Heimskringla - 10.07.1935, Blaðsíða 4

Heimskringla - 10.07.1935, Blaðsíða 4
4. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. JÚLÍ 1935 ^reímslu-Íngla (StofnuO ÍSSS) Kemur ut A hverfum mUSvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. SS3 oo S5S Sargent Avenue, Winnipeg Talsimis S6 S37 VerS blaðsins er $3.00 áxgangurinn borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 311 viðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendlat: Manager THB VIKINO PRESS LTD. SS3 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjúri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” is published and printed by THE VIKINO PRESS LTD. 853-SS5 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 10. JÚLÍ 1935 ÍSLENDINGADAGURINN Á HNAUSUM íslendingum fjær og nær getur Heims- kringla fært þá frétt að nú er verið í óða önn að undirbúa íslendingadagshátíð á Hnausum. Verður hún haldinn föstu- daginn 2. ágúst. Skemtun verður þar með svipuðum hætti og áður. Yrði of langt mál hér að telja alt slíkt upp. En þess skal getið, að helmingur tekna dags- ins í þetta sinn verða gefnar til minnis- varðans, sem ákveðið hefir verið að reisa lendnemunum á Gimli á þessu ári, sem er hið sextugasta frá því að íslend- ingar tóku sér bólfestu í Manitoiba. íslendingadagurinn á Hnausum ihefir í félagslegum skilningi hafið Bifröst- sveitina í áliti og eflt, svo að þangað streymir nú árlega fjöldi manna, sem annars mundu þangað ekki hafa komið. Um gildi hans í þjóðernislegum skilningi verður heldur ekki deilt. Stofnun og viðhald slíkrar hátíðar er því sú, að hún verðskuldar athygli og stuðning allra ís- lendinga. Sækið íslenzku þjóðhátfðina á Hnaus- um og kynnist íslenzkustu bygðinni hér vestra. FYRIRLITLEG FRAMKOMA Svo fyrirlitleg hefir framkoma liberala verið í málinu um uppþotið í Regina, að það er ekki einungis alment á orði heldUr eru og prestarnir farnir að fordæma hana af stólnum. S. 1. sunnudag komst t. d. Rev. W. Gordon McLean, prestur Fyrstu presbytera kirkjunnar svo að orði: “I>að er ekkert á móti því að blöð gagnrýni gerðir andstæðinga sinna. En þegar vold- ugasta blað vort breiðir það út um and- stæðing sinn, gegn betri vitund, að hann einn sé ábyrgðarfullur fyrir því sem skeði í Regina, þá er farið að ganga lengra en góðu hófi gegnir í fordómum og að annað eins má ekki vegna áhrif- anna sem það hefir á velsæmi og sið- gæði óátalið vera.” Liberalar hljóta að vera illa í kosninga- öardagann búnir, að gripið skuli vera til annara eins úrræða og hér er lýst, til að vinna kjósendur frá andstæðingum sín- um. En til þess að íslendingum að minsta kosti gefist kostur á að lesa um þessa málavöxtu frekar eða á ný, skal hér á nokkur atriði áminsts máls drepið. Harmsagan í Regina byrjaði með því að leiðtogar atvinnuleysingja boða til fundar. Var auðséð, að þeir voru all æstir og toar meðal annars þar vott um, að þeir viðuðu að sér grjóti og bar- eflum. Þótti bæjarlögreglunni þetta í- hugunarvert og hafði gætur á öllu. — Skömmu eftir að hún var á staðinn kom- in, þar sem fundurinn var, reið af toyssu- skot. Ber lögreglan í Regina, að það hafi verið fyrsta skotið og hafi kom- múnistar hleypt því af. Þetta er fram- burður hennar fyrir rétti, en rannsókn toefir enn ekki önnur eða víðtækari farið fram, þó to'klegt sé að svo verði. En með þessu hefst uppþotið. Kveður bæjarlög- reglan þá lögreglu landsins sér til aðstoð- ar. Og hún kemur eins og hennar var skylda á vettvang til að afstýra vandræð- um ef kostur er á því. Segir hermála- ráðherra þannig frá þessu á þingi og því með, að lögregla landsins hafi ekki haft byssur eða skotfæri með sér. Enda þótt á þetta síðast talda sé ekki minst, til þess að bera neitt blak af lögreglunni, er hitt nú víst, að hún kom ekki nærri fyr en uppþotið var hafið og hún var kölluð af bæjarlögreglunni sér til aðstoðar. Þessu hefir engin mótmælt og blaðið Free Press og liberalar vita að það er satt. En hvaða ástæða er þá til að halda öðru eins fram og því, að það hafi verið Bennett, sem uppþotinu hleypti af stað eða lögregla landsins, eins og liberalar gera og að Bennett haíi verið algerlega um slys þau að kenna og óhöpp er uppþotið hafði í för með sér? Enda þótt völdin séu lib- erölum dýrmæt, hefðu þeir vel má,tt láta það vera, að grípa til eins fyrirlitlegrar ó- svífni og þetta. Önnur eins framkoma mun fáheyrð í flokksmálasögu þessa lands, hversu skitin sem hún kann oft að hafa verið. En með þessu er þó ekki alt talið. Það er fleira sem inn í þetta mál grípur en þetta áminsta atriði. Hvemig stóð á ferð þesssara atvinnu- leysingja til Regina eða Ottawa? Af því að það hefir nokkuð við Regina uppþotið að gera, er það þess vert, að vita eitt- tovað um það. Það þarf ekki djúpt að grafa til þess að verða þess var, að ferð þessara manna var hrundið af stað af pólitískum hvötum. Þeir voru ekki aðeins varðir og hönd fyrir höfuð þeirra málstaðar borin af liberölum og reyndar öllum stjórnarandstæðingum á leiðinni, heldur eru sterkar líkur til að þeir hafi upphaflega til ferðarinnar verið hvattir af liberölum. Hvaða aðrar getur er hægt að því að leiða þar sem maður. sem borgarstjórí McGeer, krefst hins sama af forsætisráð- herra R. B. Bennett og atvinnuleysingj- arnir fara fram á löngu áður en þeir yfir- gáfu vinnuna í “relief camps” og kveðst skuli gerast foringi þeirra, ef Mr. Bennett láti ekki undan. Og hann gengur í broddi fylkingar í einni kröfugöngu þeirra. Hann situr einnig inni á einka- skrifstofu sinni, með Evans hjá sér og þar eru þeir, eftir því sem Evans lét upp- skátt, að leggja niður fyrir sér fjárkröfu- ráðabruggið og hver veit hvað meira á hendur sambandsstjórninni. Allir vita nú að hverju kröfur atvinnuleysingja lutu. Þeim var þannig háttað, að engin stjórn gat að þeim gengið. Til þess að verða við þeim hefði landsstjómin orðið að taka löll óðul og eignir, viðskifti og starfs- rekstur þessa lands í sínar hendur. Og gruflandi mun enginn ganga að því, að það hafi verið takmarkið, sem Evans stefndi að. Þegar þessa alls er gætt, er ekki neitt að furða þó liberalar, svo sem Patullo for- sætisráðherra í Britisto Columbia-fylki, Gardiner .forsætisráðherra Saskatchew- an-fylkis, blaðið Winnipeg Free Press og J. S. Farmer, einn af leiðtogum C.C.F. fyndust þeir eiga egg sín að verja í sam- ibandi við austurferð atvinnuleysingjanna. Það mæla allar líkur með því, að þeir hafi við það kannast hvað í efni var með henni. Þeir eru í vandræðum með efni í stefnuskrár sínar. Til einíhverra ráða varð að grípa til að reyna að lama álit almennings á forsætisráðherra R. B. Bennett. Og þarna var fluga, sem toklegt var að fólk gleypti við umhugsunarlaust og komið gat í stað eða bætt upp and- legu fátæktina í að leggja niður fyrir sér nokkra framtíðar starfsáætlun, er orðið gæti þeim að haldi í næstu kosn- ingum. Fregnir herma í morgun, að féð sem safnað var til lífsþæginda atvinnuleys- ingjum og afhent var þeim af Gardiner forsætisráðherra, hafi verið lagt í sjóð kommúnista, en atvinnuleysingjum hafi ekki komið það að neinum notum. Eitt dæmið enn af þessum gráa leik. Liberalar hafa beðið um rannsókn í þessu máli og mæla sem það muni leiða í Ijós að Mr. Bennett sé sekur um það er í Regina skeði. Rannsókn í því máli væri mjög ákjósanleg en ekki fyrir þá. Hún gæti að öllum líkindum fært mönnum heim sanninn um afstöðu litoerala til ferðalags atvinnuleysingjanna. Það gæti farið svo, að það fletti dulunni ofan af einum hræmunlegasta skríiialeiknum sem hér hefir nokkru sinni verið á leiksviði almennra mála sýndur. Á meðal þjóðar, sem sæmilegum póli- tískum þroska væri gædd, hefði önníir eins sva'virða og sú, sem stjórnarandstæð- ingar hafa gert sig seka um með fram- komu sinni í þessu Regina-máli, orðið til þess, að þeir hefðu ekki látið sjá sig framar frammi fyrir almenningi í neinum þjóðmála-erindum. En þeim vill það nú líklegast til, að slíkum þroska er hér ekki að heilsa. Læknirinn, við rúm sjúklingsins: Það má ekki >vera neinn hávaði, hann þolir það ekki. Hérna er svefnmeðal. Kona sjúklingsins: Og hvenær á að gefa honum inn? Læknirinn: Þú átt ekki að gefa honum það; þú átt að taka það sjálf. ÁVARP FORSETA á 13. ársþingi hins “SameinaSa kirkju- félags íslendinga í Vesturheimi” Kæru kirkjuþingsmenn og gestir: Það er mér mikil ánægja, að bjóða yður velkomna á þetta ársþing félags vors, sem er hið þrettánda; og einkum er það ánægjulegt að bjóða yður vel- komna hér á þessum stað, vegna þess að hér í Wynyard var stigið fyrsta sporið, sem hafði í för með sér stofnun þessa félagsskapar. Hér var haldinn mjög merkilegur fundur í byrjun desember mánaðar 1922, sem vel má teljast stofn- fundur félagsins, þótt venjulega sé talið, að það hafi verið stofnað í Winnipeg. Síðan þessi fyrsti fundur var haldinn hér, hefir félagið háð aðeins eitt af þing- um sínum hér; Það var fyrir réttum ta'u árum, 1925. Vér sem þá vorum stödd hér, minnumst enn með þakklæti þeirrar miklu velvildar og gestrisni, sem við þá nutum hér, sem og ávalt endranær, er leiðir vorar hafa legið hér um. Það að ekki hafa fleiri þing verið haldin hér, stafar ekki af því að öllum hefði ekki verið ljúft að koma hér miklu oftar, held- ur af hinu, að slökum fjarlægðar og kostnaðar, sem svo löngu ferðalagi hlýtur að fylgja, höfum vér ekki treyst oss til þess að fara hingað oftar. Og þegar sú ráðstöfun var gerð í vor, að fara þess á leit við Quill Lake-söfnuð, að hann sam- þykti að þetta þing yrði ’haldið hér, fanst sumum jafnvel, að það mundi ekki vera ráðlegt að fara svo langt í burtu frá mið- stöðvum félagsins, og spáðu, að fáir mundu verða fúsir til að fara svo langa leið. En sú spá hefir ekki rætst. Miklu fleiri en eg fyrir mitt leyti þorði að búast við hafa komið hingað. Kann eg þeim öllum, ásamt söfnuðum þeim og félögum, sem þeir mæta fyrir, miklar þakkir fyrir þann lofsverða áhuga sem þeir hafa sýnt í því að sækja þingið. Um þá ánægju, sem þeir muni hafa af dvölinni þessa þrjá til fjóra daga, sem gert er ráð fyrir að vér dveljum hér, þarf eg engu að spá; eg veit að þegar þeir dagar verða liðnir mun enginn sjá eftir að hafa lagt þó nokkuð meira en venjulega í sölumar til þess að sækja þingið. Það er venja, þegar vér setjum kirkju- þing vor, að rifja upp það helzta, sem gerst hefir í félagsskapnum á árinu. Um það efni get eg ekki verið margorður í þetta sinn. Starf vort, síðan vér komum saman á Gimli snemma í júlí í fyrra, ihef- ir haldið áfram rólega og með mjög svip- uðum hætti og önnur undanfarin ár. Sú breyting varð á árinu, að Samtoandssöfn- uðurinn í Winnipeg, sem hafði verið án fastrar prestþjónustu um hér um bil eitt ár, eða síðan séra Ragnar Kvaran hvarf heim til íslands, og sem um þann tíma hafði verið þjónað af prestum félagsins til skiftis, fékk fasta prestþjónustu yfir vetrarmánuðina með komu séra Jakotos Jónssonar hingað vestur. Hefir séra Jakoþ þjónað söfnuðinum síðan hann kom í Október í haust og fram til apríl mánaðar loka. Síðan hefir hann haft á toendi prestþjónustu hér í Wynyard. Auk þess sem hann hefir þjónað þessum tveimur sönfuðum, hefir hann flutt fyrir- lestra og ræður á mörgum öðrum stöð- um, og hefir hann hvarvetna dregið að sér fjölda áheyrenda. Þá má það með tíðindum teljast, að annar prestur héðan að vestan hefir farið til íslands og dvalið þar sjö til átta mán- uði í því skyni að fullkomna sig í ís- lenzku máli. Séra Philip M. Pétursson, sem um nokkur undanfarin ár hefir þjón- að enskum Únítarasöfnuði í Winnipeg, fór heim í septemtoer í fyrra og er nú nýkominn ihingað aftur. Stundaði hann nám við háskóla ’íslands. Hefir hann lagt á sig mikinn kostnað og erfiði til þess að verða faBrari um, hvað málið snertir, að starfa meðal Islendinga hér í landi. Mun hann segja frá dvöl sinni heima hér á þinginu og þeim andlegu á- hrifum, sem hann varð fyrir þar. Þá má geta þess, að Mr. Ingi Borg- fjörð, sem um undanfarin tvö ár hefir stundað nám við Meadville-guðfræðis- skólann í Chicago, er staddur hér á þessu þingi. Er hann vel kunnur fólki ihér um slóðir, þar sem hann og kona hans dvöldu hér tvo mánuði síðastliðið sumar. Hélt Mr. Borgfjörð uppi guðs- þjónustum á ensku máli þann tíma, og nutu þau hjóu vinsælda allra þeirra, er kyntust þeim. Vonandi er, að hann starfi að málum vorum þann tíma, sem hann dvelur hér nyrðra þetta sumar. Aðrir prestar félagsins hafa starfað eins og að undanförnu, hver í sínu héraði. Séra Eyjólfur Melan hefir þjónað söfnuð- nnum fjórum í Nýja íélandi; eg hefi þjón- að söfnuðum á Lundar og Oak Point og auk þess flutt guðsþjónustur, eina til þrjár, á árinu, á eftir- fylgjandi stöðum: Winnipeg, Hayland, Steep Rock, Reykja- vík, P.O., Langruth og Piney; séra Rögnvaldur Pétursson hef- ir flutt guðsþjónustur í Winni- peg og Piney og ef til vill víðar. Á síðasta kirkjuþingi var hann fjarverandi í íslandsferð, sem toann fór meðfram til þess að útvega Winnipeg söfnuði og Quill Lake söfnuði prestþjón- ustu til eins árs. Komst hann þar í samband við séra Jakob Jónsson með þeim árangri, sem nú þegar hefir verið skýrt frá. iSéra Rögnvaldur hefir setið á öllum fundupi stjórnarnefndar félagsins, eftir beiðni minni, þótt ekki eigi hann sæti í nefndnni, og kann eg honum toezitu þakkir fyrir góð ráð, sem hann hefir fúslega látið í té. Sömuleiðis hefir séra Jakob Jónsson verið á fundum nefnd- arinnar, þegar hann hefir getað því við komið. Það nýmæli var borið fram á síðasta þingi, að farið skyldi þess á leit við frjálslyndu söfn- úðina í Blaine og Seattle, að þeir gengu í þetta félag. Var mér falið, að leita máls á þessu við þá. Skrifaði eg séra Allbert Kristjánssyni, sem þjónar báð- um þessum söfnuðum og toað hann um að leggja það fyrir söfnuðina. í bréfi, sem eg svo fékk frá honum, tjáir hann mér, að hann hafi gert eins og eg bað, en að engin rödd hafi heyrst, sem var þessu meðmælt. Telur hann eðlilegasit að báðir þessir söfnuðir standi í sam- toandi við aðra frjálstrúarsöfn- uði þar vestra, og að erfitt mundi fyrir þá, að hafa nokkra samvinnu með söfnuðum hér austur frá. Tel eg að þessari málaleitun sé hér með lokið og að tilgangslaust sé að gera fleiri tilraunir í þá átt. Það má teljast með óvenju- legum atburðum, að kirkjufé- lagi voru var tooðið að senda mann, er flytti kveðju frá því, á fimtíu ára afmælishátíð hins evangeliska, lútherska kirkju- félags, sem nú er nýafstaðin. Var séra Rögnvaldur Pétursson kjörinn til þess og mætti hann fyrir hlönd kirkjufélags vors á Mountain þann 20. þ. m. Má skoða þetta vinsamlega boð I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúk- dómum, og hinum mörgu kvilla er stafa frá veikluðum nýrum. — pær eru til sölu í öllum lyfjabúðum á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þang- að. hrifin mest og sterkust, sem beinast snertu hið daglega líf, starfsaðferðir manna og hætti og siði. Andlegu áhrifanna gætti seinna, og samt leið ekki á löngu áður en nokkuð fór að toera á þeim. Þau áhrif voru fyrst og fremst á trúmálasvið- nu; þar gat helzt verið um sjálf- 'stæða hugsun og þrá eftir stærri útsýn að ræða. í flest- um öðrum málum, sem urðu sameiginleg hinu aðflutta fólki og þeim sem hér voru fyrir, gátu hinir nýkomnu naumast verið annað en fylgjendur ann- ara. Enginn þjóðflokkur, sem er nýkominn til einhvers lands, leggur til forvígismenn fyrst í stað í þeim málum, sem snerta •sameiginlega alla þá sem í landinu toúa. En um trúmálin voru íslendingar einir, í þeim skilningi, að það var engin nauðsyn á að þeir tækju upp skoðanir eða semdu sig að hátt- um annara í þeim .... þeir voru frjálsari og óháðari í þeim en í nokkru öðru. Því hefir verið haldið fram af ýmsum, að vér Vestur-ís- lendingar höfum flestir eða allir komið með feðratrú vora hreina og óblandna frá ættlandinu toingað, og að henni hefðum vér átt að halda hér. Það hefir verið reynt að koma þeim skiln- ingi inn hjá fólki, að það hafi verið og sé ræktarskylda að halda fast í feðratrúna; það hefir átt að vera einskonar þjóðræknisstarf, sem hver sann- ur íslendingur í Vesturheimi ætti að inna af hendi. í þessu sem vaxandi umtourðarlyndi í: tali felst tvennskonar misskiln- trúmálum meðal þjóðarbrots \ ingur: í fyrsta lagi sá, að vér vors. Eins og Ijóst er af þessu yfir- höfum flutt nokkra hreina og óblandna, lútherska feðratrú liti, sem eg hefi gefið hér, hefir með oss hingað vestur og f starf vort þetta ár verið með ! öðru lagi sá misskilningur, að mjög svipuðum hætti og undan- farin ár. Þegar þess er gætt, að ennþá eru sömu erfðileikar, fyrir öllum söfnuðum, og yfir- leitt öllum félagsskap, hvað trúarbögð og þjóðernisleg með- vitund fylgist að. Þótt lang- flestir þeirra manna, sem vestur fluttUst, væru meðlimir hinnar evangelisku lúthersku þjóð- f járhag snertir,. má segja að ^ kirkju á íslandi, þá samt sem starfið hafi gengið furðu vel. J áður höfðu þeir, jafnvel frá En sem fyr höfum vér notið mikils styrks frá “ttoe American Unitarian Association”, þó að fyrstu byrjun innflutninganna hingað, talsvert mismunandi triiarskoðanir, og voru því, eins og annara, hafi þrengst allmikið nú síðustu árin. — fjárhagur þess félagsskapar, ] sumir hverjir næmir fyrir nýj- um áhrifum í þeim efnum. — Frjálslyndi í trúarefnum hefir Stöndum vér í mikilli þakk-. verið einkenni íslendinga eins lætisskuld við þann félagsskap. | langt og saga þeirra nær. Má í nýkomnu toréfi frá Dr. George í því efni bera þá saman við F. Patterson getur hann þess, að hann muni heimsækja söfn- uði vora á næsta hausti. Mun öllum sem hafa kynst honum á fyrri ferðum hans hér, vera sönn ánægja að því, að eiga von á heimsókn hans á þessu komandi ári. Skýrsla mín er þegar á enda, en áður en eg lýk máli mínu, vil eg bæta við fáum orðum um við ihorf og starf félags vors í kirkjum Vestur-íslendinga. Það er öllum kunnugt, að þessi félagsskapur og öll sú hreyfing, sem hann felur í sér, er til orðinn af vissri og ákveð- inni þörf í andlegu lífi hins ís- lenzka þjóðarbrots hér vestan hafs. íslendingar voru ekki fyr komnir til Canada og Banda- ríkjanna en þeir fóru að verða fyrir margvíslegum áhrifum frá því fólki, sem þeir beinlínis og óbeinlínis komust í kynni við. Sem eðlilegt var, voru þau á- aðrar þjóðir þeim náskyldar, og bendir sá munur, sem er á öðr- um þjóðum þeim skyldum, og íslendingum nú á tímum, í trúarlegu víðsýni, alveg ótví- rætt til þess, að það sé íslend- ingum eðlilegt, að vera víð- sýnir og frjálslyndir, og að það hafi altaf verið gagnstætt eðli þeirra, að toinda sig við nokkrar þröngar og ósveigjanlegar kenn- ingar. Og í fylsta samræmi við þetta lunj’jarfar ,er það, að fyrstu áhrifin í trúmálum, sem íslendingar hér vestra urðu fyr- ir, og sem teljandi eru, komu frá þeirri kirkju hér vestan hafs, sem um langan tíma hafði verið frjálslyndasta kirkjan, og næstum að segja sú eina, sem gat frjálslynd kallast. Og þessi áhrif voru ekki því að þakka, að nokkur verulegur hluti þjóðflokksins hefði nokkur bein kynni af þessari frjálsyndu kirkju, heldur af því að nokkrir

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.