Heimskringla - 09.05.1934, Blaðsíða 4

Heimskringla - 09.05.1934, Blaðsíða 4
4. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. MAÍ 1934 Ifeiinskrittgla (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum mtíSvikudegi. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 oo 855 Sargent Avenue, Winnipeo Talsimi: 86 537 Ver0 blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Uanager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 9. MAÍ 1934 STJÓRNMÁLAMOLAR I. Stjórnmál eru gamalt umræðuefni sem þó virðist ávalt nýtt. Um engin mál er nú meira rætt en þau. Hugir alþýðu hafa sjaldan verið þeim eins háðir og nú. Fram að kreppuárununj reyndist oft erfitt að draga atygli almennings að þeim, jafnvel við hátíðleg tækifæri, sem kosningar. Nú má ýkjalaust kveða svo að orða, að um þau sé hugsað nótt sem nýtan dag af þorra manna. Að ástæðu fyrir því þarf ekki lengi að leita. Hún er kreppan. Spumingin um hveraig böl hennar verði læknað, krefst stöðugs reikningsskapar úm hverju fram- vindur í þjóðfélaginu. Svarið, lyfið við meininu, er ef til vill ekki enn fundið En mætti mannsandans í þeirri leit, skyldi ekki vantrysta, svo lengi sem hann fær að vera frjáls og óháður um það starf. n. Þótt undarlegt sé, hefir fátt eitt verið tekið til greina af því sem hagfræðingar hafa um kreppuna sagt. Hvorki stjórn- málamönnum né blaðamönnum virðist hafa þótt það þess vert. En án þeirra bendinga ætlúm vér þó að lækningin reynist erfið. Það er miklu auðveldara að slá einhverju fram um lækningú út í bláinn, en að gera sér fulla grein fyrir afleiðingunum. En það sem í orðum hagfræðinganna liggur er eitthvað á þá leið er nú skal greina. Enginn vandi er að benda á fyrirkomu- lag eða reglugerð, er hagkvæm mundi reynast, ef sá hængur væri ekki á, að vér þekkjum engin dæmi þess, að slíkri reglugerð sé fylgt af einstaklingum þjóð- félagsins. Það fylgir frelsinu og lýðræð- inu, að einstaklingurinn vill húgsa fyrir sig. En í hvaða átt hugsunarhátturinn fer þessa eða hina stundina, er það sem erfiðleikana skapar að sníða óbrigðula reglugerð. Til þess að geta það, þyrfti að vita hvað næsta kynslóð hugsar, því eftir hugsunar-hætti hennar fara fram- kvæmdir þjóðfélagsins. í hvaða farveg fellur hugsana straumurinn næst? Það er aðal viðfangsefnið. Ef ganga mætti út frá því, að maðurinn sé sá þræll, að hann mætti ekki hugsa, eins og á sér stað á meðal undirokaðra þjóða, kæmu nógu strangar stjómfræðisreglur að not- um. En hvar sem svo er ástatt, vita allir, að einstaklingsþroskinn er ómögulegur af því að hann nýtur ekki frelsis síns. Verkefni sitt kveða hagfræðingamir að gefa ráð og vara við hættum, en fari hugsunarhátturinn í öfuga átt við það verði auðvitað að skeika að sköpuðu með útkomuna. m. Búast má nú við að einhvem fýsi að vita ger deili á við hvað er átt með böli því er af hugsunarhætti þjóðfélagsins leið- ir. Á margt má benda því til sönn/únar. Ekki skal þó nema eitt dæmi tekið fram, er vér ætlum að þetta skýrL Alment mun svo álitið sem og rétt er að stærsta og mesta böl yfirstandandi tíma sé atvinnuleysið. En hvar verður nú þess mest vart í þjóðfélaginu ? í stórbæjunum. í þessum bæ (Winnipeg), er um áttatíu af hundraði af öllum atvinnulausum fylk- isbúum. Hinir em í öðrúm bæjum fylk- isins, Portage, Brandon, Carman o. s. frv. t sveitum úti er sáralítið eða ekkert af atvinnulausum mönnum. En þetta er ekkert sérkennilegt fyrir þetta fylki. Á- standið er hið sama austur og vestur um alt land. Og það er meira að segja hið sama um allan heim. En hver er ástæðan til þessa almenna ástands? Hún er straumur fólksins úr sveitum í bæina. Sá hugsúnarháttur er ríkjandi í hverju landi um allan heim, að fólk streymi úr sveitum í bæina. Það er eitt af vandamálum flestra þjóða. Afleið ingin af því er ekki aðeins atvinnuleysi í bæjunum. Hún er einnig sú, að margt bóndabýlið sama sem legst í eyði. Em þess ekkí nokkur dæmi hér að frum- býlingarnir hokri nú einir á litlum bletti af jörð sinni, af því að synir þeirra og dætur hafa til bæjanna leitað og hafa yfirgefið óðalið, sem foreldrar þeirra bygðu upp úr auðn? Á þetta hafa h- fræðingar alla jafna bent, en því hefir enginn gaumur verið gefin. Og hvemig er rönd hægt að reisa við því? IV. Á ótal erfiðleika þessu líka geta þeir bent er stjórnarfarslega hagfræði skilja. Og merkilegt er það, að hagfræðingarnir eru einu mennirnir, sem játa, að þeir viti ekki neina skjóta og varanlega lækningu kreppunnar, þó við heyrum daglega snöggsoðna pólitízka flokka halda fram, að þeir gangi með lyfið við henni í glasi upp á vasann og ekki þurfi annað en að koma sér til valda, til þess að bætur finn- ist við einu og sérhverju mannanna meini. í Bandaríkjúnum hafa nú farið fram svo stórkostlegar lækninga tilraunir af hálfu stjómarinnar við kreppunni, að engu verður við það líkt í nokkru lýðræð- islandi. En er það að bera stóran varan- legan árangur? Enn sem komið er, verð- ur ekki séð, hvað upp af því muni spretta. Það er öllum ennþá ráðgáta. Og hvernig getur annað verið? Tugii miljóna verkamanna eru atvinnulausir vegna þess að iðjan sem þeir -únnu við, hvíldi á markaði fyrir vöruna sem fram- leidd var, erlendis. Sá markaður er nf tapaður fyrir fult og alt. Og þe-ssi iðja sem á honum þreifst er alveg eins úr sög- unni. Hvar á nú að afla varanlegrar at- vinnu í þessa stað? Sannleikurinn er að hún er ennþá ekki til, ekki svo mikið sem fyrsti steinninn lagður í grunn hennar. Og meðan ekkert hefir komið varanlegt í stað hennar, er bláber heimska, að tala um nokkra viðreisn. Þó peningum sé ausið út í einhvern atvinnuveg til að bæta úr skák í svip, er það ónóg, ef at- vinnuvegúrinn er ekki til neinnar fram- búðar. Á því stranda flestar af atvinnu- bóta-tilraunum Roosevelts forseta. Enda er ekki auðhlaupið að því, að skapa nýjan iðnað, sem á innanlands viðskiftaþörfinni einni hvílir. Hingað til hefir landbúnað- urinn verið það eina örugga. Hann hefir verið heilbrigðasti og farsælasti iðnaður hvers lands í hvaða skilningi sem á er litið. Og þrátt fyrir að hann hefir ekki farið varhluta af kreppunni, er það samt enn hann, sem heill, hagur og öryggi þjóð- félagsins hvílir á, eins og það hefir ávalt gert. Hver sá iðnaður, sem á erlendum við- skiftum hvílir, er aldrei tryggur. Það má gala eins mikið og hver hefir raddfæri til um viðskifti við önnur lönd og frjálsa verzlun um allan heim, afleiðingamar geta þegar minst varið orðið þær, sem nú er í ljós komið í Bandaríkjunum. Það er ekki með þessu verið að neita því, að ekki sé hagur af slíkum viðskiftum með- an því náir, en það er svo fyrir að þakka að heiminum er að fara það fram, að hann er að sjá, að hann getur ekki eilíf lega rúið og féflett aðrar þjóðir á verzlún. Það verða ef til vill ekki allir á það sáttir, að utanríkisverlun sé í þessu fólgin. Og það er satt, að hún er það ekki að öllu leyti. En að hún sé það að stór miklu leyti, ber það einmitt vott, að eftir því sem þjóðir heimsins mannast og þrosk- ast, eftir því tapa stóriðnaðar-þjóðirnar verzlun við þær. Eina stórþjóðin sem farmfara hefir enn farið á mis og sem ekki hefir verið lögð undir einhverja af menningarþjóðunum, er Kína. Og m' horfir þar til stríðs milli heims þjóðanna. Stríðin eru önnur afleiðing utanríkisvið- skiftanna. Frh. r 1 DRENGURINN MINN Eins og getið var um í síðasta blaði var leikur þessi sýndur í samkomusal Sam- bandskirkjú í Winnipeg á mánudags- oc þriðjudagskvöld s. 1. viku. Aðsókn va: góð bæði kvöldin og mátti ágæt heita lit- ið á áslæður manna og ber það að þakka. Skemtunar nutu áhorfendur svo, að þeir höfðu á orði, að önnur leiksýning hafi hér um skeið ekki verið betri. Það kann um leikinn mega segja, að hann sé ekki stórbrotið verk. En efni hans er úr daglegu lífi tekið. Þar hugsa og tala persónur eins og þær sem við um göngumst daglega. Mörup skóari, sem er eín helzta persóna leiksins ,hefir hina ó- bilúgu trú gamla fólksins á mikilvægi þess að menta son sinn, Leopold sem er “Drengurinn minn”. En það gengur ekki slysalaust, því Leopold er slarkari og verður þeim mun djarfari í framferði sínu, sem honum áskotnast meiri lærdómur, sem einnig er alþekt mynd úr daglega h'finu. En faðir hans, gamli Mörup greiðir skuldir hans meðan fé hans hrekk- ur til þess. Loks kemur að því, að eigur hans þrjóta, er Leopold hefir stolið stór- fé og stýrkur að heiman (úr Danmörku) til Ameríku. í Ameríku tekur Leopold svo sinna skiftum. Hann bætir ráð sitt. Ameríka gerir hann að nýjum og betri manni, sem ekki er óalgengt. Fer Leopold af-tur heim og giftist heitmey sinni Maríu, dó.ttur Bertelssons merkismanns og vinar Mör- ups.# Annað bam Mörups, Klara dóttir hans, giftist gegn vilja gamla mannsins og horfir hið versta um skeið með bamalán hans. En svo endar það alt eins og í sögu. Átján persónur koma við leikinn. Verð- ur ekki hægt að geta nema fárra og þeirra er mest koma við efni leiksins. Mörup leikur Bjöm Hallsson. Lék har svo prýðilega að honum verður að verð- ugu skipað hér eftir sæti með listfeng- ústu leikurum íslenzkum. Leikur hanr er enginn uppgerð. Hann er fæddu: leikari. Bertelsson sem titlaður er hinn fullmagtugi, lék Ragnar Stefánsson. Var ómenguð skemtun að leik hans. Páll S. Pálsson lék Sölling hljómlistark-ennara eftirminnilega vel. Dætur Mörup léku ungfrú Margrét Pétursson og Mrs. B. E. Johnson, en dætur Bertelsons, Mrs. H. Jaoobsson og Mrs. H. Ólafsson. Leistu þær allar hlutverk sín ágætlega af hendi. Og hið sama má segja um Tryggva Frið riksson er lék Leopold. í smærri hlutverkum í leiknum tóku þessir þátt: B. ólafsson, Jochum Ásgeirs- son, Guðm. Jónasson, Sigurður Sigmunds- Ólafur Hansson og Gunnlaugur Stefáns- son. Leikfélag Sambandsafnaðar á þakkir íslendinga skilið fyrir að hafa sýnt þenn- an snotra og skemtilega leik og fyrir lipra og góða meðferð á honum yfirleitt. Fullvissa er fyrir því að íslendingum úti í bygðum mundi skemtun góð veitast með því að sjá þennan leik. Vildum vér því brýna leikflokkinn til að sýna hann víðar. Þegar utn skemtilega íslenzka leiksýningu er að ræða sem þessa, ættu sem flestir að njóta þess. —Aðsent— GAMALT BLAÐ Peiping Gazette heitir blað í Kína. Til síns ágætis hefir það meðal annars, að vera annað eltza blað sem út er gefið í heimi. Nýlega hélt blaðið 1000 ára af- mæli sitt. Var í það skifti frá mörgu skýrt áhrærandi sögu þess. Meðal ann- ars var þess getið að 1797 af ritstjórum þess hefði verið hálshöggnir á þessum þúsund árum. Það lætur nærri að vera tveir á ári til jafnaðar. Margir hinna ógæfusömu ritstjóra segir fregnin að hafi verið derpnir vegna þess að þeir fylgdu ekki fornum kurteisisreglum. En á broti á þeim var og er enn sagt mjög hart tekið. Það sem furðulegt er við þetta, er að aldrei var þúrð á ritstjómm að taka stöðu hinna drepnu, þó bráðlega biðu þeirra sömu afdrifin. Það er sagt um blaðamenn um allan heim, að þeir viti aldrei hvenær þeir eigi að hætta. Ritstjórar blaðsins Peiping Gazette minna á það máltæki. AÐ KVÖLDLAGI Þú ferð. Eg kem. Sjá vorsins vald, og vetur leggst á undanhald. Sú rót er kól, er rík í dag og rósin skrýðir urð og flag. Hver kveðja vor er hulin huld; —Vér heimtum greidda fallna skuld. En hræðslan féll í mótið mitt —Hver mælir stigið fótspor þitt? Hin falda innsýn anda vors ber ömgt vitni stöðugs þors, en innsta sæti í eðli manns á ætlun fyrsta skaparans. Vér kveðjumst hér, svo endar alt. —En á þó leggir hafið svalt, á stundin aðeins skila-skamt —þó skilji leiðir,—kem eg samt. Það brennur heiði aftan ’elds, um yztu leiðir sumarkvelds, sjá—þrautin ljómar stjömum stírnd, —það streyma ljós um hinstu fymd. Að lokum verð eg að halda heim.— —En hinúmegin við dauðans reim, eg vona að líta víðari heim, og völ og orku meiri, sem stækki og eflist í straumum þeim er streyma um lífsins eyri. Vér komum hér eins og lítil ljós er leiftra um skínandi feigðar- ós; og hverfum, sem bliknuð blóma- rós, í brunna eða kalda moldu. —Vér gefúm fríhendis hælni og hrós, en hyggjum lítt, hvað menn þoldu. T. T. Kalman I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’* nýrria pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla. er stafa frá veikluðum nýrum. — t>ær eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frA Dodds Hedicine Company, Ltd.. Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- FINNUR JóNSSON prófessor Ræða Sigurðar Nordals prófess- ors, flutt við minningarathöfn Háskóla fslands, fimtudaginn 5. apríl. I. Þegar eg á að mæla hér nokkur minningarorð um Finn Jónsson látinn, kemur mér ekki annað fyr til hugar en það, sem Haraldur konungur Sigurðsson sagði, þegar hann gekk frá gröf Úlfs stallara Ópakssonar: “Þar liggur nú sá, er dyggvastur var og drottinhollastur.” Margir á- gætir menn, íslenzkir og erlend- ir, hafa helgað lít sitt og starf hinum þjóðlegu fræðum vorum, hver eftir því, sem upplag þeirra og hæfileikar vísuðu þeim til. Mig langar ekki til þess að fara þar í mannjöfnuð um það, hver mest starf hafi unnið eða nytsamlegast. En engan kann að. köstum. Aðeins endrum og eins var rita hans og ritgerða getið í íslenzkum blöðum og tímarítum. En það lýsir mann- inum, að eg hefi aldrei heyrt hann kvarta yfir þessu með einu orði. Hann tók ekki eftir því. Hann beindi athygli sinni að því, sem gera þurfti, og að því að gera það. Og ótalin eru þau verk annara fræðimanna, sem hann las í handriti eða próförkum, útgáfur • erlendra fræðimanna, sem hani( bar sam- an við frumrit, allar þær leið- beiningar, sem hann miðlaði öðrum af hinni víðtæk;u þekk- ingu sinni. Þessi mikli starfs- maður hafð alt af nógan tíma til þess að hjálpa öðrum, án þess það truflaði hans eigin vinnu. Svo heill og eindreginn var hann í þjónustu fræða sinna. Og mér er það manna kunnugast, að þó að hann ætti oft erfitt með að fallast á eða jafnvel sætta sig við skoðanir annara manna, þá virti hann jafnan hvert verk, sem hann taldi unnið af alúð, og gladdist af öllu, sem honum þótti horfa tii betri þekkingar og skilnings norrænna fræða, engu síður en því, sem hann sjálfur kom í verk. II. Eg tel það óþarft hér, að fara að segja frá æfisögu Finns Jóns- sonar. Hún var óbrotin og eg að nefna, sem þjónað hafi þeim vísindum með fölskvlaus- hlykkjalaus, hrein og bem ems ari alúð og dyggari starfsemi °S maðúrínn sjáifur. Ekki skal úm langa æfi. Finnur Jónsson 6S lieifiur tella UPP Þær sæm ’r’ var 22 ára, stúdent á Garði í honum voru veittar> ,en™ Kaupmannahöfn, þegar hann lét hóft ^ann þeim sjálfur litt frá sér fara fyrstu vísindalega j lof« °S eS kann ekki á þeim fuú útgáfu sína af íslenzkum fora-,sltl1- Helsta æfisaga hans er ritum, Reykdælu og Valla-Ljóts fóigin í ritstörfum hans og þan sögu, sem er annað bindi ís- jvoru hans höfuðsómi, lífs og i lenzkra fornsagna, sem Bók-,ins< mentafélagið kostaði. Og tveim-1 Vér skulum þá fyrst renna ur dögum áður en eg frétti lát augunum yfir útgáfúr hans af hans, barst mér í hendur síðasta íslenzkum fornritúm. Eddu- rit hans, Tekstkritiske Bemærk- kvæðin gaf hann út fimm sinn- ninger til Skjaldekvad, í rítum um, eina stafrétta útgáfu með hins danska vísindafélags. Milli I ljósprentaðri mynd skinnbók- þessara tveggja rita vora liðin anna, en auk þess eina útgáfu 53 ár, hálf öld og þremur vetr- með þýzkum, eina útgáfu með um betur. Ekkert þessara ára dönskum og eina útgáfu með hefir liðið svo, að ekki hafi íslenzkum skýringum, sem hefir komið fleiri eða færri rit og rít- verið prentuð tvívegis. Snorra- gerðir frá hendi hans. Og það Eddu gaf hann líka út fimm er óhæ(t að fullyrða, að enginn sinnum, eina útgáfu með orða- virkur dagur hafi liðið öll þessi mun úr öllum handritúm, ís- ár, án þess 'hann starfaði að lenzka útgáfu með skýringum, fræðum sínum, og altaf með útgáfu með dönskum formála brennandi áhuga og orku. Og og helsta orðamun, sem hefir honum var ekki tamt að ráðast verið prentuð tvisvar sinnum, á garðinn þar sem hann var og sérstakaútgáfu Ormsbókar. lægstur. Hann Vflaði aldrei fyr- Auk þess lauk hann við skálda- ir sér að takast á hendur stór- talið í útgáfu Árnanefndar af virki, sem voru alt í senn, erfið, Snorra-Eddu og þýddi Gylfa- seinunnin og leiðinleg, eins og ginningu á dönsku. Af norræn- t. d. að safna orðamun úr öll- um og íslenzkúm dróttkvæðum um þeim grúa handrita, sem til farm að 1400 gerði hann hina eru af dróttkvæðunum fornu. miklu útgáfu í fjórum bindum, Hann hafði altaf í húga, hvað Den norsk-islandske Skjalded- íslenzkum fræðum væri nauð- igtning, sem tvímælalaust er synlegast og öðrum fræðimönn- höfuðrit hans. Þar eru kvæðin um mætti að mestu gagni koma. bæði prentuð eftir handrítunum, Það er víst og satt, að þetta með öllum orðamun, og tilraun mikla starf var löngum unnið gerð til þess að vinsa frumtext- fyrir lítil laun eða lof. Menn ann úr orðamun handrtianna, voru orðnir svo vanir því að taka hann upp í súndurlaust bækur og ritgerðir kæmi reglu- mál og þýða hann á dönsku. Þá lega frá Finni, eins og uppskera gaf hann út 32 af hinum elstu af akri, að þeir gáfu ekki sér- rímum og rímnaflokkum í stakan gaum eða jafnvel yptu tveimur bindúm. Til undirbún- öxlum yfir þessum ótrúlegu af- ings þessum útgáfum og í sam-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.