Heimskringla - 20.06.1934, Blaðsíða 4

Heimskringla - 20.06.1934, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEI MSKRINCLA WINNIPEG, 20. JÚNÍ, 1934 Hcimskringla (Stofnuð 1886) Kemur út á hverjum mUSvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimis 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. t511 viðskifta brét blaðinu aðlútandi sendist: Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 20. JÚNf, 1934 STJÓRNMÁLAMOLAR (Frh. frá síðasta blaði) XII Eitt er það, er Roosevelt virðist öðru fremur hafa auga á í viðreisnarstarfi sínu. Það er há vinnulaun. Með þeim hugsar hann sér að vinna þessa vofu, sem mestum feiknstöfum veldur og við nefnum kreppu. í nýútgefinni bók eftir Francis Perkins, aðalritara verkamála- deildar (eða ráðherra, sem aðrar þjóðir nefna) Bandaríkjastjórnar, er áherzlan lögð á þetta, að hækka vinnulaun. Því er blátt áfram haldið fram, að í því sé við- reisnarstefna (NRA) Roosevelts, eða stjórnarinnar fólgin. í ræðum sínum til almennings, víkur forsetinn og ávalt að þessu. Enda þótt svo virðist sem hagstæðir tímar séu samfara háum vinnulaunum er hitt ósannað, að hagsæld sé af háum vinnulaunum sprottin. Sennilega^ er, að há vinnulaun séu afleiðing af ársældinni. Með háum vinnulaunum eykst kaupgeta. En að hún aukist nokkru sinni svo mikið, að alt verði keypt, sem framleitt er með stóriðnaðarhraða, mun fara fjarri. Og með hækkandi vinnulaunum hækkar einnig vöruverð, sem aftur rýrir kaup- getuna. Það getur verið að það eti sig ekki alveg upp, en það gerir það að nokkru leyti. Stóriðnaðinum verður því ekki haldið við með þessu. Þó ekkert annað vaki fyrir Roosevelt með því, að halda honum við, en að efla atvinnu, getur það varla tekist. Hraðiðnaðurinn var reistur á grunni, sem elfur tímans hefir að mestu skolað burtu, utanrfkisverzlun. Þörf hans og stofnananna, sem að honum lúta, er horfin. Þær geta ekki eins og þær eru nema að sára litlu leyti fullnægt þörf þjóðfélags rekstursins nú, sem byggj- ast verður fyrst og fremst á heima neyzlu eða heimsmarkaði. Stofanirnar verða að líkindum aðeins minnisvarði á leiði hrað- iðnaðarins um hríð eða þar til að þær hrynja, eins og legsteinar í kirkjugörðum. Þær geta ekki staðið eins lengi og pýra- mídarnir í Egyptalandi og verða því aldrei eins fomsögulega merkilegar og þeir. Há vinnulaun aúka kaupgetu og bæta hag einstaklingsins. En þaú verða ekki stóriðnaði Banadríkjanna til viðreisnar, eins og þó virðist hugmynd stjórnarinnar. Atvinnu fjTÍr alla verður aldrei með því fengin. Byltingin í athafnalífi þjóðanna er miklu raunverulegri en flestir gera sér grein fyrir. Þegar mönnum verður það ljóst, er fyrst varanlegra umbóta að vænta. Og á því veltur viðreisnarstarf hverrar þjóðar, en ekki á hinú þó svo eða svo miklu fé sé ausið út, enda þótt til- ganginum með að efla atvinnu sé að ein- hverju leyti í svip náð með því. xm. En þrátt fyrir það þó viðreisnarstarfið gangi ógreitt, skilar því þó betur áfram í löndum þeim, sem á lýðræðisgrundvelli starfa, en hjá einræðis þjóðunum. Þó margir haldi að bætur á hag og ástandi verði ekki nema með stórfeldustu stjórn- arbyltingu unnið og einræði í einhverri mynd taki við af lýðræði, er það herfileg villa. Fyrir því skal hér reynt að gera nokkra grein. Ekkert orð er eins misskilið og orðið frelsi. Fórust Páli Briem orð um það á þessa leið á sínum tíma: “Það er ætlunarverk mannsins, að ná sem mestri siðferðislegri fullkomnun. Og alls staðar þar sem siðferðið heimtar meira en hið ytra, þar sem að það heimt- ar mannsins eigin viljakraft, mannsins eigið innra siðfeðislega afl, þar á frelsið að ríkja, því siðferðið heimtar verkin fram komin af frjálsum vilja, en valdið og nauðungin framleiðir þar aðeins skinhelgi, sem í sannleika er ósiðleg. Þannig er frelsi í trúarefnum siðferðisleg krafa, en ófrelsi og vald í slíkum efnum stríðir á móti siðferðinu. Sannarlegt siðferðislegt líf getur aðeins komið fram af frjálsum viija, og því er frelsið, hvernig sem það er notað, sið ferðisleg krafa. En valdið og nauðungin er ósiðleg að svo miklu leyti sem því er beint að hinu innra hjá manninum. Þar sem hinum siðferðislegu kröfum aftur á móti er fullnægt aðeins með því, að fram- leiða ytra ástand, sem er nauðsynlegt til þess að sannarlegt siðferðislegt líf geti þróast í frelsi, þar er valdið og nauðungin siðferðislega á sínum stað. Stjómleysið og harðstjórnin stríða hvorttveggja gegn siðferðinu, en þess ber vel að gæta, að allar framfarir eiga sína uppsprettu í frelsinu og valdið er aðeins vegna frelsisins, það er þjónn þess.” Hér er ekki aðeins um einstaklingsfrelsi að ræða, heldur einnig þjóðfélags-frelsi, því höfundur bendir einmitt á þjóðveldis- tíma íslands í þessu sambandi. En þau 400 ár, sem þjóðveldið stóð, hafa kastað meiri ljóma yfir land og þjóð bæði heima og erlendis, en nokkurt annað tímabil í sögu íslands. Það voru sönn orð úm það og áhrif þess á íslenzka þjóð, er skráð voru í ávarpi íslendinga til Kristjáns kon- ungs IX. 1873, sem eru á þessa leið: “Saga vor á hinum liðnu öldum, frá því er landið fyrst bygðist, sem að ári eru 1000 ár, sýnir ljóslega, að það er frelsið, sem hefir veitt þjóð vorri fjör og afl, fylgi og framtak í öllum greinum, en að það er ánauð og ófrelsi, sem hefir deyft hana og kúgað.” Og kreppuskrafi öllu koma þessi áður áminstu orð nú við og eru mjög íhugunarverð af því, að svo margar þjóðir hafa kastað lýðræðinu frá sér og lagt niður þjóðþing sín, en tekið upp í þess stað einræði og ætla með því að skapa það fjör og líf, sem á krepp- unni vinnur, en sem í sannleika er sama sporið og stigið var á íslandi, er þjóð- veldinu var kollvarpað og sjáanlega getur ekki aðrar afleiðingar haft en það hafði fyrir íslenzku þjóðina. Saga vorrar eigin þjóðar, er bezti kennarinn í þessum efn- um. XIV. Nýlega birti Mussolini grein í blaði. sínu (ítalíu þjóðin) þar sem hann gefur í skyn, að hann beri þungar áhyggjur út af á- standinú í Bandaríkjunum. Hann sér hnignun og fall Bandaríkjanna yfirvof- andi aðallega vegna þess, hve barnsfæð- ingum fækkar þar og segir af því leiða þetta þrent: Fyrst: “dvínandi atorku.” Annað: “þverrandi iðnaðarframleiðslu.” Þriðja: “hnignun búnaðarins.” Blaðið “Chicago Herald and Examiner”, segir um þessa grein Mussolini, að hann flýti sér óþarflega að spá fyrir um hnign- un og fall Bandaríkjanna enda þótt þeirr- ar hnignúnar megi vænta einhverntíma, ef hið sama gildir um þjóðfélagið og ein*- staklinga, að það hljóti að deyja sem þeir. Maður býst aðeins við þessum mun, að bæði blað Mussolini verðl komið í gröfina og einræði hans kollvarpað þús- und árum áður en hnignun og hrun Bandaríkjanna hefst. Ef Mussolini mætti vera að því að finna Mr. Wallace, akuryrkjumálastjóra og Mr. Johnson herforingja, að máli, ættum vér von á að hann skifti um skoðun. Hann mundi komast að raun um, að þeir væru að greiða bændum stórfé til þess að slátra og grafa svín sín og búfénað vegna þess hve duglegir þeir eru að framleiða. Og hann mundi einnig komast að raun um, að hann gæti fengið gerðan bíl handa hverjum þegni í ríki hans svo að segja meðan hann stæði við, ef hann hefði pen- ingana í vasanum og fýsti að gleðja sínar 42 miljónir þegna með þessu. Hann mundi naumast eftir það dreyma dag- drauma um hnignun búnaðar eða fram- leiðslu í Bandaríkjunum. Mússolini hefir brunnið af löngun að sjá Bandaríkin taka upp gerræðisstefnu sína. Trúi hann á mátt hennar til að frelsa mannkynið, er honum það ekki lá- andi. En hví er hann að gera þá trú sína skoplegri en þörf er á? XV. Wllliam E. Borah, senator frá Idaho, hélt ræðu nýlega í öldungadeild Banda- ríkjaþingsins, er mikla eftirtekt hefir vak- ið og snertir efni það, sem hér um ræðir. Hann var að mótmæla frumvarpi, er fram á það fór, að veita forseta Bandaríkjanna vald til að fara einum með mál um utan- ríkis viðskifti. Gat forsetinn samkvæmt því einn gert utanríkissamninga og hækkað eða lækkað tolla eftir vild, en það kváð senatorinn koma í bága við stjórnarskrá Bandaríkjanna. En ekki skal um það atriðið hér fjölyrt, er hann áleit vera stjórnarskrárbrot, heldur skal minst á hvemig honúm fórust um leið orð um lýð- ræði en þau eru á þessa leið: “Hin dýrmætu réttindi lýðræðisins og þingbundins stjómskipulags, hafa aldrei verið mikilsverðari fyrir alþýðu manna en á þessari stundu. Hvergi á hnettinum nýtur almenningur þeirra blessunar er persónufrelsinu fylgir, nema þar sem þingræðið og þjóðfrelsið hefir ekki hrun- ið. Þar, en hveígi annar staðar er nú málfrelsi, blaðafrelsi, persónufrelsi, og öll sú ómetanlega heill, sem aðgreinir borg- ara í frjálsú landi frá þeim, sem eru um- setnir og eltir og refsivöndur einræðis- stjórnanna bylur á um bak og lendar fyrir litlar eða engar sakir og vörn fá engri komið idð. Fascismi, nazismi og kommúnismi mundu ekki í tvær vikur haldast við í loftslagi óskoraðs hugsanafrelsis. Slíkt skipulag byrjaði með því að reira fjötra um hugsanafrelsið og það lifir á því að sjá um að ekki slakni á hnútunum. Þvílíkt skipulag á skyldleika að rekja til þeirra tíma, er almenningúr mátti heita með öllu réttlaus. í fascisma og nazisma er fátt, sem ekki má rekja til stjórnskipulags verstu týranna sögunnar. Þessar stefnur eiga eitthvað sammerkt við stjórnarstefnur allra verstu alræðisseggjanna, sem frá dögun sögunnar hafa uppi verið og'fram að stríðinu mikla, er margir hinna harð- svíruðustu þeirra ultu af sínúm háa hesti. Þeir eru allir einnar og sömu trúar og skoðunar. Þeir hata sem heitan eld per- sónufrelsið. Og á móti öllu því er heitið getur helgur réttur borgarans hafa þeir myndað samsæri. Rödd fascismans hefir nýlega látið til ?ín heyra um það, að “frelsið sé úldið hræ”. Frelsið hefir ávalt verið úldið í vitum þeirra, sem andstæðir hafa verið lýðræði. Þessar stjórnir stefna ekki áfram, þær étefna til baka, ein þúsund ár aftur í tímann, þegar þrælahald var í algleym- ingi, þegar svipan og hlekkirnir skildú eftir ör sín á baki og fótum manna. Þingræðisstjón er eina stjómskipulagið sem ráð gerir fyrir, að réttur og frelsi al- þýðunnar sé vemdaður. Það er eina stjómskipulagið, sem byggir á frelsinu, sem tilveru sína leggur meira að segja í sölurnar fyrir vilja og fylgi fjöldans. XVI. Frumvarpið um ráðstöfun á bænda- skuldum við lánfélögin var samþykt í þinginu í Ottawa. í blaðinu Weekly News, málgagni verkamanna í Winnipeg, fer Mr. Woodsworth úm það svofeldum orðum í þingfréttum blaðsins síðast liðna viku: “Samkvæmt skýrslum ársins 1931, námu veðskuldir á jörðum bænda í Can- ada 726 miljónum dollara. Mr. Bennett benti á, að lán þessi hefðu bændur tekið á þeim tíma, er bændavara var í 40% hærra verði en nú, eða þegar þeir fengu einn dollar fyrir vöru sem þeir nú fá 60 cents. Hugmynd stjórnarinnar kvað hann vera þá, að setja í þessu efni til síðu lögin um gjaldþrot og skipa menn til þess að semja við lénveitendur á þessum verð-grundvelli um greiðslu á skuldunum. Verður í hverju fylki skipuð dómnefnd í þessu skyni. Ókleift er oss að segja frá öllum máls- atriðum þessara laga; rúmið í blaðinu (Weekley News) er of takmarkað til þess. Með frumvarpinu er aðalhugmyndin sú, að lækka bæði höfuðstól og rentur á skuldum bænda.” Slíkur er dómur Mr. Woodsworth um þetta frumvarp og má fullvel við hann una þegar þess er og gætt, að hann er kveðinn upp af stjómarandstæðingi. Annar stjórnarandstæðingur gengur þó feti lengra í að hrósa frumvarpinu. Það er Mr. Motherwell. Hann telur ánauð létt af bændum með því, sem svari til þræla ánauðarinnar í Bandaríkjunum og segir Mr. Bennett eiga skilið nafnið emanci- pator (bjargvættur þjóðarinnar) eins og Lincoln forseta, því með því að bjarga bændum úr skuldaþrælsklóm lánfélaganna séu þær viðjur leystar, sem haldið hefðu þeim í sömu fjötrum réttleysis og þræla haldið hafði gert á sínum tíma syðra! Frh. MINNING NÝJA ÍSLANDS Svo heitir bók þessi sem er skorðað við þessa einu og höfuð nýútkomin, eftir Nikulás Ott- atvinnugrein fiskimanna Nýja enson, fyrverandi löggæzluþjón fslands, en laglega er því víða Winnipeg strætisbrautafélags- komið fyrir. Eiginlega má segja ins. Bók þessi er rímur um ag efnið sé eigi annað en þetta: formenn og skipstjóra íslenzka, maður, skip, vatn, fiskur. En lifandi og látna, er fiskveiðar þar f liggur listin að koma stunda og hafa stundað á Win- þessu svo fyrir að ekki séu end- nipegvatni. Rímurnar eru fimm urtekin sömu orðin í hverri vísu talsins > fyrsta ríma Gimli, Dg koma þar til skjala kenning- hagkveðlingaháttur; önnur^ríma arnar er gera höfundinúm Árnes og Breiðuvík, hringhenda; mögulegt að yrkja um þetta ó- þriðja ríma íslendingafljót, sami þrotna efni með þeirri tilbreytni bragarháttur; fjórða ríma, Mikl- að aitaf séu notuð ný heiti og ey, stikluvik aldýrt og fimta nöfn þó um sömu hluti sé að ríma Selkirk, stuðlafall hring- ræða. Og einmitt í þessu liggur hent síð-tásneytt. Auk þessa ijSt hinna fornu rímna og ís- er aftast í bókinni, þrjár kveðj- íenzka eddu-kveðskaparins svo- ur, hin fyrsta, nýhenda hálf nefnda ,er svo oft hefir ómak- oddhent sléttbent, hin önnur lega verið atyrtur. Er það á- langhenda hálfdýr og þriðja reiðanlega efa mál hvort á langhenda oddhent aldýr. Síðast n0kkru öðru máli verði svo eru svo nokkrar tækifæris vís- kveðið og önnur eins tilbreytni ur- fúndin, sem með þessu ffæst í Til útgáfunnar er vandað íslenzkum rímnakveðskap. Er fram yfir það sem gert hefir það list út af fyrir sig, og eyr- verið áður, er um rímnaútgáf- anu ekki illa skemt með hinum ur hefir verið að ræða. Pappír- breytilega hrynjanda er við inn er húðþykkur skrifpappír, þetta skapast. — íslenzkunni er endast mun um aldur og æfi, liefir stundum verið líkt við hver blaðsíða er lögð í ramma “stein og stál”. Það má þá og prentuð með purpuralitu líka líkja henni við “hljóða- * FISKIDRÁTTUR UPP UM ÍS Mynd Þessi er tekin fram á tslendingafljóti bléki. Þá skreyta bókina átta kletta’’ er gefa frá sér “skil- myndir, er teknar eru og sýna ýmsa atburði úr atvinnulífi ís- lenzkra fiskimanna í Nýja ís- landi. Eru nokkrar þeirra birt- ar hér í blaðinu með leyfi höf- undar og útgefanda. merkileg orð.” Ýmsar vísur í bókinni eru vel kveðnar og Ijósar að efni og má tilnefna þessa úr “Kveðjum” bls. 95: Rímurnar eru kveðnar að hætti hinna fornu rímna er mjög voru í afhaldi meðal al- mennings á fyrra hluta 19. ald- ar, með íburðarmiklum kenn- ingum og dýrúm bragarháttum. Mun sumum þykja full erfitt, er eigi hafa kynt sér rímnakveð- skap, að ráða í hinar ýmsu kenningar, þó allar séu þær auðskildar þeim sem kynni hafa af þesskonar ljóðagerð. En úr þessu hefý- höfundurinn bætt með orðasafni all-löngu aftan við rímurnar, er skýrir hinar óalgengari kenningar og vísar þar til blaðsíðu og vísna í bók- inni, svo sem eins og “þjassa- bónaver” á bls. 20. og “týr damma eisu” bl.s 73. er hvort- tveggja þýðir maður. Skýring- unúm fylgir registur yfir þau, mannanöfn er koma fyrir í bók- inni. Er það kostur, og ætti slík nafnaskrá að fylgja hverri bók sem út er gefin og lýtur að sögu sveita eður bygðarlaga. j Um efni rímanna er eigi margt að segja, því það er ein- “Sannast hér það sögnin tér, svona sko, þó orðum flíki erfitt gerast mun það mér, að mæla svo að öllum líkL” Og mun höf. þar ráða í þann mismunandi skilning eða dóm sem lagður mun verða á þetta verk hans. Um höfundinn sjálfan þarf ekki heldur að fara mörgum orðum. Hann er alkunnur meðal vor ís- lendinga hér, einkum hinna eldri. Hann er breiðfirzkur að ætt faðir hans Özzur Özzurar- son var þekt rímnaskáld á sinni tíð. Vestur fluttist höf. snemma, nam fyrst land í Nýja íslandi, en fluttist svo hingað til bæjar og tók við eftirlits- starfi hjá Winnipeg strætis- brautafélganu á skemtigarði fé- lagsins River Park. Þeirri stöðu hélt hann þar til nú fyrir skem- stu. Þektúr er höfundurinn að því að hafa sérstaka ánægju af fornum íslenzkum fræðum, og hefir hann komið sér upp stóru og fjölbreyttu bókasafni ís-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.