Heimskringla - 04.09.1935, Side 2
2. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 4. SEPT. 1935
UM AMERIKUMENN
Eftir Riagnar E. Kvaran
Mér hefir öðru hvoru orðið
hugsað til lítils atburðar, er eg
var vottur að í fyrra. Merkur
maður íslenzkur, sem lengi hef-
ir dvalið erlendis, var að segja
frá alþjóðasamkundu einni, sem
hann hafði fylgst með í einni af
höfuðborgum Evrópu. Á þeirri
samkundu hafði mlinnum orð-
ið tíðrætt um Roosevelt, forseta
Bandaríkjanna. Skýrði maður-
inn frá því, að mönnum hefði
yfirleitt fundist mjög til um for-
setann fyrir atgerfi hans, per-
sónulegan þokka og dugnað.
“Englendingur einn”, sagði
hann ennfremur, “sem eg átti
tal við, sagðist hafa kynst hon-
um persónulega. Hann var mjög
hrifinn af honum, enda gat
hann þess, að þetta væri eini
ameríski “gentlmaðurinn ’ sem
hann hefði hitt”.
Þessi atburður varð mér ekki
fyrir þá sök minnisstæður, að
eg hefði ekki stundum heyrt
eitthvað svipaðar sögur áður.
Keimlík ummæli Englendinga
um Ameríkumenn eru næsta
kunn. Það er forn og nýr kurr
milli þessara stærstu þjóða hins
enskumælandi heims. Englend-
ingar eiga enn bágt með að
sætta sig við, að þessi litli bróð-
ir, sem þeir fyrirlitu, skuli vera
orðinn stór bróðir og það æði-
baldinn á köflum, bæði í við-
skiftalífi og stjórnmálum. Þeir
líta á Ameríkumanninn sem
mann af lágum stigum og ó-
merkuni, er komist hafi til vegs
og meiri virðingar en hann geti
undir risið. Hinsvegar lítur
Ameríkumaðurinn á Englend-
inginn sem karl, sem farinn sé
að minna á steingerfing; að
vísu að ýmsu leyti ekki ómerk-
an karl — hann hafi t. d. skrif-
að nokkrar sæmilega læsilegar
bækur og hann sé mjög séður
og slyngur kaupmaður, en ann-
ars sé ekki laust við, að dálæti
hans á siðum og sögu þessarar
smáeyju, sem hann byggi, sé
dálítið broslegt. Fyrir þær sakir
er til óþrotleg uppspretta af
kímnisögum, sem Englendingar
og Ameríkum'enn segja hverir
um aðra.
En það, sem olli því, að at-
burðurinn varð mér minnisstæð-
ur, var sú staðreynd, að það
var íslendingur, sem söguna
sagði á þann hátt, að ekki gat
dulist, að ekki virtist skuggi af
efa í hans huga um það, að
vitaskuld hefði Englendingurinn
haft alveg rétt fyrir sér um það,
að ef finnanlegur væri einn
HREIN HVIT
Vindlinga
BLÖÐ
TVÖFALT
SJÁLFGERT
stórt bókarhefti
5c
“gentlemaður” í Ameríku, þá
væri hann áreiðanlega ekki
nema einn.
Nú er það svo, að mjög erfitt
mundi að sannfæra Englend-
inga um það, að það gæti kom-
ið til mála, að á íslandi hafi
nokkru sinni verið til sú mann-
vera, sem Englendingur gæti
nefnt “gentleman”. Honum
mundi finnast það fráleitt, að
ömurlega fátæk þjóð, sem að-
eins væri að byrja að bröltast
um til þess að taka að lifa sið-
menningarlífi, hefði haft nokk-
ur skilyrði til þess að ala með
sér þann mannflokk, sem nefnd-
ir yrðu “gentlemenn”, því að
sh'kir menn væru einmitt ávöxt-
ur aldagamallar fágunar í sið-
um og háttum. Skop íslendings
aö skorti Ameríkumannsins á
siðfágun “gentle”menskunnar
hefði því óhjákvæmilega orðið
Englendingnum! skopsefni. En
vér erum orðnir svo vanir því að
líta á oss sem hluta af menn-
ingu Evrópu, að oss finst sjálf-
sagt, að vér eigum samflot með
öðrum Evrópumönnum í skoð-
unum þeirra og hleypidómum
um þá menn, er aðrar álfur
hyggja. En sannleikurinn er sá,
að vér erum menningarlega að-
eins að litlu leyti samlandar
annara Evrópuþjóða, svo sem
drepið skal á síðar.
En annar atburður kemur í
þessu samhandi í huga mér.
Fyrir einum áratug síðan naut
eg þeirrar ánægju að sumarlagi
að vera samvistum um hálfs-
mánaðartíma við um fimtíu
arneríska presta. Vér dvöldum
í skóla úti í sveit. Þessi hópur
hafði ekkert sérstakt starf með
höndum. Menn voru þarna að-
eins sér til hvíldar og hressing-
ar, en á hverju kvöldi var þó
flutt. eitt stutt erindi, og fóru
svo fram meira og minna kapp-
samar umræður um efni er-
indisins á eftir. Eg er sann-
færður umí, að hvergi hefði gef-
ið að líta prestasamkundu utan
Ameríku, sem lík hefði verið
þessari. Menn þessir voru ber-
sýnilega flestir gáfumenn, vel
mentaðir og víðsýnir, en auk
þess voru þeir með frjálsmann-
legri blæ en títt er um menn í
þeirri stétt. Skoðanir þeirra
voru oft mjög sundurleitar, en
því nær ávalt fluttar af gáfum
og lagni. Þess skal að vísu get-
ið, að þessi hópur var að því
leyti ekki einkennandi fyrir
Ameríku sérstaklega, að prest-
arnir voru allir úr frjálslyndustu
kirkjudeild í heimi — kirkjudeild
Únítara — sem vitaskuld er
ekki nema brot af kirkjuheimi
álfunnar. En eg held eg hafi
liaft óljóst veður af því, þótt eg
væri aðeins nýkominn til lands-
ins — og síðar hefi eg sann-
færst um það — að í þessum
hópi gæti að líta sunr þau ein-
kenni, sem þetta land — Banda-
ríkín — byggi yfir. Þama voru
menn á öllum aldri frá hálf7
þrítugu og til áttræðisaldurs. En
yfir þeim hvíldi einhver blær
æsku og lífsfjörs, sem ekki var
b'undinn við áratölu aldursins.
Þeir voru því nær allir t. d.
miklir hiáupagarpar. Þeir léku
sér í knattleik á hverjum ein-
r.sta degi í steikjandi sólarhit-
anum og sóttu leikinn síður en
svo með hangandi hendi, heldur
af kappi og ungæðislegum á-
huga. Og þegar þeir komu und-
an köldu steypibaðinu að leikn-
um loknum, fanst þeim þeir
fyrst vera verulega undir það
búnir að fara í kappræðu-glím-
ur kvöldsins.
Sem sagt, mér fanst eg hafa
veður af, að eg stæðí hér and-
spænis mönnum með aðrar
hugsanir og annað skapferli
heldur en eg hafði búist við. Og
allar kímnisögur Evrópumanna
um Ameríkumenn standa senni-
lega í einhverju sambandi við
það — þegar frá er dreginn ó-
vildarhugur keppinautsins og ó-
vildarhugur sá, sem jafnan fylg-
ir vanþekkingunni — að menn
finna, að Ameríkumaðurinn er í
raun og sannleika í verulegum
atriðum frábrugðinn þeim. Þao
stafar ekki af því, að Ameríku-
maðurinn sé minna prúðmenni
— minni “gentlenraður” — en
menn annara þjóða. Það stafar
heldur ekki af því, að hann sé
miður mentaður1 en menn ann-
ara þjóða. Það stafar blátt á-
fram af því, að í þessu tiltölu-
lega nýja landi hefir vaxið upp
annað viðhorf á lífinu, annar
skilningur á því heldur en ann-
arsstaðar hefir getað þrifist. —
Hvort sem mönnum finst það
meðmæli með nútímanum eða
ekki, þá verður það bezt orðað
á þann hátt að segja, að Ame-
ríkumaðurinn sé fyrsti nútíma-
maðurinn. Með því á eg við, að
það er í Ameríku einni, semi unt
er að tala um, að menn hafi
samlagað sig eða séu að sam-
laga sig því umhverfi, því
breytta viðhorfi, sem breytingin
á hinum ytri háttum síðari tíma
menningar óhjákvæmilega hlýt-
ur að hafa í för með sér, svo
sem nú skal athugað lítið eitt
nánar.
Það er þá fyrst öllum vitan-
legt, að Ameríka er ungt land,
og lönd Norður-Ameríku eru
stór lönd. Bandaríkin eru ekki
sambærileg við neitt land í Ev-
rópu, heldur við álfuna alla. Og
Canada er enn meira að víðáttu.
Það þarf ekki að rifja upp þá
.lþektu sögu, hvernig þeir Norð-
urálfurrbsnn, sem til Ameríku
hafa fluzt, hafa lagt undir sig
þetta landflæmi alt á tiltölulega
örskömmum tíma. Fyrir fjöru-
tíu árum voru menn að eltast
við og brytja niður viltar vís-
undahjarðir þar, sem nú eru
borgir með þinghúsum, sem
kostað hafa miljónir dollara,
bpkasöfnum með hundruðum
þúsunda binda, og iðandi flaumi
af fólki. Það þarf heldur ekki
að rifja það upp, sem öllum er
kunnugt, hvernig tækni hinna
ungu þjóðar hefir á tiltölulega
örskömmum tíma orðið svo
mikil, að engin önnur þjóð kem-
ur þar til samanburðar. Verk-
smiðjur eins og þær, sem fram-
leiða eitt þúsund bíla á dag, eru
meðal viðundra veraldar. Rétt
þegar eg var að enda við að rita
þessi síðustu orð í handrit mitt,
fletti eg um blöðum í bók og
rakst þar á þessa lýsingu:*)
“Þegar Ameríkumaðurinn vakn-
aði til meðvitundar um sjálfan
sig, sá hann, að alt umhverfis
hann voru hlutir og öfl, sem
biðu þess eins, að hann setti
þau af stað. Honum hefir hlot-
ið að finnast hann vera eins og
ungur guð, er hann stóð mitt í
þessu og var búlnn kröftum,
sem voru þúsundfalt sterkari en
hann sjálfur. Ameríkumaður-
inn verður sjálfur fullur undr-
unar, er hann tekur að velta
fyrir sér, hvað hann ráði eigin-
lega yfir mörgum hestöflum. —
Hann kemst að raun um, að
1849 réðu íbúar Bandaríkjanna
yfir 10 miljónum hestafla, en
það var sama sem hálft hestafl
á mann; árið 1923 eru þessi tíu
orðin að 700 miljónum eða sex
á mann. Þetta mundi sam'svara
því, að hver maður hefði 100
þræla sér til aðstoðar og þjón-
ustu. Til samanburðar má geta
þess, að á dögum fomgrískrar
menningar — sem vitaskuld var
reist á vinnu þrælanna — hafði
hver frjáls borgari að meðaltali
2 eða 3 þræla.”
Þessi er fyrsta staðreyndin
um Ameríkumenn, sem athygli
skal vakin á. Önnur staðreynd-
in er sú, að Ameríka er ekki ein-
ungis ungt land, heldur búa þar
ungar þjóðir. Mikið af innflytj- j
endum frá Evrópu hafa frá upp- j
hafi hins ameríska landnáms
verið að miklu leyti menn, sem
horft hafa með tiltölulega litl-
um söknuði til landa þeirra, er
þeir kvöddu. Þau voru ýmist
menn, sem undir höfðu orðið- í
*) Johannes Novrup: Ame-
rika konstruerer. í ritgerð þess-
ari er oftar vitnað í þessa bók
án þess, að getið sé um það sér-
staklega.
Lxsbaráttunni heima fyrir, eða
framgjarnir æskumenn, sem
dreymdi um stórvirki í hinu
nýja umhverfi. Og hið um-
fangsmikla starf, sem beið
þeirra, og hið taumlausa kapp
um að loggja undir sig gæði
landsins, hefir hvorttveggja orð-
ið til þess, að þeir hafa að miklu
leyti og á skömmum tíma losað
sig við, mjög mikið af því, sem
talinn hefir verið hinn menn-
ingarlegi arfur Evrópu frá fornri
tíð og til vorra daga. Hvort
sem það hefir verið til góðs eða
ills, þá íþyngdist þjóðin að
minsta kosti ekki af miklum
hluta þeirra skoðana og siða og
: hugsunarháttar, sem má segja
: að sé samhengið í evrópiskri
menningu. Menn stærðu sig af
að þekkja ekki tildur það, sem
konungar nefnast, ekki aðal,
naumast stéttir, þeir mistu fljótt
virðinguna fjrrir klassiskrí ment-
un. Þeir horfðu á landabréf
Evrópu og litu með góðlátlegri
meðaumkun á alla litina, sem
táknuðu skiftingu kotríkjanna,
þar sem hver íbúi var alinn upp
með þeirri sannfæringu, að hans
þjóð væri ekki einungis kjarni
mannkynsins, heldur væru ná-
grannamir í ætt við djöfla. Af
þessari annari staðreynd, sem
bent hefir verið á, stafaði það,
að Ameríkumenn hafa getað
lagt breiðari grundvöll undir
lýðræðishugmyndir sínar en
aðrar þjóðir hafa yfirleitt gert,
óg að þeir eignuðust nýja ætt-
jarðarást, sem var með öðrum
skapferlisblæ en ættjarðarást
annara þjóða.
Þá er þriðja staðreyndin, sem
benda verður á. Þegar hefir
verið á það drepið, að auðn
hinnar nýju álfu breyttist í
borgir, akra, verksnfiðjur og
allskonar auð fyrir þær sakir,
að mennirnir lögðu sál sína og
vilja í að afla sér tækninnar
valds og máttar. Hin verk-
fræðilegu vísindi urðu undir-
staða auðs þeirra og afls. En af
þessu stafar hitt, sem er eitt
markverðasta einkennið í ame-
rískum hugsunarhætti, að vís-
indin yfirleitt eru að verða
Ameríkumannsins guðdómur og
trú í senn. Hvergi f heiminum
eru nú hverskonar vísindalegar
rannsóknir reknar með eins
miklum ástríðuhita og í Ame-
ríku. Eðlisfræðin og hverskon-
ar náttúruvísindi skipa æðstan
sess við hvern háskóla. Svo
er að sjá, sem forystan í þess-
um vísindagreinum sé að færast
að miklu leyti úr höndum Þjóð-
verjanna og í hendur Ameríku-
manna. En þegar verið er að
átta sig á sjálfum hugsunar-
hætti og lífsskoðun þjóðarinnar,
þá er þó miklu meira um það
vert í þessu sambandi, að það
eru ekki æðri skólar og fræði-
menn einir, heldur þjóðin sjálf,
sem ber svo mikla virðingu í
brjósti fyrir vísindunum, að
hvergi verður annarstaðar vart
neins líks. Þó væri ef til vil!
réttara að orða þetta á þá leið,
að þjóðin bæri traust til máttar
vísindanna til þess að leysa úr
öllum viðfangsefnum. Tvenns-
konar menn eru í augum henn-
ar einkum fyrirmyndir míanna
og hugsjón: verkfræðingurinn
og f jármálamaðurinn.
Árið 1930 var mikill fjöldi
Ameríkumanna með skipi því,
er Heimfararnefndin vestur-ís-
lenzka hafði umráð yfir, er
hingað var farið á Alþingishá-
tíðina. Mér eru minnisstæðar
samræður manna eitt kvöld í
reykingasalnum. Bandaríkja-
mennirnir voru að ræða um
stjórnmál lands síns. Forsetinn
þáverandi, Hoover var að tapa
fylgi hið óðasta, og flestir
ferðamennirnir voru honum
andvígir. Þá nfan eg, að einn
gamall dómari, sem þarna var,
mælti á þessa leið: “Eg greiddi
Hoover atkvæði við síðustu
kosningar sökum þess, að eg
vildi, að maður með vísinda-
legt uppeldi fengi tækifæri til
þess að sitja í forsetastól vor-
um.” En Hoover var, eins og
HÆTTIÐ EKKI Á AÐ BÖKUN MISHEPNIST
minna en
1c V\RÐ\ AF
maoic
þarf til
heiiiar köku’.
Það er engin ágizkan með
Magic. Hann tryggir ávalt hinn
bezta árangur! Þessvegna mæla
helztu matreiðslufræðingar Can-
ada með notkun hans fram yfir
aðrar tegundir. Biðjið matsal-
an yðar um bauk!
• LAUS VIÐ ALCrN — Þessi setning á.
hverjum bauk er yður trygging fyrir því
að Magic Baking Powder er laus við álún
eða önnur skaðleg efni.
'kunnugt er, verkfræðingur að
námi og lífsstarfi, áður en hann
tók að fást við stjórnmál. Setn-
ingin er framar öllu amerísk.
Ameríkumenn hafa séð, hvern-
I 7
ig verkfræðingurinnn, þ. e. mað-
jurinn, sem gert hefir vísinda-
|legar niðurstöður að vopni síns
Idaglega lífs, hefir breytt öllum
aðsíæðum og öllu h'fi í landinu.
Verkfræðingurinn er ekki að
jafnaði sjálfur vísindamaður, en
liann brúar mllli vísindanna og
almennings. Og hann hefir, í
samráði og í samvinnu við f jár-
málamennina, gert alla hluti
nýja. Það er hann, sem gefið
hefir hverjum Ameríkumanni
100 þræla til jafnaðar, eins og
drepið var á hér að framan. Og
það er ein af ákveðnustu og
staðföstustu kennisetningum
hins ameríska þjóðlífs, að þetta
sé aðeins byrjun þeirra áhrifa,
sem vísindin muni hafa á þjóð-
l'fið.
Einn rithöfundur á Norður-
löndum kemst svo að orði um
Ameríkumenn í líku samlbandi:
“Og nú vaknar Ameríkumað-
urinn og tekur að líta umhverfis
sig og aðgæta það, sem fram
hefir farið. Búið er að leggja
álfuna að fótum sér, og um
hana er spunnið net jámbrauta,
vega og síma. Hann lítur iðn-
aðinn og iðjuna, sem náð hefir
risavexti og nú einmittj síðustu
10 — 15 árin hefir tekið stærsta
risaskrefið undir máttugri hand-
leiðslu verkfræðingsins. En
þrátt fyrir hraðann og flýtinn
fær hann tíma til þess að undr-
ast — og það fyrsta, sem nær
haldi á honum, er furðan á
staðreyndum breytinganna. —
Hann er staddur í nýjum tíma
— vélatínfa — tíma stáls og
járns og olíu — verkfræðingsins
tíma — vísindanna tíma. Ef
hann á að geta áttað sig, þá
verður það að vera með því að
gera þetta að grundvelli hugs-
unar sinnar. Hann lítur um
öxl eitt augnablik til þess að fá
yfirlit yfir það, sem gerst hefir,
en hann hefir ekki tíma til þess
að sökkva sér niður í íhugun —
lirynjandi atburðanna er of ör.
Fram á við verða hugsanir hans
að beinast, og framtíðin nær
valdi á hugsunum hans. Hafi
hann fylst undrunar yfir því,
sem síðustu áratugir hafa lagt
til, þá fylla þær hugsanir, sem
framtíðin vekur, hann með gleði
eftirvæntingarinnar. Hafi vís-
indin, í samvinnu við hinn raun-
liæfa verkfræðing, getað bylt
um heiminum á þessari síðustu
öld, hvers má þá ekki vænta á
næstu áratugum, er vér höfum
náð meira valdi á aðferðum til-
raunanna, sem nú þrengja sér
inn á þau svið, þar sem þeim
hefir aldrei verið beitt áður, nú,
þegar börn vor taka að drekka í
sig anda vísindanna frá barn-
æsku, læra að horfa róleg fram-
an í staðreyndirnar. Á þennan
hátt talar andi nútímans í gegn-
um hann: Ekkert er oss ofvax-
ið, ekkert er oflítið fyrir oss.
Vér splundrum efniseindinni. —
Vér leikum oss sem Júpíter að
eldingunum. —• Máttur handa
vorra og fóta hefir þúsundfald-
ast. Augu vor líta hið ósýni-
Iega, eyru vor heyra hið óheyr-
anlega, og vér þreifum á hinu
óhugsanlega.
Er þessi innblástur kveður við
í huga Ameríkumannsins, þá er
skiljanlegt, að hann hafi hug á
að halda með hröðum skrefum
þangað, gem hann nefnir: fram-
tíðin.”
Öllum, sam nokkuð hafa
fylgst með í bókmentum Norð-
urálfunnar frá því um ófriðar-
lokin, er það kunnugt, að hér í
Evrópu hafa verið mjög áber-
andi þær hugsanir, sem birtast
í svartsýni og ótrú manna á
framtíðinni. Norðurálfumaður-
inn íinnur, að hinn nýi tími —
tími stóriðjunnar — er að burka
út mikið af þeim verðrtfætum,
sem Evrópa hefir hingað til lif-
að á. Spenler, Keyserlíng og
heill herskari spámanna bölva
hinum nýja tíma og boða fall
og niðurlægingu heimsins. Vís-
iudin, segja þeir, hafa verið
mýraljós. sem leitt hefir menn-
ina afvega og inn í öngþveiti og
ógöngur. í Ameríku kafna
þessar raddir svo að segja með
öllu. Bjartsýni andlegra áhrifa-
manna þeirrar álfu eyðir dökk-
um þokumökkum svartsýninn-
ar, sem frá Evrópu berast yfir
hafið. Charles Beard, einn af
nafnkendustu sagnfræðingum
Ameríku, ritar til dæmis um
þetta efni og kemst að mjög
öndverðum niðurstöðum við á-
lyktanir Evrópumannanna. —
Hann lokar ekki augum sínum
fyrir hættum véla-aldarinnar, en
trú hans brýst í gegnum þoku
örðugleikanna. Það er engrar
björgunar að vænta af minni
vísindum eða í því að hverfa frá
vísindalegum hugsanaferli, held-
ur af meiri vísindum. Og Milli-
kan, eðlisfræðingurinn mikli og
Nóbelsverðlaunamaðurinn, talar
um Spengler og Keyserling sem
menn, er skorti þekkingu.
Þessir menn og fleiri, er í lík-
um anda ræða, kannast við, að
nú sem stendur séu menn í
megnasta öngþveiti í hvívetna.
Vér lifum í heimi eða í því um-
hverfi, sem segja má að sé með
öllu nýtt. Breytingarnar hafa
steðjað svo ört að, að menn
hafa ekki fyr verið teknir að
átta sig á einu atriði en það var
horfið og nýjar ástæður voru
komnar, sem glíma þurfti við.
Breytingarnar, t. d. á öllum svið
am athafnalífsins, ber svo ört
að, að menn r>á naumast and-
anum. Fyrir því skyldi það ekk:
vekja furðu inanna, segja l>eir,
þóti óróa verði vart í þjóðlif-
inu, alt virðist á hverfanda hveli
og ýmsir séu sannfærilir um. aö
stefnt sé norður og niður. En
ástand vorra t’ma á sér ekki
langan aldur. að þeirra trú. Þaö
er íétt, segja þeir, að vísindin,
um leið og þau haf skapað skil-
yrði fyrir nýjum heimi, hafa um
leið brotið margt niður, sem
nokkurs er um vert, en þau
hafa þá jafnframt skapað, eða
eru að skapa, iiýjan mann, verk-
fræðinginn, sem hefir þúsund
ný hjálpargögn í höndunum til
þess að búa til, skipuleggja
nýjan heim. Hinn nýi heimur á