Heimskringla - 20.02.1935, Blaðsíða 7

Heimskringla - 20.02.1935, Blaðsíða 7
WINNTPEG, 20. FEB. 1935 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA. SNJÓR Frli. frá 5 ble. og hálf-gleymdar endurminn- ingar. En hvemig getur nokkrum manni dottið í hug að tala um snjóinn sem forðahúr? Er það ekki einmitt vegna snjávarins og vetrarríkisins sem er fylgi- kona hans, að þaó eyðist úr forðabúrum mannanna? Bónd- inn á útbeitarkotinu horfir hnugginn fram á það að stahb- inn minkar meira en góðu hófi gegnir, með hverjum innistöðu- degi. Borgarbúinn sér hversu óðfluga viðarkösturinn lækkar eða kolabyngurinn. Fátækling- urinn sem býr við léleg húsa- kynni, og á hvorki nógan klæðnað né eldsneyti skelfur og kvíðir, en vonar að þessar ham- farir náttúrunnar taki enda sem allra fyrst. Sízt er að furða þótt menn hugsi eitthvað á þessa leið: sá, sem tafar um sjóinn sem forðabúr, hefir víst ekki mikið af snjóþyngslum og hríðarveðrum að segja. En hér mun það satt stem oft- ar, að til þess að sjá allan sann- leikann í einhverju máli, þurf- um*við að velta því fyrir okkur, hugsa það gaumgæfilega frá ýmsum hliðum. Við nánari at- hugun í þessu sambandi munum við þá einnig komast að þeirri niðurstöðu að hinn forni höf- undur hefir hér satt að mæla: snjórinn er forðabúr. Snjórinn er fyrst og fremst forðabúr karlmenskunnar. Lífs- reynslan virðist sanna þetta. — Sagan sýnir að enginj af mikil- miennum heimsins, hvorki í and- legum né verklegum efnum, hafa komið frá hitabeltislönd- um jarðarinnar. Einmitt í þeim löndum þar sem lítið þarf fyrir lífinu að hafa er menningin og manndáðin á hvað lægstu stígi. Það er sannmæli að það þarf sterk bein til að þola góða daga: hitt er þó ekki síður satt, að of góðir dagar framleiða ekki sterk bein. Hóglífi dregur jafnan úr manndáð okkar og sjálfsbjargar viðleitni. Sífeld blíða og bjart- viðri frá hendi náttúrunnar gera mennina lata, bæði til líkama og sálar. Eg held aö Stefán skáld Stephanson hafi þetta í huga þar sem hann segir: r o r COMPltTC PROSPECT.US ! Á MAIL THIS COUPON TO-DAY! To tKe Secretery: Dominion Business College Winnipeg, Menitobe WitKout obligation, please send me full particularsj í your courses on "Stcearrvline” business training.j . »•»« »»«—■ — — ■«« ■ »—»♦•»« • • ■«»%<«»» ^ddrwn ......................................... tr/?cDominion BUSINES£ COLLEGE Ou IHE w• win^iipeg - “Eg veit það er lánsælt að lifa og njóta, að leika og hvíla sem hugurinn kýs. En mér finst það stærra að stríða og brjóta f stórhríðum æfinnar mann- rauna ís. Hannes Hafstein tekur öllu ákveðnar í sama strenginn í kvæðinu Stormur. Eg eslka þig stormur, sem geys- ar um grund og gleðiþyt vekur í blaðstyrk- um lund en gráfeysknu kvistina bugar og brýtur og bjarkimar treystir um leið , og þú þýtur. Og í öðru kvæði segir hann um sama efni: Ef kaldur stormur um karl- mann fer og kinnar bítur og reynir fót þá finnur hann hitann í sjálfum sér og sjálfs síns kraft til að standa á mót. Snjórinn hefir verið, og mun jafnan verða íslenzkum mönn- um forðabúr karlmensku, drenglyndis og dáðríkra at- hafna. Snjórinn er ennfremur forða- búr náttúrunnar. Hvað er snjór- inn annað en frosið vatn? Við, sem átt höfum heima í miðríkj- unum vitum hvað af því leiðir þegar jörðina brestur nauðsyn- lega vökvun. Engin sending ec bændum á því svæði kærkomn- ari nú en snjórinn. Snævi þakt- ir akrar í janúar og febrúar eru með guðs hjálp besta trygging- in fyrir uppskeru í júlí og ágúst Einhver hefir fært þessa hugsun í skáldlegan búning og sagt að hveitibindin séu ummyndaðir snjóskaflar, og að kornöxin séu ávextir stórhríða. Oft finst. okkur að vísu freklega að verið er náttúran safnar í forðabúr sín á þennan hátt. Svo fanst Bjarna Thorarensen líklega oft, en skáldsjón hans eygði um leið auða jörð. Hann kvað um vet- urinn: Kemurísvo allur og kreistir í sterka jörðu járnarma og jörðu kyssir verður hún þunguð af þeim viðskiftum velur svo ljósmóðir sem vor ne-fnist. Bjartsýni skáldsins er hér augljós. Þegar hríðin gnauðar á glugganum er honum vorhug- ur í hjarta. Hann veit að ef fangbrögðum snjávar og jarðar fæðist vorið, með nýjum gróðri og lífi. Snjórinn er forðabúr lífs- reynslunnar. Hér um slóðir eigum við iekki svo mikilli fann- komu að venjast, sem raun ber nú vitni. Við mundum ekki hafa furðað okkur neitt á því þó langvint rigningahret hefði nú komið. Við eigum slíku að venjast á þessum tíma árs. En loftþyngdin og vindstaðan breytt ust skyndilega og þessvegna varð vatnið í loftinu að snjó. Þannig hefir það líka gengið í viðskiftalífi þjóðanna, og í lífi margra okkar sem einstaklinga. Fyrir fáum árum virtist ham- ingjan brosa við okkur, efnaleg farsæld okkar virtist trygg. Það leit út fyrir að stöðugt sumar og sól væru framundan. Við kvið- um engu. Við höfðum nóg af öllu. En alt í einu breyttist vind- staðan, það dróg fyrir sólu, stormurinn hvein helkaldur og nístandi — og vonirnar frusu í hel. Nú standa mörg okkar úti í nepjunni, efnalegu og andlegu, klæðlítil og kvíðandi. Það eru skaflar við dyr flestra okkar nú. Við þurfum að moka þeim frá. Um leið og þú lýtur til jarðar og mokar, grenslastu þá eftir hvort þú sérð nokkra fegurð í snjónum, nokkurn lærdóm, hvort hann getur orðið þér í nokkrum skilningi forðabúr lífsreynsl- unnar. Ef til vill finnurðu þar frosnar vonir sem þarf að þýða. Ef til vill ert þú svartsýnn þrátt fyrir snjóbirtuna, og þér finst lífið “eyðilagt hjarn, þar sem engin vex rós.” Þér finst þú ganga einmana, vinalaus, von- svikinn og særður. íslenzki maður eða kona, brettu upp kragann, bjóddu kuldanum byrginn. Findu hitann í sjálf- um þér, og sjálfs þíns kraft til að standa á mót. Sæktu eld og kveiktu aftur á skari slokkn- aðra vona þinna . Mundu að nú er hækkandi sól; vorið er í nánd. Vorið táknar upprisu alls sem lifað getur einnig frosinna, dáinna vona þinna. En umfram alt, mundu að þú ert ekki einn í stormum lífsins. Þú átt þér samfygldarmann; þú átt þér talsmann hjá honum, sem ræð- ur árstíðum og veðurfari. Þess- vegna geturðu sungið um leið og_þú mokar: “Þú sem gafst vorið, og þú sem gafst sumarið blíða Þú sem gafst blessun og hjálp- ræði liðinna tíða Samur ert þú syrgja hví skyldum vér nú eða því komandi kvíða.” BLAÐ ÚR LÍFSBÓKINNI I. Styzta útgáfan Það var eitt sinn um vor, að eg perlu fann. En í bakseglin sló. og það fé- mæti fauk. Mínum fögnuði við það, að eilífu lauk. Svo rakst eg á glerbrot ogl gaf mig að því En góði! Þá var þar brestur í Sú raun, í trú mína rauk. II. “Útlit” Sefju-þámi í suðrinu. Suddagrámi í vestrinu. Augu úr “Glám” í austrinu ysjublámi í norðrinu. III. Við slátt í úrfelli Alt á sundi er á landi á ýmsa lund er slegið um. Ekki hundi útsigandi eina stunda úr deginum. IV. I þurk á sama stað Ýmsir móinn mjólka í senn mettast gildum arði. Strá ná háttum allmörg enn í “úthaganna garði.’ V. Áning í afrétt ísfeld kyndir svælan syndir svört í kringum hattbörðin. Reyks í lindum margar myndir málar slyngur andvarinn. VI. f vorrigning Þau hafa það svona, himin og jörð; hún að þiggja, karl að gefa. Ekki hlaupa þau undir börð ástar-gróður-þrá að sefa. VII. Bárðarbás Ort af hálfu af B. bróður undirritaðs Smíðað hefir Bárður bás, býr þar sjálfur hjá sér. Hefir til þess hengi-lás að halda stúlkum frá sér. VIII. Bárður hefir alt til áls; Allra bænum sinnir. Alt hann bætir, frí og frjáls fýsnum allra brynnir. IX. í sláturhúsi Hér er asi, önn og þras. Iðrakasir, víga-fas, gleiðar nasir, gort og fjas, glunurvasar, kjafta-mas. X. Vonbrigði Það skal enginn annað sjá en að eg hlæi’. Þó nú vonin þessi dæi, þannig syng eg yfir hræi. XI. Kálfaströnd Drengur minn, það dagsatt er, —dugar ráðið bezta— Aldrei kaupa ætti hér ólandvana hesta. XII. Hugsana-leti Það er kulnað þeirra skar er þungu kvæðin hata. Þeir eru andans aumingjar og sem þarf að mata. xm. Kraftur sjálfra vor í þessum heim—og því er líka betur að þyngstu sporin verða gróða- spor. Að meta þetta, megnað enginn getur né mátturinn sem er: kraftur sjálfra vor. XIV. Góðlátt spaug Fyrir tímann tungla ber tiplar á vegi hálum. Sannleikurinn sjaldan er sagður í leyndarmálum. XV. Við að láta oiíu í lukt Það er engin ástarþrá og engann mun það særa, þó mig langi að láta á luktina þína — kæra! XVI. Bókstafs þrælar Svona er heims og holdsins lyst —hátt þeir segjast meta ’ann.— Þeir vilja allir eiga Krist aðeins til að éta ’ann. XVII. Móðins réttarfar Héðan enginn makleg fær málagjöld úr sjóði. Hendur sínar sekur þvær í sakleysingjans blóði. XVIII. Róður Búinn að róa barning strangann —bylgjan hló við ský.— Yfir flóann endilangann, eg fékk nóg af því. XIX. í skugganum Lífið er háðs og hefndargjöf hrakins-róður barinn, upp yfir jörð, og oní gröf erindisleysa farin. Hjálmar J. Stefánsson NAFNSPJÖLD Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusíml: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finnl á skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. G. S. THORVALDSON B.A.. LL.B. LögfrœSingur 702 Confederation Life Bldg. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsimi: 33 158 Talsfmi 97 024 Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Stundar eingöngu augna-eyrna- nef- og kverka-sjúkdóma Er að hitta frá kl. 2.30—5.30 e. h. Talsími: 26 688 Heimili: 638 McMillan Ave. 42 691 Rovatzos Floral Shop 206 Notre Dame Ave. Phone 94 954 Fresh Cut Flowers Daily Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandic spoken Dr. S. J. Johannesson 218 Sherbum Streét Xalsfmi 30 877 Viðtalstími kl. 3—5 e. h. OrFICE Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDING Omci Hours: 12 - 1 4 P.M. - 6 P.M. AND BY APPOINTMKNT THE WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LOGFRÆÐINGAR á öðru gólfi 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa eínnig skrifstofur að Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudac i hverjum mánuði. M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur úti meðöl f. viðlögum Sími: 36 155 682 Garfield St. A. S. BARDAL selur líkkistur og annasit um útfar- ir. Allur útbúnaður sá besti. _ Enníremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 86 607 WINNIPEG RAGNAR H. RAGNAR Píanisti oa kennari Kenslustofa: 683 Beverley St. Phone 89 502 MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNING ST. Phone: 26 420 VIKING BILLIARDS og Hárskurðar stofa 696 SARGENT AVE. Knattstofa, tóbak, vindlar og vindlingar. Staðurinn, þar sem Islendlngar skemta sér. J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími: 94 221 600 PARIS BLDG.—Winnipeg Svanhvít Jóhannesson, LL.B. Islenzkur "lögmaOur” Vlðtalssitfa: 609 McArthur Bldg. Portage Ave. (í skrifStofum McMurray & Greschuk) Sími 95 030 Heimili: 218 Sherburn St. Sími 30 877 Dr. A. V. JOHNSON ISLENZKUR TANNLÆKNIR 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúslnu Simi: 96 210 Heimilis: 33 328 Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— Baggage and Furniture Moving 762 VICTOR ST. StMI: 24 500 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfrœOingur Skrifstdla: 801 GREAT WEST PERMANENT BUILDING Sími: 92 755 MAKE YOUR PLEASANT LUNCH HOUR DATES AT \ The iílarlborougí) J|otel ; ! A Service to Suit Everyone ; LADIES MEZZANINE FLOOR i a 11.30 to 2.30 Special Luncheon • 35c BUSINESS MEN CLUB LUNCHEON—11.45 to 2.30 50c and 75c also a la carte ___ ; ■ ■ COFFEE ROOM (Men & Women) \ \ SPECIAL LUNCH, 12-3...40c SPECIAL DINNER, 6 to 8....50C Eg hefi aðeins hrós að segja um nýja prestinn okkar. Já, eg tók eftir því þegar samskot voru tekin eftir messu. * * * Lögmaður háðslega við vitn- ið: “Svo þú ert mesti dánumað- ur?” Vitnið: “Eg mundi segja það sama um þig enn eg hefi svarið að segja ekki nema satt fyrir réttinum.” Dr. K. J. AUSTMANN Wynyard —Sask. Talsimi: 28 889 Dr. J. G. SNIDAL TANMLÆKNIR 614 Somerset Block Portage Avenue WINNIPEG Dr. A. B. Ingimundson TANNLÆKNIR 602 MEDICAL ARTS BLDG. Siml: 22 296 Helmllis: 46 054

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.