Heimskringla - 07.07.1937, Page 7

Heimskringla - 07.07.1937, Page 7
WINNIPEG, 7. JÚLí 1937 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA Á HÆSTA TINDI DÍMONAR Frh. frá 3. bls. vegalengd er 800 metrar, á þess- um garði var byrjað síðastliðið haust og nú hefir verið unnið við hann síðan 30. marz s. 1. en hve lengi nú verður unnið við garð þenna, er mér ekki ljóst. Þetta verk er hið mesta nauð- synjaverk, og mikið áhugamál Rangæinga, eins og áður er sagt, eyðileggja þessi vötn mikið af frjósömum löndum árlega. Þó er nú um nokkurra ára skeið til- finnanlegust landsspjöll í Fljóts- hlíð. Einn háttsettur embættis- maður og “Sjálfstæðismaður”, sem er andvígur þessu verki, sagði við mig nýlega, að náttúr- an sjálf ætti altaf að byggja upp það, sem hún eyðilagði, það væri hennar skylda. Þú gerir svo vel, lesari góður, og íhugar þessi vísindi hjá lærða manninum, og athugar, hvort ráðlegt er, að flytja Fljótshlíð- inga og Eyfellinga suður á eyði- mörkina “Sahara” — og láta þá bíða þar, þangað til að allir sandarnir í austurhluta Rangár- vallasýslu eru uppgrónir af sjálfu sér. Nú er ekki verið að tala um Jótlandsheiðar fyrir ís- lendinga, þær eru allar uppleigð- ar. Það er mál allra hugsjóna- manna, að ekki megi skilja við þessi vatnamál Rangæinga fyr en lokið er við að koma öllum þessum illræmdu vöntum — Ál- unum, Affalli og Þverá — í einn farveg í Markárfljót. Sunnudaginn 2. maí laust fyr- ir hádegi, ko*m sonur Sæmundar Einarsson hreppstjóra, Einar að nafni, í Stóru Mörk, með tvo alda gæðinga við hlið, að sækja mig og Vilhjálm Gíslason járn- smið af Eyrarbakka. Það var mikil upplyfting að koma á bak góðum hesti, því að tvö ár voru liðin frá því að eg hafði komið á hestbak. Við fórum styztu leið að Mörk, því ekki þótti taka því, að baka sér lengri leið með því að fara suður á brúna yfir fljót- ið, og er það í fyrsta sinn á æf- inni að eg hefi farið á hesti yfir Markárfljót, en það var nú reyndar ekkert frægðarverk, því vatnið náði varla kviðnum á hestunum. f Stóru-Mörk er þrí- býli og er fast heimafólk í öllum bæjunum til samans 30 manns. Sæmundur hreppstjóri er þriðji ættliðurinn búandi þar; hann er búfræðingur frá Hvanneyri; hann hefir verið hreppstjóri Vestur-Eyjafjallahrepps í 14 ár, og gegnt ýmsum fleiri störfum í þágu sveitar sinnar. Sæmundur og kona hans eru viðurkend mestu merkishjón, þau eiga 13 börn, flest komin yfir fermingu. öll eru börnin efnileg og hraust- leg. í stuttu máli, í Stóru Mörk er hin styrka og galða æska, ekki lökkuð og máluð æska. Þar er íslenzk sveitaæska óskemd, and- lega og líkamlega, af kaupstað- arsoranum. Einn sonur þeirra hjóna i Stóru Mörk, er búfræðingur, frá Hólum, Árni að nafni. Það er ekki að orðlengja það, að við félagar vorum til kvölds á þessu gestrisna heimili, gerandi ekkert annað en éta og drekka og skemta okkur, og auka á eld- hússtörf hinnar góðu og gest- risnu húsfreyju, þar til sonur Sæmundar flutti okkur sömu leið á sömu hestunum um kvöld- ið til okkar heimkynna í Dímon. Lífið við Dímon Það væri synd að segja það, að við, hérna við Dímon, lifðum ekki fullkomnu menningarlífi, þrátt fyrir alla einangrun. Við búum í skúr, öllum jámslegnym, sem að vísu er ekki með marg- földum útveggjum, eins og ný- tízku hús. Innréttingin er þann- ig að tvær kojur eru saman, efri og neðri koja, á dansk-íslenzku. Alt húsið er nefnt Braggi, gæsa- lappalaust. f húsinu er afþiljað eldhús, og verkstjóraherbergi. Verksstjóri er Ólafur Bjarnason af Eyrarbakka, mesta prúðmenni og glæsimenni. Alt er vel skipu- lagt um vinnutíma og máltíðir. T. d. borðaður miðdagur kl. 12— 1 eða á betra og nýrra máli, 12 —13. Þessi miðdegismatur er æfinlega góður og dásamlega vel tilbúinn hjá Agli vini mínum og margra ára félaga. Það virðist vera alveg sama hvort Egill býr til mat eða vinnur að vélsmíði og bílaviðgerðum. Um það síðar- nefnda válaviðgerðina, geta þeir mörgu dæmt, sem Egill hefir unnið fyrir og vissulega er Egill eini matreiðslumaðurinn, sem eg hefi kynst, sem aldrei fær að- finslu. Það er eini grikkurinn sem Egill gerir okkur í matar- legu tilliti, þegar hann er með saltkjöt á borðum. Kjötið er nefnilega saltað í einhverju slát- urhúsi þessa lands af einhverj- um “fagmönnum,” sem betur væri, að kynnu verk sín. Því þegar loks er búið að “af-vatna” svo þetta kjöt með allskonar kúnstum og uppáhellingi, svo að fært er að reka tunguna í kjofið •. án þess að brenna sig — 1 tung- j una — af Salteitrinu, þá er kjötið loks orðið morkið. Mikil undur eru það, að erlendar þjóð- ir skuli ekki vilja gleypa þetta kjöt okkar. Að loknu dagsverki eru flestir1 búnir að fá nóg af dagsverkinu, því vinnan er erfið, sem mest er grjótvinna, í því fólgin, að velta; grjóti niður brekkurnar, og láta það upp á bíla, sem flytja það í garðinn. Þegar því heim er komið, og að loknum uppþvotti og kvöldverði, halla sér flestir upp í kojur sínar, og finna sér eitthvað til skemtunar og kvöld- styttingar, svo sem að hlusta á útvarp, sem þó oft er í ólagi, eða rabba saman eða lesa blöð, svo sem Alþýðublaðið, Nýja Dag- blaðið, Tímann og Þjóðviljann, og auk þess enn frægari bók- mentir, svo sem Tarzan og Keflavíkur-Stínu. Einnig eru stundum þingmálafundir og eru flestir hræðilega “rauðir”. Eg tek þá altaf að mér “stjálfstæð- ið” og Óskar, skáldið, frá Akur- eyri, — Bændaflokkinn — af því engir aðrir vilja verða til þess. Eins og vera ber, höfum við gengið í bandalag til kosninga, og eigum við alveg vís tvö at-; kvæði, hvor, með öllu lögleg, ef við bjóðum okkur fram til næsta þings, og höfum við alveg ó- flekkað mannorð af því að hafa1 nokkurntíma bundið samar. sírnaþræði með kaðalspotta. En þótt allir okkar félagar séu eins og áður er sagt mjög rauðir, tekst okkur óskari altaf, vegna mælsku okkar, að fresta upp- geri Kveldúlfs, sem þeir rauðu eru afar þyrstir í, og væru fyrir löngu búnir að flana út í, ef okk- ar óskars nyti ekki við, og við af dugnaði okkar forðað þjóð- inni frá. Við erum einnig báðir með Hannesi og “stífingu”, og höldum því hiklaust fram, eins og Hannes, að ónýtar buddur og bakvasar entust miklu betur ef krónan væri stífð, því með því léttist buddan, og jafnframt þungi bakvasanna. Þá þótti okkur herfilegast, þegar ólafur fór að snúa upp á sig við Hannes, og afneita sinni stífing- arhugmynd, í sinni frægu stíf- ingarritgerð “Áramót”. Það tók þó út yfir allan þjófabálk, þegar Hannes át alt ofan í sig og þakk- aði öllum þingheimi fyrir það, að vera á móti stífingu. Og stóðum við Óskar þá uppi með tvær höndur tómar í bili, en vonum, að Hannes hafi snúið frá villu síns vegar núna fyrir kosning- arnar, svo við getum allir unnið saman í bróðerni. Eg hefi nú drepið á nokkur at- riði úr samkvæmislífi okkar fé- laga á kvöldin, auk þingmála- funda, er söngur og rímukveð- skapur. Svo yrkja bæði skáld okkar, sem eg hefi nefnt hér að framan, ýmsar skemtilegar vís- Banquet Ale eða Country Club Beer Hafið kassa í húsinu. Það er ekkert betra en flaska af ísköldum bjór. sími 96361 PELISSIER’S ur, þessar vísur, sem eg hefi tekið upp frá þeim, eru að vísu teknar í leyfisleysi, því ekki get eg að því gert, þó eg sé fljótur að læra vísur. Það er því þeirra sök að láta mig heyra þær, ef eg má ekki gera við þær, hvað eg VÍl. 9 Hér er líka einn félaginn, sem oft skemtir, og heitir Vilhjálm- ur og er járnsmiður og eg hefi áður nefnt. Það vilja allir hafa hann nálægt sér; hann er frægur fyrir þau merkilegustu orðatil- tæki, sem heyrst hafa á þessari jörð. Hann getur haldið klukku- tíma ræðu, án þess nokkurntíma að hugsa sig um fimm mínútur — hvað þá tíu. Það er flestra mál, sem á hann hafa hlustað, að hánn gæti vel verið pokaprestur á útkjálkabrauði. Hann skerpir alla grjótbora og smíðar alt, sem smíða þarf hjá verkinu. Þá er það Pétur Pálsson, sem öllum kemur í gott skap. Hann borar björgin blá og fælir alla hrafna úr nálægð sinni með gín- um skothvellum. Hann “tekur” alveg dásamlega Jónas og Ólaf, Þórberg og Bjarna þann biblíu- lærða og f 1., svo þar hefir Bjarn; B. ekkert við. Lílega er Pétur betri en allir nafnkunnir nafnar hans til samans, og vel gæti eg gengið inn á það, að okkur fé- lögum hans, sem allir erum synd- inni seldir, væri það hollara að þessi Pétur okkar væri lykla- vörður í þeirri háu himnahöll en nafni hans, ef nokkuð væri a marka frásögxi Davíðs í kvæðinu “Sálin hans Jóns míns”. Að endingu þetta: Eg heyrði það í gegnum útvarpið nýlega, að ferðafélag íslands ætlaði að skoða sig um á Eyjafjallajökli einn sunnudag í sumar. Nú finst mér að þetta háttvirta félag ætti að brjóta odd af oflæti sínu og .virða Dímon viðlits, þótt ekki sé Dímon jafn hár í loftinu og Eyjafjallajökull. Eg hefi lýst köstum Dímonar hér að framan, þó sumir kostnirnir séu ótaldir, sem gætu þó orðið Ferðafélaginu ómetanlegir, svo sem það, að hér uppi á kolli Dímonar er enginn músagangur, eins og t. d. í Svína - hrauni. Af þeirri ástæðu væri hægt að komast af með mun ó- dýrari teygjur í buxur í fjall- göngu á Dímon en annars stað- ar. Og ef villu ber að höndum, eru hér þrjú svonefnd “fjárból”, hellar, og er meiri háttar villur henda félagsmenn, er ekki ann- að en fara beint í kojurnar okkar félaga, því við verðum þá allir á bak og brott. í minni koju er alveg ilmandi taða til makinda frá Hálfdáni kaupmannssyni frá Dalseli. Hún er auðþekt af því. Auk þess skal eg lána þeim, sem skrifar ferðasöguna, hellu- steininn minn, sem eg hefi skrif- að þessar línur á — á hæsta tindi Dímonar. Þórður Jónsson —Alþbl. Af þeirri margorðu ritgerð “Uppi á Dímon” skil eg, að verið er að hlaða þvergarða til þess að halda vatni að farvegi sem brú er á, kend við Markár- I fljót. Þessir garðar teljast 2800 m. og mikil mannvirki. Enn- fremur skilst mér að Markár- fljót, Álar, Affall og Þverá. séu kvistir úr einu straumvatni, sem væntaniega greinist þar sem hallanum sleppir og legst í kvísl- arnar á víxl, eða jafnvel gerir sér nýja farvegi, eða flóir yfir svo að gras helst ekki á stórri spildu fyrir sandi eða möl eða hvortveggja. Ef þetta er svo, þá er auðséð að ofan við þvergarðana halda kvíslarnar uppteknum hætti, munurinn sá, að smámsaman hleður vatnið undir sig, svo að hærra verður fyrir ofan þá en neðan, þó helzt aurburðurinn sem áður. Gagnið af jörðunum þá það eitt, að brúin kemur að notum, og það í viðbót ef til vill, að aurarnir fyrir neðan garðana gróa upp með tíð og tíma, að svo miklu leyti sem garðarnir hlífa þeim. Nú er ókunnugum spurn: — Væri ekki gagnvænlegra, að taka vötnin þar sem þau kvíslast og gera þeim einn farveg með hlöðnum bökkum? Svarið mun vera, að frá brú, þangað sem vötnin kvíslast, séu um 30 km. En þar til er að svara, að byrj- unin sé fyrir öllu öðru. Aðrásar garðar eru nú 2800 m., ef þeirri vinnu hefði verið varið til að gera lítinn halla þar sem vötnin kvíslast og bakkhlaðinn farveg, svo sem 1 km. á lengd, þá hefði skapast straumur í miklu vatni, sem vafalaust hefði haldið stefnu um stund og grafið sér far meðan straumurinn hélzt. — Þar sem vatnið tók útúrkrók, mátti svo hlaða fyrir smátt og smátt, þar til kominn væri beinr farvegur til hafs. Ef þessi auralönd eru svo stór að miklu skiftir, þá kann að borga sig að gera vatninu farveg með grjótbökkum og hafa í þá skörð eða vindaugu, sem vatnið bullar út um í leysingum, og þá mætti hafa alla aurana undir vatni án skemda. Þetta mætti gera á löngum tíma og færa ekki grjót að langar leiðir, heldur nota möl og Sand sem á aurunum finnast og gera steinsteypu utan um strauminn. Ókunnugur. - NAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skriístofusími: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. & að finni á skrifstofu kl. 10—1: f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsimi: 33 158 G. S. THORVALDSON B.A.. LL.B. LögfrœBingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 97 024 Jacob F. Bjamason —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 691 SHERBURN ST. ' Phone 35 909 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ÍSLENZKIR LOGFRÆÐINGAR á öðru gólíi 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudag i hverjum mánuði. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNINO ST. Phone: 26 420 M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAM Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur úti meðöl I viðlögum ViBtalstímar kl. 2—4 «. h. 7—8 atS kveldinu Sími 80 857 665 Vlctor St. Dr. O. BJORNSSON 764 Victor St. OFFICE & RESIDENCE Phone 27 586 A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um útfar- ir. Allur útbúnaður sá besti. Enníremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE 8T. Phone: 86 607 WINNIPEO RAGNAR H. RAGNAR Píaniati oo kennari I Kenslustofa: 518 Dominion St. Simi 36 312 Dr. S. J. Johannesjon 218 Sherburn Street Talsími 80 877 VlOtalstími kl. 3—5 e. h. ODDVITINN OG YALDI Frh. frá 5. bls. hepnir og var lækkað á þeim að mun. Og má vel vera að V. J. hafi verið einn af þeim, þess- vegna Sannar það ekki neitt um almenna hækkun eða lækkun á skatti hvað hann var hjá einum einstakling það ár. Þá kemur hann að framræslu- og vegagerðarmálum. Maður mætti ímynda sér eftir því sem honum farast orð að það hefði aldrei neitt verið gert að hvor- ugu því verki þar til Thór kom til sögunnar, en slíkt er ekki til neins að segja fólki sem búið er að lifa innan þessarar sveitar frá fyrstu tíð. Það veit að það hefir verið unnið bæði að skurða greftri og vegagerð fyr, og það af talsvert meira kappi en nú í seinni tíð, og nægir í því sam- bandi að minna á það að árið 1932 gerði Björn I. Sigvaldason þáverandi oddviti Bifröst-sveit- ar þá staðhæfingu á almennum fundi í Árborg, að það væri búið að eyða yfir kvart miljón doll- ars til vegagerðar innan þessar- ar sveitar, og hefir hvorki Thór Lífmann, Valdi Jóhannesson eða neinn annar mótmælt þeirri staðhæfingu. En því er ver og miður að vegagerð er ekki komin eins langt áleiðis og æskilegt væri, en það hefir alls ekki verið nein framför á því sviði undir stjórn núverandi oddvita. Jafnvel þótt hann hafi látið byggja 6 mílur af “upphækkuðum vegi á hinni svonefndu Geysir-braut” og tæplega getur verið um mikið að ræða fyrst þessi brautarstúf- ur var það eina sem V. J. fann til að benda á. Þá er framræsla; að því verki hefir talsvert verið unnið, en það er með það eins og margt annað sem gert hefir verði undir stjórn núverandi oddvita að það hefir verið byrjað þar sem ætti að enda, en hvort sú framræsla er komin í það horf að bygðin sé óhult fyrir áflæði er engin reynd komin á, enda næsta ólíklegt, minsta kosti hvað snertir Geysir bygðina eða þann hluta hennar sem liggur meðfram íslendinga- fljóti. Meira gjöræði hefir aldrei ver- ið framið af neinni sveitarstjórn sem eg hefi heyrt getið um en þegar byrjað var á því að veita vatni úr sveitinni fyrir vestan okkur inn í íslendingafljót, og það án þess að gera minstu til- raun til að sjá því farborða. Og það var alls ekki fyrirhyggju oddvitans að þakka, þó tíðarfar væri þannig vorið 1936 að heilu Fljótsbygðinni var ekki drekt. Að endingu ætla eg að gefa V. J. heilræði, hann ræður hvort hann notar það, en það er að í næst þegar hann tekur að sér að 1 vera svaramaður oddvitans, ættu þeir ekki að trúa jafnmörgum vinum sínum fyrir því, svo menn hafi það ekki í flimtingum löngu áður en ritsmíðin kemur fyrir almennings sjónir, að nú sé odd- vitinn búin að fá Valda Jóhannes son til að taka í hnakkadrambið á mér. E. Benjamínsson Dr. D. C. M. HALLSON Physician and Surg'eon 264 Hargrave (opp. Eaton’s) Phone 22 775 Rovatzos Floral Shop 206 Notre Dame Ave. Phone 04 954 Fresh Cut Flowers Daily Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandic spoken THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watöhes Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Dr. A. V. JOHNSON ISLENZKUR TANNLÆKNIR 212 Curry Bldg., Wlnnipeg Oegnt pósthúslnu Slmi: 91210 Heimilti: 33 323 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Inrurance and Financial Agentt Simi: 94 221 M0 PARIS BLDG.—Winnlpeg Gunnar Erlendsson Pianokennari Kenslustofa: 701 Victor St. Sími 89 535 Ornci Phon* 87 293 Rís. Phow* 72 408 Dr. L. A. Sigurdson 108 MKDICAIi ARTS BUTLDING Ornc* Houns: 12 - 1 4 r.M. - • p.m. in bt ArroncTMXirr

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.