Heimskringla - 27.01.1937, Síða 2

Heimskringla - 27.01.1937, Síða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 27. JANÚAR 1937 SIGURÐUR NORDAL Eftir Kristinn E. Andrésson Því dýpra sem við lifum verð- mæti hlutanna, því hjartfólgn- ari verður okkur saga þjóðarinn- ar, arfur menningar hennar. Og er við sjáum þessum verðmæt- um hættu búna, óhreina hönd vilja grípa eftir þeim, þá verður okkur ennþá sárara um þau, þá finnum við, að við erum tengdir þeim viðkvæmustu líftengslum, að við megum ekki hugsa til að glata þeim. En þá koma af sjálfu sér upp í huga okkar þeir menn, sem kannske fyrstir hafa kveikt skilning okkar á menningararf- inum, í rauninni fyrstir kent okkur að meta hann, eða veitt okkur það samband við hann, sem við hefðum annars aldrei eignast. Og við husgum, hve gott það er, meðan menning þjóðarinnar er í gæzlu slíkra manna, sem fara næmri hendi um hvert blað, jafnt hið máða, jafnvel með heitustum glampa í auganu rýna í hið ólæsilega, það sem næst er því að týnast. Eg tek svo sterkt til orða, að eg þori ekki að tala nema fyrir mig einan, þó eg geri ráð fyrir, að tala fyrir marga. En eg vil segja: Áður en eg kyntist Sig- urði Nordal, var líf bókment- anna ekki til fyrir mér. Eg þekti fslendingasögurnar, kunni efni Njálu, Egilssögu, Laxdælu, hafði lesið Völuspá, Sonatorrek, jafn- vel lært þau utan að. En þessi verk áttu ekki líf í vitund minni. Því að sagan getur verið dauð og og persónur hennar skuggar, alt fram að því, að einn maður teng- ir við hana líf og skilning. Fyrir mínum sjónum hefir Sigurður Nordal fyrstur manna kveikt líf og skilning í bókmentasögu ís- lendinga. Og eg leyfi mér að spyrja: Hvað vissum við um þróun íslenzkrar sagnalistar, áður en Sigurður Nordal skrif- aði um það efni: Átti sagnalist- in sér nokkra þróun okkur með- vitaða áður? Voru íslendinga- sögurnar fram að því ekki “þvi eldri sem þær vorfu betri”? Eg fullyrði: við vissum fátt eitt um þessa hluti áður. Sigurður Nor- dal lauk upp fyrir okkur skiln- ingi á því, að listin ætti sína þró- unar og hnignunarsögu, og þró- un hennar og hnignun væri tengd tímabilum í þjóðarsögunni, hinni félagslegu og stjórnmálalegu. — Hann gerði þannig meira en sýna þróun listarinnar, hann tengdi hana við lífið, við lífsþróun þjóð- arinnar. Hvar var Völuspá áður? Sundurlaus erindi, stuðl- að mál, listaverk. En þegar andi Nordals hafði lýst hana upp, eignaðist hún fyrst líf og sál, þá varð hún lífrænn heimur, með útsýni um heilar aldir, stórbrot- in tímamótasaga, þjóðarörlög, ekki köld fortíð, heldur lifandi samtíð, saga, sem er að gerast í dag, sem við erum að lifa núna. Þannig gat Sigurður Nordal lok- ið upp fyrir okkur, nemendum sínum, skilningi á efnum, sem lágu langt aftur í fornöld, Iengra en við höfðum hugsað áður, og fært okkur þau svo nærri, að þau urðu áþreifanleg, að þau urðu brot af okkar eigin lífi. Eða hvað var Sonatorrek áður, og hvað er það nú? Eg læt ykkur um að svara. Ep næg dæmi gæti eg flutt um þann mikla hæfi- leika Sigurðar Nordal, að glæða bókmentirnar lífi og skilningi, sem þær ekki áttu áður. Þessi hæfileiki er viðurkendur, og kunnur af verkum Sigurðar. En meira vitum við þó um hann, nemendur hans: jafnvel hið stirðnasta kvæðisbrot, er við sá- um ekkert lífsmark með, varð líf og fegurð, þegar Sigurður las það fyrir okkur og lýsti það upp. Hann gat í stuttu viðtali gert okkur heita af áhuga fyrir efni sem okkur hefði annars þótt engu máli skifta. Þannig, í við- tali, er Sigurður Nordal enn meiri töframaður en í verkum sínum Og hvaðan kemur þessi hæfi- leiki Sigurðar, að geta kveikt líf í forna og dauða hluti? Þið mun uð svara, að hann sé meðfæddur, heyri til listræns upprunaleika í sálinni. Og hver skyldi þora að neita því? En Sigurður hefir líka þroskað þennan hæfileika, betur en flestir aðrir íslendingar hafa átt kost á að gera. Hann hefir sjálfur, við kynningu á öðr um þjóðum, lífi þeirra og list gáfu, eignast bókmentaskilning sinn og þá víðsýni hugans, sem þarf til að gefa hverjum hlut lif- andi gildi. Hann eignaðist þroska sinn erlendis, hóf hæfl leika sína í nýtt veldi, kveikti við eld stórþjóðanna skilning sinn á listrænum efnum. Sá skiln- ingur var það, sem hann lýsti upp með íslenzka bókmentasögu. En um leið hóf hann líka þau ís- lenzk verk, sem hann gerði að viðfangsefni sínu, í nýtt veldi, og tengdi þau nánar heimsborgara- legum skilningi. Og þar með kem eg að öðrum höfuðþættinum í starfsemi Sigurðar Nordal, — auk þess að veita íslendingum Heill þér skáld! (Tileinkað Próf. Watson Kirkconnell) Allajafnan skáldsins andi skeiðar Skynjun ofar næstu samtíðinni Hugsjónanna hærri nýtur leiðar —Hæsta takmark sigurtindinn finni.— Margt er eygt sem öðrum reynist hulið Er æfa flugið lægra, neðan hjalla; Mörg ein kend fær dásemina dulið Dægurflugur svo að greina varla. Skynjun þyts frá arnsúg undra heima Óravegu framar voru kynni, Skáldið eitt, fær dýrð um slíka dreyma Og djásn af skapað handa framtíðinni. Látið geisla gresja hugans lendur Gullið brætt úr sora hugtakanna; Elda kveikt og urðað þroskans féndur Orkufrumlum miðlað sinna anna. Þjóðarheill æ skín úr skáldsins söngvum —Skynjun aðeins lánist oss að njóta— Víðsýnis af veglegustu föngum Vafna þrám til nýrra endurbóta; Yfirskynsins efnishyggju draugar Ekkert friðland hafa þar né rýnast, Ofmetnaðar engar þróast taugar Eða frami talinn í að sýnast. Heill þér skáld! Um heimsins lendur víðar Hlutverk þitt er stærra en grunar marga Speki þín á spjöldum seinni tíðar Og spámanns tækni mörgu tekst að bjarga. Er rökin þín í réttu ljósi skoðast Reynast djúp þótt samtíð kalli heimsku —Sem þrumugnýrinn þrunginn magni—boðast Þúsundum og trauðla felst í gleymsku. Jóhannes H. Húnfjörð berlega. Enginn kunni fyr né betur að meta t. d. Þórberg Þórðarson og Halldór Kiljan Laxness, en Sigurður Nordal. — Áhrif hans á bókmentir síðasta áratugs voru geysilega mikil. — Ekki þóttu þar ráð ráðin, nema hann væri við. Hann átti um tíma hið erfiðasta hlutverk, að sætta hinar tvær andstæður: innilokunar- og opingáttar-stefn- una í menningarmálum íslend- inga. Aðstöðu sinnar vegna, sem fornfræðingur, sem verndari menningararfsins, — sveigðist hann um skeið allmikið til inni- lokunarstefnunnar, eða gaf post- ulum hennar óþarflega mikið undir fótinn. Þó hélt hann altaf jafnvægi og opnum sjónum fyrir nauðsyn heilbriðrar næringar er- lendis frá. Andstæður þessara EINRÆÐISHERRA í VENEZUELA og faðir hundrað og f jórtán barna stefna reyndust líka mestar á aðgang að þeirra eigin bókment- jyfirborðmu, eins og síðar hefir um — þeim, að afla íslenzkum bókmentum nýs álits og skiln- ings með öðrum þjóðum. Það er ómetanlegt, sem hann hefir gert fyrir íslenzka menningu út á við, mest í kyrþey, þannig, að fslendingum er mjög ókunnugt komið fram, er H. K. Laxness, aðal-angurgapi opingáttarstefn- unnar, hefir gerst ötulasti verndari þjóðernis og frelsis ís- lendinga, samtímis því sem inni- lokunarpostularnir þegja stein- hljóði, þó að vaxandi hætta sé Um áramótin 1935—1936 lézt í Venezuela, ríki með 3 milj. íbúa á norðurströnd Suður-Ameríku, hershöfðinginn Juan Vinqente Gomez, sem hafði síðan 1908 verið raunverulegur einræðis- herra í landinu. Hann var einn þeirra sérkennilegustu manna, sem komist hafa til mikilla valda í seinni tíð, algerlega ómentur, nautnamaður mikill, en ötull, ó- væginn og harðfengur og því fullkominn ofjarl keppinautum sínum um völdin. Mesti styrkur hans hefir þó legið í menningar- leysi þjóðarinnar, sem litlar kröfur hefir gert um góða stjórn eða heiðarlegt framferði vald- hafanna. Eftirfarandi grein sem er nokkuð stytt í þýðingunni, er eftir franskan blaðamann, sem verið hefir í Venezuela, og birt- ist fyrir nokkru síðan í franska blaðinu Vu. um. Og hefir Sigurður jafnvel bl'in þessum dýrustu verðmæt- notið meiri skilnings erlendis en um þjóðarinnar. Sigurður Nor- hér heima. út á við hefir hann einmitt verið einn glæsilegasti fulltrúi íslenzkrar menningar, sem við höfum getað kosið okk- ur. Enn eitt vil eg nefna. Það eru dal kunni sér í þessum efnum hóf og átti dýpri sýn. En mörg- um þætti hann nú geta látið mál- efnin skörulegar til sín taka. f rauninni voru það aðeins þessi þrjú atriði, sem eg að ekki aðeins hin sögulegu efni, i Þessu sinni, á fimtugsafmæli menningararfurinn, sem Sigurð- ur hefir endurlífgað. Hinn nýi innlendi bókmentagróður hefir mætt skilningi og aðhlynningu hans (þó að á síðustu árum hafi það ekki eins komið fram opin- Have the Business POINT OF VIEW ? Dominion Business College students have the advantagi of individual guidance in the all-important factors of business personality, conduct, and approach. No matter how thoroughly you know the details of office work, you must be able to sell your services, and this is now just as much a part of Dominion training as Shorthand, Typewriting, Bookkeeping, or any of the other courses in which Dominion leader- ship has been recognized for over twenty-five years. Business is better! Employment is increasing! Prepare for it. DOMINION BUSINESS COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. James, St. John’s Sigurðar Nordal, vildi drepa á: hæfileika hans til að kveikja líf og skilning í íslenzka bókmenta- sögu, mikilhæfa starfsemi hans fyrir íslenzka menningu út á við, og heilbrigð og djúp áhrif hans á nútímabókmentir fslendinga. fHvert einstakt atriði er mikil- vægt, öll til samans eru þau frægt afrek, sem skipar Sigurði Nordal á bekk með áhrifamestu stórmennum í menningarsögu ís- lendinga fyr og síðar. í vörzl- um slíkra manna er íslenzkum þjóðararfi vel borgið. Megi Sig- urðar Nordal sem lengst njóta við.—Rauðir Pennar. Nýársvísa Nýárs fagur röðull roðar, Risinn upp frá köldum sæ. Öllum frið og frelsi boðar, Færir ljós í sérhvern bæ. Tendrar von í bragna brjósti, Betri tíðir komi senn. Þegar hættir hríðar-gjósti Hlýja tekur vorblæ enn. -Kveðið á nýári 1937. Til Séra E. J. Melan Fórnaðu þinni fræðigrein Frelsi og líf að glæða. Sú er leiðin aðeins ein Upp til sigurhæða. M. E. A. Einvaldinn í Venezuela var að- eins hershöfðingi. Hann lét út- nefna sig í þá stöðu til þess að geta látið stjórnarskrána og lýð- stjórnarfyrirkomulagið haldast óbreytt í orði, þó hann bryti al- gerlega í bága við hvorttveggja í framkvæmdum. Stjórn hans var í fæstu frá- brugðin venjulegum einræðis- stjórnum, en átti þó líka sér- einkenni. Gomez var ekki gædd- ur þeim hæfileikum að geta kall- ast “faðir þjóðarinnar” í þeirri merkingu, sem tíðkast nú á dög- um; hann bar meiri keim af hin- um gömlu, austurlenzku þjóð- höfðingjum. Það stóð ótti af honum, einkum vegna fjöllyndis hans í kvennamálum. Ef hann af tilviljun hitti kvenmann, sem féll honum vel í geð, gekk hann sigurviss til verka og það leið ekki á löngu, þangað til hann hafði náð hinu nýja herfangi í svefnherbergi, er samkvæmt fyr- irskipan hans, hafði verið búið út í skyndi. Einu sinni skorti Castro, þá- verandi forseta, vistir handa hernum og gaf hann því fyrir- skipun um, að þær skyldu sóttar til Andersfjallanna, þar sem kornið vex og búfénaðurinn gengur sjálfala í 4000 m. hæð. Leiðangurinn varð að sækja fram eftir hinum grýttu vegum, sem höfðu verið lítilsháttar ruddir á tímum frelsisstríðsins. Nokkrir þreytulegir bændur gengu í fararbroddi og vísuðu veginn. Fyrirliði þeirra var lág- vaxinn og vöðvamikill maður, er sýndi mikinn dugnað í þessari torsóttu ferð. Þegar leiðangurinn kom aftur niður á slétturnar, var hann orð- inn her og lágvaxni fyrirliðinn hafði látið útnefna sig til hers- höfðingja. Stjórnin var neydd til að semja. Á þennan hátt komst Juan Vicente Gomez í stjórnina. Hann vann sér traust Castro forseta og hagnaðist á því. Þegar sjúkleiki Castros óx og hann þurfti að fara til Evrópu og leita sér lækninga, gerði hann Gomez að umboðsmanni sínum. Það hlutverk leysti Gomez á margan hátt vel af hendi. En þegar Castro kom aftur úr Evrópu- ferðalaginu og ætlaði að stíga á land, fékk hann þá tilkynningu, að honum hefði verið vikið frá völdum, eignir hans gerðar upp- tækar og hann dæmdur til æfi- langrar útlegðar. Gomez leitaðist við að treysta vinsældir sínar meðal fólksins, sem enn tignaði hinn mikla Castro. Þar sem honum var ó- kunnugt um aldur sinn og upp- haf, fanst honum heppilegt að velja sér sama fæðingardag og þjóðhetjan Simon Bolivar hafði átt. Það hafði líka þann kost að spara einn þjóðhátíðardag. Fyrir fólk, sem er sterktrúað á hindurvitni og ósýnilega hand- leiðslu, gat það líka skoðast sem sönnun þess, að hin himnesku máttarvöld hefðu ætlað Gomez svipað hlutverk og Simon Boli- var! Eftir að hafa komið þessu í lag með fæðingardaginn gat Gomez haldið öruggur áfram að treysta völd sín. Og það reynd- ist tiltölulega auðvelt, þar sem öll blöðin urðu að fylgja stjórninni að málum, allar opinberar og arð- gefandi stöður í landinu voru skipaðar vinum og vandamönn- um einvaldans, og allir þeir fjandmenn, sem nokkuð þurfti að óttast ,voru geymdir í hinum myrku ríkisfangelsum í Puerto Cabellas! Af þeim andstæðingum Gom- ezar, sem nokkuð létu á sér bera, höfðu stúdentar hæst um sig. En skraf þeirra var brátt þaggað niður. Eftir einn fund, þar sem talað var óþarflega mikið um frelsi, voru helstu forsprakkarn- ir reknir frá háskólanum og þeir dæmdir til nokkurra ára hegn- ingarvinnu. Svo einkennilega vildi til, að þeir urðu fyrst að starfa að lagningu vegar, sem lá til sumarbústaðar Gomezar. Nokkru seinna reyndu aðrir mótstöðumenn Gomezar að koma á byltingu, en flugher stjórnar- innar kom þeirri tilraun fyrir kattarnef. Reyndar hafði flug- herinn ekki nema fjórum úrelt- um flugvélum á að skipa, en meira þurfti heldur ekki. — Upp- reistarforingjarnir yoru hand- samaðir og nokkrir tugir af lærð- um mönnum og rithöfundum fylgdust með þeim í fangelsin. Að sama skapi og völd Gomez- ar urðu traustari, óx líka ríki- dæmi hans. f slíku landi þykir það heldur enginn ósiður, þó nokkur hagnaður fylgi hinni miklu ábyrgð valdhafanna. Fá tækt þykir það heldur enginn ó- siður, þó nokkur hagnaður fylgi hinni miklu ábyrgð valdhafanna. Fátækt þykir ekki dygð og mað- ur misvirðir ekki valdhafanna, þó hann hagnist, ef hann gerir Iíka landið ríkt. Árið 1922 ver helzta olíufélag- ið búið í lengri tíma að leita eftir olíulindum í Maracaibo-héraðinu, án nokkurs teljandi árangurs. Menn töldu orðið vonlaust um olíu þar og hlutabréf félagsins jhöfðu fallið úr einu sterlings- pundi niður í einn shillings. Þá gerðist sá atburður snemma morguns einn dag í desember- mánuði, að voldug sprenging, sem hafði í för með sér dauða margra manna, varð í einni leit- arholunni. f níu sólarhringa streymdi olían látlaust upp á yfirborðið, flóði yfir nærliggj- andi akra og bæi og drekti 10 indíánum, sem voru ekki nógu fljótir að forða sér. Það var nauðsynlegt að hlaða stóra varn- argarða til þess að missa ekki þessi fljótandi auðæfi úr greip- um sér. Á fáum dögum hafði verð á hlutabréfum félagsins tí- faldast. Venezuela var orðin rík og er nú eitt helzta olíufram- leiðsluland heimsins. Ríkið fékk vist árlegt afgjald fyrir námu- réttindi olíufélagsins, og þetta afgjald hefir gert það mögulegt, að Venezuela er nú eitt þeirra fáu ríkja, þar sem eru sama og engir skattar. Auðvitað þakkaði Gomez það stjórnvizku sinni, og hverjum gat þá fundist það álasvert, þó hann hefði sjálfur hlotið af þessu nokkurn ágóða. Þegar Gomez lézt, var hann orðinn ríkasti maður Venezuela og mestan auð sinn hafði h'ann fengið frá olíufélögunum. Gomez lærði aldrei að lesa né skrifa. Hann vildi þó ekki að það yrði alment kunnugt meðal þjóðarinnar og því lét hann þann orðróm breiðast út, að hann not- aði ákveðinn tíma á hverjum morgni “til að fara í gegnum blöðin”. Hann hafði sitt eigið kvik- myndahús og sótti það á hverju kvöldi alt árið í kring. Síðari hluta dagsins eyddi hann, um- kringdur af varðmönnum og þjónustuliði, í Bolivar-klúbbnum svokallaða, helztu miðstöð skemtilífsins í höfuðborginni. — Tók hann sér jafnan sæti ásamt fylgdarliði sínu öðrumegin í danssalnum, en kvenfólkið, sem fyr var komið og klætt var glæsilegum búningum, var Iátið setjast gegnt honum. öðruhvoru gaf hann bendingar og ung stúlka með feimnisroða í kinn- um var leidd fyrir hásæti hans. Margt stórmenna, sem áttu við hann erindi, heimsóttu hann í klúbbinn. Ef erindið þótti nokkuð vandasamt, var svarið altaf á sömu leið: “Komið aftur”. Magrir fengu þetta svar oft og ekki aðra úrlausn. En ekkert af því, sem hér hef- ir verið talið, gerir Gomez sér- staklega frábrugðinn öðrum ein- völdum. Það, sem gerir hann einstakan í sinni röð, og senni- lega heldur nafni hans lengst á lofti, er hinn mikli barnafjöldi, sem hann lét eftir sig. Alls er vitað um 114 börn, sem öll sann- indi mæla með að séu afkvæmi Gomezar. Sjálfur hefir hann að vísu ekki viljað kannast við nema 75. En þeim hefir hann líka reynst ágætur faðir, útvegað þeim góðar stöður eða sæmt þau konunglegum arfi.—N. Dagbl. Skáldin Skáldin fljóðum skemta fróð, skerpa móð í sinni; þeirra ljóða listin góð lifi, í þjóða minni. Kveðið undir prédikun Bröltir áfram blaðalaus, brauð svo fylli garnir. Aftantil í heimskum haus hringla bókstafs kvarnir. M. E. A. Frægðin kemur ekki til þeirra, sem hvíla á koddum eða liggja undir sóitjaldi. Dante Drewrys STANDARD LAGER Phone 96 361 The DREWRYS LIMITED REDWOOD and MAIN STS WINNIPEG r

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.