Heimskringla - 02.10.1935, Blaðsíða 5

Heimskringla - 02.10.1935, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 2. OKT. 1935 / HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA þjóðina við? Eg trúi fyrir víst, að svo sé. Og eg segi yður þá skoðun mína, vitandi vel live ,alvarlegt það er sem eg segi, að með hverjum degi sem líður yfir okkur eru þjóðirnar að færast nær og nær ófriði með miklu hryllilegri afleiðingum en fólk alment getur gert sér grein fyr- ir. Allir skyldu viakna við háskann Eg segi yður þetta svo að þér horfist í augu við háskann og vaknið Itil umhugsunar, djúprar og alvarlegrar íhugunar um, hvað gera skuli til að verja land yðar fyrir meini. Er þetta ekki skynsamlegt og rétt? Eða eigum vér að ganga fram í bamalegu athugaleysi um það sem komá skal? Á það að liggja fyrir Canada mönnum að hópast í afglapa paradís? — Eða sæmir þeim betur að vera vel viti bornir og óskelkaðir borgarar í frjálsu landi, horfa hvast á þær reyndir sem að þeim ber að hafa sig alla við að verja sig fyrir því helvíti sem af þeim reyndum stafar? Nú, Canada ætti ekki að vera nein hæittu búin af brauki og bramli veraldarinnar. Vort land sækir eftir því einu sem hægt er að fá með friðsamlegum hætti. Ef til illindá kemur, þá verður einhverjum öðrum um' að kenna en okkur. Og það segi eé skýra skyldu stjómarinnar að beita öllum ærlegum ráðum til að forða Canada frá illdeil- um. Ágimd og ofsi sumra þjóða skal ekki koma niður á okkur, ef við getum að gert. Vér höfum keypt frið og fullar trygðir og goldið fullu verði og þau dýrindi skulu ekki ganga oss úr greipum. Mr. King hefir sagt yður, að ef til þess kemur að skera úr, hvort Canada skuil taka þátt í Evrópu stríði ellegar ekki, þá skuli þingið skera úr því og enginn annar. En Mr. King hlýtur að vita að samkvæmt gildandi lögum á þingið að skera úr þessu og engin annar. Svo að af þessu tali hans er ekkert að læra. nema að hann veit ekki sitt rjúkandi ráð og hefir enga stefnu í þessu afar áríðandi efni. Conservatívar segja sína vild Vissulega er það ekki tilætl- un Mr. Kings að byrgja brunn- inn eftir að barnið er dotltið í hann: segja hverju fram skuli vinda eftir á, eftir að því er fram farið sem gera skal fyrír? Hvað sem því líður, þá gera Con servatívar ekki svo, vér segjum fyrirfram hver ráð skuli taka, og þeim ráðum skal fylgja með þjóðarinnar heiður og hagsmuni fyrir leiðarstjörnu. I friði segjum vér og ef til ó- friðar kemur segjum vér hið sama: Canada fyrst af öllu. — Meðan friður helzt heldur Con- servative flokkurinn réttindum Canada fram og stendur móti á- sælni allra annara landa. Ef Itil ófriðar kemur skulu Con- servatívar sömuleiðis halda Frh, á 6. bls. FJÆR OG NÆR Messur í Sambandskirkjum Nýja-íslands yfir október: Árborg, 6. okt. kl. 2 e. h. Ámes, 13. okt. kl. 2. e. h, Gimli, 20. okt. kl. 2. e. h. Riverton, 27. okt. kl. 2. e. h. ¥ ¥ ¥ Thorgrímur Pálsson frá Ár- borg, Man. var staddur í bænum s. 1. mánudag. ^ * * * Guðmudnur Austmíann frá Westfold, Man., kom til bæjar- ins í gær. Hann var að leita sér lækninga. * * * ( Alex Johnson frá Sinclair, Man., koirt til bæjarins í byrjun þessarar viku. Hann var í við- skiftaerindum. * * * Mrs. A. Chiswell frá Gimli var stödd í bænum s. 1. mánu- dag. * * * Mrs. Guðlaug Frímann, kona Jóhannesar Frímanns í Winni- peg, dó 1. s. föstudag að heim- ili þeirra hjóna, 17 Queen Apart- ments. Útför fór fram ®. 1. laugardag frá útfararstofu A. S. Bardals, en líkið var flutlt norð- ur að Gimli til greftrunar. Hin látna var 71 árs gömul. Útsala—Home Cooking Á fimtudaginn kemur 3. þ. m. efnir kvenfélag Sambandssafn- aðar 'til útsölu á allskonar heimatilbúnum mat í fundar- sal kirkjunnar. Salan byrjar kl. 2 e. h. og stendur það sem eftir er dagsins og fram eftir kvöldinu. Matvörurnar allar eru af bezta tagi og söluverðið lágt. * * * Séra Guðm. Árnason frá Lun- dag var staddur í bænum í gær. ¥ ¥ ¥ í útvarpssjóð Sambandskirkju: Mrs. Kristín Vídal, Hnausa, 2.00 ¥ ¥ ¥ Mountain, N. D. 25. sept. 1935 Mr. P. S. Pálsson, Winnipeg, Man., Heiðraði góðkunningi: Eg sendi þér hérmeð póstávís- an fyTir $4.25 sem eiga að ganga í útvarpssjóóð Sambandsfél. frá Mr. og Mrs. Hannes Bjömson $2.00, frá Chr. Indriðason, $1.00, frá Thorgils Halldórsson 25c, og frá okkur hjónunum $1.00. Ræðan heyrðist ágætlega þar sem við hlustuðum og ein hjá Hannesi Björnssyni og einnig söngurinn, það sem við hlust- uðum og eins hjá Hannesi Björnsyni, og einnig söngurinn, það sem við heyrðum af honum. Og hann fanst mér ágætur, eins og ræðan. — En fyrri partinum af ntessugerðinni töluðum við, eins og þið máske vitið nú — vegna þess sem þurfti viðgerðar á útvarpstækjunum. — Fram- burður séra Philips var ágætur og málið undursamlega gott hjá jafningum Vestur-íslendinga, sem ekki hefir haft meiri æf- ingu, að tala opinberlega á því máli en hann hefir haft. Vinsamlegast, Th. Thorfinnson ¥ * * MinnisvarSi Landnemanna Winnipeg, Man. Jón Sigursson Chap. I. O. D. E............ $10.00 Dr. Ó. Björnsson ........ 5.00 John Christopherson .... 3.00 S. O. Bjerring .......... 1.00 J. J. Melsted ........... 1.00 Mrs. Sigurðson Powell River, B. C...... 1.00 Thorlákur Thorfinnson Mountain, N. D.......... 2.00 Mrs. S. Peterson Vancouver, B. C......... 1.00 Mrs. J. H. Hanneson Cavalier, N. D.......... 1.00 Sig. Sigurðsson, Gimli, Man. ............ 1.00 F. O. Lyngdal, Gimli, Man. 2.00 F. K. Austdal, Selkirk .... 2.00 Petur Magnussön, Gimli .... 2.00 W. J. Ámason, Gimli _____ 2.00 Kærar þakkir, Dr. A. Blondal J. J. Bíldfell B. E. Johnson Leiðrétting—í fyrsta gjaÆa- lista var Björn B. Johnson, Gimli 2.00, átti að vera Björn H. Johnson, Gimli. ¥ ¥ ¥ Útvarps messan frá 1Sam- bandskirkjunni sunnud. 22 sept. tókst ágætlega, nema fyrír straumslit sem urðu við upphaf messugerðarinnar. Bréf hafa “Hkr.” borist þessu viðvíkjandi og birtum vér hér kafla úr einu þeirra: Winnipegosis 24. sept. 1935 “--------Eg við þig að fram- vísa samskotafé Sambandskirkj- unni og sjá um birtingu gefenda skrár sem fylgir. Eg náði ekki húsnúmeri gjaldkera í því sam- bandi. Presti þótti takast vel. Ótvíráð framsögn hans og skörulega flutt. Þótti oss all ó- frýn yglibrún ósómans. Kom oss þó ekki með öllu ókunnug- lega fyrir. Höfðum orðið vör við einhvern svipaðan slæðing í viðskiftalífinu. Straumslit urðu um stundarsakir, töpuðum við þar sálmasöng, guðspjalli og einsöng, svo að segja öllum. ís- lenzkir útvarps eigendur eru hér margir og mun fólk hafa hlýtt á messuna í flestum1 þeim stöðum. — — — Að endingu þökk. “Mættum við fá meira að heyra?” Með vinsemd, Á Björnsson Útvarpssamskot frá Winnipegosis Mr. og Mrs. Th. Stephenson .25 Mr. og Mrs. A. Björnsson..50 Mr. A. Johnson .......... 10 Mrs. O. Kristjánsson .....10 Mr. og Mrs. G. Egilson....25 Mrs. G. Schaldemose ......10 Mr. F. Johnson ...........10 Mrs. B. Crawford .........25 Mr. og Mrs. Th. Johnson...25 Mr. og Mrs. Th. Johson ...25 Mr. B. Ámason ............10 Mr. B. Stephenson ........25 Samtals ..............$2.50 ¥ ¥ ¥ A. J. Paulson í Glenboro, Man., lézt s. 1. miðýikudag á Almenna-sjúkrahúsinu í Winni- peg. Hann var 67 ára og hafði búið í Glenboro í 40 ár. Hann lætur eftir sig konu og 8 börn öll uppkomin. ¥ ¥ ¥ Þakkarávarp Við þökkum öllu því góða fólki þá samúð og hjálp sem það hefir sýnt okkur við lát mannsins míns, Jóns Sigurðs- sonar. Það verður ekki alt sett hér en ekkert af því er gleymt. Við viljum sérstaklega þakka fólki fyrir þá peninga sem það hefir gefið okkur í þessu sam- bandi, bæði frá Víðir, Framnesi, Árborg og víðar frá. Það vissu allir sem þektu hann hvað mik- i ill missir það var fyrir heimilið okkar að missa hann frá því. Svo að endingu viljum við þakka fyrir öll blómin sem voru gefin á kistuna hans og öllum þeim fjölda, um fjögur hundrað rnanns og sumt langt að, sem fylgdi honum í síðasta sinn til hans hvílustaðar. Sigrún Sigurðsson og Börn. * ¥ ¥ Dánarfregnii Þann 17. sept. andaðist í Los Angeles húsfrú Steinunn Ás- mundsson. Hún var fædd þann 5. september 1863. Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson og Elin Bjarnadóttir í Pétursey í Mýrdal í V. Skaftafellsýslu( af hinum alkunnu Hlíðar og Skóga ættum. Árið 1896 fluttist hún til Vesturheims og settist að í Seíkirk, Man. 10. ágúst 1897 giftist hún eftirlifandi manni sínum Þorgilsi Ásmundssyni. — Þeim varð 7 barna auðið, í 38 ára ástríku hjónabandi. Tvær stúlkur dóu ungbörn og 1 sonur, Ásmundur Jóhannes dó 1928, afturkominn hermaður. Eftir- lifandi eru Elin María, Högni Jón, Þorsteinn Magnús og Ing- ólfur Victor Emmanuel, öll í Lios Angeles. Steinunn /ýpr mikilhæf kona, bæði til munns og handa, yfir máta ástrík eig- inkona og umhyggjusöm móðir, strang heiðarleg í alla staði, hafði háfleyga trú, á gannkristi- legum grundvelli. “Hver sem breyskri lund ei leynir, lætur drottins rætast á. Sælir eru hjartahreinir, herrans guðs þeir auglit sjá.” Þorgils Ásmundsson ¥ ¥ ¥ Fæði og húsnæði, góð og hlý herbergi, sanngjamt verð, sími 28 152. Annast um aðgerðir á Radios, set upp aerials, einnig sel ný og gömul Riadio. TH. VIGFÚSSON Sími 39 359 559 Furby St. Lýkur kennara prófi Útskrifast hefir af kennara- skólanum í Winnipeg (The Nor- mal School), Miss Ragna G. S. Rafnkelsson frá Lundar, Man. ¥ ¥ ¥ Heimilisiðnaðarfélagið heldur fyrsta fund sinn eftir sumar- hvíldina á miðvikudagskveldið 9. okt. að heimili Mrs. H. J. Lindal, 912 Jessie Ave., kl. 8. e. h. ¥ ¥ ¥ Jóns Sigurðssonar félagið I. O. D. E. hefir ákvarðað að hafa heimtatilbúinn mat til sölu og “Silver tea”, laugardaginn 12. október í Eaton’s Assembly Hall á 7 gólfi frá kl. 2.30 til 5.30 e. h. Vér viljum biðja okk- ar góðu vini að muna eftir deg- inum og heimsækja okkur þá og hjálpa til að gera þetta fyrir- tæki bæði arðberandi og skemtilegt. Ferkar auglýst í næsta blaði. Forstöðunefndin. ¥ ¥ ¥ Þakkarávarp • Mig langar til að biðja “Heimskringlu” að votta hin- um mörgu vinum og nágrönn- um skyldum og vandalausum í Árborg og Winnipeg, mitt al- úðar hjartans þakklæti fyrir alla þeirra áðstoð og hluttekn- ingu við mig og fjölskyldu mína við hin löngu og erfiðu veik- indi sem kona mín hefir átt við að stríða á þessu sumri. Þeir sem rétt hafa mér hjálparhönd á svo margan hátt, eru svo margir að nöfn þeirra fæ eg ekki upptaJið að þessu sinni. Auk einstaklinga hafa Kvenfé- lag og Djáknanefnd Árdals safn- aðar fært okkur peninga gjafir sem eg þakka innilega. Guð blessi ykkur góðu vinir fyrir alla þessa hjálp. —Árborg, 26. sept. 1935. Sigurður Stefánsson ¥ ¥ ¥ V. G. Vigfússon biður Hkr. að geta þess að heimilisfang og utanáskrift sín sé Ste. 1 Alloway Court, Winnipeg. ¥ ¥ ¥ iSkemtifundur í stúkunni Skuld á morgun. Séra Karl Ol- son heldur ræðu. Margt fleira til skemtana. Kaffi á eftir. ¥ ¥ ¥ Tilkynning Eg hefi nú tekið aftur við af- greiðslu “Bjarma” í Winnipeg, er hr. G. M. Bjamason hefir gegnt um hríð. Kaupendur í bænum og út um bygðir eru vinsamlegast beðnir að senda mér andvirði blaðsins sem fyrst. Áður auglýst kjörkaup á bók- um og ritlingum Bjarma eru enn fáanleg. Bókaskrá send iþeim er þess óska. S. Sigurjónsson 722 Banning St. — Winnipeg. Lesið Heimskringlu Kaupið Heimskringlu Borgið Heimskringlu Greiðið Atkvæði Með G. S. TH0RVALDS0N Þingmannsefni Conservatíva fyrir Selkirk kjördæmi Verndið Ottawa samningana Styðjið skipulagsbreyting Endurskoðið stjórnarskrána kapitalismans Varðveitiðverzlunarlöggjöfina Standið með Canada! galonia 4-Ply, Guaranteed Tires With Tubes • Dependable, non-skid tires are needed for safe Winter driving. And here’s a tire we can recommend highly —the Eatonia! Research tested and guaranteed for 12 months. A tube with every tire. Prices: 4.40-21 $6.70 5.00-19 $8.85 4.50-20 $7.30 5.00-20 $9.00 4.50-21 $7.45 5.25-18 $9.85 4.75-19 $8.25 5.25-20 $10.60 4.75-20 $8.45 5.25-19 $10.25 • Deferred Payment Terms available on tire purchases amount- ing to $15.00 or more—with the addition of a reasonable carry- ing charge. Auto Accessories Section, Main Floor, Hargravce *T. EATON C?,_0

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.