Heimskringla - 07.07.1937, Side 6

Heimskringla - 07.07.1937, Side 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. JÚLÍ 1937 “Skilst mér það,” sagði Burke. “Og hvað mundi verða, ef við fengjum ást hvort til ann- ars?” Hún hlaut að líta af honum og svaraði: “Eg held við þurfum ekki að gera ráð fyrir því.” “Af hverju ekki?” Hún svaraði lágt. “Eg gæti aldrei fest ást við nokkurn framar.” “Alveg viss?” sagði Burke. Henni brá við nokkuð í róm hans og leit upp á hann, þá var gleðin horfin úr augum hans, þau sögðu henni ekki til neins nema athugunar og dæmivits, og þá segir hún miður örugg: “Finst þér við þurfum að ræða það efni?” “Ekki ef þú vilt heldur læðast frá því,” svaraði hann. Við það hljóp henni kapp í kinn. “En eg læðist ekki frá neinu. Eg er ekki ein af þeim.” “Það hugsa eg nú þú segir satt, þú kant að verða hrædd en varla að leggja á flótta.” Hún leit við honum djarflega og segir keik: “En eg er alls ekki hrædd. Við erum vinir, þú og eg. Og — og við treystum hvort öðru og gerum svo framvegis. Hjónavígslan gerir enga breytingu þar á, það var bara fyrir siða sakir og — og við skulum gleyma því.” Hér þagnaði hún, Burke skifti ekki um svip hann horfði á hana mjög stöðugur og rólegur. “Það er hægt að tala svona. Viltu ekki segja meira?” “Þetta er alt og sumt”, sagði hún liðlega. “Nema ef — ef þig langar mikið til að kyssa mig, þá máttu það stöku sinnum, en láttu ekki eins og kjáni út af því!” Hún sá að hann átti ekki von á svona svari. Hestarnir voru búnir að kasta mæðinni og fóru að bitast, Burke hastaði á þá digrum kverka rómi, síðan slepti hann stúlkunni og rétti henni tauminn að reiðhesti hennar, mjög stillilega og sagði: “Þökk fyrir. En þú mátt ekki vera of örlát til að byrja með, eg kynni þá að fara að vonast eftir of miklu. Og það væri kjánalega gert af mér, er ekki svo ?” Rólega var þetta sagt, ekki beizklega en þó ekki laust við háðkeim. Við það lagði kul að henni, líkt og úrsvalan gust af fjarlægum él- klakki. Hún leit við honum hálfaum og spurði: “Mislíkar þér ?” Hann var stokkinn á bak, snerist við í söðl- inum og strauk með svipuskaftinu bitvarg af lend hestsins, réttist svo við og svaraði hlægj- andi: “Nei, alls ekki.” Hún fann að hann sagði satt samt bjóst hún ekki við góðu, skildi ekki af hverju hann var svo fasléttur og fanst það ekki vita á gott, hve ó- kærnislega hann lét. Hún steig á bak og reið á stað á klyfjagangi, en er hún fann að hann kom ekki líka, þá leit hún við, hann var kominn af baki, stóð undir kræklunum og var að rista með sjálfskeiðing á trébolinn, hún óskaði að hann dveldi sem styzt á þeim ömurlega stað, beið samt eftir honum. Þegar hann kom var bjart yfir honum og augun snör líkt og hann hefði mikinn sigur unnið. “Hvað varstu að gera?” spurði hún. Hún stóðst varla augnaráð hans. “Eg var að gera stundinni minningu.” “Hvað áttu við?” spurði hún. Burke tók upp pípu sína og svaraði: “Kærðu þig ekki um það að sinni.” Hún sá í augum hans það sem vakti henni meira og dýpra en forvitni, og veik við hestin- um í snatri: “Eg ætla að sjá sjálf.” í sama bili greip hann um tauminn. “Ekki mundi eg svo gera,” sagði hann. “Það er ekki þess virði. Bíddu þangað til við komum hér aftur!” “Hver veit nema tréð verða þá farið.” “Þó svo verði þá missirðu ekki mikils,” svaraði hann. “Láttu vera í þetta sinn!” Hann réði þó henni væri ekki ljúft, þau sneru í áttina til Brennsstadt og teygðu gæð- ingana eftir foldinni skrælnaðri af sólar báli. ANNAR ÞATTUR I. Kapítuli. Lagsmenn, Þegar Sylvía kom heim aftur til Blámúla- staðar tók hún til umsýslu, vandist fljótt verk- um og tók upp sitt fyrra far eins og ekkert hefði í skorist. Sú æfi hefði verið döpur og til- breytingarlaus, ef hún hefði ekki farið á hest- bak á hverju kveldi og stundum snemma á morgnana líka, og riðið með Burke að sjá yfir bústörfin. Hún hafði mikinn hug til hesta og þau bæði, urðu við það samrýnd, og aldrei þreyttist hún á að koma til merahópsins og folaldanna, bað líka oft um að mega reyna sig við að venja einhverja ótemjuna úr stóðinu, en því hafnaði Burke jafnan. Hann var mjög alminlegur við hana og nærgætinn, en þó kom hann því að henni með einhverju móti, að þess bæri að gæta sém hann vildi vera láta. Vinnu- fólkið hlýddi hans skipunum fljótt og vel, en þegar hann var ekki viðstaddur reyndust þeir svörtu henni hvergi nærri eins verkardjúgir og stimamjúkir. Þessa gat hún við Burke einn daginn, gerði það að gamni og hlægjandi, og varð alveg hissa þegar hann benti á svipuna sem hún hafði í hendinni og segir: “Þú munt sanna að þetta er eina meðalið sem dugir í því efni. Láttu svarta dótið kenna á svipunni, þá mun það meta þig nokkurs.” Hún hélt hann væri að gera að gamni sínu en nokkrum dögum seinna fékk hún að vita hið sanna þegar hún sá hann draga Joe út í húsa- garð, þann svarta mann sem hafðu^ var til heimaverka, og berja hann með keyri fyrir að svíkjast um. Sá æpti hástöfum sem hýddur var, Sylvía girntist að þjóta út til liðs við hann. en hætti við þegar hún sá Burke fremja þá athöfn reiðilaust og gætilega. Skömmu síðar kom hann inn í stofu með pípuna í hendinni, upplitshýr og einbeittlegur eins og honum hefði lukkast vel að ljúka skyldu- verki. Sylvía var þar fyrir, bætti skyrtu af honum, honum hafði tekist að rífa ermina á gaddavír, bar nálina ótt og kreisti saman var- irnar, því að óhljóðin í Joe gullu enn í eyrum hennar. Burke skrefaði út að glugga og tróð í pípu sína hugsandi, þar til hann furðaði sig á þögn hennar, sneri sér skyndilega við og horfði á hana. Hún leit ekki upp vissi þó að hann hafði á henni augun, eftir svolitla stund gekk hann til hennar. “Hvað ertu að gera?” spyr hann. Þetta var í fyrsta sinn sem hún hafði tekið 1 sér þessháttar verk í hönd, hún leit upp og segir stuttlega: “Að bæta skyrtu af þér.” Hann greip í flíkina. “Til hvers ertu að því ? Eg vil ekki að þú bætir af mér.” “0 láttu ekki kjánalega, Burke!” sagði hún. “Þú getur ekki gengið rifinn, vertu góður og tefðu mig ekki! Mig langar að koma því frá.” Hún talaði dálítið snúðugt, hafði ekki mjúkan hug til hans þá stundina, var ekki búin að stilla sig til fulls og óskaði af öllu hjarta að hann' léti hana eina. Þetta sagði hún honum svo gott í sömu andránni, þegar hann slepti ekki. “Þvi ferðu ekki út að skjóta? Það er nógur tími til fyrir kveldskatt.” “Hvað er að ?” spurði Burke. Hún reyndi að toga af honum flíkina. “Ekki neitt.” “Ekki neitt? Af hverju er mér þá sagt að fara burt og skjóta, að.tefja ekki og að láta ekki kjánalega?” Sylvía réttist upp í sætinu og horfði beint framan í hann skærum augum. “Ef þú vilt hafa það — mér finst þú vera heldur grimmur, þér er vitanlega mikil vorkunn, en ekki er það full afsökun.” Hann leit í augu hennar, ein- arðlega að venju, við það hvassa augnaráð fór titringur um hana, í þeim bjó vel vörðuð harka, sem beit á hana undarlega. “Svo finst mér að minsta kosti.” Hann svaraði rétt strax mjúklega sem verða mátti. “Jæja, litli lagsi! Þú gerir vel að láta það svo. Þér skjátlast vitanlega, en það gerir lítið til. Þú skiftir um skoðun þegar dvöl þín lengist í landinu. Gleymdu því nú og komdu að lyfta þér upp á hestbaki.” Hann var svo alminlegur að Sylvía mýktist og gat ekki að sér gert. Hún lagði lófann á handlegg hans. “Burke, þú gerir það aldrei aftur?” Hann brosti við. “Þess þarf ekki við fyrst um sinn. Ef þú gerðir Fair Rosamond sömu skil þá tæki sú hyskna drós ótrúlegum stakkaskiftum.” “Það skal aldrei verða,” sagði Sylvía. Burke stundi við. “Þá yerð eg að reka hana úr vistinni, býzt eg við. Eg sé glögt, að hún reynir á geðsmuni þína meir og meir.” Hún beit á vörina, svo hló hún. “ó, farðu! Þú ert afleitur! Rósa getur gert manni gramt í geði en mér er ekki um megn að þola hana.” “Þú ræður ekki við hana,” sagði Burke. “Sama samt, þú verður að láta það af- skiftalaust,” sagði hún rösklega. “Það er í mínu umdæmi.” Hann lét svo vera. “Jæja, eg læt þig um það félagi. Eigi að síður, þú átt ekki að sitja hér og bæta skyrtur, eg læt það ekki við gang- ast.” Sylvía skifti um svip lítið eitt, varð ein- beitt, þó fasið væri mjúkt og stilt. “Eg hætti aldrei við hálfgert verk. Þú verður að fara einn í útreiðar túrinn í þetta sinn.” “Því hafna eg,” svaraði Burke. Hún varð opineygð. “Þú heldur virki- lega—” byrjaði hún. “Já, virkilega,” sagði hann. “Sleptu þessu plaggi! Það eru tóm látalæti, að vera að bæta það. Mér er sama í hverju eg er og þér líka.” “En mér er ekki sama,” sagði hún. “Þú mátt ekki vera ræfilslegur.” “Eg er ekki ræfilslegur — í hverju sem eg er,” sagði Burke milli gamans og alvöru. “Það er mitt helzta einkenni.” Hann fór að toga í . þrætuplaggið en Sylvía hélt í. “Burke, vertu væ — ekki leiðinlegur! Allar konur bæta af mönnunum sínum, ef þær hafa enga til að gera það. Mig langar til að gera það. Mig langar til að gera það. Svona!” “Þig langar ekki til að gera það,” sagði hann. “Það er skylda mín,” svaraði hún. Þá leit hann við henni og segir: “Og skyldu þína gerir þú altaf?” “Eg reyni til þess,” svaraði hún. “Altaf?” innti hann. Henni hnykti við nokkuð sem hún sá í augum hans og reyndi að líta undan, gat það samt ekki. “Eftir því sem eg bezt get,” sagði hún óframlega. Hann setti upp hæðnissvip svo hló hann og slpeti flíkinni. “Blessi brjóstið þitt, lítið og skrítið,” mælti hann. “Staga þú ef þér líkar! Það er helzt útlit fyrir að þú byrjir á röngum enda, en v£ntanlega kemst þú að réttri niður- stöðu að lokum, eins og kvenfólkinu er líkast.’i Hún komst við af þessu. Þetta var Guy— svo fjarska líkt Guy—að stríða henni blíðlega á einhverjum göllum kvenfólksins. Þessi til- finning kom svo snögt og var svo sár, að hún gat ekki falið hana, hún greip andann á lofti og grúfði sig niður. Hann beygði sig ofan að henni og varð að orði: “Ja—Sylvía!” Hún færði sig undan honum. “Láttu vera, ef þér þóknast. Þetta eru kenjar, láttu sem þú sjáir það ekki.” Hann réttist upp, tók hendinni á öxl henn- ar og strauk varlega. “Hvað er að, lagsmaður? Góðum félaga er flest segjandi, láttu mig heyra.” Hann talaði kunnuglega og þó ófram- lega. Hún barðist við sjálfa sig, sagði honum svo á endanum: “Þú varst svo líkur Guy — rétt í svip.” “0 svei Guy!” sagði hann mjúklega. “Eg er altaf líkari sjálfum mér en honum. Vertu kát, lagsmaður! Vertu ekki að trega tunglið!” Hún náði valdi á sér og leit upp á hann með titrandi brosi. “Það er í meira lagi kjánalegt, er það ekki? Og vanþakklátt líka, þú ert fjarska vænn, að missa ekki þolinmæðina.” “O mig skortir ekki þolinmæði,” sagði Burke næstum þurlega. “En gáðu nú að, finst þér þú megir til að bæta þeésa sk^-tu? Egá aðra til einhversstaðar.” Hún hló við og spratt upp mjúklega. “Við skulum þá koma!” Hún tók um handlegginn á honum og leiddi hann út. “Eg veit ekki af hverju þú ert að paskast með mig, það segi eg satt. En eg skal koma.” Þau tóku sér reiðhesta og héldu af stað, Sylvía réði ferðinni og stefndi ósjálfrátt til drangsins, sem blasti við af svölunum og jafnan heillaði hana, sá einbúi var svo einkennilegur í lögun. “Þennan ætla eg að klifra einhvern- tíma, áður en sólin kemur upp,” sagði hún. “Til þess verður að brúka ganglimina. hestum verður við komið.” “Ekki verður mér það til fyrirstöðu, eg er ekki svimagjörn. En í kveld vildi eg gjarnan fara kringum hann. Hvað er hinumegin við hann ?” “Fold,” svaraði hann. Hún gretti sig. “Og svo fold — og svo fold. Og nóg af fallegum rofum með sandi í, sem alt mistrið kemur úr! Alténd eru það þó fjöllin, þeirra ætla eg að vitja einhvern daginn.” “Má eg koma líka?” innti hann. Hún brosti við honum. “Sjálfsagt, lags- maður. Við skulum eignast höll á tindum ver- aldar, viltu það ekki? Með stríðum straum- vötnum í djúpum gljúfrum og burknum og rhodendrons hvar sem litið er, og stóru stöðu- vatni þar sem heiðblár himinn blikar æfinlega og bjartar stjörnur.” “Og hverju er höllin lík?” spurði hann. Sylvía mændi til fjalla og fór hægt. “Höll- in? 0, höllin verður úr gráu graníti — þeirri tegund sem glitrar og er sísvalt, og þar skulu margir gosbrunnar vera sífelt að, stofumar stórar vitanlega og hátt til lofts, f jarska hátt — altaf nóg af fersku lofti og hvergi ryk.” “Fæ eg að reykja pípuna mína í þeim stof- um?” spurði Burke. Hún var veglynd: “Þú skalt gera rétt eins og þér bezt líkar, allan daginn.” “Meðan eg er ekki fyrir þér,” sagði hann. Hún hló lítið eitt. “0, það kemur ekki til þess, við verðum svo sæl. Svo máttu hafa jörð, eina eða tvær til að búa á. Þar verða engir þurrir farvegir eins og þessi þarna, sem þið kallið spruit, er ekik svo?” Hann sagði í spaugi, að hún væri orðin lærð og nefndi nokkur fleiri nöfn á þess lands máli. “Og hvað kallið þið þetta? eða hvað er þetta þarna upp með farinu, Kaffira kofi?” spurði hún. “Nei,” svaraði Burke stuttlega. Það sem hún benti til var auðsjáanlega mannvirki, til að hýsa stórgripi mátti hún hugsa, sem var ó- kunnug, einstakur kofi innan um stórgrýti á farvegs bakkanum. Hún tók í tauminn, það kom geigur í hana: “Hvað er það ? Manna bú- staður? Hver hefst hér við?” “Enginn nú sem stendur,” sagði Burke þur- lega og treglega. “En hvers bústaður—” byrjaði Sylvía, þagnaði svo og fölnaði upp, segir svo í hálfum hljóðum: “Eg—skil.” Burke horfði ekki á hana heldur beint framundan sér og tók til orða. “Það er bara kofi sem hann bygði sjálfur, annað árið sem hann var hér, vildi þá ekki vera lengur hjá mér, heldur búa sér, þótti það frjálsara. Það getur verið, að eg hafi veið heldur afskifta- samur um hans ráðlag, hans var að ráða sér, mitt ekki. En# eg gat ekki setið hjá og horft á það afskiftalaust, að hvítur maður gerði svo lítið úr sér, að hafa samlág við Kaffira. Það var rétt eins gott að hann fór, eg hefði gengið nærri honum fyr eða síðar. Það mun hann hafa grunað. Mig meir en grunaði það, svo okkur kom saman um að skilja.” Svona stuttlega og stirðlega skýrði Burke frá málavöxtunum og hvert hans orð smaug sem oddur í hjarta meyjarinnar. Hún var hvít í framan og starði brennandi sjónum á það auma hreysi sem dýrlingur hennar hafði hafst við á, sá glæsilegi garpur, sem hún hafði &Vo lengi hugsað upp á. Hún sagði ekki orð, reið að kofanum og Burke við hlið hennar, og fór af baki til að skoða hann. Á kofanum var eitt vindauga, vírnet í en ekki gler, heldur gisin rýja innan á vírnum, svo ekki yrði séð inn; dyrnar læstar með hengilás. Blökkumaður af vesalla lagi hefði ef til vill álitið slíkan verustað samboðinn sér. Og í þessum kofa hafði hann átt heima þegar hann gerði henni boð að koma til sín! Nú sá hún betur en nokkru sinni fyr þann beizka sann- leika, að honum hefði’mistekist. Til þessarar auðnar og allsleysis hafði hann kallað hana, pg þegar hún gegndi — var hann horfinn. Augu hennar fyltust tárum, þau runnu ofan vanga hennar en hún vissi ekki einu sinni af þeim. Þegar lítið leið frá sá hún enn betur harmsefnið og drakk raunabikarinn til botns. Hér hafði hann tekið stefnuna niður á við, hér hafði hann grafið manndóm sinn og karlmanns hug. Þegar hún loksins sneri burt, fanst henni sem hún stæði við gröf hans. Burke beið eftir henni og sagði ekki orð. Hann hjálpaði henni á bak og þegar hún tók upp tauminn, studdi hann hendinni litla stund á hnéð á henni. Þeim orðlausa samúðar vott mátti hún ekki svara svo, að hún misti ekki stillinguna og stjórn á sjálfri sér en Thvílík huggun var það hennar hrelda og sárauma hjarta. Hann hafði sýnt ííenni hluttekning því líka sem góður félagi mundi öðrum veita, ein- mitt þegar hún þurfti hennar mest með. • II. Kapítuli. Gestir Upp frá því sem nú var frá sagt og Sylvía hafði komið að setri unnustans, eyðikofa úti í haga, tók hún að líta svo á að hinum umliðna þætti æfi sinnar væri lokið, fór að segja við sjálfa sig, að sá maður sem hún hafði þekt og hugsað upp á, væri nú framliðinn og hætti að láta hugsanir sínar hvarfla til hans viljandi. Hún tók upp byrði lífs síns og ráð á heimiii Burke Rangers. Aldrei nefndi hún Guy á nafn við hann framar, þó oftlega kæmist hún við af rödd hans, fótataki, blístri og öðrum háttum, þeir voru svo líkir þeim sem hún mundi frá Guy. Ekki mintist Burke heldur á það mál, hann umgekst hana liðlega og góðmannlega, svo að hún hélt einurð sinni við hann og fasléttu viðmóti. Hún fór að kunna skil á verkum, hver gera þyrfti og hvernig, kyntist fljótt skepnum og einkanlega ungviðinu. Skemtilegast af öllu þótti henni að fara með honum á morgnana, þegar hann fór ríðandi að segja fyrir verkum og líta eftir fénaði, tók þá vel eftir öllu og varð svo kunnug að hann kallaði þetta eftirlitsferðir hennar og sendi hana stundum eina í erindi sem •hann trúði ekki öðrum fyrir. Einn daginn nokkru fyrir hádegi kom hún heim úr einni slíkri erindisferð, og þegar hún reið í hlaðið, kom maður á móti henni af svölunum, rjóður í framan og auðsjáanlega ætt- aður frá Englandi, sá rétti henni hendina og heilsaði: “Sæl vertu Mrs. Ranger!” segir sá gildum rómi og alúðlega. “Við komum til að heilsa. Þú munt varla trúa því, þó satt sé að við erum ný- búin að frétta að Burke sé giftur. Okkur þótti sú frétt mikil og furðuleg, en nú hætti eg að undrast nokkuð nema hepni hans.” Hann var svo einlægur og alúðlegur, að Sylvía gat ekki látið ókunnuglega við manninn, þóttist vita að komumaður var einn nágranninn, þó löng bæjarleið væri á milli, um tólf mílur vegar. Hún brosti við honum, steig af baki og tók vel kveðju hans. Blakkur vikasveinn tók v’ð hesti hennar.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.