Heimskringla - 09.10.1935, Blaðsíða 5

Heimskringla - 09.10.1935, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 9. OKT. 1935 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA kvartaði Mr. McPherson undan því, að Bennebt-stjórnin hefði hækkað tekjuskattinn óþyrmi- lega á þeim, sem yfir 4000 dala árslaun hefðu. Mr. McPherson er maðurinn, sem ráðlagði Brackenstjórninni að heimta vinnulaunaskatt, af drengjum og stúlkum, sem þræla fyrir $10 á viku, og vér höfum ékki heyrt, að Mr. McPherson hafi orðið neitt flökurt af að inn- heimta þann skatt. * * * í ræðu, sem Mr. King flutti I Calgary nýlega, hélt hann því fram, að búnaðarverkfæri hefðu verið ódýrari á stjórnartíð sinni, eins og allir liberalar gera, en nú, og á stjórnartíð conserva- tíva, hvenær sem þeir hefðu verið við völd. Þessu svaraði maður í Alberta, R. O. Allison að nafni um hæl með því, að benda á verð þessara búnaðar- áhalda á stjórnar-tímum Meigh- ens, Kings og Bennetts, og er samanburðurinn hér sýndur: Meighan King Bennett 1920 1930 1935 8 ft. bindari $286 $290 $271 6fit. sláttuvél 101 106 97.50 20 run, single disc drill 234 232 225 Þetta eru algengustu (stan- dard) búnaðar áhöld og verð annara áhalda er hlutfallslega hið sama. En samkvæmt þessu hafa búnaðaráhöld þá verið dýr- ust á tíð Kings. Ef aðrar stað- hæfingar Kings eru þessu líkar, er hætt við að kjósendur gefi lítið fyrir þær. Þetta verð var hjá einum þektasta verkfæra- sala í Alberta. * * * í ræðunni sem Rt. Hon. R. B. Bennett hélt í Winnipeg er hann var hér vestra, mintist hann á lán sambandsstjórnar til fylkisins, fylkisbánkan sæla o. s. frv. “En hvað er um Bracken”, grípur þá einn á- heyrendá fram í. “Hann tók á- nægður við peningunum”, svar aði Mr. Bennett viðstöðulaust NÝMÆLI BENNETTS Frh. frá 1 bls. mein að. Þetta er alls ekki neinn galdur. Það er engin á- stæða til, að lögin ' verði ekki líka látin ná til þeirra sem eiga heimili í bæjum. Til þeirra ættu lögin sömuleiðis að ná og til þeirra skulu þau ná. Býli er ekki aðeins heimili bónda heldur líka verksmiðja hans, eða framleiðslustöð og frábrugðin heimili bæjarmanns að því leyti, en sá mismunur ætti ekki að bægja áminstum lögum að ná til beggja. Þér vitið sjálfsagt að þegar venju- leg verzlunarfyrirtæki er komið að þrotum, þá getur það leitað skjóls undir gjaldþrota gerningi. en ef að því sama rekur fyrir húseiganda, þá á hann einskis kost, svo framarlega sem hann getur ekki borgað, nema fá veðhafa hús sitt, ef veðhafi vill svo vera láta. Þetta kemur skuldareigendum illg, og eg trúi að sú stétt, ef hún lítur skyn- samlega á málavöxtu, muni taka þeirri laga ráðstöfun vel, að stkuldunautur færi niður skuld sína í það takmark að hann geti staðið í skilum og sé fjár síns ráðandi. Moratorium eða greiðslufrestur hentar ekki, jafnvel til bráðabirgða, við það stendur skuldin í stað og með þann klaka á milli sín gefa hvorir öðrum ilt auga, skuldar- eigendur og skuldunautur. Við- leitnin verður að vera sú, að koma báðum að liði. Þessu næst vék Mr. Bennett að þjóðskuldinni, og skuld þjóð- brauta (C. N. R.), skuldum borga og sveitafélaga, skuldum innanlands og við útlönd. Eg segi yður eins og er, að þessar gífurlegu þjóðskuldir vor ar hljóta að færast niður. Vér erum að vísu komnir inn á braut velmegunar, vér höfur náð ótrúlegum viðgangi á næst- liðnum árum, viðskifti aukast verzlun miðar vel, atvinnuleysi minkar, en alt um það finst mér að ekki sé trygt til lengdar nema þessi gífurlega þjóðskuld- ar byrði sé leyst af oss. Um sveitafélögin er það að segja, að sum eru gjaldþrota og sum fylkin hefðu farið sömu leið ef sambandsstjómin hefði ekki hjálpað þeim. Hver eru vor ráð í þessum vanda? Það er mitt ráð, að biðja fólkið í þessu landi, sem á hjá Dominion stjóminni, þjóð- Greiðið Atkvæði Með G. S. TH0RVALDS0N Þingmannsefni Conservatíva fyrir Selkirk kjördæmi Verndið Ottawa samningana Styðjið skipulagsbreyting Endurskoðið stjórnarskrána kapitalismans Varðveitiðverzlunarlöggjöfina Standið með Canada! arbrautinni, fylkjum og sveita- félögum, að sæ’tta sig við lægri leigu af þessu lánsfé sínu. — Vextir af þjóðskuldinni hafa minkað á síðustu fimm árum, um ‘16 miljónir og 6 hundruð þúsund árlega og yður mun þykja vænt um þá frétt að nú nýlega greiddum vér gamalt lán 'með nýju, til 20 ára með rúm- lega 3 af hundraði í ársvexti. Framvegis mun stjórnin ekki gefa út skattfrí skuldabréf. Allar áðurtaldar opinberar skuldir mun stjórnin hjálpa til að ötofna á ný með vægari kjör- um og svo, að réttindi hérlends fólks séu ekki fyrir borð borin, með lánanefnd að dæmi hinn- ar brezku stjórnar, sem hefir gefist afbragðs vel. Um skuldimar við útlönd er það að segja, að þar er Canada í háum sessi meðal heimsins þjóða, því að um greiðslu á þeim hefir þjóð vor staðið við öll sín loforð . . . Og meðan vér getum borgað skulum vér halda áfram að borga. En eigi að síður væri það óviturlegt, gagnslaust, ættjarðarástinni ó- salmboðin eyöslusemi, að rogast framvegis með þá skuldabyrði sem ge-tur orðið oss ofurefli. Þá mundu báðir tapa, skuldunautur og sá sem skuldina heimtir. Tekjur má auka með beinum sköttum og það ráð mun tekið, en slíkar tekjur ná ekki að vega móti skuldaaukningu nema við- skifti aukist líka. Vorar stærstu skuldir utanlands eru við Bret- land og Bandaríkin; þær skuld- ir verða greiddar1 einungis með viðskiftum, og svo er brezka lánið goldið en við Bandaríkin hefir það ekki tekist. Eins og skuldir saf-nast nú fyrir, þá er viðskifta ágóði þessa lands við öll önnur lönd, ekki svo mikiil að hann geti vegið upp á móti þeim greiðslum, sem oss ber að standa skil á við Bandaríkin. Það er því augljóst, að vér verð- um að gera alt sem vér getum til að auka viðskiftin við Banda- ríkin. Og mér virðist jafn aug- ljóst, að þeim sé hagur að því að auka þau viðskifti. Banda- ríkin geta ekki gert hvort- tveggja, étið sína canadisku köku og haldið henni óskertri. Vér getum ekki gert hvort- tveggja: haldið áfram að kaupa vörur frá 'Bandaríkjunum og staðið í góðum skilum við þau með lángreiðslur og vaxtaborg- anir, nema Banadríkin kaupi meiri varning af okkur en þau nú gera. Eg trúi því að oss takist þetta; stjórnir beggja landa hafa sitaðið í samningum um þessi efni og það er vonandi að þeir takist. En hvort sem þeir samningar takast ellegar ekki. þá vil eg að þér séuð ekki í neinum vafa um þetta: Hvernig sem fer u-m þá samninga, þá mun stjórn þessa lands standa í skilum við Bandaríkin. Vér höf- um haldið öll loforð við aðrar þjóðir hingað til og munum svo gera framvegis. Atvinnuleysi Eg sagði í ræðu minni í Moncton undir kosningar 1930, að eg skyldi binda enda á at- vinnuleysið, ekki skuluð þið ef- ast um það. Það heit endur- nýja eg nú með sömu einlægni og þá. í fimm ár höfum vér reynf bæði röng og rétt glímubrögð við kreppuna, nú er eg kominn að niðurstöðu, trauður að vísu, en alveg fastráðinn, hvernig ráða skal fram úr þeim vanda eins og nú horfir við. Þó að stjórnin hafi ekki tekið fyrir atvinnuleysið, þá má hún vera stolt af aðgerðum sínum. Árið 1933 voru 738 þús. at- vinnulausra í þessu landi nú tæpar 500 þús. Þesáum hefði stjórnin hjálpað með hallæris styrk og vinnu við opinber fyr- irtæki. Þeir sem tala um að bæta úr vinnuleysi með því að gróðursetja tré, gera vegi og prýða skemtigarða, hafa enga hugmynd um hve stórkostlegt þetta viðfangsefni er. Jafnvel þó góðærin kæmu aftur, hin beztu sem yfir hafa gengið, þá myndi atvinnu skort- ur haldast, því að síðan hafa miklar breytingar orðið á vinnu- brögðum með nýjum vélum og nýrri tilhögun viðskifta. Því er það mitt ráð og minna með- stjórnenda, að stíga hið fyrsta spor -til að ráða þen-nan vanda af oss til fulls með því að kippa af vinnu markaði öllum þeim verkamönnum, sem eru komnir á þann aldur, að viturlegt virð- ist að þeir hvílist. Það er vitanlega öllum ljóst, að hinar gömlu vinnustundir og vinnu aldur ná engri átt nú orðið, með öllum þeim breyting- um til vinnuléttis og hagráða sem hvarvetna sýna sig. Þær breytingar knýja fram aðrar breytingar á verka tilhögun og vinnustundum og þar á meðal þá, að skorða verkalok við viss- an aldur. Þessa grundvallarstefnu hefir stjórnin hlotið að viðurkenna og samkvæmt því mun hún leggja lagafrumvarp fyrir þing, að þeg- ar verkamenn liafa náð 60 ára aldri, skuli þeir hætta vinnu og fá eftirlaun af landsjóði. Þetta er í samræmi við það sem sum stórframkvæmda félQg hafa komið sér niður á, eftir vand- lega könnun og íhugun. Það er eina ráðið til að tryggja ungu -fólki atvinnu og allri þjóð- inni athvarf og tómstundir. Þetta er djörf og eg held sig- ursæl tilraun til að binda enda á bölvun iðjuleysisins, til að losa vinnu markaðinn við þungan á- bagga, til að veita enn fleirum kaupgetu en áður og holt ráð og sanngjarnt til að dreifa auði landsins meðal margra. Með þessum hætti myndu 120 þúsundir teknir af vinnumark- aði fyrsta árið og álíka margir ungir menn komast að verki,— En ekki myndi atvinnuleysi svift burt algerlega fyrir það, enda væru fleiri ráð til, svo sen húsasmíði, (sem nú væri að kom-ast á laggimar) skóga gæzla, jarða byggingar námu- verk, sem alt yrði að gerast í samlögum við fylkin. Tíundi hver verkamaður í Canada hefir jafnan verið at- vinnulaus einhvern ársins tíma Þeim yrði að sjá borgið með ýmislegri vinnu fyrir það opin-. Annast um aðgerðir á Radios, set upp aerials, einnig sel ný og gömul R-adio. TH. VIGFÚSSON Sími 39 359 559 Furby St. bera og með vinnutryggingn. Enn er sú hlið atvinnuleysis- ins, sem ekki má gleyma, að vinnulausir foreldrar orka ekki að venja og uppala böm sín eins og æskilegt er. Stjórnin hefir afráðið, að biðja þingið um fjárupphæð sem nægir til að veita uppvaxandi piltum og stúlkum þá mentun sem vera ber, og þau nú fara á mis við af ástæðum, sem hvorki þau né foreldrar þeirra geta gert við né bera ábyrgð á. Atkvæðagreiðsla byrjar á morgun Á morgun og fram til helgar gefst þeim kostur á að greiða atkvæði, sem ekki eiga þess kost að vera í bænum kosn- ingadaginn, 14. októóber. í Mið-Winnipeg nyrðri, er greitt a-tkvæði að 727 Sherbrooke St. 894 þingmannsefni Tala þingmannaefnanna, sem í sambandskosningunum sækja, hefir verið að hækka fram á síðasta mánudag. Um 245 þing- sætin keppa nú 894, eða sem næst fjórir um hvert eitt þing- sæti. Menn brestur ekki áhuga, að vinna að velferð landsins. 105,000 nöfn á kjósendaskrá Winnipegborgar Á kjósendaskrá Winnipeg- borgar, sem nú er nýlokið við að prenta, eru 105,000 nöfn, eða rúmlega eitt þúsund fleiri en s. 1. ár. Bæjar kosningar fara fram 22. nóvember. Á kjósenda- skrána geta menn iþó enn kom- ist. En svo eru nú þegar nógu margir á skránni til þess að eins mörg atkvæði verði greidd og s. 1. ár. Þá greiddu rúmlega 55 þúsund atkvæði í bæjarkosn- ingunum, eða rúmur helmingur. Lesið Heimskringlu Kaupið Heimskringlu Borgið Heimskringlu LIBERALAR f SUÐUR WINNIPEG HAFA VALIÐ SEM SINN FULLTRÚA LESLIE A. MUTCH LEYFIÐ OSS AÐ SEGJA YÐUR FRÁ HONUM. Mr. Mutch var . fæddur á bóndabýli í nánd við Crystal City í Manitoba. Hann er af skozk- um ættum. Eftir að ljúka námi í miðskólum fylkisins, innritaðist hann í Manitobaháskóla 1915— og litlu siðar í 196 herdeildina. Þegar hann kom til baka úr hemum, hélt hann áfram há- skólanámi og útskrifaðist 1921, sem B. A. Hann hefir unnið sem trésmiður og málari. Einnig sem kenanri á miðskóla. I félags- málum hefir hann tekið mikinn þátt. Af þessu hefir hann nokk- uð reynt og þekkir hag bóndans og verkamannsins mörgum betur. Arið 1928 hætti hann kenslu, en tók upp auglýsingastarf. — GREIÐIÐ LIBERÖLUM ATKVÆÐI—AF STAÐ Greiðið atkvæði LES. MUTCH Liberal Þingmannsefni—Suður Winnipeg Published by authority of C. V. McArthur, K.C., '508 Avenue Building, Winnipeg, Official Agent Þrátt fyrir langan vinnutíma, hafði hann ávalt áhuga fyrir stjórnmálum og nam á sama tíma hagfræði og útskrifaðist í henni 1929 frá fylkisháskólanum og tók stigið M. A. Saga toll- mála Canada, var prófritgerð hans. Hann hefir verið framar- lega í liberal flokkinum í þessu fylki síðan 1921. Auglýsinga- starfið lagði hann niður nýlega og bauð sig fram sem þing- mannsefni í Suður-Winnipeg. Hann er Legionaire og heyrir til Augustine TJnited Church, en er ekki í öðrum félögum. Hann er því óbundinn af slíku. Hann er giftur og á eina dóttur bama.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.