Heimskringla - 16.01.1935, Síða 5

Heimskringla - 16.01.1935, Síða 5
HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 16. JANÚAR, 1935 einskis annars. Ef það dugar ekki til þess, þá verðum vér að ibreyta því. Það er ekki nema eðlilegt, að oss þyki vænt um þá hluti, sem vér höfum lengi haft not af, en þó oss sé vel við tilhögun eða kerfi, þá rekur oss enginn nauðug til, að sjá I gegnum fingur við ágalla þess. Sumir yðar ku'nna nú að ségja, að þetta hafi dugað oss vel að undanförnu og því sé meir en líklegt, að svo muni verða framvegis. Víst er það engin sönnun fyrir að svo verði. Og að vísu sannast það af á- standinu eins og það er, að sú tilhögun er óhæfileg. Og því segi eg, ef það kerfi dugar oss ekki, þá verðum vér að breyta til. Það er engin ástæða til að halda í gömlum skorðum neinni tilhögun, ætlaðri fólki til ham- ingju og hagsældar, ef breyt- ingar á þeirri tilhögun ná þeim tilgangi betur. Saga kapitalisma Nú ætla eg ekki að rekja fyrir ýður sögu kapitalisma, en eg álít það næsta mikils vert, að þér rannsakið nákvæmlega, hvernig kapitalismi varð til. Sá vandi sem vér nú stöndum í, mundi skiljast betur, ef þér vilduð rekja feril þess kerfis og framþróun, frá því það var ein- falt ráð, einfaldlega notað unz það varð margbrotin fram- kvæmd ráðs, er teygt var og togað þar til alls ekki var sjálfu sér líkt. Þá munduð þér sjá, að af stilli og skakkajafna vann kerfið fyrrum vel og rétt, en það jafnvægi hefir það alls ekki til að bera nú á tímum. Stjórnir ráða lagi Fyrrum var samkepni sjálf- ráð og sölutorg aðhaldslaus, en þér munduð fræðast um, að sú aðferð er úr kerfinu fallin og að eitt er komið í þeirra stað: umsjðn og aðhald hins opin- bera. Yður mundi skiljast, að undanfamar viðskifta kreppur stöfuðu frá ólagi á kerfi þessu, og að lagfæringin hafði í för með sér sárar þrautir og mann- raunir, að þessar viðskifta kreppur voru h'kar sóttarháska, hættulegar og torsóttar viður- eignar, en að núverandi kreppa u er þeim öllum meinlegri, og ut- heimtir þessvegna íhlutun og aðgerðir landstjórnarinnar. Nýr kraftur Ef þér rannsakið þetta kapi- talisma kerfi, þá munduð þér meta til fulls mörg atriði, sem valda því sem merkilegast er af öllum: að tímarnir hafa breyzt, að gamalt ástand og aðstöður eru úr sögunni, að nokkuð nýtt er upp komið í félagi voru og viðskiftum, og að sá nýi máttur og megin heimtar freklega, að hann sé viðurkendur. Og eg neyðist til, að bæta þessu við: þá munduð þér komast að ljós- ari raun um það, hve heimskir þeir menn eru, sem reyna að láta sem þessi ósigrandi sann- leikur eigi sér engan stað. Eg þarf ekki að kveða á um það, að hve miklu leyti kreppu- sóttimar hafa stafað af skriði framfaranna, sem enginn ræður við, eða að hve miklu leyti af því, að kapitalismi kunni ekki að stilla sig eftir þessari fram- sóknar hreyfingu. Ekki þarf eg heldur að segja af eða á um það, hvort núverandi kreppa hefði upp komið ef kapitalisma kerfið hefði staðið undir stjóm meir en menskra manna, þeirra er skapaðir hefðu verið úr tómri vizku og heilögu háttalagi. Hið sanna er, að frá upphafi hafa ágjarnir og óvandaðir menn notað sér galla kerfisins í bar- áttunni fyrir sínum hagsmun- um. Og ef vér bætum úr þess- um ágöllum og tökum þar með fyrir þær ófögru athafnir, sem þeir hafa gefið tilefni til, þá er vel að verki verið og hagkvæm- lega. BRÉF Hr. Loftur Bjarnason í Salt Lake City, hefir enn sem fyr sýnt Heimskringlu þá velvild, að leyfa henni að birta bréf er honum var skrifað af öldruðum íslendingi á Hawaii-eyju og sem lengi hefir búið fjarri löndum sínum. En á bréfinu sannast, að oft er það gott sem gamlir kveða og mun margur hafa skemtun af að lesa það. Er Heimskringla þakklát Mr. Bjarnasyni fyrir, að lána her það til birtingar. Hólúalóa, North Kó Island of Haw 10. ágúst, 19í Herra L. Bjarnason, Salt Lake City, Utah Heiðraði herra, kær kveðja: Yðar bréf meðtekið í fyrrr dag, kæra þökk. Átti varla vo að heyra frá yður. Af mér e það að segja, að eg er nær ver tíðar lokum á sjötugasta árini og það eina er eg er enn fæ um, er að lesa eða pára línu hefi liðið af hjartabilun og sjón- depru nú í 8 ár; eg hefi notið dálítils styrks frá stjórninni fyr- ir að áður fyr var eg í sveit þeirri, er varði nýju stjórnina er ruddi Liliokalani frá ríkjum 1893; kom hér 1890 og hefi verið hér mest af tíðinni, utan þrívegis, er eg kom til Ameríku og eitt skifti til Suðurhafseyja n.l. Fiji eyja — var mest vöku- maður (Watchman) meðan heilsan entist en nú dvalið 8 ár í Kóna héraði, mest vegna augnanna, því hér er aldrei stormur eða ryk; svo er leiga á húsum miklu lægri, en í bæn- u:m Honolulu eða Hilo, hvar túrista-prísar eru eða dagprís- ar á flestu. Meðal ísl. er það venja að ættfæra fólk; þar um er eg ei fróður, heiti Gísli son Guðmundar er bjó í Sauðeyjum í Barðastrandarhrepp, og þar uppalinn, en fæddur í Flatey í Eyjahrepp hvar móðurfólk mitt bjó í langa tíð. Móður móðir var systir Þóru í Skógum, móð- uy Matthíasar prests og skálds og séra Guðm., sálmaskálds á Kvennabrekku í Dölum, og sagnaþulirnir Herdís og Ólína eru dætur Andrésar móð- urbróður míns. Eg er einn míns liðs og hefi verið alla æfi, og þekki enga ísl. í ameríku utan Christian Sivertz í Victoria, B. C., hver fór heim á hátíðina 1930. Sigurgeir Sigurðsson faðir hans bjó á Grænhól í sveit minni og er víst ^á eini er þaðan flutti til Ameríku, fólk var bæði fátækt og engin útþrá þar vestra, enda er flest í Ameríku af löndum, að austan eða norðan af íslandi. Christian Ivertz er eg gat um, skrifar ér við og við. Með litlum num tókst honum að koma eimur sonum sínum gegn um iskóla, svo nú eru báðir í öðum við háskóla í U. S. A.. n eg efast um að þeir ta’ orrænt mál, því aftaf va nska töluð í viðurvist þeirr; eima fyrir, a. m. k. var svo þí g heimsótti það á fyrri dögum >ar eg var mest af tíðinni nyrð- •a í Victoria, B.C. En þeir err •æktarsöm ungmenni báðir, gáfu foreldrum sínum nægilegt til íslands farar þá þeir heyrðu þau æskja þess að sjá landið og hátiðina. Kom aldrei í Fjalla- bygðir Ameríku, en heyrði getið um Utah á Isafirði, hvar eg dvaldi tvö síðustu árin heima; þar var Mormóna trúboði en varð h'tið ágengt þar — svo las eg pésa Eiríks á Brúnum um ferö hans til Utah og lýsing á Salt sjó staðnum er hann nefndi Salt Lake City, ærið glæsilega; og faðir kunningja míns í Hon- olulu hver tilheyrir L. D. S. kirkju þar í borg í Ameríku á- samt þjóðskipulagi þar er væri fyrirmynd, með jöfnun á ver- aldlegum gæðum meðal alþýðu. Þó hann hafi aldrei komið þar þá gat hann fengið upplýsingu hjá kirkjudeild sinni. Mér skilst að þar sé “theocracy” andleg stjórn í flestum efnum; ef svo er, er.það eini vegurinn til vel- sældar alþýðu. Leitið fyrst guðs ríkis og alt annað gott mun fylgja, hefi nokkra reynslu, því eg hefi telheyrt tveimur Co-op. Colonies, er báðar strönduðu á sjálfselsku og sérgæðingshætti meðlimanna. Þó Villa, er var óaldar náungi, væri kent um upplausn á ný- lendu vorri í Mexikó, þá var að- eins tíma spursmál að innbyrð- is óeining hefði riðið henni að fullju' þar einingu andans í 'bandi friðarins skorti. Svo þér sjáið að eg hefi um dagana elt ýmsa vafurloga í leit að jarðneskum sælureit forgefins. Og mikið af því er mér innvanst til fór í þessleiðis heimskupör. — Ný- lega urðum við þess heiðurs að- njótandi að Roosevelt forseti kom hér við um einn dag, enn steig ei á land, svo allir urðu vonsviknir, því alt fólkið þyrpt- ist niður að ströndinni; en næst €r hann heimsótti borgina Hilo sem er austan á eynni var hon- um fagnað eftir föngum; lík- lega var koma hans mest þang- að til að sjá eldgíginn mikla, sem er þar í grend. Fólk gerir sér alskyns “fantastic” vonir um áhrif komu hans, svo sem um endurskoðun á eignarétti ýmsra á landi hér, er sumir segja að hafi verið ekki á lög- legan hátt fengið frá frumbúum (aborginals) eyjanna — og trú- boðar og afkomendur þeirra eru mest sakaðir um slíkt athæfi, ekkert veit eg með vissu um sannleika á því máli, en veit þó að öll menning og menningar- stofnanir eru' beinlínis þeim að þakka, og ólíklegt að þeir hafi notað fávísa frumbúa fyrir fé- þúfu, enda var landverð lítið áður en sykurræktin byrjaði, mætti segja verðlaust, hvar vatn skorti, sem er víða í eyj- unum. Tíðin er nú hagstæð, nóg regn, sem er fyrir öllu, svo fólk fær nægilegt grænkál þar, mest af því er “vegetarians”, grasbítar, líklega á íslenzku máli. Við erum svo langt frá höfuðstaðnum, að við fáum ekki mikið af þessu Roosevelts hjálparfé. Þér fyrirgefið hvað þetta er illa úr garði gert þó nógan hafi eg tímann, en eg fekk enga mentun heima, engir skólar fyr- ir alþýðu í mínu' héraði fyrir 60 árum, er eg var unglingur; mér þætti gaman að vera fær um að búa hvar einhverjir ísl. dvelja. Fyrir nokkru keypti eg vegabréf, ætlaði heim, en fékk “cold feet in common parlance”, efnalítill og svo kuldinn og myrkrið, eftir öll þessi ár í hitabeltinu. Þó aldrei sé mjög heitt, þá er aldrei kalt eða minna enn 60° Fahr., við sjó- mál hér í ey. Það yrði mér á- nægja ef þér vilduð segja mér eitthvað um staðhætti í yðar héraði, því stundum finst mér íðin löng, enga að tala við, ná- búamir, japanítar eða portú- gallar, hvórugir skilja utan “pigdin English” þrátt fyrir5-6 miljónir dala er eytt er, til upp- lýsingar á ungviðið, árlega eða áætlun yfir 2 ár; man ekki hvort er, en það er sannlega atvinnubót fyrir kennarana hvað sem öðru líður. Ef það er nokkuð viðkomandi eyjunum er þér vilduð vita yrði það mér á- nægja að láta yður vita eftir beztu vitund, því þó eg sé frá öllum bókasöfnum þá er minnið allgott enn og fyr las eg tölu- vert, því Honolulu hefir fjöl- breytt bókasafn, hvar eg lifði fyr mest af tímanum hér í eyju. Með kærri kveðju og þakklæti fyrir að skrifa mér, yðar virð- ingarfylst, G. Goodman Box 2560 Honolulu, T. H. 90% KJÓSENDA I SAAR GREIÐA ATKVÆÐI MEÐ SAMEININGU V1Ð ÞÝZKALAND Saarbrucken, 15. jan. — Við atkvæðagreisluna s. 1. sunnudag í Saar aðhyltist yfirfljótanlegu'r meirihluti íbúanna sameiningu við Þýzkaland. Tala atkvæðanna með að sameina Saar-héraðið aftur Þýzkalandi, nam 476,089. En það er 90.8% allra atkvæðanna. Með því að héraðið væri und- ir vernd þjóðabandalagsins voru greidd 46,613 atkvæði, eða 8.87% allra atkvæða. Aðeirfs 2,083 atkvæði voru með sameiningu við Frakkland. Það er aðeins brot af 1% allra atkvæða (.33%). — Etfir atkvæðagreisðluna bjuggust ýmsir við að flytja burtu úr Saar-hérðainu til Frakklands og helzt áður en al- þjóðalögreglan yfirgæfi hérað- ið. Um 400 Gyðingar sáu sér ekki til setu' boðið og hafa nú þegar yfirgefið heimili sín. — Nokkrir þeirra hafa tekið ból- festu í Luxembourg, en 150 gera ráð fyrir að flytja til Palestínu. Verkfall varð s. 1. mánudag í einni verksmiðju Frakka í Saar. Er enginn efi á því tal- inn, að það stafi af áhrifum kosninga-úrslitanna. Á Þjóðverjum er sagt að ligþi vel eftir þennan sigur. NOKKUR AF UMBÓTANÝ- MÆLUM BENNETTS Blaðið Toronto Star, sem ótt og uppvægt er út af umbótaný ■ mælum Bennetts og telu’r þau argvítugasta sósíalisma, bendir á þessi atriði í þeim, máli sínu til sönnunar: Atvinnuleysis-vátrygging Ellistyrk Sjúkra-vátryggingu Slysa-vátryggingu Eftirlit með viðskiftagróða Jafnari útbýtingu auðsins Lágmark vinnulauna Ákveðinn vinnutími Bann við að böm vinni Stjóm á sölu búnaðar og annarar afurða Eftirlit með rekstri fjármála- stofnana Stjórn á hveitisölu. Eftirlit með öllum viðskiftu'm Lög er banna félögum að selja “afvatnaða” hluti í eignum o. s. frv. Jæja — þetta er ekki sem verst sýnishom, þegar á alt er liitð, af umbótatillögum Ben- netts. Það getur verið að það sé “fjandafæla” í augum þeirra, sem blaðið Toronto Star lesa, sem er liberal og þjónar auð- valdinu í Ontario dyggilega. Hér Myndalaus myndabók 7 EFTIR H. C. ANDERSON Sig. Júl. Jóhannesson, 'þýddi Fjórða mynd “I kveld var eg á þýzkum kímnisleik,” sagði máninn: “Það var í litlu þorpi. Hesthúsi var snúið upp í bráðabirgðarleikhús. Básamir voru' allir dubbaðir upp og búnar til úr þeim smástúkur handa fólkinu til þess að sitja í. iStoðir og milligerðir voru skreyttar eða öllu heldur huldar með allavega litum pappír. Niður út loftinu hékk ljósahjálmur úr járni — en svo var lágt undir loftið að þeir hæstu gátu tæplega gengið uppréttir án þess að reka sig upp undir. Til þess að láta svo líta út að ljósið hyrfi upp í loftið eins og á stómm lekhúsum, þegar bjallan hringdi, var stórt kerald þannig útbúið að það hékk neðar en Ijósið, og þegar það var dregið upp undir loftið þá faldist ljósið í því (keraldinu). “Klingling, klingling,” sagði bjallan og keraldið lyftist hér um bil hálft annað fet, þá hvarf Ijósið og leikurinn bjTjaði. Ungur aðalsmaður var þar staddur með konu sinni; þau voru á ferð um landið og töfðu náttlangt í þorpinu’. Forvitni var svo mikil að sjá þau, að hesthúsið var alveg troð- fult. Aðeins örlítið svið undir ljósahjálminum var autt; þar sat enginn. Lýsi lak niður úr ljósum, þess vegna var enginn undir þeim. Eg sá þetta alt, því svo heitt var í hest- húsinu að opnaðar voru allar smugur til þess að hleypa inn hreinu lofti. En inn um allar opnu smugurnar á veggjum gægðust piltar og stúlkur, sem þyrptst höfðu að hest- húsinu að utan af forvitni. En inni fyrir var lögregluþjónn með staf í hendinni, fór með- fram Veggjum að innan og potaði prikinu út um hverja smugu til þess að reka fólkið í burtu sem inn vildi gægjast. Næst leikpallinum sáust þau greifinn og frú hans; þau sátu þar í gömlum ruggustólum. 1 þeim stólum sátu þau venjulega borgarstjórinn og frú hans. í kvöld urðu þau að sitja á hörð- um trébekkjum eins og hitt fólkið. “Þarna sannast það að einn kemur öðr- um meiri,” hvísluðu konurnar hver af annari, og þótti 'auðsjáanlega gaman að. En alt þetta stuðlaði til þess að gera skemtunina ennþá hátíðlegri. Sú virðing sem greifinn og frú hans veittu með nærveru sinni lyfit öllu upp í hærri tilveru; og það að borgarstjórinn með frú sinni var jafn afþýðunni fylti fólkið nokkurskonar sjálfsaðdáun. Að leiknum enduðum seig keraldið niður að ljósahjálmurinn birtist aftur, fólkið klappaði saman lófum og eg — já, mánninn tók þátt í þessum kýmnisleik frá byrjun til enda.” Fimta mynd “Það var brúðkaupshátíð,” sagði máninn. “Söngvar voru sungnir; minni voru drukkin. Alt var ríkmannlegt og skrauti búið. Gestirnir fara heim; það er komið fram yfir miðnætti. Mæðurnar kystu brúðgumann og brúðurina og kveðja þau. Þau eru orðin alein — en eg sé þau; en gluggatjöldin voru svo að segja dregin alla leið niðu'r. Ljós logaði í hinu vistlega svefnherbergi brúðhjónanna. “Guði eé lof að allir eru farnir!” sagði hann og kysti hana bæði á hendurnar og munninn. Hún brosti — og grét, hallaði sér upp að honum og hvíldi við brjóst hans, með þungum andardrætti alveg eins og lótusblómið hvílir á rennandi vatninu — og þau töluðu saman blíðmæli gagntekin af hinni dýpstu sælu, sem lífið á til. “Sofðu' nú vært,” sagði hann. En hún hækkaði gluggatjöldin: “ó, hvað máninn skín yndislega!” sagði hún. “Sjáðu bara hvað hann er dýrðlegur, hvað hann er kyrlátur en glaðlegur og bjartur!” Og svo slökti hún ljósið og það varð skuggsýnt í hinu vistlega herbergi — en geisl- ar mínir ljómuðu alveg eins og augu brúð- gumans ljómuðu. — Kvennlega sál, kyss þú hörpu skáldsins þegar hann syngur um leynd- ardóma lífsins. 5. SÍÐA Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BirgSlr; Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA vestra mun það hafa önnur á- hrif. WINNIPEG-FRÉTTIR Borgarstjóri John Queen gaf í skyn á bæjarráðsfundi s. 1. laugardag, að hann hugsaði sér að auðga fjárhirzlu borgarinnar um eina miljón dollara með því að hækka skatt á viðskifta- mönnum. * * * Bæjarráðið kaus nefnd á síð- asta fundi til að rannsaka mögu leikana á að Winnipegborg tæki í sínar hendur sölu á brauði og mjólk, ennfremur stofnun bæj- arbanka og húsabyggingar. ¥ ¥ ¥ Horace Ghevrier, sem um langt skeið hefir rekið klæða- verlun í þessum bæ, og ís- lendingum sem öðrum hér er að góðu kunnur, dó s. 1. laug- aidag. ¥ ¥ ¥ Á einum bæjarráðsfundi ný- lega, lenti í svo gráu milli Hon- eymans og Rice-Jones, að hinn j fyrn^fndi hótaði að kalla á lög- reglumenn og láta kasta Rice- Jones út. * * * Þríbura fæddi kona nokkur í Winnipeg s. 1. laugardag. Heitir hún Mrs. Duff og er kona Wil- liam H. Duff, vara-forseta heild- sölufélagsins Campbell Bros and Wilson. Börnin fæddust öll á einum fjórðungi úr stundu, tvaar stúlkur og einn drengur; dreng- urinn er yfir fimm pund og stúlkurnar fjögur til fimm pund hvor. Börunum og móðurinni líður vel. FJÆR OG NÆR Prófessor Watson Kirconell flytur erindi um íslenzka ljóða- gerð í Agnes St. Labor Hall annað kvöld (fimtudag). Auk þess verða þar sýndar myndir frá íslandi, sungnir íslenzkir söngvar og dans á eftir. Inn- gangur 15c. Verkamannafél. hefir þama skemtisamkomu á hverju fimtudagskvöldi, þetta kvöld er sérstaklega ætlað ís- lendingum. Þeir ættu að fylla húsið. ¥ ¥ ¥ S. S. Anderson frá Piney var í viðskiftaerindum í bænum eft- ir helgina. ¥ ¥ ¥ Söngflokkur Fyrsta lút. safn- aðar hefir ákveðið að halda “ESKIMO TEA” á föstudags- kvöldið 18. janúar eða, nú í vik- unni, í fundarsal kirkjunnar á Victor St. Það eru nokkur ár síðan söngflokkurinn hefir haldið heimboð og vonast er eftir að fólk sýni vináttu og velvild með því að fylla salinn þetta kvöld. Tekið verður á móti gestum frá klukkan átta, en um níu hefst stutt en vandað prógram. Engin aðgengur seldur en skál- ar verða á kaffiborðum fyrir samskot. Rakarinn — Gerið svo vel að fá yður sæti. Gott veður í dag. Hvers óskar herrann? Hvað segið þér um ráðstefnuna í London? Hvemig viljið þér að eg klippi yðúr? Gesturinn — Þegjandi. * * * Ákærður — Eins og þér vitið, herra dómari. . . Dómarinn (önugur) — Eg veit ekki neitt. 4

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.