Heimskringla - 22.08.1934, Blaðsíða 8

Heimskringla - 22.08.1934, Blaðsíða 8
S. 3H>A nclMSKRINGLA WINNIPEG, 22. AGÚST, 1934 FJÆR OG NÆR Séra Guðm. Ámason messar á Lundar næstkomandi sunnu- dag (26. ág.) kl. 2 e. h. * * * Séra Eyjólfur J. Melan messar í Sambandskirkjum Nýja-ís- lands: Árborg, sunnudaginn 26. ágúst, kl. 2. e. h. Riverton sunnudaginn 2 sept. kl. 2. e. h. * * * Vilborg Þorláksson, Oak Point, Man., lézt s. 1. föstudag. Hún var ekkja eftir Jón Þoráks- son, og bjuggu þau hjón lengst af um 12 mílur norður af Riv- erton þar sem síðar var nefnt Howardville, P. O. Jón dó fyrir nokkrum árum, en Vilborg flutti þá til Oak Point þorpsins og hefir búið þar síðan. Hún var fjörgömul, eitthvað yfir nírætt er hún lézt. Til Ameríku fluttu þau hjón um aldamótin frá bú- jörð sinni Suðurhól í Nesjum í Austur-Skaftafellssýslu. Líkið var flutt norður til Riverton og var jarðsett í gær í sama graf- reit og maður hinnar látnu. * * * Sveinn kaupm. Thorvaldson frá Riverton hefir verið í bæn- um tvo eða þrjá undanfarna daga. Hann hefir verið á fundi er Merchants Consolidated Ltd., heildsölufélagið, hefir verið að halda, en Mr. Thorvaldson er meðeigandi þess. * * * Dr. A. V. Johnson, tannlækn- ir, verður staddur að Hecla, P. O., 28-29-30 ágúst. Þeir sem á þurfa að halda, eru beðnir að minnast þessa. * * <5 Arthur kaupm. Sigurdsson frá Árborg, Man., leit inn á skrif- stofu Heimskringlu í gær. Hann kom að norðan í bíl. Um batn- andi tíma sagðist hann ekki vita hvað segja skildi, en eitt væri víst og það væri, að bændavara væri í betra verði en áður. T. d. væru bændur nú að fá 45c fyrir mælirinn af byggi, sem þeir hefðu ekki fengið nema 15c s. 1. haust. ♦ * * Ung stúlka getur fengið fæði og rúm að 929 Sherbum St., á mjög rýmilegu verði. Örskamt á sporvagn. * * * Gísli kaupm. Sigmundsson frá Hnausum, Man., var staddur f bænum í gær. Hann var hér í verzlunarerindum. Clarence Jacob Hillman John Edward Marshall Paul Álbert Westford * * * MISS PEARL PÁLMASON Þessi unga og efnilega stúlka, dóttir þeirra hr. Sveins Pálma- sonar og frú Gróu Pálmason er í þann veginn að leggja af stað til Toronto, þar sem gert er ráð fyrir að hún dvelji að minsta kosti árlangt; hún hefir orðið þeirra verðugu viðurkenningar aðnjótandi, að fá námsstyrk nokkurn frá Toronto Conserva- itory of Music, sem telja má vafalaust fullkomnasta hljóm- listarskóla þessa lands, og þar hygst hún að stunda nám. — (Ungfrú Pálmason leikur á fiðlu; þetta töfra hljóðfæri hljóðfær- anna, er lokkað hefir hugi kyn- j slóðanna öld eftir öld; hún hefir, sökum frábærra hæfileika og elju tekið mikilvægum fram- förum f list sinni, þó enn sé vitanlega langt í land að full- j komnunar takmarkinu sjálfu; (enda er leiðin til sigurhæðanna löng og torsótt að sama skapi. Leik ungfrú Pálmason einkennir | sálrænn hiti er vekur skýrt ibergmál í hjörtum þeirra er á hlýða. Einn af nafnkendustu próf- dómendum við Toronto Con- servatory of Music, Mr. Donald iHeins, hefir nýverið, auk jmargra annara lofsamlegra um- | mæla, komist þannig að orði |um þessa u'ngu, íslenzku stúlku: “Ungfrú Pálmason er með fá- jgætum hæf stúlka og listræn, sem þá er bezt getur. Hljóm- brigðin í leik hennar minna all- iverulega á Kathleen Parlow.” Ungfrú Pálmason hefir fram jað þessu mestmegnis stundað nám hjá Pálma bróður sínum, jer aflað hefir sér góðs kennara jorðstýrs; hún hefir, þótt ung sé', tekið mikinn og góðan þátt í félagslífi okkar Vestur-íslend- linga, og við stöndum við hana í Idrjúgri þakkarskuld. Þó náms- jstyrkur sá er getið hefir verið um, sé að vísu nokkurs um verður, er hann þó hvergi nærri fullnægjandi til þess að standa staum af dvalarkostnaði Miss Pálmason heilt ár í Toronto, hvað þá heldur lengur. Og með það fyrir augum, að afla sér nokkurs frekara gjaldeyris, hefir hún ákveðið að efna til kveðju- hljómleika í Fyrstu lútersku kirkju að kveldi hins 31. yfir- standandi mánaðar. Við hljóm- leika þessa aðstoðar hana fjöl- | menn og þaulæfð hljómsveit. — Um góða og uppbyggilega skemtun verður því ekki. efast. Skuld sú, er við Vestur-ís- lendingar stöndu'm í við ung- frú Pálmason fyrir hennar á- gætu starfsemi á meðal okkar verður ekki greidd í flughasti, en nokkuð má greiða af vöxt- unum með því að fjölmenna á kveðjuhljómleika hennar í Fyrstu lútersku kirkju. Hinir mörgu vinir hennar, fagna yfir sæmd þeirri., er henni hefir fallið í skaut og óska henni af heilum hug góðs brautargengis. —Winnipeg, þann 20. dag á- gústmánaðar, 1934. Einar P. Jónsson BRAEMORE HOSE Sokkar sem vel líta út á hver kona heimting á. Braemore- sokkar fullnægja þeirri ósk bezt. Þeir eru hámóðins, með panel hælum, faðmfögrum sólum, semi-servioe, lisle litur á fótum, ciffon silki að ofan. Sokadeildin, Aðalgólfi, Portage <*T. EATON C9 LIMITED íslendingar í Utah, fjölskyld- ur þeirra og vinir héldu þjóð- minningar hátíð í Geneva við Utah stöðuavtnið 2. ágúst. Þar komu saman um 600 menn, konur og börn. Flestir af þeim Jsém viðstaddir voru, eru annað- hvort afkomendur eða í tengd- um við hina fyrstu íslendinga sem hér reistu sér “bygðir og bú” um miðja síðustu öld. Að sönnu er fyrsta kynslóðin að mestu leyti fallin frá. Samt er jenn á lífi einstaka maður og kona sem hingað komu um árin 1870-80. Trygð við ísland | og íslenzkt þjóðerni er enn í i hjörtum niðja þeirra. Þess- jvegna halda þeir við þann sið |að koma saman einu sinni á ári, jhverju til þess að syngja og jræða um feðralandið og fólk þess. Hátíðin fór fram á þessa leið: Kl. 9.30 til kl. 12.: Þjóðsöngur, Söngflokkur ís- lenzkur: Bæn, Gísli Bjarnason; Þjóðsöngur, íslenki söngflokk- urinn; Tvísöngur (du'et), Ellen Jamieson og faðir hennar; Lest- ur, Nadene Hanson; Tvísöngur (duet), Blaine og Norma John- son; Ræða, Mrs. Kate Carter; Einspil á lúður, Mae Johnson; Söngur, Hinn yngri íslezki kór; Lestur, La Rena Einarsson; Einsöngur, Mrs. Ernest Hanks; Einsöngur, Miss Ellen Jameson. Að endingu sungu allir: “Eld- gamla ísafold” og “America”. Kl. 12. til kl. 1.30 máltíðarhlé. Fólk borðaði í forsælu trjánna og skemti sér með að hitta vini og vandamenn og spjalla við þá á íslenzku. K1 1.30 til 3 kapphlaup og ýmsir leikir. Kl. 3 til 6. knatta- leikur og Baseball. Kl. 6. kapp- sund, formaður Wilford John- son. Kl. 7.30 kvöldsöngur, stjórnað af Mrs. Lola Argyle Ræða, Wilford Johnson. Karla- kór, Blaine Johnson, Dean John- son, Jim Simmons og Jack Daives. Einsöngur, Frances Johnson. Lestur með söng, Maryette Larsen. Þrísöngur, Rosetta Anderson, Ellen Jame- son og Vala Jameson. Lestur, Hilda Anderson. Kl. 9. var dans- að fram að miðnætti. Allir skemtu sér vel. L. Bjarnason 1 * * * G. T. Spil og Dans verður haldið á föstudaginn í þessari viku og þriðjudaginn í næstu viku í I. O. G. T. húsinu, Sargent Ave. Byrjar stundvís- loga kl. 8.30 að kvöldinu. Fyrstu verðlaun $15.00 og átta verðlaun veitt þar að auki. j Ágætir hljóðfæraflokkar leika fyrir dansinum. — Lofthreins- Gestur (segir við þjón): Er húsráðandi heima? — Nei, hann er farinn í ferða- lag. — í skemtiferð? — Það er fráleitt — konan hans fór með honum. ÍÞRÓTTA-SIGURVINNARAR Á ÍSLENDINGADEGINUM Á Gimli 6. ág. 1934 voru þessir: unar tæki af allra nýjustu gerð jeru í byggingunni. jlnngangur 25c. Allir velkomnir. * * * Björt og hrein herbergi og | góðar máltíðir á sanngjörnu j verði að 701 Victor St., — Sími 86 537. * * * Hlítt og gott herbergi til leigu !með eða án húsgagna að 762 Victor St. Sími 24 500. SKRÍTLUR Skáld: Eg get hvergi fundið seinasta kvæðið mitt. Skyldi telpan hafa fleygt því í ofninn? Konan: Að þú skulir koma með slíka vitleysu. Þú veist það vel að telpan er enn ólæs. Þrenn verðlaun voru veitt í hverri íþrótt og eru nöfn þeirra er þau hlutu birt í röð þannig, að fyrst er nafn þess er fyrstu verðlaun hlaut o. s. frv. Hlaup—100 Yards: Dori Holm, Gimli Eric Stefánsson, Lundar M. Stefánsson, Lundar Kúlukast: S. Kristjánsson, Gimli S. Sigfússon, Lundar A. Johnson, Winnipeg Hástökk: S. Sigfusson, Lundar T. Howardson, Gimli Don Anderson, Winnipeg Hlaup—440 Yards: Dori Holm, Gimli G. A. Breckman, Lundar P. Gustafson, Winnipeg Langstökk: S. Sigfusson, Lundar E. Stefánsson, Lundar G. Sefánsson, Lundar Hlaup—hálfrar mílu: G. A. Breckman, Lundar Earl Valgardson, Gimli Dori Holm, Gimli Langstökk—ekki hlaupið til: S. Sigfusson, Lundar E. Stefánsson, Lundar í gjafalistan í síðasta blaði vantaði eitt nafn og upphæð nfl. Mrs. Kristjana Lovísa Jónsson, Selkirk, 50c Einnig leiðréttist: Lína Hall á að vera Lína Hólm, Selkirk. * * * KVEÐJU HLJÓMLEIKAR Pearl Pálmason, violinist með aðstoð La Sinfonietta Orchestra undir gtjórn Marius Benoist Piano undirspil: Snjólaug Sigurðsson Fyrstu lúersku kírkju, Victor St. Föstud. 31. ág.—kl. 8.30 e. h. Aðgöngumiðar 50 cent. * * * Ungmenni fermd í kirkju Melanktons safnaðar, Upham, N. Dak., af séra Bjama A. Bjarnasyni, sunnud. 22. og 29. júlí 1934: Lois Rose Bell Anna Guðríður Helga Christ- ianson Lillian Þuríður Davidson * Ellen Margaret Decker Esther Guðbjörg Freeman Agnes Marshall Jessie Valgerður Sigurdson Emilia Ingibjörg Swearson Pálína Margrét Thordarson Angeline Jeanette Vatsvog Jón Philip Áraason Gunnar August Benedlktson Ásmundur Swain Benson Stefán Russel Clarence Christianson Allen Frederick Goodman George Ellard Sveinbjöm Goodman MESSUR og FUNDIR i kirkju Sambandssafnaðar Messur: — á hverjum sunnudegi kl. 7. e. h. Safnaðarnefndin: Fumír 1. föstu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngflokkurinn: Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — Á hverjum sunnudegi, kl. 11. f. h. E. Björnsson, Lundar ! Hopp, spor og stökk: S. Sigfusson, Lundar E. Björnsson, Lundar G. Breckman, Lundar Hlaup—220 Yards: Dóri Hólm, Gimli E. Sefánsson, Lundar G. Stefánsson, Lundar Sund: T. Brandson, Winnipeg P. Thorsteinson, Gimli D. Vopni, Gimli íslenzk glíma: S. Jakobson, Geysir A. Johnson, Winnipeg J. Sigvaldason, Geysir Hannessonar Glímubeltið vann S. Jakobsson, Geysir. Skúla Hansson bikarinn vann S. Sigfússon, Lundar. Oddson’s skjöldin vann: Grettir Athletic Club, Lundar. Medalíur voru veittar þessum fyrir flesta vinninga: 1. Gullmedalía — S. Sigfússon, hlaut 23 vinninga. 2. Silfur medalía — Dórí Hólm, hlaut 16 vinninga. 3. Bronsmedalíu — E. Stefáns- son, hlaut 12 vinninga. GÆFUMAÐUR . Svo nefnist hin nýjasta skáld- saga eftir Einar H. Kvaran, er kom út síðastliðið ár. Var það fyrir sérstaka tilviljan að mér voru send 5 eintök til sölu, því að þessi fyrsta útgáfa mun nú gersamlega uppseld á íslandi á einu ári. Bókin kostar, í góðu gyltu bandi, $2.30. Svo vil eg enn mælast til þess, að þeir sem skulda mér fyrir tímarit eða bækur, láti ekki lengur dragast að gera full skil. Oft var þörf, en nú er nauðsyn. Magnus Peterson 313 Horace Ave. Norwood, Man. SEALED TENDERS addressed to the undersigned, and endorsed “Tender for Lock Gates, St. Andrews Lock, Man.”, will be received until 12 o’clock noon (daylight saving), Fri- day, September 7, 1934, for the con- struction and erection of new lock gates and the removal of the gates now operative in the lock at St. Andrews Lock, Red River, Manitoba. Plans and form of contract can be seen and specification and forms of tender obtained at this Department, at the offices of the District Eng- ineers, Customs Building, Winnipeg, Man.; Equity Buiíding, Toronto, Ont.; Postal Station “H”, Montreal Que.; Builders Exchange, 401 Notre-Dame investment Building, Winnipeg, Man.; Toronto Builders Exchange & Con- struction Industries, 1104 Bay Street, roronto 5, Ont.; Builders Exchange, 113 New Birks Building, Montreal Que.; also at the Post Office at Lockport, Man. Tenders will not be consijered un- less made on printed forms supplied by the Department. and in accordance with conditions set forth therein. Each tender must be accompanied by a certified cheque on a chartered bank in Canada, payable to the order of the Honourable the Minister of Pufclic Works, equal to 10 per cent of the amount of the tender, or Bearer Bonds of the Dominion of Canada or of the Canadian National Railway Company and its constituent companies, unconditionaliy guaran- teed as to principal and interest by the Dominion of Canada, or the aforementioned bonds and a certi- fied cheque if required to make up an odd amount. Note.—Biue prints can be obtalned at this department by depositing an accepted cheque for the sum of $10.00, payable to the order of the Minister of Public Works, which will be returned if the intending bidder submit a regular bid. By order, N. DESJARDINS, Secretary. Department of Public Works, Ottawa, August 17, 1934.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.