Heimskringla - 10.11.1937, Blaðsíða 2

Heimskringla - 10.11.1937, Blaðsíða 2
2. SÍÐA / HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. NÓV. 1937 Enn um berklasýki á íslandi (Grein sú, sem hér fer á eftir, er eftir landa vom i Winnipeg, lækninn M. B. Halldórsson sem nm síðastliðin þrjátíu ár hefir lagt sérstaka stund á lungnasjúkdóma og gerir það enn. Dr. M. B. Halldórsson er Austfirðingur, fæddur á Olfsstöðum í Loðmundarfirði árið 1869, en fluttist með foreldrum sínum, Bimi Halldórssyni og Hólmfríði Einarsdóttur, til Vesturheims árið 1884. Hann hefir ýmist átt heima í Norður-Dakota eða í Manitoba síðan. Ctskrifaðist í læknisfræði við Manitoba-háskólann árið 1898, og hefir stund- að læknisstörf síðan, nítján ár í Norður-Dakota, en tuttugu ár í Winnipeg. Greinin er svo þörf og mikilsverð aukning við þær rökræður um sama mál, sem nýlega hafa fram farið í þessu riti, að henni er skipað hér rúm samdæg- urs og hún barst mér í hendur. , Ritstj. Eimr.) Eitt er það sem aldrei er á minst þegar um framfarir íslands á síðari árum er að ræða, það er berklasýkin eða lungnatæringin. Um verklegar framfarir er talað, um ýmsar bætur á kjörum manna, og um mínkun barnadauða, en framfarir viðvíkjandi tær- ingunni, eða lækningu hennar eru altfrei orðaðar. Væri þó til þess ætlandi að þær hafi einhverjar orðið, þar sem ríkið hefir nú bygt tvö heilsuhæli fyrir land með rúmum' hundrað þúsund íbúum. Ætti það sannarlega að gera strik í reikninginn. En sannleikur- inn mun vera sá sami á íslandi sem annarstaðar. Heilsuhælin fækka dauðsföllum úr tæringu og öðrum tegundum berklasýkinn- ar þegar bezt gengur, en hún heldur áfram að sýkja eftir sem áður. Hælin eru full og verða fljótlega full þó þeim sé f jölgað, því þó þau séu nauðsynlegar stofnanir, eru þau og verða ætíð mjög lítils virði sem varnir fyrir útbreiðslu sjúkdómsins. í Manitoba, til dæmis, voru 66 ný berklasýkis tilfelli skráð síðast liðin mai, og eru þó tvö stór hæli og tvær minni stofnanir sem fást eingöngu við berklasýki, en íbúar um 700,000. Þó er hér í Vesturheimi af einhverjum ástæðum mótstöðuafl við berklasýki að aukast. Tilfellin eru yfirleitt miklu viðráðan- legri en fyrir þrjátíu árum síðan og dauðsföll færri. önnur sönn- un er það að krabbamein eru miklu tíðari nú en í byrjun þessarar aldar. En krabbinn er á einhvern hátt í efnafræðislegri mótstöðu við berklasýkina. Því er það svo afar sjaldan að báðir þessir al- gengu sjúkdómar finnist í sama sjúkling, þó það komi oft fyrir að sjúklingur sem hefir fengið berklasýki og batnað, fái krabba nokkrum árum síðar. Margar ástæður má finna fyrir þessu aukna mótstöðuafli, betri húsakynni, margbreyttara og betra fæði, það að læknar eru sífelt á varðbergi fyrir veikinni að smit- unin er minni, því svo margir sjúklingar eru á heilsuhælum, hrein læti og varúð meiri en áður. En mest mun þessi aukna mótstaða því að þakka að mjólk er nú í lang flestum stórbæum gerlafríuð (pasteurized) áður en hún er notuð, og einnig það að berklasýkinni hefir víða að miklu eða öllu leyti verið útrýmt úr nautahjörðunum bæði í Bandaríkjunum og Canada. Þetta sannar meðal annars reynsla Norður-Dakota ríkisins. Fyrir tveim árum ,síðan voru, fyrir sérstakann dugnað dýralæknanna, allir nautgripir í því ríki berklafríir. En einmitt sama árið fækkaði dauðsföllum úr berklasýki um fullan þriðjung. Urðu rúm 27 fyrir hverja 100,000 íbúa, sú lægsta tala í allri Ameríku og þó víðar væri leitað. öll vinna dýralæknanna var gerð í kyrþey og vissu fáir um hana fyr en árangurinn sást. En nokkrum árum áður hafði Saskatchewan fylki gert sérstakt tveggja ára áhlaup á berklasýkina. Ekkert var til sparað, sízt af öllu básúnurnar og bumbuslátturinn, er sífelt fylgir “herferð inni” móti þeim sjúkdómi. Átti nú að ganga milli bols og höfuðs á ókindinni. Árangurinn varð sá að dauðsföllin heldur fjölguðu. Þau voru 44 fyrir hverja hundrað þúsund íbúa um árið, þegar á- hlaupið byrjaði, 46 þegar það enti. Þessi samanburður sýnir hvílíkt ódæma fimbulfamb nútíma aðferðin við að uppræta berklasýkina er, en um leið hvað árang- urinn getur verið mikill og góður þegar réttum aðferðum er beitt, og eins hitt hvað afar nauðsynlegt er að mjólk sé gerlafrí. Tveir íslenzkir læknar og einn leikmaður hafa síðastliðið ár skrifað um berklasýkina á íslandi. Báðir læknarnir, Jónas Búnir til í Canada Bætið lýsinguna hjá yður með HYDR0 ‘Long-life” lömpum Að innán eru þeir hélu- skygðir, og veita hina fullkomnustu birtu, án þess birtan sé skérandi. KASSI MEÐ 6 25, 40, 60 Vatta ljósum $1.20 Verð á öðrum stærðum veitt þeim er óska. Vér skulum senda lampa þessa með eftirkröfu eða skifta verðinu niður á tvo næstu ljósareikninga yðar. Símið ^48 131 ATHUGIÐ! — Allir rafljósa lampar sem seldir eru af City Hydro eru BÚNIR TIL í CANADA Kristjánsson og Sigurjón Jónsson í Eimreiðinni, en leikmaðurinn, Guðmundur Friðjónsson, í íslending. Er nú sem oftar að svo er margt sinnið sem skinnið. Sinn kennir hverju um útbreiðslu veik- innar. Jónas læknir sérstaklega breytingu á matarhæfi en getur þó ekki um þá breytinguna sem mest var og örlagaríkust (mun eg koma að henni síðar). Sigurjón læknir felst á þetta, að nokkru leyti en leggur meiri áherzlu á það að færri ungbörn deyi nú en áður, og eins hitt að íslendingar lærðu að dansa og að danssam- komur fóru að tíðkast í sveitum um og eftir 1890. En áður en dansar gátu útbreitt tæringu varð einhver sem á dansana kom að hafa herkla í lungum — tæringu. En hún var svo að segja óþekt fyr en síðustu ár aldarinnar sem leið. Það var nóg af berklasýki í beinum og kirtlum. Það man eg sjálfur og veit eg að það muna aðrir sem komnir voru til vits og ára um 1880. Eg man vel eftir kirtlaveikum krökkum, þeir voru mjög víða, líka man eg eftir krypplingum, mönnum með skakkan mjaðmarlið og hvítu- bólgu (berklasýki) í kné, en lungnatæring var svo sjaldgæf á þeim árum að eg hvorki sá hana né heyrði hennar getið. Vissi ekki einu sinni hvað það orð þýddi fyr en eg var búinn að vera nokkur ár í Vesturheimi. En ekki mun þess hafa verið langt að bíða þegar eg fór frá Seyðisfirði til Vesturheims 1884 að lungnatæring færi þar að gera vart við sig því skýrslur sýna að 33 árum síðar dó h. u. b. fimti hver maður í þeirri sveit úr þeim sjúkdómi. Ekki það að lungatæring væri óþekt á íslandi á nítjándu öldinni. Enginn sem les bréf Tómasar Sæmundssonar og nokkuð þekkir til þess sjúkdóms getur efast um úr hverju hann dó Jón Espólín getur um systur sína sem dó úr tæringu um sama leyti. S. J. Scheving frá Hólalandi í Borgarfirði eystra sagði mér líka frá stúlku sem dó úr tæringu um 1880. En þetta eru aðeins einstök tilfelli og þrátt fyrir það að varúðarreglur eru beinlínis óþektar og ekki notaðar, fara engar sögur af því að aðrir hafi af þessum sjúklingum smitast og dáið. Ekki einu sinni ungbörn séra Tóm- asar. Slíkt er ómögulegt að útskýra á annan hátt en með því að berklamótstöðuafl þjóðarinnar, eldgamalt og ættrunnið var þá svo sterkt að þrátt fyrir smitun gat veikin ekki náð haldi nema á örfáum. En af einhverjum ástæðum veltur þetta ágæta mót- stöðuafl um sjálft sig þegar kemur fram á síðustu ár aldarinnar, hverfur að miklu leyti en tæringin fer eins og eldur í sinu um alt land. Þegar það viðbrigði kemur fyrir að velþektur langvarandi sjúkdómur færist alt í einu í aukana og fer að verða mikið hættu- legri en áður eru menn oft í vandræðum með að finna orsökina eða orsakirnar. Eg hefi ekki einu sinni heyrt getgátu um hvernig á því stendur að hjartasjúkdómar hafa farið langt fram úr öllum andláts orsökum í Vesturheimi á síðustu árum, að krabbameinum fjölgar með hverju ári þrátt fyrir alla mótstöðu viðleitni og að sykursýkin, sem sjaldan var áður áminst, er nú þrátt fyrir meðalið við henni (insulin) orðin tíunda í röð andlátsorsakanna. Annað eins á sér ekki stað orsakalaust þó enginn viti þær enn. En það alt öðru máli að gegna þegar rætt er um útbreiðslu berkla- fríar, er mikils virði í baráttunni gegin berklasýki. En hvað oft og vel sem þetta er gert og hvað samvizkusamlega sem kúamjólk er gerlafríuð áður en hún er notuð, verður hún aldrei það berkla- varnar meðal sem sauða-, geitna- og hrossa-mjólk er. Þetta kemur af því að þessar skepnur allar eru algerlega ómóttækilegar fyrir berklasýki, nautgripurinn er sá eini af húsdýrunum sem getur sýkst af þeim sjúkdómi; er því merkilegt hvað lítil áherzla er lögð á það að nota mjólk úr fleiri skepnum en kúm. Þó er einstöku sinnum minst á þetta og sum heilsuhæli hafa geitnamjólk meðfram handa sjúklingum. En það er sitt hvað að lækna eða verjast berklasýki. Hið fyrra er ætíð erfitt og meira eða minna óvíst; hið síðara átrúlega auðvelt, svo auðvelt að í þrjátíu ár hefir enginp unglingur undir minni umsjá fengið tæringu að einni stúlku und- antekinni og var það fyrir hennar eigin vanrækslu, þó hefi eg mjög sjaldan haft annað en kúamjólk handa sjúklingum mínum. En í hvert sinn sem náðst hefir í geitnamjólk hefir árangurinn verið svo góður að sá aukakostnaður sem henni fylgir hefir marg- borgað sig. Eg get þessa aðeins til að sýna hvílík endaleysa það er að segja að engin meðöl eða efnasamblönd séu nokkurs virði í bar- áttunni við berklasýki. Eins og nokkur hlutur í sambandi við jarð- neskan líkama, dauðan eða lifandi, sé nokkurntíma utan, neðan eða ofan við hin eilífu lögmál efnafræðinnar! Slíkt óvitahjal er ágætt dæmi upp á það að þrátt fyrir alla skóla, allan lærdóm og alla þekkingu verður vitið aldrei meira en guð gaf. Heimskinginn er og verður jafn heimskur þó hann útskrifist af öllum háskólum heimsins. ógerningur mun það reynast að breyta aftur búskaparlegi íslendinga svo að þeir fari í annað sinn að mjólka ær sínar, en hitt er engin frágangssök að hafa geitur svo margar að þær mjólki nóg handa börnum heimilisins bæði sumar og vetur. Það mun reynast, að þau börn sem alin eru upp á geitnamjólk þangað til þau eru fimtán ára munu alla æfi verða mikið ómóttækilegri fyrir berkla en önnur börn, þau mun ekki verða grá í gegn, lítil og vesældarleg eins og Guðmundur Friðjónsson lýsir unglingunum í íslands grein sinni. Jafnvel þurrabúðar mönnum ætti ekki vera það ofvaxið að hafa eina eða tvær geitur, þær eru léttar á fóðrum og þurfa mjög litla hirðingu. “Tvær geitur” eru enn fátæklingnum sama þarfa eignin sem þær voru þegar Hávamál voru fyrst kveðin. Ekki er heldur neitt því til fyrirstöðu að nota hryssu-mjólk handa börnum og unglingum. Einstö'ku sérvitringar,. svo sem Þorgrímur læknir og séra Benedikt á Hólum hafa í fortíðinni notað hana handa börnum sínum og hefir árangurinn ávalt verið heiðinna manna heilsa. En ætíð hefir verið litið illu auga til þessa athæfis, sérstaklega ef folöldunum hefir verið fargað. Var það von. Þetta var óvanalegt og er það vanalega nóg til þess að vekja mótstöðu. Það hefir auðvitað þótt sæmilegra að láta heldur blessuð börnin deyja drottni sínum en að offra folöldunum fyrir þau. Mera-mjólk hefir þó nokkuð verið notuð sem tæringarmeðal sérstaklega á Rússlandi og Vestur-Asíu. Er hún þar látin súrna áður en hún er drukkin og er kölluð Kumiss. Man eg eftir sögu sem eg las fyrir nokkrum árum eftir Ameríkanskan verkfræðing. sýkinnar eða réttara sagt lungnatæringarinnar á fslandi. Þó aðrar j Hann var að vinna við olíu framleiðslu austur við Kaspíu-haf þegar orsakir líklega komi til greina eru samt tvær sem svo langt gnæfa hann fékk tæringu. Var hann að vori til sendur austur yfir hafið upp yfir allar aðrar að ómögulegt er framhjá þeim að ganga þó til Tartara-höfðingja nokkurs í Turkestan og var honum þar það hingað til hafi verið gert. fengin leðurflaska til að drekka úr og sagt að drekka svo mikið íslenzka þjóðin stóð alveg sérstaklega að vígi hvað lungna- sem hann gæti. Vissi hann ekki fyrst hvað var í flöskunni, tæringu snerti á öldinni sem leið, síðari ár átjándu aldarinnar og fyr en emn morgun hann kom út snemma og sá hvar ein húsfreyj- þau fyrstu þeirrar nítjándu leið hún þær ógurlegu þjáningar að an Þær voru fleiri en ein — vár að mjólka hryssu í flöskuna margar þúsundir manna dóu úr hungri og harðrétti. Ekki var hans- Hann var þarna alt sumarið, fór dagbatnandi og var orð- eftir, þegar harðindunum lauk, annað en úrval af mönnum og mn ^all hraustur um haustið. Lagði þá á stað austur í Síberíu til konum, þeim sterkustu, duglegustu, hraustustu og framsýnustu að leita að olíu. sem kynstofninn gat framleitt. Svo að segja var alt annað en fslendingar eiga flestum mönnum hægar með að gefa börnum þetta úrval dautt. Þjóðin var aðdáanlega útbúin undir þá upp- ! sínum mera-mjólk. Hesta eiga allir og folaldsmerar eru á mjög reisn og þær framfarir er hún þá átti í vændum. mörgum bæjum. Það er engin frágangs sök að kefla folöldin svo Nú er það sannreynt að lungnatæringin og hungursneyðin mJÓlk fáist frá mæðrum þeirra handa börnum heimilisins. Hér haldast vanalega í hendur, þær vaxa saman, eins og saga Þýzka- er ekki um n°kkurn auka kostnað að tala aðeins dálitla fyrirhöfn, lands á stríðsárunum sýnir og minka saman þó tæringin haldi sem mun margborga sig með betri heilsu barnanna. Það er mikið áfram þegar hungursnevðinni lýkur. Það má því slá því föstu að fil Þess vmnandi fyrir hverja foreldra að losast við áhyggju, þeir sem lifa af hungursneyð sérstaklega þeir sem fæðast meðan kostnað og ármæðu þá er berklasýkinni fylgir, en til lítils er að hún stendur yfir og deyja ekki, hafi sterkara mótstöðuafl gegn reyna að forðast hana algerlega. Hún er alt í kring um mann, svo berklum en kynstofninn vanalega hefir og að það mótstöðuafl loði smitun er óhjákvæmileg. Eina ráðið er að hafa þá líkamsbygg- við afkomendurna í 2—3 liði. Þetta er reynsla fslands. Það var mSn og þann blóðvökva* sem gerillinn getur ekki í þrifist. Eg þriðji liður þeirra sem fæddust um byrjun nítjándu aldarinnar, kefi 1 Þessu greinarkorni bent á nokkuð af því er að þessu getur sem byrjuðu alment að sýkjast af tæringunni, þróttur og stæling sfuðIað- En fleira kemur til greina, svo sem þorska- og hákarls- kynstofnsins sem harðréttið hleypti í hann er þá farið að linast, !^sl’ Sem er kin a£ætustu verndarmeðöl. Guðmundur bóndi Frið- úrvalið orðið minna en áður. Þá koma aftur harðréttis ár frá jensson kvartar yfir því að unglingum sé of mikið hlíft við harðri 1880—1887 sem greiða veg tæringarinnar án þess að orsaka nokk- vinnu i hennar gerist líklega ekki lengur þörf, hvorki á íslandi né urt úrval því fáir, ef nokkrir, dóu þá úr hungri. En þó alt þetta ker- En Það er mar£t annað sem orðið getur til að efla vöðva þeirra beri að sama brunni reið það þó mestan baggamuninn að einmitt svo Þeir verði stórir og sterkir, svo sem fekíða- og skauta-ferðir, um þetta leyti misti íslenzka þjóðin þá fæðuna sem varið hafði fjallgöngur, glímur, hnattleikir o. fl. Sundi, sérstaklega í köldu lungu hennar frá ómunatíð og verið hennar stoð og stytta, en sem usoii;u vatni, vara eg við nema lungu séu í bezta lagi. alhr virðast nú vera búnir að gleyma, því engin minnist á hana En Þratt fyrir þessar leiðbeiningar, er það afar nauðsynlegt þegar um útbreiðslu lungnatæringar er að ræða. Sú fæða var að hafa lækna með í ráðum viðvíkjandi þessu sem öðru sem lífi sauðamjólkin. °g heilsu viðkemur. Þeir — ekki sérfræðingarnir né heilsu- Eg man eftir þegar það kom fyrir í fyrsta sinni á Austurlandi, hælin heldur almennu læknarnir, eru þeir einu menn sem út- að bóndi lét allar ær sínar ganga með dilk. Það var árið 1879. rými: £eta berklasýkinni. íslenzkir læknar kunna enn fleiri ráð, Maður að nafni Jón Hall hafði verið við verzlun á Seyðisfirði en eí ^eir Vlijf nota ^au’, ef komið geta að hinum beztu notum, bæði hætti og setti saman bú á Brimnesi það ár. Hann lét allar sínar ær Vlð að afstýra. berklasýkinni og við lækningu hennar. Það er engin ganga með dilk og þótti það miklum tíðindum sæta. Var mikið Þ°rf a að vfra ,eins svartsýnn eins og Sigurjón læknir Jónsson. skrafað um þetta fram og aftur, en eg man eftir því að faðir minn, Engm ^orf a W að fleiri þartur barna deyi á fyrsta eða öðru ári. Björn Halldórsson á úlfsstöðum lagði ekkert til þessa umtals, Lang flest Þeirra er hægt að ala upp á þann hátt að þau verði að var þó sjaldan myrkur í máli, um hvaða efni sem var rætt. Það sterkum> hraustum, berklafríum borgurum. var eins og honum fyndist einhver örlagaþungi fylgja þessu uppá- Mannkynið hefir nú í hálfa öld, með blessaða læknana í broddi tæki. Það var líka. Tnttugu árum síðar, um aldamótin, var mikill fyikingar, verið á svo hörðum hlaupum undan berklasýkinni að fjöldi íslenzkra bænda hættur að láta mjólka ær sínar en tæringin hað hefir aldrei gefið sér tíma til að stansa og gá að hvaða vopn líka óðflugu að breiðast út. Það er auðvitað ekki hægt að sanna hað hefði við hendina til að berjast með. íslenzkir læknar hafa þessa staðhæfingu með skýrslum og tölum, hvorugt er til, en fram ekkert leyfi til að apa eftir, hvorki í þessu né öðru, heimsku og hjá því verður ekki gengið að þegar sauðamjólkin hvarf úr matar- amlóðaskap annara þjóða. Miklu er þeim sæmra að hætta nú ílátum íslendinga komu berklaveikis gerlar í staðinn. Þegar ærnar hlaupunum eins og Þorsteinn Síðuhallsson eftir Brjáns bardaga, voru reknar á fjöl settist tæringin að á bæjunum. Og skömm væri | °g láta staðar numið. Svo mikinn skaða er berklasýkin búin að að segja að ekki hafi verið vel tekið mót gestinum. Gömlu, hlýju,' £era á síðasta mannsaldri að mál er að hugsa til hefnda. Sæmra þekku torfbærirnir voru nú ekki lengur nógu fínir, svo í stað þeirra °ír karlmannlegra er það en að halda áfram að fljóta aðgerðarlaus voru bygðir steinsteypu kubbaldar, kaldir, ósmekklegir og óhollir. Með öðru hafa þeir eflaust hjálpað til með að gefa tæringunni byr undir báða vængi. Hvað annað sem að er gert er það ógerningur að útrýma henni úr köldum húsum. Einhver ráð verður að finna til þess að hita þau upp eða breyta þeim svo þau verði viðunanlega hlý. r Eg hefi hér að framan sýnt, sérstaklega með dæminu frá Norður Dakota, hvað árangurinn af því að gera mjólkurkýr berkla- með fjöldanum að feigðarósi. Eimreiðin. M. B. Halldfirsson * SíSan Robert Koch fann berklagerilinn árið 1882 befir smásjáin verið svo að segja eina vísindatækið, sem notað hefir verið til að auka þekkingu á ’oerklasýkinni. Allir góna á gerilinn og þann hildarleik, er blóðkomin há við hann, em gleyma blóðvökvanum sjálfum, elixír lífsins, sem mest alt er undir komið. Englnn hefir enn rannsakað I hverju honum er ábótavant í berkla- sýkinni, og það þykir sérvizka að minnast á annað eins.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.