Heimskringla - 16.01.1935, Blaðsíða 3

Heimskringla - 16.01.1935, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA. WINNIPEG, 16. JANÚAR, 1935 BRÉF TIL HKR. Það mun ekki ósanngjarnt að senda nokkrar línur nú um áramótin til að þakka fyrir gamla árið og óska til hamingju á því nýja. Árferði var hér gott á hinu' liðna ári. Voraði að sönnu nokkuð seint, en tíð hagstæð yfir sumar mánuðina, þótt köld væri. Mun hafa oröið frosts vart í hverjum mánuði. Þrátt fyrir það varð uppskera fyrir ofan meðallag og nýtni góð. Það var byrjað að þreskja með ágúst mánuði, en svo kom óþurka kafli sem tafði fyrir um mánaðar tíma, eftir það mátti heita góð tíð fram undir jól, þá kólnaði fyrir alvöru, svo mælir- inn sagði 40 fyrir neðan og hélst kalt veður til ársloka. Góð uppskera og sæmilegir prísar á bænda afurðum, hafa gert mikið til að rétta við hag bænda og þar af leiðandi ann- ara stétta manna líka. Er það almælt að verzlun og innheimta á gömlum skuldum, hafi verið töluvert betri en á undanfömum árum. Það er áætlað að $500,- 000 virði af vörum hafi verið selt í þessum bæ. Innibindur það vitaskuld vörur af öllum tegundum, bæði nauðsynja vör- ur og munaðarvörur, þar með talið gas, kaffi, sykur og tóbak (ekki brennivín). EJr þetta mikil verzlun í svona litlum bæ með strjálli landsbygð í kring og takmörkuðu verzlun- ar svæði. Sýnir það glögglega að bændur hafa skildingaráð og að hin heimsfræga “kreppa” hefir ekki fest hér eins djúpar rætur og alment er látið í veðri vaka. Það þarf ekki að lýsa þessum bæ, því það var gert í Hkr. í haust er leið. En það má geta þess að þó nokkrar nýjar bygg- ingar hafa risið upp og tölu- verðar aðgerðir á þeim gömlu hafa átt sér stað, mun sá kostn- aður nema nálæg $8,000. — Nokkuð mörg hús og lot, hafa einnig gengið kaupum og söl- um. Engin hús eru auð á þess- um tíma. TöluVert fjör hefir verið í skemtunum af öllu tæi. Pic- nic-in byrja vanalega 24. maí og er haldið áfram fram á haust uppihalds lítið. Þá, strax og frost koma, tekur skauta- húsið við og heldur áfram til vors. Milli þessara aðal skemt- ana eru dansar, myndasýning, tómbólur og spil. Á samkomu- húsi bæjarins fer varla úr dag- ur, að það sé ekki eitthvað á ferðinni og er áætlað, að á því einu, hafi verið eytt um $10,000 til skemtana á síðasta ári. Svo eru skóladansar og fjósdansar þar að auki. Öll félög, bæði kristin og ókristin, þurfa að hafa dans, einu sinni og tvisvar á ári og fróðir menn segja, að þau séu ekki færri en 20 í bænum og fari fjölgandi árlega. Á þessu sést, eins og áður var að vikið að hér er ekki um neina kreppu að tala, hún hvarf af sjálfu sér þegar prísar bötnuðu, og sama er að segja um atvinnuleysið sem svo mikið hefir verið hárómað, að undanförnú. Það mun vera álit Winnipeg manna að hér sé ekki um neina íslendinga að ræða, og ef þeir séu nokkrir þá séu þeir frá- sneiddir íslenzkum félagsmál- um. Við skulum nú athuga þetta nánar og sjá hvernig fer. í bænum teljast vera sem næst 500 manns. Þar af munu 70 íslendingar og af þessum 70 eru yfir 20 fæddir á íslandi! 25 erú í Þjóðræknis-deildinni “Ið- unn” í Leslie. (Konur eru taldar með þar sem maðurinn er í fé- laginu). Væri nú gaman að vita.hvort aðrir bæir standa sig betur í þessu efni? Vitaskuld einblinda þeir ekki á það sem íslenzkt er, því eins og gefur að skilja, hafa þeir öðrum borgara skyldum að gegna. Fyrir utan, að tilheyra Nokkur kvæði eftir Jak. J. Norman ÁSTANDIÐ Frost og fjúk í sinni Fennir í mynni, Þögn um þekking og snilli Þoka um hylli: ísar á uppfræðslu leiðum! Urðir á mannfélags heiðum. Dimt er um dali og skörð, Döpur og lífvana jörð. GUNNAR LINDAL Gunnar er liðinn; Gröfin er lokuð! Hljótt er í heimkynni Hagyrðingsins; Bygðin er þögul— En bjart er yfir Minningu merkisbera Góðvilja og gleöistunda. Þögnuð er rödd ins þjála manns, Sem Ijóðlínur las er leiftraði af; Þökk fyrir viðkynning, vinur kæri, Og þökk fyrir viljann til velfarnaðar. Við skulum halda í horfi þínú Hvað sem að fer að öðru leyti, þó munu flestir af þínum vinum Finna það glögt að fækkað hefir Ljóðstaf lágróma bygðar. SIGURÐUR JÓHANNSON SKÁLD Að þreifa eftir þér hjá oss Er þarflaust, vinur minn, Því guð hann hefir gripið þig í góða faðminn sinn! Og þetta kallast dauða dá Að dvelja í faðmi hans, — En lifa hér við stríð og starf Er stefna og vilji manns. Þig sagðist hafa dauðann dreymt —Og dáið svefni í— En við það fundið fyllra líf Með frelsi — og viti í því. Nú ert þú horfinn okkur frá. Á önd þín dýrri sjóð? í betri heimi, betra Mf— Og betur kveðið ljóð? hinum ýmsu félögum, þá eru þeir vanalega í bæði skóla- og bæjarstjórn. Eftir síðust skýrslum, er mat skattgildra eigna bæjarins 366 þúsund. Þar af í höndum ís- lendinga rúm 55 þúsund, sem er hartnær sjötti partur. Er þvf að sjá, að þeir standi nokkuð jafn- fætis öðrum í því tilliti. Ó- borgaðir skattar nema minna hjá þeim en öðrum. Ef það sem nú hefir verið sagt, er ekki nóg til sannfær- ingar um það, að hér séu ó- mengaðir og þjóðræknir íslend- ingar, þá má benda á það, að þeir hafa gefið hinum ýmsu pörtum bæjarins sem þeir búa í, íslenzk nöfn, svo sem: — Reykjavík, Akureyri og Blöndu- ós. En þeir sem búa á og ná- lægt aðalstræti, segjast eiga heima í sjálfri kóngsins Kaup- mannahöfn!’ En hvað sem því líður og hvað sem um efnahaginn er, þá er eitt víst, að við erum allir heilsugóðir þótt gamlir séum, og ekki hefir einn einasti verið grafinn í bæjar grafreitnum til þessa tíma. Hitt kom fyrir á síðasta ári, að íslenzk kona gifti sig, þó yfir sjötugt væri. Þótti það svo mikil nýjung, að bæjarbúar settu á stað dansleik mikinn í heiðursskyni — brúð- gúminn var einnig yfir sjötugt — og dönsuðu þau engu síður en þeir sem yngri voru og ó- giftir — geri aðrir betur. Nei, gamla fólkið er ekkert að hugsa um að deyja, það er eins og það hafi tvöfaldast í roðinu síðan það fór að fá ellistyrk- inn, þá kvað Valdi: Nú er eg kominn, eftir marga raun, með ótal kaun. Yfir lífsins ódáðahraun, á eftirlaun. — að þeir þyrftu að gera eitthvað til að gleðja fólkið. Sendu þeir því norður undir heimsskaut, eftir tveim afar stórum jóla- trjám, grófu þaú niður á aðal- stræti bæjarins og lýstu þau upp með 100 rafmagns Ijósum af öllum litum. Varð af þessu svo mikill dýrðar Ijómi að Betli- hem stjarnan dofnaði að mun. Sankti Kláus lét þó ekki standa á sér. Hann er ennþá jólaguð- inn hér og fólk virðist mjög ánægt með hans framkomu. Þetta fyrirtæki kaupmanna mæltist vel fyrir svo að gert er ráð fyrir að hafa enn fleiri tré, á næstu jólum. Þá mún nú nóg komið að svo stöddu. En til að árétta það, að hér séu ennþá íslend- ingar á lífi, með íslenzka tungu, íslenzka hugsun og íslenzka •braglist, þá langar mig til að setja hér fáeinar vísur, eftir “Valda”, sem allar eru hér fæddar)vað gefnum tilefnum og hljóða þannig: | Innheimtu menn iSkuldakröfu skjá hrafnar, skeyta saman nótumar •með tönnunuin. En rentu rentu reikningar reka burtu sálirnar, úr mönnunum. I Kóngurinn biður að heilsa Vesturheims löndum, víst er það virðingar ljósin skína. Kóngurinn danski Bennett bað að bera kveðju sína. I Vinnuhjú Vinnuhjúin, verka smá, j værðar fá að njóta. j Sannleikanúm sefur hjá j samvizkan — til fóta. Jöfnuður [ Við skulum gera lífið létt. : Landið má til að verða slétt. J Skeytum ekkert um álfana og tröllin. Upp með dalina og niður með fjöllin. Hvað um það, allir erú á- nægðir yfir því, að vita að gam- almennum líður þolanlega, af hvaða þjóðflokki sem þeir eru. Þegar verzlunarmenn bæjar- ins komust á snoðir um það, að þeir hefði selt hálfrar miljón J ræflar aúflans trosna. dollara virði af vörum — þar á j Holdið er í taumi trekt, meðal 28 bíla — þá fanst þeim trúarskrúfur losna. Bilun Af mér reitist ró og spekt, Á FERÐ OG FLUGI Eftir S. Björnsson Framh. Nú sóttu þrír synir Stefáns G. Péturssonar mig til Bjargar og tóku mig heim með sér 12 mílur suðvestur af bænum. Er Stefán sonur Guðmundar Pét- urssonar föðurbróður míns, — Tók Guðmundur þarna heimilis- réttariand í Yellow Medicine County árið 1878 og nefndi að Glæsisvöllum. Ekki skil eg nú að óþekt sléttan hafi borið nafn með rentu þá, en nú gerir stað- urinn það sannarlega. Hefir Stefán bygt tvílyft hús á dálitl- um hól með steinsteypu kjallara undif. Að austan og norðan er ræktaður skógur. Túrbina drif- in af gasvél er í kjallaranum, sem raflýsir alt húsið og hlöð- una. Tveir súrheysgeymar (septie tanks) eru grafnir í jörð fast við húsið. Fjögur stór svefnherbergi og baðrúm eru á efra lofti, en 3 setustofur og eldhús niðri. Þar að aúki er stórt fordyri innilugt flugnavír, eru þar stólar og borð, legu- bekkur og hengirúm (ham- mock). Að aftan eru og tvö stór herbergi innilugt flugna- vír, það neðra brúkar húsfreyja til þvotta og geymslu, en hið •efra fyrir svefnherbergi á sumrum. Eg hefi lýst þessu húsi svona nákvæmlega til þess, að gefa lesendum hugmynd um íbúðar hús sumra landanna í Minnesota. Hvergi nokkurstað- ar hefi eg séð eins reisuleg hús og vandaða húsamuni og út- byggingar eins og þama á þessu svæði, sem íslendingar byggja. Fyrst þegar eg kom, ávarpaði eg Mrs. Pétursson á íslenzku og spurði hana hvort hún tal- aði ekki móðurmálið. “Ekki mikið, en eg skil það.” íslenzk- an er á förum úr ísl. bygðinni í Minnesota. Þriðja kynslóðin talar hana yfirleitt mjög lítið, eða alls ekki, kannske les og skilur hana nokkuð. Kona Stefáns er Lilja Snorra- dóttir Högnasonar og Vilborgar Jónatansdóttur frá Eiðum í Eiðaþinghá, þá konu, eða stúlku kysti eg á hestbaki á ferð yfir Fljótsdalinn þegar eg fór alfarin frá Valþjófsstað til Þórunnar föðusystur minnar og Nikulásar Jónssonar að Odda við Seyðis- fjörð. Sá eg hana aldrei síðar. Fór hún til Ameríku með hópn- um, sem fór árið 1873, og var Páll bróður minn í þeim hóp. Var hún farin frá Milwaukee til Redwing í Minn. þegar eg Best eins og er Sínúm eigin orlögum, engin ráðið getjjr. Eg er líka í efa um að það færi betur. Vor Sólar brosi fagnarfold, frost úr mosa læðist, vorið losar maðk úr mold, mörkin flosi klæðist. Traust Þótt köld mig gröfin kalli, og hverfi sólar ljós. Þótt mold á fjalir falli og fölni lífsins rós. Sá mikli alheims andi, sem öllu veitir líf. Eg veit hann ver mig grandi. Eg veit hann er mín hlíf. Þetta er nú ekki nema h'tið sýnishom af því sem til er í pokahorninu hjá “Valda”. — Margt fleira er þar að finna og þar á meðal hin snjalla vísa: “Gyðingurinn gaf mér brugg”, o. s. frv., sem margir kannast við. En nú skal enda með því, að endurtaka þakklæti fyrir gamla árið og óska til heilla á því nýja. Það er vonandi að sálin vakni hjá kaupendum þínum, svo að sú skömm spyrjist ekki, að þú hafir dáið fyrir örlög fram. vegna vanskila frá þeirra hálfu. —Foam Lake, 9. jan. 1935. J. Janusson kom þar 1876. Vorú börnin 4 heima, 3 piltar og ein stúlka, en elzti sonurin Gordon vinn- ur á póstúhsinu í Minneota hjá Halldóri A. Jónssyni bróður Jóns A. Jónssonar. Er Halldór giftur Mörtu sysur Lilju. Nú var eg þarna í heila viku og átti góða og skemtilega daga, því nóg var til að lesa af amer- ískum tímaritum og fréttablöð- um. Tefldum við Stefán skált á kvöldum og mátti eg hafa mig allan við ,að verða ekki undir í þeim leik. Hafði eg þó telft töluverð síðastliðin tvö ár- | in, því við landamir í Ballard höfúm taflklúbb og teflum einu sinni í viku yfir vetrar mánuð- ina, en Stefán mjög lítið seinni árin. Nú fór eg aftur til Jóns og Bjargar og var þar í viku á ný. Frh. á 7. bls. Bní^ott^TW (Dunpangí.^{ *" mca(«WATio «rr mav i«/a SKÝLI - ÖRYGGI SJÁLFSTÆÐI Öruggasta leiðin til þess að ná öllu þessu er með því að stunda búskap í Vestur-Canada MANITOBA, SASKATCHEWAN, ALBERTA LÖND ERU Á LÁGN VERÐI Nú Sendið með pósti og áritan yðar fyrirspuma miðan, eftir ókeypis bæKlingi um ÓUNNIN OG ENDURBÆTT LÖND TIL SÖLU HEY og HAGAGÖNGU LEYFI HEY og VIDARTÖKIT LEYFI . . Manager, LAND DEPARTMENT, | Hudson’s Bay Company, Winnipeg i H. 1-35 Sérstakir söluskilmálar Vextir 6% Tilnefnið Iönd er þér hafið I sérstaklega i huga Sec. Tp. Rge. West East Mer. INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Árnes...............................................F. Finnbogason Amaranth.............................J. B. Halldórsson Antler....................................Magnús Tait Árborg...................................G. O. Einarsson Baldur.............................................Sigtr. Sigvaldason Beckville..............................Björn Þórðarson Belmont..................................G. J. Oleson Bredenbury.............................H. O. Loptsson Brown............................... Thorst. J. Gíslason Calgary.............................Grímur S. Grímsson Churchbridge...........................Magnús Hinriksson Cypress River..............................Páll Anderson Dafoe..................................S. S. Anderson Elfros.............................J. H. Goodmundsson Eriksdale.......................................ólafur Hallsson Foam Lake.........................................John Janusson Gimli.................................. K. Kjernested Geysir............................................Tím. Böðvarsson Glenboro..................................G. J. Oleson Hayland...............................Sig. B. Helgason Hecla.............................. Jóhann K. Johnson Hnausa.................................Gestur S. Vídal Hove......................................Andrés Skagfeld Húsavík..............................................John Kernested Innisfail...........................Hannes J. HúnfjörO Kandahar................................S. S. Anderson Keewatin..............................Sigm. Björnsson Kristnes................................ Rósm. Ámason Langruth................................. B. Eyjólfsson Leslie...............................................Th. Guðmundsson Lundar............................................Sig. Jónsson Markerville...........................Hannes J. Húnfjörö Mozart............................................Jens Elíasson Oak Point.......................................Andrés Skagfeld Oakview..........................................Sigurður Sigfússon Otto.............................................Björn Hördal Piney......................................S. S. Anderson Poplar Park............................Æig. Sigurðsson Red Deer............................Hannes J. Húnfjörð Reykjavík............................................Árai Pálsson Riverton................................Bjöm Hjörleifsson Selkirk................................G. M. Jóhansson Steep Rock........................................Fred Snædal Stony Hill.......................................Björn Hördal Swan River.....................................Halldór Egilsson Tantallon...........................................Guðm. ólafsson Thornhill......................... Thorst. J. Gíslason Víðir...............................................Aug. Einarsson Vancouver.............................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis..................................... Winnipeg Beach.......................................John Kernested Wynyard.................................S. S. Anderson I BANDARIKJUNUM: V Akra...................................Jón K. Einarsson Bantry..................................E. J. Breiðfjörð Belingham, Wash.......................John W. Johnson Blaine, Wash....................Séra Halldór E. Johnson Cavalier..............................Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg...................................Jacob Hall Garðar...............................S. M. Breiðfjörð Grafton...............................Mrs. E. Eastman Hallson...............................Jón K. Einarsson Hensel............................... J. K. Einarsson Ivanhoe.............................Miss C. V. Dalmann Milton..................................F. G. Vatnsdal Minneota............................Miss C. V. Dalmann Mountain.............................Th. Thorfinnsson Point Roberts.........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold.................................Jón K. Einarsson Upham...............................E. J. Ilreiðfjörö The Viking Press, Limited Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.