Heimskringla - 20.01.1937, Page 1

Heimskringla - 20.01.1937, Page 1
LI. ÁR'GANGUR WINNIPBG, MIÐVEKUDAGINN, 20. JANÚAR 1937 NÚMER 16. HELZTU FRÉTTIR Sambandsþingið Sambandsþingið kom saman í Ottawa s. 1. fimtudag. Frá því er enn fátt að segja, nema hvað þingsetningin kvað hafa borið sama ytri töfrablæinn og áður. Fylking skrautbúinna manna gekk í fararbroddi til þinghúss- ins og af giltum hnöppum og lit- klæðum lýsti, svo kvenfólkið varð hrifið af því. Þessi viðhöfn er ávalt tilkomumikil, ávalt eins en þó ávalt ný, enda á hún ekkert undir sól og regni, og er að því leyti ólík búskap bóndans. Að þessum ytri táknum og stórmerkjum fráskildum, er fátt merkilegt af þinginu að segja. Hásætisræðan var lesin fyrsta daginn af landstjóra, Tweedsmuir lávarði. Var ræðan bæði stutt og fábreytt að efni eins og í huga hefði búið, að koma henni sem fyrst af dag- skrá, líkt og ræðumenn verða stundum að gera á samkomum með dansi á eftir. Mest eða aðalefni hásætisræðunnar laut að konungaskiftunum á Bret- landi og því, að hylla sem fyrst George konung VI. Hann verð- ur krýndur 12. maí og fara ein- hverjir fulltrúar frá Canada til Englands til að vera við þá at- höfn staddir. Þá er getið um framfarir landsins, einkum í við- skiftum á liðna árinu. Enn fremur er minst á að fyrir þing inu liggi að samþykkja breyting- ar sem stjórnin hefir hugsað sér að gera á viðskiftasamningunum frá árinu 1932, sem gerðir voru í Ottawa. Einnig er getið um nefnd sem starfandi sé að því að bæta úr atvinnuleysi og samn- ingum, sem sambandsstjórnin hafi gert við fylki landsins um það og sem borið hafi góðan á- rangur(!). Til þess að bæta hag alþýðu, hefir stjórnin samið við banka um lán með 6% vöxt- um til viðgerðar á húsum. Og loks er að skipuleggja flugferðir um landið og hermálin í sam- bandi við það. Tillagan um að hylla konung, var samþykt með öllum atkvæð- um í þinginu eftir stuttar um- ræður. Lutu þær þó ekki að til- lögunni, heldur gerði King for- sætisráðherra grein fyrir gerð- um sínum í sambandi við málið um konunga-skiftin. Kvað hann sér brugðið um að þing hefði ekki verið kallað saman til þess að samþykkja konunga-skiftin samstundis og þau gerðust. — Sagði hann ástæðuna fyrir því þá, að svo seint hefði um það verið vitað, að Edward VIII færi frá völdum, áður en því var lýst yfir og það var skeð, að ekki hefði verið kostur á að kalla þing saman á þeim tíma. En áður en vissa var fengin um það, hefði verið óviðeigandi að kalla saman þing til að fjalla um það mál. Við þetta gerði J. S. Woods- worth þá athugasemd ásamt Sir George Perley, formanni íhalds- manna á þinginu í fjarveru Rt. Hon. R. B. Bennetts, að þá fýsti að forsætisráðherra legði fram í þingi öll bréf sem stjórnarráðið hefði skrifað til Englands og svör við þeim, viðvíkjandi kon- ungaskiftunum. Kvaðst King ekkert gott sjá unnið með því. Verður eflaust um þetta þráttað á þinginu síðar. Á mánudag kom Rt. Hon. R. B. Bennett til Ottawa-þingsins úr fjögra mánaða ferðlagi um brezku nýlendurnar. Tók hann þegar til máls um hásætisræð- una. Kvaðst hann margt hafa við áform stjórnarinnar að at- huga, en lofaði henni þó fylgi í öllu, er hann áliti landinu til far- sældar. Hann kvað það gleðja sig að heyra, að hagur Canada- búa hefði batnað, eins og vikið væri að í hásætisræðunni, en líklegast mundi stjórnin þó verða beðin að skýra frá því síð- ar á þinginu, hvernig stæði á, að atvinnuleysingjum hefði fjölg- að, þrátt fyrir batnandi tíma. f sambandi við gerðir stjórn- arinnar í hveitisölumálinu, sagði Mr. Bennett ,að engin vafi væri á því, að hún hefði brotið lög með því að ákveða lágmarksverð hveitisins í stjórnarráði. Frá lögunum sem áður voru gildandi | um þetta, var þannig gengið, að stjórnarráðið eitt gat ekki breytt þeim. Eftir stuttar umræður ann- ara um hásætisræðuna, var hún samþykt ,þennan sama dag. Ölskatturinn Á fundi liberal-flokksmanna s. 1. föstudag á Marlborough-hóteli í Winnipeg, var samþykt, að halda trygð við Bracken, þrátt fyrir skattinn, sem hann hefir lagt á ölföng frá austurfylkjum Canada. Sá skattur ríður auð- vitað algerlega í bága við stefnu liberal-flokksins í tollmálum, enda hafði heyrst, að samvinnu við Bracken væri lokið, ef hann væri ófáanlegur til að afnema aftur þennan skatt. En við það áform hafa nú liberalar hætt. Er enda ekkert undarlegt við það, svo oft sem þeir ganga í aðra eða öfuga átt við það sem þeir horfa. Fyllirí á stúdentadönsum Það þykir heldur mikið bera orðið á drykkjuskap á dönsum nemenda Manitoba háskóla. — Lagði prestur einnar kirkjunn- ar í þessum bæ nýlega svo kröft^ uglega út af því í stólnum, að nú hafa einhverjir stúdentar tekið sig saman og heita því, að ef nokkur sjáist með flösku, skuli hún verða brotin. Ætla þeir að hafa knattleikatré (base- ball bats) með sér á dansinn til þessa. Siðakærir nemendur kváðu hafa veigrað sér við að sækja dansana vegna drykkju- óláta á þeim. Hitler og Spánarmálin Blaðið “Times” í Lundúnum birti langa og ítarlega grein í gær er sýndi fram á, að Hitler væri ákveðin í því, að senda her til Spánar í stærri stíl en nokkru sinni áður, þó stríð í Evrópu yrði afleiðingin af því. Hann virðist, segir blaðið, hafa orðið ákveðnari í þessu en nokkru sinni fyr eftir för Gör- ings á fund Mussolini. f ræðu sem Göring hélt í Róm fyrir helgina, komst hann svo að orði: “að það væri bezt, að það væri nú þegar reynt, hvort fascismi eða socialismi hefðu yfirhöndina í Evrópu.” Fregn hefir borist frá Havas um það, að franski sjóherinn hafi fengið skipun um, að gjalda skot fyrir hvert skot, er að þeim væri beint. (Tilefni þessa er sagt vera það, að sex sprengjur hefðu nýlega dottið niður mjög nærri frönskum skipum frá uppreist- armönnum á Spáni). Eftir einum stjórnarherra í Róm er haft, að Mussolini væri fyllilega sammála Göring um það, að þjóðirnar í Evrópu yrðu að taka afstöðu með eða móti fascistum eða socalistum í Spán- armálunum. Og í London var sagt í gær, að bæði spanskir sósíalistar og upp- reistarherstjórnin hefðu mót- mælt tillögum Breta um að stöðva hermanna- og vopna- flutning til Spánar. Tóku Bret- ar þessu dauflega. Kváðu það nú í valdi Mussolini og Hitlers að segja hvað þeir ætluðu að gera í því máli. Utanríkismálaráðherra Breta (Eden) lét eigi síður í ljósi þá skoðun sína í þinginu í gær, að stríðshættan væri ekki eins mikil og hún hefði verið í Evrópu. Einn verkamannasinni spurði Eden hvað stjórnin ætlaði að gera í því, að banna sjálfboðum þátttöku nú í styrjölöinni á Spáni. Svaraði Eden því, að það væru lög, sem fyrir skömmu hefðu verið samþykt og þeim yrði framfylgt. “Hættið skrípaleiknum!” er sagt að verkamanna þingmenn- irnir hafi svarað þessu. Og víst má þessar hlutleysis tillögur Breta skrípaleik kalla, ef satt er, sem blaðið “Times” heldur fram um áform Hitlers. Og það getur orðið lengri biðin á því að Hitler samþykki þeirra tillögur. Hann virðist um alt annað vera að hugsa þessa stundína, en að anza Bretum. Að hrúga nægum her til Spánar, er það sem fyrir honum vakir, til þess að reka sósíalista stjórnina og her hennar frá Madrid til Cataloníu. Þar megi Caballero setja í bráðina upp bolshevika- ríki, ef hann vilji. En þetta væri nú eins fyrir því brot á alþjóðalögunum gegn Spáni. Og samningur Breta við ftali, sem blekið er naumast þurt á, væri um leið með þessu brot- inn. En Hitler býst ekki aðeins við fylgi Mussolini þrátt fyrir þetta, heldur einnig Bretlands i baráttu sinni gegn Bolshevikum. Og eftir framkomu Breta að dæma bæði í Blálandsstríðinu og í Spánarbyltingunni, er ekkert óhugsanlegt, að þeir sætu hjá, þó Þjóðverjar og ítalir hrúguðu her til Spánar. Frakkland mundi ekki orðalaust láta þetta við- langast, en Hitler væri sama um það, ef þetta gæti orðið til þess að aðskilja Frakkland og Bret- land. Hann er nú reiðari Frökk- um en nokkru sinni fyr, vegna þess að þeir harðneituðu tillög- um þeirra Mussolini og Görings um að taká þátt með þeim í að berjast gegn útbreiðslu kom- múnismans. Blaðið ‘Times’ telur, að stjórn- in á Spáni hafi 40,000 útlendinga í her sínum og Franco foringi uppreistarmanna nærri eins marga. ftalir og Þjóðverjar eru sendir þúsundum saman daglega ennþá til Spánar til að berjast með upp- reistarmönnum. Á eftirlaunum Samkvæmt skýrslum sam- bandsstjórnar, hefir þessum mönnum verið bætt við á skrá þeirra er laun hafa úr eftir- launasjóði: C. P. Fullerton, $6,000 á ári. Hann var dómari í Manitoba og átti orðið tilkall til eftirlauna hér, en hann var 1931 skipaður formaður C. N. R. stjórnar- nefndarinnar. Hlaut hann fyrir öll árin til samans sem hann hélt þeirri stöðu $30,000 En þegar King kom til valda, varð hann að víkja úr þessari stöðu. Er sagt að hann ætli bráðlega að opna lögfræðisstofu í Toronto. J. D. Hyndman, fyrrum dóm- ari í Alberta, en síðar formaður jí eftirlaunaráði í áfríunarrétti með $8,000 árslaunum. Hefir hann nú vikið úr þeirri stöðu með $6,000 eftirlaunum á ári. Rt. Hon. Sir William Mulock, áður dómari í yfirrétti í Ontario- fylki, en nú seztur í helgan stein, með $8,000 eftirlaun á ári. Ef allir sjötugir ættu þessu að fagna, væri æfikvöldið annað en það er fyrir mörgum. ÍTtgjöld sambandsstjórnar Skýrslur yfir áætluð útgjöld sambandsstjórnarinnar v o r u lögð fram í þinginu í gær. Nema þau alls $405,046,000. Eru þau $17,102,000 hærri en á árinu áður. Af þessum auknu útgjöldum eru $14,386,434 til herútbúnað- ar. Þau nema nú $33,730,873, en voru árið áður um 19 miljónir. Má þó frá því draga um fjóra og hálfa miljón dollara, sem til þess fóru að halda við atvinnu-búum fyrir ógifta menn; kostnaðurinn af þeim var færður hermála- deildinni til útgjalda. Nú eru atvinnubúin lögð niður, svo auknu útgjöldin til hersins nema í raun réttri 18 til 20 miljónum dollara. útgjöld hverrar stjórnardeild ar hafa talsvert hækkað, enda hlýtur svo að vera með allar þær hálaunuðu nefndir, sem stjórnin hefir gert út til að rannsaka hitt og þetta, svo sem rekstur kornsölunnar, ullarverksmiðja landsins, atvinnuleysið o. fl., o. fl. Hagur þjóðarinnar af starfi þessara nefnda, er ekki kominn í ljós. Atvinnuleysið er meira en áður, vinnulaun í verksmiðj- um lægri en fyr og vinnutíminn lengri, en gróði iðnaðarstofnan- anna meiri en áður. Af rann- sókn kornsölunnar^ og afskiftum stjórnarinnar af henni, hefir kornhallarreksturinn grætt, en bændur ekki. Aftur á móti eru útgjöld til opinberra verka á fjórðu miljón dollara lægri en árið áður; enn- fremur er gert ráð fyrir útgjöld- um sem ekki eru tekin með í árs- reikniúginn, en eru beint lögð við aðal-skuldina. Nema þau um 5 miljónum dollara, svo útgjöld ársins nema réttilega 410 miljón- um. Hvað tekjunum líður fær mað- ur ekki að heyra neitt um í bráð- ina. En eiga má víst, að þær nemi ekki eins miklu og útgjöld- in og skuld landsins hækki enn um nokkrar miljónir. Veitingin til krýningar-hátíð- arfararinnar nemur $200,000. Ungir menn galla- gripir í Montreal Tvær stúlkur í Montreal, önn- ur 23 ára, hin 32, hafa skrifað Mr. F. E. Warriner borgarstjóra í Winnipeg og beðið hann að út- vega sér eiginmenn. Tekið er fram, að annar eigin- maðurinn sé um 40 ára, en hann 25. Æskilegast þykir stúlkun- um að þeir séu írskir, þýzkir eða enskir. “Það eru vandfundnir eftir- sóknarverðir (decent) ungir menn í Montreal,” segja stúlk- urnar í bréfinu og bæta við: “að þær hafi ekkert á móti að flytja til Vestur-Canada ef því væri að skifta.” Þeir sem úr þröng stúlknanna vildu bæta geri svo vel að skrifa ekki Heimskringlu, heldur borg- arstjóra Warriner um það. Þríburar Mrs. Jacob Kauenhoffen, bóndakona sem heima á í grend við Winkler í Manitoba, eignað- ist þríbura 29. des. síðast liðinn. Börnin lifa og líður vel, vega um 6 pund hvert. Ein af hverj- um 7000 fæðingum er þríbura- fæðing; svo sjaldgæfar eru þær. Canada bað Edward VIII að giftast ekki Mrs. Simpson Mackenzie King forsætisráð- herra Canada gaf sambandsþing- inu upplýsingar um það í gær, að hann hefði, í nafni þessarar þjóðar auðvitað, skrifað Edward konungi bréf og beðið hann að hætta við að giftast Mrs. Wallis Simpson. Hingað til var haldið, að stjórnin hefði verið afskifta- laus um þetta mál og tjáð sig aðeins samþykka því, er stjórn- in á Bretlandi gerði í málinu. — Samkvæmt þessum upplýsing- um, hefir stjórnin gengið feti lengra en ætlað var. King fór mörgum orðum um málið. Virðist afstaða hans hafa verið mjög hin sama og Bald- wins forsætisráðehrra Breta og biskupanna. Áheyrenda pallarn- ir voru troðfujlir af fólki. Er mælt, að ekkert mál muni vekja aðra eins athygli á þinginu og þetta giftingarmál. En að það verði frekar rætt, er þó óvíst. Létu sumir á sér heyra, að þá fýsti ekki að heyra meira af svo góðu. Fanga^ippþot í Guelph, Ont. Síðast liðinn sunnudag, gerðu fangar í betrunarhúsinu (Re- formatory) í Guelph, Ont., stór- kostlegt uppþot. Brutu þeir húsáhöld í spón og lögðu eld í bygginguna. Um 150 er búist við að sloppið hafi úr fangelsinu og eru ófundnir. Alls voru þar um 700 fangar. Skaðinn sem gerður var er sagður nema alt að því $200,000 í rúmfötum öllum var kveikt. Innviðir hússins brunnu og mik- ið. Orsökin til uppþotsins var slæmt fæði í fangahúsinu. Enn- fremur óánægja fanga út af því, að þeir fengu ekki að taka á móti jólagjöfum í fangelsinu. Um 100 lögreglumenn bæði úr fylkis og bæjar-liðinu komu á vettvang, en gátu ekki við neitt ráðið lengi. Uppþotið stóð yfir í 8 klukkustundir. Þrír fangavarðanna meiddust talsvert og 15 föngum lá við köfnun af reyknum. fSLANDS-FRÉTTIR Hornsteinn Háskólans lagður 1. desember 1936 í sumar þann 15. ág. byrjuðu háskólastúdentar að grafa fyrir kjallara háskólabyggingarinnar. Þann 1. des lagði kenslumálaráð- herra hornstein hinnar miklu byggingar, sem reist verður á næstu árum. Um þessar mund- ir er hús fyrir Rannsóknarstofn- Un í þágu atvinnuveganna að verða fullgert. Var byrjað á því þann 9. maí í vor, og stofnun þessi reist á grundvelli laga frá 3. maí 1935. — Hefir því aldrei verið slíkur gróandi í þróun Há- skólans sem nú, síðan Haraldur Guðmundsson varð kenslumála- ráðherra. Aðal atriðin í sögu háskóla- málsins fram að þessum tíma eru eftirfarandi: Jón Sigurðsson forseti bar fram á hinu 1. endurreista Al- þingi 1845 tillögu um “Þjóðskóla á fslandi”. Málið náði ekki fram að ganga en prestaskóli var stofn aður tveim árum síðar, 1847, og læknaskóli 1876. Lagaskóli tók til starfa 1908. Háskólamálið var flutt af Benedikt Sveinssyni sýslum. á þingunum 1881, 1883, 1885, 1891 og 1893. Náði það þá tvisvar samþykki þingsins, en var tvis- var neitað um staðfestingu af konungi. Árið 1909 náði frum- varp um stofnun háskóla fyrst samþykki þingsins og staðfest- ingu konungs, og var háskólinn í fyrsta sinn settur 17. júní 1911 á aldarafmæli Jóns Sigurðsson- ar. Frá stofnun hefir háskólinn tiýrst í algerlega ófullnægjandi leiguhúsnæði í Alþingishúsinu. Frumvarp til laga um byggingu fyrir háskólann var flutt á þing- unum 1930 og 1931 en fékkst fyrst afgreitt sem lög á þinginu 1932. Lögin voru heimild fyrir ríkisstjórnina til að láta reisa byggingu fyrir háskólann á ár- unum 1934—1940 eftir því sem fé fengist veitt til þess á fjárlög- um. Nú vantaði peninga til framkvæmda, og var bætt út því með lögum um Happdrætti til 10 ára fyrir Háskóla íslands. Tók happdrættið til starfa 1. janúar 1934, og þann 15. ágúst í sumar var byrjað á háskólabygg- ingunni eins og áður er sagt. Það hefir réttilega verið sagt, að sjálfsaæði fslands hvíli á tveim stoðum: Menningu og fjárhagslegu sjálfstæði. Þetta er fyrst árið, þrátt fyrir öll vandræði af kreppu og krögg- um atvinnulífsins, sem ríkisbúið er rekið hallalaust og er það hin ánægjulegasta staðreynd, sem míverandi stjórnarflokkar hafa getað fært þjóð sinni. Hin er sú, að þeir skilja vel, að skólar þjóð- arinnar eiga að vera arinstöð þjóðmenningarinnar, en það geta þeir því aðeins orðið, að vel sé að þeim búið í hvívetna. —Skutull. 13. des. 1936. * * ¥ Hið árlega orðuregn Fyrsta des. s. 1. sæmdi kon- ungur, eftir till. orðunefndar eftirtalda menn og konur, heið- ursmerki orðunnar. • . Stórriddarakrossi með stjörnu: Björn Kristjánsson, fyrv. bank'astjóri og ráðherra, Rvík. Stórriddarakrossi án stjörnu: Einar H. Kvaran, rithöfund- ur, Rvík, prófessor Einar Jóns- son, myndhöggvari, Rvík, Georg ólafsson, Bankastjóri, Rvík, dr. med. Skúli Guðjónsson yfirlækn- ir, Khöfn, Þorleifur Jónsson, fyrv. alþingisforseti, Hólum í Hornafirði. Riddarakrossi: Ungfrú Gunnþórunn Halldórs- dóttir, leikkona, Rvík, Ari Hálf- dánarson, fyrv. hreppstjóri, Fag- urhólmsmýri, öræfum, Einar M. Einarsson, skipherra, Rvík, pró- fessor Guðjón Samúelsson, húsa- smíðameistari, Rvík, Hallgrímur Benediktsson, heildsali, Rvík, Helgi Guðmundsson, bankastjóri, Rvík, Helgi Jónsson, hreppstjóri, Grænavatni í Mývatnssveit, Kol- beinn Sigurðsson, skipstjóri, Rvík, dr. theol. Magnús Jóns- son ,prófessor, Rvík, Magnús ólafsson, útvegsbóndi, Höskuld- arkoti, Ólafur ólafsson, fyrv. hreppstpjóri, Lindarbæ í Rang- árvallasýslu, Páll Jónsson, fyrv. vegaverkstjóri, Holtastöðum, — Pétur Björnsson, skipstjóri, Rvík, Sigurður Níelsson, verka- maður, bergstaðastr. 30 B, Rvík, Sigurður Sigurðsson, hrepp- stjóri, Halldórsstöðum í Kinn, Stefán Þorvarðarson, stjórnar- ráðsfulltrúi, Rvík, prófessor Þórður Sveinsson, yfirlæknir á Kleppi, Þormóður Eyjólfsson, Konsúll, Siglufirði.—Mbl. Einn sambandsþingmanna frá Ontario, leggur til að stofnuð sé ný stjórnardeild í Ottawa, er hafi íþrótta og fimleikamál með hönd- um.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.