Heimskringla - 27.01.1937, Side 1

Heimskringla - 27.01.1937, Side 1
LI. ÁRiGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 27. JANÚAR 1937 NÚMER 17. HELZTU FRETTIR víðtækri þekkingu á því, var ekk- ert undarlegt, þó Mr. Christian- son yrði fyrir valinu. GUÐMUNDUR CHRISTIAN SON Fyrir skömmu var frá því sagt í Heimsrkinglu, að íslendingur, Guðm. (Mundi) Christianson hefði verið skipaður yfir-um- sjónarmaður málefna Índíána í Canada hjá sambandsstjórninni. Frekari upplýsingar en þá var kostur á um Mr. Christianson, hefir Mr. Jósep Skaptason nú látið blaðinu í té; styðst það sem hér fer á eftir við þær og er Hkr. þakklát Mr. Skaptason fyrir þær. Mr. Guðmundur Christianson, er fæddur á Núpi í Dýrafirði: hann er 56 ára að aldri. Vestur um haf kom hann með foreldr- um sínum, Bjarna Kristjánssyni og Bjarneyju Guðmundsdóttur frá Mýrum í Dýrafirði 1887. — Settust foreldrar hans að á Lun- dar og bjuggu þar í 9 mánuði. Þá fluttu þau til The Narrows, við Manitobavatn og bjuggu þar í 10 ár. Árið 1897 fluttu þau til Westbourne í Manitoba. Mr. Guðm. Christiánson var því 6 ára er hann kom til þessa lands. Á uppvaxtarárum sínum hér, vann hann hverja algenga vinnu, við fiskiveiði á Manitoba- vatni, við fiskiflutning þaðan til Winnipeg, skógarhögg, járn- brautalagningu o. s. frv. En árið 1902 byrjaði hann á verzlun og rak það starf unz hann árið 1914 hlaut stöðu í Indian Depart- ment hjá sambandsstjórninni, sem kennari í búnaði og starfs- maður á skrifstofu (agency) í Pelly, Sask. Nokkru síðar varð hann umboðsmaður (agent). — Árið 1917, var hann svo sendur þaðan til Qu’Appelle Agency, norðaustur af Regina. Tveim árum síðar var hann skipaður eftirlitsmaður (Inspector) í Manitoba, Saskatchewan og Al- berta og hafði aðsetur í Regina. Og 1932 var hann sendur til Cal- gary og tók þá við eftirliti Indí- ána í Alberta og síðar í öllu Norðvesturlandinu. Og nú 1. des. 1936, skipaði sambands'stjórnin hann General Superintendent of Indian Agencies með skrifstofu í Ottawa. í þessu síðast talda starfi er það fólgið, að hafa eftirlit með öllum skrifstofum hvar sem eru í Canada og málefni Indíána hafa með höndum. Allir sem í slíkum skrifstofum starfa og þeir sem þeim stjórna, og eftir- litsmenn (inspectors), eru þjón- ar General Superintendent skrif- stofunnar, sem þessi landi vor, Mr. Guðm. Christianson veitir forstöðu. Skólamál Indíána eru það eina sem ekki heyra deild hans til. Mr. Christianson hefir, eins og auðsætt er af því sem hér er sagt, hlotið góðan undirbúning undir starf sitt. Hafi Hon. T. E. Crerar, sem stöðuna veitti, verið að svipast um eftir manni með Ægjlegir vatnavextir í Bandaríkjunum óhemju vöxtur hefir verið í ám í Bandaríkjunum undanfarn- ar eina eða tvær vikur. Hafa bæði leitt af því mannskaða og eignatjón. Um 100 manns er fullyrt að farist hafi, en húsviltir og frá heimilum sínum hafa um 500,000 manns orðið að hrekjast. Eigna- tjónið er ekki hægt að meta; ætla sumir að það sé farið að nálgast eina biljón dollara. Tjónið hefir orðið meira og minna í 10 ríkjum; svo víðtækt er það. Aðallega er það þó vöxturinn í Ohio-ánni sem því veldur. Alt láglendi í Ohio-dalnum má heita að hafi verið dauðanum ofurselt af áflæði. Á svæðinu milli Cincinnati í Ohio-ríki og Memphis í Ken- tucky-ríki er talið að skaðarnir hafi orðið mestir og ógurlegast- ir. f borginni Cincinnati var tæp- ur einn sjöundi hluti af öllu landi, 72 fermílum, sem borgin stendur á, þurt land. Um 65,000 manns er heimilislaust; íbúatal- an er 750,000. í iðnaðarhverfi borgarinnar, sem liggur lágt, sprakk olíu- geymir með 250,000 gallónum af gasolíu í, sem flaut ofan á vatn- inu. Kostaði geymirinn iy2 miljón dollara. En það er minst. Svo kviknaði í gasolíunni ofan á vatninu, var það sagt frá stræt- isvagna vír, sem bilaði. Var nú þarna alt í einu báli og slegtu eldtungurnar frá bálinu er vind- urinn sleit út úr því hæstu hús- toppa. Var þá og þegar búist við að bærinn brynni. En svo varð þó ekki. En nærri má geta hvernig íbúunum hefir liðið við að horfast í augu við þetta, auk áflæðisins á bæinn. Louisville, bær í Kentucky, var hálfur yfirflæddur. Þar búa um 330,000 manns og eru 200,000 af þeim heimilislausir. f þessum tveimur ríkjum hafa fleiri smærri bæjir orðið fyrir hlut- fallslega svipuðu tjóni. í Indi- anaríkinu hafa einnig orðið mikl- ir skaðar. í Tennessee-ríki og Missouri hafa einnig orðið áflæði af vexti í Missisippi ánni. Eru heimilis- lausir í hvoru þessu ríki um 15,000 manns. Og svipaða sögu er að segja í Vestur-Virginíu og Ulinois-ríki. Þar sem áflæðið var verst í Ohio, varð fólk í hærri bygging- um í iðnaðarhverfunum, að flýja af fyrsta og öðru gólfi. Mörg hús hafa flotið burtu með flóðinu. Ljósa og orkuleiðslur hafa mjög víða bilað og vatnsleiðslur. Einnig hafa saurrennur bilað svo að úr þeim hefir flætt um alt. Er óttast að af þessu flóði með öll- um óhroða sem með því hefir borist upp á yfirborðið, leiði sýki. Rauðakrossfélögin og stjórnin hafa gengið ákaflega vel fram i að bjarga og aðstoða nauðlíð- andi fólk. Sendi Roosevelt for- seti mikið af herliðinu og aðra starfsmenn stjórnarinnar til að vinna að björgun. Orsakirnar til þessa áflæðis liggja í því, að um áramótin og Madrid-stjórnin vongóð Jose Miaja herforingja stjórn- arhersins á Spáni, fórust orð á þá leið s. 1. mánudag, að uppreistar- menn væru dæmdir til að tapa. “Spánska þjóðin viðurkennir aldrei neina stjórnar-böðla,” sagði herforinginn. “Hún sigr- aði Márana forðum og hún mun enn reka alt utan að komandi á- rásarlið af höndum sér, sem eft- ir landi hennar slægist.” Herforinginn lét ánægju sína í ljósi yfir hugprúði hermanna sinna. Hann kvað þá ákveðna að halda uppi vörn þar til sigur væri fenginn; sagði þá aldrei hafa gengið betur fram en nú. Uppreistarherinn gerði flugá- rás á Madrid s. 1. sunnudag og drap 8 manna og særði um 30, í hreðunni unz hann var rekinn burtu. S. 1. laugardag gerði hann og eina verstu árásina, sem hann hefir nokkru sinni gert, og er sagt að mannfall hafi þá orðið með mesta móti vopnlausra borg- ara, manna, kvenna og barna. Hvar sem uppreistarmönnum og stjórnarhernum lendir saman á vígvellinum, fer uppreistarliðið halloka þessa stundina. Trotsky samur við sig Trotsky er nú kominn til Mexikó, og seztur þar að, hvað lengi sem það verður. Ekki lét hann það lengi dragast, eftir að hann var kominn vestur um haf að byrja að skrifa æsinga-grein- ar í bandarísk blöð, gegn stjórn Stalins og Rússlandi. Sérstak- lega fjalla skrif hans um land- ráðamennina í Rússlandi sem fyrir nokkru voru líflátnir, þá Zinovieff og Kamenoff, og svo einnig um Redak og hans féalga, er allir, að áeggjan Trotsky, eru sagðir að hafa setið með lögregl- unni í Þýzkalandi á svikráðum við rússnesku stjórnina. Trotsky reynir að koma Ameríku-mönn- um í skilning um, að menn þess- ir hafi verið saklausir og sjálfur sé hann móðgaður með að vera bendlaður við slík mál. Leggur hann því til að alþjóðadómur sé kallaður saman til þess að dæma eða gera út um mál þessara manna og sín. Svona blindur er Trotsky af hatri til Stalins, að hann heldur að hann geti haft aðrar þjóðir upp í það, að vasast nú í þessum landráðamálum Rússlands. Og þetta rugl þessa alþekta, óþreyjufulla og ham- stola uppreistarseggs, er breitt yfir hálfar fyrstu síður dagblað- anna í Bandaríkj unum og Can- ada og eflaust í Mexiko einnig, eins um merkilega nýung væri þarna að ræða. Erlendir menn sem í Rússlandi voru við þessi réttarhöld, segja að þar hafi alt fram farið eins og fyrir dómstól- um annara lýðræðis landa og mennirnir hafi játað sekt sína, er þeir gátu ekki varið fram- ferði sitt. Sr. JóN SVEINSSON, S.J. er var í heimsókn til bróður síns hér í desember er nú kominn til San Francisco, heldur til við University of San Francisco, og býst við að dvelja þar nokkrar vikur áður en hann leggur af stað til Austurlanda. f bréfi til bróður síns hér í Winnipeg, fer hann mjög lofsamlegum orðum um landa sína hér í borginni, myndarsícap þeirra og dugnað, góðvild og gestrisni við sig. ógleymanlegt segir hann að verði sér hið prýðilega samsæti er Þjóðræknisfélagið stóð fyrir og “Helgi Magri”, sveitungar hann hafði mikla nautn af að kynnast. Á stéttarbræður sína, ísl. prestana hér í Winnipeg minnist hann með mikilli aðdáun, fyrir gáfur, dugnað, lipurð og ástúð- lega framkomu við sig. Öllum þessum elskulegu lönd- um sínum hér í Winnipeg, er sýndu honum velvild og vinahót vill hann votta hjartans þakk- læti sitt og virðingu. Sá sem þessar línur ritar, hef- ir orðið var nokkurrar óánægju hjá löndum hér í borginni út af því að fleirum gafst eigi kostur á að mæta sr. Jóni en staddir voru í samsætinu að “Moore’s” sem Þjóðræknisfélagið stóð fyr- ir. Ástæðan fyrir því, að ekki var stofnað til samkomu eða samsætis í stórum stíl með al- mennri þátttöku var sú að sr. Jón afbað öll slík veizluhöld mjög ákveðið. Fékst með naumindum til að sækja þetta takmárkaða sam- sæti. Honum fanst að hann vera farin að ryðga svo í íslenzku — og einnig ensku — að frá honum væru þessi mál ekki boðleg. Þjóðræknisfélagið var mjög áfram um að stofna til sam- komu eða samsætis í stórum stíl með almennri þátttöku, fyrir hann, en varð að takmarka það fyrir framangreindar ástæður. Fyrir það sem Þjóðræknisfé- lagið gerði og fórst mjög mynd- arlega er eg, að minsta kosti, þakklátur. F. Swanson Fólksflutningavagn veltur um, 20 menn farast Fólksflutningavagn valt út af þjóðveginum skamt frá Miami í Florida s. 1. mánudag. Af 31 farþega, sem í ferðinni var, dóu 20. ÍSLANDS-FRÉTTIR í byrjun þessa mánaðar snjóaði'hans tóku þátt í, einnig ýms önn- í ákafa syðra. En svo brá til þíðu og mikilla rigninga. ur heimboð er hann þáði hjá löndum sínum sér í borginni er Allir lyfsalar landsins kærðir fyrir ólöglegan innflutning á spíritus og fleiri brot á áfengis- og tolllögum Rvík. 30. des. 1936 f fyrradag var höfðað mál gegn öllum lyfsölum landsins og nokkrum starfsmönnum þeirra fyrir óleyfilegan innflutning á spíritus til meðalagerðar og ó- löglega áfengissölu. Munu þeir allir vera sekir um það fyr- nefnda, og líka flestir um það síðarnefnda. Hefir Ingólfur Jónsson lög- fræðingur haft þessi mál til rannsóknar undanfarið að fyrir skipan dómsmálaráðuneytisins og hefir hann ákveðið að höfða málið gegn þeim, eftir að hafa framkvæmt rannsóknina. Á árunum 1926—35 hafa lyf- salar flutt inn meira og minna af spíritus til meðalagerðar, en að dómi Ingólfs hafði Áfengisverzl- un ríkisins einkarétt til þess inn- flutnings. Reynist það rétt, munu sektir lyfsalanna koma til að nema tugum þúsunda króna, og er þó vafasamt að enn sé vit- að til fullnustu um allan þennan innflutning þeirra. Þá hefir það sannast á alla lyf- sala utan Reykjavíkur, að þeir hafi selt áfengi í lyfjabúðum sínum. Nokkrir lyfsalar hafa líka gerst sekir um ýms önnur brot. Þá er einnig höfðað mál gegn Svend A. Johansen heildsala, sem var milligöngumaður um spirituskaupin. Alls eru hinir ákærðu 19 tals- ins og er þeim öllum stefnt til að mæta fyrir aukarétti í Reykja- vík 20. janúar næstk. Hinir ákærðu eru þessir: Hans A. Svane lyfsali Stykk- ishólmi og Jónas Hildimundar- son lyfjasveinn sama staðar, — Gunnar Juul lyfsali ísafirði og Helgi Þorvarðarson lyfjasveinn sama staðar, Otto Gregers Nors Grundtvig lyfsali Neskaupstað, Johan Gerhardt Ole Ellerup lyf- sali Seyðisfirði, Oddur Carl Thor- arensen lyfsali Akureyri, Eyþór Aðalsteinss Thorarensen lyfja- sveinn og Sigurður Valdemar Flóventsson lyfjasveinn, báðir á Akureyri, Ole Band lyfsali Sauð- árkórki, Aage Ridderman Schiöth lyfsali Siglufirði og Ein- ar Kristjánsson lyfjasveinn sama staðar, Sören Ringsted Kampmann lyfsali Hafnarfirði, Jóhannes Sigfússon lyfsali Vest- mannaeyjum, Þorsteinn Schev- ing Thorsteinsson lyfsali Reykja vík, Jóhanna Dagmar Magnús- dóttir lyfsali Reykjavík, Peter L. Mogensen lyfsali Reykjavík, Stefán Thorarensen lyfsali Reykajvík og Svend A. Johansen heildsali Freyjugötu 42 Reykja- vík.—Nýja Dagbl. * * r Viðey seld Eggert Briem, sem verið hefir eigandi Viðeyjar, hefir nýlega selt hana Engilbert Hafberg auglýsingastjóra, og mun kaup- verðið vera 140 þús. kr. Fiskiveiðistöðin á Viðey fylgir ekki með í kaupunum. Hún mun vera eign útvegsbankans. —Mbl. 20. des. * * * Sænska deild norræna félags- ins gaf út fyrir jólin “Nordens Jul” með efni frá öllum Norður- löndum. Meðal annars er í rit- inu íslenzki þjóðsöngurinn og alls sex íslenzkar myndir eftir málverkum Þórarins Þorláksson ar.—Mbl. * * * Sveinn Björnsson sendiherra hefir verið kjörinn meðlimur í heiðursnefnd þeirri, sem sett hefir .verið á laggirnar í tilefni af hinni miklu horrænu drátt- listarsýningu, sem haldin verður Charlottenborg í Kaupmanna- BERGSVEINN M. LONG DÁINN höfn í janúar næstkomandi. FLEYGAR Það þarf ekki að hafa fyrir að skrifa sögu kapitalismans í þykkum bindum. Hún er öll sögð í þessu eina spakmæli: “Sá einn er sekur sem tapar.” V List kapitalismans er eins og frú, sem situr í hæginda stóln- um og hefir það gott, en stendur upp á milli og fægir alt í húsinu, svo að hlutirnir glan'sa eins og ís- kristallar, sem stinga í augun. Komirðu inn blautur um fæturna sendir hún þér það augnaráð að þú ferð öfugur út aftur. V Væri ríkur sælkeri fiskimaður á Winnipeg vatni einn einasta dag, þegar frostið er 40° fyrir neðan, mundi hann ekki sjá ljós næsta dags. V Afbrýðissemin er rangeygð á öðru auganu, en blind á hinu. ~ V Hin rauða list er eins og há- beinótt telpa á gelgju skeiði með flaksandi hár og rjóðar kinnar, sem slabbar í pollum vorleys- inganna og hirðir ekki hót um þó að gusurnar slettist upp fyrir höfuð. V Kristni og kirkja eru sitt hvað. V Það er heimskulegt að særa mannshugann. Hann vinnur verk sitt á bak við tjöldin, og enginn hefir en getað mælt mátt hans. Frh. á 6 bls. Síðast liðinn mánudagsmorg- un, lézt Bergsveinn Matthíasson Long að heimili sínu 620 Alver- stone St., Winnipeg. Hann var á áttugasta aldurs- ari; hafði átt við vanheilsu að búa síðast liðin 2 eða 3 ár. Með Bergsveini er til moldar hniginn einn hinna ágætustu manna úr hópi íslendinga hér vestra. Munu þeir er kyntust honum, lengi minnast hans og sakna fyrir margra hluta sakir. ótrauðari vin var ekki hægt að eignast en Bergsvein Long. f viðmóti var hann alla-jafna glað- ur, en það var þó einlægni hans og trúfesti, bæði við vini sína og í störfum þeim, er hann tók sér fyrir hendur, sem mest einkendu hann. Orð hans stóðu eins og stafur á bók. Og í félagsmálum og hverju sem var, þótti því verki borgið, er Bergsveinn á annað borð tók að sér; svo mik- ið traust var til hans borið. f félagsmálum kvað eflaust mest að starfi Bergsveins Long Goodtemplaramálumi. Hann innritaðist í stúkuna Heklu 1890. Var sá munur að því mannslið- inu þar, að hann mátti heita stoð og stytta stúkunnar flestum ef ekki öllum félögum hennar frem- ur alt fram til hins síðasta. Einu sinni, er sá er þetta ritar, heim- sótti hann, eftir að hann var lagstur, mintist Long þess, að hann hefði ekki séð í Heims- kringlu birtar embættismanna- kosningarnar í Heklu sem fram hlytu að hafa farið, því nýr árs- fjórðungur væri byrjaður. Kvað hann það slóðaskap, sem ekki mætti eiga sér stað í stúkunni Heklu, ef hún ætlaði sér að lifa, og lét okkur félagssystkyni sín heyra það. Þetta er aðeins dæmi um reglu og hirðusemi hans í fé- Iagsstarfi. En Bergsveinn veitti mörgum öðrum félagsmálum liðveizlu sína, þó hann heyrði ekki félags- skapnum til, ef hann áleit til- gang þeirra þess verðan. Bergsveinn var fæddur 7. feb. 1857 að Svínaskála á Eskifirði í Suður-Múlasýslu. Til Ameríku flutti hann 1882. Árið 1897 giftist hann Þuríði B. Long, er dó 1934. Tvö börn þeirra eru á lífi, Georg verkfræðingur, býr í Chicago og Friðbjörg Jóhanna, gift J. Victor Jónassyni; búa í Winnipeg. Þau 55 ár sem Bergsveinn bjó hér vestra, hafði hann að undan- teknum 4 eða 5 fyrstu árunum heimili í Winnipeg; atvinna hans var húsasmíði. Jarðarförin fer fram næst- komandi föstudag frá útfarar- stofu A. S. Bardals, kl. 2. e. h. Pétur Anderson, kornkaup- maður lagði af stað s. 1. föstu- dag suður til Florida; mun hann dvelja þar um skeið.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.