Heimskringla


Heimskringla - 16.01.1935, Qupperneq 6

Heimskringla - 16.01.1935, Qupperneq 6
6. SÍÐA._____________ I VÍKING Eftir R. Sabatini Þetta tilboð var flutt með mjög mörgum orðum og miklum skrúðmælum, en af því langa tali festi Sir Oliver hug sinn, er varla vissi hvaðan veðrið stóð, við það eitt, að refsa óvinúm Islam. Honum fanst óvinir Islam vera sínir óvinir; ennfremur fanst honum, að þeir þyrftu nauðsynlega refsingar við, og að næsta geðfelt væri, að styðja að þeirri refsingu. Svo hann leit á þennan kost. Hinn kostinn hug- leiddi hann líka, að ef hann neitaði að játa trúnni, þá 'biði hans þóptan og árin, á serk- neskri galeiðu. En af því starfi þóttist hann hafa fengið meir en nóg, og eftir að búið var að þvo honum, og hann náði því aftur, að finna hvernig það var að vera alminlegur maður, þá vildi hann alt annað heldur gera, en að festast við árina á ný. Honum varð ekki mikið fyrir því, að hafna sinni gömlu trú og taka við þeirri kaþólsku, eins og vér sáúm, og þóttist svikinn og illa haldinn í þeim skift- um. Nú varð honum ekki meir um, að taka við Islam, en nú var sá munurinn, að hann ábataðist stórum. Enn var sá munur á, að hann tók við Múhameðs trú með ofsa nokkr- um eða sannfæringar frekju, sem skorti með öllu, við hin fyrri trúarskiftin. Meðan hann var á galeiðunni spönsku, komst hann að þeirri niðurstöðu, sem fyr er getið, að Kristnin, eins og hann sá hana framkvæmda, væri napurt og grimt háð, sem veröldinni væri hollast að losna við. Ekki er svo að skUja, að sannfæring hans um ágalla kristninnar gengi svo langt, að hann tryði því, að Mahómets trú væri rétt og sönn, né að trúarskiftin næðu lengra en á yfirborðið. En hann átti ekki nema tvo kosti, þóptuna eða háþUjur, árina eða bjúga saxið, og tók djarf- lega og hvatlega þann kostinn, sem horfði til lífs og frelsis fyrir hann. Svo nú var hann tekinn í fylkingu hinna trúföstú, en þeirra bíða laufskálar í Paradís, í vitazgjöfum þroskaðra aldina, á bökkum þeirra fljóta sem streyma bakkafull af mjólk og af víni og af skíru hunangi. Hann var settur á þá galeiðu, sem Yusuf var fengin og gekk næstur honum að völdum. Misseri síðar börð- ust þeir undan Sikiley, við eina af galeiðum hinnar stríðandi kirkju (hinna herskáú ridd- ara St. Jóhannesar, á eynni Malta); í þeirri hríð féll Yusuf, hann gaf upp öndina í fangi Sir Olivers, en áður en hann dó, nefndi hann sinn gamla þóptu félaga til að stjórna galeið- unni og kvaddi alla til að hlýða hverju hans boði og banni, unz þeir kæmu til Alsír og Asad segði sjálfur til, hvað hann vildi vera láta. Sá hæstráðandi staðfesti gerðir Yusufs og eftir það stýrði Sir Oliver einn skipi. Þá var honum gefið tignar nafnið Reis eða hersir, en síðan uppnefndú vikingar hann og kölluðu Sævar Hauk, af því að hann var djarfur og hvatfær um allan þann sjó, þar sem aldrei sér fjöru né flóð (Miðjarðarhaf) og jafnvel í kristnum löndum. Síðan varð hann aðstoðar- maður Asads sjálfs og ’réði, af hans hendi, fyrir öllu víkinga liði, því að Asad gerðist gamall til herferða, og var svo áræðinn, slyngur og heppinn, að aldrei kom hann tómhentur úr ránsferðum. Öllum var ljóst, að Allah var með honum og að náð þess guðs var yfir honúm, og að Allah hefði útvalið hann sitt verkfæri til að gera Islam dýrðlega. Asad virti hann strax mikils og þótti, að lokum, mjög vænt um hann. Gat sá ramtrúaði, gamli Serkur, annað gert en elskað þann, sem hinn miskunsami, hinn vor- kennandi, hafði augljósar mætur á? Þar kom, að Sir Oliver var talinn sjálfsagður til að taka við hæstu ráðum, þegar forlögum Asads væri lokið, að dæmi trúníðinga, er á ýmsum öldum höfðu gerst höfðingjar í víkinga liði. Ekki var upphefð hans öfúndlaus, sem síðar mun sagt en þó kom aldrei til þess að ráðin væru tekin af honum, nema einu sinni. Svo vildi til, einn morgun, að hann gekk í þrælagerði, í Alsír borg, og á þeim óþokkalega stað fann hann nokkra af sínum samlöndum; hann skipaði þegar, að brjóta af þeim fjötra og láta þá lausa. Fyrir því krafðist Asad Pasha, að hann gerði fulla grein, og þá þóttist hann engan útveg kunna, nema fylgja sem fastast sínu máli. Hann sagði svo og svarði við skegg Spámannsins, að ef hann ætti að beita sverði Múhameðs og brjóta straum fyir Islam á sjónum, þá hlyti hann svo að gera eftir sínum ráðum, og eitt af sínum ráðum væri það, að sínir samlandar fengju ekki að kenna á eggjum þess sama sverðs. Hann lét svo um- mælt, að Islam skyldi ekki tapa á því, vegna þess að fyrir hvern enskan mann, sem hann léti lausan, skyldi hann hertaka marga spán- verska, franska, ítalska og gríska. Hann hafði sitt fram, en með því einu móti, að með því að hernumið fólk væri al- mennings eða ríkis eign, þá yrði hann að kaupa það sér til handa, ef hann vildi hafa það H E I M S K af ríkinu. Þá yrðu þeir þrælar hans og hann mætti fara með þá, sem honum sýndist. — Þannig skar Asad úr þeirri flækju, viturlega og réttvíslega, og Oliver hersir var svo hygg- inn, að hann hlítti þeim úrskurði. Eftir það keypti hann þá enska menn, er fluttir voru til Alsír, gaf þeim frelsi og kom aftur til sinna heimkynna. Að vísu varð hann ærið miklu til að kosta, en hann gerðist svo auðugur, að sá skattur varð honum ekki þungbær. Lávarðurinn Henry telur mjög nákvæm- lega þær mörgu hryðjur og æfintýri, sem garp- úr vor var riðinn við, og í því stórstreymi mátti hann vel gleyma undanfarinni æfi. En að svo var ekki, sýndi sig, þegar Biskaine-el- Borak, sem gekk honum næstur að völdum, flutti nokkra brezka sjómenn, hernumda, til Alsír og þeirra á meðal ungan mann frá Helston, að nafni Pitt, en föður þess sveins hafði Sir Oliver þekt. Hann tók piltinn heim með sér, til hallar sinnar, veittti honum vel, sem góðum gesti og sat á tali við hann alla nóttina, til morguns; hann spurði hann spjör- unum úr, um alla í heimabygðinni og af þ'eim endalausu spumingum ráðum vér í, að hann langaði heim og þótti leið æfi sín; hinn brezki unglingur opnaði dyr að umliðinni æfi hans, svo að fornar ástir kviknuðu, fomar undir sviðu, en alt slíkt bældi hann niðúr hjá sér, þegar hann gerðist víkingur og skifti um trú. Þá sumamótt vaknaði hjá honum eftir- sjó og ólm þrá til Rósamundu. Henni ætlaði hann að ljúka upp aftur þeirri hurð, er hann hafði skelt í lás, með ógæfuna á hælunum. Honúm datt ekki annað í hug, en að hún myndi svo gera, þegar hún vissi hið sanna. Og nú var engin ástæða til, að hlífa Lionel, þeim blauða bróður, sem hann hataði nú eins mikið og hann áður hafði elskað hann. í leyni skrifaði hann henni til og sagði henni alt eins og var. Sá sem ritaði sögu hans meinar ,að það tilskrif hefði vel mátt bræða harðan stein. En það bréf var meira en af- sakana og ástar bréf, það sagði til sannana, sem hlutu að taka af allan efa. Hann sagði henni frá skjalinu, sem meistari Baine hafði samið og vísaði henni til hans, ef henni þætti skjalið tortryggilegt. Að því búnu bað hann hana að leggja málið fyrir drotninguna, fá leyfi til landsvistar fyrir hann og uppgjöf þeirra saka, að hann kastaði trú og Iagðist í hernað, knúður af kvölum. Hann gaf piltinum brezka góðar gjafir, lagði ríkt á við hann, að skila sjálfur bréfinu í hendur Rósamundu og vísaði honum á vottorðið. Það dýrmæta skjal var falið í gamalli bók um fálka veiðar, hvemig þeim fuglum skyldi beita til að drepa aðra, en sú bók var geymd í bókastofu á Pen- arrow; honum þótti ólíklegt, að Lionel hefði opnað hana, með því að hann var ekki bók- lærður og grunaði ^ekki, að skjalið væri þar geymt. Skjalið skyldi Nikulás finna, að Pitts tilvísun en hann færa það Rósamundu. Að svo búnu fann Saltr-el-Bahr ráð til að koma Pitt til Genoa og þar í enskt skip. Þrem mánúðum síðar fekk hann svar — bréf frá Pitt þessum, en það bréf barst sömu leið, því að Genoa menn voru þá í sáttum við Serki og önnuðust erindi þeirra við kristnar þjóðir. í því bréfi sagði Pitt frá því, að hann hefði gert alt, sem fyrir hann var lagt, náð skjalinu ,gengið fyrir Rósamundu, er þá dvaldi í Arwenack, hjá Sir John Killigrew og fengið henni sjálfur bréf og skjal; en þegar hún heyrði, hvers erindi hann rak, þá fleygði hún bréfinu á eldinn og skjalinu, án þess að brjóta þau upp, og kvaddi hann á búrt. Þá nótt dvaldi Sakr-el-Bahr undir beru lofti, í ilmandi aldingarði hallar sinnar og þrælar hans skýrðu frá því, óttaslegnir að þeir heyrðu stunur og grát. En ef hjarta hans grét í það sinn, þá grét það aldrei framar; uppfrá því varð hann dulari, grimmari og kaldhæðinn úmfram venju og aldrei leysti hann enska úr þrældóm, þaðan í frá. Hjarta hans varð að steini. Þannig liðu fimm ár frá þeirri vornótt er hann var á brott numinn, og frægð hans fór víða og allir óttúðust hann á sjó og flotar voru gerðir út, frá Malta, frá Naples og frá Feneyjum, til að ná honum og taka fyrir rán- skap hans og harða hemað. En Allah gætti hans og aldrei lagði Sakr-el Bahr svo til orustu, að hin bjúgu söxin, reidd fyrir Islam, reyndust ekki sigursæl. En á fimta útlegðar ári hans gerðist það, að honum barst bréf frá Pitt hinum kom- brezka, og þá fekk hann að sjá, að ekki var trygð með öllu útdauð í mannheimum, þó hann héldi svo vera, því að þeim manni gekk ekki annað til, en að launa það nokkm, að hann var leystur úr þrældómL Það bréf ýfði gamlar undir og veitti nýja. Hann fékk þá frétt, að Sir John Killigrew hafði tekið Pitt fyrir og kúgað hann til vitnisburðar um, að Sir Oliver hefði kastað trú sinni og gerst Mú- hameðs fylgjandi, en með þeim vitnisburði fekk hann dómstóla til að lýsa Sir Oliver dauðan að lögum og Lionel bróður hans réttan erfingja að öllum arfinum. Pitt lýsti því, hve sárt hann tók, að verða Sir Oliver til baga R I N G L A móti vilja sínum, og kvað svo á, að heldur vildi hann hafa gengið í snöruna, heldúr en að bera vitnið, ef hann hefði séð fyrir, hvað af framburði hans leiddi. Þetta las Sir Oliver með kæruleysi og fyirlitning. En bréfið flutti meiri fréttir. Jómfrú Rósamunda var nýlega komin heim aftur, eftir tveggja ára dvöl í Frakklandi, hún væri nú trúlofuð meistara Lionei Tressilian og giftingin ætti að fara fram í næstkomandi júnímánuði. Sir John Killigrew hefði stofnað þann ráðahag, hann ætlaöi að leggja upp í langferð og vildi sjá henni fyrir gjaforði og eiginmanns skjóli, áður en hann legði burt skipi sínu nýsfmíðuðu, til Indialands. Enn- fremúr stóð í bréfinu, að öllum þótti sá hjú- skapur vel ráðinn fyrir báðar ættir, því að þá gengju í eitt góssin Penarrow og Godolphin Court, en landamerki þeirra lægju saman . En er hann las þetta, hló Oliver hersir. Hjónabandið var vel þokkað, ekki vegna þess sjálfs, heldur vegna tveggja jarðarskika, sem yrðu að einum, það var hjúskapur tveggja veiðigrunda, tveggja óðala, tveggja sáðteiga og skóga, og að tvær manneskjur áttu hlut í, virtist aðeins tilfallandi auka atirði. Þar næst fann hann hve hlálegt og hæðilegt alt þetta var og beizkjúna af því lagði um alla sál hans. Rósa hafnaði honum og vísaði á bug vegna vigs, en ætlaði að taka í arma sína sjálfan vegandann. Og sá hvolpur, sá falski níðingur, í hvaða pytti helvítis sótti hann kjark til að halda þeim gráa grímuleik til streitu? —• átti hann engan snefil af æru tfl, enga samvizku, enga sómatilfinning, engan guðs ótta.” Hann reif bréfið í agnir og setti sér að gleyma hinu liðna. Pitt vildi vel en olli hon- um sárra kvala. Til að reyna að létta, hug- raunir sínar, lagði hann til hafs með þrem galeiðum og þeirri ferð lauk svo, sem áður segir, að hann hitti skipstjórann Jasper Leigh, á hinum spánska byrðing, sem hann tók und- ir hellisskútúm Heraklesar. III. Kapítuli. Það sama kveld var Jasper Leigh sóttur fram í stafnklefa, af tröllslegum blámanni og leiddur til lyftingar, til tals við Sakr-el-Bahr, hann þóttist eiga vísan bana sinn, fyrir fanta- legar tilgerðir, en lét sem minst á því bera. “Nú eru orðin umskifti, síðan við sáumst seinast á skipsþiljum, skipstjóri,” mælti trú- níðingúrinn, svo stiltur, að ekki var að vita, hverju hann bjó yfir. / “Víst svo,” svaraði hinn. “En eg vil vona, að þú gleymir ekki því, að þá var eg vinur þinn.” “Fyrir borgun,” mælti Sakr-el-Bahr. “Og fyirr vissa borgun kann vera að eg hlífist við þig nú.” Þá lifnaði yfir þeim prettótta stýrimanni, er hann sá vonar skímu. “Nefndu hana, Sir Oliver,” mælti hann, fljótt og mjúklega. “Og ef það stendur í mínu vesala valdi, að gera 'eitthvað sem þú vilt vera láta, þá skal eg sverja, að ekki skal standa á mér.” Svo lagði hann við, í voluðum tón: “Eg en búinn'að fá mig fullreyndan í þrælkun. í fimm ár hefi eg þrælkað, fjögur á galeiðum Spánar, og eng- inn dagur leið svo, í öll þau ár, að eg óskaði mér ekki dauða. Ef þú vissir hvað eg hefi tekið út.” Þá svaraði Sahr-el-Bahr, svo kuldalega, að stýirmanni rann kalt vatn milli skinns og hörunds; “Aldei kom þjáning niður á manni, sem átti hana frekar skilið, aldrei kom refsing betur niður, aldrei hitt réttvísin betur á. Þú ætlaðir a'ð selja mig, mann sem aldrei gerði þér mein, meir að segja mann sem, hafði gert þér góðan greiða — þú ætlaðir að selja mig í þrældóm, fyrir skitin tvö hundruð pund. . .” “Nei, nei,” æpti hinn, óttasleginn, “guð sé mér vitni, að 'eg ætlaði mér það aldrei. Þú munt ekki hafa gleymt því, sem eg talaði við þig, boðinu sem eg baúð þér, að flytja þig aftur heimleiðis.” “Jú, fyrir vissa borgun,” svaraði Sakr-el- Bahr. “Og það er hepni þín, að þú getur nú goldið það gjald, sem forðar þínum sauruga svíra við gálganum. Eg þarf stýrimanns með, og nú skaltu vinna það þér til lífs, að gera það sem þú bauðst til að gera fyrir 200 pund, fyrir fimm árum síðan. Hverju svarar þú því? Viltu stýra þessu skipi fyrir mig?” Jasper Leigh trúði varla eyrúm sínum. Hann svaraði skjótt: “Sir, eg skal sannarlega stýra því og það þó þú viljir til helvítis.” “Til Spánar vil eg ekki þennan ganginn,” svaraði Sakr-el-Bahr. Þú skalt ráða leiðinni rétt álíka og þú mundir gert hafa fyrir fimm árum, til Falárósa og setja mig þar á land. Viltu lofast til þess?” - “Já, feginn,” kom svarið, fljótt og fúslega. “Skilmálarnir eru, að þú skalt halda lífi og vera frjáls maður. En ætlaðu ekki, að þú fáir að skjótast burt á Englandi. Þú skalt ráða ferðinni til baka, og að því loknu má vera, að eg finni ráð til að koma þér heimleið- WINNIPEG, 16. JANÚAR, 1935 is, ef þig langar til, og ef þú reynist vel, er ekki fráleitt, að þú takir einhver laun fyrir. Ef þú gerir sem þú hefir jafnan verið vanur, og beitir svikúm, þá færðu ekki að lifa lengur.” Hann benti á blámennina, er stóðu í skúgga, tröllslegir og kolsvartir svo að ekki sá annað en augnaskjálg þeirra og tennur, og mælti: “Þessar sanda liljur skulu gæta þín, svo að ekkert verði þér að meini, meðan þú ert mér trúr, og þeir skulu kyrkja þig, undir eins og þú sýnir þig í svikum. Þú mátt fara. Á skip- inu máttu vera hvar þú vilt, en ekki máttu fara af því, nema eg segi þér. sjálfur.” Jasper staulaðist burt, þóttist betra hafa borið úr býtúm, en hann vænti, og átti skilið, og blámennirnir eltu hann hvar sem hann fór, uppfrá því, líkir ferlegum skuggum. Nú gekk Biskaine í lyftingu og skýrði frá herfangi, sem lítið var, nema hinir herteknu menn og skipið sjálft. Það var á útsiglingu °S engin von til að mikið fémætt væri innan- borðs, utan vopn og púður og gangsilfur. — Sakr-e-l-Bahr sagði stuttlega hvað hann vildi vera láta: “Færðu fangana í galeiðurnar, farðu svo til Alsír og láttu selja þá. Alt annað skaltu skilja eftir. Tvö húndruð víkingar, hina hraustustu, vil eg að fari á þetta skip, tili að starfa að seglum og til að berjast.” “Ætlar þú þá ekki að koma til Alsír aftur, ó, Sakr-el-Bahr?” “Ekki að sinni. Eg ætla í lengri ferð Ber þú kveðju mína Asad-ed-Din, að Allah gæti hans og gleðji og seg honum að, mín sé að vænta eftir sex vikur.” Þetta þótti víkingum mikil tíðindi. Þeir voru vanir að sveima um Miðjarðarhaf, fáir höfðu komið eins la/ngt og til Spartel höfða, en enginn þeirra kunni neitt til siglinga á opnú hafi. En þeir trúðu á hamingju Sakr-el- Bahrs og að Allah hefði á honum vemd og velþóknun; því komust færri en vildu í þenn- an leiðangur, sem þeir að vísu hefðu kallað feigðar flan, ef foringinn hefði verið ótraust- ari. Ekki er svo að skilja, að Sakr-el-Bahr hefði búið yfir þessu ráði. Það kom að hon- um, meðan hann var á varðbergi og sá á byrðinginn beita til hafs, að gaman væri, að sigla slíku skipi til Englands, ganga á land á Kornbretalandi og veita hinum blauða bróður makleg málagjöld. Þetta flaug aftur í hug hans, er hann sá Jasper Leigh, og með því að hann var orðinn einræði vanur og því, að hverju var hlýtt, þegar í stað, er hann vildi vera láta, þá varð honum skamt milli þess, að hugsa og framkvæma, að óska og fá þá ósk uppfylta. Hann var skjótur til úrræða og skjótur til að koma hverju ráði fram. Enginn varð til að standa í móti honum og nú var eins. Hér var skipið og maðurinn til að ráða stefnu um úthafið. Líka gat svo farið, að hann sæi Rósamundu og gæti neytt hana til að heyra hið sanna. Og Sir John Killi- grew, sá hafði fengið hann daúðadæmdan að lögum, sem trúníðing, og -síðan stofnað til hjúskapar með Lionel og Rósamundu, sá skyldi líka fá sannleikann að vita. Hann bjó ferð sína sem hraðast, og dag- inn eftir lagði hann skipi sínu til hafs, <en Biskaine-el-Borak hélt galeiðunum austur, sem næst landi, eins og víkinga var siður. Sir Oliver fekk svo hagstæðan byr, að á tíunda degi sá hann blána fyrir fjöllum á suð- urströnd Englands. IV. Kapítuli. Hið fagra höfuðból Arwenack stendur hátt; þaðan er löng brekka niðúr að voginum sem áin Fal rennur í; við brekku fótinn er þorpið Smithick, en fram undan því lá fyrir akkerum mikið skip og frítt, gert af hinum bezta efnivið og högustu smiðum, sem til fengust og ekkert til sparað. Þangað voru nú fluttar vistir og vopn, til langferðar, svo að mikið var að gera kringum smiðjuna og þá fáu húsakofa sem í hverfinu voru; Sir John Killigrew hafði haft sitt fram, að láta löggilda staðinn og hugði gott til, enda reis þar upp stór staður og mikill viðurbúnaður, þegar tímar liðu. Mótstaða Sir Olivers gegn þessu uppá- halds áformi Sir Johns var helzta rótin undir óvináttu þeirra; en er Lionel var tekinn við, skifti um, hann fór jafnvel svo langt, að styðja málaleitan Sir Johns við stjómina og þingið, þar til málið hafðist fram. En er Lionel veitti Sir John að málinu, þá tókst vin- átta með þeim. Lionel skorti skerpu bróður síns til vits, en bætti það upp með kænsku. Hann sá það, að þó að héruð þau, sem eign hans lá í kynnú að bíða tjón við það, að höfn var sett annars- staðar, þá mundi það tjón ekki koma fram um hans daga, hann veitti Sir John að hans máli og fékk í staðinn fylgi hans í því áformi, að eignast Rósamundu Godolphin og jarðir hennar.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.