Heimskringla - 27.06.1934, Blaðsíða 4

Heimskringla - 27.06.1934, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 27. JÚNÍ, 1934 ||eímskring,la (Stofnuð 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsímis 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist tyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg ■ Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 27. JÚNÍ, 1934 AÐ SKILNAÐI Síðast liðinn mánudag lagði Sigurður söngvari Skagfield af stað í ferð sína til Englands. Mun hann hafa í huga að koma við í bæjum í Austur-Canada og sjá sig þar nokkuð um. Hvort hann fer til íslands frá Englandi vitum vér ekki, en hitt er víst, að til fjalla og fossalandsins, sem hann hefir svo oft sungið um, hvarfl- ar hugurinn. Eftir þriggja ára veru meðal Vestur- íslendinga, og sem þeim verður æ ó- gleymanleg, heldur nú Sigurður héðan. Unaðsstundimar, sem hann hefir oss Vestur-íslendingum veitt, fáum vér aldrei nógsamlega þakkað. Við burtför Sigurður finnum við til þess, að sá er við oss að skilja, er greinileg og veruleg ítök á í hugum vomm. Og við finnum einnig til stolts af því, að íslenzka þjóðin á þann listsöngvara, er fár eða engi sem þessa borg hefir heimsótt, ber af. Það er svo mikið af íslendingnum enn eftir í okkur, að það hressir að vita til þess. Ljóðin, sem hvert skáldið af öðru sendir Hkr. til birtingar, um listsöngvarann Sig- urð Skagfield, eru einn vottur þess, hvaða vinsældum söngur hans hefir hér átt að fagna. Oss þykir fyrir að Sigurður er að fara. Því er ekki að leyna. En söngmentinni skilir hægt áfram í þessum hluta verald- arinnar. I þessum bæ hafa ekki söng- gagnrýnendur við stærstu dagblöðin svo mikið sem komið inn í óperuhallir í Ev- rópu og vita ekki hvað ópemsöngur er. Við erum ekki komnir lengra áleiðis en þetta. En svo er flest hér í æsku enn að því er listir snertir og stendur vonandi til bóta. Og þá fáum við að njóta söngvara, sem þess er hér um ræðir. Að skilnaði þökkum við Sigurði Skag- field dvölina hér og unaðsstundinar, sem hann hefir oss fært með söng sínum. Og með hugheilum óskum um farsæld á komandi tímum kveðja Vestur-íslendingar hann. UM KOSNINGARNAR Flest blöð sem minst hafa á kosninga- úrslitin í Ontario og Saskatchewan fylkj- um, em sammála um það, að þau séu eftirtektaverð. En í hverju þetta eftir- tektaverða er fólgið, eða með öðrum orð- um, hvemig á sigri liberala stendur, er fátt eða ekkert sagt um í þeim blöðum, sem vér höfum séð. Höfuð málgagn liberala í Vestur-Can- ada, blaðið Free Press í Winnipeg, getur þess í ritstjóraargrein fyrir helgina, að út- koman sé of einhliða í Saskatchewan, þar sem enginn andstæðingaflokkur verði á næsta þingi. Auk þess sem það sé var- hugavert, er á það bent, að kosninga- fyrirkomulag það sé úrelt, sem það hafi í för með sér, að flokkur sem fær 178,695 atkvæði hafi 49 þingmenn (eins og liber- alar) en flokkur sem fái 103,399 atkvæði (eins og conservatívar) komi engum full- trúa á þing. (Tölunrar sem hér em til- færðar em eftir fregnúm er víst var orðið um 85 prósent af atkvæðunum og breytast því eitthvað, en varla til stórra muna hlutfallslega). Þetta er auðvitað dag- sanna sem blaðið segir. Það mælir ekki sanngirni með þvT, að sá flokkur hljóti sem næst alla þingmennina, sem ekki fær nema 46 prósent allra atkvæða. En við því verður nú ekki gert að því er þessar kosningar áhrærir. En þetta gerir í sjálfu sér enga grein fyrir sigri liberala. Og það sem blaðið Winnipeg Tribune fljTur um það mál, gerir það heldur ekki ,nema að nokkm leyti. Þar er haldið fram, að flokksfylgis gæti orðið minna í kosningum en áður og að einhliða útkoma eins og í þessum fylkiskosningúm, geti aðeins þessvegna átt sér stað. Að sjálfsögðu gefur nú bæði aukinn blaðafjöldi og útvarpið kjósendum meira tækifæri en áður, að kynnast stefnum flokkanna í kosningum. Og það er ekki neitt fjarri að ætla, að þau áhrif, sem kjósendur verða þannig fyrir, dragi úr flokksfylginu og aðstaðan til málanna sem efst eru á baugi, verði þeim mun eindregnari í þetta eða hitt skiftið. Hinn stórkostlegri meiri hulti liberal flokksins í þessum fylkiskosningum og conservatíva í sambandskosningunum 1930, mún að ein- hverju leyti eiga rætur til þessa að rekja. En nú er það svo oft, að málin, sem mestu skifta í kosningum, eru ekki annað en smámál og naumast þess verð, að þeim sé gaumur gefin. I þessum fylkis- kosningum, var ekki á yfirborðinu um neitt það að ræða, er sérlega gæti lokk- að kjósendur til að leggjast á eina sveif, eins og þeir gerðu. Að ráða fram úr vandræðum kreppunnar, var auðvitað aðal efni kosninganna en þar munu fáir kjós- endur hafa gert sér í hug, að annar flokk- urinn bæri stórum af hinum. En hvaða hnossi var þá verið að sækjast eftir, sem þessi mikli meirihluti og sigur liberala ber votit um? Maður vestan úr Saskatchewan fylki hafði orð á því, að sér hefðu komið kosn- inga-úrslitin þar á óvart. Á nokkrum fúndum beggja flokka, sem hann sótti, virtist honum fundir forsætisráðberra Ander^ons fjölmennari og betur rómaðir en fundir andstæðinganna og enda þó libealar hefðu oft ýmislegt annað en kosningamálin á dágskrá á fundum sín- um, svo sem danza rússneskra bama og ókeypis veitingar. Þetta ásamt árvekni kvennadeilda flokksins í að hafa kaffi- ketil á hlóðum dagana fyrir kosningamar í þorpunum, er eflaust einn hluti hins gamla kosingasigurverks, er liberalar höfðu gert sér á þeim nærri 25 árúm, sem þeir sátu í lotu við völd. Skal ekki því kosningavölundarsmíði hér frekar lýst, en enda þótt haglegt væri, urðu kosningaúrslitin önnur en margir ætluðu. I dagblöðunum var eftir kosningarnar frétt af því, að forsætisráðherrann tilvon- andi Mr. Gardiner, mundi ætla að efna kosningaloforð sitt um að veita kaþólsk- um leyfi til að kenna á þeirra máli í barnaskólum fylkisins. Mr. Anderson, ef oss minnir rétt, breytti kenslúmálunum í þá átt, að skólakensla færi fram á einu máli, ensku. Án þess að mæla með eða móti þessu atriði, er hitt auðsætt, hver á- hrif þetta hefir haft á kosningarnar í fylkinu. Af sjö til átta hundrað þúsund manns alls í Saskatchewan fylki, eru nærri 250,000 kaþólskir eða um það einn þriðji íbúanna. Hvort það eru afleiðing- ar þessa, að blaðið Free Press skrifar grein sína um úrslit kosninganna í þeim anda sem gert er og það þykist sjá, að liberal flokkurinn hafi gengið fulllangt með því, að nota þetta mál sér til kosn- ingafylgis skal ósagt látið. En hitt dylst ekki, að ef trúmál eða þjóðernismál á að gera að kosninga beitu hér, getur það dregið dilk á eftir sér, því einúm þjóð- flokki, er hér ekki vitund vandara en öðr- um og gerir minst hvort hann er fámenn ur eða fjölmennur að minsta kosti frá siðferðislegu sjónarmiði skoðað. Það einkennilegasta við kosningarnar í Saskatchewan er þó líklegast það, að þær hafa vakið eftirtekt á Englandi, og hafa þar verið gerðar að blaðamáli. Er frá því skýrt á fréttasíðu þessa blaðs. Hér skal því aðeins minna á ástæðurnar fyrir þessu. í ræðum sínum flíkaði Mr. Gardiner því, að Prinsinn af Wales hefði ekki heimsótt Canada, síðan að Mr. Bennett varð for- sætisráðherra og sagði hann það stafa af því, að Prinsinn af Wales sæi, að það væri ekki til neins fyrir sig, því Canada eða Mr Bennett vildi engin viðskifti eiga við Bretland. En komur Prinsins af Wales áttu allar að vera fólgnar í því, að efla viðskifti. Skeyti þessú var auð- vitað beint að Mr. Bennett, en konungs- fjölskyldan varð fyrir því. Lýsa blöð á Englandi þetta lúalega aðferð til aJt- kvæðasmölunar. Taka þau þvert fyrir að Prinsinn af Wales sé í nokkrum við- skiftasamningserindum þó hann bregði sé til Canada, hann komi aðeins til að uvelja stund og stund á búi sínu í Al- berta, af því hann hafi skemtun mikla af því, jafnframt hinu, sem hann telur sér skylt, að heimsækja þá góðu, vinaþjóð Bretlands, sem hér búi. Benda ensk blöð á, að auk þess, sem þessi ummæli Mr. Gardiners hafi ekki við minstu rök að styðjast, séu þau óbilgjöm í garð kon- ungsfjölskyldunnar og geri ennfremur meira ógagn en gagn í utanríkismálum. Það var á það minst meðan kosningam- ar stóðu yfir, að með ýmsum vopnum væri barist. Þetta síðast talda atriði, bendir í þá átt. Spumingunni um það, hvað sigri liber- ala hafi valdið í Ontariofylki, hefir enn ekki verið svarað neitt ákveðið, svo vér höfum orðið varir við. En það eitt er víst að þar var þó sigur þeirra meiri en í Saskatchewan. Conservatívar höfðu ver- ið þar nærri 30 ár við völd og vom í svo miklum meiri hluta, síðasta stjómartíma- bilið, að heita mátti að um enga andstæð- inga væri að ræða á þinginu. Stjómar- liðið var um 90 þingmenn, en lið liberala, andstæðinga flokksins aðeins 14 þing- menn. Ontariofylki hefir verið eins con- servativ og Saskatchewan hefir veríð liberal um síðustu tvo til þrjá tugi ára. I Ontario búa efnuðusttu menn þessa lands. Og það em menn, sem að jafnaði láta ekki hlut sinn í stjórnmálum. Ein af kosningaúrslitunum verður nú ekki annað séð, en þessir menn hafi snúið yið blaði. Án þess að forkólfar fjármála og stóriðn- aðarins gerðu það, hefðú kosningaraar ekki farið eins og raun varð á. Bankar- ar og lánfélög hafa þar mikið vald yfir iðnaði og verzlún og þetta hvortveggja aftur út á við. Var það kreppan, sem olli sinnaskiftum þessara manna í kosn- ingunum í fylkinu ? Það er mjög ólíklegt og enda þótt að þeim syrfi er ekki hugs- anlegt að þeir hafi haldið Mr. Hepburn læknir þeirra meina. Þeir trúa á það raunverulega, en ekki á mýraljós þessir menn. En það var annað sem þeir vissu. Forsætisráðherra Canada er að setja á stofn yfirbanka, er tvær stærstu tekju- greinar bankaranna tekúr frá þeim, seðla- útgáfuréttinn og víxlaviðskiftin erlendis. Og Mr. Bennett er óþægur ljár í þúfu lán- félögunum með afslættinum, sem hann kúgar þau til að gefa á skuldum bænda: Og auðvitað er hann vargur í véum í aug- um stórverzlananna og stóriðnaðarins, sem hann hefir verið að fletta ofan af og gefa almenningi, þjóðinni sýnishorn af hvernig störf sín reki. Hér er um vissu að ræða, en ekki neinn grun eða veika trú. Auðvaldið í Ontario veit um þetta og er búið á því að kenna, þó betur eigi það eftir að gera það. Eins og það liggi ekki í augum uppi, að þetta verði að stöðva. Liberalar verða aldrei verri en þetta. Bankarar og auðvaldið hefir sjálft sagt, að Bennettstjórnin verði að fara frá völdum og skuli fara áður langt um líður. Það sem hægt var að gera í bráðina, var að reyna að skjóta henni skelk í bringu með því að fella fylkisstjórnina í Ontario og vita hvort rannsókninhi með öllu hennar fári linti ekki við það. Bennett hafði tekið auðvaldið þeim tökum, er því var nýtt og harðvítugri en sagan getur um að nokkur hafi hér áður gert. Vitan- lega gerði hann það ekki af óvild til neinna. Það voru bjargráð landsins, sem óumflýnlegt gerðu það. Af því sem hér hefir verið tekið fram, dylst engum hvernig á úrslitum kosning- anna í Ontario stendur. Það er bjrrjún þess starfs, sem auðvaldið í Ontario hefir á stefnuskrá sína ritað, að gera alt sem unt er til að kollvarpa starfinu, sem Ben- nett stjórnin hefir hafist handa á. Það er gamanlaust fyrir viðskifta- og iðnað- arburgeisana, að vera krufna sagna hvem af öðrum, af Stevens rannsóknarnefnd- inni, og birta svo hið fagra sýnishorn af starfi þeirra í blöðunum. í þvílíkan gapastokk bjuggust þeir aldrei við, að vera settir. Og í veg fyrir áframhald á því á að koma, ef unt er, sem ekki er til- tökumál, þegar á það er litið frá aúð- valdsins hálfu. Forsætisráðherra Quebec-fylkis gat ekki á sér setið eftir kosningaúrslitin í Ontario og lét hjartans fögnuð sinn í Ijósi um það, að Bennett-stjómin hefði bráð- lega lokið sínu starfi. Um þessar mund- ir, er verið að rannsaka rekstur iðnaðar- ins í Quebec-fylki. Sem dæmi af sóm- anum þar, skal þess hér getið, að í einu iðnaðarhúsinu unnu 24 drengir, meðal annara, er hver hafði $2.22 í kaup á vikú. Það er gamanlaust, að vera að koma slíku upp um iðnrekendur. Það er ekki aðeins þeim sjálfum til skammar, heldur öllu fylkinu og forsætisráðherra þess ekki sízt fyrir að láta annað eins viðgangast. Það væri alveg eins sómasamlegt, að sjá slík- um iðnrekstri lokið, eins og að sjá stjómarstarfi Mr. R. B. Bennetts lokið. Skömmu eftir kosningarnar 1930, hitt- um vér að máli gamlan kunningja í Ár- borg í Manitoba. Kosningaraar komust til tals. Spúrðum vér hann hvemig hon- um lltist á. Jæja — svaraði hann, Ben-. nett er sagður ríkur maður og honum er það til foráttu fært. Eg hefi satt að segja meiri trú á, að hann geti einmitt þessvegna fremur við auðvaldið og yfirgangsseggi okkar glímt en aðrir, ef hann er þannig slnnaður, en þeir em að vísu fáir sagðir, en samt eru þeir til. Vér ætlum það sann- ast ,að orð þessa getspaka og glöggskygna bónda séu komin fram. Út í aðra eins sennu við aúðvaldið ,hefir enginn stjórnari þessa lands fyr né síðar lagt. Þá hefir alla brostið þor og þrek til þess. Blaðið Free Press flutti ný- lega ristjómargrein þar sem al- menningur er varaður við að lesa ekki meira út úr fréttunum af Stevens-rannsókninni, en efni væri til, því skýrslur þær væru torskildar. Þessi sami ótti lýsir sér hjá flestum blöðum við auð- valdið. Þau biðja auðfélögin af- sökunar á að þurfa að birta rannsókanr skýrslumar, en þar sem Bennett hefir boðið þeim að hafa fregnrita viðstadda, geta þau ekki hu’mmað það fram af sér. Og með aðstöðu þeirra til að segja frá ástæðum koSningaúrslitanna í sannasta skllningi í Ontario, er alveg eins farið. Þau vilja ekki særa itilfinningar auðvaldsins með því. Það er alt og sumt. Það er óvanalegt, að sam- bandsstjórnin sé dregin inn í hverjar einustu fylkiskosningar, sem fram fara í Canada eins og gert hefir veirð síðan Mr. Ben- nett tók við völdum. Fyrir því hlýtur að vera einhver ástæða. Og hún höfum vér sýnt hver er með því sem hér að framan er sagt. Þegar almenningur hleyp- ur upp til handa og fóta með þeim, sem í fylkiskosningum geta ekki, stilt sig um að hella reiði sinni yfir Mr. Bennett mega þeir vita það vel, að þeir erú með þvf fylgi sínu, að búa i haginn fyrir auðvaldið, þó þeir séu sér þess ekki meðvitandi og dytti það ekki í hug, ef þeim væri það ljóst. Það hefir ein- hver sagt, að almenningi væri oft gjarnt að flétta reipið sjálf- um, sem ætlast er til að verði honum snara um háls. Þeir sem að sannleikanúm vildu komast um það, geta það á engan hátt betur en með því, að kynna sér úrslit síðustu fylkiskosninga, ekki aðeins á yfirborðinu, held- ur í insta eðli sínu og kjama. t fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúk- dómum, og hinum mörgu lcvilla er stafa frá veikluðum nýrum. — pæv eru til sölu i öllum lyfjabúðum á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þang- að. HÁLOFTS-FÖR Skamt frá Rapid Ciity, South Dakota sem er að finna í fjalla- klasa þeim í suðvestur homi ríkisins er Black Hills nefnist, er dálítill dalur eða réttara sagt skál í hálendinu. Dalur þessi hefir brattar hliðar á alla vegu en botninn er rennslétt engi. þaðan hefst fyrri part næsta mánaðar ferð sú upp í háloftið (starthosphere) sem The Na- tional Geogarphic Society og flughersstjórn Bandaríkjanna eru nú að útbúa í samlögum. Hafa menn áður farið þvílíkar ferðir og varð Svisslendingurínn próf. Piccard fyrstur manna til þess fyrir fáum árum síðan. — Komst hann eitthvað yfir tíu mílur upp frá sjávarmála, en nú er búist við að komast fimtán mílur upp eða nærri tíu mflur upp yfir hæsta tind jarðar Mount Everest. Þrír menn hafa verið kjörnir til fararinnar. Major William E. Kepner, stýrimaður, Capt. Al- bert W. Stevens, athugunar- maður og Liei^tenant Orville A. Anderson, varamaður. Eru þeir allir þaulvanir flugmenn. Hafa þeir flogið aftur og fram um Bandaríkin Maj. Kepner og Lt. Anderson til að velja hentugan stað til að hefja förina og kosið svo þennan litla dal í S. Dakota vegna þess að reynslan hefir sýnt að yfir Black Hills hvflir óvenju mikil kyrð seinni part júní og fyrrihluta júlí mánaða. En lognið er 'bráð nauðsynleg- ast af öllu, þegar annað eins bákn og loftfar það sem ætlað er til þessarar farar er búin út til flugs. Loftfars belgurinn sem er sá stæsti er nokkru sinni hefir verið gerður og ætlaður til flugs, er nú fullbúinn og var það gert í verksmiðju Goodyear fé- lagsins í Akron, Ohio. Efnið er bómullardúkur ofinn úr val- inni (long fibre) bómull. Var hver vefur 300 feta langur og 42)4 þumlungur á breidd. En (30 slíka vefi þurfti í belginn eða einn vef 39,000 feta langan, sem er meira en sjö og einn þriðja úr mílu, nóg til að þekja 2^ ekru af landú Til að styrkja dúkinn enn bet- .ur, var öllum þessum sjö mílna vef, rent í gegnum togleðurs vél 30 sinnum og fékk hann á sig þunna húð af togleðri í hvert sinn. Til að verja því að ryk næði til að setjast á vefinn og veikja hann, var þetta gert í loftheldum skála þar sem ekk- ert loft komst að nema gegn um bómullarsýjur. Þegar hann svo var breiddur á gólfið og ^byrjað að sníða var vinnufólkið látið ganga yfir hann á mjúkum vefnaðar skóm til þess hann merðist ekki. Hvergi var nálspor tekið heldur partarnir lagðir hlið við hlið og teygleður kvoða (teygleður leyst upp í gasoline) borin á samskeytin þangað til þau urðu stekari en sjálfur dúk- urinn. Til að fylla belginn þurfa 6 flutningsvagna hlöss af vatnefnis pípum og hefir sér- stakur vegur verið bygðúr frá Rapid City til dalsins til að flytja þær og annað sem til far- arinnar þarf. Alt þetta vatns- efni gerir þó ekki betur en hálf fylla belginn svo þegar hann rís upp frá jörðu verður hann í lag- inu eins og tröllaukin gulrófa. En eftir því sem hann stígur hærra þenst hann út og verður meira og meira hnöttóttur. Er það vegna þess að í háloftinu er þrýstingurinn að utan mjög lítill en hann er 15 pund á flatarmáls þumlunginn niður við jörð. Ef því belgurinn væri meira fyltur í byrjuninni múndi í háloftinu þrýstingurinn að innan verða svo afskaplegur að belgurinn hlyti að springa. Sjálfur loftbáturinn er ekki minna furðuverk en belgurinn. Hann er nú líka fullgerður og voru smiðirnir Dow Chemical Company í Mídland, Michigan. Er efnið það sem kallað er Dow Metal, það er nærri því eintómt (95%) magnesium* og er unnið úr vatni úr djúpum brunnum þar í boginni. Það er þriðjungi léttara en alúminum en fjómm sinnum léttara en stál. Er kúlann aðeins 450 pund, þynnri en tvær lesmáls- línur, en þó svo sterk að hún þolir 10,000 pnuda hleðslu. Auk mannanna þriggja verða í henni athugunartæki, sem vigta 2,000 pund og 7,000 pund af blýdufti fyrir kjölfestu. Meðal annars verða flugmennirnir að hafa með sér nægt súrefni (oxygen) í stálpípum til að halda sé lifandi meðan þeir eru á ferðinni. En það er ekki nóg. Loftinú í kúl- unni verður að halda hreinu, svo hún er útbúin með hilluröð- um alt í king en þær þaktar með krítarmjöli til að taka við kolsýrunni sem mennimir anda l'frá sér.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.