Heimskringla - 18.11.1936, Blaðsíða 4
4. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 18. NÓV. 1936
ííretntskrincila
(StofnuO l»lt)
Kemnr út á hverjum miOvikudegt.
Eigendur:
THE VIKING PRESS LTD.
«5« 00 «55 Sargent Ávenue, Winnipeg
Talsímit St 537
VerB blaðslns er $3.00 árgangurinn borgtet
fyriríram. Allar borganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD'
3U rlSskifU bréf biaðinu aðlútandl sendiat:
Manager THE VIKINO PRESS LTD.
SS3 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFÁN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINOLA
«53 Sargent Ave., Winnipeg
“Heimskringla" ia pubUibed
and printed by
THE VIKINO PRESS LTD.
StS-SSS Sargent Avenue, Winnipeg Man.
Teleptoone: 86 537
WINNIPEG, 18. NÓV. 1936
BÆJARKOSNINGARNAR
í Wjnnipeg fara fram bæjarkosningar
27. nóvember.
Þó'þetta sé nú ekki nema það sem skeð-
ur árlega og það sé auk þess, þegar til al-
vörunnar kemur, ekki saumnálar virði til
almennings hver útkoman verður, mun í-
búum þessa bæjar senn verða sagt annað
um það af embættismanna-efnunum og
þeir munu hlýða andagtugir og með opin
munn á þá ræða velferðarmál vor, en
ekki sín, og taka því öllu einfeldnislega
háalvarlega, fram yfir kosninga-daginn.
Eftir það verður bærinn og heimurinn
ekkert annað en hann raunverulega er til
næsta hausts.
Um feitasta embættið, borgarstjórastöð-
una, sex þúsund dala stöðuna, sækja nú
fimm, Hafa keppjendur aldrei verið svo
margir og Winnipeg hefir víst ekki grun-
að það fyr, að hér væri svo mikið mann-
val samankomið.
En áður en meira er sagt, skal það tek-
ið fram, kjósendum til viðvörunar, sem
ekki eru aldauða fyrir kosningamálunum,
að vegna þessa f jölda umsækjenda, vefð-
ur kosið eftir hlutfallsfyrirkomulagi og
atkvæða-seðlamir verða að merkjast með
tölum, 1, 2, 3, o. s. frv., en ekki Imeð
krossi eða neinu öðru kroti.
Fyrstan þessara umsækjenda skal
kurteisisvegna telja núverandi borgar-
stjóra, John Queen. Hann hefir vprið
borgarstjóri tvö s. 1. ár og sækir nú í
þriðja sinn. Orðtak hans er, “að skatta
þá ríku”, sem lætur vel í eyra, en reyndin
hefir orðið sú á, að hinir ríku eru ávalt
að verða ríkari og hinir fátæku fátækari.
Hann færði niður verð á ljósum og vatni,
en takmarkaði einnig notkun vatns, svo
þeir sem þvo sér eins oft og áður, greiða
jafnháan vatnsreikning og fyr. Við
tveggja mílna lokræsisgerð í bænum lét
hann náunga einn snuða sig um einn
fjórða úr miljón, eftir því sem þingmaður
frá St. Boniface hélt fram á sambands-
þinginu, en til allrar hamingju fyrir þenn-
an bæ, komu peningarnir frá sambands-
stjóminni, svo það gerði ekki mikið til.
Mr. Queen er fylkisþingmaður og agent
sagður á útnefningarskjalinu (bíla-agent
ef oss ekki rangminnir), svo þar er brotin
guilna reglan um að einn maður gegni
fleiri stöðum en einni í stefnuskrá hans
eigin flokks (óháða verkamanna flokks-
ins). En að Mr. Queen vilji vel' og sé
sanngjarn maður, mun alment vera um-
hann sagt, þó alt gangi ekki eftir vonum.
Annað borgarstjóra-efnið er Ralph H.
Webb. Hann hefir verið borgarstjóri áður
í átta ár, en er ekki ánægður með það
og vill reyna níunda árið. Hann er auk
þess fylkisþingmaður o. fl., og gefur þar
af leiðandi ekkert fyrir regluna, að hverj-
um manni ætti að nægja ein staða. Að
sumu leyti hefir hann eflaust verið nýtur
borgarstjóri, en að sumu leyti illa til stöð-
unnar fallinn. Pyrir fylgi hans er ekki
gott að gera sér grein, en þann er þetta
ritar, gmnar það í því fólgið, að bæjar-
búar hafi þar verið leiddir af flokkapólitík
og að Farmer, Queen og hann hafi orðið
til þess, að flækja mál þessa bæjar í net
hennar, sem af mörgum mun álitið ójþarft
og óheppilegt. Og það hefir við nokkuð
styðjast. Borgarstjóri ætti ekki að réttu
lagi að vera bendlaður við flokka, félög
eða klíkur. Hann á að vera sjálfstæður
maður, sem þjónar íbúum bæjarins öllum
jafnt, en hleypur ekki eftir því einu, sem
viss samtök segja sem hjálpa honum til
valda í eigingjörnum tilgangi öllu öðru
framar. Það veldur óþarfri óeiningu og
reiptogi, sem margt nauðsynjaverkið hefir
strandað á. Bæjarfélagið, sem réttindi
sín hefir frá fylkinu, ætti að geta komið.
hlutlaust fram gagnvart hvaða stjóm sem
er við völd. Ef ástæða er til af fylkis-
stjóminni, að líta á það sem flokksóvin
sinn eða jafnvel flokksvin, geta sérrétt-
indi þess og sjálfstæði orðið lítilsverð. Að
borgarstjórinn sé hafinn yfir allan flokka-
og klíku-hátt, er meira vert en margur
ætlar. Frá þessu sjónarmiði skoðað, slær
í bakseglin fyrir bæði Mr. Webb og Mr.
Queen.
Þriðja borgarstjóraefnið er Dr. F. E.
Warriner. Hann hefir verið skólaráðs-
maður í Winnipeg síðan 1929 og er nú
formaður þess ráðs. Hann var og for-
maður fjármálanefndar skólaráðsins 1933,
en sú nefnd hefir með höndum um það
einn þriðja af fé bæjarins. Dr. Warriner
hefir og verið borgarstjóri í Winnipeg
Beach um mörg ár, sem er ein stærsta
sumarskemtistöð þessa fylkis og hefir far-
ist það verk vel úr hendi. Hann er
fæddur í Ontario af enskum og írskum
foreldrum, en útskrifaðist sem tannlæknir
frá Toronto-háskóla 1907. Tannlækning-
ar stundaði hann í Bracebridge áður en
hann kom til Winnipeg 1913.
Á Gravenhurst-hælinu í Muskoka gaf
hann berklaveikum starf sitt um fleiri ár.
í þau 23 ár sem hann hefir verið í Win-
nipeg, hefir hann stofnað tannlækninga-
stofur (clinics) við General Hospital, við
Barnaheimilið í Tuxedo og hina þriðju í
Somerset-byggingunni (Victorian Dental
Clinic). Hann hefir verið stjórnari allra
þessara stofnana um fleiri ár og aldrei
tekið neitt fyrirþað starf sitt. f skólaráði
bæjarins hafa tillÖgur hans oft vakið at-
hygli fyrir góðan skilning á mentamálum.
Hann lítur á þjóðmál frá raunverulegri
hlið eingöngu, en gefur ekkert fyrir póli-
tískt viðhorf á þeim. Hann er óháður öll-
um flokkum, félögum og kiíkum. Sakir
þessa og mentunar og mannkosta, er
hann ef til vill álitlegasta borgarstjóra-
efnið.
Sá fjórði er um borgarstjórastöðu sæk-
ir, heitir T. W. Kilshaw. Hann sótti í
síðustu sambandskosningum undir merki
H. H. Stevens-flokksins í kjördæmi J. S.
Woodsworth í Winnipeg, og tapaði. Sama
árið sótti hann um bæjarráðsstöðu í Win-
nipeg, en hlaut ekki kosningu. Hann er
fæddur á Englandi og hefir þaðan hug-
myndir sfnar um hvernig bæjarstjórn eigi
að vera. Hann hefir stundað búskap bæði
í Manitoba og iSaskatohewan, en hefir
verið uppboðshaldari í Winnipeg í nokkur
ár.
Thomas D. Wood heitir svo fimta borg-
arstjóraefnið. Hann býður sig fram sem
scoial credit sinni, en hefir ekkert sam-
band við social credit flokka hér. Hann
hefir sótt þrisvar um stöðu í skólaráð, en
ávalt tapað. Mr. Wood kom til Winnipeg
fyrir 11 árum. Hann var um skeið vöru-
bjóður (commercial traveller). Hann er
starfsmaður ýmsra félaga og þar á
meðal félags, sem hann er að koma eða
hefir komið á fót til að líta eftir því, að
börn líði ekki fjrrir það að þau fái ekki
næga fæðu. Ræðu höfum vér ekki heyrt
hann’enn flytja og kunnum lítil önnur
skil á honum, en þau, sem nú hafa verið
sögð.
Þama eru þá borgarstjóra-efnin talin og
að nokkru getið, eins og Heimskringlu
koma þau fyrir sjónir. Geri nú íbúar bæj-
arins svo vel og kjósi einhvern þeirra. Það
er reiðilaust af hennar hálfu hver það er.
Bæjarráðsmenn verða 3 kosnir í hverri
bæjardeild. Alls sækja 21 um þau sæti
eða til jafnaðar 7 í hverri deild. Einn ís-
lendingur er þeirra á meðal, Victor B.
Anderson, er verið hefir bæjarráösmaður
í 4 ár. Hann hefir verið s. 1. ár formaður
fátækranefndar (Social Welfare) og e“
vel látinn fyrir lipurð og einlægni í starfi
sínu.
Um skólaráðsstöðurnar, sem eru tvær í
hverri deild, sækja 13 alls. Eru nöfn
þeirra, ásamt bæjarráðsmanna birt á öðr-
um stað í blaðinu.
VIÐSKIFTIN
Á ársfundi Bankafélagsins í Canada
(Canadian Bankers Association) hélt for-
seti félagsins Mr. S. H. Logan ræðu, sem
birt hefir verið eða auglýst í flestum stór
bloðum landsins. Ræðan á að sannfæra
þjóðina um það, að Ihagur hennar sé sá,
að hún megi heita búa í lukkunnar vel-
standi. Sumpart á þessi velmegun að
sýna sig í því, að menn eigi nú meira fé
í sparibönkum landsins, en nokkur dæmi
séu til um mörg ár, jafnvel tugi ára. t
annan stað hafi viðskifti utan lands og
innan eflst svo að þjóðin geti vel gleymt
því, að hún eigi við nokkra kreppu að búa.
Það er satt að allar tekjur einstaklinga
(og félaga) í Canada jukust um 16% á
síðari helmingi ársins 1935. Og þær hafa
á fyrra helmingi ársins 1936 haldið í horf-
inu og aukist að sama skapi. Kaupgeta
þjóðarinnar er því að smá aukast, og ef
ganga mætti út frá því, að þessar auknu
tekjur næðu til hennar í heild sinni mætti
þetta góð frétt heita. En því er nú miður
að svo er ekki.
Á fyrstu sex mánuðum þessa yfirstand-
andi árs, nutu bændur að einhverju leyti
betri sölu á afurðum sínum. En það sem
af er síðara helmingi ársins, virðist söl-
unni hafa hnignað og verð bændavöru
ekki hafa haldist í sama verði og fyrst
eftir að viðskiftasamningamir við Banda-
ríkin voru gerðir. Með því að akuryr.kju-
framleiðsla var nú í ár 20% minni en í
meðal ári og svo hinu, að iðnaðarvörur
hafa talsvert hækkað í verði, er vafasamt,
að bóndinn verði í lok ársins 1936 hóti
betur af, en við byrjun ársins.
Um verkamanninn er það að segja, að
tekjur hans eða atvinnu tsékifæri hafa lít-
ið sem ekkert batnað. Þó það sé sann-
leikur, að eins margir vinni nú að verk-
smiðju og námaiðnaði og 1926, er hitt eigi
að síður það sem ekki verður fram hjá
gengið, að um ein miljón manna er enn
atvinnulaus í landinu. í skýrslum stjórn-
arinnar er hún að vísu ekki sögð nema 8
til 9 hundruð þúsund, en í þeim skýrslum
eru aðeins þeir taldir atvinnulausir, sem
beint hafa gerst styrkþegar. Allir aðrir,
t. d. ungir mienn, sem séð er fyrir af for-
eldrum þeirra, eru að líkindum litlu færri,
en allur styrkþega-hópurinn, ef nákvæm-
lega væri reiknað. í þessum bæ, er ógift
um mönnum á stjórnarstyrk ávalt að
fjölga. Þeir eru nú milli 5 og 6 þúsund
orðnir. Hagur verkalýðsins virðist því
yfirleitt ekki hafa batnað, þrátt fyriraukin
viðskifti. Þó verksmiðju og námaiðnaður
landsins gefi nú eins mörgum atvinnu og
1926, er þess að gæta, að íbum landsins
hefir fjölgað um 19% á s. I. 10 árum og
sem er beinlínis viðbót við þá sem at-
vinnulþurfar voru 1926.
En hvert hefir þá hagurinn lent af þess-
um 16% auknu tekjum þjóðarinnar vegna
aukinnar viðskifta og iðnaðar fram-
leiðslu ?
í yfirliti því, sem í fylgiblaði birtist, er
Free Press gaf út s. 1. föstudag (og svo
hafa eflaust fleiri blöð gert) í tileefni af
þessum upplýsingum bankafélagsins og
ýmsra sérstakra banka, svo sem Royal
bankans í Canada, um batnandi viðskifti,
er meðal annars sýnt fram á það, að um
150 eija fleiri stórfélög landsins, hefðu
greitt hærri vexti hluthöfum sínum, en
áður. í vexti af hlutafé sínu greiddu þau
yfir einn einasta mánuð, eða s. 1. okt.
$16,388,314. Á 10 mánuðuín sem liðnir
eru af árinu 1936, námu vextir þessir alls
$179,763,028. Þessi gróði hluthafanna Jr
sagður 15% meiri en á sama tíma 1935.
Þarna kemur vissulega í Ijós einhver
hagnaður af þessum auknu tekjum þjóð-
arinnar á árinu 1936.
Yfir þann tíma sem liðin er af árinu
1936 hafa 141,549 gripir, um og yfir 700
pund að þyngd, verið seldir til Banda-
ríkjanna. Á sömu mánuðunum árið 1935
seldust um 102,825 nautgripir af þessari
þyngd. En þess má geta, að munur þessi
getur orðið minni, en af þessu má dæma,
vegna þess, að það er ekki líklegt, að eins
mikið seljist á þessum tveim mánuðum,
sem eftir eru af þessu ári, og á tveim
mánuðum s. 1. árs. Nautgripamarkaður-
inn er að minsta kosti ekki góður hér
sem stendur. Að fá $3.75 fyrir meðal kú,
eins og maður sagði oss s. 1. viku, að
hann hefði fengið, geta ekki vænleg við-
skifti heitið. Til Bandaríkjanna hafa ver-
ið seldir 18 miljónir mæla af hveiti árið
1936, en 10 miljónir árið 1935. Bændur
hafa að einhverju leyti ef til vill hlotið
hagnað af þessum auknu viðskiftum og
væri gott, ef þau héldust; en því miður
ei-u ekki líkur á því.
Að viðskifti landsins hafi aukist, eins
og bankarar halda fram, skal því ekki
mótmælt. En það er hitt, í hvaða farvegi
þau hafa fallið og hverra tún þau hafa
frjóvgað, sem athugaverðara er.
Fyrir mánuði eða svo síðan kom skúr
suður í Argentínu og hveiti hækkaði hér í
verði samdægurs. Undanfarna viku voru
þurkar og sólskin í Argentínu og hveitið
féll. Við hverja skúr eða skin fellur hveit-
ið eða stígur í komhöllinni, stundum oft á
dag. Bændurnir geta sagt eins og í
biblíunni stendur: “Hvort sem vér þess-
vegna lifum eða deyjum, þá erum vér
drottins.”
KREPPU GRÓÐI
Eftir Mrs. Franklin D. Roosevelt
Ritað fyrir Unitarablaðið
“Christian Register”
Síðustu fjögur árin höfum vér
upp aftur og aftur talið á fingr-
unum erfiðleika þá er að oss hafa
steðjað, bæði hvað þjóðfélagið
og einstaklinga áhrærir. iSkuld-
ir þjóðfélagsins hafa vaxið stór-
koietlega fyrír kreppu ,éstand
heimsins, og ótal menn og kon-
ur Ihafa tapað atvinnu sinni,
heimilum og landeignuim. Fjöldi
unglinga hafa mist tækifæri til
að menta sig fyrir f'átækt for-
eldranna, og að þeim hefir sótt
það vonleysi er fylgir því að
hafa ekkert tækifæri til að hafa
ofan af fyrir sér og að vera þarf-
laus bæði á heimili sínu og
annarstaðar.
Þá má ekki gleyma öldruðu
fólki sem tapað hefir að mestu
eða öllu leiti því sem þeim hafði
lánast að draga saman til að
lifa á í ellinni og sem þessvegna
hafa orðið byrði á börnum sín-
um ofaná alla þeirra miklu erf-
iðleika.
Þessa raunasögu þekkjum við
öll mælt vel en nú finst mér
mál til komið vera að við enn
einu sinni skoðum þessa dökku
hrygðarmynd til að uppgötva ef
hægt væri einhverja sólskins-
bletti sem í henni kynni að
felast.
Fyrst skulum við skoða hana
frá alþjóðar hliðinni.
Skuldir þjóðarinnar hafa auð-
vitað aukist, en þó er á hitt að
líta að fram að kreppu tímanum
voru svo að segja allar þjóð-
skuldirnar stríðsskuldir sem við
vorum að berjast við að borga,
meðan góðu árin entust. ó-
mögulegt er að álíta að fé það
er eytt var í Evrópu styrjöldinni
hafi orðið til nokkurra framfara,
eða varanlegrar velmegunar fyr-
ir þetta land (Bandaríkin) —
Nokkrir menn urðu efnaðir á
háum launum, aðrir græddu á
skotfærum og öðrum styrjaldar
vörum en ávextir þess erfiðis
voru í einu orði sagt eyðilegg-
ing. Ekkert uppbyggilegt höfum
við til að benda á sem fengist
hefir fyrir þessa peninga. Þeim
var auðvtiað eytt og verið getur
að það hafi í sjálfu sér verið til
góðs en árangurinn er hvergi
sýnilegur. Mikið af þeim lenti
sem lán til Evrópu þjóðanna, og
þar var Iþeim sóað út til meiri
eyðileggingar, svo mér sýnist
auðsætt að mikill hluti þeirrar
upphæðar er landið skuldaði
árið 1933 og sem öðrum þjóðum
hafði verið lánað, muni aldrei
innheimtast eða á nokkurn hátt
verða auðsuppspretta í framtíð-
inni.
iSíðan 1933 höfum við orðið að
auka við ríkisskuldina, í stríð-
inu við kreppuna, en það fé hef-
ir ýmist verið lánað eða gefið
vorum eigin Iþjóðfélagsmeðlim-
um. Það hefir verið notað til
að borga fyrir amerískar vörur
og er því enn í landinu.
Auk þess að við höfum orðið
að hjálpa fjölda einstaklinga,
hefir mikið fé gengið til ýmissa
atvinnubóta, og sézt þá ætíð
árangurinn í einhverjum varan-
legum umbótum þar sem unnið
hefir verið. Þær umbætur eig-
um við kreppunni að þakka. Eg
tek til dæmis skemtigarða í út-
jöðrum borga, fluglendinga velli,
sundlaugar, samkomuhús.í bæði
stórum og smáum bæjum, trjá-
plöntun og það að girða fyrir
að gróðrarmold skolist biurtu
í vatnavöxtum, sem dæmi um
það sem gert hefir verið til
arðs og gleði í framtíðinni og
sem við getum kreppunni
iþakkað að meiru eða minna
leyti. Alt þetta eru því sólskins-
blettir á hrygðarmyndinni.
Nú skulum við sjá hvort við
höfum, sem einstaklingar
nokkurn gróða á að benda. —
Mér sýnist það. Við höfum
mætt kreppunni, gengið á
I hólm við hana og unnið sigur.
Við það hefir þrekið aukist,
viljinn orðið stæltari, tápið
meira.
Við höfum orðið að brjóta
nýjar brautir og finna upp nýj-
ar aðferðir og hefir það æft
okkar uppfyndinigargáfur. Við
höfum orðið að taka viljan i
báðar hendur og nota að fullu
það sem stjórn landsins bafði
að bjóða. Enginn af framfara
tilraunum stjórnarinnar hefði
náð fram að ganga ef almenu-
ingur hefði brugðist henni í að
hrinda þeim áfram; þegar alt
kemur til alls, berum vér öli
ábvrgðina. Vér erum enn somu
brautryðjendurnir fyrir heimili
vor og þjóð sem langafar og
ömniur okkar voru.
En hvað getum við þá sagt
um ungdóminn? Erfið hefir
þessi krepputíð honum verið,
en þó getum við séð sólskins-
bletti á vegferð þans. Oss sem
eldri erum er jafnan mest um
það hugað að halda við því
veraldar ástandi sem vér höf-
u.m átt þátt í að skapa og finst
oss hentast. En á síðustu tíð
hefir oss lærst að taka ung-
dóminn með í reikninginn þeg-
ar um veraldar ástand er aö,
ræða. Einhvernveginn verður
hann að fá tækifæri til að laga
veröldina eftir sínum Iþörfum
eins og vér gerðum svo að
hann fái rúm á skipinu til að
róa í. Sveitafélögin eru nú að
læra að þau verða að taka ungl-
ingana með í samvinnuna svo
þeir verði að gagni en ekki ó-
gagni því að bæla niður Iþeirra
framfaraþrá, er hættulegt. Það
að yfirstíga efríðleika ieykur
manndóiminn en að standa upp
við steinvegg sem engin ráð
eru yfir að komast er fyrsta
sporið til glötunar.
Allur fjöldi illræðismanna
þessa lands bæði í samsærum
(gangs) og utan við þau, eru
ungir menn og konur. Þetta
fólk kostar landið afar mikla
peninga. Smásaman erum vér
að læra þann sannleika að
vissasti vegurinn til að afstýra
illræðum er að fá ungdómin-
um eitthvað að vinna, fá hann
í samvinnu með jþeiim e^dri,
með því léttist kostnaðarbyrð-
in á almenningi ög lífið verð-
ur ungdóminum einhvers virði..
Kreppunnar vegna höfum
vér yngri sem eldri öðlast meiri
styrk til að mæta erfiðleikum
lífsins og yfirvinna þá. Láturn
oss vona að þessum styrk fylgi
meiri trú á framtíðinni, .meiri
trú á oss sjálfum og meiri trú
á guðlegri forsjón sem ætíð
stendur reiðubúinn til að
hjálpa þeim sem vill hjálpa sér
sjálfur.
M. B. H.
—Þýtt úr Christian Register
5. nóv. 1936.
HITT OG ÞETTA
f aðalfjölskyldunni
Annar greifasonurinn gekkað
eiga fátæka stúlku af borgara-
legum ættum. Bróðir hans ósk-
aði honum ekki til hamingju,
en sendi svolhjóðandi skeyti:
“Pabbi snýr sér við í gröf-
inni.”
Skömmu seinna gekk hinn
bróðirinn að eiga ríka kaup-
mannsdóttur, sem, ekki var held-
ur af aðalsættum. Þá fékk hann
svohljóðandi skeyti frá bróöur
sínum:
“Nú er pabbi búinn að snúa
sér aftur.”
* * *
Rottuveiðar á Englandi
Við ensku hirðina þóttu rottu-
veiðarnir virðulegir embættis-
menn fyr á tímum, og höfðu
hærri laun en margir aðrir hirð-
menn. Rottuveiðari Georgs III.
bar ákaflega skrautlegan ein-
kennisbúning úr rauðu skarlati
og voru rottur og mýs gull-
bróðeraðar í skrúðann.
* * *
Á Genesaretvatninu
Danskur maður tók sér ferð á