Heimskringla - 21.04.1937, Síða 2

Heimskringla - 21.04.1937, Síða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. APRfL 1937 DAPURT GEÐ SKRÆLIR BEININ Ræða flutt af séra Philip M. Pétursson í Sambandskirkjunni í Winnipeg Textinn sem eg hefi valið mér í kvöld er tekinn úr orðskviðun- um, — >ar sem sagt er: “Glatt hjarta veitir góða heilsubót,—en dapurt geð skræl- ir beinin”. (Orðskvið. 17:22) í eldri biblíuþýðingunni stendur það að “hryggur hugur skræli beinin”. En í enskri þýðingu er talað um að “bilaður andi” skræli beinin, — “a broken spirit drieth up the bones.” Þetta var fyrir- sögn á lítilli grein sem eg rakst á í'tímariti fyrir og fanst mér það ræðu, og þó helzt vegna þess, að það minti mig á orð hins fræga enska rithöfundar Robert Louis Stevensons, sem eg var búin ao skrifa hjá mér í því skyni að nota þau við eitthvert tækifæri sem gæfist. Robert Louis Stevenson lýsir verulega hamingjusömum manni. Hann talar um þann kraft sem þessháttar maður finnur til í lífi sínu, — og að hve miklu leyti hann getur orðið öðrum til góðs og hamingju vegna hamingjusemi sinnar og andlega kraftarins sem hann finnur til. Stevenson segir, og eg þýði orð hans lauslega: “Það er betra að finna hamingjusaman mann eða hamingjusama konu — en fimm punda seðil. Hann eða hún breiða út í kringum sig góð- vildarljóma sem nær til 'allra. Þegar þau koma inn í herbergi þá er það engö líkara en að kveikt hafi verið á öðru kerti. Það kemur málinu alls ekki við, þó að þau séu ekki hámentuð ng geti ekki sannað fertugasta dæmi mælingafræðarinnar. Þau geta eitthvað, sem er betra og gagnlegra. Þau sanna með dæmi lífs síns að það er gott að lifa!” Vér þekkjum ef til vill öll ein- hvern sem þessi orð Stevensons eiga við. Þeir eru, eins og vér mættum segja—fullir af lífsgleði þekkja ánægju lífsins svo vel, að böl og þjáning geta ekki náð að drotna í huga þeirra. Þeir sigra alla erfiðleika, og yfirbuga óhag- stæða viðburði, og með því að gera þetta veita þeir öðrum gott og fagurt eftirdæmi. Eins og bent er á í orðum Stevensons, er engin þörf á hárri mentun eða miklum lærdómi til þess að gera þetta, — til þess að bregða upp ljóma gleðinnar á meðal manna. Þekking eða mentun geta verið mikil hjálp, en þau eru ekki nauðsynleg, því andinn, sem stjórnar þessu hugarfari og þessari framkom\i, er innan að kominn, en stafar ekki af utan að komandi áhrifum. Hann gerir vart við sig í öllu sem maður gerir, í öllu sambandi mannsins við aðra menn, — í öllu sem hann lærir, og í öllu sem hann fram- kvæmir. i Heimspekingurinn og sálar- fræðingurinn mikli, — William James — talaði mikið um “heil- næman hug” — eða “heilnæmt skaplyndi” (healthy mindedness) og það var þetta, sem hann átti við, — þessa lífsgleði, sem er mörgum meðfædd, og birtist í mörgum fögrum myndum. Slík- ir menn og konur eru mjög næm fyrir gleði og því góða sem lífið réttir og yfirbuga alla erfiðleika og öll vandkvæði. Andinn er of bjartsýnn og þrekmikill til þess að láta yfirbuga sig. Og þó að oft sýnist dimt, þá leitar hann ætíð ljóssins, ljóss vonarinnar og gleðinnar — og finnur það. Dæmi þess, dæmi um sigur andans á allskonar tálraun og erfiðleikum — eru svo mörg og öllírm svo vel kunn, að varla er nauðsynlegt að telja þau upp. Og þar af leiðandi eru ætíð fleiri og fleiri að viðurkenna sannleika orðanna, að “glatt'hjarta veitir góða heilsubót”, að andi bjart- sýninnar veitir góða heilsubót. bæði á líkama og sál; það breytir umhverfi og kringumstæðunum í hans augum — eins og bent var á í greininni sem eg mintist á. Einu sinni sagði Goethe, þýzki heimspekingurinn mikli, að “sá sem hefir innanaðkomandi nægt- ir, þarf ekki nema lítið af hinu utanaðkomandi” Eða eins og stendur í ensku þýðingunni: “He who is plenteously provided for from within, needs but little from without”. — Það er að segja, — það er ekki ástand lík- amans en ástand hugans eða sál- arástandið, sem er oss mest varðandi, og sem er sannur mæli- kvarði á vellíðan vorri. Ef vér erum harmandi, döpur eða þung- lynd, ef vér erum dauf í skapi eða erum, eins og vér segjum stundum, full að leiðindum, þá endurspeglast hið sálarlega eða andlega ástand vort í hinu líkam- lega ástandi. En ef vér höfum mikinn á- huga á einhverju, — ef oss þyk- ir vænt um eitthvert mélefni öfe vér viljum að það gangi vel.; ef vér höfum helgað einhverri hug- sjón líf vort og krafta, þá einnig endurspeglast vort sálarlega eða andlega ástand í líkama vorum. En ekki aðeins það, því andinn getur yfirbugað marga ófullkom- legleika og galla; hann getur yfirbugað bæði kvöl og þjáning, og mörg eru dæmi til þess, bæði fyr og síðar, þar sem ménn, þrátt fyrir erfiðleika — eða ó- fullkomlegleika, eða þjáningu, hafa sigrast og framkvæmt það í lífi sínu, sem ber skýrt með sér, að áhugi fyrir einhverju þekkir engar tálmanir eða hindr- anir. Hann setur sér stefnu og lætur ekkert villa sig af leið. í öndverðri kristni eru mörg dæmi til um menn sem höfðu svo mikinn áhuga fyrir trúnni að þeir þorðu alt og þoldu alt, — jafnvel píningar og dauða. Á Indlandi á vorum dögum eru menn, sém kallast heilagir, sem pína spálfa sig og kvelja, til þess, —eins og þeir ætla, — að þeir verði giuði þóknanlegri, — eða að þeir verðskuldi sælu í hinu komandi lífi. Þetta eru dæmi sem sýna skýrt hvað vilja- krafturinn getur, þegar honum er beitt og mönnum er full al- vara. En eg mæli ekki með slíkri framkomu. önnur dæmi eru til, sem eru oss mikilsverðari, og sem sýna á gagnlegri hátt, hve mikil krafta- verk áhuginn fyrir einhverju getur unnið, og hvernig andi mannsins lætur hvorki þjáningu né kvöl útiloka það sem er hon- Vim mikilsvert og dýrmætt. Vér þurfum ekki að leita lengra en til landa vors, skáldsins mikla. Hallgríms Péturssonar, sem þjáðist í mörg ár af holdsveiki, en sem orti æ því fegurra sem kvalirnar urðu meiri. Þjóð vor væri ómælanlega fátækari ef að séra Hallgrímur hefði látið þján- ingar sínar útiloka alla hugsun um nokkuð annað en sig sjálfan og sitt auma ástand. Og eins má segja um marga aðra. En þrátt fyrir þessi dæmi, sem ættu að geta veitt hverjum manni þrek og styrk til að lifa líf sitt vel og fagurlega, — þá eru ótrú- lega margir, sem láta smámuni trufla sig og gera sig leiða og óánægða, og láta þá skyggja á alla fegurðina og ánægjuna í líf- inu, sem eru til handa hverjum, sem vill njóta þeirra. Aldrei voru sanhari orð rituð en þegar höfundur orðskviðanna ritaði- orðin sem eg hefi valið sem texta minn í kvöld: “Glatt hjarta veit- ir góða heilsubót, en dapurt geð skrælir beinin.” önnur dæmi eru til sem veita oss ef til vill enn betur skilning um það, hvað meint er í raun og veru með orðunum — “glatt hjarta”. — Þau merkja ekki að- eins gleði eða hamingjusemi — en, eins og eg hefi verið að benda i á, — áhuga fyrir einhverju, og hugrekki og viljakraft til að framkvæma það, þrátt fyrir erf- iðleika og ýmislegt annað, sem sýnist ef til vill vera ósigrandi. Oss veittist eitt þesskonar dæmi með æfiferli rafmagnsfræðings- ins mikla Steinmetz, sem dó fyr- ir nokkrum árum í Bandaríkjun- FERÐIST TIL ÚTLANDA í ÁR Islendingar sem ferðast hafa að mun hafa sannfærst um að þægindi, þjónusta og viðurgemingur á ölliun skipum Canadian Pacific er iangt fram yfir það sem þeir hefðu getað gert sér hinar glæsilegustu vonir með. / BEINT SAMBAND VIÐ ÍSLAND Hin stóru og hraðskreiðu skip Canadian Pacific félagsins veita ágæta ferð beint til Reykjavíkur yfir Skotland. Fastar siglingar frá Montreal í hverri viku. Fáið yður fullkomnar upplýsingar hjá næsta umboðsmanni eða W. C. CASEY, Steamship General Passenger Agent, C. P. R. Bldg., Winnipeg. Símar 92 456—7. QmcJliaM. Gkct&c Have the Business POINT OF VIEW t • Dominion Business College students have the advantagí of individual guidance in the all-important factors of business personality, conduct, and approach. No matter hnw thoroughly you know the details of office work, you must be able to sell your services, and this is now just as much a part, of Dominion training as Shorthand, Typewriting, Bookkeeping, or any of the other courses in which Dominion leader- ship has been recognized for over twenty-five years. Business is better! Employment is increasing! Prepare for it. DOMINION BUSINESS COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. Jiames, St. John’s alls ekki löngu I vera gott efni í um. Hann var fæddur í fátækt og erfiðum kringumstæðum á Rússlandi. Hann kom til Banda- ríkjanna, ungur maður. Hann hafði sama sem enga mentun, — og kunni ekki málið. Þar að auki var hann krypplingur og líkami hans fatlaður að mörgu leyti. En þrátt fyrir alt þetta og vegna áhuga hans fyrir öll þau kraftaverk, sem hægt er að vinna með rafmagni, varð hann einn hinn mesti rafmagnsfræð- ingur og uppfyndingamaður heimsins. Hann krafðist lítils fyrir sjálfan sig. — Hann var niðursokkinn í vinnu sína, og þó að líkaminn væri ekki sterkur, þá var viljinn svo mikill, að hann gat afkastað meiru verki á vinnustofu sinni en margir lík- amlega hraustir menn hefðu get- að gert eða gera. Með þessu dæmi og mörgum öðrum sem benda mætti á sannast það, sem læknar eru farnir að viðurkenna, að sál mannsins þarf eins oft lækninga með eins og líkaminn sjálfur, eða það, að þó að líkam- inn sé veikur, ef að sálarástandið er heilbrigt, þá getur maðurinn lifað nytsömu og göfugu lífi. En þetta er engin i)ý uppgötvun, því að Plato sagði, fyrir öldum síðar. eða eitthvað á f jórða hundrað ár fyrir Kristsburð: “Ef að þú vilt að höfuðið og líkaminn séu heilbrigð, þá verður þú að byrja með því að lækna sálina.” Á vorum dögum er svo mikill ruglingur í heiminum, það er svo margt sem heimtar að menn veiti því eftirtekt. Áhyggja, ótti, kvíði, óvissa, ríkja umhverfis oss. f stórborgum heimsins er hávaði og skarkali og svo margt, sem er yfirborðslegt og þýðing- arlítið, að það er erfitt fyrir marga, að halda nokkru vits- munalegu jafnvægi. Það er eng- in undur, þó að margur maður sé dreginn niður í kviksyndi lífs ins og veltist þar um hjálparlaus til að bjarga sér. Ef hann verður veikur á líkama, leitar hani^ lík- amlegra lækninga.—En það sem hann þarfnast mest, er andleg eða sálarleg bót, — andlegt eða sálarlegt jafnvægi, sem getur hjálpað honum til að skilja lífið rétt og sjá meira en hið yfir- borðslega og hverfula, sem mest ber á. fullnægjandi svar. Sumir mundu , ef til vill bæta við: “Eg tek mik- inn þátt í starfi kirkjunnar og vinn mikið að því að hafa upp peninga handa henni. En fyrir utan þetta er trú þýðingarlaus í þeirra augum, eða sýnist vera það. Þeir skoða kirkjuna aðeins sem nokkurskonar klúbb, — eða sem hvern annan hversdagsleg- an félagsskap. Auðvitað eru þeir menn til, sem hafa lifandi og áhrifamikla trú og sem sýnast geta sótt and- legan og líkamlegan kraft ti! | hins mikla afls, sem er á bak við alt og í öllu. Þeir sýnast; geta komist í samræmi við það! og öðlast styrk og andagift, sen; i hjálpa þeim í gegnum alt mót- læti lífsins. En of oft sýnist trúin þýða að eins það, að tilheyra einhverri j trúarstofnun og ekkert meira, Margir finna ef til vill til ein- hverrar ófullkomlegrar tilfinr ingar um eitthvað meira, en að mestu leyti er andinn eða sálin dauf og þreklaus. Sá andi, eða sú sál, sem þekkir sanna trú, sem hefir vissu fyrir því, í hverju sönn trú felst, öðl- ast óþrjótandi þrek. öll tilfinn- ing um einstæðingsskap hverfur, og þá hverfa um leið óvissa, ótti og kvíði. Og í þeirra stað kemur traust, — og vissa, og veruleg lífsgleði, sem veitir mönnum glatt hjarta og bjarta lífsskoð- un. Þesskonar trú fyrirlítur alla hjátrú, allar kreddur og trúar- játningar, því hún hefir ein- hverja innri vissu um eitthvað meira og sannara en þau geta nokkurn tíma verið. Hún lyftist upp yfir alt hið tímanlega í heiminum, og kemst í fult sam- band við hið innra eðli tilverunn- ar. Hún veitir mönnum veruleg an kraft af hæðum, sem kemur frá uppsprettulind lífsins sjálfs sem þekkir engin takmörk og er ótakmarkanái. Hún trúir ekki aðeins á guð, en hún gerir á þreifanlegan kraft þann, sem hefir of lengi verið mönnum dul inn, — vegna skammsýnis þeirra — og umhyggju þeirra um smámuni, og vegna þess að þeir öðluðust ekki þekkingu um það, að “glatt hjarta veitir heilsubót, en dapurt geð skrælir beinin.” Ef að andinn eða sálin eiga að ráða yfir líkamanum, eða ef að hið andlega á að ráða yfir hinu efnislega, þá verður mönnum að veitast meira af því, sem kallað er “andleg fæða”. Ef að andi mannsins nærist aðallega á æs- ingarfréttum eða greinum, sem birtast í dagblöðunum, á skemt- unum sem valda geðshræring, á þýðingarlausu og tómú masi manna á milli, eða á yfirborðs- legum hlutum yfirleitt, — hvern- ig á hann að geta þroskast? Hið lítilfjörlega eða ómerkilega get- ur ejcki annað en spilt fyrir hinu andlega í lífinu. En ef maður gerir sér það að vana, að neita að hafa nokkuð með hið ómerkilega að gera, dag frá degi, og velur sér heldur að- eins það, sem er uppbyggjandi, það sem er tengt ráðvendni. sannleika og réttlæti, og sem er í fullu samræmi við það sem er æðst og fegurst í hans eigin sál, þá getui*hann ekki annað en öðl- ast anda, sem tekur á móti hverju sem lífið veitir, örugg- lega og án ótta eða hræðslu eða kvíða. Og þá má einnig segja, að maðurinn sé í hæsta máta trúaður. Það var bent á í greininni sem eg mintist á áðan, að ef að spurn- ingin um hvaða lífsskoðun þeir fylgdu væri lögð fyrir menn þá mundu þeir vera í mestu vand- ræðum, og mundu varla vita hverju þeir ættu að svara. En ef að spurningunni væri breytt, og þeir væru spurðir um hvert þeir fylgdu nokkurti trú, þá er sagt að sumir mundu svara: “Eg tilheyri methodista kirkjunni”, eða “kaþólsku kirkjunni”, eða “baptista kirkjunni”, o. s. frv., og að þeir skoðuðu þetta sem BRÉF TIL HKR. frá G. J. Oleson Framh. Mér kemur í hug saga ein sem eg fyrir löngu síðan las í ensku riti og festist í huga minn, en hún er eitthvað á þessa leið. “í fjarlægu landi í fyrndinni var í höfuðborg ríkisins prýðis- fögur höll, sem konunginum og öllum þegnum hans þótti mjög vænt um, hún var ólík öðrum höllum því það var sagt að hún væri ekki bygð af manna hönd- um, heldur1 var hún bygð úr söngtónum snillinganna, hún var svo gömul að enginn vissi aldur hennar. í landinu ríkti friður og eining og mennirnir elskuðu hverjir aðra og alt gekk því vel í kóngsríkinu — eins og í sögu. — Þegar árin liðu fór eigingirn- in og sjálfselskan að gera vart við sig, og lagði loks landið und ir sig, hver og einn tók einungis að líta eftir sínum eigin hag en hugsaði ekkert um velferð heild- arinnar, menn urðu afbrýðissam- ir og öfundsjúkir og gremja og öfugstreymi fylti huga fólksins, sjálfselskan varð eins og tröll og hver af öðrum féll fyrir þessi trölli og engir urðu nú farsælir eins og þeir höfðu áður verið. En nú kom það fyrir sem öll- um þótti hörmulegt, einn morg- un þegar menn litu út var höllin hin fagra og dýrðlega horfin. þa^ sem hún hafði staðið var ekkert að sjá nema autt rúmið. Þessi fregn flaug um alt landið á svipstundu og allir voru hryggir og daprir í bragði. Þegar menn komu saman rif j- uðu þeir upp það sem forfeður þeirra höfðu sagt þeim, að efni- | æ léttara | reykjast BETUR HREINN HYITLJR Vindlinga Pappír TVÖFÖLD Sjálfgerð — c STÓR BóKARHEFTI viður hallarinnar væri söngtónar snillinganna mestu. Gömlu tón- snillingarnir sem á farsældar tímabilinu höfðu elskað hverjir aðra voru nú úr sögunni en í þeirra stað voru komnir nýir meistarar en þeir elskuðu ekki hverjir aðra þeir voru öfundsjúk ir, og hver reyndi að skáka hin- um, og skara eldi að sinni köku. — Þegar þessir meistarar voru beðnir að reyna að endurreisa hina fögru höll, voru þeir fúsir og ákveðnir að reyna það, en hver og einn í sínu lagi, því allir hugsuðu mest um að fá heiður- inn af því. Héldu þeir hver um sig á staðinn þar sem höllin stóð þegar þeir héldu að hinir væru hvergi nærri, og léku af þeirri list sem þeir áttu til. En höllin kom ekki aftur fyrir því. Á einum merkilegum hátíðar- degi bar svo við að meistararnir hver í sínu lagi héldu með leynd á staðinn, héldu þeir að keppi- nautar sínir væru komnir langt í burtu og nú ætluðu þeir að nota tækifærið að endurreisa höllina og fá heiðurinn af því. En hvað þeir litu illu auga hver til ann- ars. Þeir þorðu ekki að spila, þeir voru hræddir um að höllin kæmi aftur og náungi þeirra mundi kannske fá heiðurinn fyr- ir það, en það gátu þeir illa þol- að. Um þetta leyti kopiu þar fram á sjónarsviðið tveir drengir sem voru litlir fyrir manni, tötralega búnir með gömul og illa leikin hljóðfæri, þessir drengir höfðu uppgötvað leynd- ardóminn., því þó hljóðfæra- strengir þeirra fyltu ólíka tóna, þá varð hljóðfæraslátturinn miklu unaðslegri þegar þeir léku saman heldur en hver í sínu lagi. Fyrst voru sveinarnir hikandi í návist meistaranna, hikandi slóu þeir strengina fyrst annai1 og svo hinn, sem þeir vissu ekki af sér, eftir því sem lengur var leikið varð listin meira sláandi, samræmið var undravert. — Á- heyrendurnir voru sem steini lostnir, smátt og smátt bættust snillingarnir gömlu í hópinn, þar til allir — hver einasti úr kon- ungsríkinu voru farnir að taka þátt í hljóðfæraslættinum og voru búnir að gleyma sjálfum sér. Listin var búin að sigra þá; allir voru sem í draumi; norn eigingirninnar og sjálfselskunn- ar var búin að rýma sæti, en í hjarta þeirra var kominn andi samúðar og bróðurkærleika. Höllin! Höllin! hin dýrðlegn höll hrópaði einhver. Snilling- arnir litu við, og höllin var kom- in á sinn stað, hin skrautlega höll, hamingjunnar höll var kom- in á sinn stað með allri sinni fornu fegurð og þeir lofuðu guð í hjarta sínu og gleðin skein á

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.