Heimskringla - 27.01.1937, Síða 3

Heimskringla - 27.01.1937, Síða 3
WINNIPEG, 27. JANOAR 1937 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA K. N. eftir Sigurð Nordal Margir leggja á leiðin sín legstein þyngri og meiri; en ef týnist þúfan þín, þá verður hljótt um fleiri. (Þorst. Erlingsson) Nú er nýlátinn í Ameríku mað- ur, sem flestallir stálpaðir ís- lendingar beggja megin hafsins munu kannast við, og helzt undir gælunafninu Káinn. Réttu nafni hét hann Kristján Níels (og var síðara nafnið nafn afabróður hans, Níelsar skálda Jónssonar) og var Jónsson. En þegar hann kom til Vesturheims, var bróðir hans Jón Júlíus Jónsson kominn þangað á undan honum og hafði tekið síðara skírnarnafn sitt að ættarnafni, og festist það líka við þau systkini háns, sem síðar komu vestur, þar á meðal Kristj- án. Skrifaði hann nafn sitt eftir það K. N. Júlíus, en var löngum nefndur K. N., sem í framburði varð Káinn. Kristján fæddist á Akureyri 7. apríl 1860 og hafði dvalið vestra 58 ár, er hann lézt á 77. aldursári, og aldrei komið til ís- lands síðan hann hvarf þaðan 18 ára gamall. Landar hans i Ameríku buðu honum að taka hann með heim á alþingishátíð- ina 1930, en K. N. kaus heldur að “heiðra landið með fjarveru sinni”, eins og hann komst að orði. En í raun og veru mun hann þá hafa talið sig of gaml- an og farinn til slíkrar langferð- ar, og meðan hann var á léttara skeiði átti hann þess ekki kost að fara dýrar skemtiferðir. Því að ekki sótti hann gull í greipar hins nýja lands. Hann var alla daga félaus maður og vann hjá öðrum, hvað sem fyrir kom. — Háskólakennari einn úr Banda- ríkjunum, sem fór um íslend- ingabygðir fyrir nokkrum árum, sagði mér frá því, að tvo menn hefði sig langað mest til að hitta þar, skáldin Kristján N. Júlíus og Guttorm J. Guttormsson. — Hefði hann heimsótt þá báða og sótt eins að báðum, að þeir hefði verið í fjósinu. Þótti honum einkennilega búið að þessum and- ans mönnum. Eg brá á gaman við hann og sagði, að frá því að Oddur Gottskálksson hefði þýtt Nýja testamentið í fjósinu í Skálholti, hefði íslendingar mikla trú á þeim andlega krafti, sem væri í grend við kýrnar, þangað hefði börn verið send til þess að brjóta fræði Lúters til mergjar og efalaust mundi sjálf- ur Stephan G. hafa fengið marga vitrun við fjósaverkin. Kviðlingar Káins bera það með sér, að margt hefir hann sýslað við kýr og “pigga”. Einu sinni kom trúboði nokkur ís- lenzkur á Mountain og gekk bæ frá bæ að telja um fyrir mönn- um. Káinn var þá, sem oftar, fyrirvinna hjá ekkju einrti, og þegar trúboðinn kom á bæinn og spurði um “húsbóndann”, var honum vísað í fjósið. Káinn var þá að moka flórinn. Trúboðinn flutti honum boðskap sinn af mikilli andagift, en Káinn leit ekki upp úr mokstrinum og mælti ekki orð. Loksins leiddist trúboðanum þófið og heimtaði af Káinn, að hann gerði honum grein fyrir trú sinni, úr því að hann daufheyrðist svo við hinu nýja fagnaðarerindi. Þá rétti Káinn úr sér, studdist fram á rekuna og mælti þessa vísu af munni fram með miklum alvöru- svip: Kýrrassa tók eg trú, traust hefur reynzt mér sú* f flórnum því fæ eg að standa fyrir náð heilags anda. * Annað vlsuorðið hefi eg heyrt haft á ýmsa vegu, en vísan er ekki í Kviðlingum K. N. — Arið 1859 kom út á Akureyri bæklingur, sem hét “Leiðarvísir til að þekkja einkenni á mjólkurkúm”, en var manna á milli kallaður “Kýrrassabókin” vegna myndanna, sem í honum voru. Hefir K. N. sjálfsagt haft þetta nafn kvers- ins í huga, þegar hann orti visuna. Er þess ekki getið, að meira yrði af trúboðinu í það sinn. En þó að störf Káins væri hversdagsleg og hagur hans ó- rífur, gat engum dulist, sem hitti hann, að þar var höfðingsmaður á ferð. Hann var mikill maður á velli, fríður sýnum, djarfmann- legur og gáfulegur yfirlitum. — Hvar sem hann kom, einkum ef vín var á skálum, var hann hrok- ur alls fagnaðar, fór þar saman fyndni hans og gamansemi, mentun og frjálslyndi. Hann var vel lesinn í íslenzkum bókment.- um og talsvert í enskum og fylgdist með öllu því, sem gerð- ist bæði hér heima og meðal landa vestra. En hann stóð altaf á sjónarhæð yfir öllum deilum og þrasi, sem geisuðu meðal landa, lét aldrei augnablökur neins flokks takmarka skyggni sína né •klíkubönd fjötra dómgreind og hugsun. Hann sá of skýrt til þess að villast á tómum vöru- merkjum, eins og kemur fram í hinni nafnkunnu vísu hans: Þetta er ekki þjóðrækni og þaðan af síður guðrækni, heldur íslenzk heiftrækni og helvítis bölvuð langrækni. Það var þessvegna altaf hress- andi andrúmsloft í kringum Káinn, enda varð honum gott til vina. Hann átti sömu vinsæld- um að fagna í nágrenni sínu og hvar sem hann annars fór. — Hann var svo heppin að taka ekki upp mikið rúm í þjóðfélag- inu, þurfti við engan að keppa 'og á engan að byggja, og hann hefir eflaust eftir megni viljað öllum gott eitt gera. Káinn prestur enginn er og engum meiri, hann er verstur sjálfum sér, og svo eru fleiri. En að hverju leyti var þá Ká- inn verstur sjálfum sér? Hann 1 sagði mér sjálfur þá sögu, að gömul kunningjakona sín, bind- indisforkur mikill, hefði einu . sinni reynt að fá sig til að iðrast liðins lífs, þó að hún teldi litla von um afturhvarf. Hún sagði við hann eitthvað á þessa leið: “Mikið er að hugsa nú til þín, Kristján minn. Þú ert kominn á gamals aldur, og þér hefir aldrei orðið neitt við hendur fast. Þú átt hvorki hús, heimili, konu né börn og verður að hýrast hjá vandalausum í ellinni, og alt er þetta bannsettum drykkjuskapn- um að kenna. Því að það get eg sagt þér, Kristján, að eg man svo langt, að þegar þú varst ungur, varstu bæði laglegur, fjörugur og gáfaður, og það mundi mörg stúlkan hafa verið til með að eiga þig, ef Bakkus hefði ekki verið öðrumegin”. Þá svaraði K. N.: Gamli Bakkus gaf mér smakka gæðin beztu öl og vín, og honum á eg það að þakka, að þú ert ekki konan mín! Ekki má samt gera sér of háar hugmyndir um drykkjuskap Ká- ins, þó að hann yrki um fátt annað eins mikið. Það getur vel verið að hann hefði oft feginn viljað drekka meira en hann gerði, ef tími og peningar hefðu ’leyft. En féð var af skornum skamti, og K. N. vann alt af heið- arlega fyrir sér, svo að hann gat ekki skvett í sig nema við og við. Og óskertum hélt hann líkams og sálarkröftum þess vegna til góðrar elli. Hitt er annað mál, að honum var tamara að leggja smáskildinga sína í “bar” en banka; hann segist ekki hafa elskað auðinn og vera fremur í ætt við (glataða) soninn en hinn ríka mann. Sannleikurinn er sá, að hann hefir, eins og gengur, valið sér lífsstefnu að nokkru leyti samkvæmt upplagi sínu, en atvik og örlög ráðið sumu. Hitt er vandséð, hvort hann hefði orðið sjálfum sér og öðrum til meira gagns og gleði, þó að hann hefði verið samhaldssamari og haldið sér þurrbrjósta. Hann er nú fluttur héðan með svipað- an farangur og við förum allir með í seinustu langferðina. — Skildingarnir, sem hann vann fyrir með höndum sínum, hafa lent í bankanum, þó að hann legði þá þar ekki inn sjálfur. — Jörðina, sem hann hefði getað eignast, á einhver annar. Heim- urinn er með öðrum orðum hér um bil jafnríkur eftir sem áður. þó að K. N. dæi snauður. Ekki skilur hann eftir neitt skyldulið á húsgangi, því að hann var alla æfi einhleypur. Og Bandaríkja- menn virðast nú sem stendur vera fullmargir, þó að hann fjölgaði þeim ekki. Ánægja sú, sem hann hefði haft af húsi, heimili, konu og börnum, akri, fénaði og öðrum slíkum gæðum. hefði líklega verið blandin, því að hann kunni því í bezta lagi, að vera lausbeizlaður. Og þessum fátæka lausamanni lánaðist að láta eftir sig verðmæti, Sem hann hafði sjálfur skapað og stóðu í nánu sambandi við lífs- kjör hans, eins og þau voru: vísur sínar og kviðlinga. 0. s. frv. Hláturinn er vakinn með því að skeyta því óvænta við hið gamalkunna, láta málið hlaupa út uandan sér. Og því einfaldari sem meðölin eru, því minnisstæðari verður niðurstað- an. En þó að þessar alkunnu vísur sé hér teknar til dæmis, þá leikur K. N. á miklu fleiri og fjölbreyttari strengi, eins og ljóst kemur fram, þó að ekki sé farið út yfir þær fáu vísur, sem tilfærðar eru í korni. Tvent er það, sem gerir oft grundvöllur nýrrar og betri kvæðabókar. Mörgu verður að safna saman úr blöðum og jafn- vel af vörum manna, bæði vís- um, sem hvergi eru skrifaðar né prentaðar, og skýringum við þær. En óskandi væri, að þetta yrði j?ert, áður en of margt af- bakast og gleymist. Ekki svo að skilja, að alt þurfi að prenta, sem hönd á festir. Til þess voru K. N. of mislagðar hendur. En þessu greinar- ÉTott úrval kviðlinga hans með hæfilegum skýringum yrði kver, sem ná mundi miklum vinsæld- .... * .,. , ____ v XT um og ekki gleymast fljótlega. erfitt að njota kviðlinga K. N., , x ,. ,6 . , . , . .* . * — Það mundi geyma mynd af eins og þeir hafa verið prentað- , . . y x , , merkilegum manni, og það væri Annað er enskan, sem hann 6 ’ B y annaðhvort hrein ír. blandar inn í eða eins og landar vestra hafa * , - , , . byggjanna vestan hafs. Og það ð hana í hendi ser, t. d.: _____.... , , , - , , ekki lítil heimild um þátt úr menningarsögu íslenzku frum- lagað Kristján N. Júlíus varð nafn- kunnur maður fyrir aðeins einn hlut, fyndni sína og gaman. — Flestir fara ósjálfrátt að brosa, þegar K. N. er nefndur. Að vísu var hann ekki allur þar sem hann var séður. Maðurinn var bæði stórbrotinn og viðkvæmur. Eins og margir aðrir íslendingar vestan hafs bjó hann yfir ýmis- konar söknuði og vonbrigðum. — Efalaust hefir framur fátt af draumum hans og vonum frá æskuárunum rætzt: Aldrei sóast auður minn; — átti nóg af vonum, þeim hef eg lógað, lagt þær inn — og lifi á “prósentonum”. Oft hefir honum sjálfum fund- ist, að honum hefði átt að verða eitthvað annað og meira úr hæfi- leikum sínum. Og ísland var honum alla daga ríkt í huga, þó að hann hafi fátt um það kveðið: Kæra foldin kennd við snjó, hvað eg feginn yrði, mætti holdið hvíla í ró heima í Eyjafirði. Hann dregur heldur ekki fjöð- ur yfir það í kviðlingum sínum, að hann uni lífinu misjafnlega, og stunduni gægist þunglyndið átakanlega fram: órór sveimar andi minn upp til reginfjalla; takið þið mig í útlegð inn, Eyvindur og Halla. Samt verða það ekki þung- lyndisstökur E. N., ádeilur né umkvartanir, sem lifa lengst, þó að margt af þeim sé vel sagt. f því efni á hann nóga keppinauta. En þegar hann slær yfir í hálf- kæring og þó einkanlega græsku- laust gaman, má viðurkenna, að ummæli hans um sjálfan sig sé réttmæt: Oft og tíðum yrki eg öðruvísi en hinir. Fyndni hans verður bezt lýst með því að minna á einstök vísu- orð og stökur, sem heita má, að komist hafi á almennings varir: Sælla er að gefa en þiggja — á kjaftinn. Um manninn, sem gifti eina af níu heimasætum: Nú á Guðni eftir aðeins átta dætur; sá hefur nóg sér nægja lætur. Um sambúð fátækra hjóna, þar sem maðurinn var “poor en konan “flott”: Þau höfðu hvorki þurt né vott, þau höfðu bara hátt. en heyra börnin bölva og ragna “bítur” andskotann. Enska orðið “beat”: slá, sigra, ganga fram af, — hefir runnið saman við íslenzka orðið bíta. Hitt er það, að fjöldi af vísum hans þarf talsverðra skýringa við, til þess að menn skilji þær og meti. Eg skal taka til dæmis vísurnar til Valda Gíslasonar (Kviðlingar, 117), sem bæði standa formálalausar og aflag- aðar í bókinni. Eg fer þar eftir frásögn Dr. Rögnvalds Péturs- sonar, sem er allra manna fróð- astur um kveðskap K. N., eins og flest annað úr lífi og sögu landa vestra. “Valdi” hafði haft með sér heiman af íslandi ríkisdal forn- an, sem honum þótti mikil ger- semi og var vanur að sýna kunn- ingjum sínum. Einu sinni var K. N. þyrstur og í fjárþroti. Fer hann þá til Valda og segir hon- um, að “Enskir” hafi frétt um dalinn og langi mikið til þess að sjá slíkan grip. Valdi gekst upp við lofið um dalinn og lánaði K. N. hann til þess að sýna Ensk- um. En K. N. veðsetti dalinn veitingamanni írskum, er O’Hare hét, og drakk út á hann eins mikið af bjór og fáanlegt var. Nú fór Valda að lengja eftir dalnum, en K. N. hafði ekki efni að leysa hann út og hafði Valda altaf af sér með vífilengj- um, þangað til Valdi fluttist úr bygðinni. Samt gat Valdi ekki gleymt dalnum og bað nú merk- ismann einn, sem leið átti urn Mountain, að ganga svo fast að K. N., að hann ætti ekkert und- anfæri. Nú voru góð ráð dýr fyrir K. N., því að Phil O’Hare var látinn og ekki kostur að finna, hvað af dalnum hafði orð- ið, þó að skildingar hefðu verið til að leysa hann út, sem vafa- samt er. En K. N. afhenti um- boðsmanni Valda að skilnaði for- siglað bréf, og þegar Valdi opn- aði bréfið, var þar enginn dalur, heldur þessar vísur: Mér og þér til mótlætis, mennt og kurt frá snúinn, Phil O’Hare til helvítis úr heiminum er flúinn. En — ef þú þreyir þangað til þrýtur líf og kraftur, þá geturðu fundið Phil og fengið dalinn aftur. Mun Valdi hafa haft svo gam- an af vísunum, þar sem honum á jafnfínan og hógværan hátt var vísað norður og niður, að honum hafi þótt dalurinn að fullu bættur. K. N. gerði stökur sínar og smákvæði sjálfum sér til hugar- hægðar og kunningjum sínum til gamans og ætlaðist lengi vel ekki til að neitt af þeim kæmist á prent, og sízt í bókarformi. — Margt mun hann aldrei hafa skrifað. Kviðlingar hans (Win- nipeg, 1920) voru gefnir út að tilhlutun vina hans og fyrir í- trekaðar áskoranir. Þeirri út- gáfu er að ýmsu leyti áfátt, og auk þess hefir K. N. ort margt vel síðan. En ekki er þess að vænta, að hann hafi látið eftir sig handrit, sem væri nægur er erfitt að hugsa sér, að íslend- ingar hætti að hafa gaman af beztu stökum K. N. meðan tung- jan helzt' nokkurn veginn óbrjál- !uð.—Dvöl. ÍSLANDS-FRÉTTIR Mesta prýði sveitarinnar horfin! Fróðárvatn á Snæfellsnesi þornaði upp seint í nóvember sem leið. Séra Magnús Guðmundsson, fréttaritari í ólafsvík, lýsir þeim atburði í bréfi því, sem hér fer á eftir: Það þóttu mikil tíðindi hér um slóðir að óveðursnóttina miklu 18.—19. nóv. braut sjórinn stórt skarð í Fróðárrif, rétt vestan- vert við Haukabrekkuhöfða, svo nú er þar stór ós til sjávar úr Fróðárvatni. Mesta prýði sveitarinnar, — Innri Fróðárvaðall, en svo er vatnið venjulega nefnt, er nú al- veg horfið, nema um stór- straumsflóð, en sjór fyllir gamla vatnsstæðið. Um f jörur er vatnið þurt. Nú fellur Fróðá til sjávar gegnum þenna nýja ós, en ekki gegnum Gugsós, eins og áður. Þessi sýi ós er ófær, hema um stærstu stórstraumsfjörur, svo leiðin eftir Fróðárrifi, sem var bezta og styzta leið milli Fróð- árhrepps og ólafsvíkur er nú ó- fær að heita má. Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Blrgölr: Henry Ave. Eaat Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA Mitt er orðið andans fjör, Einna líkast draumi. < Eg hefi lífsins yfir braut, öslað frjáls og sinnisglaður; Aldrei verið andlegt naut, En altaf reynt að vera maður. Frjáls í anda, frjáls í trú; Fært það skal í letur: Áttatíu ára nú, Eru sjö þó betur. 87 ára 30. okt. 1936 Á ýmsu sýnast ellimörk fsar vötnin klæða, Hrímguð laufin hanga á björk, Haustsins vindar næða. Drottinn ykkar blessi börn Á brautum lífsins hálum, Hann sé þeirra hjálp og vörn f hverskyns vandamálum. 2. Sviðasárin Sáir kvíða í sinni mér Seinkar blíðu-tíða Kæra lýði kveður hér Kvendið íðil fríða. Þegar engin hringa-hrund Halnum styttir vöku, Til að kæta kalda lund Klambra eg saman stöku. Hvar eg fer um bygð og ból Brosir til mín engin, Nú er minnar sálar sól Svásleg undir gengin. Mætust svanna sýndist hún Sem eg fann á vegi; En örlaganna ramma rún Ráða kann eg eigi. (í marz 1935) Til stúlku önnu vizkan ljóma ljær Ljóst er hár en bjartur vangi I fornsögum er þess getið, að j Augun blika íðilskær Fróðá hafi runnið til sjávar þar Eins og stjarna í blíðheims fangi. sem þessi nýi ós er. Eftir því, j sem eg hefi komist næst, mun Hana leiði lausnarinn, gamli Fróðárós hafa stíflast ár- j Lífsins yfir þrönga veginn ið 1838 eða 1839. Hefir áin þáiVériidi gæfa og velsæminn tekið sér framrás í Bugsós og Svo verði hún ekki á tálar dregin. hið fagra vatn myndast. En nú eftir tæp hundrað ár fellur hún í sinn forna farveg.—Mbl. * * » Nýlega var stofnað skíða og skautafélag í Norðfirði, fyrir forgöngu Þórðar Einarssonar framkvæmdastjóra og Kristins ólafssonar bæjarfógeta. Stofn- endur voru 36, en nú eru félags- menn 50. — Mbl. Vf SUR eftir Magnús E. Anderson 1. Ellimörkin Minn hefir áfram æfi-knör Ýzt í tímans straumi. Manvísa Silkibanda körmtin kær, Kveikir andans loga, Líkt og andi unaðsblær Yfir sand og voga. Mikley séð úr fjarlægð Áframhaldið eigi dvín, alheimsvaldi hlýtum; nú er aldin eyjan mín orpin faldi hvítum. Við sérstakt tækifæri Mannsins ekki mentaspor, munu geðjast konum. Hann fermdist upp á Faðirvor og fimm af Boðorðunum. Þegar þú notar MODERH MJOLK RJÓMA SMJÖR Þá notar þú það bezta sem til er. SfMI 201 101 MODERN DAIRIES --'-LIMITED— *

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.