Heimskringla - 29.09.1937, Síða 4

Heimskringla - 29.09.1937, Síða 4
4. SfÐA HEIMSKRINGLA ffehn&krmgla (StofnuB ÍSSt) Kemur út á hverjum miBvikudegt. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. S5Í og S55 Sargent Avenue, Winnipeo Talsímis S6 537 VerS blaðslns er $3.00 árgangurinn borglat tyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskHta bréí blaSlnu aðlútandl sendlst: m-vager THE VIKINO PRESS LTD. S53 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA S53 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. S53-S55 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Teleptoone: 86 537 WINNIPEG, 29. SEPT. 1937 DR. T. G. MASARYK Fyrir rúmlega tveim vikum lézt dr. Thomas Garrigue Masaryk, fyrrum for- seti Czecho-slóvakíu og stofnandi lýðveld- isins, sem ber þetta nafn. Það hefir verið hljótt um Masaryk síðustu tvö árin, þar til nú við lát hans; mun varla nokkurt blað í Evrópu eða Ameríku, sem ekki hefir minst hans. Árið 1935 lagði hann niður völd og opinber störf sakir elli; var þá 85 ára gamall. Varð eftirmaður hans Hon. Edward Benes, utanríkismálaráðherra og samherji Masaryks um mörg undanfarin ár í frelsis-baráttu þjóðar sinnar. Lýð- veldið Czecho-slóvakía á tilveru sína þess- um tveimur mönnum að þakka. Dr. Masaryk má eflaust telja með fremstu mönnum sinnar tíðar. Hann var fæddur 1850 í Moravia, sem þá tilheyrði Austurríki með Bæheimi. Ætlaði faðir hans að láta hann nema járnsmíði en drengurinn er sagt að strokið hafi frá því starfi og byrjað í þess stað á háskóla-undirbúnings- námi í Vín. Tók hann þar heimspekispróf 1876. Árið 1882 varð hann háskólakenn- ari í Prag og varð hann þar brátt víðkunn- ur fyrir lærdóm sinn. Honum veittist því auðvelt, að ná kosningu til þings. Árið 1890 var hann og í stjórnarráðinu í Aust- urríki. En þar kom fyrst í ljós, að Mas- aryk var ekki aðeins stjónvitringur, heldur einnig heitur fylgismaður frelsis og jafn- réttis. Honum var ljóst, að Bæheimi var betur borgið bæði efnalega og menningar- lega með því að hrinda af sér Hapsborg- ara-okinu, keisarayfirráðunum í Austur- ríki. En hér var ekki við lamb að leika sér. Fyrir bæheimsku frelsishreyfinguna beitti þó Masaryk sér svo ákvæðið, að hann varð að víkja út stjórnarráðinu. En hann var eftir sem áður þingmaður og foringi flokksins á þinginu, er fyrir sjálfstæðis- máli Bæheims barðist. Keisaraliðið var á- líka vel við hann og King forsætisráðherra Canada er við Aberhart. En almenningur var með Masaryk og við það var ekki gam- an að eiga. Þegar stríðið mikla braust út, var hann dæmdur landráðamaður og varð að flýja til Frakklands. Þar og á Englandi, sem hann flutti fyrirlestra við háskólann í London um hríð, og í Bandaríkjunum safnaði hann mönnum sinnar þjóðar sam- an í félagsskap. Að því búnu fór hann til Rússlands, en þar var talsvert af slöfum úr austur-ríska keisaradæminu, bæði útlægir hermenn og aðrir. Voru þeir austur í Sí- beríu. Safnaði Masaryk þeim saman og myndaði herdeild, þrammaði með þá til Frakklands og tók nú þann þátt er um munaði í ófriðnum mikla með Frökkum og samherjum. Þótti þessi liðssöfnun ganga kraftaverki næst. Árið 1918, þegar stríðinu lauk, var lýð- veldið Czechoslóvakía stofnað. Varð dr. Masaryk fyrsti forseti þess og alt til árs- ins 1935 ,er hann lagði niður völd, sem áður er sagt. Czechoslóvakía er því eitt hinna nýju ríkja er mynduðust efti* stríðið mikla og sem klipið var út úr austurríska keisara- dæminu. Það er 54,200 fermílur að stærð og því aðeins einum fjórða stærra en ís- land. En landið er eigi að síður talið eitt voldugasta smáríkið, sem þá var stofnað í Mið-Evrópu. íbúatalan er um 15 miljónir. Með myndun þessa ríkis voru frelsis- kröfur Bæheimsnianna uppfyltar og fylli- lega það. Fylkin, sem Czechoslóvakíu mynda, eru Bæheimur, Moravía, Slóvakía, Silesía og Ruthenía í Karpatafjöllum. Búa Czeckar í vestur hlutanum, en Slóvakar í austur-hlutanum. Eru þeir mannflokkar náskyldir og báðir af slöfum komnir. En sem eina þjóða hafa þeir samt sem áður átt erfitt með að líta á sig. Þeir eru tveir þriðju allrar þjóðarinnar. Þjóðverjar eru um 23%; Magýar, Rutheningar, Gyðingar og Pólverjar eru þar og nokkrir. Árið 1921 mynduðu Rúmenía, Júgó- slavía og Czechoslóvakía samband sín á milli til að sporna við uppgangi Hapsborg- aranna í Austurríki. Er sá félagsskapur nefndur “The Little Entente”. Varð Hon. Edward Benes formaður þess félags við stofnun þess. Framfarir hafa orðið mikl- ar í öllum greinum, iðnaði, verzlun og framleiðslu, í Czechoslóvakíu og mentun alþýðu hefir fleygt þar áfram svo að hún er óvíða meiri. Þar er skólaskylda í landi. en uppfræðslan ókeypis. Þjóðflokkarnir mæla á þá tungu og kenna, sem af flestum er töluð í hinu eða þessu héraði. Dr. Masaryk var mikill þjóðernisvinur og leit svo á, sem hver þjóðflokkur ætti sín ítök og þroskaskilyrði í erfðum frá ætt sinni. Hann trúði ekki á samsuðu-aðferðir sumra stórþjóðanna. Auk síns mikilsverða stjórnmálastarfs, skrifaði dr. Masaryk mikið um þjóðfélags- fræði og heimspeki. Þykir bók hans um Rússland (The Spirit of Russia), er kom út 1919, eitt með merkilegri ritum um þjóðfélagsfræði, sem skrifuð hafa verið. Og svo kunnur var hann bókmentum Grikkja að fornu, að alt sem hann segir um þær, vekur mikla eftirtekt. Eins og áður er sagt kallar þjóðin, sem þarna hefir endurheimt fornt frelsi og ris- ið upp sem sjálfstæð og völdug þjóð að nýju, land sitt Czechoslóvakíu, eftir fjöl- mennustu þjóðflokkunum sem þar búa. Á íslandi er nafn landsins skrifað Tjekkó- slóvakía. Er það óviðkunnanlegt íslenzkt orð, en nafnið sem íslenzk blöð gáfu því fyrst: Norður-Slafaríkið, festist ekki í rit- málinu. Bæheimur hefði bezta orðið verið, en það mega Czecho-slóvakar víst ekki heyra. Kona dr. Masaryks var bandarísk. í sumum fréttunum sem birst hafa við lát Masaryks, er um hann getið sem einn hinn mesta fræðaþul, er á þjóðstóli hafi nokkru sinni setið. En'hann var og mann- vinur. Er sagt að þjóðin hafi við lát hans engan höfðingja sinn fyr syrgt, sem hann. Það merkilegasta við starf dr. Masaryks, verður ef til vill f jær sem nær talið það, að hann sýndi með stjórnarrekstri sínum á raunverulegan hátt eigi síður en með skrif- um sínum, að efnaleg afkoma og menning einnar þjóðar veltur meira á sjálfsákvörð- unarrétti hennar og frelsi, en á forsjá keis- ara eða konunga, sem alla tíma sjá fyrst og fremst um sjálfa sig á kostnað f jöldans og þegar verst gegnir um ekkert annað. Framtíðar áform Masaryks var að gera þetta litla land svo úr garði, að þar gætu búið um 40 miljónir manna. Með skipu- lagðri ræktun landsins, þjóðvegi yfir það frá austri til vesturs og skipgengum skurð- um er sameinuðust ám suðaustur og norð- ur um Evrópu, kvað Masaryk þetta mega takast. Og með því kæmist þjóð sín í tölu stórþjóða heimsins. R Æ Ð A flutt af Salome Halldórsson að Lundar, Man., á hinni árlegu landnema- samkomu, sem þar var haldin 26. september. Eg ætla fyrst og fremst að þakka þeim konum sem standa fyrir þessari samkomu fyrir að sýna mér þann heiður að bjóða mér hingað í dag. Það var stungið upp á því, að eg segði eitthvað um kvenþjóðina í þessari bygð. Eg vona að það verði ekki tekið til þess þó eg hugi nokkuð í þessu sambandi í æfi- feril móður minnar, þar sem hún var ein af fyrstu konum sem settust að í bygðinni. Saga hennar, er með vissum undantekn- ingum, saga allra annara kvenna, sem tóku þátt í frumbyggja lífinu hér í landi. Eg þurfti að fara alla leið til fslands til að skilja, ef ekki til fulls, þá betur en áður, hvað foreldrar mínir þurftu að leggja í sölurnar til að komast til Vesturheims. Eg kom 1930 til ísafjarðar, átthaga foreldra minna. Og eitt af því fyrsta, sem eg gerði, var að leita uppi húsið sem þau bjuggu í, sem stendur ennþá óhaggað. Það var snoturt hús, tvíloftað. Þar bjó kona, sem hét Mikkelína, og sagðist hafa verið vinnu- kona hjá móður minni. Þegar eg lét í Ijós undrun yfir því, að móðir mín skuli hafa haft vinnukonu, þá var bætt við að hún hefði haft tvær og stundum þrjár. Vinir okkar og vandamenn þar létu í ljósi mikla óánægju yfir því að þeim hefði borist sú fregn að móðir mín hefði þurft að vera vinnukonulaus í Vesturheimi. Eg er hrædd um að ef fólkið okkar hefði vitað um alt það basl og allar þær raunir, sem móður mín stóð í hér, að því hefði ekki litist á. f rauninni hafði skyldfólk okkar á íslandi aldrei fyrirgefið Vesturheimi það, að lokka til sín foreldra mína. Það var ennþá hreimur í rödd þeirra sem bar vott um það þegar talað var um Vesturheim. Eg vil ekki gefa í skyn, að fólk mitt hafi verið ríkisfólk heima. Það var það ekki. En vinnukonukaupið var lágt, og lifnað- arhættir voru alt öðruvísi en hér. Bærinn var snotur og félagslífið f jörugt og skemti- legt. Oft heyrði eg móður mína sál, minn- ast með söknuði félagslífsins á ísafirði. En alt þetta lagði hún í sölurnar til þess að við börnin hennar mættum njóta þeirra fram- fara, er þetta land hafði að bjóða. Hér var að minsta kosti olnbogarúmið meira og tækifærin fyrir uppvaxandi kynslóð fleiri en annar staðar. Þegar foreldrar mínir komu hingað fyrir 50 árum, þá var þetta land nærri alveg óbygt. Eg held það hafi ekki verið nema 3—4 aðrar íslenzkar fjölskyldur hér. Svo það má nærri geta, hvað það hefir verið einmanalegt líf í samanburði við lífið í fsafjarðarbæ. Svo vildi til það óhapp á leiðinni frá Winnípeg og út hingað, að það týndust tveir fatapokar, sem móðir mín saknaði svo mikið og átti víst erfitt með að bæta sér að fullu. Vörur voru sóttar til Winnipeg, fyrst á uxum og svo á hestum. Eg man tæplega eftir uxunum. En eg man vel eftir Winni- peg ferðunum. Pabbi minn fór með smjör og ull og húðir til kaupstaðarins, og keypti fyrir það vörur — mest af Árna Friðriks- syni. Móður mín sendi kunningjum í Winnipeg mysuost og skyr, og þær sendu henni ýmislegt aftur, stundum gömul föt, sem hún sneið upp aftur í fallega kjóla handa okkur. Það var mikil gleðihátíð, þegar pabbi okkar kom frá Winnipeg úr þessum ferðum. Við krakkarnir keptumst við að vera fyrst að sjá til hans, og segja frá því. Og það minkaði ekki gleðin, þeg- ar farið var að leysa frá pínklum og pok- um; við fengum eitthvað sem við þurftum með, hatta eða skó, efni í svuntur, kjóla o. . frv. Og við máttum altaf vera viss um, að einhverstaðar í dótinu væru fáeinir brjóstsykurmolar í poka. Eg veit að það hefir ekki verið erfiðis- laust móður minni að hafa ábyrgðina á búrekstrinum meðan á þessum ferðum stóð. En konur þessarar bygðar vöndust öllum verkum, þær mjólkuðu kýr og unnu að heyskap mikið og hart fyrir utan að sinna húsverkum sínum. En á þeim tím- um væri þó rangt að ætla, að ávalt væri unnið fyrir gíg. Landnemarnir reistu blóm- leg bú—og bygðin varð með tímanum þétt- býl og félagslífið varð dálítið fjörugra og skemtilegra. Menn keyptu sér létta vagna og keyrslu hesta og gátu stundum skropp- ið til Winnipeg á lítið meira en einum degi. Við vorum nokkuð margir ungling- arnir úr þessari bygð, sem vorum send til Winnipeg í skóla, og við komumst alveg eins vel áfram eins og aðrir jafnaldrar okkar. En svo kom stríðið. Þær fölskustu af öllum fölskum kenningum, voru þær, sem haldið var að fólkinu á stríðsárunum. Við vorum svo óupplýst og trúgjörn. Við trúðum því að þetta yrði stríð' til að binda enda á öll stríð — og til að varðveita lýð- ræðið í heiminum. En við höfum séð að báðar þessar staðhæfingar voru rangar. Einn frægur prédikari í New York, H. Emerson Fosdick, segir í einni ágætri ræðu um þessi efni, að hann gæti nærri því óskað, að þeir sem dóu í stríðinu, hefðu ekki neina meðvitund um þetta líf eftir dauðann, til þess að þeir fengju aldrei að vita að þeir fómuðu lífi sínu til einskis. Eg held því fram, að kvenfólkið verði að taka saman höndum og vinna að því að af- má stríð. Eg held nærri því að kvenfólkið hafi liðið eins mikið fyrir stríðið og karl- mennirnir. Eg álít að það hafi verið stríð- ið, sem varð margri móður að bana. Og svo komu afleiðingar stríðsins. En þið komuð ekki hingað í dag til að hlusta á raunasögur, heldur til að hafa glaða stund. Og eg ætla hér að láta í ljós það álit mitt, að þetta kvenfélag hefir fundið upp á þeim fallegasta sið, sem eg hefi nokk- urntíma heyrt um—að hafa heimboð fyrir eldra fólkið árlega. Mér finst þessar kon- ur eiga mikinn heiður skilið fyrir það. Það er flestum ráðgáta þessa stundina hvað vor bíður. En allar gátur verður að ráða, rétt eða rangt, því að standa í stað er ekki hægt. Gátan er ekki hvernig skuli framleiða sem mest til að fullnægja öllum kröfum mannfélagsins. Sú gátan er nú þegar ráðin. En gátan er, hvernig skuli útbýta framleiðslunni svo að öllum geti liðið sem bezt bæði andlega og líkamlega. Verði hún ekki ráðin áður en langt líður, lifum við ekki bjarta daga. En mér er ómögulegt að hugsa mér, að mannlegt hugvit hrökkvi ekki til að ráða úr þeirri gátunni eins og öðrum. Og þessvegna horfi eg örugg fram í tímann. Af því eg álít að höfuð orsak- irnar fyrir stríði séu hagfræði- legs eðlis, þá vonast eg eftir að með réttlátri útbý^ing fram- leiðslunnar, hverfi þessar orsak- ir úr sögunni og að stríði og stríðsundirbúningi verði sökt í gleymskunnar haf. Vopn þau, sem þjóðirnar eru nú að keppast við að framleiða í svo ógurlegum mæli, verði aldrei notuð til þess sem ætlast var til, en verði brædd upp aftur og efnið notað til þess að framleiða hluti sem gera mönnum lífið léttara og skemti legra. Þá fyrst verður “friður á jörðu og velþóknun yfir mönn- unum.” Eg lít fram í tímann. Eg sé fólk- ið hér í Áltfavatnsbygð, eins og annarsstaðar, losna við fátækl og þrældóm. Eg sé það hafa nóg fyrir höndum til að geta noti? lífsins á bezta hátt. Eg sé öl bú blómgast og vaxa, og nýjusti uppfyndingar notaðar til þess a? gera lífið unaðslegra og betrg bæði innan húss og utan. Eg st gamla húsið þar sem foreldrai mínir bjuggu lengst, alt uppmál- að og fágað, og skemtigarð kring um það. Allar lestir verði fullar af bændafólki, sem hefii þá fyrst tækifæri til að gefa séi frístund til að ferðast um og sjí heiminn. Og kvenþjóðin verðui frjálsari en hún hafði nokkum- tíma hugmynd um. Og að síðustu vildi eg óska a? þið öll, hið eldra fólk sem sitji? fyrir framan mig, lifi það, að sjí þessa drauma rætast, svo þi? getið haft þá fullvissu, áður er þið skiljið við þetta líf, að allai þær fórnir, sem þið lögðuð fran þegar þið bygðuð þetta nýji land, hafi ekki verið til einskis heldur til þess að gera framtí? niðja ykkar í Álftavatnsbyg? bjartari en þið gátuð nokkurn- tíma gert ykkur von um. MATTHfAS JOCHUMSSON OG UNITARAR “Kerling mælti klökt með þel kristinn mann þig varla eg tel’ Þegar eg var drengur heima ; íslandi, kom enskur ferðalangu eitt sinn á einn af bæjunum grendinni, og dvaldi þar nokkr; daga. Hann var allra mann; þægilegastur, eins og margi: Englendingar eru, og sérstakleg; var af því látið, hvað hann vær barngóður. Okkur krökkunun fanst mikið til um þennan mann Hann var fyrsti Englendingur inn, sem við höfðum séð. Hefð um við skilið nokkuð af því sen hann sagði, hefði aðdáun okka: sjálfsagt orðið enn meiri. Ei það var einn stór galli á þessun enska gentlemanni í augum okk ar; hann var sem sé ófermdur eða svo var okkur sagt að minsts kosti, og vitanlega trúðum vií því. En hvernig á þeim ósköp um gat staðið, vissum við ekki það var okkur óskiljanleg ráð gáta. Eftir því sem við vissun bezt, áttu allir menn að ven fermdir. Við gátum varla trúaí því, að jafn skemtilegur maðui gæti verið svo heimskur, að þa? hefði ekki verið hægt að fermí hann; svo við gerðum helzt rác fyrir, að það væri siður í útlönd um, að menn væru ekki fermdii fyr en þeir væru orðnir fullorðn ir, og líklega helzt gamlir. En þó að okkur börnunun þætti þetta mjög undarlegt, var? samt gamalli konu, sem átt heima á bænum þar sem Eng lendingurinn dvaldi, enn mein um það, þegar hún frétti, hvern- ig hans andlega ástandi vær farið, hún skelti á lærið og ba? buð að hjálpa sér. Frú Rannveig Kristín Guð mundsdóttir Sigbjömsson skellii á lærið, í andlegum skilningi, síðasta Lögbergi, út af því a? WINNIPEG, 29. SEPT. 1937 ■■ • —■ ■ ' 1 . a Matthías Jochumsson hafi hneigst að únítaratrú. Segist hún hafa uppgötvað þetta við að lesa æfisögu hans, sem hann samdi sjálfur. Það verður nú ekki beinlínis sagt, að þetta sé mikil nýung; og máske dálítið þýðingarlítið að tala um það héð- an af. En auðvitað er það, að þegar fólk rekur svona hatram- lega í rogastanz, þá er varla við að búast, að það geti orða bund- ist. Frúip er ekki alveg viss um, hvort þetta hafi verið upplagi Matthíasar að kenna eða uppeldi. En hvort sem heldur er, þá er þetta, í augum hennar, ákaflega sorglegt. Og þá varð blessuðu fólkinu ekki síður bylt við árið 1893, þegar því barst sú sorgar- fregn að Matthías hefði fengið fjárstyrk hjá Unítörúm. Já, þvílík þó sorg! — “Það mátti segja að húsið drypi”. Og Rann- veig er ekki enn búin að ná sér eftir fjörutíu og fjögur ár. — Mikil eru þau undur! Flestum, sem hafa lesið “Sögu- kafla af sjálfum mér”, mun finn- ast þetta ákaflega einfalt og vel skiljanlegt. Matthías segir al- veg hispurslaust og blátt áfram frá því, hvernig hann hafi orðið hrifinn af ritum nafnfrægra Unítara, eins og Channings og Martineaus. Hann segir líka frá því í sömu bók, að hann hafi fengið fjárstyrk hjá enskum Unítörum til að kaupa Þjóðólf, og ennfremur, að Pétur biskup Pétursson hafi boðið sér embætti í þjóðkirkjunni, enda þó honum hafi verið vel kunnugt um það, að hann hallaðist að kenningum Unítara. Og þetta gerðist fyrir 1893, ef eg man rétt. En fréttir hafa ef til vill borist seint í sveit- ina, sem Rannveig var alin upp í, á þeim árum. Það virðist ekki sem Matthíasi hafi þótt nein niðurlæging í því að kannast við þetta alt saman, og það eftir að hann var aftur búinn að vera lengi þjónandi prestur í þjóð- kirkjunni, og eg hefi ekki orðið var við, að neinum, sem að skyld- leika eða vináttu hefir staðið Matthíasi nærri, hafi fundist nokkur þörf á að bera fram af- sökun fyrir hönd Matthíasar, fyrir stefnu hans í trúmálum. Þvert á móti munu nú flestir fs- lendingar stoltir af því, að hafa átt þennan víðsýna og um leið trúaða andans jöfur, og þakka honum, að hann, með þeim fyrstu, barðist á móti trúar- bragðalegu þröngsýni með þjóð vorri. En í einu virðist sem Matthíasi hafi hefnst fyrir afskifti sín af Únítörum: fólkið í sveit Rann- veigar tók Kristján Jónsson langt fram yfir hann sem skáld; og það var ekki af neinu öðru en því, að Matthíasi hafði ekki rétta trú; en Kristján hefir líklega verið rétttrúaður, þó að sumum hafi nú kannske dottið í hug að efasí um það. En hvað um það, fólkið kunni að meta Kristján. “Hann var náttúrubarn og söng sem slíkur. Menn tóku hann eins og hann lagði sig, og elskuðu hann af öllu hjarta.” Svona “innlegg” í bókmenta- söguna ætti ekki að glatast. Það væri góðra gjalda vert, að þessi afkastamesti kven-rithöfundur okkar Vestur-fslendinga ritaði um skáldskap og fagrar listir, svona að jöfnu á við guðfræðina. Vesalings heiðingjarnir! Bágt eiga þeir! Þeir “lifa í dýrðleg- um löndum sínu dýrslega og við- bjóðslega lífi”. Þetta á líklega við alla svo kallaða “heiðingja” um alla jörð, alla, sem ekki eru kristnir. Og maður hélt t. d. að sumir fylgjendur Kon-fu-tse og Buddha slöguðu svona dálítið upp í suma, sem kallaðir eru kristnir, hvað mannkosti og sið- gæði snertir. En það hefir ef- laust verið vitleysa. En hlálegt er það, að þessir viðbjóðslegu heiðingjar skuli hafa fengið beztu löndin til að búa í. En hver veit nema að kristnum þjóðum takist að ná þessum löndum og kristna landsfólkið í

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.