Heimskringla - 20.01.1937, Síða 6

Heimskringla - 20.01.1937, Síða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 20. JANÚAR 1937 v.mmmmÆmmmmmmmmm\ Leðurblakan Skáldsaga þýdd úr ensku ^mmswwMmwwwwíwwM^ft Fáum augnablikum síðar var hann við drynar. Hann furðaði sig ekki á því, þótt hon- um þætti þ^ð leiðinlegt, að dyrnar voru læstar. Hvað átti hann að gera nú? Stela bílnum og færa Heath fréttirnar? “Flónshausinn!” taut- aði hann við sjálfan sig. “Eitthvað er að ger- ast þama inni. Hafðu þig úr sporunum og fyndu hvað það er. Það var niðdimt. Hann hafði haft vit á að hafa með.sér vasaljósið, sem Ian Heath hafði skilið eftir. Við ljós þess gat hann séð að allir gluggarnir voru lokaðir með hlerum og þeir voru málaðir grænir. Hann gæti reynt að brjót- ast inn í þetta vígi. En það hlutu að vera bak- dyr. Hann fór í kring um bygginguna til hægri handar og sá dyr. Hann opnaði þær og kom inn í stóran og vanræktan garð. Til hægri var hús- ið dimt og skuggalegt en hina var hár garður. Þar sem Jerry var hræddur við að nota vasaljósið, fálmaði hann sig áfram í myrkrinu, sem var mjög dimt. Mörg smáóhöpp komu fyr- ir hann, en versta slysið vildi til þegar hann stakst á höfuðið inn í runn, sem var alþakin þyrnum. Jerry neitaði sér aldrei um að svala sér á blótsyrðum við slík tækifæri og líklegast hefði hann ekki brugðið af venju sinni í þetta sinn, nema fyrir dálítið atvik, sem kom fyrir Eitthvað tólf fet þaðan, sem Jerry hvíldist í runnanum opnuðust dyr og hann sá móta fyrir manni í ljósglætunni, sem skein út um hurðar- gáttina. Hann gleymdi óþægindunum og ákvað að nota þessa leið inn í húsið. Hann skreið þangað á höndum og fótum og forðaðist ljósgeislann út gættinni. Hann sá að ljósið kom frá lukt sem hékk í einum bitanum. Maðurinn hafði skilið dyrnar eftir opnar, svo að hér var opin leið inn í húsið. Með því að skríða áfram, komst hann inn. Framundan honum voru steingöng. Það er eins líklegt að hefði ekki ljósið verið mundi Jerry ekki hafa farið inn. Húsið var ekki aðlaðandi fyrir óboðinn gest, með þennan eyðisvip og alla glugghlerana lokaða. Honum fanst hann heldur vildi læðast um nótt gegn um Heiðarhöllina með öllum draugunum, og hann óskaði ennþá einu sinni, að Ian Heath væri kominn. Hann lokaði dyrun- um og gekk inn í göngin. Hann hélt áfram og læddist eins létt og mögulegt var og nú notaði hann ljósið. Hann kom að þrepum úr steini, sem lágu upp á við og þegar hann kom efst í þau heyrði hann daufan óm af mannamáli. Til vinstri handar var stór hurð. Það voru auðsæilega framdyrnar, sem Voyce og félagi hans höfðu notað. Hann brá ljósinu á þær til að sjá hversu þeim væri læst. Það voru hleypijárn efst og neðst á þeim, en þau voru ekki notuð, fyrir dyrunum var nýmóðins skrá. Um þær var hægt að komast út ef á lægi ,en það varð að bíða seinni tíma að komast í burtu. Hann varð að rannsaka leyndardóma þessa húss. Hann var nú á neðstu hæðinni; til hægri var hurð og hann reyndi hana því að þaðan heyrði hann óminn. Hurðin opnaðist. Hann fékk hjartslátt, er hann gekk inn í herbergið. Þar var myrkur inni. Hann sá aðeins móta fyrir húsgögnunum til og frá um gólfið. Hinu megin var hurð því að hann sá Ijósrönd undir henni. Hann beygði sig niður, hurðin hafði opnast. Maður horfði út um dyrnar fram í myrkrið. Jerry sá að það var Voyce. Hann var hræddur um að maðurinn mundi heyra andardrátt hans. Hann kraup bak við kringlótt borð og fór mjög illa um hann. Hafði Voyce heyrt nokkuð ? Ef hann kæm' fram að hurðinni varð hann að fara fram hjá honum. Hann hélt niðri í sér andanum og beið. Eftir eins og eina mínútu fór Voyce aftur inn í herbergið. Hann lokaði ekki hurðinni, en lét hana opna í hálfa gátt. Er Hartsgill var kominn yfir gólfið gat hann séð inn í herbergið er var dauflega lýst og sýndist eftir alla van- hirðuna sem úti fyrir var líkt og gróðureyja af menningu og skrauti. Það voru þrjár mann- eskjur þarria inni. Fráhrindandi og feitur kven- maður, með glerauga fyrir vinstra auganu, Voyce og maður, sem hafði blóðrautt ör á hægri vanganum. Konan spurði á þýzku: “Hvað um þennan mann hann Murdoch?” “Vér munum sinna honum annað kvöld,” svaraði Voyce. Konan leit til dyranna og hún hefði heyrt eitthvað. “Hver skyldi þessar dyr eftir opnar?” spurði hún reiðilega: “Þér flónið yðar?” bætti hún við með fyrirlitningu. Maðurinn, sem hann þekti fyrir Philip Voyce stóð upp, svaraði með þjósti, gekk snúð- uglega til dyranna og skelti hurðinni aftur. Eftir það gat hann ekki heyrt orð, hversu sem hann lagði við hlustirnar. Hann beið aðrar fimm mínútur og ákvað svo að fara. Hann hafði heyrt nóg. Hann lánaði bílinn þeirra úti fyrir, rétt að gamni sínu, en skildi hann eftir í útjaðri bæjar- ins, og lagði af stað gangandi út á heiðina. “Og ef þú heldur að þetta hafi enga merk- ingu, þá skaltu bara kveða upp með það.” sagði Jerry að endingu. Hann var orðinn ólundarfull- ur vegna kæruleysis svipsins á Ian Heath. Ian Heath klappaði á öxlina á sögumanni og sagði: “Þvert á móti, gamli kunningi. Eg held að þetta hafi heilmikla merkingu. Þú hefir gert ómetanlegt gagn í nótt, Jerry. Þú lagðir í hættu alt sem þú áttir ástfólgnast og komst að hinu illa bæli.. . “Heyrðu,” sagði hinn, “loppan á þér er öll skítug — geturðu ekki þvegið hana?” “Seinna,” svaraði hinn, “hvernig býstu við, að eg sé garðyrkjumaður án þess að bera minjar þess? — Eftir lýsingu þinni þá er þessi ástúðlega frú, Gusta Straube, gam- all aldavinur minn — vinur á Pickwickskra vísu. Það er ónauðsynlegt að gera sér það í hugar- lund hversvegna hún er hér. Alt snýst um þennan mann, hann Murdoch.” “Þú segist hafa hitt þessa konu áður? spurði Jerry. “Oft og mörgum sinnum. Framferði og at- hafnir Gústu Straube, mundu vera fyrirtaks efni í skáldsögu, þótt sú saga væri æði reyfara- kend og ótrúleg. Þetta þýzka kjötstykki er eigi aðeins háskalegasti spæjari nútímans, heldur er hún gersneidd allri siðferðistilfinningu.” Hartsgill dæsti. “Eg hélt að margar spæjarasagnanna væru undir lok liðnir.” “Hm. ]Víenn kunna yfirleitt að hafa þá skoðun, en eg skal segja þér, Jerry, að það eru miklu fleiri njósnarar nú að starfi, en fyrir ó- friðinn. Þeir eru um alt þetta land. Við þekkj- um þá flesta og þeir fá ekki að komast í burtu með neitt, sem nokkurs er virði. En þeir eru al- staðar og hlusta vel. Hernaðar leyndarmál eru í góðu verði. En þeir hafa hlotið að hafa álit á uppfyndingu Warren Murdochs. fyrst þeir sendu Gustu Straube hingað.” “Það sem eg furða mig mest á,” sagði Jerry, “er hvernig í skollanum fréttir fara að berast út um svona hluti. Þarna er maður að vinna á laun að hlut á afskektasta stað lands- ins, og samt berst það út. Hvernig?” Heath brosti. “Það skal eg segja þér, Jerry, að ef eg færi út í að lýsa því, þá yrði eg að fræða þig um njósnaraaðferðir nútímans, og það tæki of langan tíma. Það nægir að segja þér að ti! höfuðs hverjum frægum vísindamanni er sett- ur njósnari, ef hann skyldi finna upp eitthvað, sem komið gæti þjóð hans að gagni í ófriði, gef- ur njósnarinn sínu ríki vitneskju um það. En þetta eru auka atriði; það sem eg vil að þú endurtakir af sögu þinni eru orð Voyce er hanr. sagði við Gustu Straube.” “Hann sagði, og eg mun aldrei gleyma rödd hans, að hún mætti búast við hröðum fram- kvæmdum nú. Hann mundi sinna Murdoch næsta kvöld.” “Það er í kvöld.” ”Já, og það getur vel verið að þau hafi ráð- gert margt meira, en eg gat ekki heyrt það eftir að dyrunum var lokað. Ef til vill óttuðust þau að einhver heyrði til þeirra. Sjáðu nú til, lan, þú skalt ekki ætla að eg vilji verða settur hjá lengur, að taka þátt í þessu. Ef þessi svín gera árás hópum saman þarft þú hjálpar við. Svo er stúlkan — ungfrú Garrett — það þarf að gæta hennar — og — og —” “Komdu því út úr þér drengur minn.” “Það getur vel verið að þú hlægir að mér, en einhvernveginn finst mér að Voyce hafi alt af brosað í kampinn síðan þú komst hingað. Það er grunur minn, að hann hafi ekki einungis þekt þig, sem Ronald Gavin, kolakaupmanninn, heldur einnig í gerfi George Amos, garðyrkju- manns.” “Bn samt hlóst þú að mér þegar eg hélt hinu sama fram. En það gerir ekkert til, Jerry. Nokkrar fleiri skarplegar athugasemdir áður en við lokum undir nóttina?” “Ef þú vilt vita það þá held eg að þessi þrenning sé að sjóða eitthvað saman handa þér persónulega, og það skemmist víst ekki við geymsluna.” “Þar hefir þú ef til vill rétt fyrir þér. Gústa vildi gjarnan jafna gamla reikninga við mig, eins vildi eg. En að þau geri árás, þá hefi eg fremur skýran dreng til taks á morgun. Hann var viðstaddur hið ástúðlega stefnumót, er þau áttu, Gústa og Kroom í gærkveldi. Fari það í logandi! Eg vissi að eg hefði hitt þann pilt áður. Það var í Constantiopel, fyrir fáein- um mánuðum síðan. Hann vann þá fyrir Gústu, hina fögru eins og hann gerir nú. Það var skrítið að eg skyldi ekki muna eftir honum í Lundúnum.” “Þú manst þá eftir honum nú, svo þú skalt ekki fást um það,” svaraði Hartsgill. “En þeg- ar þú hefir fengið þessa aðvörun, hvað ætlarðu þá að gera ?” “Því er fljótt svarað. Við læðumst yfir að “Höllinni” og verðum þar í nótt. Þú situr á tröppunum að vinnustofunni, en eg leita að náunganum með hálfa andlitið. Mig langar til að finna hann.” “Eg vildi heldur sjá hann en vængjaða piltinn,” svaraði hinn. Heath greip um handlegg hans. “Hefirðu séð leðurblökuna?” “Já, það veit sá sem alt veit! Eg sá hana á miðri leið til kofa Voyce núna í nótt.” Heath svaraði engu. Hann var niðursokk- inn í hugsanir sínar. ópið Þegar Cicelia ætlaði að fara að hátta þetta sama kveld varð hún vör við að steini var kastað á gluggan hennar.“Hún hlýddi þessu merki, sem þau höfðu komið sér saman um og læddist niður að framhurðinni. úti stóð maður mjög ræfilslega til fara. “Miss Garrett,” sagði Ian Heath, “vinur minn, Hartsgill og eg óskum eftir að vera inni í húsinú hérna í nótt. Nei, nei, við ætlum ekki að sofa —- Jerry hefir játað það fyrir mér að hann sé hræddur að fara heim. Hann er hræði- lega ístöðulaus. Hefir alt af verið það frá barnæsku . Er yður ekki sama? Hún horfði á hann og mælti: “Segið mér hreinskilnislega, Mr. Heath — er nokkur sérstök ástæða fyrir því að þér kom- ið?” “Nei, hreint ekki,” laug hann tafarlaust. “Ástæðan er þessi, eg get ekki hugsað til þess, að þér séuð alein í húsinu með frænda yðar til að gæta yðar.” “Þér gleymið Niel. Honum hefir farið fjarska mikið fram upp á síðkastið. Eg treysti honum næstum því nú orðið.” “Já,” svaraði Heath hægt, “eg held að yður sé óhætt að treysta Niel nú.” Hún var auðsæilega forviða. “Þér hafið þá uppgötvað eitthvað um hann?” “Sú þekking kom nú sjálfkrafa, og það gefur mér leyfi til að ætla, að Níel sé ekki eins tortryggilegur og við fyrst héldum.” “Þér viljið þá ekki segja mér neitt meira, en þetta?” “Þess gerist engin þörf nú. Síðar meir . mun eg gefa yður fulla skýringu. Eg vil nú að þér gangið til hvíldar og láta mig og Hartsgill um að sjá um húsið.” “Þér búist þá við að eitthvað komi fyrir í nótt?” “Eg ætla mér að sjá um að það verði ekki.” Hún varð að láta sér það nægja. Heath sá eftir að segja svona mikið, en það var ekki til neins að ljúga. Hann vissi líka að stúlkan ósk- aði eftir að heyra sannleikann. Hún hafði hjart- að á réttum stað. Hann var búinn að ákveða, að þegar öll þessi vandræði væru greidd og allir þessir glæpir leiddir í ljós, þá átti hann að biðja hana um áheyrn eins og í tvær mínútur. Og það sem hann ætlaði að segja á þeim tíma yrðu þýðingarmestu orðin, sem hann hefði sagt á æfinni. Hvernig hún tæki þeim vissi hann ekki. Mundi hún segja, að það væri ómögulegt? — eða mundi hún—? En hvað sem svarið yrði vissi hann þetta, að aldrei hafði hann hitt henn- ar líka. “Góða nótt, Mr. Heath og þakka yður fyrir alt sem þér gerið fyrir mig. Hendi hennar hvíldi í hendi hans svolitla stund og hann óskaði að það væri eilífð. Hartsgill hóstaði ,þegar Cicelia var horfin upp stigann. “Ef þú þyrftir einhverntíma svaramann,” — tautaði og tautaði svo eitthvað, sem ekki heyrðist, er hann sá framan í Heath. Það var þremur stundum síðar. Heath fann svefnherbergisdyrnar sem hann sat upp við opnast. Hann stökk á fætur og sá Waren Murdoch standa þar á náttklæðun- um. Hvert eruð þér að fara, herra? spurði Heath. Hann sá á næsta augnabliki að hann var að tala við mann í einhverskonar leiðslu, Murdoch hafði slíkt útlit. Vilji uppfyndingamannsins var háður einhverjum öðrum vilja, fyrir ein- hvern fjandakraft, sem engin þekti var hann að hlýða boði annars, sem var honum sterkari. Heath skildi að hann var undir einhverskonar dáleiðslu áhrifum. En hvers ? Og hvernig hafði það verið gert? Svarið kom hægt og hvert orð á strjálingi. “Eg—er—að—fara—út—í—garðinn—” Heath vissi að hann mundi aldrei gleyma þessu. Að sjá þennan litla gráföla mann, svift- an heilbrigðis skynsemi, neyddan til þess að fara út í eiðilegan garðinn úti, þar sem dauðinn kannske biði hans. Það fór hrollur um Heath. “Því eruð þér að fara út í garðinn, herra minn?” spurði hann og horfði beint í augun á Murdoch. Það var eina tækifærið að þekkja sannleikann í þessu máli, að reyna að sigra þann viljakraft, sem nú stjórnaði viti þessa ó- gæfusama manns, með ennþá sterkari vilja. “Svarið mér!” mælti hann hörkulega. Hinn haldni maður starði á hann sljóurn augunum. “Eg ætla að leggjast niður á blettirin, þar sem aumingja vinur minn, hann Sapford var myrtur, svaraði hann. Eg hefi stefnumót við Sapford. . . Eg verð að fara.” “En þér getið ekki séð Sapford. Hann er dauður. Þér verðið að fara í rúmið.” Heath tókst þrátt fyrir ákafa mótspyrnu að koma hon- um inn í herbergið. Murdoch reyndi af öllum mætti að komast í burtu. “Eg—hlýt—að—sjá—Sapford,” endurtók hann. Stimpingarnar þótt harðar væru hlutu að hafa einn endir, Heath kom gamla manninum inn í svefnherbergið og í því heyrðist fótatak í göngunum. “Hvað gengur á Mr. Heath?” spurði Cicelia Garrett. Hann setti á sig valdmanns svip. “Sagði eg yður ekki að fara í rúmið?” “Jú, eg reyndi að sofna, en gat það ekki. Mér fanst að eitthvað hlyti að koma fyrir. Var það frændi minn ,sem þér voruð að stimpast við?” “Já, hann er ekki með sjálfum sér.” “Ekki með sjálfum sér?” Augu hennar voru galopin af undrun. “Hann er haldinn einhverri truflun. Hann sagði mér að hann hefði stefnumót við Sapford vin sinn úti fyrir. Eg reyndi að þrátta við hann, en það var ekki til neins. Hann er í einhverskonar dáleiðslu og þessvegna ekki sjálf- ráði.” “En hver gat hafa komið honum í þetta ástand? Enginn kom hér í kvöld.” “Philip Voyce kom hér seinnipartinn. — Hann talaði lengi við frænda þinn. Þangað verðum við að leita eftir ástæðunni. Þeir voru einir saman — hver veit hvað þá skeði! Eg mundi ætla að frændi yðar væri mjög vel fallinn til dáleiðslu. Eg hefi séð það gert í austurlönd- um og Voyce virðist vel hæfur til slíkra iðkana. Er hann talaði við frænda yðar í dag efa eg ekki að hann varpaði snöru fyrir vilja frænda þíns á þennan hátt, og kom því inn í undirvitund hans, að hlýða hverju boði sem Voyce legði fyrir hann.” Jafnvel þótt Voyce væri ekki nærstaddur i kvöld?”* “Það gerði ekkert til, fjarlægð gerir engan mun í þessu efni séu hin sálarlegu áhrif nægi- lega sterk. Eg man eftir, að það kom fyrir í Búdapest að maður var látinn fremja morð undir svona áhrifum”. “Það er draugalegt,” tautaði stúlkan. Heath var ófús að segja henni álit sitt um þetta og klappaði á öxl hennar og sagði í hug- hreystandi skyni: “Yður er óhætt að trúa mér til þess að frændi yðar fer ekki út úr herbergi sínu — þá getur hann ekki verið í neinni hættu.” Inni í herberginu heyrðist hávaði mikill og Cicelia varð náföl af skelfingu. “Glugginn,” hrópaði hún, “opnið dyrnar!” Heath bölvaði í hljóði heimsku sinni og þaut inn í herbergið. Það var dimt inni, en við glætuna úr glugganum hinum megin í herberg- inu, gátu þau séð mann. Brothljóð heyrðist. Heath flýtti sér meira en nokkru sinni fyr og þó virtist eins og hann ætlaði að verða of seinn. Hann stökk í ofboði og náði rétt aðeins í fætur Murdochs er hann steypti sér beint á höfuðið út um gluggann. • Það urðu heil miklar ryskingar; Murdoch braust um með ofurefli óðs manns, en loksins sefaðist hann. Andardráttur hans varð rólegri og hann féll í fang Cicelíu sofandi eins og þreytt barn. “Þar skall hurð nærri hælum,” mælti Heath. Hann hafði varla slept orðinu þegar hin djúpa þögn næturinnar var rofin af neyðar ópi. Heath stökk upp. “Þetta kom utan úr garðinum; eg Verð að fara og sjá hvað um er að vera. Bíddu hérna,” mælti hann skipandi. Er hann þaut niður stigann, vissi hann að það var of seint. Hljóðið hafði komið frá deyj- andi manni í höndum morðingjans. Annað morð Heath þaut ofan stigann. Þetta ofboðs- lega neyðar óp nísti sál hans. Hann hrylti við því, sem hann mundi finna og hugur hans fylt- ist grimdaræði að ná í morðingjann og drepa hann í greipum sér. Ef hann aðeins gæti orðið nógu fljótur. Fjandans myrkur var þetta. Hvemig gat fólk búið í húsi, sem ekki hafði rafmagns ljós? Hann fálmaði við framdyrahurðina. Loks lét lokan eftir, svo var lykillinn og augnablikin liðu . Er hann þaut út í myrkrið braut hann heilann um þetta: Hvað gekk Voyce til, ef þetta var hann að langa til að drepa Warren Mur- doch ? Það hlaut að vera miklu betra fyrir til- gang hans, að uppfyndinga maðurinn lifði, en dæi. Hann hafði varla gengið tólf skref þegar hendi smeygði sér inn í hendi hans. “Farið þér ekki! Eg þoli ekki meira af þessu. . . Ef þeir dræpu yður.”

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.