Heimskringla - 31.03.1937, Blaðsíða 2

Heimskringla - 31.03.1937, Blaðsíða 2
2. SíÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 31. MARZ 1937 ISLANDS-FRETTIR f nótt féll snjóflóð á Álftamýri í Arnarfirði og reif þar burtu í Rrnarfirði og reif þar burtu túngirðinguna á nokkru svæði, braut þakið af kúahlöðunni, tók þakið af fjósinu og fylti fjós tóftina fönn. Krýnar náðust þó lifandi, en Lvö lömb, sem voru í fjósinu, voru dauð, er til þeirra náðist.—Vísir, 26. febr. * * * Hermannaskór veiðast við Vestmannaeyjar Bátur einn í Vestmannaeyjum fékk á öngul s. 1. sunnudag er hann var að draga línuna, 6 pör af reimuðum hermannaskóm. Einn skórinn var mektur töl- unni 450. Skórnir virtust hafa legið skamman tíma í sjó. —Mbl. 2. marz. * * * 13 þjófar handsamaðir Lögreglan handsamaði 13 þjófa í vikunni sem leið. Eru þetta alt unglingar, sá elsti að- eins 23 ára gamall., Þessir 13 menn hafa játað á sig alskonar þjófnaði og inn- brot. Frá því hefir áður verið sagt, að þjófnaðir færu mjög í vöxt í bænum (Reykjavík). Rannsóknarlögreglan er að- eins skipuð einum manni. Hefir Jiann svo að segja unnið bæði nótt og dag undanfarið við að upplýsa þjófnaði.—Mbl. 28. feb. * * * Byrjað á byggingu barnaheimilis í Vesturbænum BarnaVinafélagið ‘Sumargjöf’ hygst að koma upp fullkomnu dagheimili fyrir börn úr Vestur- bænum á “Grund” og er fastlega búist við að dagheimili þetta geti tekið til starfa í vor. Bæjarstjórn hefir látið félag- inu Sumagrjöf eftir rústinar af gamla elliheimilinu “Grund” og lóðina sem því fylgdi. í gær voru undirritaðir samningar um bygg- ingu dagheimilisins. — Rituðu undir samningana, borgarstjóri, Pétur og Steingrímur Arason f. h. “Sumargjafar”. Verður nú strax hafist handa á bygging- unni. Grund er einkar hentugur staður fyrir barnaheimili og er búist við að hægt verði hafa þar jafnmörg börn og í “Grænu- borg”, eða um 100 börn á dag. —Mbl. 26. feb. * * * “Flest tilkomulítið” samanborið við sögurnar Khöfn, 1. marz í tilefni af útgáfu Hjálmar AI- vings af íslenzkum fornsögum á sænsku, en af þeirri útgáfu er annað bindi nýlega komið út, flytur Svenska Dagbladet í dag langa og ítarlega ritgerð um ís- lenzkar fornsögur og frásagnar- list íslendinga til forna. Höf- undur ritgerðarinnar heitir Se- lander. Ritgerðinni lýkur með þessum orðum: “íslenzkar fornsögur eru þannig lagaðar bókmentir, að mest af öðru því, sem heims- bókmentirnar hafa að geyma, verður tilkomulítið við þeirra hlið.—Mbl. 2. marz. ■ * * * Séra Bjarni Jónsson tilnefndur vígslubiskup Samkvæmt lögum nr. 38, 30. júlí 1909 um vígslubiskupa, er nýlega um garð gengin tilnefn- ing vígslubiskups fyrir Skál- holtsbiskupsdæmi hið forna, í stað vígslubiskups Sigurðar Sí- vertsen prófessors, sem fengið hefir lausn frá þeirri þjónustu. — Þegar talning atkvæða fór fram í gær, höfðu 44 tili^efning- ar borist biskupi, en 74 hafa kösningarrétt. Féllu atkvæði svo sem hér segir: Bjarni Jónsson dómkirkju prestur og prófastur hlaut 26 at- kvæði. Ásmundur Guðmundsson próf. hlaut 6 atkv. Að öðru leyti dreifðust at- kvæðin milli 7 andlegrar stéttar manna.—Vísir, 26. febr. * * * Kallio tekur við embætti Osló, 1. marz Kallio, hinn nýkjörni forseti Finnlands, tók við embætti sínu í dag. Athöfnin fór fram í dag í þinghúsinu í Helsingfors, og voru viðstaddir sendiherrar er- lendra ríkja. Kallio flutti síðan ræðu, sem alment er talin nokkurskonar stefnuskráræða fyrir kjörtíma- bil hans. Hann sagði meðal annars, að Finnar vildu vinna að því, af öll- um mætti að styðja Þjóðabanda- lagið og að þeir vildu eiga vin- áttu við allar sínar nágranna- þjóðir. Þá sagði hann að Finnar vildu fylgja þeirri þróun í félagsmái- um, sem orðið hefir ríkjandx á Norðurlöndum.—Mbl. 2. marz * * * Próf. Guðbr. Jónssyni boðið til Hollands Það eru nú nokkur ár síðan próf. van Hamel frá háskólanurn í Utrecht kom hingað með fyrsta hollenska stúdentahópinn. En síðan hefir áhugi fyrir fslandi farið sívaxandi í Hollanldi. f hitteðfyrra höfðu þeir próf. Ai- exander Jóhannesson og próf. van Hamel skifti á störfum, svo að van Hamel kendi misseri við Háskóla íslands, en próf. Alex- ander misseri við Háskólann í Utrecht. Auk þess hélt próf. Alexander fyrirlestra utan Há- skólans, sem var tekið ágætlega. Nú hefir háskólinn í Nijmegen boðið próf. Guðbrandi Jónssyni að flytja þar fyrirlestra um ís- lenzk fræði nú á þessu ári og vera gestur háskólans á meðan. Have the Business POINT OF VIEW ? • Dominion Business College students have the advantagi of individual guidance in the all-important factors of business personality, conduct, and approach. No matter how thoroughly you know the details of office work, you must be able to sell your services, and this is now just as much a part of Dominion . training- as Shorthand, Typewriting, Bookkeeping, or any of the other courses in which Dominion leader- ship has been recognized for over twenty-five years. Business is better! Employment is increasing! Prepare for it. DOMINION BUSINESS COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. Jiames, St. John’s Það er enn vafasamt, hvort próf. Guðbrandur sér sér fært að þiggja boðið, en það væri skaði, ef það gæti ekki tekist, því ísland hefir ekki ofmörg tækifæri til að vekja á sér eftir- tekt. Háskólinn í Nijmegen er háskóli kaþólskra manna, en rúmur þriðjungur Hollendinga játar kaþólska trú. —Vísir, 25. febr. * * * íslenzkar fornsögur á sænsku Nýlega er komið út í Svíþjoð hjá Albert Bonnier annað bindi af íslenzkum fornsögum í sænskri þýðingu. Hefir Hjálm- ar Alving þýtt sögurnar og séð um útgáfuna. í fyrra bindi var Eyrbyggjasaga og Laxdælasaga, en í þessu síðara bindi er Gísla saga Súrssonar og Grettissaga. — Sögunum fylgir formáli og ýmsar skýringar og kort af sögustöðum. Fyrirhugað er að þessi sænska útgáfa af íslend- ingasögum verði í fimm bindum. — í þremur síðustu bindunum verða meðal annars þessar sög- ur: Njálssaga, Egilssaga Skallagrímssonar, Vígaglúms- saga.Hrafnkelssaga, Hænsna- Þórissaga, Gunnlaugssaga Orms- tungu, og Bandamannasaga. — Hjálmar Alving hefir valið sög- urnar í samráði við prófessor Sigurð Nordal og fékk hug- myndina að þessu útgáfuverki er prófessor Nordal hafði flutt er- indi sín í Stokkhólmi fyrir nokkrum árum. Nokkru fyiúx aldamót komu út örfáar af is- lendingasögunum á sænsku, en þýðingarnar þóttu stirðar og náðu sögurnar minni útbreiðslu en vænta mátti.—Vísir, 25. feb. RÆÐ A flutt á fylkisþingi Manitoba 26. febr. 1937 af Salome Halldórsson þingfulltrúa fyrir St. George kjordæmi. Herra þingforseti! Þar sem eg er nýr og óreynd- ur meðlimur þessa þings vi' byrja þátttöku mína í umræðum þess með því að árna þér heilla í hinu virðulega embætti, og láta gleði mína í ljós yfir þeim heiðri er þú hefir hlotið í sambandi við það. Sama vil eg segja í garð hins háttvirta foringja conserva- tíva flokksins. Þess var getið í gær í fjölmenni að hann hefði verið lærisveinn minn þá er hann var í ellefta skólabekk. Eg hafði vonast eftir að þetta kæm- ist ekki í hámæli en úr því sem komið er vil eg taka það fram að ekki vil eg bera neina ábyrgð á orðum hans eða athöfnum. Ef hann vildi nú taka tilsögn hjá mér svo sem eins árs tíma mætti vel vera að kenslan bæri betri árangur. Um leið og eg minn- ist þessa vil þó þakka bæði hon- um og móður hans fyrir hve vel þau komu fram gagnvart mér meðan eg gengdi því þýðingar- mikla starfi að vera kennari hans. Foreldrar mínir voru í flokki frumbyggja þessa lands, fluttu hingað fyrir hálfri öld síðan, frá fslandi — landi hinna fornu vík- inga. — Forfeður mínir voru hraustir og harðgerðir, og frels- isástin var þeim í blóð borin, þeir urðu fyrstir manna til að setjá á stofn þjóðkjörið fulltrúaþing í landi sínu. Fyrir sjö árum síðan sendi þetta þing tvo fulltrúa til íslands til að heiðra þúsund ára minningu þessa elzta löggjafar- þings heimsins. Annar fulltrú- inn var Ingimar heitinn Ingjald son, sem þá var hér fylkisþing- maður. Kær og mikilsvirtur vin- ur. Hinn var núverandi dóms- málaráðherra Mr. Major. Eg hafði mikla ánægju af að heyra þá báða ávarpa mannfjöldann á Þingvöllum við það tSekifæri. Eg hefi haft þennan formála vegna þess mig langar að til- einka mér sjálfri sögu og hug- sjónir forfeðra minna. Eg er einn af þessum frelsiselskandi frumbyggjum, með sterkum vilja til að leita nýrra og betri heima.. Og eg vona að eg mæti örðugleikunum með sama hug- rekki og fr^umbyggjarnir, for- eldrar mínir, og forfeður mínir víkingarnir. Þar sem eg er eina konan á þessu þingi, skoða eg það stóran heiður og sérréttindi fyr- ir mig að vera fulltrúi allra kvenna fylkisins. Eg hefi mikið traust á kvenþjóðinni. öldum saman hafa þær varðveitt heim- ilissjóðinn og stjórnað heimilun- um, og að öllu saman töldu hax'a þær stjórnað vel. Stjórn er ekki annað en stórt heimilishald. Ef þeir karlmenn sem hafa haft landstjórnina með höndum hefðu stjórnað eins vel, værum við nú ekki stödd í efnalegu öngþveiti, sem forustumenn vorir virðast ekki sjá neinn færan veg út úr. En það er góðs viti að nú eru konurnar farnar að gera hávæx- ar kröfur til umbóta. Mathew Arnold segir: “Ef einhvern tíma kemur sú stund að konurnar fylki liði til að vinna að vel- ferð mannkynsins, þá verður það slíkt afl að heimurinn hefir aldrei þekt annað eins”. Og Sam- uel Crowther segir: “Meðan nógir eru peningar er þetta heimur karlmannanna, þegar peninga skortir er það heimur konunnar. Þá kemur kveneðliö fram. Þá fær hún að ráða fram úr, og það er ástæðan fyrir því að þrátt fyrir alt sem fram hefii komið stendur þó heimurinn enn.” Eg er fulltrúi fyrir St. G^orge kjördæmi, landið milli vatnanna. Þetta kjördæmi er ekki eins auð ugt að náttúrugæðum eins og sumir aðrir hlutar fylkisins. — Blandaður búskapur og fiski- veiðar eru aðal atvinnuvegirnir. Þar sem allar afurðir búanna eru nú í lágu verði og markaður stopull bæði fyrir fisk og hey. hefir þessi hluti landsins lítið séð af því góðæri og vellíðan sein blöðin eru sífelt að guma af. — Samt eru viðfangsefnin þau sömu hér og annarstaðar í fylk- inu. Og vil eg nú drepa á nokk- ur af þeim. Skal eg þá fyrsl nefna skólamálin. Hvei'gi í kjör- dæminu eru laun kennaranna sambærileg við ábyrgð og þýð- ingu þess starfs sem kennurun- um er ætlað að leysa af hendi. Eg hefi heyrt að sumstaðar fái kennarar aðeins 30 dali um mán- uðinn. Og mér er persónulega kunnugt um nokkra sem er borg- að 35 dalir á mánuði 9 mánuði úr árinu. Herra þingforseti, kenn- ara stéttin á að byggja upp kom- andi kynslóð og búa hana undir l’fið. En við borgum þeim ekki svo þeir geti lifað sæmilega. Méx þótti vænt um að heyra að eitt- hvað á að auka fjárframlög ti! kenslumála. En verður sú aukn- ing svo að hægt verði að gjalda kennurunum sæmilegan lífeyri? Sumir af kjósendum mínum hafa stUngið upp á því við mig að fylkið ætti að taka að sér inn- heimtu skóláskattsins og bera ábyrgð á greiðslu kennaralaun anna. Hvaða aðferð sem höfð verður, er þetta málefni, sem krefst úrlausnar. Fátækra hjaip sú er sveitafélögin eru fær um að veita er bæði mjög af skorn- um skamti, og erfitt að fá hana. Eg átti nýlega tal við verzlunar- mann, sem var þá nýbúinn að láta af hendi 30 dala virði af vörum til manns, sem var als- laus, vegna þess að hann gat ekki vitað til þess að fjölskyldan væri látin svelta. Eg er sann- færð um að það lendir oft á kaup- mönnunum að bæta þannig úr bágindum manna, og bera byrð- ar sem sveitin eða fylkið ætti að bera. Ýmsir hafa hreyft því við mig að bændasynir, sem vilja byrja búskap ættu að fá sams- konar styrk eins og alslaust fólk úr bæjunum, sem styrkt er til að flytja út í sveitir. 1 En það mundi taka afar langan tíma að minnast sérstaklega á, hvert eitt þeirra vandamála sem nú liggja fyrir. Þau eiga öll rót sína að rekja til hinnar sömu or- sakar. Og það er sú megin or- sök sem við verðum að snúa okk- ur að, og ráða fram úr. Það sem öll okkar fjárhags vandræði snúast um er það að við kunnum ekki að notfæra okk- ur framleiðsluna. Við höfum ært að framleiða svo mikið vörumagn að nægja mætti öllurn :>örfum en ekki að dreifa því eða útbýta meðal neytendanna. Herra þingforseft! Þetta er mikilvægasta málefnið, það snertir alla íbúa fylkisins. Og ætti því að vera höndlað með einbeittum umbótahuga og djarfleik af löggjafarþinginu. — Við stöndum nú á þeim vegamót- um, þar sem engar bráðabirgða úrlausnir duga lengur. Við verð- um að gera eitthvað sem varan- leg uppbygging er í. Við vitum öll að fjöldi fólks lifir við sár- ustu neyð og fátækt þrátt fyrir það að vaxandi þekking og vís-^ indi hafa margfaldað framleið- slu magnið. Og við verðum, hver og einn, sem eigum sæti á þessu þingi að vinna saman í einlægni og með samúðarríkum skilningi, að því að bæta hag þeirra sem við höfum verið kosin til að þjóna. — Látum okkur gleyma öllum smákriti, og at- huga hve slík deiluefni eru lítil sigld sama nborið vað þá líís- baráttu sem þeir verða að ganga í gegnum, sem hafa trúað okkur fyrir málum sínum. Eg veit að hver og einn ykkar væri viljugur að hefjast handa til að bæta úr neyð fólksins, ef hægt væri að sannfæra ykkur um að einhver leið væri út úr vand- ræðunum. Þessvegna vil eg nú virðingarfylst leggja fram fyrir ykkur hvern og einn, til alvarleg- ustu íhugunar, athugasemdir og útskýringar á því skipulagi, sem við nú höfum á útbýting fram- leiðslunnar. Og eg ætla að láta ykkur sjálfa dæma um það hvort þetta skipulag er bygt á heil brigðum grundvelli og líklegt til að bera þann árangur, sem það ætti að gera: að dreifa vinnu- arðinum meðal þeirra sem að framleiðslunni starfa. Hver sem vill veita eftirtekt þeim staðreyndum, sem fyrir hendi eru, hlýtur að sjá það að hverju því landi sem á yfir að ráða náttúrugæðum, svo sem frjósömum jarðvegi, námum og vatnsafli, og hefir þar að auki ó- notaðan mannafla, hlýtur að vera það í lófa lagið að fram- leiða það sem þarf til lífsfram- færslu, enda er það viðurkent, af flestum, að menningarlöndin svonefndu, hafi ráðið fram úr framleiðslumálunum. En að örð- ugleikar þeir, sem nú eru á fé- lagsmálum, stafi af því einu að við höfum enn ekki lært að dreifa framleiðslunni meðal þeirra, sem eiga að neyta henn- ar. Mikill hluti fólks fer nú á mis við lífsnauðsynjar lífsþæg- indi og þroskaskilryði, vegna þess að menn geta ekki gert kröfur sínar til lífsgæðanna gild- andi. Þrátt fyrir það að þessi gæði eru til í ríkum mæli. Með öðrum orðum, menn hafa nú þegar framleitt gæðin úr skauti náttúrunnar en fjöldi fólks hefir ekki gildandi kröfur í höndum til þess að fá sinn réttmæta hluta af gæðunum. Þetta er það, sem við höfum í huga þegar við töl- um um að við höfum ráðið fraxn úr framleiðslu málunum, en ekki skiftingu framleiðslunnar. Á frumstigum menningarinnar voru vöruskifti eina verslunin, en fljótt lærðu menn að nota gjaldmiðil, peninga, í einhverri mynd. Og nú má svo heita að öll viðskifti sé gerð með gjald- miðli. Gjaldmiðillinn er því á- hald til að dreifa félagsfram- leiðslu meðál félagsmeðlima eða skifta henni fyrir framleiðslu annara félagsheilda. Enginn getur því eignast sjálfstæða skoðun á því hvernig ráðin verði bót á efnalegum mannfélags- meinum nema hann kynni sér eðli og þýðingu gjaldeyrismál- anna, fésýsluna. Sérstaklega er þetta skylda okkar sem kosin höfum verið til að ráða fram úr málefnum þessa skuldsligaða fylkis. Hér í fylkinu mætti margt gera til bóta og almennings- heilla — t. d. eigum við nógan efnivið, mannafla og annað það, sem heyrir til húsa og vegagerða ef ekki væri hið úrelta fésýslu fyrirkomulag, sem gerir fram- kvæmdir þessara nauðsynja verka ómögulegar nema með því að auka við skuldirnar sem nú þegar eru vaxnar okkur langt yfir höfuð. Stjórn Bandaríkjanna réði ár- ið 1935 sjötíu sérfræðinga til að mæla og gera áætlanir um fraxn- leiðslu og framleiðslu möguleika þjóðarinnar. Niðurstöður þess- ara rannsókna hafa nú verið birtar undir nafninu “The Chart of Plenty”. Yfirlit þessara sér- fræðinga er yfir árið 1929 en það ár stóðu verklegar framkvæmd- ir á hærra stigi en þær hafa nokkurntíma náð fyr eða síðar. Samt sýndu rannsóknir þessar að nær helmingur þjóðarinnar, eða 42 af hundraði lifði við ör- birgð og basl. Það sem þetta fólk bar frá borði í baráttunni fyrir lífinu, var langt frá því að geta veitt þeim heilsu eða þroska, því síður að fullnægja þeim kröfum er sæmilega mann- aður maður gerir til lífsins. — Þetta virðist sanna það að öi'- birgðin býr meðal okkar jafn- vel þegar bezt lætur í ári. f nið- urlangs orbum sérfræðinganna má meðal annars lesa þetta: “Rannsóknir okkar hafa leitt það í ljós að fólk lifir við skort í Bandaríkjunum, og hefir altaf gert. En þær sýna einnig að á- standið þarf ekki að vera þannig í framtíðinni. Náttúru auðlegð, mannafli og verkleg þekking, í landinu er nægileg til þess að uppfylla þarfir eða skynsamleg- ar kröfur íbúanna, væri fram- leiðslan rekin með það takmark fyrir augum.” Leiðin út úr þessu öngþveiti virðist liggja í augum uppi. Fóik- ið hefir ekki kaupmagn í hönd- um svo það geti notfært sér framleiðsluna, eða möguleikana til nýrrar framleiðslu. Nú er kaupmagnið algerlega skapað aí mönnunum sjálfum og stjórnað af þeim. Þeir geta aukið það eða minkað eftir vild. Undir nú- verandi fésýslu fyrirkomulagi, er öll útbýting kaupmagnsins i höndum vissra manna sem haga henni eftir því, sem þeim sýnist arðvænlegast fyrir sjálfa sig. Nú er framleiðslan undir því komin að hægt sé að selja það, sem framleitt er. Þegar ekki er hægt að selja er framleiðslan stöðvuð. En sölumöguleikar eru háðir því kaupmagni, sem fólk hefir í höndum. Framkvæmdirn- ar verða því að sníða sér stakk eftir því kaupmagni peningum, gjaldmiðli, sem fólkinu er út- hlutað bf þeim sem ráðin hafa. Það liggur í augum uppi að ekki er alt með feldu, þegar fésýslan er látin hindra framkvæmdir nauðsynlegra verka, þó næg efni og mannafli sé fyrir hendi og á þetta engu síður við okkar auð- uga fylki Manitoba heldur Bandaríkin. Við þurfum að koma fésýslunni í það horf að kaup- máttur fólksins samsvari fram- leiðslu möguleikum þeim, sem fyrir hendi eru. Margir eru að tala um að við fáum nú bráðum aftur betri tíma, jafnvel þó að hægt væri að setja af stað eitthvað líkt því, sem við höfum áður kallað “boom” hefir reynsla undanfar- inna ára sýnt að það útrýmir ekki örbirgðinni. Þó líðan manna skánaði í bili mundu eftirköstin verða önnur verri kreppa en sú sem við nú erum að fara í gegn um. Eg býst nú við að eg hafi sagt nóg til að gera það Ijóst að þó við reynum að gera einhverjar um- i i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.