Heimskringla - 14.04.1937, Blaðsíða 8

Heimskringla - 14.04.1937, Blaðsíða 8
8. SÍÐA. HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 14. APRÍL 1937 FJÆR OG NÆR Sækið messurnar í Sambandskirk j unni Næstkomandi sunnudag verð- ur messað þar tvisvar eins og undanfarið — á ensku kl. 11. f. h. og á íslenzku kl. 7. e. h. — Sunnudagsskólinn kemur saman kl. 12.15. * * * Messa í Wynyard sd. 18. þ. m. kl. 2 e. h. á ensku. Ræðuefni: Why Should the Young People Support an Icelandic Church?— Lenora og Elmina Axdal munu syngja tvísöng (duet). * * * Séra Guðm. Árnason messar á Langruth næstkomandi sunnu- dag (18. þ. m.) * * * í Sambandskirkjunni í Árborg verður messað n. k. sunnudag (18. apríl) kl. 2. e. h. — Safnað- arfundur á eftir messu. * * * Enskur gamanleikur í þremur þáttum verður sýndur í samkomusal Sambandskirkjunnar næstkom- andi þriðjudags- og miðviku- dagskvöld, 20. og 21. þ. m. undir umsjón safnaðarnefndar ensku- mælandi safnaðarins. Leikurinn heitir “The Dover Road”. Leik- stjórinn er Bartley Brown. f leiknum taka þátt, Miss Ruth Barker, Miss Iva Withers, Miss Guðný Sigmundsson, Mrs. Ella Milne, Mr. Leo Barnes, Mr. Frank Syme, Mr. John Gallant og Mr. Bartley Brown. Umsjón með leiksviðinu og útbúnað þess hafa Mr. Edward Halldórsson og Rögnv. F. Pétursson en úthlut- un inngangsmiðanna og prentun á program hefir Mr. Sig. Sig- mundsson með höndum. Leikur- inn er bráð skemtilegur, og vel þess verður að taka tíma til að sjá. Hann byrjar kl. 8.30 og inngangur verður aðeins 25c. J. E. Straumfjörð, Lundar, Man., er staddur í bænum í dag. ÍSLENZKA BAKARÍIÐ 702 SABGENT AVE., Winnipeg Einasta íslenzka bakaríið í borginni Islenzk bakning af allri tegund. Pantanir utan af landi afgreiddar fljótt og vel. Sími 37 652 Laugardagskvöldsskemtun fer fram aftur næstkomandi laugardagskvöld í samkomusal Sambandssafnaðar eins og und- anfarið. Komið og skemtið ykk- ur með spilum og kaffidrykkju. Að því loknu getið þið sungið, leikið ykkur og dansað gamla dansa. Skemtunin fer fram undir umsjón hinna yngri kvenna safnaðarins og halda þær áfram að undirbúa hana svo.að allir, bæði ungir sem gamlir hafa ánægju og skemtun af því. Fjölmennið! * * * Gjafir til Sumarheimilis barna Afhent “Hkr.” Jón Pálmason, Keewatin....$1.00 * * * Jósep Stefánsson dáinn Á laugardagsnóttina 10. þ. m. um .miðnætti, andaðist að heim- ili sínu 563 Simcoe St., hér í bæ, | Joseph Sigurjón Stefánsson, 71 árs að aldri, fæddur 27. febr. 1866 að Torfastöðum í Vopna- firði. útförin fór fram frá heim- ilinu þriðjudaginn 13. þ. m. Séra Rögnv. Pétursson jarðsöng. * x x Á sumardaginn fyrsta (22. apríl) heldur Kvenfélag Sam- bandssafnaðar samkomu í kirkj- unni á Banning og Sargent, sem mjög hefir verið vandað til. Á skemtiskránni, sem birt er á öðr- um stað í þessu blaði, eru nöfn margra þeirra, sem snjallastir eru vor á meðal að skemta. Auk skemtunarinnar bíða þarna veit- ingar; inngangur er ókeypis, en samskot tekin. * * * Meðlimir söngflokks Sam- bandssafnaðar, undir stjórn Pét- urs Magnús eru beðnir að mæta stundvíslega kl. 8 e. h. á fimtud. 15. þ. m. Áríðandi að allir sæki æfingu og komi á tíma. H= * * Mrs. Guðrún Johnson, kona Marteins Johnson, Gimli, dó s. 1. laugardag að heimili þeirra hjóna. Hún var 52 ára að aldri. Jarðarförin fór fram í gær. * * * Guðm. Grímsson dómari frá Rugby, N. D. kom ásamt frú sinni til bæjarins s. 1. fimtudag. Hann fór norður til Gimli að finna Grím bróður sinn. Sumarmála Samkoma Kvenfélag Sambandssafnaðar minnist sem að undanförnu sumarkomunnar með skemtisamkomu er haldin verður í fundarsal kirkjunnar FIMTUDAGSKYELDIÐ 22. þ. m. (Sumarkveldið fyrsta) kl. 8. e. h. SKEMTISKRÁ = 1. Ávarp forseta 2. Vocal Solo.............Mrs. K. Jóhannesson 3. Upplestur....................P. S. Pálsson 4. Violin Duet....Pálmi Pálmason, Fred Woodard 5. Ræða...................Thorvaldur Pétursson 6. Vocal Solo......................P. Magnus 7. Piano Solo..............Ragnar H. Ragnar 8. Veitingar. Inngangur verður ekki seldur en samskota verður leitað meðan á skemtiskránni stendur. Fjölmennið og fagnið sumri! Forstöðunefndin Ársfundur Quill Lake-safnað- ar í Wynyard verður haldinn fimtudag 22. apríl (sumardag- inn fyrsta) kl. 2 e. h. stundvís- lega í samkomusal Sambands- kirkjunnar í Wynyard. Þess er 1 vænst, að menn fjölmenni. * * * Dr. S. E. Björnsson frá Árborg Man., kom til bæjarins s. 1. fimtudag. Hann kom í bíl með •sjúka konu, er skorin var upp , við botnlangabólgu. Konan var pólsk. * * * Guðm. Lambertsson úrsmiður frá Glenboro, Man., var staddur i í bænum í verzlunarerindum fyrir helgina. * * * Jón Kernested frá Winnipeg Beach, Man., var í bænum s. 1. fimtudag. Hann var að finna mentamáladeild fylkisins við- víkjandi skólamálum' sinnar bygðar. x * * Ágúst Einarsson frá Árborg, Man., kom til bæjarins s.l. fimtu- dag. Hann sagði mikla sölu hafa verið á heyi nyrðra undanfarið. en verð hefði verið skammarlega lágt,- hæst $5 fyrir tonnið. — Sveitin hefði umsjón með þess- ari sölu. Kaupmenn kvað hann áður hafa boðið $8 í hey en sveitin hefði farið á stúfan-t og slegið sér fyrir söluna og tekíð úr þeirra höndum. Pantanirnar heyrði hann sagt að væru flestar frá Saskatchewan-stjórninni. — Mr. Einarsson sagði snjó nú að mestu leystan. Vor hefð,i verið þurt og kalt og spursmái hvort ekki mundi há gróðri ef ekki rigndi bráðlega. * * * Skertitisamkomu heldur Karlakór fslendinga í Winnipeg 4. maí 1937 í Good Templara húsinu á Sargent Ave. Nánar auglýst síðar. H= * * Einar G. Eiríksson lyfsali frá Cavalier, N. D. og Jón ólafsson fyrv. þ.m. frá Garðar, komu snöggva ferð til bæjarins s. I. mánudag. * * x Ungfrú Guðný Eyjólfsson frá Víðir, Man., leit inn á skrifstofu Heimskringlu s. 1. fimtudag. — Sagði hún að um 100 manns hefði verið með lestinni frá Ár- borg áminstan dag. Fargjald er selt á sérstaklega lágu verði einu sinni í mánuði, og fólk sem til Winnipeg þarf að skreppa, notar sér það.Frá Víðir voru auk ungfrú Eyjólfsson, Mrs. E. Hólm og sonur hennar, Steinþór, ^nn- fremur Albert Hólm, Mrs. Svan- fríður Hólm og 'Steindór Árna- son. * * * í grein minni “Hví ekki Snow Bunting” í 25. t.bl. Hkr. eru eft- irfylgjandi prentvillur: Paptores fyrir Raptores. Lanius Borelolis fyrir Lanius Brealis. Árni S. Mýrdal * * * Lestrarfélagið á Gimli heldur skemtisamkomu föstudagskveld- ið 30. apríl í samkomuhúsinu á Gimli. Margbrotin skemtun. * * * Jón Finnsson frá Oak Point, Man., er staddur í bænum í dag. DO YOU PLAY 0 BRIDGE? a The Junior Women of the First Icelandic Federated Church cordi- ally invite you and your friends to play Bridge Saturday nights, start- ing February 20th in the Church Parlors, Sargent and Banning. Unusual prizes being offered. Refreshments served, followed by sing-song and dancing. Come and enjoy a real sociable evening with your friends. ADMISSION 25c Bridge starts 8:15 sharp Bækur óskast til kaups Eftirfylgjandi bækur verða keyptar sanngjörnu verði á “Heimskringlu”. 1. Sagan af Fastusi og Ermenu Gimli, Man., G. M. Thomp- son, 1892. 2. * Hellismannasaga: Winnipeg Prentfélag Heimskringlu 1889. 3. Krókarefssaga: útg. Sigur- björn Jónsson. — Selkirk Prentsmiðja Freyja 1900. 4. Parmes Loðinbjörn: Gimli. G. P. Magnússon 1910. 5. Sagan af Nikulási konungi leikara. Wpg. — Prentfélag Heimskringlu 1891. 6. Almanak O. S. Thorgeirsson- ar 1895. Wpg. — Prentsm. Lögberg 1894 (Þetta er fyrsta ár Almanaksins). Þeir sem kynni að vilja selja tiltaki verð og skrifi ráðsmannl Hkr. ❖ * * Eggert Sigurðsson í Selkirk, Man., maður um áttrætt, dó síð- ast liðinn föstudag að heimili sínu. Hann var jarðsunginn í gær. X X X Gott heimili til sölu með sumareldhúsi í bænum Lundar, Man., nægu og góðu vatni, tvfiim ekrum af landi, góðu hænsnahúsi fyrir 150 hænsni, íshúsi, verkfærasmiðju, fjósi, hlöðu og fóðurgeymslu- kofa, öllu vel viðhaldið. Sölu- skilmálar $885 í peningum. Enn- fremur ef æskt er 160 ekrur'af góðu landi 2 mílur frá Lundar. Semja má um skilmála á því. — Þessi niðursetta sala stafar af veikindum eiganda, er í annað loftslag verður að fyltja. Snú’* yður til J. E. Straumfjörðs, Lundar, Man. * * Til leiðbeiningar Samkvæmt ný út gefinni til- skipun utanríkisdeildarinnar í Ottawa verða allar beiðnir um vegabréf (Passports) til Evrópu að ransakast nákvæmlega, áður en vegabréf er gefið út. Afleið- ingarnar eru því óumflýjanlega þær, að það tekur^niklu lengri tíma en áður, fyrir þá sem til Evórpulandanna ferðast að fá vegabréf. Það er því nauðsyn- legt fyrir þá sem til þeirra Ianda ætla að ferðast að taka þessa breytingu til greina og sjá um að beiðnir um vegabréf séu sendar til utanríkisdeildarinnar í Ottawa í tæka tíð. Frekari upp- lýsingar um þetta og alt annað sem að Evrópuferðum lýtur geta menn fengið með því að skrifa eða síma til J. J. Bíldfell, 238 Ar lington St., Winnipeg. — Sími 72 740. * * * Herbúnaðar standið Oft við hryllir henni mér Háðum spillingunni Glæpa fryllan auðsæ er Undir gyllingunni. Magnús Anderson * * * Þann 31 marz 1937 lézt á Almenna sjúkrahúsinu í Kenora, Ont., unglings pilturinn H«er- mann Sigurðsson, sonur Magn- úsar Sigurðssonar og konu hans Margrétar Þorsteinsson (dáin fyrir fimm árum). Hermann var fæddur 4. okt. 1920. Hann var stiltur og gætin piltur. Mannsefni bezta í allri framkomu. Unnu honum allir er hann þektu. Er hans nú sárt saknað af föður, sex systrum og bróður. Alúðar þakklæti vilja að- standendur votta skyldum og vandalausum fyrir þá samúðar hluttekningu er sýnd var við hið áminsta sorgar tilfelli. . B. Magnússon * x x Gott og bjart framherbergi til leigu án húsagagna. 591 Sher- burn St., Sími 35 909. Kaupið Heimskringlu Borgið Heimskringlu Kjörkaup á íslenzkum mat Harðfiskur.....18c pundið Kryddsíld.......25c dósin Mjólkurostur .. . 40c pundið Pöntunum utan af landi veitt skjót afgreiðsla. Einnig til sölu hjá: West End Food Market sími 30 494 og Kjartan ólafsson, Lundar, Man. G. FINNBOGASON Sími 80 566 641 Agnes St. Wpg. VERZLUNARNÁMSKEIÐ Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi hefir til sölu nám- skeið við alla höfuð verzlunar- skóla bæjarins með vægum kjörum. Ungt fólk er hefir i huga að leggja fyrir sig verzl- unamám ætti að leita upplýs- inga um Iþetta. Talið við eða símið: Á. P. Jóhannsson, 910 Palmerston Ave., sími 71177. HVAÐ ER ÁTTH AG AFRÆÐI ? Frh. frá 7. bls. Eg kalla það “að sitja á hljóð- færínu” — því ekkert hljóðfæri í heiminum er dásamlegra en raddfæri í litlu barni. Þér ætt- uð að heyra fimm ára krakkan “mína” í Grænuborg syngja upp- áhalds skólasöngvana sína eins og t. d. þessi stef: Hafragrautur eina yndið mitt er, hæ, lýsi, lýsi — rúgbrauð og smér! Eða: - Hæ, við hoppum, hó, við skoppum —» hendumst skólann í. Læra að lesa og reikna, leika, skrifa og teikna — það er gagn að því! Mér finst, að okkar ágætu skáld ættu að yrkja meira fyrir börnin en þau gera — því um leið yrkja þau líf í nýja kynslóð. Það er að færast mikið í fang — en ekki að leggjast lágt. Það þarf að matreiða máltíð fyrir börnin, svo þau Jíomi því upp í sig. Þau verða ekki mötuð á skaftpottum! • — Hvaðan er átthagafræðin upprunnin ? — Hún mun talin upprunnin í Þýzkalandi, en hún er alheims eign og alheims kensluaðferð. f Bandaríkjunum og Svíþjóð hefir hún frjóvgast mikið. En svo er um þessa kensluaðferð, að hver þjóð um sig, verður að færa hana í þjóðlegan búning, svo hún geti komið að tilætluðum notum —því sinn er siður í landi hverju. Þessvegna hefir eg aldrei ein- skorðað mig við kenningar neins sérstaks uppeldisfræðings, það eina, sem eg beygi mig fyrir er eðli viðkomandi barns og lög- mál þau, sem móðurmálið lýtur. — Hve lengi hafið þér starf- rækt smábarnaskóla í Grænu- borg? — Þetta er sjötta árið. Hann starfar nú í þrem deildum, með 25 börnum í hverri deild. Á vori komandi hefst 13. ár- gangurinn af vorskóla mfnum — en það 7 vikna námskeið, eða skóli fyrir lítil börn. Og aldrei hefi eg lært eins mikið af neinu í lífinu, eins og þessum litlu kunningjum mínum, sem dvalið hafa með mér á vorin. Alt, sem eg kann, hefi eg lært af börnum, en mest hefi eg num- ið í vorskólanum. Engir eru eins þakklátir fyrir það, sem þeim er hjálpað, og engir kunna að gleðj- ast eins innilega og hryggjast jafn sárt og lítil börn. Og enginn er eins hlutlaust og hárfínn dóm- ari og barnið. Mér líður hvergi betur en með- al lítilla barna — því öll börn eru góð börn, hvernig sem þau reyn- ast þegar þau stækka. S. B. —Mbl. MESSUR og FUNDIR i kirkju SambandssafnaOar Messur: — á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. SafnaOarnejndin: Funáir 1. föstu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundir fyrsia mánudagskveld 1 hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngæfing-ar: Islenzki söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskvöldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskvöldi. Sunnudagaskólinn: — Á hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. THOR GOLD Mining Syndicate NAMUBNAB EBU 20 MILUB AUSTUB AF KENOBA, ONT., VIÐ ANDBEW FI.ÖV — I.AKE OF THE WOODS Félagið hefir umráð á 400 ekrum í námulandi við Andrew Bay, Lake of the Woods í Ken- ora-umdæmi. Sýnishom af handahófi í nám- unni hafa reynst frá 50c upp í $40,000 úr tonninu og i Channel Samples eru frá 60c upp í $60.00 £ tonninu. * KAUPIÐ NtT— A $10 HVEBT i NIT (300—500 hlutir í Unit) Thor Gold Mining Syndicate Head Office: 505 Union Tmst Bldg., Winnipeg Man. Báðsmenn: Forseti: M. J. THORARINSON 370 Stradbrooke St., Winnipeg Skrifari og féhirðir: SKCrLI BENJAMINSON Whittier St., St. Charles, Man. Við Kviðsliti? Til linunar, bóta og stjrrktar reynið nýju umbúðimar, teyju- lausar. Stál og sprotalausar. — skrifið: Smith Manfg. Company, Dept. 160, Preston, Ont. “THEBMIQUE HEATEBUESS PEBMANENTS” THE ERICKSON’S BEAUTY PARLOR 950 Garfield St. Open 9—6 p.m. Phone 89 527 Ný litunar og fatahreinsunar verksmiðja A. Anderson, Manager Vér höfum haft tíu ára æfingu við þurhreinsun og fatalitun, og eftir kynni vor af þeim sem þetta þurfa að láta gera, vitum vér hvað laga þarf á því verki sem unnið er. Vér höfum því á- , rætt að setja á fót litunar og fatahreinsunarstofu. — Vér gerum ekki ráð fyrir að reka þetta fyrirtæki í stærri stíl en svo að geta fullnægt kröf- um viðskiftamanna vorra, en það ábygrjumst vér. Vér mælumst til að þér veitið okkur tækifæri að sýna hvað vér getum. Ráðsmaðurinn / A. Anderson er eini íslend- ingurinn í bænum, sem stundar þessa iðn. THE AVENUE Dyers & Cleaners 658 ST. MATTHEWS AVENUE Sími 33 422

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.