Heimskringla - 21.04.1937, Blaðsíða 4

Heimskringla - 21.04.1937, Blaðsíða 4
4. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. APRÍL 1937 Ifeímskrntgla (StofnuB 1S86) Kemur út á hverjum. miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg TalíimiB 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist tyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 011 viðskHta bréf blaðinu aðlútandl sendist: Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EJNARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg •Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telepihone: 86 537 WINNIPEG, 21. APRÍL 1937 SJÁLFSTJÓRN INDLANDS í sjálfstjórnarmáli Indlands, var þeim áfanga náð í byrjun þessa mánaðar, að 11 fylki eru nú að setja á stofn hjá ser löggjafarþing, sem þau hafa ekki áður haft og verða fulltrúarnir eða löggjafarnir kosnir með atkvæði almennings. Viðburður þessi er merkilegur, þar sem hann snertir 350 miljónir manna, og getur haft áhrif á stefnu tímans og söguna er farm líða stundir. Fylkjum þessum, sem hvert um sig er eins mannmargt og heil ríki í Ervópu, var áður stjórnað af brezku krúnunni. Að vísu höfðu íbúar þeirra áður talsvert sjálf- dæmi í málum sínum. Héruðin voru um 600 alls þá og höfðingjar sumir þeirra, sem voru indverskir gerðu si,g ekki á- nægða með neitt minna en að vera nokkurs konar keisarar síns héraðs; hafa ef til vill ekki verið ólíkir fjallkóngum heima bæði að tölunni til og valdi og kannske hugsun- arhætti. Fjallkóngar voru stundum kon- unglega hugsandi. En drotnanna drottinn var nú samt Bretinn. úr öllum þessum hér- uðum á nú að gera 11 fylki. Og hugmynd- in er að mynda svo sambandsþing fyrir þau öll, eins og t. d. í Bandaríkjunum. Það sambandsþing verður stofnsett undir eins og fylkisþingin eru komin á fót, sem búist er við að verði innan 12 mánaða. óháð ríki ér því þarna að rísa upp, sem er nú þegar helmingi stærra en hið mikla Rómaríki forðum var, þjóðveldi miklu voldugra, en sjálfan Akbar nokkru sinni dreymdi um, mógulinn mikla og mesta stjórnanda Indlands fyrir daga Breta þar. Til að byrja með getur verið að vald þessa þjóðríkis verði ekki fyllilega eins mikið og sjálfstjómar nýlendur Breta. En það verður það brátt og ólikt valdi krónu- nýlendanna, sem stjórnað er beint heiman frá Bretlandi. í tölu hinna fyrnefndu eru Canada, Suður-Afríka, Ástralía, Nýja- Sjáland og fríríkið írland, sem eru sjálfu sér ráðandi um flest. Krónu-nýlendurnar eru aftur Uganda, Kenya og Jamaica, sem stjórnað er frá London. Umboðslöndum Breta er og stjórnað frá Bretlandi, en á- byrgð á þeirri stjórn bera Bretar Þjóða- bandalaginu. Staða Indlands í Þjóðabandalaginu, verður nú hin sama og Canada og hinna sjálfstjórnar nýlendanna. Að vísu hefir stjóm Breta menn á Ind- landi, er gæta eiga hvemig sjálfstjórnin ferst Indverjum úr höndum. Komi eitt- hvað sérstakt fyrir, svo sem gjaldþrot, eða önnur óreiða eða sundurlyndi og óeirð- ir, taka þeir menn í taumana. Utanríkis- mál og hermálin verða í höndum Breta, um nokkurt skeið ennþá. En þetta er aðeins tii tryggingar meðan Indverjar eru að kom- ast niður í stjómskipulaginu. Alvarleg tilraun til þess að leggja þenn- an stjórnskipunar grundvöll, má segja að fyrst hafi byrjað 1927. Var þá konungleg nefnd skipuð til að rannsaka hag Indland.s í öllum greinum. Formaður þeirrar nefnd- ar var Sir John Simon, nú innanríkisritari Breta. Meðan á rannsókn þessari stóð heimsótti þingnefnd frá Bretlandi Ind- land og til London komu og helztu forkólf- ar Indverja í þeim erindum að binda ein- hvern enda á stjórnmálaþjarkið. Og 2. ág. 1935, voru lög samin er heita var látið, sem hvorutveggja aðilar væru sáttir og sammála um. Stofnun fylkis löggjafar- þinganna nú, er áframhaldið af því. Stórkostleg rýmkun á lögum um at- kvæðisrétt fyJgja nýju stjómarskipuninni. Aðeins um 6 miljónir manna var talið að áður hefði haft atkvæðisrétt. Nú er búist við að um 30 miljónir nafna verði á kosn- ingaskránni. Munu þar eflaust allir er aldur hafa til og skynsemi að taka þátt í stjórnmálum taldir. Um 5 miljón konur eru á kosningaskránni að sagt er. Allir stjórnmálaflokkar og stéttir, háar sem lágar, virðast tilraunum þessum í stjórnarfarinu hlyntar, hvernig sem nú um samtökin fer, er þeir fara að velja vini sína og kunningja í þingmanna sessinn. Inn- byrðis hatur er ríkjandi í landinu, því er ekki að neita, milli stéttanna, enda eru íbú- arnir á öllum þroskastigum, alt frá villu- manni og til helztu frömuða menningar og vísinda nútímnas. Takist að bræða eina sameinaða volduga þjóð úr þeim efniviði í hasti, gengur það kraftaverki næst. En með aukinni menningu ætla Bretar þetta ekki ókleift. Á þeim 150 árum, sem Bretar hafa farið með stjórn á Indlandi, hefir margt breyzt þar til batnaðar. Áveitur hafa verið hafð- ar þar í stærri stíl með höndum en hægt er að benda á annar staðar. Um 31,600,000 ekra af áður ófrjóu landi, er nú árlega tek-^ in uppskera af svo feiknum nemur. Hveiti og korn er ekki einungis nóg ræktað t>l neyzslu í landinu sjálfu, heldur er af því selt út úr landinu um $100,000,000 virði á hverju ári. Matvæla-skortur, sem áður varð oft þúsundum, jafnvel miljónum manna að bana kemur nú aldrei fyrir og er það bæði aukinni framleiðslu að þakka og þó sérstaklega bættum vegum. Þó vitao væri um að matvæli væru til í fjarliggjandi héruðum áður, var ekki vegna samgöngu- leysis nokkur kostur á að ná í þær og bjarga mönnum með því frá hungurdauða annar staðar. Barnaskólar eru nú víðast hvar, þó ef- laust gætu verið fleiri. Sækja þá um 13,000,000 börn árlega. Háskólar eru 18; nemendatalan þar er um 100,000. Þéttbýli er mikið í hinum sameinuðu fylkjum (United Provinces); í þeim búa um 50 miljónir manna, en jarðnæðið er þó ekki meira en það, að þar búa um 542 á hverri fermílu. Til hliðsjónar má benda á að á Englandi búa 468 á hverri fermílu; í Bandaríkjunum 36. Stjórn Breta á Indlandi hefir verið ó- dýr; hún hefir kostað um $3 á hvern mann. Það er um einn tuttugasti af sköttum, sem hver verður að greiða heima á Bretlandi. Fyrir Indverjum stendur svo einkenni- lega á, að þjóðin skuldar ekkert. Lán fyrir störfum, sem unnin hafa verið, svo ser áveitum og fleiru eru að vísu einhver, en þjóðin á arðvæn verðbréf fyrir þeim er vextirnir af greiða lánin, án nokkurra frekari skatta. Til stofnunar lýðræðisins á Indlandi, er því vel efnt. Er vonandi að. þjóðinni verði hið fengna frelsi til gæfu og gengis. GLEÐILEGT SIIMAR Sumardagurinn fyrsti er á morgun. Að gömlum og góðum íslenzkum sið, óskar Heimskringla lesendum gleðilegs sumars. Þó fátt beri ennþá vitni um komu sumarsins, mun nú flesta farið að dreym:. um það. í nöktum trjánum skrjáfar enn. er norðan næðingurinn fer um þau; og jörð er ekki vitund farin að grænka. Enskar konur sem hér eru svo natnar við að sá pumpkins, tómötum, baunum og spínaki, í garðinn sinn fyrir aftan húsið og skreyta framgarðinn margskonar unaðslegum blómum, sem fslendingar hafa jafnvel ekki enn fyllilega af þeim lært, eru enn ekki farnar að láta neitt til sín taka við þessa vorvinnu. En þær er eflaust farið að dreyma um þetta alt saman, eins og br'nd- ann mun nú einnig gera um góða uppskeru, þó hann sé ekki byrjaður að vinna á akr- inum að neinu ráði, og eigi ef til vill eftn að ónáða stjórnina viðkomandi útsæði eða þessháttar. Guð má vita hvernig það fer alt saman á þessari gullöld kornbrasksins en menn dreymir þrátt fyrir það um sól og sumar. Síðast liðinn vetur gat ekki heitið harður hér um slóðir. Framan af eða alt fram á miðja jólaföstu var frostlítið og veður í mildara lagi. Og miðsvetrarmánuðirnir voru ekki neitt úr hófi kaldir. En veður- gæði fyrra hluta vetrar virðist náttúran nú vera að láta borga sér. Það hafa verið undanfarnar sex eða átta vikur svo þrálát- ir kuldanæðingar, að sumarið er veðurs vegna litlu nær en fyrir nærri tveim mán- uðum. Það eina sem enn hefir mint á sumarið, er að maður heyrði spóa vella í gærmorg- un, en þó ekki nema einu sinni og satt að segja vall hann ekki grautinn sinn nærri eðlilega. En þessum kuldum getur naumast hald- ið lengi áfram úr þessu úr því í Almanak- inu stendur, að sumar eigi að vera komið á morgun. Og í fullri von um það óskar Heimskingla— GLEÐILEGS SUMARS! TÍMINN ER PENINGAR Þeir munu nú til, er rengja vilja þennan gamla málshátt, að tíminn sé peningar. Og þeir hafa nokkuð til síns máls. Tímarmr nú eru ekki öllum peningar. En þess eru eigi að síður þó nokkur dæmi, að gildi máls- háttarins sé svipað og fyr. Á eitt af þeim Skal hér bent. Frá sambandsstjórninni hefir nýlega verið birtur reikningur um hvað Turgeon- nefndinni, eða einstaklingunum, sem í henni starfa hefir orðið úr tímanum fyrstu 30 dagana er að rannsókninni hefir verið unnið. Reyndar var það nú af happi og hend- ingu að ljóst varð um þetta. En það at- vikaðist þannig, að dómsmálaráðherra sambandsstjórnarinnar gat ekki á sér set- ið að hrósa stjórninni fyrir að hafa valið fyrir lö^fræðisráðunaut Turgeon-nefndar- innar mann, sem Ralston heitir og er ofursti að nafnbót. Kvað hann manninn ekki einungis vel hæfan til starfsins heldui væri almenningi það ánægju-efni, hve valið hefði vel hepnast. En með þessu var einum þingmanni (Mr. Coldwell frá Rosetown) alveg rióg boðið. Hann ipundi framkomu Mr. Ralstons í þingnefndinni 1935, sem uppkast gerði a<’ lögum um fyrirkomulag á hveitisölu til bjargar hveitisamlaginu. Kvað hann framkomu Mr. Ralstons þar hafa verið þá. að hann héfði með henni fyrirgert öllum rétti til að vera í þessari Turgeon-nefnd. En rétt eftir páskana, þegar farið var fram á að samþykkja $100,000 veitingu í viðbót við fjárlögin, grunaði stjórnarand- stæðinga að hér væri um kaup nefndarinn- ar að ræða og krafðist sagna stjórnarinnar um það. f umræðunum um þessa veitingu, kom í ljós óreiða nokkur og það með, að kostnaðurinn yrði ekki undir $150,000 um það er rannsókninni lyki. Þegar farið var svo að lesa upp laun þeirra sem í nefndinni voru, upplýstist, að á 30 dögum sem nefndin hafði starfað, hafði kostnaðurinn orðið um $41,000 og skiftist milli starfsfólksins, sem hér segir: Turgeon dómara voru greiddir, auk fastra launa, $35 sem nestispeningar á dag. Dr. Grindley var greiddur ferðakostnaður er nam $1,216.94. Hann starfar á skrif- stofu viðskiftamálaráðherra. Þá er R. H. Foster, aðstoðarritari nefndarinnar; hon- um hafa verið greiddir $730.32 í vinnu- laun (kaup hans er $200 á mánuði), og ferðakostnaður, er nam $497.20. Svo er Col. J. L. Ralston aðal-lögfræðisráðunaut- ur; fæðispeningur hans er $20 á dag. Lög- fræðingslaun $200 á dag. Fæðispeningar greiddir honum nam $1,105; fyrir lög- fræðisstarf $13,274. — Ferðakostnaður $567.05. J. E. Coyne aðstoðar-lögfræðingi eru greiddir $10 í fæðispeninga og $50 í vinnulaun á dag. Borgaðir hafa honum verið í vinnulaun $5,125 og ferðakostnaður er nemur $51.05. P. H. Shelton, er skýrsl- ur gefur stjórninni af starfinu fær 33í/2c fvrir örkina; starf hans hefir kostað $2916.27, auk ferðakostnaðar, $470.15. — Joseph L. Donovan er við starfi Shelton3 tók 18 jan. 1937, voru greidd 33i/2c á örk- ina ; borgað nú $1,488.47. W. W. Buskard, skvrslu-skrifara, geiddur ferðakostnaður upphæð $447.05. J. A. Thomson hrað- rifæra, ráðinn fyrir $100 á mánuði, greidd- ir 8310 auk ferðakostnaðar $527.21. A. L. Burtress, ritara ráðinn fyrir $200 á mánuði, greiddir $400 auk ferðakostnaðar $355.27. Miss McLaughtry, hraðritara, greidd vinnulaun $21. Miss McHale hraðritara. vreiddir $60. Miss M. Hydes greiddir $70 Miss L. Stewart greiddir $20. Miss Hack- ett. greiddur ferðakostnaður $405.05. Mrs McPhalen, greiddur ferðakostnaður $280.- 70. Og svo eru þessar greiðslur til vitna: L. H. Newman $99.56; Charles F. Wilson $141.25; Dr. H. S. Patton $117.80. Og svo að síðustu ýmis kostnaður fyrir $916.25. Tölur þessar eru þær er stjómin gaf þing- inu. Þegar þessu 30 daga starfi var lokið, var hveitirannsóknarnefndin komin til Winnipeg. Síðan lá leið hennar vestur um land, til Vancouver, þar sem hún er þegar þetta er skrifað. Þaðan verður haldið til Calgary, Edmonton, Regina og loks aftur til Winnipeg. Þegar Turgeon-nefndin var skipuð, mót- mælti Mr. Bennett því að Ralston starfaði í henni vegna afstöðu hans á þinginu 1935, sem áður er minst á. Ennfremur krafðist hann að nefndin rannsakaði viðskifti Hveitiráðsins, eftir að Mr. Mur- ray tók þar við stjórn, og kom- félaganna, sem hveitið fór til, er hveitiráðið hafði. Einnig hvað af því hveiti hefði verið í hafnbæj- unum eystra og hverra eign það hefði verið. Nefndin vildi hann að rannsakaði og hveitibirgðirn- ar nú og hver væri eigandi þeirra, svo og hvaða gróði hefði á þeim hveitibirgðum orðið og hver hans hefði orðið aðnjót- andi. Mr. Bennett kvað rann- sókn þessa nauðsynlega jafn- framt til þess, að vita hvernig á fullyrðingu fjármálaráðherra hefði staðið, er hann sagði hveiti ráðið hafa tapað 15 miljón doll- urum, en svo sýndi hann aftur í fjárlögunum síðar að 8 miljón- ir af þessu fé hefðu oltið ofan í fjárhirzluna!* Ef þetta yrði ekki rannsakað nú, yrði það gert síð- ar; að fresta því, væri ekki til neins. Margir þingmanna úr vestur- fylkjunum héldu því fram, að Mr. Ralston væri kunnur vestra sem óvinveittur Hveitisamlaginu og bændur byggust ekki við rieinu góðu af starfi hans í nefndinni. Eins og kunnugt er, tók stjórnin þessar umkvartanir andstæðinga sinna ekkert til greina, en skipaði nefndina þeim sem henni gott þótti og í því skyni, sem flestum er ráðgáta að öðru leyti en því, er tölur þær, sem í grein þessari hafa verið tilfærðar, vitna um. JÁTVARÐUR KONUNGUR VIII. Eftir Sig. Júl. Jóhannesson Niðurlag í síðasta kafla var skýrt frá því að almikill hiti hefði átt sér stað í enska þinginu sökum þess að stjórnin hefði lítilsvirt það og farið með alt þetta mál á bak við kosna fulltrúa þjóðarinnar. Til dæmis um það ofbeldi sem stjórnin beitti má geta þess að leiðtogi verkamannanna í þing- inu bar upp tillögu þess efnis að þingið endurnýjaði hollustu yfir- lýsingu sína til konungsins og lýsti trausti sínu á honum hvað sem fyrir kynni að koma en Baldwin neitaði tillögumanni rétti til þess að bera hana fram. Út af þessu varð svo mikið upp- þot í þinginu að við áflogum lá. (Free Press segir frá þessu 7. des. 1936.) William Gallacher þingmaður, lýsti yfir þeirri sannfæring sinni að óheillaöfl og launráð hefði unnið á bak við tjöldin í þessum ástamálum konungsins. “Þingið — kosnir fulltrúar fólksins — var aldrei spurt til ráða,” sagði hann, “og ekkert látið vita frá byrjun til enda. Þetta var ekki barátta milli konungsins og þingsins, heldur milli tveggja andstæðra flokka og stefna.” En þegar alt var um garð geng- ið og konungurinn hafði sagt af sér kom öllum saman um eitt (nema prestunum og biskupun- um); það var sá einróma dómur að alþjóðlegri, hreinlyndari, vel- viljaðri og betri konungur hefði aldrei setið að ríkjum á Eng- landi. Hér eru tvær umsagnir leiðandi manna í andstæðum flokkum þessu til sönnunar. Cle- ment Attlee leiðtoga verka- manna farast orð á þessa leið: “Ertginn enskur konungur hef- ir verið jafn einhuga elskaður af þegnum sínum og Játvarður VIII. Vér þekkjum öll ástúð hans og Ijúfmensku; hans djúpu og falslausu samhygð með þeim, sem líða. Verkamannastéttin gleymir þyí aldrei hvernig hann bókstaflega leið með námafólk- inu í Wales á hörmungartímum þess; hver'nig hann auðsýndi mannúð og hluttekningu í sam- bandi við atvinnuleysið á hörm- ungarsvæðunum ? Og Winston Churchill einn fremsti leiðtogi íhaldsmanna tók undir á þessa leið: “Þegar tímar líða fram verður nafn Játvarðar VIII þjóðinni kært og hjartfólgið; já, allri þjóðinni í heild sinni; en þó verð- ur hans minst með dýpstum söknuði og mestri eftirsjá á íeimilum hinna fátæku og líð- andi. f hreysum og lághýsum lands vors verða daglega fluttar Dænir um það að friður og ham- ingja megi blessa hann og þá sem honum eru næstir og kær- astir.” Mikið hefir verið rætt um það og spáð hvernig farið hefði ef konungurinn hefði tekið aðra stefnu í þessu máli. Fyrir hon- um lágu fjórar leiðir: 1. Sú sem hann valdi: Að fórna konungdóminum fyrir Mrs. Simpson og segja af sér. 2. Að hætta við Mrs. Simp- son og halda áfram konungs- stjórn. .3. Að giftast Mrs. Simpson og gera hana að drotningu hvað sem stjórn og kirkja sögðu. 4. Að bera málið undir þjóð- ina og láta hana skera úr með atkvæðum. Allar þessar leiðir voru hon- um opnar; hann hefir valið og ákveðið; margir eru þeir sem spyrja sjálfa sig þeirrar spurn- ingar hverja leiðina þeir hefðu valið í hans sporum. Nú er mörgu spáð um fram- tíð konungsins og margar spurn- ingar vakna í sambandi við hann: Hingað til, eða þangað til þetta mál hófst, var hann viður- kendur bezti og merkasti maður. sem konungstign hefir borið á Englandi. Verður hann einnig mikilmenni í sögu framtíðarinn- ar eða eru dagar hans.taldir sem stórmennis? Var þessi kona, Mrs. Simpson, þess virði að fórna fyrir hana tign og ríkjurfi ? Verður hún til þess að lyfta hon- um o^ hvetja hann til heiðurs og hamingjaverka? eða verður hún til þess að lama hann og lækka ? Eitt er víst og það er þetta: Hingað til hefir hún verið hneigð til gjálífis og hégóma og meira hugsað um eigin glys og glað- værð en það að taka þátt í al- varlegum málum. Annað er einn- ig víst og það er að hún er ýms- um hæfileikum gædd sem að góðu haldi gætu komið ef hún sneri við blaðinu og setti sér það mark að hefja Játvarð til mann- dóms og hamingju. Sé henni það eitt gefið að geta skinið sem sól í léttúðar félags- skap án nokkurra alvarlegri hugsana og hafi hún hér eftir sama vald yfir Játvarði og hún hefir haft hingað til þá verður hann eins og hver önnur hröpuð stjarna, sem aldrei nær afti>’ Ijóma né ljósi, en flyzt með hverjum líðandi degi nær gröf og gleymsku. En sé þessi kona gædd stóru skapi og stærilæti, eigi hún yfir að ráða heilbrigðri kappgirni og sjálfsvirðingu og vilji hún launa Játvarði það sem hann hefir lagt í sölurnar fyrir hana þá stígur hún á stogg og strengir þess hei' að hún skuli sýna það og sanna að hún hafi verið því vaxin að sitja við hlið hans sem drotning á Englandi. Þá hvetur hún hann til þess að gerast leiðtogi ein- hverrar góðrar og göfugrar menningarstefnu og þá getur hann orðið einn hinna atkvæða- mestu manna vorra daga. VERZLUNARNÁMSKEIÐ Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi hefir til sölu nám- skeið við alla höfuð verzlunar- skóia bæjarins með vægum kjörum. Ungt fólk er hefir i huga að leggja fyrir sig verzl- unarnám ætti að leita upplýs- inga um iþetta. Talið við eða símið: Á. P. Jóhannsson, 910 Palmerston Ave., sími 71 177. Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.