Heimskringla - 30.01.1935, Blaðsíða 2

Heimskringla - 30.01.1935, Blaðsíða 2
2. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. JANÚAR, 1935 RÆÐUR 0G KVÆÐI flutt á Silfurbrúðkaupi hjónanna TfMÓTEUSAR OG FRÚ SESSELJU BÖÐVARSSON að Geysir, Manitoba, 14. okt. 1934 MINNI SILFURBRÚÐHJÓN- ANNA TfMÓTEUSAR OG SESSELJU BÖÐVARSSON Á GEYSIR, MANITOBA, SUNNU- DAGINN þ. 14. OKTÓBER, 1934 eftir S. E. Björnsson Af einhverjum ástæðum sem mér eru ekki með öllum kunn- ar var mér falið að tala hér fyrir minni silfurbrúðhjónanna Tímóteusar og Sesselju Böð- varsson. Jafnvel þó eg vissi að það er æði vandasamt verk lét eg til- leiðast að gera þetta, af því að þessi hjón eru mér talsvert ná- komin, þó ekki sé um frænd- semi að ræða í venjulegum skilningi. Síðan eg fyrst kom hingað í þessa bygð hefi eg kynst þess- um hjónum bæði mikið og vel. Eg hefi ávalt hlotið að finna hlýleika á þeirra heimili, og frá þeim hvarvetna annarsstaðar. Og sá hlýleiki sem okkur hlotn- ast á lífsleiðinni er okkur ávalt mikilsvirði, hvort sem hann berst til okkar frá sálum mann- anna eða utan úr náttúrunni. Við erum saman komin hér í dag til þess að fagna með þess- •um áminstu vinum okkar, og er okkur það að sjálfsögðu öllum sérstakt ánægjuefni. En þó þetta geti ekki talist stórvið- burður í sögu þjóðarinnar, og allra síst á auðmannavísu, þá eru þau rök sem að þessu atriði liggja hliðstæð við beztu og heillaríkustu athafnir mann- anna, og hafa verið um margar umliðnar aldir. En hér er um að ræða fá- tækt bændafólk, sem hefir búið á meðal okkar í 25 ár. í dag komum við saman til að fagna með þeim yfir einhverju sem öllum er, ef til vill, ekki full- ljóst hvað er. En við vitum að í dag er þeirra 25 ára afmæli giftingar og góðrar sambúðar. Vil eg þá í stuttu máli leitast við að gera þessu dfurlitla grein. Eg sagði að hér væri um fá- tækt bændafólk að ræða, og er það í vissum skilningi rétt. En fátækt sú sem hér um ræðir er þó ekki nema á yfirborðinu. Það sem í venjulegum skilningi er nefnt auðlegð, veður aldrei bor- ið saman við manngildið og á það við í þessu' tilliti. Mann- gildi hvers eins er hans dýr- mætasta auðlegð. Jafnvel þó alt annað hverfi lifir manngild- ið og heldur áfram að þroskast langt fyrir utan og ofan alla venjulega lífsauðlegð sem fjöld- inn starir á og hyggur vera hið eina nauðsynlega. Nú vil eg biðja ykkur sem hlustið á orð mín að fylgja mér eftir inn á heimili þessara heið- urs hjóna, til þess að komast að raun um hvar helzt orsaka þessa manngildis verður vart. Það fyrsta sem við tökum eftir er dálítið af góðum bókum og rneira en venjulega gerist á fá- tæku heimili. Og auðséð er að bækur þessar hafa verið notað- ar meir en venjulega gerist. Þó h'ta þær vel út og er vel raðað eins og eigandanum þyki vænt um þær. Nú getum við reynt að gera okkur grein fyrir því að frá þessum bókum stafi straum- ar sem hafi stöðug heillarík áhrif bæði á eldri og yngri á heimilinu, fyrst í gegn um þá eldri til þeirra yngri, þangað til þeir síðarnefndu hafa náð næg- um þroska til þess að njóta þeirra. Hér virðist þessa hafa verið gætt með sérstakri alúð og samvizkusemi. Vil eg í því sambandi leyfa mér að benda á börn þessara hjóna. Þau eru óvenjulega bókhneigð, og að mínum skilningi hafa þau feng- ið hið ágætasta uppeldi. Annað og fleira verður til að vekja athygli á þessu bónda heimili. Á það ef til vill að ein- hverju leyti rætur að rekja til ættlandsins okkar góða “norður við heimskaut í svalköldum sævi”. Það er geðprýði hús- bændanna. Á sú geðprýði ræt- ur í þroskaðri skynsemi þeirra og kemur fram í dagfari þeirra fyrst og fremst gagnvart böm- unum og þá gagnvart öðrum sem þar ber aðgarði. Við get- um nú ef til vill sagt að geð- prýði sé alls ekki íslenzks eðlis, því náttúra íslands hafi sízt þann eiginleika. En íslenzk er hún samt og hefir verið frá alda öðli. Það, að skynsamleg íhugun eigi að ráða orðum manns og gerðum hefir verið prédikað inn í okkar þjóð frá vöggunni og fram á fullorðins <jftrighfs HERMIT PORTVIN OG HERMIT SHERRY eru hln fínustu drúgu vln, og varin með íbliindun af hreinu drúgu brennivíni í 26 og 40 únzu fiöskum ifiright's C0NC0RD OG CATAWBA hafa verið uppáhald á Canadisk- um heimilum í meir en fimtíu ár í 26 og 40 únzu flöskum og 1 gallónu glerbrúsum ár. “Sá sem stjórnar geði sínu er betri en sá sem yfirvinnur borgir”, var eitt af spakmælum þeim sem móðir mín kendi mér í ungdæmi mínu. Og það úir og grúir af þessum spakmælum í okkar ástkæra, ylhýra máli”. Skáld og rithöfundar hafa flétt- að utan um þau heila kvæða flokka og bækur. Þannig hafa þau runnið íslenzkum mönnum og konum í merg og bein. Hefir það framar öllu öðru lagt; grundvöll undir lífsskoðun þjóð- j arinnar og bygt ofan á hann frá kynslóð til kynslóða gegn um aldirnar. Hefir þetta orðið ; til þess að vekja eftirtekt ein- j staklingsins á ýmsum sígildum fyrirbærum í náttúrunni sjálfri, sem öll benda í eilífu samræmi áfram í áttina til framþróunar og fullkomnunar. Ekki getur hjá því farið að sálarlíf þeirra manna sem njóta slíkra áhrifa verði snortið. Það eru söngtöfrar að sumu leyti líkir þeim sem við náum utan úr víðri veröld í gegn um radiotæki nútímans, aðeins svo óendanlega mikið dýrmætari fyrir þroska hugsananna. Matthías lýsir áhrifum þeirra þannig: “Vakna þúsund veðra brygði í myrkviði minna drauma Loga lífstaugar fyrir ljósvaka Sem bláöldur und bliki mána. Finst mér að styrmi sterkir vindar Gamal gleymdra geðshræringa, Og hálftýndar hugsjónir Daga fram úr djúpi sálar. Hvað er nú: Hugsjón? Hljóm- ur? Ilmur? Ljóðaljóð eða ljósavefir? Skiftast á skynvit til skilnings- auka? Vaka vitundir er eg veit ei af?” Er þarna 'lýst þeirri innri j hrifning, sem spyr ótal spurn- j inga og fær svör gegn um j skynvit persónunnar sjálfsrar. j Og svörin verða blönduð tónum tilfinninganna, en skýr, fögur og áhrifarík eins og sólargeisl- inn á vormorgni á gróðuí jarð- arinnar. Ótal dæmi mætti rekja þessu viðvíkjandi, en eg vil að- eins minna á það sem mönnum hættir svo við að gleyma að áhrif frá stórskáldum þjóðarinn- ar eru ómetanleg fyrir þroska manna, og þá umfram alt æsk- unnar. Lestur ljóða eins og Matthíasar og annara beztu skálda þjóðarinnar er áhrifa- ríkari og betri en margra ára skólaganga okkar æskulýðs hér í þessari vestrænu menningu. | En eg minnist á þetta hér af því mér er kunnugt um að Tímóteus Böðvarson er svo; ljóðelsku'r maður að eg hefi lík-1 lega ekki þekt annan eins. Enda | kann hann utanbókar ógrynni j Ijóða og þau af betra tæi. —\ Fallegustu Ijóð beztu skáldanna j ■ urðu þannig hans ógleymanlegu förunautar gegn um lífið. — Hann gaf þeim skýli á sínu fá- tæka bóndabýli langt inni í frumskógum þessa mikla meg- inlands, þar sem þau hafa á- valt síðan orðið til þess að draga úr daglegum og auka lífsgleði heimilisins. Og um fram alt hafa TIL FRÚ SESSELJU OG HERRA TÍMÓTEUSAR BÖÐVARSSONAR Á tuttugu og fimm ára giftingar afmæli þeirra Eg vildi mega kveða ykkur kvæði, Sem kanske mönnum fyndist nógu langt, En á það held eg yrði litið strangt, Og ekki mundi verða til þess næði. En það er nautn, og hjörtu af því hlýna, Að hlaða sönnu lofi á vini sína. Eg hygg þó rétt að hafa kvæðið minna, Því hér er margur sem að tala þarf, Að reyna sig við ræðu’ og ljóða starf; Eg ræð það af að stytta það og þynna, Og þó það standi ekki alt í rími, Þið erfið það ei við mig Sella’ og Tími. Við færum ykkur þakkir þúsundfaldar, Því þið í flestu eruð líf og sál, Okkar sem að andleg snertir mál; Aldrei verða slíkar gjafir taldar, Þvf alt það sem að andans líf má glæða, Okkur greiðir veg til sigurhæða. Við launum það með hugarþeli hlýju, Sem hér í raunum er hin besta vöm; Við mikils líka metum ykkar böra, Þau munu tendra ljósin hér að nýju, Því unga fólkði eykur það sem prýðir, Þá okkar dagar verða liðnar tíðir. Við vonum að þið verðið með oss lengi, Að vinna göfugt starf í okkar bygð; Því ykkar verk er unnið mjög af dygð, Og af því mætti vaxa ykkar gengi. Við óskum þess að lukkan ykkur leiði, Og lífsins veginn héma megin greiði. En þegar maður á sér ósk í huga, Er engin þörf að marka henni rúm, Né standa við hjá ótal ám og kúm, Þó auður slíkur muni’ á stundum duga; Því óskum við hér öll svo rætast megi, Að altaf séu þið á gæfuvegi. Böðvar H. Jakobsson VEIZLUSPJALL Flutt í Silfurbrúðkaupi Mr. og Mrs. T. Böðvarsson 20. okt. 1934. Svo stendur alt í stöðu nú á dögum Að stundin sú er, ef til vill, í nánd, Að gengur stjórn á heimabygðarhögum í háska þeim að verða sett í “pánd”. Og mikil undur eru það og galdrar Á öld sem hefir kastað trú og dygð, Að hjónaband skuli’ endast fjórðung aldar Og ekki nema hér í Geysirbygð. Og gott er það og gleði mun það fá oss, Þó guð sé fluttur (upp til Winnipeg) Úr neðri bygðum héðaft, er hann hjá oss í heimsókn aðeins, kominn langan veg. Það sæmir þeim í silfur hjónabandi Er setja hæsta met, en jafnframt þó Hið síðsta í þessu sokna Gosenlandi, Og Satan held eg finnist komið nóg. En svo er víst: hið góða ei mun gleymast, Sem guði tókst, í minnihluta stjórn, Að láta verða’ að lögum — það mun geymast, Þó lífið verði eintóm brennifórn; Þó listum ráðj landsins kaupa héðnar Og leiði inn hinn forna djöflasöng. Nei, þeirra rímur, þær verða’ ekki kveðnar Af þessum hjónum vetrarkvöldih löng. Og góðra hjóna líf, sem lista prýði, Mun lyftast yfir hina föllnu sveit. —í veðláns—skatta—tolla og stétta stríði Hvar staðar neinur reyndar enginn veit. Að drenglund, mannúð, réttur hæsta hyggja Þau halda fram sé betra’ en mannafóm; Að land skal ei með lögum eyða, en byggja, Þau lærðu — ekki af vorri sveitarstjórn. Og heill sé þeim sem halda sínu viti, Þó heimur allur verði Selkirk bær, Og á því beri mjög í ræðu, riti Og ráði til að verða engu nær. Og heill sé þeim sem héldu föstum velli Og höfðu þor að 'taka undir snjalt, Þó hristist jörð og himinn niður félli —Við heiftarkvæði—til að jafna alt. Guttormur J. hégómlegum metorðum, hávaða og hverskonar skemtunum og nautnum sem mest er eftir sótt er þeim ógeðfeld. Þau líta svo á að slík kapp- hlaup, sem hafa í för með sér ótta og sálarkvalir sé eigi ann- áhyggjum að en brjálsemi í lífi mannanna. Þeir eru í sífeldu kapphlaupi áhrif við sjálft lífið eins og þeir vilji þeirra orðið mikilvæg í uppeld- umfram alt fara harðara en það. isstarfinu eins og raun ber vitni. Höfum við þá að nokkru gert okkur grein fyrir hinu prúða geði húsbændanna þar sem “Skiftast á skynvit til skilnings- , auka”, því í samsæti við bæði þessi hjón verður maður var við óvenjulega greind, sem er þó En þegar á alt er litið þá er friður og velgengni manna mest undir því komið að þeir sjálfir skilji og meti lífið eftir sinni beztu skynsemi. “Á hverjum degi horfið þið á hin bláu fjöll. Þau eru ekki hugmynd ein. Þau eru gömul fjöll sem standa langt aftur í ekki hávaðasöm um sína eigin! gamalli frotíð, og þið hafið þau yfirburði, né blönduð yfirlæti eins og oft vill verða. Heldur er hún hógvær, rannsakandi og sáttfús. Viðmótið er hlýtt og glatt þó alvaran skipi ávalt önd- vegi. Þau eru íslenzkir alþýðu- menn af beztu tegund ,og vissu- lega eru þeirra líkar of fáir á jörðu hér. Þau eru sjálfstæð hvernig sem á er litið. Þau troða engum um tær í barátt- iunnl fyrir sér og sínum. Kapp- hlaup mannanna eftir auði og sem daglega félaga. Þið lifið hér í samfélagi við himin og jörð og eruð sjálf partur af þeim. Þið eruð í samfélagi við alt hið stóra sem á djúpar ræt- ur. Þið þurfið ekki að hafa sverð í hönd. Þið mætið lífinu berhöfðuð með tómar hendur tengd órjúfanlegum ástarbönd- um. Sjáið náttúruna! Hún til- heyrir ykkur og ykkar fólki. Mennirnir berjast ekki við nátt- úruna. Það er friður. Ekkert kapphlaup. Alt er hönd í hönd. Þið hafið alsnægtir og alt sem gerir lífið fagurt. Þið hafið örugga trú á lífið. Þið eruð fædd til þess að framleiða. Þið eruð nauðsynleg fyrir líf jarð- arinnar. Allir menn eru ekki nauðsynlegir fyrir líf jarðarinn- ar, en þið eruð það. Þið hjálpið til að halda lífinu við. FYá kynslóð til kynslóðar hafið þið og ykkar líkar lifað til þess að framleiða það sem lífinu er nauðsynlegt og eftirkomendur ykkar munu halda áfram ykkar starfi. Það er hið eilífa líf.” Þannig kemst Knut Hamsun að orði um bóndann sem fram- leiðir það sem þjóðin þarfnast til viðhalds og þroska, og eiga þau orð vel við hér í dag. Og það er ekki einungis fæðuteg- undir sem bóndinn framleiðir heldur þroskast í sveitum úti á- valt besta fólkið líkamlega hraustast og með heilbrigðastar lífsskoðanir. í þessu samsæti viljum við því öll aðstandendur og vinjr af heilum huga þakka Tímó- teusi og Sesselju Böðvarson fyr- ir alt þeirra góða verk sem þau hafa unnið með trúmensku hér í bygð. Óskum við þeim af al- hug langra lífdaga og ánægju- legs æfikvölds að enduðú starfi. TIL MR OG MRS. T. BÖÐ- VARSSON Á TUTTUGU OG FIMM ÁRA HJÚSKAPARAF- MÆLI ÞEIRRA “Orðstír deyr aldregi hveim sér góðan getur”. Ekki er það ætlun mín að deila um hvað vakað hafi fyrir höfundinum að línum þessum, en þó hygg eg að óhætt sé að fullyrða að ekki hafi það verið sá orðstír sem menn geta sér með stórum peninga gjöfum til kirkna, líknar stofnana, háskóla eða einhverra annara almennra fyrirtækja; peningum, sem ef til vill hefir verið safnað á miður heiðarlegan hátt. Nei, á þann hann getur sér enginn orðstírs þó hann geti sér kjaftalof. Ekki hygg eg að hann hafi heldur haft í huga þann orðstír sem menn eins og Napoleon Bonaparte, Friðrik mikli, eða Pétur Rússakeisari hafa aflað sér. Ekki mun hann heldur hafa haft í huga mannkynsfræðara eins og Jesúm fré Nazaret, Con- fucius eða Búddha, því áreiðan- lega er sú leið sem þeir hafa gengið, og aflað sér orðstír, sem aldrei deyr langt um of torsótt ölluTn þorra manna. Nei, ekkert af þessu eða þvíumlíku hygg eg að hafi fyrir honum vakað. En eg gæti ímyndað mér að hann hafi haft í huga þann orð- stír sem við getum aflað okkur rrneð lífi okkar og framkomu með þeim áhrifum sem við höf- um hver á annan, séu þau til góðs. Það er viðurkendur sannleik- ur að það sé enginn maður svo lítilmótlegur að hann móti ekki að einhverju leyti samferða- menn sína, jafnvel þó það sé þeim sjálfum algerlega óafvit- andi; hversu heldur mundi þá ekki gæta áhrifa, frá fólki sem hefir andlegt atgerfi meira en í meðallagi, sé þetta rétt sem eg efast ekki um þá ætti áhrifanna að halda áfram að gæta hjá komandi kynslóðum. Á þann hátt hygg eg að hverjum manni sé í lófa lagið að afla sér orð- stírs sem aldrei dvín. Nú þegar við stöldrum við á þessu fjórðungs aldar hjúskap- arafmæli Tíma og Sellu og lát- um hugann reika til baka yfir gengnar brautir, þá getur ekki annað en rifjast upp fyrir okk- ur hin og önnur atvik frá þeirri viðkynningu sem til þess hafa orðið að vekja okkur til nýrra hugsana eða athafna á ein- hverju sviði og því er orðstír sem aldrei deyr, hveim sér góð- an getur. Þegar eg segi að silfur brúð- hjónin hafi vakið okkur til nýrra hugsana og athafna, þá hlýt eg um leið að minnast þess að þau hafa verið athafnafólk sjálf mikið meira en í meðal lagi. Tími hefir til dæmis verið sér- stæður athafna maður í félags- og velferðarmálum bygðar vorr- ar frá því fyrsta að hann kom hér, og hann hefir verið meira I enn athafna maður, hann hefir | verið drengur góður. Eg hefi ! átt því láni að fagna að eiga ofurlitla samvinnu bæði með honum og ýmsum fleiri góðum mönnum, mönnum sem mér hefir verið stórgróði í að kynn- ast. Mönnum sem eg er hreykj- inn af að telja meðal vina minna, I en það get eg með sanni sagt að eg hefi aldrei kynst neinum manni sem hefir komið jafn hispurslaust til dyranna eins !og hann var klæddur, aldrei | kynst neinum sem hefir verið ógjarnari að vinna á bak við tjöldin eða verið minni undir- hyggjumaður, og þó hefir hon- um, ef til vill orðið meira á- gengt en flestum öðrum hvar sem hann hefir lagt hönd á plóginn, og nægir í þvf sam- bandi að benda á starf það er hann hefir á sig lagt í þágu leiklistarinnar. Það má svo að orði kveða að hann hafi borið

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.