Heimskringla - 17.03.1937, Blaðsíða 5

Heimskringla - 17.03.1937, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 17. MARZ 1937 HEIMSKRINGLA ónýtt. Er allur fjöldi bænda afar illa staddir með kornfóður. því uppskera fóðurkorns hefir brugðist hér ár eftir ár; en hev munu flestir hafa nægilegt. — Þrátt fyrir þetta alt hefir á- standið á árinu liðna verið fjöld- anum nokkuð betra en á undan- förnum árum. Bætti nokkuð úr skák, að verð á hveiti og öðrum bændaafurðum hefir verið betra en áður. En bændum og öllum sveitalýð urðu það stór von- brigði, að King-stjórnin skyldi svíkja vesturlandið í trygðum í sambandi við hveitiráðið (Wheat Board), og upphefja það, og framselja bændur og búalýð ein- okunarfélögunum. Kom frjáls- lyndi stjórnarinnar þar fram við þá sem máttinn hafa, því nú var tækifæri fyrir stjórnina með hækkandi hveitiverði, að gefa bóndanum ávöxtinn heldur en að láta hann renna í vasa hveitifé- laganna. En það tjáir ekki um það að fást, almenningur verður að kyssa á vöndinn. Annars hafa kosningaloforð Kings ekki reynst farsælli en Aberharts. Atvinnuleysi og dýr- tíð átti að hverfa, ef King kæm- ist til valda, en dýrtíðin er meiri en áður var og atvinnuleysið engu minna; alt í stjórnarfari í grænum sjó þrátt fyrir aukna skatta, en mismunurinn er að King kannast ekki við neitt, en Aberhart játar, að hann g^ti ekki komið sínum hugsjónum og loforðum í framkvæmd að minsta kosti ekki eins fljótt og hann hafði búist við, og sýnir það mannlund og drengskap. Og enginn efi er á því, að hugsjón hans stefnir í rétta átt þó ekki geti hann reist rönd við því ofur- efli sem á móti stendur. En vel gæti eg trúað því að Aberhart skipaði eins virðulegt sæti hjá komandi kynslóðum eins óg margir þeir, sem nú kannske bera höfuðið hærra, en í augum fjöldans hjá öllum kynslóðum er sá fyrirlitinn sem ekki sigrar og í hann kastað hnútum. Og aum- ingja landarnir sumir hafar vilj- að vera með í því, að bíta Aber- hart í hælinn. Minnir það óþægi- lega á Gyðinginn, sem pústraði meistarann. Annars verður því ekki neitað, að margt af því sem mest gildi hefir haft í menning- arsögu mannanna, hefir ekki verið flutt fram til sigurs af þeiþi, sem verkið hófu, forvígis mennirnir hafa oft fallið á miðri Iéið. En ætíð hafa verið aðrir menn, sem tekið hafa upp merk- ið og borið það til sigurs. Og svo er fyrir að þakka, að enn eru til drengir til að fylla skörðin þó hetjurnar falli við veginn. En það er engin furða þó hugsjóna- menn eins og Aberhart eigi erf- itt uppdráttar, þar sem annar eins skollaleikur er leikinn eins og á sér stað í pólitíkinni og hjá peningajörlum viðskiftalífsins í samtíðinni. Svo eg snúi mér nú aftuh að heimahögum, þá má segja það er maður lítur yfir víða veröld, að fólk hér, þrátt fyrri erfiðleika sjö ára stríðsins má vera samt þaklátt fyrir sitt hlutskifti, því yfirleitt líður fólki bærilega þó hjá ýmsum sé oft og einatt þröngt í búi. Og fáir eru það af fjöldanum sem nýta sveitar- styrk, og má segja fólki það til hróss, að felstir hafa barist dengilega fyrir sinni tilveru, barist drengilega gegn því að verða opinberir styrkþegar. Nær það. jafnt til íslendinga sem og hérlendra. Og samvinna og bræðralag manna á meðal hér, er óefað gott eða betra en víða annarstaðar. Og góð viðleitni sýnd af félögum og einstakling- um, að hjálpa þeim sem halloká hafa farið í lífsbaráttunni, sem oft og einatt er fyrir óviðráðan- legar ástæður; og er það ekki nema sþylda Kristins mannfé- lags að styrkja og styðja hvern annan, því eitt mesta gleðiefni h'fsins er að sjá það að öllum. geti liðið vel. En það er líka skylda hvers einstaklings, að leggja fram það bezta sem hann á til fyrir sjálfan sig og þjóðfé- lagið. Því þó menn krefjist þess, að stjórnarvöldin gæti hagsmuna fólksins, þá hvílir líka ábyrgðarmikil skylda á herðum einstaklinganna, og ekki eru all- ar syndir stjórnarvöldum eða guði að kenna. Margur svíkur köllun sína seint og snemma á æfinni. En fáir vilja játa sínar yfirsjónir eða ónýtingsskap, en skella allri skuldinni á aðra. — Menn sjá svo oft flísina í auga bróður síns en gæta ekki að bjálkanum í sínu eigin auga. — Eitt hið allra svartasta ský, sem grúfir yfir mannheiminum í dag er hatrið og illhugurinn milli stétta einstaklinga og þjóða. Það sýnist vera lögð alt of mikil á- herzla á það, að leita eftir því versta í fari manna og með því eitra lífið í staðinn fyrir að leita eftir því bezta og glæða það fagra og göfuga sem er í fari manna. Flestir eða allir menn eru gallagripir að meiru eða minna leyti. Og flestir eða allir menn eiga guðlegan neista í hug- skoti sálarinnar, sem vert er að leggja rækt við. Vér eigum að hata lýgi og ranglæti en elska mennina, og það er skylda hvers manns að sýna náungan- um sanngirni og styrkja hann ef hann á einhvern hátt getur, til þess að verða meiri og betri mað- ur. En hann gerir það ekki með hörðum sleggjudómum eða ó- hróðri, eða með því að troða hann undir fótum, hann gerir það með því að sýna honum sanngirni, réttlæti og umburðar- lyndi. Ef að stórþjóðirnar hættu þeirri aðferð hverjar við aðra, þá væri minna um þjóðaríg og þjóðahatur og stríð og styrjald- ir. — Ef að þjóðirnar eyddu nú þeim peningum sem þær eyða í herútbúnað í það, sem að kveða niður þann djöful, sem heims- friði o g heimsmenningunni stendur mest fyrir þrifum, sem er peninga fyrirkomulagið, þá væri fljótara en margur hugsar, hægt að skapa farsæld fyrir flesta eða alla, meiri og betri, en áður hefir þektst. Orð meist- arans voru ekki töluð út í hött, þessi: “Auðveldara er úlfaldan- um að fara í gegnum nálaraugað en ríkum manni inn í guðsríki.” 5. SlÐA þar til hann fór til Evrópu. f stríðslok var hann á Frakklandi. Hann kom heim aftur 1919 og var þá um tíma í þjónustu The Soldier Settlement Board. Síðan varð hann aðstoðarumsjónar- maður við the Scott Experiment- al Station, í Scott, Sask., og tveimur árum síðar fékk hann samskonar stöðu við The Bran- don Experimental Farm í Bran- don, Man., og hélt henni tií dauðadags. Eins og áður var frá skýrt, lagði Sigfús heitinn mikla stund á tilraunir með að framleiða hveitiafbrigði, sem þyldu “ryð”. Mun hann hafa byrjað þær til- raunir 1926. Eftir að hafa gert mörg hundruð tilraunir, hafði hann 1933 fengið tíu afbigði, sem virtust sérstaklega góð. Og nú hafa tvö þeirra verið valin af The Dominion Rusl: Labora- tory til reynslu um alt fylkið. Um það farast Mr. Skaptason ci’ð á þessa leið: “This is only a orediction on my part, but I should say that in 1938 one of these strains will be distributed to the people of the province as a rust resistant, good quality wheat variety.” Auk tilraunanna með hveitið, gerði Sigfús fjölda margar til- raunir með bygg og hafra. Var tilgangur hans að framleiða bygg, sem væri nothæft til út- flutnings til maltgerðar. Eins og sjá má af þessu hefir Sigfús aflokið, þótt hann yrði tkki gamali, ;njög merkilegu vís- ndastarfi, sem líklegt er að eigi eftix að hera mikinn árangur. f æfínminningu hans í síðasta blaði htfir annaðhvort misptent- ast eða vérið ritvilla. “Hið svip- lega fráfall hans var mikið sorg- arefni föður hans öldriíðum o. ?. frv. . Þetta á auðvitað að vera: .. .“foreldrum hans öldruð- um o. s. frv.” G. Á. Viðbætir við æfiminningu SIGFÚSAR J. SIGFÚSSONAR í Hkr. 3. marz. Síðan æfiminning Sigfúsar sál. Sigfússonar, sem birtist í Hkr. 3. marz, var rituð, hafa mér bor- ist frekari upplýsinga bæði um æfi hans og starf sem eg vil biðja olaðið að birta. Viðbótar upp- lýsingarnar um tilraunir hans komu í bréfi frá Mr. J. B. Skaptason, sem nú stundar nám við New York State College of Agriculture, Cornell University, Ithaca, New York, en Mr. Skaptason vann þrjú sumur við tilraunabúið í Brandon undir stjórn Sigfúsar. Sigfús var fæddur að Lundar, Man., 28. jan. 1889. Byrjaði al- þýðuskólanám á alþýðuskóla bygðarinnar; fluttist með for- eldrum sínum til Clarkleigh árið 1903, hætti skólanámi um tíma, en byrjaði svo aftur og lauk al- þýðuskólanámi 1907. Árið 1909 lauk hann miðskólanámi við und- virbúningsdeildina í Wesley Col- lege í Winnipeg og innritaðist sama ár við búnaðarháskólann. Þaðan útskrifaðist hann með B. S. A. stiginu 1914, og síðar, lík- lega 1925, fékk hann Master of Science stigið frá Minnesota há- skólaniím. Haustið 1914 varð hann kennari í búfræði (In- structor in Agriculture) við The Holland High School, og hélt' því starfi í tvö ár. Sumarið 1915 var hann settur Agricultural District Rrepresentative og var það þangað til hann innritaðist í herinn 1916. f hernum hafði hann Sergeants stöðu og var In • structor in Military Training, ÞULARDÆMI Eftir John Galsworthy Einu sinni bar svo við, að höfðingi Sæluvistar fór í ferð. seint um kveld að haustlagi. Þá voru fáeinar daprar stjörnur á lofti og tunglið ekki stærra en það sem skorið er framan af nögl. Og sem hann reið um stræti staðar síns, voru torg og tá svo dimm, að hann sá ekkert nema hvítt fax síns rafurbleika reiðskjóta. Leið hans lá þar um sem hann var lítt kunnugur og þá brá hestur hans venju, fór ekki á skeiði og lék ekki við taum heldur stiklaði varlega sitt á hvað, nam staðar öðru hvoru, hringaði makkann og reisti eyr- un, líkt og honum stæði beygur af því sem myrkrið huldi; jafn- framt var að heyra sem skepnnr væru á skriði og á stökki á báða bóga og framan í sér fundu þeir kalda gusti sem af snöggum vængjatökum. Að lokum snerist prinsinn í söðlinum en svo var þá dimt, að hann sá ekki fylgdarliðið. ‘Hvað heitir þetta stræti?” mælti hann. “Hátign, þetta stræti er kallað Vita Publica.” “Dimt er í því stræti.” Og sem hann talaði, rasaði hest- urinn, kom þó fótum fyrir sig, stóð skjálfandi í sömu sporum og varð ekki otað úr stað, hvern- ig sem eigandinn reyndi. “Á enginn ljósker í þessu stræti?” innti prinsinn. Fylgdarsveitin brá strax við og tók að kalla hátt og snjalt á einhvern með ljósker. Nú vildi svo til, að gamall maður vaknaði við köllin, hann svaf á heydýnu í hreysi. Þegar hann varð þess var, að sjálfur Sælu Prinsinn var kominn, þá skundaði hann til hans með skriðbyttu sína og stóð titrandi hjá hesti hans. — Myrkrið var svo mikið, að prins- inn sá hann ekki. “Kveiktu á ljóskeri þínu, gamli maður,” mælti hann. Sá aldraði gerði svo og hafði mikið fyrir. En er hann brá því upp, bar það daufa glætu á það sem fagurt var og ófrýnilegt, há- timbruð hýbýli, glæsileg gerði og garða pálmum prýdda; fyrir fótum hestsins sem prinsinn sat á, djúp hlandfor og á barmi hennar spyrnti sá góði gangvari fótunum; fram og aftur var að líta djúpar grafgötur, eins langt og skin luktarinnar náði, flór- hellur úr skorðum og slétt felda marmara tigla, forarpolla, laf- andi trjálimar, höfugar af gull- eplum, dökkjarpar rottur, gífur- lega stórar, þjótandi milli húsa. Öldungurinn hélt luktinni hærra, þá flögruðu að henni leðurblök- ur, og því að eins slöktu þær ekki ljósið, að þunnir hornskjáir híifðu. Prinsinn sat á hesti sínum, leit á þær grafgötur sem hann hafði farið um og þá grafninga sem framundan voru og tók til orða: “Þessi braut er háskasamleg nema lýst sé. Hvað heitir þú, aldraði maður?” “Cethru (ófrekur) heiti eg,” svaraði karlinn. • Þá sagði prinsinn: “Cethru! Þú skalt fara fram og aftur þetta stræti með Ijósker þitt, á hverju kveldi og alla nóttina. láttu sem það sé þitt skylduverk framvegis” — og hanh leit við Cethru: “Skilst þér, karl minn, það erindi?” Karlinn svaraði, rödd hans var rám og skelf sem í ryðugri hljóð- pípu: “Jú, jú — að ganga fram og aftur og halda ljóskeri mínu svo, að fólk sjái hvar það gengur.” Prinsinn tók í tauminn, vék hestinum, en karlinn tók í stig- reip hans. “Hversu lengi skal eg reka þetta erindi?” “Þangað til þú deyrð!” Cethru hélt ljósinu hátt, þá sáu þeir í andlit honum, lang- leitt, þunnleitt, líkt og sköruð eltiskinn, það brettist og titraði, en hárstrýið, þunt og og grátt, bærðist í gusti af leðurblökum, er þær flöktuðu kringum Ijósið. “Torsótt verk er það,” stundi hann, “og ljóskerið mitt er alt annað en burðugur gripur.” Prinsinn beygði sig með há- leitum tignarsvip og snart enni hins aldraða. Þangað til þú deyrð, gamli maður,” mælti hann aftur, benti fylgdarmönnum sínum að tendra kyndla sína við ljósker Cethrus og reið sem leið lá eftir bugum strætisins. Þegar hófahljóðið dvínaði, tók við þrusk er rdtturn- ar hlupu og niður af barða blaki. Cethru stóð einn eftir á stræt- inu og stundi þungan, skyrpti svo í lófana, herti á fornri kvið- aról, rak staf í höldu skriðbytt- unnar og hélt henni mittishátt, fetaði svo strætið. Honum varð seinfarið, leðurblökurnar slöktu á ljóskerinu, þá hlaut hann að staldra við og kveikja á því,\>ft varð honum fótaskortur og oft sloknaði Ijósið af því ræningjar stjökuðu við honum og slarkarar á heimleið. Leiðin var löng, hann kom um miðnætti á braut- arenda, það sem eftir lifði nætur staulaðist hann aftur sömu leið. Ljósgulur svanur aftureldingar svam hægt og seint upp elfur loftsins, milli hárra þekju bakka, teygði hálsinn milli dimmra loft- vatna og leit hann fara þrasandi með rjúkandi skar. Jafnskjótt og Cethru sá þann fugl sólu skininn, varpaði hann öndu af ánægju, settist fyrir og sofnaði þegar. Húsráðendur í Vita Publica urðu varir við þennan aldraða mann á ferli hverja nótt um stræti þeirra; við glætuna af ljóskeri, hans glitti á margt sundurleitt, vilpur og garða grindur, gluggalaus hreysi og fagurskorin hallarþil, eða þeir sáu geislana stöðva rásina og hanga í lausu lofti, líkt og skúfi daffodil blóma væri haldið að svartri laununga vqð. Og þá töl- uðu þeir svo: “Það er gott að sá gamli fari þessu fram — við sjáum betur til, hvert við erum að fara, og ef Varðsveitin á eitthvað erindi eða gera þarf að götunni, þá er birt- an af ljóskeri hans fullgóð handa þeim.” Og þeir stungu höfði út um dyr og glugga og kölluðu svo til hans: “Hóla! Cethru karl! Alt fer vel í okkar húsi og á strætinu fram- undan því.” En sá aldraði þagði við, hélt upp ljósinu svo að þeim bar eitt og annað fyrir augu úti á stræt- inu. Og engum var um að hann þegði, því að hver og einn átti von á að hann svaraði svo: “Já, já! Alt fer vel í yðar hús- um, herrar, og í strætinu fram- undan þeim.” Af þessu mislíkaði þeim við karlinn, að hann virtist ekk; kunna neitt nema halda ljóskeri sínu á loft. Og þeim fór smám- saman að þykja miður, að hann bar ljósglætu hjá húsum þeirra svo að þeir hlutu að sjá, ekki að eins skrautlega skorna hallar stafna og garða grindur með bjúgum teinum og steyptum laufum, heldur og aðra hluti mið- ur sjálega. Og þeir töluðu svo sín á milli: “Til hvers er þessi karl og hans hérvillu Ijósker? — Ekki þurfum vér hans með til að sjá það sem oss lystir að sjá, alt fór vel með oss áður hann kom til.” Svo þegar hann fór hjá þar sem ríkismenn sátu að veizlum, þá. köstuðu þeir til hans skurn- um gullepla og steyptu vín- dreggjum yfir höfuð hans úr staupum sínum, og reyfarar léku hann grátt og slarkmenn, fjötr- uðu hann við veggi, og þar hlaut hann að híma þar til góðmenni fór hjá og'leysti hann. Og altaf skygðu Iieðurblökur á ljósker hans með börðunum og reyndu að slökkva á því. Og sá aldraði hugsaði með sjálfum sér: “Mik- ið þrautastarf er að tarna, eng- um get eg gert til hæfis.” Samt hélt hann'nætur rölti sínu, af því Sæluvistar prinsinn hafði svo fyrir mælt og á hverjum morgni datt hann út af, þegar svaninn Ijósgula bar við loft. Lengi svaf hann samt ekki, því að hann hlaut að safna sefi í kveik óg bræða tólg til næturinnar, í Ijós- kerið, og því þornaði hann og mornaði og varð æ líkari elti- skinni í framan. Nú bar svo til, að kært var fyr- ir Borgarinnar Varðsveit, að rottur glepsuðu í fólk á braut- inni Vita Publica, hún þóttist ekki vita vissa skyldu sína til að eyða þeim skæðu kvikindum, hóf rannsókn, stefndi þeim bitnu persónum og krafði sagna. _____ hvernig þær vissu fyrir víst, að áverkarnir stöfuðu frá rottum en Garðræktuð Huckleber Hinn g-agnlegasti, fegursti og vinsæl- asti garðávöxtur sem tii er. Þessi fögru ber spretta upp af fræi á fyrsta ári. óviðjafn- anleg í pæ og sýltu. — Avaxtasöm, berin stærri en vanaleg Huckleber eða Blá- ber. Soðin með epl- um iímónnm eða súru aldini gera fín- asta aldinahlaup. Spretta í öllum jarð- vegi. Pakkinn 15c póstgjald 3c. SÉRSTAKT KOSTABOЗ10 fræ- pakkar af margskonar nytsön^um ný- fundnum garðávöxtum (HucklebePa meðtalin) er vekja undrun yðar og gleði, allir á 65c póstfrítt. ÓKEYPIS—Krýningar verðskrá auglýsir 2000 frætegundir DOMINION SEED HOUSE Oeorgetown, Ontario ekki öðru, á svo formyrkvaðri braut. En svo leið nokkuð Iengi, að vottar fengust ekki til að bera annað en það sem þeir höfðu heyrt, og með því að það var ekki lögleg sönnun, þótti Varð- ingjum vænlega horfa, svo mundi ljúka að þeir yrðu ekki neyddir til að vinna þetta leið- inda starf. En þá kom maður og sagðist sjálfur hafa séð rott- una sem beit hann, við birtuna frá ljóskeri hins gamla manns. En Varðingjum varð illa við, er þeir heyrðu þetta, því að þeir vissu að nú myndu þeir neyðast til að sinna þessu óþrifa verki, ef vitnisburðurinn sannaðist, og þeir sögðu: “Færið þennan karl hingað!” Cethru var færður inn skjálf- andi. “Hvað er þetta sem við heyr- um, gamli maður, um Ijósker þitt og rottuna? og í fyrsta lagi, hvað varstu að gera í Vita Publica á þeim tíma nætur?” Cethru svaraði: “Eg fór bara hjá með ljóskerið mitt.” “Segðu okkur eins og er: Sástu rottuna?” > Cetjiru hristi höfuðið: “Ljós- kerið mitt sá hana, máske.” Þá sagði Varða Rekkir: “Af- gamla ugla! Gáðu að hvað þú segir! Ef þú sást rottuna, hvað kom þá til þú fórst ekki og hjálp- aðir þessum óhepna borgara sem hún beit — í fyrsta lagi, til að forðast þá nagandi skepnu og þar næst til að taka hana af lífi, þar með leysandi almenning und- an hættulegu meini?” Cethru horfði á hann þegjandi litla stund, segir svo seinlega: ‘Eg fór bara hjá með ljóskerið mitt.” “Það hefirðu tjáð okkur,” sagði Varða Rekkir, “ekki er það neitt svar.” Cethrus eltiskinns kinnar urðu dökkar sem vín, svo gjarn var hann til máls og illa til fær. Og Varðsveitin hló ðg sagði: “Tarna er laglegt vitni!” (Framh.) TILKYNNING UM NÝJA TEGUND RIEDLE’S EXPORT -BEER- óviðjafnanleg að gæðum og ljúffengi ‘ BOCK BJóR” NÚ Á BOÐSTóLUM Framleidd hjá The Riedle Brewery Limited Stjórnað og starfrækt af eigandanum Fæst í vínbúðum stjórnarinnar, bjórstofum, klúbbum og hjá bjórsölumönnum. Eða með því að hringja upp 57 241 og 57 242 AUKIÐ VINNULAUN í MANITOBA This adverttsment is not inserted 'by the Govemment Liqnor Control Commission. Tht Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised l

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.