Heimskringla - 14.03.1934, Side 6

Heimskringla - 14.03.1934, Side 6
6. SÍÐA Jane Eyre eftir CHARLOTTE BRONTE Kristján Sigurðsson, þýddi Mr. Rochester hvarf frá þeim sem hann var á tali við og nam staðar öðru megin hlóða, Blanche Ingram færði sig að hinum enda hlóða syllunnar og segir við hann: “Mr. Rochester, ekki vissi eg, að þú værir hændur að krökkum.’’ “Ekki er því fyrir að fara.” “Hvað kom þá til, að þú tókst að þér brúðu kornið?” (hér benti hún á Adelu) Hvar fanstu hana?” “Þurfti ekki að leita. Hún var skilin eftir hjá mér.” “Þú hefðir átt að koma henni burt, í skóla.” “Hafði ekki ráð á því, skólar eru svo dýrir.” “Jæja, eg býst við þú haldir stúlku til að kenna henni, eg þóttist sjá manneskju með henni hér, áðan, — er hún farin? Nei, hún er þarna enn, bak við gluggatjaldið. Þú borgar henni kaup, vitanlega, hefir báðar í kosti, og mér þykir líklegt, að það geri meira en vega upp á móti skólagjaldinu.” Eg óttaðist — eða á eg að segja, vonað- ist til? — að Mr. Rochester mundi líta þangað sem eg var, og hrökk ósjálfrátt lengra inn í skýli mitt en hann horfði beint framundan sér og svaraði eins og þetta væri ekki umtals vert. “Það hefi eg ekki athugað,” “Nei, þið karlmennirnir athugið aldrei hvað spara má né hvað heilbrigð skynsemi heimtar. Þú ættir að hlusta á móður mína halda ræðú um kenslukonur. Eg býzt við, að við Maré höfum haft heilan tug og vel það, af kvenkyns kennurum, um dagana, helmingur- inn var afleitur, hinar kjánalegar, allar hræði- legur ábaggi — var ekki svo, móðir min?” “Varstu að segja nokkuð, væna mín?” Og þegar sú kynstóra ekkjúfrú vissi umtals efnið, svaraði hún: “Gæzkart rtiín góð, nefndu ekki kenslu- konur á nafn við mig, mig hryllir við þeim. Píslar vætti hefi eg þolað, vegna þess hve ónýtar þær voru og óstöðugar. Eg þakka for- sjóninni, að eg þarf þeirra ekki við framar.” Ein af viðstöddúm konum laut að henni og hvíslaði, væntanlega til að láta hana vita, að ein af hinni bannfærðu stétt væri viðstödd, eftir því sem mér skildist af svarinu: “Eg ætla að vona, að henni verði gott af,” sagði lávarðs ekkjan, bætti svo við í lágum rómi, þó eg heyrði vel til hennar: “Eg tók eftir henni; eg sé á fólki, hvað í því býr, hún hefir öll lýti stéttar sinnar.” “Hver eru þau, madame?” spurði Mr. Rochester, upphátt. “Það skal eg segja þér undir fjögur augu,” svaraði hún og kinkaði kollinum í þrígang, svo að skuplan tók dýfur, líkt og stór tíðindi væru í vændum. “Þá verður minni forvitni lokið; nú vill hún svölún fá,” svaraði hann. “Spyr þú Blanche, hún er nær þér en eg.” “Ó, vísaðu honum ekki til mín, mamma! Eg hefi ekki nema eitt um þá stétt að segja: þær eru bara til skapraunar. Ekki svo að skilja, að eg hafi þolað þeim mikið, eg hafði vaðið fyrir neðan mig.” Eftir það sagði hún fjörlega frá því, hvernig hún hafði leikið ýmsar af þeim stúlkum, sem fengnar höfðu verið til að kenna henni í uppvextinum, fann' sitt að hverri með fyndni og heldur gráu gamni og vísaði til systkina sinna um ýmsa kátlega atburði og bernsku brek, er þau höfðu í frammi, við þessa lærimeistara, sem voru víst ekki ofsælir af sínú embætti. Hin göfuga móðir þeirra áréttaði með ræðustúf um, hvílík ósvinna það væri, ef slíkar persónur færu að draga sig saman, en komst skamt áleiðis, því að Blanche sagði stutt og skörulega frá því, sem hún vildi sagt hafa og spurði að lokum: “Fer eg rétt með, baronessa Ingram af Ingram Park?” “Þú ferð rétt með, yndið mitt, nú eins og altaf annars.” “Þá þarf ekki fleiri vitna við. Látum oss taka aðra ræðu.” Amy Eshton heyrði ekki, eða lét sem hún heyrði ekki, þessa tilskipan og hóf máls með mjúkri raust og barnalegri: “Við Lovísa höfð- um brek í frammi líka, við okkar kennara, en hún var svoddan gæðablóð, að hún leið okkur alt. Hún varð aldrei vond við okkur, ekki satt, Lovísa?” “Aldrei. Við fórum í allar hennar hirzlur og settum dót hennar á tjá og túndur, en sama samt, hún leið okkur alt.” Hér tók Miss Ingram fram í og segir kuldalega: “Það lítur út fyrir, að allir ætli að fara til HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 14. MARZ 1934 og segja sínar endurminningar um kenslukon-- ur. Sú skriða hleypur, ef ekki er hafður var- inn við. Eg legg til, að annað efni sé tekið til umræðu. Mr. Rochester, viltu ekki styðja þá tillögu?” Hann kvaðst svo gera vilja og hverja aðra, sem henni líkaði. Með kátlegu orðalagi spurði hún, hvernig hljóðum hans liði og kvaddi hann til að hressa upp á lungun og setja raddfærin í stellingar. Hún settist við hljóðfærið, föngu- leg og fyrirmannleg, breiddi úr sínum fann- hvíta skrúða og hélt uppi talinu, þangað til það barst að Maríu Skota drottningu og henn- ar karlmönnum, gerðist þá ör og heldur hvat- skeytleg í orðum. Hún lét sem sér líkaði Bothwell bezt, af þeim hóp, og mælti að lok- um: “Ó, mér dauðleiðast ungir karlmenn, eins og þeir gerast nú á dögum, aumingja peð sem duga ekki til lengri ferða, en í landareign pabba síns og fara varla svo langt, nema með lofi og leyfi mömmu sinnar. Þeir hugsa helzt um að vera fríðir í framan, hafa hvítar hendur og smáa fætur, eins og fegurð sé karl- mönnum samfara! Eiins og kvenfólkið eigi ekki að vera eitt sér um þá hitu, fríðleikur og fegurð er þeim lagin af náttúrunni, þeir kostir fylgja því kyni og er þess óðal og lífeyrir, að erfðum tekinn! Eg mótmæli því ekki, að ófrýnilegur kvenmaður er dapur díll á dá- semdar verki sköpúnarinnar, en karlmenn eiga að sækja eftir kröftum og hreysti og engu öðru,—veiða, skjóta, berjast, og virða alt annað vettugi. Svona mundi eg hugsa, ef eg væri karlmaður.” Og enn mælti hún: “Þegar eg giftist, þá skal maðurinn minn ekki keppast við mig, heldur vera vopn til skylminga, í minni hendi. Keppinaut um öndvegið skal eg ekki þola, hugur hans skal ekki skiftast milli mín og þeirrar myndar, sem hann sér í sínum spegli. Mr. Rochester, syngdu nú, eg skal leika undir.” “Eg er af tómri hlýðni gerður.” “Hér er víkinga lag. Víkinga söngvar eru mitt uppáhald, svo gættú þess vel, að syngja örugt og fjörlega.” Og Mr. Rochester tók að syngja gildum rómi og mjúkum, svo unun var að heyra. Eg beið á meðan, gat ekki slitið mig frá þeim Ijúfu tónum, en undir eins og úti var og sam- ræður tókust á ný, stóð eg upp og skauzt út um hliðar dyr á salnúm. Áður en eg fór upp stiga, stóð eg við, til að binda skóþveng minn, þá heyrði eg að einhver kom úr matstofu, í forsalinn, eg snerist við og stóð augliti til aug- litis við Mr. Rochester. “Hvernig líður þér?” spurði hann. “Mikið vel, herra.” “Því komstu ekki til mín inni, og talaðir við mig?” Eg þóttist mega spyrja eins, en lét það ekki eftir mér, heldur svaraði: “Eg vildi ekki trufla þig, þú sýndist hafa nóg með annað, herra.” “Hvað hefirðu aðhafst, meðan eg var í burtu?” “Ekkert sérlegt, segja Adelu til, eins og vant er.” “Og verða tekin í framan — það sá eg strax. Hvað er að?” “Alls ekkert, herra.” “Fekstu kvef upp úr nætúrslarkinu, þegar þú varst nærri búin að drekkja mér?” “Öðru nær.” “Komdu aftur til gestanna, þú fórst of fljótt.” “Eg er orðin þreytt, herra.” Hann leit á mig litla stund og segir: “Og dáltið hnuggin. Útaf hverju? Seg mér það.” “Nei, hreint ekki. Ekkert hnuggin.” “En eg segi, að svo sé, svo illa haldin ertu, að bráðum ferðu að tárfella, augun í þér eru farin að synda og sindra af söltu flóði og eg sé perlúdropa falla úr þeim. Ef eg væri ekki lafhræddur við kjöftuga spjátrunga meðal vinnufólksins, þá skyldi eg ekki hætta fyr en eg veit, hvað til kemur. Jæja, þú skalt vera afsökuð í kveld, en hér eftir skaltu koma og vera með gestunúm á hverju kveldi. Farðu nú og sendu Sophíu eftir Adelu. Góða nótt, væn —” Hann beit á vörina, snerist á hæli og hvarf burt. XVIII. Kapítuli. Næstú daga var kátt og mikið um að vera í Thornfield Hall og næsta ólíkt þeim kyrsetum og einveru, sem eg átti áður við að búa. Ókunnugt fólk í öllum stofum, göngum og forsölum, höfðingjarnir eða þjónar þess, alt prúðbúið, frísklegt og framlegt. í eldhúsi, vistabúri, vinnufólks skála og í forsal, var fólk á þönum og í skrautsölum var mannlaust þá aðeins þegar sólskin og blíða vordaganna heimti gestina út úr húsum. Þegar rigningar dagar komu, varð ekkert hlé á kætinni, þá • var farið í leiki og efri loftin rannsökúð, þar fann kvenfólkið forna búninga, forkunnar skrautlega og gamaldags, bróderaða, gömlum kniplingum setta og suma svo gerða, að pils- unum var haldið út með víðum gjörðum. — Þessi klæði báru þernumar til húsmæðra sinna, er kusu sér þá búninga, sem þeim þótti sér bezt hæfa, eða því hlutverki, sem þeim var ætlað í leikjunum. Þetta vorú gátuleikir, með þeim hætti, að þrent eða fett hugsaði sér orð eða orðtak og tóku sig saman um, að sýna það með leik sínum, en þeir sem á horfðu, áttu að geta upp á, í leiks lokin, hvert orðið var eða máltækið. Vinnufólkið var tilkallað, borðsalurinn ruddur, sætum skipað í hálfhring, leikpalli skotið upp, fram af hinum hvelfdu saldyrum og þar sýndu sig meðal annars Mr. Rochester og Miss Ingram, hún með blóm- sveig um höfuðið og hvíta slæðu, síða, þau leiddust þangað sem maður stóð fyrir altari og krupu á kné. Ráðning þeirrar gátu var brúð- ur. í annaö sinn komú þau á leikpall, hann í gerfi serkneskra yfirmanna, sem átti forkunn- ar vel við hans dökka yfirbragö og svörtu augu, hún með hárautt sjal, bundið um mittið, marglitað klæði, bróðerað, snúið um höfuðið, með bera handleggi, íturskapaða; hún bar könnu á höfðinu, og fór það vel, hélt um hana með' annari hendinni, en bæði sköpulag og útlit, litarháttur og framkoma hæfði sem bezt konungsdóttur á Gyðingalandi til forna. Þau hittust og töluðust við þar til hann tók upp armbauga og eyrna lokka, dró hringi á handleggi hennar og hengdi lokka í eyru hennar, en hún sýndi, að henni varð dátt við. Sú gáta var og ráðin og nú tók annar hópur við leikjum, en hin settust fyrir meðal áhorf- anda. Hún hrósaði, heyrði eg var, hve vel honum færist að leika. “Ó, ef þú hefðir lifað nokkrum árum fyr! Mikið hefði þér farið vel, að vera ræningi!” mælti hún. “Er eg nokkuð sótugur í framan?” spurði hann og sneri andlitinu við henni. “Æ nei, því er miður! Ekkert fer þér betur, en ræningja gerfið.” “Útilegumenn og stigamenn eru . þér að skapi?” “ítaiskir stigamenn þykja mér beztir, þar næst enskir, en bezt af öllum víkingar í Mið- jarðarhafi.” “Jæja, einu gildir hvað eg er, mundu það, að þú ert konan mín, við vorum vígð saman, frammi fyrir altari, rétt nýlega, að öllum þess- úm vitnum hjáverandi.” Hún smiltraði og roðnaði við. Fkki hor?ði eg á leiksviðið úr þessu, held- ur á þau. Eg sé hvernig þau snúa sér hvert að öðru, þegar kom að því, að ráða gáturnar sem sýndar voru hvernig hún hallar sér að honum þar til hennar svörtu lokkar nema við öxlina á honum og nærri snerta andlitið, hvernig þau pískra saman og líta hvert á ann- að, og enn þann dag í dag finn eg til, er eg minnist þessa, hvernig eg kendi þá til. Eg hefi sagt þér, lesari minn, að eg var hætt að elska hann vegna þess, að hann hætti að taka eftir mér, að hann var, svo tímum skifti, í sama herbergi og eg, og leit ekki við mér, að stórættuð mær hafði náð huga hans til sín, svo mikillát, að hún áleit mig of smáa til að snerta klæðafald sinn, ekki gat eg hætt að elska hann fyrir það, að hann mundi bráð- iega giftast þeirri stúlku, eg þóttist sjá á henni, að hún ætti vísa athygii hans og eftirgangs- muni, né fyrir það, að eg sá til hans á hverri stúnd, hvernig hann gaf henni undir fótinn, lét alt laust og bundið, að vísu, en því átak- anlegra var hans fas og framferði, og svo þótta mikið, að ekki mátti í móti standa. : Þegar þannig fór fram, varð ekkert til að útrýma elsku eða kæla hana, en því meira til að skapa örvænting. Mikið líka til að kveikja afbrýðissemi — ef stúlka í minni stöðu gat hugsað svo hátt, að bera eljuhug til eins tigins kvenmanns og Miss Ingram var. En eg fann aldrei til afbrýði — eða sjaldan; sú kvöl, sem eg leið, gat ekki kallast því nafni. Miss Ing- ram náði ekki svo hátt, að geta kveikt þá tilfinning. Þetta tvent sýnist standa hvað öðru í mót, en svo er samt, sem eg segi. Hún var glæsileg en ekki einlæg, hún var fögur á að sjá og hafði margt til að bera, sem gekk í augun, en hugur hennar var fátækur, hjartað ófrjótt að upplagi og hrjóstugt; í þeim jarð- vegi blómgaðist ekkert af sjálfsdáðum, þar spruttu engir ávextir, óþvingaðir og eðlilegir, svo að yndi væri að. Hún var ekki væn, hugs- aði ekki neitt né fann upp á neinu sjálf, heldur hafði upp úr bókum hljómfagrar klausur, en sagði aldrei til sinnar meiningar, því að hún átti enga til. Hún hélt á lofti göfugum til- finningum en sjálf kendi hún hvorki samúðar né vorkunar, með henni fundust hvorki hrein- skilni né blíða. Hún lét þetta of oft f ljós með meinlegum illvilja til Adelu, hratt henni frá sér, ef barnið kom að henni, með höstugu ávarpi, eða rak hana jafnvel út, var altaf köld við hana og beizk. Fleiri augu en mín höfðu gát á þessum innrætis vott. Já, brúðguminn, tilvonandi, hafði sífelt góðar gætur á brúðar efninu og frá þessari stöðugu, hvössú, klók- indalegu aðgæzlu var það, að kvöl mín stafaði. Hann sýndist vera á verði, sjá ljóslega galla konu efnisins, en alls ekki bera til hennar ástarhug, og af þessu kvaldist eg, óaflátan- lega. I Eg sá, að hann ætlaði að eiga hana vegna þess, að honum kom vel að mægjast ættmenn- um hennar, eg skiidi að ást sína hafði hann ekki fest við hana og að hún var ekki svo gerð, að geta það hnoss af honum. Þetta ( féll mér þungt — þar hófst kvöl mín og hélzt, með áköfum og óaflátanlegum óróa: hún gat ekki komið honum til við sig. Ef hún hefði sigrað strax, hann gefist úpp | og lagt hjarta sitt fyrir fætur hennar, þá , hefði eg hulið andlit mitt, snúið mér til veggjar og horfið þeim. Ef Miss Ingram hefði verið góð manneskja o.g göfug, haft til að bera þrótt, sterkar tilfinningar, gæzku og gott vit, þá hefði eg orðið að fást við tvö óargá dýr: hræðslu um hann og örvænting, þar næst, þegar hjarta mitt var úr barmi mínum útrifið og að engu gert, þá hefði eg dást að henni, viðurkent yfirburði hennar og aldrei kent óróa, það sem eftir var æfinnar; og því ágætari sem liún var, því sterkari hefði.verið mín aðdáun og því dýpri mín ró. Enn nú varð eg að horfa upp á hvernig Miss Ingram reyndi til að heilla Mr. Rocliester, vera vottur að hvernig henni mistókst hvað eftir annað, og það meira, að liún vissi ekki af, að henni mis- tókst, heldur gekk upp í þeirri dul, að hvert skeyti hefði markið hitt og hreykti sér með fordild af happi sínu, þegar hroki hennar og sjálfsálit hrakti á brott það sem hún vildi laða að sér — eg var vottúr að þessu, og lilaut sí- felda æsingu og látlausa þvingun af því. “Af liverju nær hún ekki traustara taki á honum, úr því að hún fær að vera svo nærri honum?” spurði eg sjálfa mig. “Vissulega getur henni ekki þótt vænt um hann eða elskað hann með sannri ást! Ef hún gerði það, þá þyrfti hún ekki að vera svo ör á brosum, skotra augum í sífellu, gera sér læti svo vand- lega né svo margar laglegar og líflegar til- gerðir. Mér finst, að ef hún gerði ekki annað en sitja kyr við hlið hans, segja fátt og láta minna, þá hefði hún komist nær hjarta hans. Eg sé svip hans harðna, þegar hún ávarpar hann með fjörlegu yfirlæti; alt annan svip hefi eg séð á honum, og koma af sjálfú sér líka, en hvorki af lokkandi látum né úthugsuðum ráðum; og ekki þurfti annað en veita því við- töku — að svara því sem hann spurði, tilgerð- arlaust, ávarpa hann, þegar svo bar að, grettu- látalaust, þá óx það og varð mildara og glað- legra, þar til það vermdi mann eins og blíður geisli sólar. Hvernig fer hún að gera honum id geaij, þegar þau eru gift? Eg hugsa, að hún geti það ekki, og þó er það hægt, og eg er alveg viss úm, að kona hans mætti verða sú sælasta manneskja, sem sólin skín á.” Eg þarf varla að geta þess, að mér hnykti við, þegar mér skildist, að Mr. Rochester ætl- aði sér, að giftast í hagsmuna skyni og vegna stórra mægða; eg hugsaði, að hann væri alt annar maður, en þeir sem hugsa til hjúskapar af svo hvundagslegum ástæðum. En eg sá, við nánari íhugun, að hvorugu var um að kenna, heldur var það stétt þeirra og uppeldi samfara, að gera svo; sá hugsunarháttur var þeim vafalaúst innrættur frá blautu barns- beini. Alt fólk í þeirra stétt hugsar svo og hagar sér svo, og eg hugsaði þá, að til þess lægju ástæður, sem eg kynni ekki að meta. Eg leit svo á, að ef eg væri karlmaður í hans stöðu, þá mundi eg umfram alt reyna að eignast konu, sem eg gæti elskað; mér fanst sæla bóndans undir þessu komin og það svo auðsjáanlega, að ef öðru ráði væri fylgt, þá kæmi það til af nokkru, sem eg hefði ekki vit á, ella þóttist eg viss um, að allir mundu gera eins og eg vildi breyta. En nú var eg farin að dæma húsbónda minn væglega, í öðrum efnum en þessu; þeim lýtum hans, sem eg alt til þessa hafði veitt góðar gætur, var eg farin að gleyma. Eg reyndi áðurfyr að kynna mér alt hans eðlis- far, það sem mér féll miður, ekki síður en hitt, og gera mér sem sannastan dóm um hann. Nú var eg hætt að sjá nokkur lýti á honum. Þau kaldyrði og vorkunarleysi, sem mér komu áður svo illa, þóttu mér nú lík bragðbeizku kryddi í dýrindis krás, sem er til- tölulega bragðlaus, ef kryddið vantar. Og það sem í auga hans sást öðru hvoru, ef vel var aðgætt — var það ferlegt eða harmi blandið eða þá nokkuð harmi gerfað? — og hvarf aftur, áður en það undarlega hyldýpi varð kannað til fulls, það sem mig hrylti við og hræddist, líkt og eg hefði ratað á eldgíg, fundið jörðina skjálfa og séð hana rifna, — þetta sá eg enn, við og við, og þá skalf í mér hjartað, en hugstola varð eg ekki. Þetta vildi eg ekki flýja framar, heldur ganga á móti því og rannsaka það; og sæla taldi eg Miss Ingram af, að mega lifa þann dag, að horfa ofan í það hyldýpi, í góðu næði, kanna þess leyndardóma og súndurliða alt þess eðli.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.