Heimskringla - 21.04.1937, Síða 1

Heimskringla - 21.04.1937, Síða 1
LI. ÁRGANGUR NÚMER 29. HELZTU FRÉTTIR ÞINGROF Á ÍSLANDI Samkværrit skeyti frá fslandi birtu í blaðinu Winnipeg Free Press í morgun, var þing rofið á íslandi í gær og gert ráð fyrir kosningum 20. júní-mánaðar. Falli stjórnarinnar er hugsan- legt að valdi samvinnuslit stjórn- arflokkanna. Af blöðunum að dæma hafði Alþýðuflokkinn, samvinnuflokk stjómarinnar greint mjög á við stjórnarflokk- inn í Kveldúlfsmálinu og málun- um út af peningahvarfinu úr banka landsins. Út af peninga- hvárfinu vildi Alþýðuflokkurinn að ítarlegri rannsókn væri gerð. en stjórnin lét gott heita. Og í Kveldúlfsmálinu, vildi Alþýðu- flokkurinn, að þetta mikla út- gerðarfélag væri lýst gjaldþrota og að starfræksla þess væri þar með úr sögunni. En stjórnin var ófús að steypa félaginu, mun heldur hafa viljað jafnvel með einhverri aðstoð koma til leiðar, að það héldi áfram, enda þótt starfræksla félagsins væri ekki með öllu að skapi stjórnar- innar. En um þetta fáum við greinilegri fréttir í blöðunum heiman að innan skamms. FRtJ GUÐRÚN BRIEM DÁIN Síðast liðinn sunnudag lézt frú Guðrún Briem, kona Jóhanns Briems frá Grund í Eyjafirði að heimili þeirra hjóna í Riverton. Með frú Guðrúnu er til moldar hnigin ein af fremstu og merk- ustu konum Fljóts-bygðar. Heimili þeirra hjóna í River- ton, sem þau nefndu Grund, var hið gestrisnasta og skemtileg- asta heim að sækja. Voru hjón- in samtaka um það, að gera gest- um sínum komu þeirra sem eftir- minnilegasta og bjartasta. Enda var þar ekki framhjá garði far- ið, er menn áttu þar leið um. Grund var höfuðból hér vestra, sem heima. ' Frú Guðrún var dóttir Páls bónda Péturssonar á Reykjarhóli fædd 17. apríl 1863. Eftirlifandi manni sínum giftist hún 10. des. 1881. Eignuðust þau 6 börn er öll eru uppkomin. Eru nöfn þeirra: Veighildur Mabel, gift P. M. Wood; Valdheiður Laura, gift Edward Ford; Páll Marino; Valgerður Helen, gift 0. K. Cog- hill; Sigtryggur Hafsteinn, gift- ur Ingibjörgu G. Ingimundssonar og ólafur Briem. f kirkju- og félagsmálum tók Guðrún heitin mjög mikin þátt. Hún var ávalt fús að leggja því máli pskift fylgi, er hún áleit þess vert. Starfs-áhugi hennar bæði utan heimilis og innan, átti óvíða sinn líka. Og samvinnu- þýð var hún, sem frekast var á- kosið. Frú Guðrúnar verður því saknað af öllum, sem henni kynt- ust og störfuðu með henni; bygð- in sem hún lifði og starfaði í saknar hennar. Ástvinúm hennar, hinum göf- uga, aldna eiginmanni og börn- um og venzlafólki, sem söknuð- urinn verður öllum þyngri votta nú vinirnir einlæga samhygð sína. Klukkunni flýtt Næstkomandi sunnudag verð- ur klukkunni flýtt um eina stund í Winnipeg. Bæjarráðið gerir þetta eins, og svo mörg önnur bæjarfélög gera til þess að spara ljósmat. En samt hefir það alla sína fundi að kvöldinu. Klukk- unni í Winnipeg ber þá ekki saman við klukkur neinna fyr en austur í Ontario kemur. Þess- ari vitleysu á að halda áfram þar til 26 sept. á komandi haust. Af þeim fáu fréttum sem ber- ast af starfi bæjarráðsins, bregst ekki, að þær séu um ann- að en svona lagað húmbúgg. — Nokkru eftir kosningar s. 1. haust, var löng skrá birt yfir störf, sem framkvæma átti. Lof- uðu bæjarbúar guð fyrir nýja bæjarráðið er þeir sáu þetta. En á starfinu hefir ekki verið byrj- að enn. Og eftir bæjarráðinu muna menn að vísu og minnast á það, en bænirnar eru nú aðrar. Verkfallið í Oshawa Fyrir nokkru gerðu verka- menn hjá General Motors-félag- inu í Oshawa í Ontario-fylki, verkfall. Er tala verkfallsmanna sögð um 3,000. Út af verkfalli þessu hefir staðið í stappi um hríð. Og eftir fréttum að dæma í gær, eru'lítil líkindi að til sátta dragi, því verkamenn höfnuðu sáttaboði félagsins. En það boð var í því fólgið, að verkamönn- um var heitið kauphækkun frá 5 til 7 cents á klukkutíma, hálfs annars klukkutímakaups fyrir yfirtímavinnu, 44 klukkustunda vinnuviku þannig, að í fjóra daga yrði unnið 9 klukkustundir og einn dag 8 kl.st. Með því yrðu tveir helgidagar fengnir í hve^ri viku. f þriðja lagi hét félagið því að erfa ekki þó verka- maður heyrði verkasamtökum til (Unions). Þessu höfnuðu verkamenn öllu. x Kaup þessara sem félagið bauðst til að hækka, er 55 og 56 cents á klukkustund. Það sem verkamanna samtök- in (Unions) krþfðust, var 40 klukkustúnda vinnuvika, með sama vikukaupi og áður (meðan vinnuvikan var frá 45 — 50 kl.st.), fyrir yfirtímavinnu það sama og félagið bauð, viður- kenning á samtökum verka manna (Unions) og nefnd skip- aða til að gera út um ágreinings mál. Hall, borgarstjóri í Oshawa reyndi alt sem hann gat að bera sáttar orð milli verkamanna og verkveitenda. — Hann varaði verkamenn við því, að verkasam- tökin syðra’hefðu lofað þeim, að gera einnig verkfall, en þau hefðu ekki gert það. í,viðtali við Martin fulltrúa samtakanna að sunnan, hefði hann komist að því, að verkamenn syðra vildu heldur sjá bíla framleidda í Bandaríkjunum en í Canada, pg að Oshawa-smiðjunum mætti þessvegna loka fyrir fult og alt þeirra vegna. Hann bað verka- menn að athuga þetta, og muna, að atvinna þeirra væri í veði. En verkfallsmenn treystu samtök- unum syðra og kváðust fara að þeirra ráðum. Hepburn, forsætisráðherra Ontariofylkis, skarst í þetta verkfallsmál. Var hann all- espur út í það, að félög úr öðru landi kæmu og segðu verkalýð þessa lands hvað gera ætti. Er hann að láta rannsaka, hvort að hann geti ekki samið fylkislög, er banni slíkt framferði eða að samtökin þurfi að minsta kosti að kaupa leyfi til að reka starf sitt hér. Samtök (Unions) þessi segir hann taka óspart fé út úr landinu og sjáist aldrei meir. Hepburn er legið á hálsi af verkamönnum fyrir framkomu WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 21. APRÍL 1937 hans í þessu máli. En hann er maður reifur í máli og fyndinn og benti á að hann væri betur útbúinn að her, en verkamenn, þó hann hefði ekki flugvél að ferðast í, sem Martin, foringi verkamannasamtakanna. — Er þessi gáski ekki sem vænlegast- ur til samkomulags í augum al- vörumanna, sem fcorgarstjóra Hall, er sagt hefir Hepburn, að láta sig þessi mál ekki neitt skifta. Manitoba-þingið Fylkisþinginu var slitið s. 1. laugardag. Það afgreiddi 81 lög, sem öll nema 20 voru breytingar á gömlum lögum og þær harla lít- ilsverðar margar. Af þessum 20 nýju lögum,' eru aðeins tvö eða þrjú, sem nefnandi eru, en horfa þó að því leyti sem þau eru nokkurs verð heldur til ílls en góðs. Er með því átt við á- kvæðisverð, sem sett hefir verið á mjólk og sem tryggir mjólkur- félögunum mikið betur þeirra gróða heldur en kaupanda eða neytanda sannverð mjólkur. Hin löggjöfin kemur mentamálum fylkisins við og er þar ráðgjafa mentamála falið að vera menta- málaráð einum. Ókostir þessa lagaákvæðis eru þessir, að þarna er verið að leika pólitískan skrípaleik með menta- og upp- fræðslumálin, sem óhægra var að gera, meðan þau voru í hönd- um óháðrar nefndar. Annars er þing þetta söguleg- ast fyrir pólitíska ósvinnu, sem ekki einungis einstaklingar frömdu, heldur einnig heilir póli- tískir flokkar. Sú ósvinna hefii aldrei komið eins feimulaust fram og á þessu þingi, að flokk- ar svikju öll Ioforð sín til kjós- enda og gerðust forsvarar þeirra mála, sem þeir voru kosnir til að mótmæla og hnekkja. Eitt af þeirn málum, sem Bracken stjórninni stafaði hætta af á þessu þingi var vinnulauna- skatturinn. Skattur þessi er við- urkendur að vera hinn ómannúð- legasta skattalöggjöf og sú ó- bilgjarnasta gagnvart fátækling- um, sem kunn er í löggjöf nokk- urrar þjóðar. Manitoba er víð- kunnugt orðið fyrir þessa lög- gjöf, þetta tákn menningarleys- is og blygðunarleysis í stjórnar- fari. Allir sem um kosningu sóttu s. 1. sumar, nema stjórnar- sinnar, sóru kjósendum þess svo gott sem eið, að afnema þennan skatt, ekki einungis vegna þess, hve ómannúðlegur hann var, heldur jafnframt til að bjarg3 heiðri fylkisins. Hvemig um þær efndir fór, hefir áður verið sagt frá. En það bitrasta er að báðir ís- lenzku fulltrúarnir á þinginu eiga sinn þátt í því, að löggjöf þessi stendur enn óhökkuð. — Báðir hlupu þeir af stað stjórn- inni til aðstoðar, við að halda lög- gjöf þessari við líði. Miss Hall- dórsson kvað social credit flokk- inn ekki hafa lofað neinu um að afnema þennan skatt. Um það skal nú ekki þráttað hér, en enda þótt engu væri lofað um að af- nema skattinn í kosningunum, finst oss það ekki góð og gild á- stæða til að greiða nú atkvæði með honum. Um Mr. Odd ólafsson er það að segja, að hann hélt engar ræður í kosningunni, hverju sem hann hefir annars lofað kjósend- um. En í blaðinu Winnipeg Tri- bune, lét hann þó uppi skoðun sína á einu máli. Og það var á vinnulaunaskattinum. Kvaðst hann þar eindregið á móti slíkri löggjöf. En hvað gerir hann svo á þinginu? Greiðir atkvæði með því að skattur þessi sé ekki afnuminn. Þetta var eina málið sem hann birti skoðun sína á opinberlega, en við þá skoðun var ekki hægt að standa er á þing kom. Vér vitum áð það verður af sumum sagt, að þetta sé óþörf aðfinsla. En hún er það ekki. Og það verður vonandi lengi enn sem íslendingar krefjast þess af þeim, sem opinberum stöðum gegna, að þeir komi hreint og beint fram, fylgi því sem við mannúð og réttlæti hefir, eftir þeirra vitund, að styðjast, en láti ekki pólitíska Bragða- Mágúsa villa sér sjónir og leiða sig til að gera það, sem þeim annars væri um geð og gagn- stætt er vilja kjósenda þeirra. — Slíkt reynist skammgóður vermir. Á sambandsþinginu rís land- inn upp gegn ranglætinu hvort sem þar er að mæta leyndarráði Breta eða stjórninni sem hann fylgir að málum og berst svika- laust fyrir réttum málstað. Slík skyldi framkoma fslendinga í opinberum málum. Leyndarráðið og Canada Það virðist hafa orðið æði mörgum *af löggjöfum sam- bandsþingsins umhugsunarefni, er leyndarráð Breta kvað upp dóminn um viðreisnarlöggjöf Bennetts-stj órnarinnar og taldi stjórn Canada ekki hafá vald til að semja slík lög. Út af þessu hefir risið sú alda í höfuðborg- inni og víðar um land é móti Ijpyndardráðinu, að það virðist ekki eiga langt í land, að samtök verði hafin um að senda ekki mál framar héðan til leyndarráðs Breta til úrskurðar. Þingmenn allra flokka voru yfirleitt ekkert myrkir í máli um þennan úrskurð. Dómsmála- ráðherra,,Ernest Lapointe, sagði berum orðum að hann skildi ekki í því, að þær 11 miljónir, sem þetta land bygðu, þyrftu að fara til Evrópu — fullar 2,000 mílur burtu til þess að leita vitneskju um einföldustu félagsmál vor. En þó tók landi vor, Mr. Thor- son, dýpra í árinni. Hann sagði leyndarráðið ekki lagadómstól, heldur pólitískan dómstól, mið- stöð ósamræmis í dómsmálum, sem grafið hafði sí og æ undan stoðum þeim, sem vera hefðu átt undirstaða stjórnskipunar landsins. — Aðrir þingmenn mintust þessa með þeim orð- um, að það bæri alt með sér að Canada væri enn krúnu- nýlenda og málum sínum ekki ráðandi. Nemendur R. H. Ragnar Við yfirstandandi Manitoba Music Competition Festival hafa nemendur R. H. Ragnars getið sér ágætis orðstír. Richard Leonard Beck kom fyrstur í Elementary Grade mað 89 stig; voru 56 keppendur og var hann þremur stigum á undan öllum. Allan Halderson hlaut önnur verðlaun í “Bach class B” 86 stig og Jean Scott í sama 85 Olive Björnson 83 stig. Norman Reimer í, Preparatory önnur verðlaun 86 stig og Mary Ann Kummen önnur verðl. í Primary Grade 86 stig. * * * Munið eftir Karlakórs sam- komunni þriðjudaginn 4. maí í Goodtemplarahúsinu. — Nánar auglýst síðar. * * * Kennarinn: — Ljónið er sterk- bygt, stolt og hugdjarft, en þekkirðu nokkurt dýr, Emil litli, sem það er hrætt við ? Emil: — Kvenljónið. RÆÐA MR. HERRIDGE (Eftirfarandi ræðu flutti Hon. W. D. Herridge í Canadian Club í Winnipeg 12. apríl. Snúið hefir á íslenzku Gunnbjörn Stefánsson) Það er bersýnilegt, að meiri- hluti manna í landi voru er óá- nægður með hið núverandi stjórnskipulag og æskir eftir breytingu á því. Og oss kemur saman um, að vér séum umbóta- menn. En aðeins að koma auga á endnrbótaþörfina ræður henni eigi til lykta. Því að vér höfum hvorki fund- ið orsökina að erfiðleikum vor- um, né fundið ráð til að yfirstíga þá. Það er eigi óvenjulegt, að hinir áköfustu talsmenn betra stjórnskipulags hafi svo sterka trú á því, að nægilegt sé að vekja nógu oft máls á þörfinni til end- urbóta, og þá muni breytingin smám saman ganga í garð. Margir sem fordæma skipu- lagskerfið og krefjast breyting- ar á því, en ryðja engar nýjar skoðanabrautir og eru að því leyti engu betri liðsmenn en þeir sem vejrja skipulagið og skoða það gott eins og það er. Vér ruglum saman orsök og árangri og ráðumst á afleiðingarnar er hið óheilbrigða skipulag hefir í för með sér eins og þær væru uppspretta allra okkar meina. Vér förum vilt á skugganum í staðinn fyrir það sem kastar honum og veitumst að óvininum þar sem hann er eigi að finna. og verðum svo að kannast við í bræði vorri að vér höfum alls eigi fundið rætur illgresisins. Þannig stendur atvinnuleysið sem sigur- vegari andspænis oss. Það er ofur auðvelt fyrir dýrkendur hins gamla skipulags að verja það, því að engri ákveðinni mót- stöðu eða krafti er að mæta, heldur aðeins skoðun klæddri í tötra fáfræðis og óvissu. Það er þessvegna að eg lít svo á að fyrsta sporið fyrir uppreisn- armenn gegn skipulaginu, sé að gera sér grein fyrir hinum hag- fræðislegu misbrestum á því. Því að þangað til að vér skiljum orsakirnar, verða tilraunirnar á- rangurslausar. Og þangað til að umbótamennirnir sýna ákveðna samvionu, verður endurreisnin aðeins nafn á því sem aldrei á sér stað. Orsök mistbrestanna innifelst í skiftingu á framleiðslu afurðunum Það er mín skoðun, að höfuð orsökin að hinum hagfræðislegu erfiðleikum vorum, sé skilnings eða viljaleysi vort eða hvor- tveggja til að skifta með meiri jöfnuði, því sem auðið er að framleiða, í þessu landi. Eins lengi og vér höfnum því að neyta þess sem vér höfqm og vinnum með aðra hendina bundna á bak aftur, þá höldum vér áfram að fara villir vegar og skortur og atvinnuleysi varða brautina. — Tímabil það er vér lifum á, er hin nýja hagfræðisöld,, og hófst við aldamótin. — Sumir nefna hana nægtaöldina, og óefað í þessu landi gæti hún verið alls- nægtaöld. Því að hinn mikii sannleikur, hvað efnisheiminn snertir er, að vér sem búum hér í Canada höfum alt það sem mannshugurinn þráir. Vér gæt- um endurbætt svo hagrfæðis- legt skipulag landsins, að enginn skortur ætti sér stað á lifnaðar- háttum manna, engin heimili þyrftu að vera án nægilegs hita, enginn án heilsusamlegs fæðis né klæða, og tómstundirnar yrðu gerólíkar iðju og atvinnuleysi manna. Vér getum veitt ölliim tryggingu, æskulýðnum fram- . tíðartækifæri og öldruðu fólki á- nægjuleg æfikvöld. Nægtaöldin er hér með oss. Á undan henni var skortur á mörgu og eg geri ráð fyrir að svo hafi verið frá fyrstu tíð. Frá upphafi vega hefir maður- inn verið að sækja að því tak- marki, að nægilegt væri til fyrir alla. Það tímabil er nú runnið upp, að minsta kosti hér í Can- ada. Þangað til fyrir nokkrum ár- um gátum vér eigi framleitt nægilegt til að fullnægja neyslu- þörfinni. Þann dag í dag getur Canada-þjóðin og nokkrar aðrar þjóðir framleitt miklu meira en neysluþörf þeirra krefur. Því er þannig farið, að ef vér neyttum þess, sem vér getum framleitt, þá myndum vér lifa í allsnægtum. Það yrði ef til vill eigi alfullkomið skipulag, en það yrði laust við hinn skaðlega og heimskulega skort, sem alls eigi þarf að eiga sér stað. Hvers vegna er oss eigi leyft að neyta þess sem vér getum sjálf fyamleitt? Þetta er spurn- ing, sem vér eftir áragamalt harðæri beinum til sjálfra vor. Svarið verður, að með hinu gamla hagfræðiskerfi er eigi auðið að skífta sanngjarnlega allsnægtum þjóðarinnar. Það var stofnsett á þeim tím- um, þá er skortur var á allri framleiðslu, og hlýtur því að verða reist að nýju á þeim grundvelli, að nægilegt er nú fyrir hendi af öllu. Eins og það á nú að vera, er að annast um nægilega framleiðslu, er fullnægi neysluþörfinni. Undir hinu gamla hagfræðis- kerfi var markmiðið að skifta framleiðslunni eftir kaupmagni. Hagfræðiskerfið er reist á röngum grundvelli, ef nokkrir verða að líða skort. Hið gamla hagfræðisskipulag hefir mist jafnvægi sitt og brugðist þörfum fjölmargra. Afleiðingin hefir svo orðið harðæri og kreppa. Það var hið eina úrræði áem íhaldsstefnan hafði til brunns að bera. f lið- inni tíð var framleiðslu skortur-, inn eðlilegur og þá hepnaðist fyrirkomulagið vel. Nú þegar nóg er til af öllu, er öðru máli að gegna. En þá hefir hin gamla skoðun því tll að svara, að þó að alls nægtir séu fyrir hendi, þá sé hægt að skerða framleiðsluna og skapa skort svo að hið gamla skipulag haldi áfram að geta hepnast. Afleiðing þessarar skoðunar hefir svo verið að eyða uppskeru og draga úr verk- smiðjuiðnaði, þó að það virðist hafa verið neyðarúrræði. Þó hefir talsverðu af þessa tagi verið hrynt í framkvæmd. En samt hefir þessi fórnfærsla á altari hins óskeikula skipulags eigi borið þann árangur sem vænta mátti, eins og þér hafið ef til vill veitt athygli. Þetta virð- ist þó vera skoðun hinna stærri spámanna. Aftur á móti er það skoðun hinna smærri stjórnmálamanna, að í staðinn fyrir að skerða framleiðsluna og auka þannig skortinn til að samræmast fyrir- komulaginu, að þá breytum vér því til hagnaðs fyrir oss sjálfa. Þetta er nú mín skoðun, en ef til vill er hún eigi rökrétt, eða ,mig skortir tiltrú á hinu gamla skipulagi. Og eg verð að kann- Frh. á 5. bls.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.