Heimskringla - 27.06.1934, Page 6

Heimskringla - 27.06.1934, Page 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 27. JÚNf, 1934 Jane Eyre eftir CHARLOTTE BRONTE Kristján Sigurðsson, þýddi “Eina nótt vaknaði eg við hrinur hennar hún var vitanlega læst inni, að lækna ráði. Það kveld var þungt í lofti, sem í Vestind- íum gerist undan fellibyljum, svo að eg mátti ekki sofa og hélt mig út við opinn glugga, en náði ekki svölun, því að loftið var líkast eimi af brennisteini; flugur suðuðu, sjávarhljóð dun- aði dimt og þungt sem jarðskjálfti, máninn var að síga í sjó, blóðrauður eins og glóandi kúla í skothólks gímald, hvergi sá til lofts fyrir þykkum svörtum skýjum, en blóðrauð ásýnd mánans glotti við jörðinni, titrandi af aðdynj- andi stórviðri. Þetta viðhorf beit illa á mig, í eyrum mínum gullu heiptar yrði og formæl- ingar vitfirringsins, og stundum nefndi hún mig á nafn með gífurlegum fúkyrðum — engin skækja beitir hrottalegri gífurmælum en hún gerði, en þess í milli gekk á ýlfri og góli. Þá sveif að mér, að ekki þyrfti eg að óttast, að nokkuð verra mundi við mér taka, þó eg stytti mér aldur, engin ofstækis trú gæti hugs- að sér verri verustað en þann sem eg ætti við að búa, og eg hugsaði með sjálfum mér: eg skal héðan fara, og til guðs! Þetta hugsaði eg og leitaði í ferðakistu minn að skothólki til að framkvæma þá hugsun. En ekki stóð hún lengi við, eg spratt upp óðara og tók sjálfan mig taki, sem eg hafði slept eitt augnablik, í fullkominni örvilnan. 1 sama mund lagði svalandi vind af hafi, frá Norðurálfunni, óveðr- ið skall yfir og leið hjá og þar eftir var loft og láð þvegin og hrein. Þá gerði eg ráð og fylgdi því. Eg gekk fram og aftur í garði mínum undir drifvotúm gullepla og annara ald- ina trjám og við glóandi sólarbál hins upp- rennandi dags, rann mér það ráð í hug, sem þú skalt hlýða vel til, Jane, því að það var sönn vizka sem hughreysti mig á þeirri stundu, og sýndi mér þá götu,- sem eg átti að ganga. Hinn svalandi vindur af Norðurálfu þaut í laufinu nývökvuðu og Atlantz hafsins gnýj- andi brim dunaði með geysandi frjálsræði; mér svall hjarta í brjósti, er svo lengi hafði í sviða narað, við að heyra til þeirrar dynrastar, og fyllist lifandi blóði — eg gimtist endumýjun — sál mína þyrsti í hreinan svaladrykk. Eg leit vonir lifna — fann að endurfæðing var möguleg. Frá blóma boga göngum í garði mínum sá eg út á sjóinn, er blárri var en loftið: hin forna veröld var handan við hafið og svona talaði vonin til mín: “Farðu til Norðurálfu og dveldu þar, ekki er þar kunnugt, hve sora hlaðið nafn þitt er né hve saurug byrði er á þig fjötruð. Þú getur tekið vitfirringinn með þér til Eng- lands, lokað hana inni í Thorfield með hæfi- legu eftirliti og leynd, farið svo í ferðalag hvert sem þú vilt og dvalið með hverjum sem þú vilt. Þessi kvenmaður, sem hefir ofreynt þitt þol, þrekkað nafn þitt, svívirt æru þína, spilt æskú þinni, er ekki þín eiginkona né þú hennar eiginmaður. Sjá þú til, að hennar sé gætt, eftir því sem ástand hennar útheimtir, og þá geta livorki guð né menn meira af þér heimtað. Graf þú í gleymsku hver hún er, og segðu engri lifandi manneskju frá ykkar sam- bandi, láttu hana vera þar sem henni er óhætt og bærilega fer um hana og farðu svo frá henni. Föður mínum skrifaði eg eftir giftinguna, þegar eg var farinn að komast að raun um hinn rama ávöxt hjónabandsins og búinn að komast að kyngöllum ættarinnar og sjá hví- líkar raunir eg ætti í vændum, og bað hann að halda hjónabandinu leyndú; áður langt um leið fekk hann kinnroða af hinni svívirðilegu hegðun þeirrar tengdadóttur sem hann hafði valið sér, eftir það var honum hugarhaldið, ekki síður en mér, að halda því leyndu. “Til Englands flutti eg hana og á þeirri ferð fekk eg mig fullreyndan við ferlíkið. Feg- inn varð eg þegar eg var búinn að koma henni fyrir í Thornfield á þriðja lofti þar sem hún er enn og hefir gert bústað sinn að villidýrs bæli í tíu ár — að drauga bæli. Vandinn var, að finna þá sem trúa mátti til, að gæta hennar, því að af órum hennar var leyndarmálið vísast að koma upp, enda bráði af henni öðru hvoru, svo vikum skifti, og þá óð hún elginn með skömmum um mig. Eoks fekk eg til þess Grace Poole frá Grimsby, hún og læknirinn sem hingað kemur, eru þau einu sem eg hefi trúað fyrir leyndarmáli þessu. Mrs. Fairfax kann að gruna eitthvað, en veit ekki með vissu, hvernig í öllu liggur. Grace hefir farist vel í sinni torveldu stöðu, en hefir vanist á breizkleika, líklega vegna þess hve starf henn- ar var þreytandi, og þann breizkleika hefir vit- firringurinn notað sér, því að hún er kæn og til alls ills búin, til að ná af henni lyklum og þannig komst hún út til að reyna að brenna mig inni og til að læðast ofan til þín, nóttina sem þú varzt hennar vör. Eg þakka forsjón- inni, sem vakti yfir þér, að sú galna hamaðist að búðar slæðunni en ekki þér, enda mun hana hafa rekið minni til sinnar giftingar, þó óljóst væri, en eg vil ógjarnan hugsa til þess, hvað þér var nærri stefnt í það sinn. Þegar eg hugsa til þeirra óvættar, sem tók fyrir kverk- ar mér í morgun, að hún skók sína ægilegu ásýnd yfir hreiðri blessaðrar dúfunnar minn- ar, þá hryllir mig við-------” Þegar hann þagnaði, spurði eg: “Hvað varð af þér, þegar þú varst búinn að ganga frá henni hér? Hvert fórstu?” “Hvað gerði eg, Jane? Eg gerði mig að hrævareldi, tók til umferðar eins og þeyti- spjald, fór um álfuna þvera og endilanga og í króka um öll hennar lönd. Og alstaðar leitaði eg að hinu sama: að góðri og gáfaðri konu, sem eg gæti elskað — sem ólíkasta norninni sem eg skildi eftir í Thomfield Hall—” “En þú máttir ekki giftast, herra.” “Eg ásetti mér það, og var sannfærður um að eg mætti það. Eg ætlaði mér ekki að tál- araga, eins og eg hefi táldregið þig, heldur segja sögu mína hreinskilnislega og draga ekkert úndan í bónorðinu; mér virtist það í mesta máta skynsamlegt, að mér væri frjálst að elska og njóta elsku, og fann ekki til vafa um, að eg fyndi stúlku, viljuga til og færa til að skilja hvernig á stóð fyrir mér og taka mér, þrátt fyrir þá bölvun sem á mér lá.” “Nú, herra?” “Þegar þú ert forvitin, Jane, þá get eg aldrei að því gert, að brosa. Þú rekur upp stór augu, og vindur dálítið við h-öfðinu, eins og hvathuga fugl; það er því líkt, sem þér finnist það sem svarað er í mæltu máli, koma of seint ,og að þú vildir lesa á laúnreiti hjart- ans. En segðu mér, áður en eg segi sögu lengur, hvað táknar þetta “Nú, herra?” hjá þér? Stutt orðatiltæki er það, er mjög títt er þér að segja það og það hefir oft og lengi dugað vel til að veiða upp úr mér — þó ekki viti eg hvað kemur til.” “Eg á við: hvað næst? Hvernig fórstu að? hvað leiddi af þessu atviki.” “Einmitt! Og hvað langar þig til að vita nú?” “Hvort þú fanst nokkra sem þér líkaði, hvort þú baðst þeirrar og hvernig hún tók því.” “Sagt get eg þér, hvort eg fann nokkra mér geðfelda, og hvort eg bað hennar, en hvað hún sagði, er enn óskráð í forlaganna bók. Eg reikaði, í tíu ofalöng ár, úr einni höf- uðborg í aðra, með auð fjár og göfugu nafni, svo að eg mátti úmgangast hverja sem eg vildi, allir baugar stóðu mér opnir. Eg leitaði að minni fyrirmynd í kvenhóp, meðal hefðar- meyja í helztu höfuðborgum Norðurálfu, en fann hvergi þá sem eg leitaði að. Stundum fanst mér eg verða var við augnakast, málróm, lögulag áþekt því sem eg hafði óskað mér, en alt annað reyndist, þegar til átti að taka. Ekki leitaði eg að því, sem ómögulegt væri að setja út á, hvorki til sálar eða líkama, heldur a ðþví sem mér var geðfelt, sem ólíkast kyn- blendingnum og sú leit varð til ónýtis. Eg var að vísu brent barn, þekti hættur, hrelling og , hjartans viðbjóð sundúrlyndis í hjónabandi, enda hitti eg enga fyrir, sem eg vildi biðja mér fyrir konu. Af vonbrigðunum fór eg að fara fálauslega. Eg lifði sem lausamaður, en forð- aðist hófleysu, sem eg hataði og hata, sá galli fylgdi hinni grimmu glennu úr Vestindíum: innilegur viðbjóður á hennar háttalagi lagði hömlur á mig, jafnvel þegar eg leitaði gam- ans og gleðskapar. Hverjar nautnir sem stefndu til vanhófs, mintu mig á hana og hennar lesti og því forðaðist eg þær. “Samt gat eg ekki lifað einsamall, svo að eg reyndi fylgikonur . Sú fyrsta var Selina Varens; þú veizt hvemig þeirri sambúð reiddi af; þegar karlmaður minnist svo hlálegs hátta- lags, þá langar hann til að berja sjálfan sig. Tvær komú eftir hana, önnur ítölsk, sam- vizkulaus og ferk, hana varð eg feginn að losna við, eftir þrjá mánuði, hin þýzk, einlæg og stilt, en þung í tauminn, óskynug og tor- sótt, í engan stað að mínu skapi; eg gaf henni glaðlega fé til að setja verzlun á stokkana. Báðar þessar voru álitnar frábærlega fríðar. Hvað fanst mér til um þeirra fríðleik, eftir fá- einar vikur! En nú sé eg, Jane, á svipnum á þér, að þér líkar ekki rétt vel við mig núna. Þú álítur mig kaldlyndan, lauslátan svallara — er ekki svo?” “Víst ertu mér ekki eins geðfeldur nú, herra, eins og stundúm endranær. Finst þér það ekki í neinn máta rangt, að lifa svona, með einni fylgikonu eftir aðra? Mér heyrist þú tala um það, eins og það væri eðlilegt og sjálfsagt.” “Svo fanst mér, en féll það illa, dekur og undirgefni var því samfara. Eg vildi alls ekki reyna það aftur. Að leigja sér fylgikonu er litlu skárra en að kaupa sér ambátt, báðar eru undirlægjur, annaðhvort í eðli sínu eða sam- ‘kvæmt stöðu sinni eða af hvorutveggja, og það lægir mann að umgangaat sér lakari sem jafningja. Mér þykir alt annað ea gott, að hugsa ^il sambúðarinnar við þessar snótir.” Eg fann sannleik í þessú máli og þá full- vissu, að ef eg gleymdi sjálfri mér og öllu því sem mér hafði innrætt verið, ef eg slepti mér til þess — undir nokkru yfirskini, hve mikið sem fegurð væri, hversu sterk sem freistingin væri — að feta í fótspor þessara aumingja stúlkna, þá kæmi sá dagur, að hon- um þætti hnyss að því, að minnast sambúðar við mig, rétt álíka og þær. Eg hafði ekki orð á þessari vissu, mér var nóg að halda henni í barminum. Þar geymdi eg hana vandlega, svo eg ætti hana vísa, þegar í raunir ræki. “Nú, Jane, því segirðu ekki ‘Nú, herra?’ eins og vant er? Eg hefi ekki sagt alla sög- una af mér. Eg sé að þér mislíkar við mig enn. Eg kem nú að því sem mest er um vert. Síðastliðinn.vetur kom eg, laus við fylgi- konúr, gramur í skapi yfir gagnslausu, reikulu einlífi, súr af vonbrigðum, illa hugaður til allra manna ,einkum kvenmanna, (eg var farinn að halda, að trú og ástrík kona væri ekki ann- að en draumur) eg kom, því að erindi biðu mín, til baka til Engíands. Einn kaldan vetrardag í rökkrinu kom eg ríðandi þangað, sem eg sá til Thornfield Hall. Ekki vænti eg firðar né gamans á því hryllilega setri. Á riði við götuna sá eg litla mann- eskju sitja einsamla; eg fór hjá og gætti ekki að henni frekar en víðirunnunum hinu megin götu. Mig grunaði ekki, hve merkilegt það var, sem hér varð fyrir mér, fekk ekkert hug- boð úm, að dæmidís lífs míns — gæfa mín eða hitt, til góðs eða ills — biði mín í því óálitlega gerfi. Sízt kom mér það til hugar, þegar hest- urinn var dottinn og hún kom að bjóða mér hjálp, stilt og prúð, grönn og hálfstálpaðri stúlku lík! Það var líkt og lítill söngfugl hefði boðist til að bera mig á sínum smáa vængi. Eg var stirður, en smásmíðið vildi ekki styggjast, heldur hélt sig nærri mér með furðulegri staðfestu, og leit út og talaði eins og henni væri einhverskonar vald gefið. Liðsinni þyrfti eg á að halda, og frá henni, og svo varð að vera. Þegar eg snart hinar mjúku, smáu hendur, var sem lifandi safi, nýr sefi, læddist um mig allan. Gott var, að þessi huldumær hlaut að hverfa til mín aftur, að hún dvaldi á mínu heimili, ella hefði eg séð eftir hénni, er hún fór í hvarf. Eg heyrði þig koma heim það kveld, Jane, þó tæplega yrðir þú þess vör, né vissir að eg var farinn að hugsa til þín. Daginn eftir horfði eg á þig úr felustað, í hálfa stund, með- an þú varst að leikurn við Adelu á göngunum. Þá var bylur, man eg eftir, og þér þótti ekki fært út. Eg var í minni stofu, hurðin í hálfa gátt, svo að eg gat bæði heyrt og séð hvað fram fór. Þú sintir Adelu og leiknum, en þó þótti mér, sem þú værir annars hugar; mjög varstu þolinmóð og góð við hana, litla Janet mín, talaðir við hana 'og skemtir henni langa lengi. Þegar hún loksins fór burtu, fórstú að ganga um gólf í djúpum þönkum. Öðru hvoru leiztu út um glugga á drífuna, hlustaðir á veinið í vindinum og tókst svo aftur til þíns seina gangs og blíðu drauma. Eg hugsa, að þær húgarins sýnir hafi ekki daprar verið, eg tók eftir að gamni brá fyrir í augum þínum og mjúkreifum hvatningi í fasi þínu, ekki bar það vitni um beizka, hugsjúka veilu, heldur um ljúfar hugrenningar æskunnar, þegar hún tekur fjörspretti á viljugum vængjum vonar upp til hárra himna vilar sinnar. Þú hrökst úpp af draumi þínum við það, að Mrs. Fairfax talaði til vinnukonu í forsalnum ,og þá var skrítið að sjá hvernig þú brostir með sjálfri þér að sjálfri þér, Janet! Mikil hyggindi voru í brosi því, það sýndist gera tómt gaman úr hugarburðum þínum, og segja sem svo: — Mínar fögru hugarsjónir eru skemtilegar að vísu, en ekki má eg gleyma, að þær eru hug- arburðir og ekkert annað. Eg hefi roðað loft og græna paradís, blómum stráða, í kollinutfi en eg veit mjög vel, að útifyrir eru þungfærar brautir og svartir skýflókar. Þú hljópst ofan stiga og baðst Mrs. Fiarfax um eitthvað að starfa, búreikningana eða eitthvað því um líkt. Mér þótti leitt að sjá ekki til þín lengur. Eg beið kveldsins og sendi þá eftir þér. Mér fanst skapgerð þín óvenjuleg, svo að slíka þóttist eg aldrei hafa fyrir fundið: eg gimtist að kunna hana og kynnast henni betur. Þú varst frjálsleg og þó ekki fröm, og þegar eg kom þér á skrið að tala, þóttist eg finna í þér undarlegar andstæður. Búningur þinn og fas var hvortveggja eftir settum reglum, fram- gangan miðúr einbeitt, eins og þú værir fín- gerð en alveg óvön að umgangast fólk og mikið smeik við að hlaupa á þig; en þegar þú leizt upp á þann sem þú talaðir við, var skerpa í tillitinu, kjarkúr og fjör. Þú sýndist venjast mér fljótt og finna greið og hnittin svör við mínu tali, eg held þú hafir bráðlega fundið til samúðar, Jane, við þinn hasta og harðgerða húsbónda, því að það var furða hve fljótt þú gerðist spök og örugg í fasi. Hvemig sem eg urraði, var enga undrun á þér að sjá, ótta né gremju né nokkra skaparun; þú aðgættir mig vandlega og öðru hvoru brostir þú við mér, með einlægni, skarpskygni og yndisþokka, sem | eg get ekki með orðum lýst. Eg hafði bæði '■ ánægju og örvun af því sem eg sá; mér þótti vænt um það sem eg hafði séð og girntist að j kanna meira. Samt gerði eg mér ekki dátt | né dælt við þig og sendi sjaldan eftir þér. Eg - fór að eins og sælkeramir, hugsaði mér að | geyma mér sem lengst nautnina af lostugri, , bragðskarpri nýjung. Sömuleiðis kveið eg því i stundum, að ef eg færi óvarlega með blómið, i mundi fegurð þess fölna — þess Ijúfa yndi hverfa. Eg vissi þá ekki, að það blóm var ekki beytilégt, heldur öllu fremur ljómandi líki annars, sem greypt var í gimstein. Enn- fremur vildi eg reyna, hvort þú leitaðir á ef eg j forðaðist þig, en ekki varð af því; þú hélzt þig i í skólastofu, að skrifborði og málara grind. 1 Ef svo bar til að við mættumst, þá fórstu hjá í I hraðara lagi og leizt ekki við mér, úmfram það ■ sem kurteisir siðir heimtuðu. í þann tíð var- stu alvarleg á svip — ekki hugsjúk, því að veiluleg varstu ekki, en alt annað en léttlát, i því að vonirnar voru næsta litlar og skemtan- ir engar. Mig langaði til að vita hvað þú hugsaðir um mig, eða hvort þú hugsaðir nokk- urntíma um mig og ásetti mér að komast að því. “Eg gaf þér nú góðar gætur. Einhver fögnuður var í tilliti þínú og gleði í fasi þínu þegar við áttum tal saman. Eg sá að þú varst lagin til umgengni við aðra, og að deyfð þín stafaði af einveru í skólastofu og af fá- sinni en ekki ómannblendni. Eg leyfði mér það eftirlæti, að sýna þér góðvild; góðviljinn var ekki lengi að örva tilfinningamar, blíðu svipur kom á andlit þitt, rómurinn varð mjúk- ur, mér þótti vænt að heyra þig nefna mig á nafn með fögnuði og þakklátu geði. Um þær mundir þótti mér gaman, Jane, þegar fundum okkar bar saman af hendingu; það var líkt og skritilegt hik kæmi á þig. Þú leizt við mér dálítið áhyggjúsamlega, eins og þú værir í vafa, vissir ekki vel á hvaða tiktúm væri von frá mér — hvort eg ætlaði að láta húsbónda- lega með alvörugefni, eða vinalega með góð- legu gamni. Mér var þá farið að þykja svo vænt um þig, að eg fekk sjaldan af mér, að láta þurlega við þér, og ef eg lét alúðlega við þér, þá varð þitt unga dapurleita andlit svo blómlegt, bjart og blítt, að eg gat varla við mig ráðið, að faðma þig að mér.” “Minstu ekki á þá daga, herra, tíðarmeir”, mælti eg og strauk tár .af mér, í leyni. Eg kvaldist af að heyra hann tala svona, því að eg vissi hvað eg varð að gera, og það bráð- lega, en alt sem hann rakti upp um sínar til- finningar, tálmaði þeirri fyrirtælun. Hann svaraði strax: “Nei, Jane, hvað skyldi knýja til að rekja liið umliðna, þegar hið núveranda er svo miklu vissara og hið ókomna stórum hýrara og bjart- ara?” Mig hrylti við að heyra þessa blindni. “Nú sérðu hvernig öllú er varið — er ekki svo? Æska mín og þroska ár gengu yfir mig með ósegjanlegu böli eða eyðilegri einveru. Nú hefi eg fundið í fyrsta sinn þá sem eg í sann- leika elska — eg hefi fundið þig. Þú ert samúð mín — minn betri maður — minn góði engill. Við þig er eg tengdur sterkum hollustu festum. Mér finst þú vera góð, gáf- uð, yndisleg: heit og hátíðleg ástríða er sprott- in upp í hjarta mínu, hún leitar þín, togar þig að lindum lífs míns og miðju míns fjörs, reifar þig minni tilveru, logar skæru báli og glöðu og bræðir okkur saman í eina heild. “Af því að eg fann þetta svo vera, ásetti eg mér að eiga þig. Að segja mér, að eg eigi konu, er tómt háð, þú veist að hún er ekki annað en ferlegur fjandi. Eg gerði rangt, að segja þér ekki eins og var, en eg óttaðist hörku sem þú átt til, eg óttaðist fordóma, innrætta þér frá barnæsku, og vildi eiga þig vísa, áður en eg segði þér allan trúnað. Þetta var hug- leysi mitt. Eg hefði átt að treysta göfug- mensku þinni og veglyndi strax frá upphafi, eins og eg geri nú — sýna þér einlæglega inn í mitt kvala lif — lýsa fyrir þér mínu hungri og þorsta til æðra og dýrmætara lífs — sýna þér, ekki minn ásetning (það orð er ekki nógu sterkt), heldur eðlishvöt til að elska trúlega og frýjulaust, þegar í móti kem- ur einlæg ást og óskorúð. Eftir það hefði eg átt að biðja þig að taka heitorði mínu og gefa mér þitt jáyrði — gef mér það nú, Jane.” Nú varð þögn. “Af hverju svararðu ekki, Jane?” Eg var í sárri raun; minn innri maður var haldinn greip af glóandi járni. Sú stund var stríð, ægileg, myrkva full og bruna. Ekki gat nokkur lifandi manneskja óskað sér dýrlegri elsku en mér var boðin og þann, sem elskaði mig svo dátt, tilbað eg af öllu hjarta: og eg átti þann kost einp, að hafna ást minni og goði mínu. Eitt orð tjáði mína óþolandi skyldu — “Farðu!” “Jane, þú skilur hvað eg vil hjá þér? Rétt þetta loforð: — Þú mátt eiga mig, Mr. Ro- chester.” “Mr. Rochester, þú mátt ekki eiga mig.” Nú varð enn þögn.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.