Heimskringla


Heimskringla - 27.01.1937, Qupperneq 6

Heimskringla - 27.01.1937, Qupperneq 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA Leðurblakan Skáldsaga þýdd úr ensku “Þeir drepa mig ekki. Eg mun koma aftur til yðar. Þér megið trúa því, en nú verðið þér að fara inn. Lokið dyrunum og hleypið engum inn. Þegar eg kem til baka mun eg berja þrjú högg. Þangað til þannig er barið skulið þér ekki leyfa neinum inngöngu.” Er þann þaut í burtu heyrði hann sársauka- stun er var strax niðurbæld. Það þurfti talsverða einbeitni að leggja út í þessa för. Hann vissi ekki nema að hann væri að ganga út í opinn dauðann. Hljóðið sem hann hafði heyrt gat vel verið tálbeita. Það var samboðið kænsku óvinarins, að nota slíkt ráð til að draga hann í færi við sig. En hann þaut áfram með enn meiri hraða. Hann hafði hatað Voyce frá fyrstu sýn og síðan hafði margt glætt það hatur. Hann þráði inni- lega að hann mætti gera upp við hann sákirnar þessa nótt. Hliðið, sem lá út að flötinni stóð opið. Eft- ir að hafa gengið eftir henni fáein skref kom hann að manni, sem stóð þar. Hann mundi hafa þegar ráðist á manninn, en áttaði sig er hann sagði: “Mér þykir vænt um að þér komuð, herra minn.” Það var Niel. “Hvað eruð þér að gera hér?” spurði Heath og vaknaði nú öll hin fyrri tortrygni í huga hans. “Eg er leynilögreglumaður, eins og þér eflaust hafið giskað á, og vil fá að vita sann- leikann.” “Eg heyrði hljóðið, herra,” mælti maður- inn og virtist ekkert undrandi yfir orðum Heaths. “Voruð þér í rúminu?” spurði hann, þvt að Níel var í fötum. “Nei, eg var—” hann hikaði. “Eg vara yður við að leika ekki með mig, Niel. Hvar voruð þér þegar þér heyrðuð hljóð- ið?” “í setstofunni minni nálægt eldhúsinu, herra.” “Og því munduð þér vera þar um þennan tíma nætur?” Tennurnar glömruðu í Niel. “Varstu að tala þar við Gibson frænda þinn? Komdu með það; eg veit alt um það mál. Eg hitti Gibson úti við húsið hérna eina nóttina og hann sagði mér alt. Eg er að reyna að hjálpa honum.” “Þér vitið það, herra minn? Þá væri rétt- ast fyrir mig að segja yður allan sannleikann.” “Já, Niel, það væri vissulega langbezt — en við skulum vita hvað er um þetta hljóð fyrst.” Maðurinn sneri sér við og gekk áfram, Heath gekk jafnhliða honum. Á þennan hátt leituðu þeir á hinni stóru, illa hirtu grasflöt. — Heath var viss um að það var þaðan, sem hljóð- ið kom, og að hann mundi finna eitthvað þar, en þegar hann fann það varð hann forviða á ný. “Það er hérna, eg datt næstum um það,” hrópaði Niel. “Eg var næstum dottin um það. Ó, drottinn minn!” æpti hann hásum rómi, og greip höndunum fyrir andlitið. Það var sjón sögu ríkari. Líkið lá á jörð- inni fyrir fótum þeirra. Ljósið frá vasaljósinu sýndi þeim að maðurinn hefði látið lífið á hærðilegan hátt. En Heath þekti ekki manninn. Hann gat ekki komið fyrir sig þessu náföla andliti sem skelfingin stafaði út úr. “Hver er það?” spurði hann. “Mr. Grinstead, herra minn.” “Lögmaðurinn frá bænum?” “Já, herra, ef til vill hefir Miss Garrett minst á hann við yður?” “Það hefir hún gert. En hvað gat hann verið að gera hér um þennan tíma nætur? Vit- ið þér það?” “Já, eg veit það,” mælti þjónninn í lágum hljóðum. “Þá vil eg að þér segið mér það, þar sem eg er í sambandi við lögregluna, eins og eg þegar hefi sagt yður, þá er eg hér til þess að rann^aka ýmislegt, sem hér hefir komið fyrir En yður væri miklu ráðlegra að þegja um það hver eg er. “Eg skil það, herra minn.” “Ein spuming enn, Niel og svaraðu henni satt og rétt — drápuð þér þennan mann?” “Nei, herra minn. Eg sver yður að eg er saklaust af því.” Heath horfði í andlit mannsins. Eg verð að heyra sögu yðar,” mælti hann. Þjónninn hikaði svolitla stund og mælti svo á þessa leið: “Mér þykir vænt að fá tæki- færi til að hreinsa mannorð mitt. Þér vitið alt um Gibson, en það var annað atriði, sem valdið hefir mér mjög mikillar áhyggju. Fyrir fáum mánuðum síðan, þegar eg var í þjónustu Mr. Charles Coxonfields, framdi eg mjög alvarlegt afbrot. Eg stal 150 sterlings pundum frá húsbónda mínum.” “Hversvegna?” “Yður finst það kannske ekki mikil ástæða, en mér var það lífsnauðsyn. Konan mín, sem ætíð hefir verið heilsulaus, var dauðvona af einhverri mænuveiki. Það var nauðsynlegt að skera hana upp, og sá sem gerði það var sér- fræðingur frá Lundúnum og mjög dýr. Eg átti sjálfur enga peninga og þegar eg leitaði til húsbónda míns, sem var mjög harður maður, þverneitaði hann mér um hjálp.” “Já, en þér gátuð alt af sett hana á sjúkra- húsið, Niel,” mælti Heath í mildari róm. “Eg veit það, herra, en eg óskaði, að konan mín fengi hina beztu aðhjúkrun, sem völ var á, eins var eg hræddur um, að hún þyrfti að bíða sjúkrahúsa í Lundúnum. eftir að komast inn í eitthvert hinna stóru “Þessvegna tók eg þessa peninga, herra. Meðan konan mín var að heiman, veiktist Mr. Coxonfield. Skömmu síðar andaðist hann, hélt eg þá a& þjófnaður minn mundi aldrei komast upp. En þér megið trúa mér til þess, herra minn, að ef eg hefði haft nokkur ráð á því, þá mundi eg hafa skilað þessu fé aftur — en þessi maður, hann Grinstead, uppgötvaði þjófnaðinn. í stað þess að kæra mig fyrir þetta, ógnaði hann mér með því og hélt þessu eins og sverði yfir höfði mér og lét mig vita að hann gæti látið setja mig inn hvenær sem honum sýndist. Þess- vegna þorði eg ekki að segja neitt, þegar hann sagði mér að hann ætlaði að koma hingað heim klukkan eitt í nótt.” “Eg skil nákvæmlega aðstöðu yðar, Niel. Nú hvað skeði svo eftir að hann kom? Segið það á yðar eigin hátt.” “Jæja, hann kom eins og ákveðið var. kluhkan eitt. Eg hleypti honum inn um bak- dyrnar. Hann var mjög æstur, og eg var mjög áhyggjufullur, því að eg vissi líka, að þér og Mr. Hartsgill voruð í húsinu, og eg vissi að þér voruð leynilögreglumaður. Það var heilmikið af grunsemd, sem á mér lá og eg var hræddur um, að annarhvor ykkar kæmi að okkur Mr. Grinstead, þar sem við vorum í samræðum um hánótt. “Eg sagði honum, að það væru tveir menn í húsinu og annar þeirra væri leynlögreglu- maður. Hann gerði lítið úr því. Eg sagði að hann væri að rannsaka um morðið á prófessor Sapford. Hann sagði að ímyndunarafl hlypi með mig í gönur og að enginn hirti nú framar um dauða Sapfords. Eg sagðist ekki vera á sömu skoðun, að margt undarlegt hefði gerst hér í húsinu auk morðsins, og að Miss Garrett mundi hafa ráðið leynilögreglumanninn. “Grinstead sagði að þetta væri þvættingur og sagði mér svo til hvers hann væri kominn.” “Það er mér forvitni á að vita,” sagði Heath. “Jæja, hann sagði mér þetta, að það væri dýrgripur fólginn einhverstaðar í húsinu og hann væri nú kominn til að finna hann.” “Mintist hann á uppfyndingu Mr. Mur- dochs ?” “Ekki nefndi hann hana. Hann sagði að dýrgripur nokkur væri falin einhverstaðar í húsinu og hann ætti hann með réttu.” “Hann laug því auðvitað.” “Það er eg viss um.” “Hvað kom svo fyrir?” “Hann lýsti vissri bók, sem hann sagði, að væri í bókasafninu og sagði mér að sækja hana. Eftir því sem mér skildist, var bók þessi saga Coxonfield fjölskyldunnar, og í henni var lýáing á leynihólfinu, sem þessi dýrgripur átti að vera geymdur í. Eftir að eg kæmi frá bókarher- berginu ætlaðist hann til að eg hjálpaði sér við leitina. Auðvitað benti eg honum á, að alt sem í húsinu væri, tilheyrði núverandi húsbónda mínum. Hann varð því fokreiður og sagði, að ef eg hjálpaði sér ekki að leita, skyldi hann fá mig tafarlaust í hendur lögreglunni. Hann brígslaði mér um Gibson. Hann hafði snuðrað það upp, að eg fæddi hann á laun og lét mig þá vita um leið, að tilgangur sinn að halda mér við í vistinni, væri sá að hjálpa sér til með að fremja þessi skálkapör þegar þar að kæmi. Nú var tíminn kominn. Hann játaði að hann ætl- aði burt úr landi næsta dag.” “Eg er viss um að lögreglan mundi gleðjast yfir þessum fréttum,” mælti Heath.- Eftir stutta þögn spurði hann: “Gaf hann nokkra skýringu á því, hversvegna hann tók ekki bók- ina þegar hann var hér gestkomandi fyrir fáum dögum síðan?” “Nei, en hann lét þess samt getið, að hann hefði rétt nýlega komist eftir að þessi dýrgrip- ur, sem hann ásóttist væri til.” “Þetta er skrítin saga, Niel, en fóruð þér eftir bókinni. Eg fór inn í litlu setstofuna, þar sem eg skildi við Grinstead, en hann var þá farinn. Stuttu síðar heyrði eg ópið, þaut út og sá yður herra minn.” “Hafið þér nokkra hugmynd um hvers- vegna Grinstead fór út í garðinn?” “Nei, hreint enga. Mér fanst það býsna undarlegt þá. Hið eina sem mér getur komið til hugar er, að hann hafi orðið skyndilega hrædd- ur.” “Hm," Farin. Heath tók nú að rannsaka líkið. Eitt var greinilegt. Hin sama hryllilega aðferð hafði verið endurtekin; nema hvað fötin voru önnur gat þetta vel verið fyrsta líkið, sem þarna fanst myrt. Það var sami skelfingarsvip- urinn á andlitinu, sömu stellingarnar og á líki Sapfords og sama sárið á hálsinum. Heath leit á þjóninn. “Það lítur út fyrir að leðurblakan hafi verið hér enn að verki,” mælti hann. “Það er hræðileg sjón, herra. Miss Garrett má ekki fá að sjá þetta.” “Miss Garrett mun ekki sjá þetta. Eg skal sjá um að hún og Mr. Murdoch fari héðan hið bráðasta.” “Hún verður fegin að fara héðan. Þetta hús hefir verið hræðilegur staður fyrir ung- frúna. “Niel, viljið þér segja mér eitt, trúið þér á þessa sögu um leðurblökuna ?” Þjónninn benti niður. “Þetta virðist góð sönnun fyrir sögunni, herra, eða um eitthvað þvílíkt. Alt sem eg veit er þetta. Sagan um óheillafylgju Coxonfield- anna hefir verið hér á sveimi síðan eg man fyrst eftir mér, en eg hefi verið hér í sveit síðan eg var barn, en ekkert skeði fyr en nú nýlega. Auð- vitað voru til sögur eftir mönnum, sem fóru yfir heiðina að næturlagi, þeir þóttust sjá eitt- hvað óhreint, en enginn var myrtur fyr en aum- ingja Mr. Sapford fanst.” Niel hikaði, en tók svo strax til máls. “Nótt eina vakti kona mín mig með hljóði miklu. Hún sagðist hafa séð eitthvað svart fara fyrir gluggann. Eg sagði henni að þetta væri hugarburður, en hún var nú ekki alveg á því. Það er alt sem eg veit. Eg hefi aldrei séð neitt sjálfur. Trúið þér því, herra? Þér eruð mentaður maður, vanir við margt, ef eg mætti svo að orði kveða. Hver er yðar hugmynd? Mér finst það gagnstætt allri skynsemi.” “Það dygði ekki fyrir mig að segja yður hvað eg held, Niel, en það eru vissar sannanir fyrir því, að hér er einhver illur andi að verki, og það er hlutverk mitt að selja hann í hendur réttvísinnar.” “Þér haldið þá að þetta sé maður, en ekki dýr, herra?” “Eg hefi þegar sagt yður, Niel, að það dygði ekki fyrir mig að segja yður skoðun mína í þessu máli, en eg ætla samt sem áður að treysta yður.” “Þakka yður fyrir, herra.” “Það gæti haft óþægilegar afleiðingar fyr- ir yður, að svíkja mig í trygðum.” “Eg skil það, herra, reynið bara. Dauði þessa manns, hræðilegur eins og hann er, hefir létt af mér þungri byrði. Eg gat nú aftur litið framan í aðra menn.” “Eg skil það Niel. Get eg treyst yður til að geyma líksins á meðan eg litast um?” “Já, herra.” öll framkoma mannsins hafði breyst. Hinn óframfærni hundssvipur, sem yfir honum hvíldi, var nú með öllu horfinn og hann var djarfmannlegur í fasi. Heath leitaði eins vel og unt var í myrkr- inu, en sú leit leiddi ekkert í Ijós og hann snerí þangað, sem Niel var. “Eg ætla að fara heim í húsið,” sagði hann við þjóninn. Á leiðinni þangað hugsaði hann meira um Cicelíu, en um morðingjann og merk- in um verk hans þarna úti á flötinni. Það var nauðsynlegt að bæði hún og frændi hennar flyttu burt úr Heiðarhöllinni, eins fljótt og lög- reglan leyfði þeim að fara. Warren Murdoch skyldi taka uppfyndingu sína og setja hana í öryggishvelfingu, eða einhvern annan tryggan stað. En að minsta kosti urðu þau að fara burtu héðan og flýja hina leyndu hættu, sem ógnaði lífi þeirra. Hann krepti hnefana er hann hugsaði til þess hve ráðalaus hann hefði verið alt til þessa. Að frádregnu þessu atriði í nótt, hafði Voyce og hópur hans öll yfirtökin. Þau höfðu framið hverja svívirðinguna á fætur annari og hann, sjálfboðni verndarinn hafði staðið aðgerðarlaus og horft á. En nú voru þeir komnir í návígi. Návistir Gústu Straube þarna í nágrenninu, boðuðu einhverjar miklar athafnir. Hún ætlaði sér að fara með uppfyndingu Warren Murdochs til Þýzkalands, og hún mundi viðhafa hinar venjulegu, miskunarlausu aðferðir sínar. Fyrsta skrefið í þessum hildarleik var morð Sapfords prófessors. Hve mikið höfðu þau neytt hann til að segja, áður en hann var drepinn? Ef til vill nægilega mikið til að hvetja þessa þýzku njósnara til frekari ófjálgni og fíkni að ná í hina nýju vígvél. Því næst höfðu þau ráðgert morð uppfyndingamannsins sjálfs. En því það var gert gat hann ekki skilið. Víssulega hlaut hann að vera þeim þarfari lífs en liðin. Það var aðeins fyrir hepni hins gamla og góða vinar hans, að þessi annar ófögnuður var ekki fram- kvæmdur. f stað uppfyndingamannsins hafði hinn aldraði lögmaður hlotið bana, sjálfsagt í misgripum vegna myrkursins. Heath fann til hrifningar. Hann átti við ægilegan keppinaut að etja þar sem Voyce var. Hann var með afbrigðum fífldjarfur. Það var WINNIPEG, 27. JANÚAR 1937 engin furða, þó að Gústa hefði valið hann sér fyrir hægri hönd. Og ennþá hafði hann ekki skilið eftir neitt mark. Jú, aðeins eitt. Það hafði hann fundið í svefnherberginu hans, en það myndi ekki sakfella hann í augum venju- legs kviðdóms. Aðal atriðið var þetta, að mað- urinn hafði verið of vitur til þess að skilja eftir sig nokkuð spor, sem rekja mætti til hans. Það var því vonlaust að reyna að koma lögreglunni þar um slóðir til að trúa því, að Voyce væri beinlínis eða óbeinlínis bendlaður við þessi tvö morð, sem þarna höfðu verið framin. Ef nokk- uð átti að gera varð hann að gera það sjálfur. Voyce mundi halda áfram að dvelja í nágrenn- inu. Hann furðaði sig ekkert á því ef náunginn heimsækti Heiðarhöllina innan fárra stunda. Þegar hann fyndi út að Warren Murdoch var enn á lífi, (ef hann vissi það ekki þegar, sem var mjög líklegt,) mundi hann samhryggjast upp- fyndingamanninum með þessi nýju vandræði, sem komið hefðu þar fyrir, og byrja svo á nýjan leik með einhver fólskubrögð. Hann hafði enn- þá yfirhöndina, en það yrði ekki lengi hugsaði Heath, er hann gerði merkin, sem hann hafði gefið Cicelíu. Það var ekkert svar. Hann bar enga á- hyggju út af því. Stúlkan hlaut að vera úr- vinda eftir allar þessar vökur og æsingu. Hann barði aftur, hærra í þetta sinni. Honum fór ekki að verða um sel. Hann reyndi hurðina. Hún var harðlæst. Hann hugsaði sig um dálitla stund. Hann var ekki vanur að óttast um sjálfan sig, en nú varð hann hræddur um stúlk- una, sem var svo hugrökk og fágæt og sem hafði litið á hann þannig að hjarta hans barðist örara. Heath dró fæturnar eins og myrkfælin skóladrengur, sem gengur dimma skógargötu um nótt. Hann þaut aftur þangað sem Niel var “Hafið þér lykil að framdyrunum?” spurði hann. “Nei, en þegar eg fór út skildi eg bakdyrn- ar eftir opnar.” “Þér skilduð bakdyrnar eftir opnar?” end- urtók Heath óttasleginn. Niel varð forviða af óttanum, sem lýsti sér í róm hans. En Heath skyldi við hann og hljóp eins og óður væri heim að húsinu. En grunur hans styrktist er han reyndi bakdyrnar, þær voru líka læstar. Hann varð hamslaus. Hann var þess sann- færður að öll ill öfl beindust gegn sér og hefðu hitt sig í sárasta blettin. Cicelia hafði verið tekin burtu. Hann rendi sér á dyrnar. Þær létu undan. Brothljóðið bergmálaði í gegn um húsið. Hann brá upp ljósi og hljóp í gegn um hús- ið. Fyrst leitaði hann í göngunum að Jerry, en fann hann hvergi. Hann hljóp í gegn um her- bergin niðri og fann engan. Hann hljóp upp á loftið og hrópaði nafn stúlkunnar. Hann kallaði fyrir utan herbergið, sem hann hafði lokað Murdoch inni í, en fékk ekk- ert svar. Hann hált áfram inn göngin og stans- aði fyrir framan dyrnar að herbergi Cicelíu. Hann þaut inn um dyrnar en féll um eitthvað, sem flæktist fyrir fótum hans: hann reyndi að rétta sig en steyptist endilangur á gólfið og rak höfuðið í það. Hávaðinn, sem hann gerði var nægilegur til að vekja drukinn mann, hvað þá stúlkuna. Er hann stóð upp vissi hann að ótti hans var ekki að ástæðalausu. Cicelia Garrett var ekki í hús- inu. Hann stóð þarna í myrkrinu og ásakaði sjálfan sig þunglega. Hljóðið hafði verið gildra — og hann hafði gengið í hana. Á meðan að hann var í burtu hafði svínið farið einhvern- vegin inn, ef til vill gegn um dyrnar, sem Niel hafði skilið eftir opnar og stolið súlkunni. Hvar var hún nú. ímyndunarafl hans gaf allskonar svör og ekkert þeirra var hughreyst- andi. Ef Gústa Straube, kvenskassið. . . Hann herti sig upp. Vandræðin voru skollin á, að sumu leyti fyrir hugsunarleysi hans. — Hann varð að gera krók á móti bragði. Rannsóknin, sem hann gerði gaf honum ekkert til að fara eftir, en þetta eitt vissi hann, að Cicelia var farin. Hann fór út í göngin og inn í herbergið sem Warren Murdoch var lok- aður inn í. Dyrnar höfðu verið læstar og lykill- inn staðið að utanverðu í skránni. Það var kol- dimt í herberginu, en vasaljósið sýndi honum mann, sem lá þvert yfir rúmið. Það var upp- fyndingamaðurinn — og hann var dauður. Martröð Cicelia sveipaði fastar að sér skykkjunni. Dyrnar voru lokaðar og hún var alein. Alein! Einhversaðar í húsinu var annað fólk — frændi hennar, Niel hjónin og líklegast Mr. Hartsgill, en hún hugsaði ekki um þau. Ian Heath var farinn og hún var einmanaleg. Þetta hljóð! . . . Því höfðu hinir ekki heyrt það og hlaupið af stað. Hartsgill gat kannske ekki heyrt það niður í kjallarann, en Niel hlaut að hafa heyrt það. 0g frændi hennar. Hana langaði til að fara og hughreysta frænda sinn, en Heath gat komið á hverri stundinni og er hann gæfi merkið, þurfti hún að opna fyrir honum tafarlaust. Á því gat mikið hvílt.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.