Heimskringla - 10.03.1937, Blaðsíða 5

Heimskringla - 10.03.1937, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 10. MARZ 1937. HEIMSKRINGLA 6. SIÐA “Lífið alt er blóðrás og logandi, hvert sem er nafn þitt, þú verð- ur ekki að umskiftingi á rúmum mannsaldri; sál þín þráir enn frelsi, þótt heimilaskifti verði og þig drepi í dróma um hríð út- lendur ládeyðuandi. Þarna er arftekjan sem eg treysti á. Það eru fleiri en eg sem trúa að vér tökum við margra alda arfi. Einar Ben., skáld, segir um Egil Skallagrímsson á þessa leið: “Taugarnar þúsundir ísvetra ófu Ennið kvöldhimnaskararnir hófu Vöðvanna mátt efldi kyn eftir kyn hjá kaldsóttri unn undir þjótandi hlyn og öld eftir öld grúfðu norðurs- ins nætur í niðdimmum rökkrum þar vöggubörn sváfu og önduðu hörku í hverja sin. . er hlúði um lífsmeiðsins rætur”. und sem læknast ekki fyr en á aldur- tilastund”, og svo var endurtekinn sorgar- leikurinn með undra stuttum millibilum. Hamingja hefði það verið ef blöðin okkar hefðu ekki verið þau stækkunargler, sem raun varð á, í deilumálum lið- inna ára. Winnipeg nýlendan hefir virst gerskiftast mest um málin og borið hefir það við að hún hefir ætlast til þess að svo skiftust hinar aðrar nýlendur vorar sem hún sjálf. En þá hefir það bjargað sem B. Thorarensen vonaði að bjargaði íslandi frá ládeyðuskap að “Út fyrir kaupstaði íslenzkt í veður ef hún sér vogar þá frýs hún í hel”. í íslenzku og hreinu lofti sveita- nýlendanna hafa sálast þær “Skottur” og “Lallar” sem upp- vaktar höfðu verið í kaupstaðn- um. Þið kunnið nú að segja, ef til vill að baráttan sem eg svo nefni hafi átt fullan rétt á sér, hver einn eigi rétt á skoðunum sínum og þá einnig að verja þær, og að enginn hafi vald til að stinga mönnum svefnþorn svo þeir láti ekki í ljósi skoðun sína. Gott og vel. Eg er ekki að verja lá- deyðuskap eða meiningarleysi — en það er nóg rúm fyrir meðal- hóf milli orustuandans á liðn- um árum og meiningarlauss lá- deyðuskapar og þann veg verð- um við að finna. Sá vegur er meiri hugsjóna eining ásamt drenglundaðri framsókn allra V.- fsl. hvar sem þeir eru. öngþveiti liðinna tíða hefir orsakast vegna vöntunar á þessu hvoru tveggja, og hugsandi fslendingurinn vill ekki muna síðari þátt liðnu sög- unnar vegna þess að þetta með- alhóf vantaði og því kennir hann stundum kinnroða, og þögnin verður eina skjólið. Samtímis því sem vér orkum þessari breytingu til hins betra, þá skulum við líka rýma burt ýmsu smávegis sem liggur á vegi okkar, svo sem þeim ríg og togstreitu sem stundum ber á; liðhlauparaskap sem sumir með- al okkar temja sér; íslenzkri leti sem ýmsir hafa um hönd til þess að aðrir vinni verkið fyrir sig og síðast en ekki síst, hættum stein- kastinu sem fellur öðru hvoru jafnvel úr höndum þeirra er bróðurlegast láta. Margt fleira er það sem betur væri týnt og grafið. En í þessa alls stað temjum okkur trygð við félags- skapi og hugsjónir íslenzkar meðal vor því eg trúi því að enn hafi ekki verið stofnaður sá ís- lenzkur félagsskapur hjá oss sem ekki hefir einhverjar fagr- ar hugsjónir sem eiga skilið ó- skifta krafta vora. Beitum öll- um mætti til að þær mörgu þús- undir íslendinga sem nú standa utan við íslenzkan félagsskap gangi í fylkingar vorar, og hjálpi oss til þess að yfirstíga sjálf- skaparvíti okkar sturlungaaldar, og vernda v.-ísl. tilveru og sann- íslenzkan arf. Spursmálið er þetta? Erum vér megnugir alls þessa? Eg er mikill trúmaður um íslenzk á- gæti, óg eg trúi því að hver sann- ur íslendingur geti risið á rúst- um fortíðarinnar og staðið sigri hrósandi. Eg skal segja ykkur hversvegna. Eg trúi á arfgengi, jafnvel í þúsund liðu, hvort sem sumum líkar það miður eða vel. Hvert barn er því ávöxtur margra alda. Kúgunar eða þroska eða frelsis. Þið getið sjálf rakið sögu hinna ýmsu þjóða heimsins í andlitum þjóð- bræðra þeirra í þessu landi, og sjáið svo heiðríkjuna sem auðkennir fslendinginn. Sál einstaklingsins er endur skin af sál þjóðarinnar sem ól hann. Það var aldrei hægt að setja þrælslund í fslendinginn meðan þjóðarsálin þráði frelsi, og þessvegna þú íslendingur, helst hægt að sýna þroska henn- ar og uppgang með nokkrum töl- um sem teknar eru úr minning- ar ritinu: Tala inni- stæðu Eignir Vara- Árið eiganda sjóðsins sjóður 1890 58 kr.10666 kr. 1780 1900 134 26940 3011 1910 401 116714 11534 1920 1073 512235 48168 1930 1185 627118 100062 1935 1329 628934 124932 f okkur hlýtur margt gott og þrekríkt að vera tvinnað, og þennan arf fær ekki stundardvöl hér af okkur nítt. Og um sál sanns íslendings farast St. G. St., frænda mínum, þessi orð: “Sál hans var stælt af því eðli sem er f ættlandi hörðu; sem dekrar við fátt Sem fóstrast við hættur, því það kennir þér Að þrjóstkast við dauðann með trausti á sinn mátt f voðanum skyldunni víkja ei úr Og vera í lífinu sjálfum sér trúr.” Þessi sálararfur trúi eg að sé ekki enn af okkur níddur. — Við hjöltun á bestu sverðum forn- hetjanna var bundin lífsteinn, væri honum roðið á sárið í tæka tíð þá tókst bati þótt ólífisund væri. Eg trúi því að við hjöltu jafnvel vestur-íslenzkra vopna sé að finna lífssteina nóga, til að græða þær ólífisundir er oss blæða — ef við notum þá í tæka tíð. Eg endurtek þetta: Við verðum að gera okkur Ijóst hvað að er hjá oss. Við verðum að finna leið út úr öngþveitinu. Við verðum að beita öllum andlegum og líkamlegum kröft- um okkar til þess að sjá borgið vestur-íslenzkri tilveru. E. H. Fáfnis andi dugnaðarkona. Hefir und- irritaður minst hennar í- “óðni” og vísast til þess, sem þar er sagt um þessa ágætiskonu. í febrúar j dó Sigfús Dagsson, fyrrum Bóndi J á Keldulandi. Hann var hinn mesti dugnaðarmaður meðan hann hafði heilsu. Eitt sinn fór j hann til Ameríku, og hugði að staðfestast þar. Var hann einn síns liðs, en hugsaði sér að láta fólk sitt koma á eftir er hann væri búinn að koma sér vel fyrir. Var það sem annað hyggilegt Ekki er hægt að lýsa því hve j h.lá honum, því hann undi ekki sparisjóðurnin hefir létt undir! Þar vestra, og snéri heim aftur. með öllum viðskiftum og verzl- un í héraðinu, auk þess, sem hann hefir með ráðum og dáð stutt mörg framfaramál innan héraðsins. Skulu hér nokkur tal- in og jafnframt getið þess hvað Sparisjóðurin hefir lagt af mörk- um til þeirra. 1910. Til hafnarbóta á Sauðár- króki (styrktarsjóður Stefáns Jónssonar) kr. 1000 1910. Til styrktar innánhéraðs sjúklingum, sem lagðir eru á Saððárkóksspítala, (Styrktar- sjóður Sig. Pálssonar héraðs- læknis) Kr. 1000,00. 1918. Til öldubrjóts á Sauðár- króki, kr. 500,00. 1923. Til brúarinnar á Vesturós Héraðsvatna. Kr. 2000,00. 1924. Til varnargarðs gegn land- broti á lóðum Sauðárkróks- kauptúns. Kr. 1000,00. 1926. Til stúdentagarðsins, í herbergi fyrir Skagfirðinga. Kr. 1000,0p. Hafði kona hans varðveitt bú og börn á meðan hann var í Vestur- víking. Hann var fæddur 9. des. 1852 og var því rúmra 83 er hann lézt. f febrúar andaðist Jón bóndi Jónasson á Flugumýri, eftir langa og mikla vanheilsu. Ein- hver Vestur-fslendingur hefir minst hans prýðilega, þó í stuttu máli sé, í Heimskringlu 32 tölubl. 1936, og vil eg vísa til þeirrar greinar. Er þeim ágætismanni þar vel lýst og réttilega. Hann er fæddur 1. jan. 1855 og var því liðlega áttræður er hanri lézt. í vetur lézt einnig frú Petrea, kona sr. Sigfúsar Jónssonar fyrrum prests á Mælifelli, en nú kaupfélagsstjóra á Sauðárkróki. Átti hún við mikla vanheilsu að stríða árum saman og lá rúm- föst hin síðari árin. Hún var hin merkasta kona. Þá má nefna Sigurlaugu Guð- mundsdóttir, fyrrum ljósmóður I MJ0LK RJÓMA SMJÖR Sími 201 101 i FRÉTTABRÉF ÚR SKAGAFIRÐI Frh. frá 1. bls. um. Um leið vil eg leiðrétta þann misskilning sem slæðst hef- ir í minningarritið um Magnús Jónsson frá Fjalli. Þar er sagt að hann hafi dáið í Selkirk 2. marz 1933. Þetta verð eg þó að telja a. m. k. vafasamt; því við Magnús höfum skrifast á í 4—5 ár og síðastl. sumar skrifar gamli maðurinn mér enn, og sendir mér mynd af sér! Er hann þá 85 ára og fullur áhuga fyrir öllum þeim nýjungum, sem eru þá að gerast í hérðainu. Það er næsta einkennilegt að þegar Skagfirðingar stofna sparisjóðinn er árferðið óvenju- lega erfitt. Árið áður var þið versta. Veturinn harður og vor- ið kalt og grasbrestur svo mikill um sumarið, að ekki var nema hálft töðufall af túnum. Verzlun ill og afurðir í hraklegu verði og sílækkandi. Stofnár sjóðsins var ísaár (1886) og síst betra hinu fyrra. Veturinn t. d. svo harður að ekki kom upp jörð í Fljótum og Skaga fyr en urii fardaga, að því er gamlir menn telja. Svo kemur óþurkasumarið annálaða, þegar töðurnar lágu fram í sept. Var þá heyfengur bæði lítill og illur. Skuldir hlóðust á bændur, bæði vegna harðæris og verð- lækkunar á gjaldeyrisvörunni. Það verður því ekki sagt, að byrlega hafi blásið fyrir stofn- uninni í byrjun, og sýnir það al- veg einstakt framtak og bjart sýni, að ráðist er í þetta á slík- um harðinda árum. En frá byrjun hefir þessi stofnun vaxið og sigrað alla erfiðleika. Er um í Sauðárkróks barnaskóla. (Minningarsjóður Kr. Blön- dals) Kr. 1500,00. 1934. Til hafnarbóta á Sauðár- króki, kr. 5000,00. 1935. Til Hafnarbóta á Sauðár- króki, kr. 10,000,00. 1935. Til hafnarbóta í Hofsósi, kr. 1000,00 Þegar eg var barn að aldri, kom gömul kona oft á heimili mitt. Hún var minnug og fróð að ýmsu leyti. Hún skifti öllum mönnum, aðeins í tvo flokka, “fróma” menn og svo aftur “ó- guðlega”. Var auðheyrt að æirri öldruðu fanst þar mikið djúp og lítt brúanlegt á milli. Seinna las eg í merkri bók þessi orð: “Sá óguðlegi tekur lán og oorgar ekki.” Þarna fanst mér þeim rétt lýst. Það var svo sem auðvitað að þeir gerðu það ekki. En viðvíkjandi sparisjóði Sauð- árkróks er ekki nema um tvent að gera: Annaðhvort hefir 1932. Til menningar skólabörn- á Sauðárkróki. Hún dó síðari hluta^ vetrar. Hún var systir þeirra Sigríðar, seinni konu Jóns á Flugumýri og Kristínar konu Magnúsar frá Frostastöðum. Sá fáheyrði atburður skeði við jarð- arför hennar, að einn líkmann- anna varð bráðkvaddur, er þeir létu kistuna síga niður í gröfina, og "hné örendur niður. Það var Árni Magnússon frá Utanverðu- nesi, er um langt skeið hafði verið búsettur á Sauðárkrók hjá dóttur sinni. Árni var lengi ferjumaður á Vesturós Héraðs- vatna. Var það erfitt verk, en hann var frábær atorkumaður og síglaður, enda afar vinsæll. Eg get sagt ykkur frá einni nýjung, sem búið er að fitja upp á hér. Það var fyrir 2 árum að Jón Sigurðsson alþ.m. á Reynistað stakk upp á því, hvort Skagfirðingar ættu ekki að fara að safna drögum til héraðssögu Skagafjarðar. Til þess var kosin þriggja manna nefnd; og hefir hún óspart hvatt menn til að þessi stutta frásögn kom. Eng- inn mundi fremur ykkur, geta lýst betur tildrögum og aðdrag- anda til vesturfaranna og því ár- ferði sem þá var, verzlunarhátt- um, o. s. frv. Já það væri gam- an að eiga góða ferðasögu héðan vestur til Vínlands. Svo margir ágætir menn og konur lögðu héð- an í vesturvíking á þeim árum. Eins mundi verða vel þegið, ef þið kynnuð sögur um einkenni- lega menn, sem þá voru fylgifé hverrar sveitar að kalla mátti. Eins af svaðilförum á sjó og landi, sleðaferðum í k-aupstað að vetrinum, vertíðinni við Drang- ey, göngum og fjallaferðum, grasaferðum o. fl. o. fl. Ef ykkur skyldi detta í hug að ritfesta eitthvað af þessu, og þess vonast eg fastlega, þá send- ið þetta til mín, eg skal koma því á framfæri fyrir ykkur, í safnið til sögunnar og allir munu verða ykkur stórþakklátir fyrir. Þið gætuð á þann hátt sýnt rækt ykkar til héraðsins og unnið góðu málefni gott gagn; því vit- anlega yrði það metnaður Skag- firðingum, að saga vors ágæta héraðs stæði ekki að baki öðrum héraðssögum hvað efni og frá- gang snerti; og kæmist hún út sómasamlega og í ykkar hendur, mundi ykkur þykja það góð sending. Bið eg ykkur að hug- festa þetta, og kveð ykkur svo með beztu óskum á hinu nýbyrj- aða ári, að það megi verða ykkur öllum til sem mestrar blessunar. Ykkar einlægur, Stefán Vagnsson stjórn sjóðsins ætíð verið skipuð j rjta um atburði og merka eða þeim mönnum, sem hafa haft einkennilega menn er uppi hafa þá náðargáfu að geta þekt þá óguðlegu” úr, eða þá hitt að í verið á 19. öldinni. En því mið- ur hefir þátttakan verið fremur Skagafirði eru alls engir “óguð-1 util hvað þetta snertir og er í!t legir menn til, a. m. k. hafa til þesg ag vita, því hér er úm þeir aldrei sýnt neitt “óguðlegt” athæfi í skiftum sínum við sjóð- inn, því öll þessi 50 ár, sem hann NÝJAR “MYNDIR” EFTIR EINAR JóNSSON KOMA ÚT í YOR hefir starfað hefir hann aldrei merkilegt starf að ræða, og það eru einmitt eldri alþýðu menn- irnir sem hér gætu Iagt mikið og gott til þeirra mála, því þeir eru tapað einni krónu á lánum sín- mjnnugir slíkra atburða og hafa um. Má það heita frábær skil- ^ tekið þátt í þeim sumir hverjir. vísi, ef það er þá ekki alveg j sárast er, að þetta starf er einsdæmi. Á þessum 50 árum j hafið svo seint, að margir ágætir hefir hver kreppan eftir aðra fræðimenn eru nú komnir undir gengið yfir í viðskiftaheimin- græna torfu sem mikið og gott um; bankar, miljóna fyrirtæki. hefðu getað lagt til þeirra mála. hafa hrunið og hliðstæðar stofn- j pjn hetra er seint en aldrei. Og anir hér á landi hafa orðið fyrir ærnu tapi og mátt hætta starf- semi sinni, en á meðan hafa á- gætir stjórnendur og “frómir” viðskiftamenn, lagt ár frá ári stein eftir stein í þessa bygg- ingu og gert hana að öflugri og sterkri stofnun, sem með starf- semi sinni hefir lyft sterklega undir atvinnuhætti og ýmsar framkvæmdir innan héraðsins. Stjórn sparisjóðsins skipa þess- ir menn nú: Pétur Hannesson, form.; Valgarð Blöndal, Tómas Gíslason, Sigfús Jónsson og Kr. P. Briem. Ýmsir mætir menn og konur hafa safnast til feðra sinna á þessu ári. Má þar fyrst nefna Guðrúnu Eiríksdóttir húsfreyju í Ytra-Vallholti. Hún andaðist í janúar og hafði þá legið rúm- föst árum saman. Hún var hið síðasta af börnum Eiríks hrepp- því vil eg skjóta þessu máli til ykkar góðu Skagfirðingar þar vestra, og bið ykkur að draga fram úr djúpi hugans, ef þið haf- ið eitthvað í ykkar fórum* um menn og málefni frá fyrri tíð Mér dettur t. d. í hug að gaman hefði verið að eiga vel sagða sögu af skeiðarferð suður á land er voru farnar héðan úr Skaga- firði fram undir 1874—80. Ef einhver væri svo forframaður Vísi barst nýlega í hendur Ekstrabladet frá 19. jan. þ. á. og er þar sagt frá eftirfarandi at- viki. Suður í bænum Lodz í Pól- landi andaðist nýverið kona, sem hafði verið gift pólskum konsúl í Kaupmannahöfn. Meðan hún dvaldi þar hafði hún kynst nokkuð listaverkum Einars Jónssonar og fengið á þeim mesta dálæti. Hún lét oft þá ósk í ljósi við mann sinn, að gaman væri að eiga frummynd eftir Einar. Það varð þó aldrei úr því, að hún eignaðist slíka mynd meðan hún lifði.'/ En er hún var dáin kom manni hennar þessi ósk konunnar í hug. Hann skrifaði því Einari Jóns- syni og bað hann að gera minn- isvarða á leiði konunnar. Einar gerði varðann og nú stendur myndin á gröf pólsku konunnar suður í Lodz. Frásögn blaðsins endar þannig, að nú standi væri hjá ykkur, að hann hefði slíka ferð farið á yngri árum, ætti myndin á þessum fjarlæga stað, hann að skrásetja hana því hún ætti sannarlega heima í því safni. Svo er með ýmiislegt fleira, og þó ykkur finnist það máske lítils virði, getur þannig hitst á, að sú frásögn, þó stutt sé, fylli máske út aðra sögu, sem þetta atvik hefir einmitt vantað í. Það getur líka verið byrjun á öðru meiru, sem enginn hefir þá ar af henni standa í sýningar- salnum. Meðan tíðindamaðurinn gekk með prófessornum um safnið, bar ýmislegt á góma viðvíkjandi því. “Eg vonast til,” sagði próf. Einar, “að það geti komið ný myndabók af verkum mínum 'út í vor. Það var 1925, sem gamla bókin kom út og síðan hefir ýmislegt bæst við. Það verða um 150 myndir, sem birtast í þess ari nýju bók. Meðal þeirra eru Úr álögum, Hvíld, Skuld og Sind- ur. Þær standa nú margar hér í vinnustofunni minni,” sagði pró- fessorinn, “en henni 'hefir orðið að breyta í safn.” Einar hefir nú orðið að þrengja svo að sér, að vinnustof- an er raunverulega ekki orðin annað en dálítið skot í einu horn- inu. Þar inni stóð mynd hálf- mótuð í leir, og vinnujakki lista- mannsins var breiddur yfir hana. Af nýrri myndum, sem nú standa í hinni fyrri vinnustofu, má nefna, auk þeirra, sem taldar voru upp áður, mynd af Indriða Einarssyni, og nýjustu njyndina, minnisvarðann yfir sjómennina, sem fórust með Pourqoi Pas ? Sú mynd er enn ekki komin í gips, en stendur enn í leirnum, rétt komin undan fingrum lista- mannsins. Það sést, að þarna er mikill fjársjóður saman kominn, en því miður brothættur fjarsjóður. Meðan myndir Einars Jóns- sonar eru ekki komnar í fastara efni .en gipsið, þá eru þau í nokkurri hættu. Þær þurfa að klæðast því efni, sem mölur og ryð fá ekki grandað. Fyrr erum við íslendingar ékki öruggir um þennan fjársjóð. Fjöldi erlendra ferðamanna, sem hingað kemur, lætur það verða eitt fyrsta verk sitt, að fara að skoða safn Einars. “Þá er eg venjulega ekki heima,” sagði listamaðurinn. — “Þegar sumrar, fer eg austur í dálítinn kofa, sem eg á í heima- högum mínum. Fólkið getur skoðað — en þarf ekki að hafa mig nálægan.” Það er alkunnugt um marga þessara ferðamanna, að þeir koma hingað aftur og aftur. Það er líkt og landið búi yfir ein- hverju seiðmagni, sem dregur þá aftur upp að hinni fjarlægu strönd. Eitthvað svipað er um myndir Einars Jónssonar. Hann hefir náð þessum íslenzka blæ, sem ef til vill er ekki svo gott að segja í hverju díggur, en er þó alstaðar yfir. Og það er fyrir það, að Ein- ar er fyrst og fremst íslenzkur listamaður. Pólska konan, sem nú á sér fagran íslenzkan minn- “og ber vott um hinn mikla ís lenzka listamann og ást pólsku isvarða, hefir orðið fyrir þess- stjóra í Djúpadal, framúrskar- munað eftir í svipinn, fyr en konunnar á verkum hans”. Tíðindamaður Vísis fór til próf. Einars Jónssonar og sýndi honum blaðið. Kvað hann alt vera rétt hermt, sem þar stæði um atvikið sjálft. Myndin er nú steypt í bronze suður í Lodz, en sjálfur á listamaðurinn myndina ekki öðruvísi en ósamsetta. Hlut- um sömu áhrifum. Hún sá fs- land aldrei, en hún sá verk Ein- ars Jónssonar.—Vísir. Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.