Heimskringla


Heimskringla - 27.01.1937, Qupperneq 5

Heimskringla - 27.01.1937, Qupperneq 5
WINNIPEG, 27. JANÚAR 1937 HEIMSKRINGLA 5. SlÐA vér ekkert lært af Rússlandi? Vér getum ekki búist við að kristna kommúnistana, nema því aðeins að vér getum að minsta kosti verið jafningjar þeirra 1 réttlæti og mannúð gagnvart þeim snauðu og ólánsömu. G. Á. FLEYGAR Frh. frá 1. bls. Kærleikur Jesú Krists var eins og heiðskír sumarhiminn. Kærleikur þessarar aldar er dul- klædd upphefð, sem í hjarta sínu lítur á þurfamanninn eins og óæðri veru. Eg treysti ekki kær- leik þínum,—en sýndu mér rétt- læti, og eg skal mæta þér á miðri leið. - V Væri prestsstaðan ekki at- vinnugrein, mundi almenningur svelta heilu hungri af guðsþjón- ustuleysi. V Jesús Kristur var allra manna lærðastur. Hann gekk á æðstu háskóla Austurlanda. V Ef fyrverandi Bretakonungur settist að á bújörð vestur í Al- berta og gengi á eftir plógnum eins og Leo Tolstoi, yrði hann dýrlingur alþýðu og hefði áhrif á mannfélagsmál. V Þegar líkaminn er dauður verður hann eftir í Canada. En eg fer til íslands, himnaríkis eða stjarnanna — eða guð veit hvurt. V Mér þykir vænt um Canada- skóginn. Hann hefir skýlt mér í næðingunum og sungið fyrir mig, þegar eg þráði íslenzk fjöll. V Ef guð er ekki á íslandi um Jónsmessuleytið, er hann ekki að finna á þessari jörðu. V Það fyrsta, sem eg bið guð um í öðru lífi, er, að láta Vnig ekki verða útlending í annað sinn. V Kynferðishvötin er varhuga- verð. Ef þú ekki fullnægir löng- un hennar, étur hún þig sjálfan að lokum. V Eg skal skifta atvinnu við bur- geis, sem er veikur af ofáti og ábyrgjast honum, að hann verð- ur mat sínum fegnastur í nýju vistinni — eins og Grettir forð- um — og hvíldinni sömuleiðis. V Á meðan verið var að messa á jóladaginn, var rabítur í boga með brotinn fót. V Að vera góður maður, er ekki flókin fræði. Sá einn er góður, sem ekki er ánægður fyr en öll- um líður vel. V Hugsjón er ekkert barnagling- ur, sem hægt er að leika sér að í tómstundum og á tyllidögum. — Hún krefst samstarfs huga og handar á örlaga þungum tíma- mótum. Sért þú ekki reiðubú- inn að fórna henni lífi, sál og sannfæring án persónulegra hagsmuna, verður hún aldrei þín. V “öreigar allra landa samein- ist,” er kjörorð róttækra um- bótamanna á íslandi. Vilja Vest- Ur-íslenzkir öreigar “rétta þeim mund um hafið hálft” og byggja þjóðernisbrú milli landanna á þeim stólpum? V Ef allar þær manneskjur, sem halda umbóta ræður innan fjögra veggja, hefðu hugdirfð til hess að mæta á opnum velli á- Veðra við íhaldið og kasta glóf- anum á nasir þess mundi öreig- um fækka um 5% á ári. V Þyngstu vandamál 20. aldar- innar er að sjá líkamanum fyrir sæmilegum kosti. Sálin lifir ekki líkamalaus á þessari jörðu, hvað sem seinna verður. Öreiginn spyr aðeins einnar spurningar: Á hverju á eg að lifa? V f álögum eignarréttarins varð maðurinn eins og rándýr.. Geti hámenning leyst úr þeim og brent haminn, verður hann aftur að manni. V Kristur átti ekki þak yfir höf- uðið. Erindsrekar hans búa í þægilegum og hlýjum nýtízku húsum, þess vegna hafa þeir aðra útsýn en meistari þeirra. Það er undarlegt, að þeir, sem hafa kastað trúnni eru kristn- astir. V Hin austræna fræðin segir að Asía sé ekki vagga mannkyns- ins. Menn hafi verið til löngu áður en hún reis úr sæ. V Fornspeki færir rök fyrir því, að mannkyn sé æfa gamalt. Það getur ekki afsakað yfirsjónir sínar með því, að það sé á bernsku skeiði. V Hefðu Kommúnistar Jesú Krist mitt á meðal sín — og skildu hann rétt, væri þeim sig- urinn vís. J. S. frá Kaldbak BJÖRKIN MIN Kveld og morgna, morgna og kveld um margra ára skeið sem vinur kær með vegi fram þú varst á minni leið. Þú skiftir hömum haust og vor barst hríms og laufa stakk, af ásýnd þinni auga mitt sér unaðsteyga drakk. Er sumar fold í faðm sér tók og frost á brottu vék og golan mjúk og gáskafull í greinum þínum lék. Þinn bjarkarfaðm þú breiddir út og blöð þín mörg og græn og laufgum örmum lyftir upp til ljóssins guðs í bæn. Af fögrum djásnum dýrra skart bar drotning aldrei nein, þitt minsta lauf var merlað dögg er morgunsólin skein. Og innilegri ástarljóð fékk aldrei nokkur mey en fuglinn þér á kvisti kvað í kveldsins milda þey. Og ung þú varst og vaxin lítt er vegin gekk eg fyrst, en hafðir bætt við legg og lim og laufi fegra girst. í loftið hærra lim þitt óx og lengra í jörðu tá, Þú varst af lífsins krafti krýnd og krónan drotni frá. Á bersvæðinu bein þú stóðst og brostir móti sól. Er vetrarbitran blés um þig þinn börkur var þitt skjól. Eg veit að sól þín sendi bæn til sama guðs og eg, þú björkin græn sem gladdir mig er gekk um farinn veg. Eitt gullið kveld er gekk eg heim og gleðin létti fót, þá lást þú helsærð hríslan mín með höggna sundur rót. Mín gleði varð að gremju og sorg eg grét við legstað þinn, því björkin græn sem geislann drakst og gladdir huga minn. Páll Guðmundsson BRÉF j þig að koma til skila, svo eg fái íársrit þess, er það verður til- jbúið. Tíðarfar hér síðast liðið haust og það sem af er vetri, var hið indælasta, aðeins snjóföl stöku sinnum, frostleysur, óvanaleg stórviðri og moldryk úr ökrum þar til 3. þ. m. að sólarhrings hláka og rigning kom en næstu daga norðan snjóbylur, svo nú er sleðafæri á ökrum og engi en upphækkaðir vegir alauðir; síð- an kaldara, en engar frostgrimd- ir, sem oft eru hér um miðjan vetur. Það eg til veit líður íslending- um hér vel, lífsfjör og farsæld skólabarna um jól og áramót, og hinna eldri að fornri venju með jólatré, dansa, ferðalög og bílar á ferð og flugi á hinum góðu brautum. Fóður fénaðarins nægjanlegt, sumir hafa keypt eða tekið gripi og fé til uppfitunar, en nokkrir kvarta um háan prís á fóður- bætir, en of lágan prís á sauðfé og gripum og eru hræddir um að ekki standist á kostnaður og ábati. Heilsufar fólks alment bæri- legt, þó stöku sinnum sé lasið af flú, eða börn af skarlatsveiki; engum skólum lokað og ekkert heimili í sóttkví. Fénaðar höld ágæt, engin far- aldur eða pest. Einn íslenzkur bóndi hér Einar Emil Stephan- son keypti í haust að sögn ellefu hundruð fjár til uppfitunar og hefir um fimm hundruð naut- gripi, fjögur hundruð til mark- aðs uppfitunar. Og alt gengur ljómandi vel; sem önnur undan- farandi ár. Hinn 29. des. s. 1. andaðist merkiskonan Sigurlaug Guð- mundsóttir Kristinnson á Inn- isfail sjúkrahúsi, rúmlega 76 ára, fædd, að eg held, á Kirkjuhóli í Skagafirði; foreldrar hennar, Guðmundur Stephanson, ættað- ur úr Bárðardal en móðir Guð- björg Hannesdóttir Þorvaldsson- ar frá Reykjarhóli í Skagafirði; eftirlætur hún einn son, Hannes. sem hún bjó með síðan hún misti mann sinn, Kristinn Kristinns- son, af hinni fornú Vindheima- ætt í Skagafirði; andaðist hann í februar árið 1926. Var Sigur- laug hinn fyrsti íslenzki kvenfé- lagsforseti í Alberta um árið 1890, í Calgary, og aftur hér í febrúar 1896, hinn fyrsti kven- félagsforseti kvenfélagsins ‘Von- in’ og var það um nokkur ár; frú Hólmfríður Goodman var rit- ari, en frú Sesselja Bárdal fé- hirðir. Sýnir það traust kvenna til hinnar gáfuðu og dagfar3 góðu konu, er allir unnu hugást- um er kyntust. Æfimjnning hennar kemur bráðum frá af- komendum hennar. En þessa púnta bið eg Heimskringlu að birta í blaðinu. óskað hefði eg að séra Rögn- valdur ritaði æfiminningu henn- ar; hin látna var systir St. G. Stephanssonar skálds, lifði hún frumbýlingsár sín í þremur ný- lendum, Wisconsin, Dakota og Alberta; í Calgary og Prince Rupert, B. C., átti hún og heima um skeið. Að endingu bið eg þig, rit- stjóri góður að sýna séra Rögn- valdi það sem eg hefi ritað um Sigurlaugu Kristinnsson ef hann vildi fullkomna það að einhverju leyti. Með ást og virðing til allra kunningjanna. J. Björnsson KRISTJÁN ÁGÚST FRÍMANSSON Innisfail, Alta., 18. jan. 1937 Herra ritstj.: Kæra þökk fyrir gamla árið, með öllum ræðum og kvæðum, sem Heimskringla hefir fært mér, alheimsfréttum og viðburð- um ársins. óska eg henni góðs gengis og ykkur á komandi ár- um. Hér með sendi eg þér ár- skriftargjald mitt til fyrsta jan. 1938, og eins dollars ársgjald til Þjóðræknisfélagsins, sem eg bið Fjórða nóvember s. 1. andaðist í Farmingdale, Sask., einn af landnemum þess fylkis, Kristján Ágúst Frímansson frá Ljóts- stöðum í Vopnafirði. Ágúst, eins og hann var al- ment kallaður, var fæddur Jóns- messudaginn 21. júní 1863 i Berufirði í Suður-Múlasýslu, og voru foreldrar hans Frímann Ágústsson læknis á Ljótsstöðum í Vopnafirði og Ingibjörg Jóns- dóttir ættuð úr Berufirði. Var hún systir Vilborgar könu Þor- valdar í Kelduskógum og móður Stígs Þorvaldssonar og þeirra barna. Á áttunda ári fluttist Ágúst með foreldrum sínum norður í Vopnafjörð og settust þau að á Ljótsstöðum hjá fóður Frímanns og þar ólst Ágúst upp og naut tilsagnar afa síns sem var hinn mesti mentamaður. Hann byrjaði búskap á bæ sem hann bygði sér skamt frá Lýt- ingsstöðum austan Selár í Vopnafirði. Þar var hann nokk- ur ár en flutti til Ameríku árið 1903 og giftist um það leyti eft- irlifandi konu sinni Pálínu Björnsdóttir Árnasonar og Vil- helmínu Jónsdóttur, sem bæði voru ættuð af Jökuldal. Þegar til Vesturheims kom, voru þau hjón Ágúst og Pálína um tíma í nánd við foreldra hans skamt frá Akra, N. Dak. Fluttu svo þaðan og norður í Hólabygð- ina sem kölluð er norðan við Ar- gyle nýlenduna í Manitoba. Það- an fluttu þau 1906 á heimilis- réttarland sitt sem Ágúst nam skamt frá Quill Lake, Sask. Þar bjuggu þau þangað til 1912 að þau fluttu til bæjarins Quill Lake og stunduðu þar mjólkursölu þangað til 1933. Settust þau hjón þá í helgan stein, enda voru börnin þá komin frá þeim, dóttir þeirra, Halldóra (Mrs. Press), gift kona í Farmingdale, Sask., en sonur Þorvaldur bankastjóri í Regina. í febrúar 1935 fékk ágúst heilablóðfall. Fluttist ;hann eftir það til Farmingdale til að vera nærri dóttur sinni, þar fékk hann aftur slag '4. nóv. 1936 og dó þann sama dag eins og áður var sagt. Hann var jarðaður í Quill Lake grafreit 9. nóv. s. 1. Ágúst Frímansson sá eg aldrei eftir að eg var tólf ára, hann átján, og get því ekki lýst útliti hans en því man eg eftir að hann var hið mesta snyrtimenni, orð- var, stiltur og aðgætinn. Hanr, var dverghagur frá blautu barnsbeini, gaf sig mest að smíð- um, þegar eg man eftir honum og fórst alt vel og myndarlega. Þegar hann sat yfir ánum á Ljótsstöðum hafði hann með sér spítur og tálgaði taflmenn sem voru bæði snotrir og smekklegir, enda var faðir hans járnsmiður góður, en öll listfengi er sömu ættar. Ekki veit eg hvort hann gaf sig að smíðum eftir að til Vesturheims kom, enda mun hann oftast haft annað að starfa. Hann mun ekki hafa tekið mik- inn þátt í opinberum málum en merkur maður og vandaður var hann og alstaðar vel metinn. Eftirlifandi systkyni Ágústs eru: María, Mrs. I. Árnason, Welwood, Man.; Guðrún, Mrs. Ed. Monty Bedworth, Ontario; Halldóra, Mrs. Wm. Lowes, Quill Lake, Sask.; Tómas Frímansson, Cavalier, N. D. M. B. H. ÞEKKIÐ BJÓRINN YKKAR eftir TRAVERS SYVEATMAN, K.C. VERZLUNARNÁMSKEIÐ Þjóðræknisfélag Islendinga í Vesturheimi hefir til sölu nám- skeið við alla höfuð verzlunar- skóla bæjarins með vægum kjörum. Ungt fólk er hefir i huga að leggja fyrir sig verzl- unarnám ætti að leita upplýs- inga um iþetta. Talið við eða símið: Á. P. Jóhannsson, 910 Palmerston Ave., sími 71177. Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu Næsti fundur Karlaklúbbs Fyrsta lút. safnaðar verður hald- inn í fundarsal kirkjunnar á þriðjudagskveldið þ. 2. febr. næstk., og byrjar stundvíslega kl. 6.30. Eftir máltíð verða nokkrar stuttar, en skemtilegar og fróðlegar ræður fluttar, og eru þátttakendur þessir: Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, Jón J. Bíldfell, Dr. A. V. Johnson, Jón Hjálmars- son, Tryggvi Oleson og Ásgeir Bardal. Vænt^nlega verður þessi fundur klúbbsíns afar f jölsóttur. Grikkir höfðu nafn yfir hann. Fyrir langa löngu, um 650 f. Kr. lærðu Grikkir, af Egyptum, að búa til einskonar bjór, sem þeir nefndu “Zythum”, það þýðir, “bygg-drykkur”. f margar aldir hafa Kaffirar í Suður-Afríku búið til bjór. Það hafa og Núbíanar og Abysseningar gert líka. f fornöld bjuggu Rússar til bjór úr byggi og rúgi. Forn- Kínar bjuggu til bjór úr hrísgrjónum. Á Englandi á þeim tíma er Rómverjar lögðu það undir sig, var einskonar tegund af öli brugguð úr byggi og hveiti. Það verður því naumast sagt að vér þessir bjór-drykkjumenn, árið 1937 séum sérstak- lega frumlegir hvað smekkinn snertir. Sum vandamálin, við bjórgerðina á þessum löngu liðnu tímum, eru svipuð og enn eiga sér stað. Til dæmis vita allir ölgerðamenn hve miklu máli skiftir að fá gott vatn til bjór- gerðarinnar. Hinir gömlu vissu þetta líka, þó vísindaiega gætu þeir ekki gert grein fyrir því eða ráðið bót á því. Sönn- un fyrir því að þeir kunnu að meta gæði vatnsins sýnir sig á því að aftur á þrettándu öld varð enskur smábær—Burton-on- Trent, heimsfrægur fyrir það, að það uppgötvaðist af hend- ingu að þar væri vatn sérstaklega gott til fínustu bjórgerðar. í Lundúnum 1630 var mikil eftirspurn eftir Burton-bjór. En á þeim dögum, þegar þeir karlar drukku—þá drukku þeir af krafti, eftir því sem fornar skrár herma! Þetta var á þeirri öld, þegar öl og bjór voru þjóðdrykkur, og áður en kaffi eða te fluttist til vesturlanda svo körlunum var stór vorkunn. Það var eðlilegt, á þeim öldum, áður en hinar nýju vélar komu til sögunnar og hinar vísindalegu framfarir, að bjór- gerðin er bæði var einföld og auðskilin væri mjög til um- ræðu meðal bjórneytenda, enda var hún það. Hinar einföldu aðferðir hafa mjög breyst á síðari öldum—og að láta hendingu ráða er ekki lengur liðið á nokkru stigi bjórgerðarinnar—en þar með er ekki sagt að mannlegt eðli hafi breyst að mnn, og enn hafa ölneytendur ánægju af að ræða um uppáhalds ölið sitt, hinn fína keim þess, ilman og önnur gæði, einkum ef reyna á að fá-þá til að fallast á einhverja nýja tegund. Hinum vísindalegu framförum á öllum stigum bjórgerðar- innar, hafa fylgt margbrotnar vélar er áður þektust ekki. Efnafræðingar hafa snúið ölgerðarlistinni í ákveðna vísinda- grein. Nútíma ölbruggun er undraverð, fyrir sérstaka ná- kvæmni í öllum efnum; hreinlæti; óskeikulleik og óbrigð ulan árangur. Alt frá fyrsta sporinu—að breyta bygginu í malt—til hins síðasta, þegar gerinu er blandað við löginn, er ekki nokkur hlutur gerður sem ekki er eftir vísindalegum fyrirmælum, er hafin eru yfir öll tilraunastig og handahófs ágizkanir. Hin mörgu samanhangandi vinnubrögð við ölgerðina er hin skemtilegasta námsgrein. Maltið er undirstöðu efnið sem notað er. En það er þannig framleitt að tekið er bygg og lagt í bleyti um ákveðin tíma. Við ákveðinn hita byrjar byggið að spíra. Á því «tigi, er það er mátulega spírað, er hert á hitan- um svo spíran þornar, er hún þá skilin frá kjarnanum og korn- ið þurkað, er eftir það nefnist “Malt”. Efnabreytingin sem gerist með meðferð þessari á korninu er sú að límsterkjunni er snúið í sykur. Malt-gerð er nú á dögum orðin sérstakur iðnaður, í sambandi við ölgerðarstofnanirnar. Undirbúningsverkið við ölgerðina er að búa til hið svo- kallaða “mauk” (wort). Tekið er það af malti er þurfa þykir og helt á vatni. Söltin í vatninu (ef einhver eru) leyst upp með jurtasýru. Efnafræði nútímans hefir gert það mögulegt að nota hverskonar vatn sem er til ölgerðar. Maltið er látið liggja í vatninu nægilega lengi, þangað til þau efni eru upp- leyst er notuð eru,—aðallega sykurefnið. Eftir að þessu er lokið er leginum rent í svonefndan “ketil”. Þá er bætt í hofsa, en til þess að ná efninu úr hofsanum er nú lögurinn soðinn, og þvínæst kældur, og kallast þá “Wort”, er hann svo sýjaður og kældur með kælirörum. _ Næsta verkið er að lögurinn er færður í gerunar stamp- ana. Þar er bætt í hann geri, er verkar á sykurefnið og breyt- ir því í vínanda, og kolsýrugufu. Gufu þessari er svo veitt, með sérstökum þrýstingi í þar til gerða gufugeyma. Gerunar tíminn er tíu til tólf dagar. Nú er lögurinn úr þessu nefndur bjór, og er nú rent í gler- fóðraða stál-stampa. Þar er hann geymdur við kælu í þrjá mánuði, tiþ þess að láta hann ryðja sig, og kvað það vera hæfilegur tími hér í landi. Þá er bjórinn sýjaður á ný, bætt í hann kolsýru gufunni er geymd hefir verið, til þess að gefa honum fjör. Kjaggar og flöskur, skjallhreinar og gerilsneyddar með sjóðandi vatni og gufuþvotti eru nú til staðins.. Er nú bjórnum helt í kjaggana og flöskurnar, án þess mannshöndin komi í snerting við hann á nokkurn hátt, og þannig undirbúinn, sendur til neytenda. Þetta er í stuttu máli lýsing ölgerðarinnar hvarvetna nú á þessum tímum. Það er enginn munur á útbúnaði, eða á aðferðum sem notaðar eru í Canada hvort heldur er eystra eða vestra. Hér í fylkinu kveða lög á um vínanda innihald öls, og verða öll ölgerðahús að fylgja þeim fyrirmælum. Hvað snertir keim, þá má skifta öllum bjórtegundum í tvo flokka—öl og bjór.—Mismunur á bragði, stafar frá gerinu sem notað er, og svo að litlu leyti frá ástæðum heima fyrir. Það er eftirtektavert með bjór, nú á dögum, að hvaða tegund, semum er að ræða, þá eru þær allar búnar til á hverj- um stað þar sem bjórgerð er rekin á annað borð, því það er eingöngu, bragð, litur og keimur, sem aðgreina þær hverja frá annari, því efnið er hið sama. Þetta geta allir bjórneyt- endur sannað, með reynslunni, ef þeir eru ekki of einskorðaðir við einhverja ákveðna tegund. En sé svo, þá eru þeir ekki dómbærir um neitt, því hugsun og dómgreind eru þá í fjötrum, og hvorki sjón, smekkur eða tilfinning hafa neitt að segja. Þrátt fyrir alla umhyggju ölgerðarmannanna getur því svo farið að þeir fullnægi ekki kröfum yðar. Hvernig þá? f fyrsta lagi, að þér þekkið ekki á hvaða kælistigi bjórinn á að vera þegar þér neytið hans. Ef hann er ofkældur nýtur kob sýru loftið í honum, sín ekki. Ef hann er of volgur þá tapar hann sínu rétta bragði. Til þess að vera á réttu hitastigi, verður hann að vera frá 45 til 50 á Fahrenheit, Bjór sem fullnægt getur allra smekk er búinn til HÉR f MANITOBA. REYNIÐ! Kynnist yðar eigin bjór.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.