Heimskringla - 17.02.1937, Blaðsíða 4

Heimskringla - 17.02.1937, Blaðsíða 4
4. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 17. FEBRÚAR 1937 Híimskringla (StofnuO 18S6) Kemur út i hverjum miSvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimis 86 537 Verð blaðslns er $3.00 árgangurinn borgist tyrirfram. Allar borganlr sendist: THE VIKING PRESS LTD.__________ 311 vlðskiíta bréí blaðlnu aðlútandl sendlst: Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 17. FEBRÚAR 1937 GOOD TEMPLARA-HOSIÐ AFTUR SEM NÝTT Vorið 1906, var sá er þetta ritar á gangi með öðrum manni á “Aðalstræti íslend- inga”, en svo kalla Englendingar oft Sar- gent-stræti í Winnipeg. Ferðinni mun hafa verið heitið “niður í bæ”, annaðhvort til að fá sér glas af bjór, eða að líta inn hjá Robinson, en hann hafði hér þá lang- stærstu búðina í bænum og þar kom fjöld- inn þá saman ekki ávalt til að kaupa heldur til að sýna sig og sjá aðra alveg eins og nú í stórbúðunum. Og svo unnu þar margar ís- lenzkar stúlkur. En það kemur nú ekki þessu máli við. Þegar við komum austur að McGee stræti, var fjöldi íslendinga þar að róskotast eitthvað. Eg spurði félaga minn, sem lengur var búinn að vera í þessu landi, og vissi þessvegna alt, eða sem næst því, hverju þetta sætti. Hann sagði að Good-Templarar væru að reisa sér fundar- hús. Ekki man eg nú eftir, að við sæjun> neitt að athuga við þetta. Við vorum víst hvorki með Good-Templurum né móti; létum þetta því hlutlaust. En oft hefi eg hugsað um það síðan, hvað íslenzkt félags- líf í þessum bæ, á forgöngumönnum þessa fyrirtækis að þakka. í þau 30 ár sem síð- an eru liðin, eru minningar Winnipeg-fs- lendinga um samkvæmis- og félagslíf sitt hér vestra, að undanskildu kirkjustarfi, við þetta hús bundnar, sem þarna var verið að leggja undirstöðuna að. Það hefir verið þeirra samkomustaður, þar sem þeir hafa fundist, kynst og fagnað hver með öðrum. Og mér er næst að halda, að ef veggirnir töluðu, gætu þeir frá margri trúlofuninni sagt, sem þar hófst. Jafnvel þeir, sem á allan hátt gera lítið úr bindindisstarfi Good-Templara, og eru þó áhrifin ómæld, sem það hefir haft í för með sér, verða að kannast við þetta, að með því, að reisa þetta hús, hafi úr almennri þörf á íslenzku samkomuhúsi hér, verið bætt. Eins og kunnugt mun af frétt er í Heimskringlu birtist fyrir nokkru, urðu í vetur miklar skemdir á Good-Templara- húsinu, vegna bruna. Aðalsalur hússins brann svo að innan, bæði loft, veggir og gólf, að viðgerð á því öllu var nauðsynleg. Og að þeirri viðgerð hefir nú verið unnið á þriðja mánuð. Var um leið tækifæri grip- ið til þess, að breyta húsinu eða þessum sal þess að nokkru. Verður gólfrúm þess tals- vert meira en áður, sem gerir það að eins skemtilegum danssal og hinum betri í þess- um bæ. Þar sem upphækkaður pallur var áður í húsinu, eru nú svalir fyrir söng og hljómleika sveitir en ræðustóll framundan. Það er fyrir að ræðupallurinn gamli var burtu tekin, að gólfrúm er nú meira en áður. Þrír salir eru nú uppi á loftinu fremst í húsinu, bæði fyrir fatageymslu og til að skifta um föt og laga hárið á sér, svo þetta er að verða fínn og flott samkomu- staður. Gólfið í aðalsalnum er hált og gljáandi, veggir fóðraðir fegursta pappír og skreyttir mörgum speglum frá lofti niður að gólfi; hvelfingin er úr Ten-Test efni af mjög fínni gerð. Húsið lítur nú ó- líkt út því, sem það hefir nokkru sinni áður gert, og þar sem alt er spónnýtt, sem aug- að lítur og lýsing betri en áður og alt bjartara, er það hinn ákjósanlegasti sam- komustaður. Að viðgerðinni, sem langt er nú komin, er nú kappsamlega unnið fyrir þjóðræknis- þingið. Verður þingið fyrsta samkoman, sem í því verður haldin, eftir að það verð- ur á ný opnað. Fyrir aðgerðir Good-Templara, eiga því íslendingar í þessum bæ nú sem fyr kost á að koma saman í veglegu samkomuhúsi, sem þeir eiga sjálfir. Eiga þeir þakkir fyrir það skilið og heiður eigi síður en aðal- starf sitt, að halda uppi hinni göfugu hug- sjón bindindismálsins og forða mönnum- frá böli ofdrykkjunnar. RAUÐIR PENNAR II. Á öðrum stað í þessu blaði, er birt grein úr riti því, sem hér að ofan er nefnt. Fyrir- sögn hennar er: “Til þeirra sem ungir eru”, og fjallar um æskulýðinn og atvinnuleysið. Birti Heimskringla fyrir tveim vikum góða grein um svipað efni eftir dr. M. B. Hall- dórsson. Síðast liðna viku birtist einnig í Hkr. saga úr sama riti. Þar sem lesendur munu flestir ókunnugir “Rauðum pennum” og það er eitt yngsta eða nýjasta tímaritið á íslandi, skal hér í fám orðum á það minst. “Rauðir pennar” eru ársrit, sem ”Félag byltingasinnaðra rithöfunda” á íslandi gefur út. Fyrsta hefti þess höfum vér ekki séð, en “Rauðir pennar II.”, sem Hkr. hafa verið sendir, eru 240 bls. að stærð, í svipuðu b'roti og Skírnir. Hér er því um allstórt og myndarlegt rit að ræða. Rit- stjórinn er Kristinn E. Andrésson. . Ritið flytur greinar, sögur og kvæði eftir kunnustu seinni tíma rithöfunda og “byltingasinnuðustu”, eins og þeir segja sjálfir. Á meðal þeirra eru Halldór Kiljan Laxness, Þorbergur Þórðarson, séra Sig- urður Einarsson, sr. Gunnar Benediktsson, Kristinn Andrésson, Halldór Stefánsson, Jóhannes úr Kötlum, Björn Franzson og margir fleiri yngri rithöfundar og ókunn- ari að minsta kosti hér vestra. “Rauðir pennar II”, byrja með sögu eftir H. K. L.: “Kafli um tvö skáld”. Þegar úrvalssafn íslenzkra smásagna verður gefið út, á sú saga heima framarlega í því. Þá er grein í þessu hefti eftir Gunnar Benediktsson um “Sérkenni Kristindómsins í guðfræði- deild Háskólans”, en þessi “sérkenni” kristindóms-kenslu deildarinnar eru þau, að dómi höf. “að á síðustu árum hefir ekki komið einn einasti nemandi frá guðfræði- deild Háskólans, sem vakið hefir á' sér eftirtekt fyrir fræðfmensku og andríki, en þeir sem fram hafa komið, eru hreinrækt- uð sýnishorn hinnar kreddufylstu þröng- sýni.” — Þetta hefði nú verið gott og blessað, ef sá hængur fylgdi ekki, að verið er að velja yfirkennara í guðfræði- deildina og ummælunum er beint stefnt að prófessórum Háskólans og eiga að sanna, að þeir séu ekki færir um að velja kennarann, heldur mentamálaráð stjórnarinnar. Við skulum nú gera ráð fyrir, að mentamálaráðherra sé jafnfær prófessórunum til að dæma um hæfileika mannsins til stöðunnar, en er hans póli- tíska afstaða ekki sú, að það megi fyrir- fram eiga víst, að það verði hún, sem val- inu ræður, en ekki víðsýni, fram yfir það sem gengur eða gerist hjá prófessórum? Þessi tilgangur greinarinnar gerir áhrif hennar að öðru leyti minni en ella, því að ýmsu er þar vikið, sem tímabært er og þess vert að einlæglega sé íhugað. Annars er ritið fult af þörfum hugvekj- um, ekki sízt um þau mál, sem efst eru í huga hvers manns og snerta pólitískt á- stand heimsins. Ein lengsta ritgerðin um það efni, er grein með fyrirsögninni: “Er menningin í veði?”, eftir ritstjórann. Hún er um glímu fasismans og sósíalismans. Með hvorri stefnunni menningin stendur eða fellur, að skoðun ritstjóra “Rauðra penna”, er óþarft frá að skýra. f "grein eftir Björn Franzson er um svipað efni rætt og í grein ritstjórans og sýnt fram á fávísi frjálssinnaðra manna, að sameina ekki kraftana gegn alræðisstefnunum. Er og á hina nýju stjómarskrá Rússlands þar minst og haldið fram, að hún svari fyllilega eins vel eða betur til krafa um fullkomið lýðræði og stjórnarskrá Banda- ríkjanna. Að mynda samfylkingu við kommúnista, sé því ekki neitt hættulegt — og víkur hann þar að stefnu stjórnarblað- anna heima, bæði Nýja-Dagblaðinu og Al- þýðubTaðinu, sem ekki virðast fús til sam- fylkingar við kommúnista. Þá ritar Gísli Ásmundsson um hlutleysi mentamanna í baráttunni fyrir bættum hag fjöldans; er það þörf lexía, því sú afstaða er og hefir ávalt mátt heita næsta einkennilegt fyrir- brigði. En að halda þannig áfram að minnast á hverja grein í ritinu sérstaklega, yrði hér oflangt mál. í því eru að minsta kosti hálf tylft ritgerða auk þeirra, sem þegar hefir verið getið og eins margar sögur og urmull kvæða. Um efni þeirra yfirleitt nægir að vísa til sýnishornanna, sem birt hafa verið í þessu blaði. Af nafni ritsins kynni margur að halda að það væri svo “rautt”, að það væri hættu- legt heilsu manna að lesa það. En svo er ekki. f “Rauðum pennum” er ekki minst á að hengja alla kapitalista. Á stjórnar- farslegri kúgun og órétti er auðvitað hamrað, en mikill hluti greinanna í “Rauð- um pennum II”, lítur að því að benda á þörfina á bættum kjörum alþýðu innan vé- banda viðtekins skipulags og hvað sem öll- um stjórnmálastefnum líður. Einkurin- arorð ritsins mættu vel vera gamli máls- hátturinn: “Alt er dautt, sem ekki er rautt”. En að því ber að gæta, að orðið rautt þar merkir líf, gróður. Hvað hafa hugsjónir byltingasinnaðra rithöfunda á liðnum tímum verið annað? “Rauðir pennar” munu vera til sölu hjá Magnúsi Peturssyni bóksala. H V í LD ARD AGURIN N OG VIÐSKIFTIN Lögregla Winnipeg-borgar virðist alt í einu hafa orðið svo snortin af boðorðinu: Halda skaltu hvíldardaginn heilagan — svo að þinn uxi og þinn asni geti hvílt sig, eins og í kverinu okkar stóð, að til hálfgerðra vandræða horfir. Landslögin um hvíldar- daginn eru æfa gömul. Þau munu orðuð á þá leið, að engin viðskifti megi eiga sér stað á sunnudögum. Auðvitað hefir nauð- syn þar svo oft brotið lög að í strangasta skilningi, hefir ekki verið hægt að lifa eftir þessum lögum. En undanþágan frá að fylgja lögunum þykir nú orðið, eins og svo margt annað í þessum bæ, ganga lengra en góðu hófi gegnir. Hefir því lögreglan tekið á sig rögg, að herða á eftirliti laganna um helgidagshald. En það er oft skamt öfga á milli. Og nú lítur út fyrir, að þar að reki, að sala af hvaða tæi sem er, verði bönnuð á sunnudögum, nema máltíða á matsöluhús- um, og lyfja til lækninga í lyfjabúðum. Af þessu flýtur auðvitað, ef í frammi verður haft, að allar búðir verða lokaðar á sunnudögum, eins lyfjabúðirnar, sem aðr- ar, því þær mynu trauðla telja borga sig að hafa opið í von um að lyfjasalan ein beri kostnaðinn af því. Og þá getur nú sagan versnað. Það getaur þótt ærið ófrjálst, að mega ekki kaupa sér vindil, ísrjóma, eða svaladrykk á sunnudegi, en verra en það væri, ef ekki væri hægt að ná í nauðsynleg lyf til lækninga, ef á þarf að halda. En enda þótt svona langt sé hægt að ganga, ef lögunum er stranglega beitt, mun það nú enn sem komið er aðeins blaðaskraf. Það mun trauðla til þess koma í reyndinni, að sagt er. í bæjum í Ontario-fylki, kvað hafa verið talað um strangara eftirlit með helgidags- haldinu enn verið hefir. Ef til vill er þessi alda hér risin af því. En svo þarf það ekki til. Stórverzlunum hér, sem lokað hafa alla helgidaga, mun hafa þótt allmikið um sunnudagsviðskifti annara búða hér, eink- um í Norður-bænum. Þar verzla Gyðingar, sem vegna trúar sinnar munu geta haft opið á sunnudögum, í stað þess að hafa lokað á laugardögum, sé þess þá einu sinni þörf, vegna trúar þeirra, en sem maður veit ekkert um. Af þessu og því um líku að dæma, er hugsanlegt, að þetta uppistand alt um að halda hvíldardaginn heilagan, sé sprottið af reipdrætti um viðskiftin, en hvorki af umhyggju fyrir hvíld uxans og asnans, né því sem margir virðast halda, neinum áberandi trúarlegum sinnaskiftum. Viðskifti kunna að hafa gengið orðið langt á sunnudögum í þessum bæ. En ef að banna á mönnum að kaupa gasolíu í bíl- inn sinn, eða aðgerð á biluðum hjólhring á sunnudegi, þá má alveg eins fara að byrja á að taka að okkur gröfina. SUMARHEIMILIÐ Eins og fyr hefir verið getið hér í blað- inu þá hefir Samband Kvenfélaga Sam- bandskirkjufélagsins leitast við, undanfar- in ár, að vekja áhuga íslendinga í Winni- peg og í grendinni á nauðsyn sumarheimilis fyrir börn af íslenzku bergi brotin. Þessi fyrirhugaði staður átti að vera einhver- staðar á bökkum Winnipeg-vatnsins. Eitt sumar gerðu þær tilraun með þetta á Gimli og tókst sú tilraun vel þótt örðugleikarnir væru eðlilega margir. Var þessi tilraun svo uppörfandi fyrir forgöngukonur þessa máls að þær ákváðu að reyna að eignast, stað við vatnið og koma þar upp byggingu er væri hæf fyrir þau börn sem vildu dvelja þar um tíma. Á síðasta þingi kirkjufélags vors var nefnd kosin í þetta mál til þess að athuga möguleikana á framkvæmd þess. Hefir þessi nefnd starfað mjög ötullega og sýna merkin verkin; því að nú er svo kom- ið, að nefndin hefir keypt stóra landspildu fyrir sunnan trjágarðinn Iðavelli á Hnaus- um. Er það hinn fegursti staður svo að segja í hjarta Nýja-íslands. Þangað eru ágætar samgöngur hvaðanæfa úr bygðinni og frá Winnipeg-borg. Járn- brautarlestir 1—2 á dag að sumr- inu, fólksflutningabílar einu sinni á dag og rennislétt þjóð- braut, fær hvernig sem viðrar. Eigi er unt að hugsa sér hæfi- legri stað hvað náttúrufegurð snertir eða hvað honum er vel í sveit komið. Eg tel það vafa- laust að þangað komi nokkur, eða dvelji þar, án þess að bera þaðan í huga sér fagrar mynd- ir, er þar mæta auganu frá nátt- úrunnar hendi. Nauðsyn æsk- unnar að eignast slíkar myndir, fyrir dvöl úti í sumardýrð’ þessa lands er óþarft fyrir mig að ræða hér. Það mál er öllum Ijóst og hefir verið ítarlega skýrt af brautryðjanda þessa fyrirtækis, Mrs. dr. Björnsson frá Árborg, sem öllum betur hefir unnið að þessu máli og skilið nauðsyn þess. í guðspeki forfeðra vorra segir að maður sé manns gam- an. Hvergi eiga þau sannindi betur við en um æskuna. Við- kynning íslenzkra barna í þessú landi er ómetanlegur hagur í framtíðinni. Þeim hag má eigi á glæ kasta; hann ber atö ávaxta. í þeirri viðkynningu felst trygg- ingin fyrir varðveizlu alls þess dýrmætasta, sem íslenzkt þjóð- erni á í þessu landi, minningar máls og sögu. f sambandi við dvöl barnanna í þessu sumar- heimili í Nýja-íslandi var hug- myndin að bömunum, sem þar dveldu, yrði kent íslenzkt mál og íslenzk saga að einhverju leyti. Það er hverjum manni stórtjón að missa minni sitt og engu að síður er það stórtjón hinu ís- lenzka þjóðarbroti að missa minnið /á uppruna sínum, sögu þjóðar sinnar og þeirri tungu sem forfeður þeirra töluðu og rituðu og létu oss eftir í arf. Vér sem komin erum til vits og ára erum verðir þessa arfs og það er skylda vor að vernda hann, og tryggingin fyrir tilveru hans á ókominni tíð er æskan, og hún er á voru ráði hvernig hún verður í þessum efnum. Qyðinga þjóðin hefir halðið við tungu sinni, trú og þjóðerni í 2,000 ár og við- haldið hefir verið með hinum mestu örðugleikum bundið, en þá ættum við hin útvalda þjóð norrænnar tungu og norrænnar menningar að geta haldið við tungu vorri og þjóðerni, dýr- gripum vorum í þessu landi und- ir góðum skilyrðum í 200 ár. Sumarheimilið er eitt ráðið til þess, en til þess að það geti kom- ist á laggirnar þarf enn nokkuð fé. Það fé fæst ekki nema frá almenningi og því vil eg bera fram þá bón til hans, að hann styrki þetta fyrirtæki. Ennþá vantar nokkuð fé til að unt sé að koma upp sæmilegu húsi með viðeigandi húsgögnum. Nokkrir hafa þegar heitið mjög rausn- arlegum gjöfum, er síðar verða birtar og það er ósk mín fyrir hönd nefndarinnar, sem þetta fyrirtæki hefir til meðferðar, að sem flestir leggi af mörkum í þennan sjóð, alt eftir efnum og ástæðum. Margt smátt gerir eitt stórt og ef almenningur meðal íslendinga hér í landi óskar að íslenzk tunga lifi, þá er hér ráð til þess að styðja þá ósk að nokkru, ef unt er eins og eg hefi bent á að hafa þarna námsskeið í íslenzku fyrir þau börn er þess óska. Læt svo við þetta sitja að sinni og birti eftirfarandi nöfn nokkurra manna og félaga, sem þetta hafa þegar styrkt, með þakklæti til þeirra fyrir áhugann og fórnfýsina í þessu máli. Samskot á samkomu í Wynyard árið 1935 ...$37.20 Kvenfélagið í Riverton .. .10.00 Kvenfélagið í Árborg ......10.00 S. Thorvaldson .......... 25.00 Mrs. P. S. Pálsson (borg- aði í húsaleigu) .....12.00 Arður af samkomu er Kvenfélag Sambandssafn- aðar í Árborg hélt til arðs fyrir Sumarheimilið...17.50 Arður af samkomu í Winnipeg ..............23.60 Gjöf frá Mrs. Kr. Stefáns- son ...................25.00 Kvenfélagið í Langruth ...10.00 Kvenfélagið í Lundar ....15.00 Kvenfél. í Wpeg (1935) . ..10.00 Jón Laxdal, Gimli........ 5.00 Fyrir merki seld á Hnaus- um 2. ágúst ...........18.50 Hjörtur Guðmundsson, Árnes ................ 3.00 Ól. Jónasson, Árnes ..... 5.00 Samb. Kvenfél. Gimli ....10.00 E. J. Melan BANDARÍKJAFRÉTTIR Eftir H. E. Johnson Landið er stórt, fólkið er margt og viðburðir ársins marg- víslegir og fjölþættir. Þessvegna er engin leið að rekja þá alla og eina ráðið að stikla á stóru atrið- unum enda beinist athyglin jafn- an að þeim svo eitt verður efst á baugi í dag en annað á morgun. Fyrstu þrjá mánuði ársins var um ekkert meira hugsað né ritað í amerískum blöðum en um Lind- berghs málið og í því sambandi allan glæpa faraldurinn í Banda- ríkjunum. Forsendur málsins eru flest- um kunnar: hvernig ungur sonur Lindberghs hjónanna var burt numinn og síðar myrtur. Lengi vel varð ekkert uppvíst um ill- ræðismennina en síðar fundust leifar af barnslíki nálægt heimili flughetjunnar. Töldu margir það áreiðanlega lík Charles Lind- bergh þótt reyndar væri það ó- þekkjanlegt. Annars er margt óskiljanlegt í þessu máli og með- al annars að bófarnir skildu skilja líkið eftir rétt við heimili Lindberghs, þar sem það mundi finnast, meðan þeir voru að heimta lausnargjald fyrir dreng- inn. Svo liðu mánuðir og lögreglan virtist ráðalaus þar til nokkur hluti þess fjárs, er illræðismenn- irnir höfðu vélað út úr Lind- berghs, fundust í vörzlum Hauptmanns, hins þýzka tré- smiðs. Vlír hann handtekinn og síðar líflátinn samkvæmt dómi. Þó eru ekki allir ánægðir með þau málalok og telja með tíma- ritinu “Liberty” meir en lítið vafasamt hvort réttlætinu hafi verið fullnægt. Eins og lögfræð- ingaráðið hefir sýnt og sannað, var Hauptmann frá byrjun um- kringdur af hefndarþorsta heillr- ar þjóðar og náði sú taugaæsing (hysteria) enda inn í réttarsal- inn. Það er sem manni renni kalt vatn milli skinns og hörunds er vér heyrum ríkislögmanninn hrópa fyrir réttinum. “Hann (Hauptmann) er kaldur en skildi honum ekki volgna í rafurmagns- stólnum.” Svo gálaus glamur- yrði ættu aldrei að heyrast í réttarsölum. Framkoma kviðdómenda er einnig næsta kæruleysisleg. Þeir slá upp veizlu fyrir sig og vini sína sama daginn og þeir hafa dæmt mann til dauða og eru í þann vegin að útgera samninga við trúðleika félag er ætlar sér að sýna þá þjóðinni fyrir pen- inga sem einskonar undur. Varð New Jersey ríkið að semja sér- stök lög til að afstýra þvílíku hneyksli. Þótt Hauptmann yrði líflátinn er málið ennþá óráðin gáta í hug- um margra og talsverður grunur að einhverjir, sem áttu engu síð- ur hegning skilið, gangi ennþá lausir. Þótt ýmsar líkur sýni að Hauptmann muni eitthvað við málið riðin benda óneitanlega sterkar líkur til að hann hafi ekki verið einn að verki, og enda máske aðeins verkfæri kænna og samvizkulausra þorpara. Eins og allir vita meðgekk Hauptmann aldrei glæpinn en sagði að Isadore hinn þýzki hafi skilið eftir hjá sér þá peninga er á heimili hans fundust. Líkurnar er sakfeldu hann eru í stuttu máli þessar: 1. Banka-seðlarnir er Lind- bergh greiddi sem lausnargjald vöru auðvitað númeraðir og

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.