Heimskringla - 27.01.1937, Side 4

Heimskringla - 27.01.1937, Side 4
4. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 27. JANÚAR 1937 lÉjctmsltrmgla (Stofnut ltit) Ktmur út t hnerjum miOvikudeoi. Elgendur: THK VTKING PRKSS LTD. 153 Of 115 Sargent Avenue, Winnipat Talsimia tt 517 TarS blaOslna er $3.00 irKanjrurlrm borflat fyrlrfram. Allar borganir sendlflt: the viking press ltd. ÖU TlOakifta bréí blaBinu aSlútandl leodM: Manager THM VIKINQ PRSSS LTD. 153 Sargent Ave., Winnigtg Ritstjóri BTKFAN KINARSSON Utanáskrift til rttetjórane: ÆDITOR HKIMSKRINOLA 151 Sargent Ave., Winntpag "EtömakrlnclA” U publUbad and printed by THM VIKlt/O PRMSM LTD. 113-155 Sargent Avenue, Winntpeg Moa Telepbone: M 137 WINNIPEG, 27. JANÚAR 1937 ÞJÓÐRÆKNISÞING Til ársþings Þjóðræknisfélagsins er boð- að á öðrum stað í þessu blaði. Eins og venja hefir verið, fer það fram síðustu vik- una af febrúar. Um það hvað þangað verður að sækja, fara menn nærri bæði af reynslu margra undanfarinna ára og því, sem á ný er lofað um það í þingboðinu. Það hefir ekkert þing verið háð, sem þeim, er þar hafa verið hefir ekki komið saman um, að ylað hafi og vermt beztu blómin sem gróa í brjóstum íslendinga. Og í því má segja í fám orðum verkefni ársþingsins fólgið og starf Þjóðræknisfélagsins. Ársþingið er talsvert mikilsverður þátt- ur í starfi Þjóðræknisfélagsins. Það er að minsta kosti þar, sem íslendingum víðs- vegar að gefst tækifæri að bera ráð sín saman um hvernig þjóðræknisstarfseminni skuli hagað svo að sem mestan árangur beri og æfast um leið, eða venjast á, að vinna saman eins og þeir, sem eignast hafa sameiginlegt mál að vinna fyrir og þar sem hver og einn nýtur styrks margra annara að. Sannast sagt er það íslendingum ekki óþörf lexía, því svo vel sem er um margt í fari þeirra, og þótt þeir séu í eðli sínu bæði velviljaðir og skynsamir, láta þeim ekki samþyktir sem bezt. — Þeir hafa sjaldan viljað allir eitt. — En þetta hefir ef til vill glegst komið fram hér vestra í afstöðu þeirra til þjóð- ræknismálsins og um leið afkáralegast, vegna þess, að skoðanamunurinn í því máli getur trauðla í öðru legið en starfsaðferð- um; það er ekki hægt að hugsa sér neinn íslending í insta eðli sínu á móti viðhaldi íslenzkrar tungu hversu mikill uppskapn- ingur sem væri að öðru l'eyti eða hið ytra. Það getur vel verið, að tilraunirnar að halda hér við íslenzku til langframa, verði til einskis. En árangurinn af starfi Þjóð- ræknisfélagsins er samt, hvað sem hver segir, óræku/ vottur um að miklu er hægt til leiðar að koma, með almennum og ein- huga samtökum. Hrundruð barna af ann- ari og þriðju kynslóð fsl. hér, hafa lært ís- lenzku fyrir aðgerðir og áhrif Þjóðræknis- félagsins. Og sá árangur væri miklu meiri en hann er, ef hægt væri að vekja íslend- inga alment til samvinnu við Þjóðræknis- félagið. Tilvera vor sem íslendinga fer beinlínis eftir þeirri samvinnu. Ef íslend- ingar hefðu ekkert félagslíf átt hér, hvorki kirkjur né blöð, góðtemplarastúkur eða önnur félög, væri hér ekki um neina ís- lenzku nú að ræða. Það er íslenzka félags- lífinu að þakka, að þeir halda nokkurn veginn enn málinu og að því leyti til sinn hóp, en eru ekki allir tvístraðir, horfnir, týndir. Með almennum samtökum, sem Þjóðræknisfélaginu, stöndum við enn al- veg eins að vígi og áður með að halda hóp- inn, ef okkur lærist að skilja mátt samtak- anna og verða allir eitt. Því er stundum hreyft hér, að eina ráð- ið til að fræða yngri íslendinga um ísland, sé að grípa til enskunnar og reyna þannig að halda hópinn, halda við félagsskap milli fslendinga í framtíð á ensku máli. Svo girnilegt sem mörgum kann að þykja þetta, teljum vér það alls ekki nægilegt. — Um leið og tungan glatast, er allur mögu- leiki horfinn til þess að fylgjast með í ís- lenzkum bókmentum. Og um leið er alt íslenzkt orðið fslendingum hér framandi. Það er tungan, sem hér verður að halda við. Það er hún sem er lykill að því sem íslenzkt er. Gleymist hún gleymist brátt alt annað. Þeir sem halda þessu fram, gera það auðvitað af sannfæringu og eftir beztu vitund. En það nær ekki fyrir því tilganginum, sem átt er við með viðhaldi þjóðernis vors hér vestra. Hugmyndin um “að kenna íslenzku á ensku”, er hörð undir tönnina, þó ekki vanti að nógu borg- inmannlega sé um hana talað, og verður svipuð fræðsla í íslenzku og um ísland í reyndinni, og það sem við erum frædd hér um Kína og Kínverja á ensku. Við yrðum með þeirri aðferð til viðhalds þjóðerninu um það jafngóðir íslendingar og við erum Kínverjar. En hvað sem öðu líður, vill Heimskringla hvetja þá sem þess eiga kost, að sækja árs- þing Þjóðræknisfélagsins og kynnast þar starfi þess og stefnu. — Málefnið er meira en. þess virði, að fslendingar skipi sér í fylkingu um það og veiti því allan þann stuðning, sem föng eru á. Með því einu móti, að málefninu sé sint, er von um góðan árangur, og því meiri, sem þeim fjölgar, er það gera. HVEITI Ekkert orð í málinu er eins oft á vörum manna, að minsta kosti í þessum lands- hluta, Vestur-Canada, og orðið hveiti. Það stendur á sama hverju vakið er máls á; hvort sem það er um veðrið, félagsmál, af- komu manna í heild, eða eitthvað annað, lýkur samtalinu iðulegast með því, að minnast á hveitið. “Verði góð hveitiupp- skera í ár, er öllu borgið”, segir ekki ein- ungis bóndinn, kornsalinn og iðnaðar-höld- urinn, heldur einnig búðarlokan, banka- sendillinn og meira að segja þeir, sem aldir eru upp á götum borganna, í alveg eins mik illi einlægni, og enda þótt þeir þekki ekki hveiti frá hrossapunti. En þetta er þrátt fyrir alt ekkert óeðli- legt. Hveitiræktin er eða hefir til skamms tíma verið ein stærsta framleiðslugrein Canada. Hún hefir reynst arðsöm mörg- um bóndanum þrátt fyrir þó honum hafi stundum fundist hann vera að fæða bæjar- búa á því fyrir ekkert. Og þeir sem sölu hveitis hafa annast, hafa stundum borið eitthvað úr býtum. Dæmum vér það af því hvað ötulir þeir eru að ná í viðskiftin og telja bændum trú um, að þeir kunni ekkert að þeim; þeir séu ofþreyttir á rölt- inu á eftir plógnum til þess að geta lært eða skilið nokkuð í þeim vísindum eða æðri lögmálum, sem hveitisalan er háð. En þrátt fyrir þá miklu gjöf forsjónar- innar, sem hveitiræktin er íbúum þessa lands og þótt hún veiti ekki einungis fleir- um beinlínis atvinnu og lífsuppeldi en nokk ur önnur framleiðslugrein landsins, og sé jafnvel blessun þeim, sem hveitibrauð éta á kostnað bóndans, er nú svo komið, að hveitiræktin er eitt mesta vandræðamál þjóðarinnar. Og vandræðin liggja ekki í því, eftir því sem sagt er, að ekki sé hægt að framleiða nægilega mikið hveiti, heldur hinu, að menn kunna ekki að fram- leiða nógu lítið! Það er auðvitað segin saga, að á nokkrum árum safnast oft fyr- ir óseldar birgðir og það er nú verið að benda bændum á að vinna minna en sofa meira. Á hitt er ekki minst, að á öðrum tímum árar ver og allar birgðirnar eru þá uppétnar eins og feitu kýrnar forðum. — Nú í ár er vafasamt, að hveitibirgðir heimsins séu svo miklar, að trygt megi kalla, ef illa skildi ára einu sinni eða tvisvar á næstu komandi fimm árum. — Hveitibirgðirnar eru ekki meiri en þetta í heiminum. Samt er verið að gera mönnum ókleift að stunda þennan atvinnu- veg, að færa sér framleiðslu-möguleikana sem fyrir hendi liggja í nyt, og eyðileggja þá, sem atvinnu sína eiga undir því komna, einungis vegna þess ,að látið er heita svo, sem of mikið sé framleitt. Það þótti engin hætta á ferðum heima á íslandi, þó bóndi fyrnti dálítið af heyjum sínum. Hvaða hættu gæti af því leitt, að fyrna ofurlítið af hveiti og vera þess óyggjandi á hverju sem gengi, að engin maður í heim- inum þyrfti að fara brauðs á mis? Ef enginn sæti nú á þessum síðustu og verstu tímum að hálfum hleif og höllu keri, væri ekki lúka af hveiti til í öllum heiminum. Birgðirnar af hveiti nú í heiminum, stafa að miklu leyti af því sama og birgð- ir af fatnaði og öðrum vörum, kaup- getuleysi almennings. Það væri líklegast ekkert of í lagt, að gera ráð fyrir, að 75% af íbúum hvaða þjóðar sem væri, þyrfti nýjan alklæðnað með og mundi kaupa hann, ef féð væri við hendina til þess. Það mundi ekki þurfa að kvarta undan birgð- unum fyrst um sinn, ef svo væri. En verkamaðurinn fær ekki nóg fyrir vinnu sína til þess að kaupa Sér föt eftir þörfum fötin sem hann hefir sjálfur búið til, og bóndinn ekki heldur nóg fyrir hveiti sitt til þess að geta veitt sér það sem hann þarf til heimilisins. Með þetta sem hér hefir verið minst á í huga, verður fróðlegt að sjá skýrsluna, sem nefndin í kornsölumáli þessa lands leggur fram, þegar hún hefir lokið rann- sókn sinni. Sveit manna undir forustu Turgeon ilómara hefir starfað, sem kunn- ugt er, í fleiri mánuði að því, að athuga hvernig hægt sé að koma á farsælla skipu- lagi en því, sem nú ríkir og afleiðingarnar eru svipaðar af og minst er á hér að ofan, í kornsölu landsins. Það er vonandi, að sú rannsókn reynist eitthvað annað og meira en tómst kák; af því er meira en nóg kom- ið hjá Kingstjórninni. En því miður veit maður ekki hvað um rannsókn þessa á að halda. Þegar verið var nýlega að yfir- heyra einn kornsalan hér, Sidney T. Smith, gaf hann til kynna að það væru þrír menn, sem hefðu í sínum höndum helming korn- sölu landsins eða vel það. Félög þeirra eru starfandi í Winnipeg, sem annar staðar, því þetta er alþjóða félag. En þegar spurt var um, hvort nokkrir fulltrúar þessara yfirhöfðingja konsölunnar yrðu yfirheyrð- ir af rannsóknarnefndinni, var sagt, að nöfn þeirra væru ekki á skránni með þeim, sem Kingstjórnin hefði skipað fyrir um að yfirheyra. Svo það er nú það. Þessi þrjú voldugu félög “The Big Three”, serp þau eru kölluð ,eru Louis Dreyfus & Co., The Bunge Corporation og Continental Grain Co. Jafnframt korn- sölunni stunda þau einnig bankarekstur. Þau lána bændum í Argentínu fé á móti veði í uppskeru þeirra, sem gefur þeim kló- festu í bráðinni, uppskerunni. Þau græða því bæði á kornsölu og bankarekstri, eftir því sem Mr. Smith gaf í skyn, og eru öfunduð af því af öðrum kornsölum. Annað sem mjög hefir borið á í fram- burði vitna við rannsóknina, er það, að Hveitisamleg Canada hafi kollvarpað hveitisölunni. Auðvitað er þetta vitnis- burður kornsala. Hveitisamlagið er nú að vísu komið í mask og rís tæplega af sjálf- dáðum, eða án aðstoðar stjórnarinnar aft- ur á legg, svo kornsalar þurfa ekki að ótt- ast það. Og Kingstjórnin er ekki líkleg til að leggja það við brjóst sér. En áburð- ur þessi á Samlagið er, hvað sem öllu öðru líður, ekki sannur. Að Samlagið hafi haldið hveiti sínu óseldu til þess að okra á því, hefir ekki við rök að styðjast. Sam- lagið seldi hlutfallslega við hvert tækifæri eins mikið af sínu hveiti og meira en félög einstakra manna gerðu. Hversu voldugt sem Samlagið kann að hafa verið, áður en það lagðist á sjúkrabeðinn, eru þessvegna skakkaföll kornsölunnar því ekki neitt, öðr- um félögum fremur, að kenna. Og þó að úr áhrifum þess yrði nú dregið og það jafnvel afmáð af jörðinni, mundu meingallarnir á hveitisölunni verða hinir sömu og ekki minni eftir en áður. Samkvæmt skýrslum frá Ottawa-stjórn- inni var fyrir skömmu á það bent að tap stjórnarinnar á afskiftum hveitisölunnar næmi 14 til 16 miljónum dala. En sam- tímis var á það bent, af W. Sanford Evans, að hér væri ekki og gæti ekki verið um loka-uppgerð reikninga að ræða, vegna þess, að stjórnin eða Samlagið hefðu enn talsvert hveiti á hendi óselt sem innkaup hefðu verið lág á, en sem útlit væri fyrir að seljast mundi á talsvert hærra verði en það var keypt á. Að stjórninni lá svo mik- ið á, að birta þetta, getur því ekki skoðast stafa af öðru en afstöðu hennar til Sam- laganna. Við hveitisölu rannsóknina hefir enn- fremur komið í ljós sterkur vilji hjá korn- sölum um að stjórnin haldi uppi geysimik- illi auglýsingastarfsemi erlendis fyrir canadiskt hveiti. Hafa hveitisalar á móti að gera þetta sjálfir vegna þess að þeir hafi eins mikinn hag af þessu, sem ekkert leggi í auglýsingakostnaðinn. — Er það bróðurlega mælt. Þessu lík eru nú ráðin, sem vitnin hafa látið Turgeon-nefndinni í té. Hvað nefnd- in gerir við þau eða hvort að hún getur nokkuð gott af þeim lært, er eftir að vita. Það fer nokkuð eftir brjóstviti hennar, ef hún er sér þá sjálf nokkurs ráðandi um það. Sem stendur, er naumast hægt að búast við neinni gerbyltingu í hveitisölu- málinu. Alt sem uppi hefir verið látið, fyrir rannsóknarnefndinni, virðist lúta að því og benda á, að þá sé helzt von ein- hverrar viðreisnar í hveitisölunni, ef henni sé þráðbeint og krókalaust spilað í hendur kornhallarinnar í Winnipeg, hvort sem það hefir verið tilgangurinn með hinni dýru rannsókn eða ekki. GREINAR UM ÍSLAND f desember heftinu af “The American Scandinavian Review”, ársfjórðungsriti Skandinava í Banadaríkjunum, eru tvær ritgerðir, er ísland snerta. Aðra þeirra skrifar prófessor Richard Beck um háskóla íslands. Fylgir henni mynd af fyrirhug- aðri háskólabyggingu, sem horn- steinninn var lagður að 1. des- ember 1936 (samanber frétt fyrir skömmu í Hkr.). En 17. júní á nýliðnu ári, voru 25 ár liðin frá stofnun háskólans; — hann var í fyrsta sinni settur á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar (17. júní) 1911. Getur greinar- höf. þessara sögulegu atriða há- skólans í fám orðum. Á þessum 25 árum, sem skólinn hefir starf- að, hafa 396 nemendur útskrif- ast (læknar prestar og-lögfræð- ingar). Áhuga telur Mr. Beck vera að vakna erlendis fyrir íslenzkri tungu, bókmentum og sögu og þykir sennilegt, að þeir tímar séu ekki mjög fjarri, að útlend- ingar sæki fróðleik sinn til þess- arar miðstöðvar Norrænna fræða, Háskóla íslands, og njóti um leið blíðveðurs íslenzkra sumra. Sú deild háskólans, sem. útlendum miðlaði þessum fræð- um, er í höndum Sigurðar pró- fessors Nordal og telur höfundur það á gott vita. Rector háskól- ans er Dr. Alexander Jóhannes- son, sem kunnugt er. Hin ritgerðin í tímaritinu, er um Geysi, er eftir tuttugu ára hvíld, byrjaði fyrir skömmu aft- ur að gjósa. Er tildrögum að því lýst. Ritgerðin fjallar einn- ig um hveri og hita-laugar og fer nokkrum orðum um notkun þeirra við hitun húsa, matsuðu, þvott o. s. frv. Mynd af góðu Geysisgosi fylgir greininni. íslnedingur skrifar grein þessa, er Thor Benedikz er nefndur. Hann er fæddur á fs- landi og gerir ritstjóri tímarits- ins þá grein fyrir honum að hann sé mentaður bæði heima og hér vestra. Hann á heima í Los Angeles, Cal. REFSIAÐFERÐIR Á RÚSSLANDI Eftir W. A. Vrooman Þýtt úr ‘The Christian Register.’ Enn sem komið er, er betra að búa í Bandaríkjunum en á Rúss- landi, einkanlega fyrir þá, sem hafa efni á að veita sér þægind- in og munuðinn, sem alt er fult af hér. Eg var reiðubúinn, og meira en það, að kannast við þessa staðreynd, þegar eg var búinn að vera mánuð á Rúss- landi. Þetta er ekki neitt furðu- legt, þegar þess er gætt, hversu skamt er síðan landið komst út úr ringulreið stríðsins og örbirgð hins gamla stjórnarfyrirkomu- lags. En það er þó ekki síður eftirtektarvert, hversu hröð framför þjóðarinnar hefir verið í öllum listum og vísindum hinn- ar efnislegu menningar. Hin fá- fróðasta og framfaraminsta þjóð Norðurálfunnar hefir tekið undraverðum framförum í efna- legri velgengni og í framsókn á vegi “lífs, frelsis og vellíðunnar”. Ókostir kommúnista stjórnar- innar, bæði raunverulegir og í- myndaðir, hafa vorið auglýstir með fjandsamlegri málafylgju; og fáfróðir föðurlandsvinir sjá “rautt”, ef nokkuð, sem hún ger- ir, er lofað. Harðstjórn og hörm- ungar márgra alda, sem knúðu örþjáð fólk til byltingar, eru gleymdar; og gleymt er því líka, að hver einasta bylting liðinna tíma, hvort heldur á Englandi, Frakklandi eða í Ameríku, hefir haft í för með sér ómannúðleg hryðjuverk og skerðingu ein- staklings frelsisins, þangað til að stjórnin hefir verið orðin föst í sessi. Rússneska byltingin er aðeins tuttugustu aldar útgáfa af byltingum liðinna alda, sem allar kenna, hver hætta fylgir langvarandi kúgun og féflett- ingu lýðsins. Vér trúum því að með lýðræðinu megi koma í veg fyrir þesskonar byltingu í Ame- ríku, og að kommúnisminn sé ekki bezta ráðið við vorum þjóð- félagsmeinum. En vér ættum ekki að vera svo heimskir og blindir, að neita því, að hann hafi fært hinum stríðandi lýð Rússlands nokkra bót. Maður verður hissa, þegar maður les hinar félagslegu stefnuskrár kristnu kirknanna, og veitir því eftirtekt, hversu margt af því, sem þær ráðleggja hefir komist í framkvæmd á Rússlandi. Með því er auðvitað ekki sagt, að kirkjurnar hafi að- hylst bolsévismann, heldur það, að Rússar hafa bæði vit og djörf- ung til þess að sýna í verki það, sem kirkjurnar hafa prédikað; enda þótt þeir hafi snúið baki við þeim trúarbrögðum, sem þeir hafa þekt. Þeir hafa hafn- að miðaldaguðfræði kristindóms- ins, en veitt viðtöku hinum fé- lagslegu kenningum hans, í nafni rökfastrar efnishyggju. Oss virðist ef til vill, að þeir séu ó- skynsamlega fordómafullir; en þeir hafa ekki einkaleyfi á for- dómum. f stefnuskrá félagsmáladeildar Únítarakirkjunnar t. d. les mað- ur þetta :“Orsakirnar til glæpa er að miklu leyti að finna í fé- lagslegum og fjárhagslegum göllum í umhverfinu”. — Þess- vegna halda kirkjurnar því líka fram, að það sé skylda þjóðfé- lagsins, að taka þetta til greina, þegar um meðferð fanga er að ræða, og að því beri að endur- menta þá, svo að þeir verði um- bættir menn og gagnlegir með- limir þjóðfélagsins. Þetta eru Rússar einmitt að gera, og það í þeim mæli, sem enn er ómögu- legur hér í Ameríku. Eg hefi heimsótt sum fangels- in og glæpamanna-nýlendurnar á Rússlandi, og eg er sammála Sherwood Eddy, þegar hann seg- ir: “f algerðri mótsögn við hina venjulegu vægðarlausu aðstöðu gagnvart pólitískum féndum er meðferð sovét-ríkjanna á glæpa- mönnum; og er hún að mörgu leyti hin mannúðlegasta, vís- indalegasta, sem til er í heimin- um. Sem merki um allar refsi- aðferðirnar má geta þess, að Rússar hafa hætt að nota orðið “fangelsi”, og tala í staðinn um “björgunarhús”, (house of re- demption). Glæpir, surlifnaður og drykkju skapur fara þverrandi undir hinu sovjetska fyrirkomulagi, meira en í nokkru öðru landi. Og aðal atriði fyrirkomulagsins eru fal- in í þessum orðum: — mentun með tilliti til iðnaðar og menn- ingar, betrandi vinna og hags- munalegt öryggi. Rúmið leyfir ekki að nánar sé út í þetta farið, en það er þess vert, að því sé náin athygli veitt. Og andann, sem ríkir í þessu fyrirkomulagi, má sjá í handbók þeirri, sem stjórnin fær fanga- vörðunum til leiðbeiningar, og úr henni tek eg eftirfarandi grein: . . .“Sovjet-stjórnin getur ekki litið á glæpamannin sem ó- vin, er þurfi að yfirbuga, né heldur sem syndara, sem koma verði í iðrunarástand með niður- lægjandi refsingum. . . . Til- gangur fangelsunar er ekki sá, að skapa fanganum sársauka, heldur að endur-menta hann. . . Það hefir sýnt sig hvað eftir annað, að menn hafa orðið að fordæmdum glæpamönnum bein- línis vegna þess að mentun þeirra hefir verið vanrækt, eða af því að þeir hafa fengið lélegt uppeldi, eða af því, að líf þeirra hefir verið erfitt og gleðisnautt. Fangaverðir ættu að koma fram sem eldri bræður slíkra manna. Þeir ættu ekki að nota gróf og móðgandi orð, heldur vera róleg- ir, ráðsettir og óhlutdrægir. — Fangar ættu ekki að bera hand- járn eða hlekki; þeir ættu ekki að vera sveltir eða einangraðir. Líkamlegar refsingar, í hvaða mynd sem er, eru bannaðar; og gæzlumenn, sem brjóta þessar reglur, ættu tafarlaust að vera afhentir yfirvöldunum til yfir- heyrslu”. Hæstaréttardómari Taft sagði einhverju sinni: “Meðferð glæpa- mála hér í landi er svívirðingar- blettur á menningunni”. Getum

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.