Heimskringla - 07.07.1937, Side 4

Heimskringla - 07.07.1937, Side 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. JÚLÍ 1937 lÉmmskrmgla (StofnuH 1S86) Kemur út á hverjum miSvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsímia 86 537 Ver8 blaSslns er $3.00 árgangurinn borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. tJU ylðskiíta bréf blaSinu aðlútandl sendlst: lúrvager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” ls published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telepihone: 86 537 WINNIPEG, 7. JÚLÍ 1937 ÍSLEJVDINGADAGURINN Á HNAUSUM -----Og ef þér er heift eða harmur í lund, þá haltu út í skóginn um morgunstund und álfröðuls ylgeislum fránum; þar baðar þig hreinn og himneskur blær og hatrið og sorgina úr brjósti þér þvær meðan blakta blöðin á trjánum. Þessa stundina þekkjum vér engan stað, sem vísa þessi eftir Jón ólafsson gæti bet- ur átt við, en Iðavöll, þjóðhátíðar-sam- komustað Ný-fslendinga við Hnausa og þar sem þeir halda nú íslendingadag sinn, eins og þeir hafa gert uandanfarin 15 ár. Hátíðin fer fram að þessu sinni laugardag- inn 31. júlí. Manitoba er svo í sveit komið, að þar eru víða stórir iðgrænir vellir á bökkum stórvatnanna, þar sem framundan blasir við vatnið víðfeðmt sem hafið, en í bak- sýn ber laufskóginn gnæfandi við him- in. Þar er sjálfkjörinn samkomustaður, því þar er öll sú fjölbreytni í náttúrunni sem á sléttum Canada er hugsanleg. Iða- völlur er slíkur staður. Þar andar hrein- um og hressandi blæ frá skóginum til gest- anna. Og að finna kunningja sína, er hvergi eins skemtilegt og þar. Nýja-ísland er auk þess vagga Vestur- íslendinga. Þar eru bein margra áa vorra geymd í dimmri moldu. ósjálfrátt hugsa flestir til þeirrar íslenzku bygðarinnar oft- ar hér vestra en nokkurrar annarar. Að heimsækja Nýja-ísland, er ekki hið sama og að heimsækja aðrar bygðir landa. Sagan er þar enn óslitnust, og glegstur vottur um það, sem íslenzkt er hér vestra. í öllu sínu ríkidæmi hafa engar bygðirn- ar hér vestra, ekki einu sinni sú hin mann- marga og ríka í Winnipeg, komist yfir neinn sérstakan skemtilegan stað til þess að halda þjóðhátíðardag sinn á. Nýja- ísland er eina bygðin íslenzka hér vestra sem í það hefir ráðist, að koma sér upp sérstökum skemtigarði í þessu augnamiði. Winnipeg-fslendingar urðu að flýja að síð- ustu á náðir Gimli-bæjar, til að fá lánað- ann garð, sem er eign hins opinbera, fyrir íslendingadag sinn. Er það auðvitað gott, meðan svo góðu náir, þó margt sé athuga- vert við það og aldrei sé að vita hvenær það hlið verði lokað. En hinu er ekki að neita, að nær var þá höggið líftaug þess, sem hér vestra hefir þjóðlegast verið gert í því efni, sem hér um ræðir. Um skemtanir á Iðavelli er oss það meðal annars kunnugt, að Karlakór íslendinga í Winnipeg syngur þar undir stjórn R. H. Ragnars. Ennfremur flytur Tryggi Ole- son, M.A., þar ræðu. Fleiri ræðumenn verða þar, en um það hverjir þeir eru, er oss ekki kunnugt. Með því að íslendingadagurinn er á Iða- velli á laugardag og Winnipeg-fslendinga- dagurinn á mánudag, sem er helgidagur í Winnipeg ber sérstaklega vel í veiði fyrir íslendingum, með að vera á hátíðunum á báðum stöðunum á þessu ári. Þeir sem kunningja þurfa að heimsækja í Nýja- íslandi, gætu þá notað sunnudaginn til þess og sparað sér ferðina til Winnipeg milli tíðinni. fslendingar í norðurbygðum Nýja-ís- lands eiga þá viðurkenningu skilið fyrir að ráðast í kaup á all-dýru landi til þess að sjá þjóðhátíðardegi sínum borgið ef kostur er á í framtíð, að íslendingar hvar sem eru og því fá komið við, sæki fslendingadaginr á Iðaveili. UM ÞINGMANNA KOSTNAÐ Þingmennirnir á Englandi greiddu ný- lega atkvæði með því að hækka laun sjálfra sín. Launin voru £400, en eru nú £600. Þetta nær aðeins til neðri deildar þing- manna, því í lávarðadeildinni eru engin vinnulaun goldin. Báldwin jarl er sagt að vakið hafi mál þetta upp; hann sá ekki hvernig fátækir þingmenn gátu komist af. með þetta og eiga að litlu eða engu að víkja, milli þess er þing sta^faði. Tala þingmanna á Bretlandi er 615. Eftir þessa breytingu, verða laun þeirra á ári samtals £369,000, eða $1,845,000. En þrátt fyrir launahækkunina, kostar það þær 45,000,000 manna sem Bretland byggja, minna að stjórna sér, en það kost- ar 11,000,000 íbúa í Canada. Á sambandsþingi Canada eru 245 neðri- deildar fulltrúar og 96 efri-málstofu þing- menn. Laun þeirra eru um $4,000 hvers á ári, eða alls $1,364,000, að viðbættum ferðakostnaði, sem oft er mikill. Á níu fylkisþingum, eru 533 þingmenn er í árs- laun hafa frá $400 (á Prince Edward Is- land) til $2500 (í Quebec-fylki) eða alls $962,000 á ári, að viðbættum öðrum ekkert óríflegum ferðakostnaði. Þingmanna kostnaður í Canada verður þá, þó ferðakostnaður sé ekki talinn, alls $2,236,400, eða rétt að segja einni miljón dala meiri en á Bretlandi. Sé reiknað eftir íbúatölu, verður þingmanna kostnaður á Bretlandi 3c á hvern mann, en í Canada 21c. Það getur verið að stjórnartilhögun Can- ada sé eins og íbúarnir hafa æskt að hún sé. En það sannast eigi að síður þar á, að alt kostar nokkuð. NÝ RÆKTUNAR AÐFERÐ Það hefir stöku sinnum verið haft á orði að fundin hafi verið upp ný aðferð við ræktun jurtagróðurs. í grein sem nýlega birtist í vísindaritinu “Popular Science”, er og að þessu vikið og að því spurt, hvort að uppgötvun þessi hafi ekki svo mikið til síns ágætis, að í framtíð verði allur jarðargróður til manneldis ræktaður á þann hátt. Aðferðin er í því fólgin, að nota vatn, blandað næringarefnum jurta. í stað moldar til rætkunarinnar. Skal hér farið nokkrum orðum um þetta. Þó framfara-bröltið virðist stundum hafa ætlað að keyra alt um koll á síðast liðnum 50 til 75 árum, hefir ræktun á korni eða garðávöxturti í grundvallar-atrið • um lítið eða ekkert breyzt. Það er að vísu meira framleitt en áður. En það stafar af aukinni tækni, hagkvæmari áhöldum við vinnuna, en ekki af því, að önnur aðferð hafi verið fundin upp en sú, að sá í mold- ina. Það er ræktunar aðferðin, sem tíðk- ast hefir ef til vill alt frá síðari steinöld. Tilraunirnar sem gerðar hafa verið tii þess að rækta jurtir, blóm og ávexti í vatni sem látið hefir verið í nægilega mikið af næringar-efnum, hafa tekist svo vel, að það ber langt af gömlu ræktunar-aðferð- inni. Uppskeran hefir orðið margfalt meiri. Auk þess hafa árstíðir engin áhrit' á gróðurinn. Hann er hvorki háður þurki eða rigningu. Og sýklar eða skorkvikindi, og annar þessháttar ófagnaður, sem í akri bóndans gerir oft svo mikið tjón, hafa ekki neitt látið á sér bóla við nýju aðferðina. Aðferðin er ofur einföld. Kassi er fylt- ur með vatni, eins stór og verkast vill, en sjaldnast dýpri en sex þumlunga. f það er næringarefni jurtarinnar látið. En til þess bæði að jurtin festi rætur og hafi eitthvað að styðja sig við, er hún vex, er bæði notaður sandur, sag og vír. Stað fyrir þessa vatnskassa, er engin vandi að finna. Hann getur verið marg- falt minni, en til dæmis sá staður væri, sem þyrfti til fremleiðslu á jafnmiklu í mold eða á akri. Það þyrfti ekki nema nokkurt horn af ekru til þess að fram- leiða jafnmikið og af heilli ekru. Kass- arnir gætu og meðal annars sem bezt verið uppi á húsþökum. Þar væri talsverður akurblettur fenginn. Bandarískur rithöf- undur sem á þetta minnist, segir að það geti að því komið, að íbúðir í stórhýsum verði að hafa sérstakan stað fyrir vatns- kassa handa leigjendum sínum til þess að rækta í garðávexti, t. d. tómata, svo að þeir geti gengið að þeim þar ferskum, er þeirra þarf með á borðið. Jurtin lifir og þroskast eins og maður- inn á því sem hún nærist. Það var einu sinni trú manna, að á endum jurtarótanna væru munnar, sem tygðu moldina og jurt- in æti hana svo. En það reyndist nú ekki hið sanna. Jurtin étur ekkert af moldinni, en lifir aðeins á því sem hún drekkur. Auðvitað eru næringarefni úr moldinni uppleyst í vatninu, en það hefir verið sannað, að moldin mínkar ekkert af þeim völdum. Með nýju ræktunar-aðferðinni er séð um það eins og sjálf náttúran sér fyrir því — og betur þó — að öll möguleg nær- ingarefni, sem jurtin þarf með séu í vatn- inu. Munurinn er aðeins þessi, að þau eru sótt í lyfajbúðina í staðinn fyrir í moldina, en jurtin étur þau með eins góðri lyst fyr- ir því og tekur sér það ekkert til. Tvent af því sem jurtin þarfnast daglega með nær hún með blöðunum úr loftinu. — Það er sólarljós og vatnsgufa, er súrefni og ýms köfnunarefnissambönd eru í, sem sykurinn mynda, sem er ein aðalfæða jurt- arinnar. En efnin sem jurtin nær úr loftinu næg ja henni ekki. Hún þarf með önnur efni. Vatn er eitt af því. Hin eru málmefni og ýms sölt, sem jurtin þarfnast með. Sum af þessum söltum hafa í sér pottösku, fos- for og köfnunarefni. Nema því að eins að jarðvegurinn sé mjög auðugur af þessum efnum, vex ekki vel í honum. Þess'vegna er þörf áburðar svo brýn, sem oft er raun á, að þessi efni skortir í gróðrarmoldina. En undir þessu er líf jurtarinnar komið. Þó köfnunarefni sé nóg í loftinu, eða f hlutar þess séu köfnunar — eða holdgjafa- efni, og það sé einmitt það, sem jurtirnar þarfnast, geta þær ekki fært sér það í nyt. Þær melta það ekki beint úr loftinu. Það verður hvað eina að hafa sinn rétta gang. Hinsvegar geta jurtirnar melt ammoníak og saltpéturs súr sölt, dregið úr þeim holdgjafan og fært sér í nyt. Ammoníak er í saurindum dýra. En áburður er nú líka búinn til og blandaður efnafræðislega. í jurtum eru þannig bæði holdgjafa og holdgjafalaus efni og ennfremur ýms málmsambönd. Það er auðsætt, að öll þessi frumefni verða að vera í fæðu jurt- anna. Jarðyrkjumenn voru vanir að gera þá aðgreiningu á jurtum, að kalla sumar þeirra kalí-jurtir, en aðrar kalk-jurtir. — Var það bygt á þeirri reynslu að sumar þurfa mikið af kalísöltum sér til vaxtar og viðgangs; svo er um hveiti, rúg, bygg, sykurrófur og tóbak. Sumar þróast hins- vegar ekki vel nema mikið kalk sé í jarð- veginum, svo sem ertur, baunir o. s. frv. Vatnið eða safinn í jurtunum, er þeim hið sama og blóðið í æðum dýranna. Og ein af hinum mörgu samböndum, sem jurt- irnar mynda, er kolhýdröt, eða kolvatns- sambönd og eru t. d. þeirra á meðal mjöl- lím, gúmmí og sykur. Fyrir nærri 30 árum rannsakaði maður að nafni Dr. J. W. Shive á rannsóknarstofu prófessors Burton E. Livingston við John Hopkins Ufiivesity hvernig vatnið skyldi blanda næringarefnum sem ákjósanlegust reyndust við ræktun hveitis. Þessi Dr. Shive er nú við Rutgers háskóla í New Brunswick, N. J. Síðan hafa tilraunir ver- ið gerðar með margar aðrar korntegundir. Hefir í ljós komið, að nálega hver tegund þarf sinn vissa skamt með, en að sama for- skriftin nægir ekki fyrir hvaða jurt sem er. Það er ekki aðeins að framleiðslan hafi reynst skjót með þessu móti, heldur hefir maðurinn algerða stjórn á henni. Bóndinn hefir t. d. ekki neina eða að minsta kosti ekki mikla stjóm á blöndun næringarefna jurtanna í jarðveginum, í moldinni. En með þe^sari nýju aðferð, getur hann al- gerlega haft hana eins og vera ber. Sama er með bakteríur og annað þess- háttar í jörðinni. Sumar þeirra gera ekki mikið mein, eru að vísu til góðs; en svo eru aðrar, sem eru skaðlegar gróðri. Sveppteg- und ein (fungi) reyndist t. d. gráðug í að naga angana er útsæði korns fór að skjóta rótum. Það olli fúa og kvað svo mikið að því á vissum stöðum, að vísindamenn ráð- lögðu sótthreinsun jarðvegsins svipað og þá er læknar sótthreinsa föt eða áhöld sín. Þessa væri enginn kostur á stórum akri. En með hinni nýju ræktunaraðferð í vatni, er auðvelt að koma í veg fyrir tjón af þessu tæi. Fyrir tveim árum var í Californíu byrj- uð ræktun með þessari nýju aðferð. Eru tveir menn sem fyrir því gangast; W. F. Gerecke prófessor við Colifomíu háskóla og Dr. Arthur C. Pillsbury í Berkeley, Cal. Báðir hafa ræktað garðávexti og blóm í svo stórum stíl, að þeir starfrækja við- skifti með því. Álítur Dr. Pillsbury pað nokkurn uppskerubrest hjá sér, ef hann fái ekki 10 sinnum meiri uppskeru en úr jafn stórum moldarakri. Hann hefir hlot- ið 2000 til 3000 búsjel af kartöflum af ekrunni. Vanalega uppskeru af ekru hjá bóndanum telur hann 100—120 búsjel. Eins er með tómata-uppskeru. Og um gæði þeirra er það að segja, að þær seljast 5c dýrari pundið en tómatar í mold ræktaðir. Með blómaræktina hefir geng- ið álíka vel. Blómin vaxa skjót- ara og verða stærri. En að móðna eða ná fullkomnun, tekur eins lengi og þau væru í mold ræktuð. Dr. Pillsbury notar kassa, sex þumlunga djúpa. Yfir þeim hefir hann fínt vírnet. Ofan á það lætur hann strá eða fína hefilspæni, þráðmjóa, þetta sem hér er kallað excelsior og notað er við að pakka vörur í kassa. Undir þessu 1 kassanum er vatn með næringar efnum jurtanna. Þangað leita ræturnar og jurtin þroskast. Við akuryrkju tilraunastöð í Brunswick, N. J., fer og fram tilraun með það, að nota sand í stað vírs eða strás, og kvað það hafa hepnast vel. Jurtin vex þar án þess að þurfa nokkurn stuðning annan með. Ekki fara þessir menn neitt dult með tilraunir sínar. Hverj- um sem prófa vill láta þeir þess- ar upplýsingar í té; Monobasic Potassium Phosphate 2.7 grams Calcium Nitrate 16.3 grams Magnesium Sulphate 16.5 grams Ammonium Sulphate 1.7 grams Efni þessi eru sölt, sem hægt er að kaupa í hverri lyfjabúð sem er. Hvert af þessum sölt- um á að leysa upp út af fyrir sig í einum potti af vatni. Þá er þessum fjórum tegundum helt saman og bætt við vatnið, svo að 5 gallon geri. En flestar jurtir þurfa enn fremur með ögn af járni, bóxaxi og manganese. Hér segir hvern- ig blanda skuli það: Ferrous Sulphate 0.8 grams Boric Acid Crystals 0.8 grams Manganese Sulphate 0.8 grams Þessi þrjú efni skal blanda í pint (mörk) af vatni og geyma í lokaðri flösku í dimmu. Fjóra dropa skal láta í hvern pott (quart) af áðurnefndri blöndu rétt áður en notuð er. Þessi 5 gallona blanda endist í 20—40 vikur. öll efnin sem kaupa þarf í þessi 5 gallon kosta ekki yfir 90 cents. En eftirlík- ingar eða eitthvað í staðin þeirra efna sem nefnd eru, er ekki til neins að kaupa. Jæja, svo nú getur hver reynt þetta sem vill. f ræðu sinni í Alexandra gisti- höllinni fyrir nokkru, mintist dr. Vilhjálmur Stefánsson á þessa nýju ræktunar-tilraun. Þar sem hiti væri nauðsynlegur til að taka mestan kulda úr vatninu, sem jurtinni er sáð í, sagði hann ísland standa allra landa bezt að vígi með það að taka upp þessa ræktunaraðferð, þar sem með heitu laugarvatni, væri auðvelt að halda næringarblöndunni yl- volgri, með upphitun, en ekki með því, að láta laugarvatnið í blönduna. Kvað hann fsland geta með þessum ræktunarstöðv- um hjá laugunum geta veitt sér allan þann garðmat og aldini sem nauðsynlegt væri og þyrfti þá ekki að sækja þetta til ann- ara landa eða vera án þess. Væri óneitanlega skemtilegt, að sjá ísland færa sér þessa nýju rækt- unaraðferð í nyt, ef hún er eins auðveld og hefir eins mikið til síns ágætis og látið er. Það er eitthvað minni vinna við hana en t. d. vanalega akur- yrkju. Það stendur að vísu í biblíunni, að maðurinn eigi að neyta síns brauðs í sveita síns andlitis. En hefir ekki bóndinn haldið það boðorð svo vel, að honum sé óhætt að trompa upp á það sem tekur við, þó honum hlotnuðust náðugri dagar, eins og mörgum öðrum, og sem enga áhyggju bera þó fyrir því ó- komna? 312 skólabörn í Bandríkjun- um eiga flugvél og ferðast 19 þeirra á þeim milli heimilisins og skólans. BRÉF Hecla, Man,, 30. júní 1937 Hr. ritstj. Hkr.: Eg hefi oft og einatt hugsað um þá menn og dást að þeim,- sem leggja öruggir á brattann og breyta ekki stefnu þrátt fyrir það, þó að vinir og viðhorf sam- eiginlegra mála hverfi aftur, þegar brekkan fer að verða í fangið. Vonin um fararheill þeirr^ hefir ekki viljað yfirgefa mig. Þessvegna vil eg halda, að einhvernvegin á einhvern hátt, séu hollvættir hlyntar mannleg- um velferðarmálum og því só þessum einstæðu mönnum kleift að komast í samband við sam- huga menn á næstu hæð. “Háveginn, látt’ ’ann hafa ’ann! hamrana aldrei graf’ ’ann.” “Það verður að bjarga sér eins og bezt gengur,” sagði Toggí gamli. Sú er ef til vill ástæðan til að eg skrifa þér þetta bréf. Eg sé í raun og veru ósköp fáa menn — þó að það sé nú ekki óeðlilegt í tiltölulega fámennri og af- skektri sveitabygð. Eg veit að ef þú kæmir úr fjölmenninu í Winnipeg, að þér fyndist hér fá- ment og einangrað — og svo eru allir hér að bjarga sér eftir beztu getu, á efnalega, trúmálalega og borgaralega vísu, svo að þeir eru löglega afsakaðir að troða ekki götu hins, sem er að því sama, þó að hann líti öðrum augum á aðferðir. En þrátt fyrir þetta, er eg ekki einn um þau vandamál þessara tíma, sem krefja þann, sem ekki getur komist hjá því að hugsa um einhverja úrlausn. Eg ræði þessi mál einatt við tvær konur, — því að þær hafa óefað mesta tækni í því, að gefa hugsunum sínum flugfjaðrir, sem bera þær frá þessum af- skekta hólma út í heim, þeir einu einstaklingar hér, sem því orka. Þessar konur eru J. J. Stefánsson, sem þessa dagana hefir verið að snúa heimsfræg- um verkum H. C. Andersens úr frummálinu danska á íslenzka tungu og I. Sigurgeirsson kenn- ari, sem á næstunni á að halda fyrirlestur um friðarmál á sam- bandsþingi kvenna í Árborg. Annars býst eg nú við að það muni valda undrun mikilli, að eg skuli ekki skrifa almennar frétt- ir úr mínu bygðarlagi elns og aðrir alminlegir menn gera; t. d. um fiskiaflan, tíðarfarið og heilsufarið, hvort prestur hafi komið á sunnudaginn var eða komi næsta sunnudag o. s. frv. En nú þykist eg vera að segja meiri fréttir en það — svo framarlega að fólk neiti ekki þeirri viðurkenningu að andleg verk séu efnislegum verkum meiri. * * * Nú er farið að ræða friðarmál af nokkrum áhuga. “Friður á jörðu og velþóknun yfir mönn- unum”. Þetta kunna allir og vilja nú gjarnan fara að sjá ein- hvern ávöxt af því, þó að seint sé. Mikley fer þó ekki alveg á mis við þá hreyfingu. Sr. E. Melan hélt hér ágæta ræðu um friðarmál í samkomuhúsinu í vor. Kirkjan stóð tóm þann dag og horfði í gaupnir sér eins og góðri kirkju sæmir. Og nú ætlar kona frá Mikley að halda fyrir- lestur um friðarmál. Er annars hægt að segja nokk- uð um frið? Kristur sagði: — Ætlið ekki að eg sé kominn frið að senda á jörðina, heldur sverð”. Er það ekki einmitt hans sverð, sem nú verður að taka upp og leiða hans stríð tii sigurs, eða að öðrum kosti að tapa öllu. Kristur sjálfur hneig fyrir örlög fram í því stríði. En hann er sá eini maður (eða guð), sem sögur fara af, sem á þessa jörð hefir komið og ákveðið sagt fyrir hina réttu altrygðu leið til þess sigurs, sem hættulaust er að byggja alheimsfrið á. Síðan

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.