Heimskringla


Heimskringla - 21.04.1937, Qupperneq 6

Heimskringla - 21.04.1937, Qupperneq 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. APRÍL 1937 LEIKSLOK eftir Dale Collins * Framh. En það var eitthvað að flugvélinni. Hún flaug hægt og klaufalega eins og vængbrotinn máfur og meðan hún var enn alllangt í burtu, dó hljóðið í hreyflinum út. Hún kom niður í stór- um, hægum sveig, sem bar það með sér, að ekki var alt með felldu. Sir Cecil hljóp eftir ströndinni og baðaði fagnandi út höndunum. Flugvélin var nú fyrir ofan Pálmatoppana. En hún var örmagna, hana skorti afl til að komast yfir trjátoppana. Þeir gripu í hana með loðnum kollunum. Flugvélin stakst á end- ann, brestir og brothljóð fyltu loftið og pálm- arnir og flugvélin lágu samanflækt í hrúgu á jörðinni. Maðurinn hljóp eins hratt og grannholda fætur gátu borið hann. Þegar honum loks- ins heppnaðist að opna dyrnar á flugvélinni, duttu tveir menn út. Þeir voru báðir dauðir. Maðurinn settist á ströndina við hlið þeirra og hugsaði í fyrsti skifti í margar vikur. Hann mintist margs, sem hann hafði gleymt. Hugs- anir hans urðu hræðilega skýrar. Þetta var póstflugvélin, England—Ástralía, sem hrakist hafði af leið undan storminum og að lokum tekið stefnu á þann eina stað í úthaf- inu, sem hægt var að lenda á. Svo hafði hún orðið benzínlaus fáum mínútum, jafnvel sekúnd- um of snemma. Þessvegna hafði enginn eldur gosið upp við áreksturinn. Þessir tveir menn voru flugmaðurinn og vélamaðurinn. Hann sat lengi þungt hugsandi út af þessu, hann þurfti hvort sem var ekki að flýta sér. “Eg held mig langi í reyk,” sagði hann, þegar hann kom auga á gula fingurna á manninum, sem lá við hlið hans. Ef til vill gæti hann fund- ið eitthvað til að reykja. í vasa mannsins fann hann sígarettuveski úr silfri, með einni síga- rettu. Eldspýtur fann hann líka. Hann kveikti á einni. Eldur hafði aldrei sézt á kóraleyjunni fyr. Hann fékk hósta og ógleði af reyknum, en það var gott að reykja aftur, alveg eins og í gamla daga. Hann sat og reykti með hnén uppi undir skeggjaðri hökunni. Máfarnir komu aftur flögrandi og skrækj- andi. Tóbakið hafði mikil áhrif á taugar hans, sem voru orðnar því óvanar. Hugsanir hans urðu skýrari. í fyrstu gat hann aðeins gert sér grein fyrir gremjunni, sem þetta slys olli, en sá frummaður, sem hann var orðinn, gladdist brátt yfir þeim auðæfum, sem fallið höfðu til hans af himnum ofan. Flugvélin hafði sundrast eins og fræbelgur, og ströndin var öll þakin hvítum bréfum og póstpokum. Þó að farþegaklefinn væri laskað- ur, var hægt að notast við hann sem hús. En öll hin dásamlegu furðuverk flugvélarinnar voru nú gagnslaus. Hinar haglega gerðu úrskífur störðu tómlega út í loftið eins og brostin augu flugmannsins. Inni í klefanum voru stólar og gólfdúkar, uppþornuð brauðsneið, sem hafði dottið á gólfið og dálítil kaffilögg á hitaflösku. Hann klifraði fram og aftur um flakið og hlakkaði eins og rekaþjófur yfir ránsfeng. Að snerta á þessum gamalkunnu munum setti hann aftur í samband við umheiminn. í lítilli tösku fann hann rakáhöld. Náttföt og nærföt voru þar einnig. 'Hann hljóp fram og aftur og veif- aði náttfötunum í golunni. Hann var ennþá að gleðjast yfir þessum nýju auðæfum, þegar myrkrið skall á. Þá lagðist hann útaf með póst- poka undir höfðinu og sofnaði. Þegar hann vaknaði við sólarupprás, fann hann, að eitthvað ákaflega þýðingarmikið hafði komið fyrir, og um leið og hann opnaði augun, sá hann það. Þann dag færði hann flugmennina úr fötunum og gróf þá í lóninu. Næsta dag var hann nauðrakaður og kinnfiskasoginn og önn- um kafinn að koma hinum nýju lífsþægindum fyrir á kóraleyjunni. Máfarnir sveimuðu uppi yfir öllu þessu, en létu sér á sarqa standa. Hann hafði nú aftur föt til að klæðast í og hús með gluggum og dyrum. Hann svaf þar, sat í stólnum og horfði út á sjóinn. Þetta var alt ákaflega þægilegt, honum fanst hann hafa tekið sér hvíld frá störfum og setzt að í kofa við sjóinn. Oft áður hafði hann sagt, að það væri það edna, sem sig langaði til. Nú hafði hann fengið ósk sína uppfylta. En nú hafði hann gleymt, eða kærði sig ekki um að muna, frá hverju hann hafði tekið sér hvíld. Það var alltof erfitt að hugsa um nokkuð nema kofann og þægindin þar, þegár maður var orðinn gam- all og þarfnaðist hvíldar. En brátt kom honum í hug, að nú hefði hann að lokum féngið tíma ti’l að lesa. Hingað til hafði enginn tími verið til lesturs. En hvað gat hann Iesið þama í litla kofanum sínum við sjóinn ? Um þetta var hann að hugsa um morg- uninn, þar sem hann lá í sólskininu, með póst- poka undir höfðinu, og svarið fékk hann, ef svo mætti segja undan hnakkanum. Koddinn hans var ekki stoppaður með sæfuglafiðri, heldur me§ sannkölluðu bókasafni. Hann tók upp hnífinn og skar á pokann. Stálhnífurinn var ein dýrmætasta gjöfin, sem fallið hafði til hans úr bláum himingeimnum. í pokanum var alt það, sem maður, er tekiö hefir sér hvíld frá störfum, gat óskað sér til lesturs — þykkur hlaði af bréfum og hvert þeirra með litlu bláu flugmerki á umslaginu. “Ekki svo lítill póstur í dag,” sagði hann og tók eitt bréf af handahófi. Það var til “elsku Raymond fræncja” og var ekki mjög langt. í því var Raymond óskað til hamingju með dag- inn og spurður, hvort honum þætti ekki gaman að fá afmælisóskir loftleiðis alla leið frá Eng- landi. Bréfið var frá Eugene frænda. Eugene frændj vonaði, að bréfið kæmi í tæka tíð og að Raymond héldi áfram að vera góður drengur. Hann sendi 5 pund með í bréfinu til þess að kaupa eitthvað fyrir. Maðurinn Ias þetta með mikilli eftirtekt, orðin voru fyrstu orðin, hugsanirnar fyrstu nýju hugsanir og Raymond og Eugene fyrstu nýju mennirnir, sem hann hafði hitt árum sam- an, að honum fanst. Það var skemtilegt að sitja þarna í sólskininu fyrir utan litla kofann sinn við sjóinn. Hann athugaði einnig þvælda fimm-punda-seðilinn með 'eftirtekt. Fimm- punda-seðillinn var í huga hans tengdur við þóknun, sem maður gaf þjónum, meðan maður enn var.á lífi. Fimm-punda-seðill öðru hvoru hafði meiri áhrif en tíu pund, sem gefin voru með löngu millibili. Hann athugaði áletrunina og útflúrið á seðlinum, en seðillinh sjálfur.var honum einskis virði. Hann lét goluna bera hann út á lónið og bréfið fór sömu leið. En honum hitnaði um hjartaræturnar, eins og Raymond litli og Eugene frændi hefði verið’ vinir í heim- sókn og væru nú farnir aftur. Næsta bréf var eitthvað um ull á viðskifta- máli. Hann geispaði yfir því og kastaði því í burtu. Hann hafð,i aldrei haft áhuga fyrir verzlunarmálum og sjálfur gekk hann altaf í silkinærfötum. Bréfið um viðskiftin, sem námu 100,000 pundum, barst með straumnum út á lónið. Þriðja bréfið var ástarbréf til Toddles. Það skríkti í honum við lesturinn. Þetta unga fólk nú á tímum! Hann var glaður yfir því að hafa aldrei komist úr sambandi við unga fólkið. —* Þetta bréf var mjög sérkennilegt, fult af skömmum og innilegasta unaði. Ástríðuþrung- ið og blandað háði. Ungi maðurinn þráði Todles mjög heitt og kallaði hana “litla kjánann sinn” og “ástina sína”. Undirskriftin var: “Þúsund kossa og eitt duglegt spark í rassinn sendir þér þinn trúasti aðdáandi Stomach”. — Maðurinn lét hugann dvelja lengi og angurblítt hjá ungu elskendunum. Það var ánægjulegt að hugsa til þess, að Toddles og Stomach ætluðu að gifta sig á næsta ári. Hann vonaði, að þai^ yrðu hamingjusöm. Hann fórnaði æskuástum nokkrup tárum, jafnvel nýtízku æskuástum með allri þeirra óskammfeilni. Þannig fór einbúinn á ströndinni að. í staðinn fyrir máfana og krabbana, sem áður höfðu verið einu félagar hans, eignaðist hann nú fjölda vina. Hann tók þátt í áhugamálum þeirra og naut lífsins með þeim. Póstpokunum, sem deifst höfðu út um alt við áreksturinn, safnaði hann nú vandlega sam- an í skýlið. Þeir voru nú dýrmætur fjársjóður. Mikil hepni, að engin rigning skyldi hafa kom- ið síðan þessar gjafir dundu yfir hann. Hann las alt hægt og vandlega. Stundum varð hann dálítið ruglaður yfir þessum vinafjölda, sem kom til hans með gleði sína og áhyggjur, erfið- leika og vandamál, en hann fékkst ekki um það. Það var svo óblandin ánægja að njóta alls þessa með þeim. Honum fanst, að þrátt fyrir alt væri hann ekki alveg horfinn af hinu viðburða- ríka sviði lífsins, heldur væri hann þar ennþá einn af leikendunum. Dag nokkurn rakst hann á bréf til John Hamish og opnaði það með vaxandi áhuga, því að hann hafði þekt'John Hamish áður en hann settist að við sjóinn. Hamish hafði verið fjár- málaráðunautur Sir Cecil Chalmers og hafði Sir Cecil kallað hann, hálft í gamni og hálft í al- vöru býfluguna. Býflugan var ákaflega iðin, en altaf mædd og óró og hugsaði altaf fyrst og fremst um hagsmuni húsbónda síns. Líf hans snerist alt um það, að slétta veginn og halda öllu gangandi fyrir blessaðan húsbóndann. Mað- urinn á ströndinni gladdist yfir minningunni um iðnu býfluguna, sem altaf stritaði fyrir aðra, var aðeins skuggi, sem átti tilveru sína að þakka sólinni, sem skein á hann. Trúr þjónn, eftir því sem hann hafði gáfur til, já, vissulega trúr þjónn, en mikilsvirði, nei, það var John Hamish ekki. Maðurinn á ströndinni opnaði bréfið og las. Elskan mín! Þú munt hafa fengi símskeyti sem svar við þínu skeyti. Já, já, komdu heim eins fljótt og þú mögulega getur. Eg get ekki sagt það nógu oft og ákveðið. Samt er eg ánægð yfit- því, eins og það hefir verið. Það var rétt af þér að vera í burtu, þangað til við vorum viss um að vera frjáls. Ef við hefðum verið sam- an, hefði verið svo erfitt að bíða aðeins augnabliki lengur, eftir þessi ömurlegu og tómlegu ár. Hann hefði getað komið aftur— það hefði svo sem verið eftir honum að koma koma aftur, þegar allir voru farnir að vona hið gagnstæða—og það hefði verið hræðilegt. En hann hefir ekki komið aftur og kemur 0 ekki héðan af, og nú erum við loksins frjáls! frjáls |rjáls! ó, eg veit að hann er dáinn, og að þú með þinni göfugmannlegu trygð, vilt ekk’i, að eg segi sannleikann þess vegna, en þú veizt, að hann var blóðsuga og harðstjóri og kúgari og sá eigingjarnasti maður, sem nokkru sinni hefir lifað. Þú veizt, að við þjón- uðum honum dyggilega öll þessi ár, sem farið hafa til einkis, og ekki fengið neinar þakkir fyrir. Mér finst það ganga brjálæði næst, þegar eg hugsa um það nú. Við hefðum átt að flýja ánauðina fyrir löngu síðan. Hvers- vegna hélztu áfram að þjóna þéssu hola og innantóma guðdómshismi! Þú gazt rekið fingurinn í gegnum hismið, hvar sem var. Það var ekkert innifyrir. Eg veit, að eg hefði aldrei getað afborið þetta, ef þú hefðir ekki stutt mig með ást þinni og blíðu. En nú getum við verið saínan óhindruð, án nokkurr- ar hreykinnar skrípamyndar á milli okkar, nú getum við verið saman altaf, altaf! ó! eg elska þig svo heitt, eins og eg hefi altaf elsk- að þig og mun altaf elska þig. Komdu til mín, ástin mín, nú erum við frjáls, þú einn átt hjarta mitt. Þín Margaret. Maðurinn á ströndinni las vandlega bréfið frá Márgaret til John Hamish. Gaman að rek- ast á gamla kunningja innan um þann aragrúa af vinum, sem hann hafði eignast. Hver skyldi ver þessi hismiskenndi guð? En John og Mar- garet höfðu hatað hann og þau höfðu, að því er virtist, ástæðu til þess. Það voru margir slíkir menn í ys og þys lífsins. Það var gott að vera búinn að taka sér hvíld og vera áhorfandi að öllu þessUr John og Margaret, ha? Sei! Sei! Þau voru auðsjáanlega mjög ástfangin hvort af öðru og höfðu verið það Iengi. Á þennan yndislega gamaldags hátt. ósjálfrátt band- aði hann virðulega með hendinni, í broslegu ósamræmi við villimannlegt útlit sitt. Bending- in átti að tákna kveðju hans og blessun yfir ástum þeirra. Aðeins sá, sem hefir lært að nota hendurnar, gat sagt svo mikið með svo lít- illi hreyfingu. Af einhverri ástæðu lét hann ekki þetta bréf berast með straumnum út í lónið. Hann braut það vandega saman og setti það í brjóstvasann og lét það hvíla þannig við hjarta sér. Næsti vinurinn, sem kom, var ókunnugur, ungur, vingjarnlegur maður, reyndar ekkert sterkur í réttritun. Hann kvartaði sáran yfir því, að orsökin til þess, að hann hefði eytt meira en hann mátti, væri sú, að það væri miklu dýr- ara að lifa í London en í Ástralíu, og ef hann ■ fengi ekki senda meiri peninga, myndi hann verða settur í skuldafangelsi. ó, æska í æska! Sá næsti var maður áhyggjufullur mjög og skrifaði hann af mikilli óþolinmæði lögfræðingi sínum úft af hjónaskilnaði. Þeir komu í hópum, sögðu manninum á ströndinni sögur sínar og fóru svo aftur. Hann mintist þess, að John og Margaret höfðu litið inn til hans fyrir nokkru síðan. En það höfðu svo margir þyrpst á eftir þeim. Það varð talsverð æsing um borð í H. M. S. Daisy, þegar þeir komu auga á kóraleyjuna, því að það var ekki daglegur viðburður á rannsókn- arskipum Hans Hátignar að finna ókortlagða eyju, jafnvel þó að það væri aðeins smá-kóralrif. Þeir, sem í land áttu að fara, flýttu sér í bátinn og stefndu til eyjarinnar undir stjórn yfirforingjans, en skipið beið úti fyrir til þe? að forðast grynningar. Yfirforinginn neri hend- urnar og talaði við undirforingja sinn. Þeir voru báðir ungir menn, bláeygðir og rauðir í andliti. Þeir hefðu getað verið bræður. “Guð minn góður!” sagði yfirforinginn alt í einu, “það er mfiður á ströndinni.” “Já, það held eg bara.” “Það hlýtur að vera skipbrotsmaður.” “Já, hann lítur að minsta kosti þannig út.” Lubbalegi maðurinn á ströndinni beii' skelfdur og ruglaður, meðan báturinn kom upp á grynningamar og heill hópur af n,ýjum vin- um þyrptust nú upp úr bátnum, eins og allir vin- irnir úr flugvélinni. Hugsanir hans voru dá- samlega skýrar. Hann hafði ekki eytt tímanum til einskis við lesturinn í litla kofanum við sjó- inn. Hann gekk með tígulegum og auðsjáan- lega þaulæfðum skrefum til móts við báða for- ingjana. Hann rétti út hendina, sem táknaði. að hann byði þá velkomna í ríki sitt. Þeir störðu svo undarlega á hann, eins og þeir væru brjálaðir. Hann sá, að hann varð að gefa skýringu og það undir eins. “Komið þið sælir,” sagði hann, og þjálfuð röddin hljómaði eins og svanasöngur úr máfs- nefi, út úr úfnu skegginu. “Leyfið mér að kynna sjálfan mig. Eg er Guð. Eg þekki leynd- armál allra hjartna. Allir koma hingað og segja mér frá áhyggjum sínum og gleði, ástum og erfiðleikum. Eg þekki meira að segja leynd- armál Johns og Margaret, og veslings Sir Cecil Chalmers. Þi ð megið óhindraðir koma til mín og tala við mig. Eg er Guð, eins og þið sjáið.” Foringjarnir hörfuðu báðir undrandi aftur á bak við þessu opinberun. Þeir störðu opnum bláum augunum. “Vitskertur,” sagði yfirforinginn. Maðurinn á ströndinni féll skyndilega um ko.ll Þeir hlupu til hjálpar. “Hann sagði eitthvað um SÍr Cecil Chal- mers,” sagði yfirforinginn, þegar þeir krupu niður við hlið hans. “Heyrðu, skyldi það vera leikarinn,, þú manst, sem týndist frá Mazeppa?” “Ha, maðurinn sem sleppti sér af hræðslu og sigldi burt á fyrsta bátnum, áður en nokkur annar hafði fengið tíma til að komast í hann? Skar á festarnar og sigldi af stað, viti sínu f jær af hræðslu ?” “Já,” sagði yfirforinginn, “skyldi það vera hann?” “Jæja,” sagði undirforinginn, “ef svo er, þá hafa leikslokin ekki orðið sem verst.” —Dvöl. BRÚÐARDRAUMUR Álfheiður lá vakandi fram undir niiðnætti seinustu nóttina sem henni var ætlað dvelja í húsi föður síns, sem var prestur í sveit. Það stóð til að hún grftist daginn eftir ungum manni á lægsta stéttarstigi hinna æðri herforingja. Hann hét Richard Coleraine, átti heima í sama túninu og presturinn, húsið hans sást úr glugg- um prestssetursins, ekkert á milli nema grænar grundir og rein af furutrjám. Ungu hjóna- efnin höfðu þekst og umgengist í tvö misseri, seinna misserið báru þau ‘ ástarhug hvort til annars. Nú var sumar og nætur hlýjar, gluggar opnir í svefnlofti brúðarinnar og tjöld uppi. — Tunglsljós skein á einn vegginn, við það sá meyna, þar sem hún svaf, og þó ógerla. Hún hafði mikið hár glóbjart, sem lá laust um kodd- ann og hún svaf órótt. Hún var fríð í andliti, heit og rjóð í kinnum, tæplega nítján ára og barnaleg á svip, og hún gretti sig í framan öðru hvoru. Brúðar klæðin kniplingum sett af hvítu silki, hengu inni í klæðaskáp og við fótagaflinn stóð ný kista full, til ferðalags að afstaðinni hjónavígslu. Við höfðagaflinn lítið borð og þar á stór ljósmynd af bóndaefni hennar — frá- bærlega fallegum manni í skartklæðum herfor- ingja. Myndin horfði við henni þar sem hún svaf. Alt í einu vaknaði Álfheiður, settist upp óttaslegin, snerist að myndinni, greip hana og þrýsti að brjósti sér með elsku svip og skelfing ar, tók svo tíl að kyssa á glerið grátandi og mæla fyrir munni sér: “Þetta er í þriðja sinn. — ó. hvað eg er hrædd — og það nóttina fyrir brúð- kaupsdaginn minnM” Hún var í þesgu litla uppnámi af draumi sem hana dreymdi, hún réði varla við geðshrær- ingu sína, grét beizklega og hélt myndinni fast að hjarta sínu. “Ó, ef það rættist” hugsaði hún og greip andann á lofti tárfellandi. “Ef einhver kæmist upp á milli okkar á síðustu stundu! ó það getur ómögulega skeð!” Með þessum hugsunum spratt hún upp úr rúminu, skauzt út að glugga og horfði þangað sem elskan hennar átti heima. Þar lá hann, ekki hundrað faðma í burt. Hún leit á úrið sitt, tæplega þrjú. Álfheiður var bráðhuga, tilfinninganæm og hræðslugjörn og knúðist til athafna af drauminum. Hún kipti á sig yfirhöfn, klifraði út um gluggann í greinar á tré og Ias sig ofan eftir þeim, því að hún vildi ekki vekja neinn í húsinu. Hárið á henni festist í limunum, hún losaði það varlega, komst klaklaust niður, tók til fótanna og rann um slétta og græna grund þar til hún nam staðar undir glugga Richards. Þá plokkaði hún knapp af runna og kastaði upp í rúðurnar og lét svo ganga unz hann vaknaði, teygði sig út um gluggann og kallaði í hálfum hljóðum: “Álfheiður!” “Hleyptu mér inn!” svaraði hún. “ó. þleyptu mér inn!” Hann fór í hvarf og kom í Ijós að vörrpu spori við glugga á neðra lofti, sem ljúka mátti upp eins og hurð. Álfheiður þaut til hans, tók utan um hann og kysti. Hann vár hár vexti, fríður og svipfallegur, myndin sýndi hann ekki fallegri en hann var. “Hvað er að, Álfheiður?” Sá ungi maður leiddi hana titrandi af æstum tilfinningum, til sætis, lagðist á hnén og reyndi að stilla hana með því að strjúka hárið á henni og hendurnar. “Enn dreymdi mig sama drauminn,” sagði hýn og hélt sér í hann “og nú í þriðja sinn.” “Hvað dreymdi þig, Ijúfan mín? Hvað er að marka drauma? Og fyrir alla muni láttu ekki draum fá svona miikð á þig.”

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.