ætti að finna til hennar. Hann kýs heldur að fá $1.00 frá 3000 einstaklingum- en $10.00 frá 300 þó hann taki þakksamlega á móti hvaða upp- hæð sem er. Jón J. Bíldfell Gjafir sendist til féhirðis skól- ans Mr. S. W. Melsted, 673 Bannatyne Ave., Winnipeg, Man. FRÉTTIR Frh. frá 1 bls. vikna, eða mesta lagi nokkra mánaða, verði nefnd tekin við að stjórna borginni, en að hún afsali sér sjálfsforræði, á sama hátt og Nýfundnaland gerði. Á fjárhagsárinu sem fer í hönd, er áætlaður tekjuhalli um $6,000,000. þó atvinnuleysis styrkur, sé ekki tekin til greina. Undanfarin fimm ár hefir tekju- hallinn í raun og veru numið 20 miljón dollúrum árlega. Árs- tekjurnar nema 40 miljónum dollara. Frámunaleg fjáróreiða og klíkustjórnarháttur \hefir verið ríkjandi í stjórnarrekstri borgar- linnar. Skuld borgarinnar hefir hækkað frá árinu 1921 úr 119 miljónum upp í 263 miljónir nú, árið 1934. Borgarstjcri Rinfret er ekki talin að hafa verið því verki vaxinn að stjórna svo stóru fyr- irtæki, sem honum var þarna í | hendur fengið. En hann var kosinn af pólitízkum ástæðum. j í síðustu kosningum er sagt að allri liberal-klíku fylkisstjórnar- innar hafi verið sigað af stað jtil að vinna kosningarnar. Ann- j ars hefir stjórn borgarinnar ver- j ið í höndum liberala síðan 1914, jað tveim árum undanskildum. Vegna fjárþröngar hefir orðið jað leggja niður ýms brýn störf j svo sem að hreinsa snjó af göt- j um borgarinnar. Er umferðin því á þeim illfær í bílum, enda eru málsóknir á hendur borgar- stjórninni fyrir skemdir á flutn- ingstækjum af þessum ástæðum orðnir daglegir við burðir. TALAN HÆKKAR Fæðingar óskilgetinna barra í Saskatchewan-fylki, er árið 1915 voru 55, voru í ár 658, samkvæmt skýrslu er lögð var fram í fylkisþiúginu í Regina nýlega, af heilbrigðismála-deild stjórnarinnar (Bureau of Ghild Protection). Er í skýrslunni LÆGSTA VERÐ FYRIR BEZTU TEGUNDIR Garða og akur fræja MEÐ samningum við eitt stærzta, elzta og ábyggilegasta fræsöluhús í Canada (er tekur rjómann ofan af heimsmarkaðinum) hefi eg nú ráð á að selja á LÆGSTA VERÐI SEM BOÐIÐ ER, f ÓDÝR- USTU FRÆKAUPA SKRÁ AUGLÝSINGU eða FRÆ3KÝRSLU ER ÚT ER GEFIN úrvals fræ RANNSÖKUÐ Á TILRAUNASTÖÐ STJÓRN- ARINNAR, sem unt er að fá, í 3c, 4c (og þar yfir), AUKA stærðar bréf- um, eða LAUST eftir því sem þörf krefur. Gjörið upp pantanir yðar eftir hvaða fræ-skrá eða auglýsingu sem er eða skoðið mína skrá er tekur yfir 1000 tegundir; og eg skal uppfylla pantanirnar svo þér séuð fullkomlega ánægðir—ef til vill fyrir minni peninga, sumar tegundirnar, en í öllu falli engar fyrir meira en lægsta verð sem yður er boðið annars staðar. Eg gef yður auk þess “MERCHANTS NEW WAY COUPON” sem veitir yður 25c virði af fræi ÓKEYPIS. Eg ætlast ekki til neinna viðskifta fyrir vináttu sakir. Þetta er beint og blátt kappboð, er bygt er á hinni einu undirstöðu allra viðskifta, verðinu, á hvort heldur er GARÐ eða AKUR- FRÆI, því bezta sem náttúran og mannleg þekking getur framleitt. Kaupið fræið hjá heimaverzlaranum, í búðinni sem þjónar yðar dyggi- lega 365 daga ársins. Leyfið mér að kaupa tiltrú yðar með framhaldandi sanngjarni þjónustu. Gerið mér greiöa og sjálfum yður sanna þénustu, með því að koma inn til mín og fullvissa yður um þetta tilboð. Áður en þér kaupið fræ annars-, staðar finnið mig. HEIMA KAUPMAÐUR YÐAR tekið fram, að þetta bendi til siðferðishnignunar er ekkert gott boði. KREFJAST 200 MILJÓN DOLLARA Óháð nefnd hefir verið skipuð til þess að rannsaka kröfur Saskatchewan-fylkis á hendur sambandsstjórinni fyrir land- eignir fylkisins, sem í höndum sambandsstjórnarinnar voru frá 1905—1930. Fjárhæðin sem fylkið fer fram á nemur 200 miljónum dollara. BÆNDUR BIÐJA UM AFSLÁTT SKULDA Bændafélagið í Manitoba (U. F. M.) hefir farið fram á það við Brecken-stjómina, að hún skipi konunglega nefnd til þess að rannsaka skuldamál bænda með það fyrir augum, að fá af- slátt af skuldunum, sem svarar að einhverju verðfalli á bænda- vöru. Hvað stjórnin gerir, er ekki kunnugt um þegar þetta er skrifað. RÚSSAR AÐ VERÐA OF RÍKIR Tomas Carman segir meðal annars í hinni fróðlegu ritgerö sinni, er hann kallar “The Spur to Soviet Farming”: ‘‘í síðast liðnum nóvember mánuði, fór sendinefnd frá Odessa héraðinu á Rússlandi á fund Stalins. Sendinefnd þessi bar fram tillögur um ýms mál- efni, er lutu að nýjum fram- kvæmdum í héraði þeirra; meðal annars létu þeir í ljósi ánægju sína með hið nýja fyrir- komulag samvinnubúskaparins, sem þeir sögðu að hepnaðist á- gætlega í sínu héraði. Einn sendinefndar-manna, Piotor Sidorovich Chernousov, að nafni, kvað í sinn og fjölskyldu- sinnar hlut hefði komið síðast liðið sumar, 20 tonn af komi og 3000 rúblur í peningum. — Hann kvað sig, og félaga sína þurfa leiðbeiningar við, um hvernig hentast væri að brúka V-nnan auð, þar eð ekki væri nóg kaupmanns vara fyrir hendi til að kaupa. Stalin svaraði því með loforði um, að hér eftir skyldi unnið af ítrasta megni, að því að tvöfalda, og ef mögu- legt, að þrefalda framleiðslu é allskonar kaupvarningi, svo fólkið geti notað peninga sína til þess að kaupa sér allskonar varning sem til lífsþæginda heyrir. Þetta loforð verður Sov- iet stjórnin að uppfylla, því með því móti einu helst í stöðugu jafnvægi framleiðsla og notk- un.” G. E. E. Júda sona miðri. En þeir fengu að arfleifð: Beerseba og Seba, Mólada, Hazar-Súal, Bala, Ezem, Eltólad, Betúl, Horma, Ziklag, Bet-Markabót, Hazar- Súsa, Bet-Lebaót, og Sarúhen — þrettán borgir og þorpin er að þeim liggja. Áin, Rimmon, Eter og Asan — frjórar borgir og þorpin er að þeim liggja.” Þá gefur hin víðfræga heim- sókn drotningarinnar af Saba til Salómons konungs ofurlítið í skyn um auð hennar, en því er lýzt meðal annars á þessa leið í síðari Kroniku bókinni, 9. kap.: “En er drotningin í Saba spurði orðstír Salómós, kom hún til Jerúsalem með mjög miklu föruneyti og með úlfalda klyfjaða kryddjurtum og afar miklu gulli og gimsteinum, til þess að reyna Salómó með gát- um. Og er hún kom til Saló- mós, bar hún upp fyrir honum ait sem henni bjó í brjósti. En Salómó svaraði öllum spuming- um hennar---------. Síðan gaf hún konungi hundrað og tutt- ugu talentur gulls og afar mikið af kryddjurtum og gimsteina; hefir aldrei síðan verið annað eins af kryddjurtum og drotn- mgin frá Saba gaf Salóml kon- ungi — — —.” Hvað milall auður þarna cr orpin sandi, á nú ef-til vill bráð- lega eftir að k'*ma • ljós. En hvernig verðir* tið því farið að ná honum hundruði** mílna inn f eyðimörk? FI ígvélar gera þar ekki tekið fiu.; citir að þær hafa lent. Ef til vill verður þó sá erfiðleiki sigraður. KOSNINGIN í LONDON í nýafstöðnum borgar-kosn- ingum í London á Englandi unnu verkamenn svo stórkost- legan sigur, að þess eru ekki dæmi til áður. Af 124 sem borgarráðið skipa, og sem yfir fleiru fólki og meira fé ræður en margt konungsríki, voru 69 verkamenn kosnir. — Conservatívar komu að 55 mönnum, en liberalar engum. Conservatívar hafa verið í meiri hluta í borgarráðinu í síð- ast liðin 27 ár. Fyrir kosning- arnar var fylgi flokkanna þann- ig að Conservatívar voru 83, liberalar 35 og verkamenn 35. Forseti borgarráðsins verður Herbert Morrison; var hann ráðgjafi fyrrum í verkamanna- stjórninni á Englandi. Þessi kosninga-úrslit eru eðli- lega talin vottur um væntanleg- an sigur verkamanna flokksins í næstu kosningum á Englandi. RANNSÓKN Á REKSTRI BANKANNA áðúr en hann druknaði. Um ástæðu hans fyrir morðtilraun- inni er ekkert sagt ennþá. En gruggugt /er margt í sambandi við þessi miklu Stavisky fjár- svik. í uppþotinu sem varð 6 feb. í París, út af Stavisky-fjársvik- unum, hefir stjórnin nú skýrt frá, að 18 manns hafi verið derpnir, en 2291 særst. MATSÖLUHúS OG ÖLSALA Brackenstjórninni í Manitoba hefir verið send beiðni, undir- skrifuð af 17,286 kjósendum, urn það að leyfa ölsölu með máltíð- um á matsöluhúsum (restaur- ants) Manitobafylkis. Kemur málið væntanlega fyrir þingið. Hefir félag matsöluhúsa safnað undirskriftunum. 7,687 konur hafa skrifað undir beiðnina. “Endurminningar” Friðriks Guðmundssonar eru til sölu hjá höfundinum við Mo- zart, í bókaverzlun ó. S. Thor- geirssonar og á skrifstofu Hkr. Fróðleg og skemtileg bók og afar ódýr. ..Kostar aðeins $(.25. BORG DROTNINGARINNAR AF SABA FUNDIN í símskeyti frá Sómalilandi s. 1. föstudag, er hermt að tveir frakkneskir landkönnuðir, kap- teinn Corniglion Molinier og Andre Malraux, hafi fundið höll drotningarinnar af Saba. Þeir fundu borgina í lands- hluta þéim í eyðimörk Arabíu, sem nefndur er Ruba-El-Khali. En það er um 1000 mílur suður eða suðaustur af Jerúsalem og um 900 mílur norðaustur af Somalilandi (hinu frakkneska). Borgina fundu þeir á flugi sínu yfir þennan landshluta. — i Tóku þeir margar myndir af ! staðnum 'og segja þeir turnana ! og hluta af húsum standa upp úr sandinum. En um lendingu var þarna ekki að ræða. Borgar þessarar eða ríkis drotningarinnar af Saba hefir lengi, um margar aldir, verið leitað, en hefir aldrei fundist fyr en ef vera skylid nú. Ríki drotningarinnar var eitt hið auðugasta er sögur fara af. í Bíblíunni er því lýst í 19 kapí- tula Jósúa bókar sem hér segir: “Þá kom næst upp hlutur Símeons, kynkvíslar Símeons sona eftir ættum þeirra; en arf- leifð þeirra lá inni í arfleifð Forsætisráðherra R. B. Ben- nett skýrði frá því S. 1. föstu- dag, að ítarleg rannsókn færi fram á samstarfi bankanna og pappírsgerðarfélaganna. Nefnd- in, sem á þingi var skipuð til að rannsaka rekstur bankanna, hefði einnig fullkðmið vald til að rannsaka starf þeirra út í æsar. Gerðir sambandsstjórnarinnar í hveitisölumálinu, kvað for- sætisráðherra einnig skyldu rannsakaðar, og væri hann reiðubúinn að koma fyrir nefnd- ina sjálfur, og gera grein fyrir því, hvenær sem hún æskti, að byrja það starf. Pólitízkar afleiðingar af rann- sókn á rekstri bankanna, kvað Mr. Bennett ekki halda fyrir sér vöku. Verður Sir Herbert Holt, einn fremsti bankajöfur þessa lands, að líkindum sá fyrsti, er fyrir rannsóknar-nefndina kem- ur. Sem stendur er hann ekki við góða heilsu, en mun þó fær um að koma fyrir nefndina. MORÐTILRAUN Raymond Huber, lögfræðing- ur, og sá er mál Romagnino, ritara Stavisky, hafði með hönd- um, fleygði sér í ána Seine, s. 1. föstudag. Var honum bjargað Það þvær burtu bletti án þess að skaða glerhúðina eða blýpípurnar Hvernig hreinsaðir verða þessir ótérlegu blettir í setskálum! Það er auðvelt—með Gillett’s Pure Flake Lye. Hellið einu sinni á viku þessum volduga hreinsunar og sótteyðjandi lút—óblönduð- um—ofan í setskálina og skol- rennurnar. Það skolar burtu blettunum án alls þvottar. Getur ekki skaðað glerhúðina eða blý- pípurnar, drepur sóttkveikjur og eyðileggur óþef jafnframt því sem það hreinsar! Það er engin þörf á að þræla við ógeðslegan þvott. Látið Gillett’s Lye gera það. Það er hraðvirkt, velvirkt og í alla staði ábyggilegt. Biðjið matsalan um bauk af því—strax. Aldrei skal blanda lútinn með heitu vatni. Lúturinn hitar vatnið sjálfur. ÉTUR ÓHREININDI

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.