Heimskringla - 20.01.1937, Side 4

Heimskringla - 20.01.1937, Side 4
4. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 20. JANÚAR 1937 ITícimsknnglci (StofnuO lttt) Kemur út A hwerjum miBvikudegi. Ei&endur: THE VIKING PRESS LTD. III og tSS Sargent Avenue, Winnipet TaUímis tt S37 ferS bUítelns er $3.00 irg&n*urinn borgiU ryrirfram. Allar borganir sendlst: THE VIKING PRESS LTD. t>n TlSaktfta. bréí blaðinu aðlútandi ændiU: Manager THK VIKINO PRKSS LTD. IS3 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN KINARSSON Utanáskri/t til rltstjórans: EDITOR HMIMSKBINOLA ISt Sargent Ave., Winnipeg "Hetmakringla” U publiaiMÍ and printed by THK VIKIMO PRKSK LTD. Iti-ISI Sargent Avenue, Wtnntpag Mma. Telapbooe: M $37 WINNIPEG, 20. JANÚAR 1937 BRETAR OG FORUSTAN Þegar Bretar samþyktu fyrir skömmu, að slá hring um Spán og hefta þátttöku annara þjóða í Spánarbyltingunni, fögn uðu blöð þessa lands því með greinum með fyrirsögninni: “Bretar taka við forustu í Evrópumálunum.” Hjörtu manna utan Bretaveldis sem innan tóku að slá reglu- legar og rólegra, er fréttin barst út um það, að Bretar væru komnir til skjalanna. Þá hlaut öllu að vera óhætt. Og því verður ef til vill ekki neitað, að fyrir Bretum hafi vakað að sporna við því að borgarastyrjöldin á Spáni breiddist út. Með því var í bráðina spornað við Evrópu- stríði. En hvað verður úr þessari einangrun spönsku styrjaldarinnar? ítalía og Þýzka - land hafa ekki sagt já og amen við tillög- um Breta. Hitler og Mussolini líta ekki svo á, sem Bretar séu forustuþjóð heims- málanna, þó aðrir kunni að gera það. Þeir þverkallast ekki einungis við tillögum Breta, heldur er alt útlit fyrir, að þeir skoði þær ekki þess virði að svara þeim. Göring, flugmálaráðherra Þýzkalands, er staddur á ítalíu um þær mundir, sem þetta er skrifað (um helgina). Hann fór á fund Mussolini til þess að ráðfæra sig um það við hann, hvað Þýzkaland ætti að gera í málinu um nýlendukröfur sínar. — þegar hann kom til ítalíu, tók Mussolini honum með útréttum höndum og leiddi heim til sín. Af fundi þeirra hafa ekki fullnaðar fréttir borist. En því er þó haldið fram, að þeir hafi sent Bretum tillögu um að ganga í flokk með sér til þess að berjast á móti útbreiðslu kom- múnisma. Bretar hafa ekki enn svarað þeirri tillögu. Það mun hafa komið heldur flatt upp á þá, að það væru Göring'og Mussolini, sem væru forustu-menn heims- málanna. En það er nú sannleikurinn, sem Bretinn horfist í augu við, hvernig sem honum geðjast að því. Mussolini og Gör- ing sendu einnig F'rökkum sömu tillögurn- ar og krefjast þess í raun og veru, að þeir slíti sambandi við Rússland, en taki hönd- um saman við ítalíu og Þýzkaland, að hefta útbreiðslu kommúnisma, ef ekki ofsækja Rússa. Á svari Frakka stendur ekki. Þeir skoða þessar tillögur Görings og Mussolini aðeins blekkingar til þess að ná sér sem bezt niður á Spáni og leggja með því und- irstöðuna, að nýlendu hernámi Þjóðverja. Það má líka fyr vera óbilgirni en það, að krefjast af Frökkum, að þeir svíki gerða samninga við aðrar þjóðir fyrir orð þeirra Mussolini og Görings. En á svari Breta stendur enn. Blöð þeirra hreyfa því undur hógværlega, að það sé hvorki um kommúnisma né fascisma að ræða fyrir þeim. Hvernig þeir komast hjá því, mun fáum skiljast. En hvert sem svar þeirra verður, eða hvort sem það verð- ur fiskur eða fugl, er það víst, að Göring og Mussolini, virðast ekki taka tillögur Breta um einangrun Spánar-byltingarinn- ar alvarlega og þeir munu hafa hugsað hér að svara þeim ekki fyr en þeim gott þykir og uppreistarmenn hafa unnið Spán, og fascist-nazistisk-stjórn er komin þar til valda. Þeir Hitler og Mussolini viður- kendu uppreistarmenn sem stjórnendur landsins fyrir mörgum mánuðum, og að nokkur önnur stjórn fari þar með völd, kemur auðvitað í þeirra augum ekki til nokkurra mála. Hvernig sem Bretland snýst við máli þeirra Görings og Mussolini, er það eitt Ijóst, að forusta þjóðmálanna í Evrópu er ekki í höndum Breta. Þeir eru ekki hinn voldugi Stórbreti lengur, er þar hefir síð- asta orðið. ftalía og Þýzkaland taka Bret- land ekki til greina ,ef þeim þykir svo við horfa. Og Bretinn lækkar hægt og hljóða- laust seglin. Afstaða Breta á síðari árum til heims- málanna, er næsta ólík því sem verið hefir. Þeir voru mestu ráðandi í Þjóðabandalag- inu sæla. Fyrir handvömm þar, er það nú úr sögunni. Vegur Bretlands óx ekki við það. Heima fyrir gerðust nýlega þau tíð- indi með þjóðinni, er flestir munu hafa tek- ið fyrir, að ættu sér stað á Bretlandi. Og nú gómskella þeir Göring og Mussolini við tillögum Bretastjórnar í Spánarmálunum, setja hana á kné sér og kenna henni heil- ræðin. Þeir sem hið volduga Bretland þektu fyrrum, skilja ekkert í þessu. Ein skýring, sem ef til vill er betri en engin, er sú, að stjórnin á Bretlandi sé hlynt stefnu fascista, en þori ekki fyrir almenningsálitinu að láta á því bera. Það gerir að minsta kosti skiljanlegar hnébeyg- ingar hennar fyrir Mussolini, svo langt sem það nær. ALMANAK O. S. TH. 1937 Það eru 43 ár síðan fyrsta Almanak ó. S. Thorgeirssonar kom út. Væri það nú ekki sérlega hár aldur, ef um útgáfufélag, sem orðið væri voldugt og sterkt væri að ræða og þar sem hver maðurinn hefði tek- ið við starfi af öðrum. En fyrir einstakl- ing, sem alls ekki hefir haft prentsmiðju nærri allan þennan tíma, ber það vott um þrautseigju við ásetning sinn og trú á að verið sé að ynna þarft verk af hendi með útgáfunni, að hafa haldið henni svo lengi á- fram. Þeir sem útgáfu íslenzkra bóka eru að nokkru kunnugir, vita að aldur Alman- aksins er þessu að þakka, en ekki því, er með því bauðst í aðra hönd. Almanakið er íslendingum kærkomin bók, ekki einungis fyrir það, er það fræðir um ísleizka tímatalið, um að Þorri byrji á morgun og næstkomandi laugardag séu þrettán vikur af v.etri, heldur einnig og ef til vill miklu fremur fyrir landnámssögu- þættina í því. Gagnið að þeim fara menn nærri um er þess er gætt, að hingað safn- ast saman menn sinn úr hverri áttinni að heiman, sem fæstir vissu nokkur deili hér hver á öðrum, ef ekki væri fyrir þessa landnámsþætti, sem um svo langt skeið hefir verið safnað af mikilli alúð og birtir í Almanakinu. Vér vitum mörg dæmi þess. að fyrir þetta safn hefir kynning orðið greiðari hér meðal margra íslendinga. Og það er ekki lítilsvert fyrir Þjóðræknissam- tök þeirra hér. f þessa árs Almanaki 0. S. Th., eru “Söguþáttur af landnámi íslendinga við Brown, í Manitoba, eftir Jóhannes H. Hún- fjörð; er það byrjun landnámssögu þeirr- ar bygðar. Þá eru “Drög til landnámssögu íslendinga við norðurhluta Manitoba- vatns,” eftir Guðmund bónda Jónsson í Vogum. Svo heldur G. J. Oleson áfram með landnámsþætti Cypress-sveitar. f þetta sinni fjalla þeir um Glenboro-búa. Á það hvað rétt er með frásögn farið á þess- um þáttum, geta auðvitað aðeins kunnugir dæmt um. En hitt er víst, að enda þótt þeir hefðu eitthvað smávegis við það að athuga, er þarna samt um mikilsverðan sögulegan fróðleik að ræða. Auk þessa eru tvær aðrar greinar í Almanakinu: “Æfi- saga mín” eftir Martein Jónsson frá óttar- stöðum í Norður-Þingeyjarsýslu, og “Með byssu og boga”, grein, eftir Grím Eyford, um dýraveiðar í Canada; báðar vel skrifað- ar. Þá eru helztu viðburðir og mannalát. Þó vel megi nú heita að verið með að skrifa lanánmssöguþættina, er mikið verk enn fyrir hendi í því efni í einni allra stærstu nýlendunni og fjölmennustu. Hér er átt við Winnipeg. Séra Friðrik heitinn Bergmann var byrjaður á þeirri sögu. — Þyrfti til þess fleiri en einn og gagnkunn- uga menn að auki, ef því verki skal í fram- kvæmd hreint áður en það er um seinan. Líklegast yrði þar um ærinn kostnað að ræða. Almanakið kostar 50c. I KJÖRDÆMI BRACKENS í blaðinu “Manitoba Commonwealth” birtist nýlega bréf, sem kaflar þeir eru teknir úr sem hér fara á eftir. Þó margt megi eflastu til sanns vegar færa um auð- æfi Norður-Manitoba og sem svo mikið er nú talað um, er ekki af bréfköflum þessum að sjá, að þar sé um þá verkamanna-para- dís að ræða, sem stundum er látið. En frásögn bréfritarans sem heima á þar nyrðra, er á þessa leið: óvíða mun á bygðu bóli verkafólk eins rúið arði vinnu sinnar og gert er á hverjum vetri við skógarhögg í kjördæmi forsætis- ráðherra John Bracken, í The Pas-bygð- inni. Forsætisráðherrann kemst sjaldan til að heimsækja okkur nema þegar hann kemur fljúgandi hingað um fylkiskosningar. — Sagði hann síðast er hann var hér, að einn stærsti verkveitandi hér hefði tjáð sér, að tímar væru óðum að skána norður hér. Það eitt er víst, að vinnulaun við skógarhögg hafa ekki hækkað hjá þessum mikla verkveitanda. Um leið og menn takast vinnu á hendur hjá þessum verkveitanda, skrifa þeir undir samning í The Pas, er tekið er fram í að kaupið sé $37.50 á mánuði að ýmsu frá- dregnu. Innifalið í því, sem frá er dregið. eru 75c á dag fyrir fæði, $1.00 á mánuði fyrir læknishjálp og 75c á mánnði fyrir þvott. Eftir verði þá 13 dalir af mánaðar- kaupinu. Þessi nefndu útgjöld ná til allra hvernig sem á stendur. Þegar verkamaðurinn kemur til staðar- ins þar sem skógarhöggið fer fram, 75 eða 100 mílur burtu frá The Pas, er samning- ur þessi tekin af mönnum og þeir látnir skrifa undir nýjan sáttmála. í honum stendur að menn þessir séu viljugir til að vinna hvar sem er og að hverju því verki, sem verkveitandi álítur þá hæfa til, fyrir það kaup sem ákveðið er og að ef nauðsyn- legt þyki, geti verkveitandi vísað mönnun- um fyrirvaralaust úr vinnu. Auk fæðis, læknishjálpar og þessháttar, eru einnig smáupphæðir dregnar frá vinnu- laununum, svo sem fyrir lán á exi 5c á dag, fyrir hlújárn (hoe) 5c, og fyrir sög 25c á dag. Einnig varð verkamaðurinn að greiða af kaupi sínu 50c ef sú óhepni ásótti hann, ag brjóta skaft á öxi og $1.50 fyrir að týna henni. Ein sú vinna, sem á þessu hausti hefir helzt boðist þarna, er að höggva brautir gegnum skógana. Sú vinna er ekki sem verst í sjálfu sér, en fyrir umræddan verk- veitanda, er hún engin gamanleikur. Veg- arstæðið er 26 feta vítt. Viðurinn af því er Jiöggvin alveg niður við jörð, svo egg- slétt má heita að loknu verki. öllum rusl- viði er brent, en viðarbolunum, sem til borðviðar eru notaðir, er hlaðið upp til hliðar. Svo eru furutré höggvin niður með, ef ekki eru of langt frá vegarstæðinu. Eru þau oft stór, um 30 þuml. í þvermál og úr hverju þeirra fást um 70 til 80 fet at stórviði. En fyrir að vinna þessi tré er ekki borgað sem aðra vinnu. Hún er borg- uð sérstaklega, og eru launin 4VÍ>c fyrir hvert lengdarfet í trénu. Þetta kaup hrekkur oft fyrir fæðinu og verkamað- urinn gerir sér ekki von um mikið fram yfir það. Hann fer á fætur kl. 5.30 að morgni og gengur til vinnunnar, sem byrjar kl. 7. Um miðjan daginn hleypur hann heim, hámar í sig miðdegismatinn og heldur um hæl á stað til baka til að geta lokið sem mestu verki fyrir myrkur, eða um kl. 6.00 að kvöldinu. Hann getur oftast unnið 9 til 10 stundir á dag. Það er nú auðvitað meira en lögákveðinn vinnutími, en hvað er ein eða tvær klukkustundir til manns, sem feginn er vinnu hvar sem hún býðst. Nokkrir verkamanna þola ekki þessa vinnu og hætta eða eru reknir af verkveit- anda. Þó ástæða virðist ekki bein til þess, virðist verkveitendi láta sig vinnu þessa mikið skifta. Hann er á þönum frá ein- um til annars, eggjandi menn á að halda áfram við verkið. Og svo eru lofræður haldnar um þá, sem hamast við þessa vinnu sem óðir væru, og bent á að nú á tímum séu fáir þeirra líkar! Hópar manna yfirgefa þessa skógar- vinnu og fara til The Pas; sumpart af því þeir þola ekki þrældóminn, sumpart vegna þess að þeir sjá fram á að þeir bera ekkert nema erfiðið út býtum. Einn þessara skógarhöggsmanna, stærðar rumur, um 190 pund að þyngd, fór frá þessari -vinnu til borgarinnar rétt fyrir jólin. Hafði hann bölsótast við þetta verk í 10 daga. Ávís- unin sem hann fór með í vasanum var $4. Hann gat ekki leynt vonbrigðum sínum, en þó var félagi hans einn harðar leikinn, sem með honum fór. Hann skuldaði nokkuð af fæði sínu, er reikningurinn var gerður upp. Fjórir menn aðrir gengu frá vinnu eftir 7 dága þrældóm. Ávísun hvers þeirra var um einn dollar. Þrír aðrir, sem ekki voru eins duglegir og þessir áminstu menn, fóru tveim dögum síðar og höfðu unnið í 7 daga eins og hinir. Þeir skulduðu allir nokkuð fyrir fæði. Forsætisráðherra Manitoba kærir sig ef til vill ekki um fleiri upplýsingar af þessu tæi úr kjördæmi sínu, en vér viljum samt benda honum á, að lágmarks vinnulaun við þetta verk er $37.50 um mánuðinn í Ontariofylki og af því er hvorki klipið fyr- ir fæðiskostnað, lækningu, þvott eða leigu á sögum og öxum. Fjárhæðin $37.50, eru hreinn arður vinnunnar til verka- mannsins og er það minsta. Lög um ákvæðisvinnulaun og vinnutíma, gætu ef til vill bætt úr þessu, sem hér hefir verið minst á, jafnvel þó það sé í kjör- dæmi Brackens og öll ráð á himni og jörðu séu þar í höndum vina hans. HUGLEIÐINGAR í HELJARGREIPUM Frásögn Sigurðar Björnssonar, er lenti í snjóflóðinu og lá í jökul- gjötunni í 25 klst. í Breiðumerk- urfjalli 7. nóv.; var fréttarinnar getið í Hkr. eftir enskum blöðum “Eitt sinn skal hver deyja” Eg heyrði að Gunnar sagði “nú” en meira heyrði eg ekki, því snjóskriðan tók okkur og bar mig niður hlíðina, hundrað sinn- um hraðar en fæturnir höfðu borið mig á leiðinni upp. “Eitt sinn skal hver deyja”, hugsaði eg með mér, þegar eg sá klettana þjóta fram hjá. Eg var þá að mestu á kafi í snjó, nema höfuð- ið. Við höfðum band á milli okk- ar, og höfðum það vafið um hendina. Vegna þess að Gunn- ar var vestan við mig, lenti hann í jaðri flóðsins. Hann fór því hægar en eg og stöðvaðist fljót- lega; mun hafa runnið um 6—8 faðma. Eg fann nú að kipti í bandið, og þóttist þá vita, að Gunnar hefði stöðvast, en hins- vegar, að ekki mundi mikið þurfa með, að hann færi af stað aftur, og eg slepti því bandinu. Nú snerist eg við, þannig að höfuðið fór á undan, en mér tókst að snúa mér aftur, svo að segja samstundis, og fór eg þá niður úr snjónum með fæturna. Eg hafði nú báðar hendur á stöng, sem eg var með, og gat stungið henni niður. Stöðvaðist eg við það eitt augnabilk, og gat snöggvast litið í kring um mig. Máttlaus í snjóskriðunni Eg sá, að eg var í vestanverðu snjóflóðinu, eg gat ekki giskað á, hvað var langt austur yfir, en býst viði að 4—5 faðmar hafi verið frá mér vestur yfir. Fyrir neðan mig vissi eg af klettabelti, og mér finst einhvernveginn, að það muni hafa verið um 20 faðma fyrir neðan mig. Eg misti fótanna undir eins aftur, og hafði raunar alls ekki getað stað- ið upp. Fór eg nú með feikna hraða niður. Eg misti stöngina, og datt mér nú alt í einu í hug, að menn meiddust síður í falli, ef þeir væru alveg máttlausir. Hætti eg því algerlega að reyna að stýra mér, en það hafði eg áður reynt, bæði út úr flóðinu, og eins að láta fæturna fara á undan. — Gerði eg mig nú alveg afllausan. Skifti það engum togum, að eg var kominn niður á brún kletta- beltisins. Þegar þangað kom, sneri eg þversum í flóðinu. Um leið og eg féll fram af brúninni mun vinstri hliðin hafa snúið niður, því að vinstri mjöðmin rakst lít- ilsháttar á. Var það í eina skift- ið, sem eg varð var við, að eg rækist á. Nú fann eg, að eg féll niður, og hálfvegis stansaði fyr- ir neðan, en fór svo hálfu hrað- aa en áður. Nú var höfuðið á undan. Skorðaður undir jökli Næsta breyting, sem eg varð var við, var, að eg stansaði, hér um bil snögt. Eg var þá móður og hafði dálítinn hósta, enda hafði eg sama sem ekkert and- að á leiðinni að ofan. Eg gat þó ekki þanið brjóstholið vel út, því að snjórinn var svo saman- þjappaður ofan á mér. Eg fór nú að reyna að hreyfa mig. Gat eg aðeins hreyft vinstri hönd og fót, en þó mjög lítið. Það fór ekki meir en svo vel um mig. Eg lá á bakinu nokkurnveginn beinn með hægri fótinn, og var hann ca. m. hærri en höfuðið. Vinstri fót- urinn var lítið eitt kreptur, og var því minna af snjó ofan á honum. Hægri handleggurinn var kreptur og lá höndin ofan á mérmiðjum. Vinstri höndin var einnig krept, handleggurinn var beint úr frá öxlinni og boginn í vínkil um olnbogann. Eg hafði baksekk, og hafði hann losnað af hægri handleggnum, en var fast- ur um vinstri olnbogann, og gerði það að verkum, að eg gat ekki hreyft upphandlegginn neitt að ráði. Eg fann fljótt, að eg var ó- meiddur, og eins hitt, að eg gat alls ekki losað mig, enda fann eg fljótt, er eg var að hreyfa vinstri sandlegginn, að eg var undir jökli. Hvað varð um Gunnar? Nú datt mér í hug, hvort Gunnar hefði líka lent þarna niðri. Kallaði eg því nokkrum sinnum á hann, en fékk vitan- lega ekkert svar. Eg þóttist hér um bil viss um, að Gunnar mundi vera lifandi, bæði vegna þess, að hann kipti í bandið, og svo vegna þess, að mér fanst einhvern veg- inn að eg hefði séð hann, er eg stansaði ofan við klettabeltið. Var þó ekki viss um það. Eg fór nú að hugsa um kring- umstæðurnar. Eg er ekki viss um að eg segi frá hugsunum í réttri röð, enda voru þær fyrst nokkuð á reiki. Mamma sagði mér að taka tvo trefla Mér varð þá einna fyrst að hugsa um ferðina um morgun- inn. Eg mintist þess nú, að mamma hafði sagt við mig um morguninn, að það væri rétt fyr- ir mig að fara með tvo trefla, og það hafði eg gert. Svo hafði eg bundið öðrum treflinum um höf- uðið. Þessvegna toldi húfan á mér á leiðinni niður. Einníg mintist eg þess nú að eg hafði haft skóskifti þegar eg kom upp í fjall. Hafði eg gengið þangað á leðurskóm, en setti þar upp selskinnsskó, og sneri snoðið inn. Þeir voru því bleikir, og flaug mér í hug, er eg setti þá upp: “Það er nálitur á þeim”. En eg hugsaði með mér, að eg hefði oft áður sett upp svona skó, og væri þessi geigur því ekkert nema vitleysa. En nú fanst mér, að þetta hefði alls ekki verið vitleysa, heldur hugboð, sem líklega ætti eftir að rætast. Eg hafði líka sagt við Gunn- ar einu sinni, er við stönsuðum, að líklega væri úti um þann, sem færi niður fyrir klettabeltið. — “Já’ sá mundi áreiðanlega ekki segja fleiri sögur”, svaraði Gunnar. Gat eg, er eg hugsaði um þetta, þar sem eg lá nú, ekki búist við öðru en að það mundi reynast rétt. “Á hendur fel þú honum” Nú datt mér í hug, að réttast væri að nota tímann til andlegra hugleiðinga. Eg hataði í raun og veru allar trúarkreddur, og fyrirleit sértrúarflokka; mér var það ljóst áður, en varð það þó enn ljósar^ nú, en, alt um það, og ef til vill fremur vegna þess ,gat eg sungið af öllu hjarta “Á hendur fel þú honum”. Eg söng sálminn fullum hálsi. Eg held, að þeir, sem halda því fram, að trú sé einskis virði, hafi aldrei reynt neitt þessu svipað, því við að syngja þetta sálmalag komst hugurinn í fult jafnvægi. Raun- ar vantaði aldrei mikið á, að svo væri. Söngurinn var bjargráð Mér kom í hug, að ef Gunnar hefði stansað, eins og eg hafði von um, mundi hann sennilega einmitt nú vera þarna einhvers- staðar nálægur að leita að mér, og þá væri snjallræði fyrir mig að syngja. Því að ekki væri ó- hugsandi, að hann heyrði til mín. Þegar eg hafði sungið um stund fór eg að hlusta eftir, hvort eg I

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.