Heimskringla - 24.11.1937, Page 1

Heimskringla - 24.11.1937, Page 1
THE PAR-T-DRINK Good Anytime In the 2-Glass Bottle ® LII. ÁRGANGUR WTNNIPEXx, MIÐVIKUDAGINN 24. NÓV. 1937 NÚMER 8. HELZTU FRETTIR Bæjarkosningin Auk þess sem kjósendur greiða atkvæði með kosningu borgarstjóra, bæjarráðsmanns og skólaráðsmanns, verða þeir einnig, að greiða atkvæði um brjú önnur mál, þ. e. a. s. þeir sem fasteignir eiga, leiguliðar greiða ekki atkvæði nema um tvö af þeim. Mál þessi eru $185,000 veiting til að tíyggja við bæjarráðshöll- ina Þykir mörgum það óráð að eyða svo miklu fé í það, en vilja eyða meiru í nýja og veglega bæjarráðshöll. Leiguliðar greiða ekki atkvæði um þetta mál. Ann&ð málið er um að flýta klukkunni, eins og einhver ó- sköp liggi á í atvinnuleysinu. — Segist mörg móðirin hafa átt erfitt fyrst í stað með að koma ungbarninu í skilning um þessa breytingu s. 1. sumar 'og orðið andvaka fyrir bragðið. Þriðja málið lýtur að því að kjósa borgarstjóra til tveggja ára eins og bæjarráðsmenn. Dreymir um konugdóm á Frakklandi Hertogann af Guise dreymir um konungdóm á Frakklandi. Hann var sá er til erfða stóð Þar, ef alt hefði gengið með feldu á Frakklandi um miðja síð- ast liðna öld, þ. e. a. s. frá sjón- armiði konunga. Hertoginn af Guise hefir verið um fleiri tugi ára útlagi í Frakk- landi og hefst við í Belgíu. S. 1. mánudag gaf hann út yfirlýs- ingu er hljóðaði um það, að hann væri rei^ubúinn að taka við kon- j ungdómi á Frakklandi, sem for-| feður hans nutu og þjóðinni væri kunnugt um. Hann kvaðst ekki sækja þetta mál með vopnum eða nokkru undirferli, heldur koma fyrir þjóðina með á- hyggjuefnið. Frakkland kvað hann ekki losna við kreppu þá og erfiðleika, sem það ætti við að búa, nema því að eins, að aftur yrði komið á fót konungdómi. Sonur hertogans, greifinn af París, sem í Sviss hefir dvalið, fékk tilkynningu um það frá stjórninni í Sviss í gær, að hann yrði að fara úr landi. Ástæðan fyrir burtrekstrinum er pólitísk- ur gauragangur af hans völdum. Á fundum hans og fylgismanna hans hefir lögreglan orðið að skakka nokkru sinnum leikinn. Hertoginn segist hvorki vilja kommúnisma, fasisma né sósíal- isma, þann er nú ríki í stjórn á j Frakklandi. Ekkert af þessu geti i fært frönsku þjóðinni frið eða1 fullsælu. Konungsvaldið eitt, eins og hann hugsi sér það, geti það. I Hertoginn segist einnig vera j uð hugsa um framtíð barna sinna! Stjórnin á Frakklandi gerir lítið úr þessu en þykist þó viss um, að fasistar í Frakklandi séu þarna að verki á bak við tjöldin Heyleysi Akuryrkjumálaráðherra J. G. Gardiner, sagði s. 1. mánudag, að vesturfylkin horfðust í augu við eitt hið ægilegasta heyleysi, er hér hefði nokkru sinni þekst. — Hann kvað takast vel til ef helm- ingur þess heys fengist er með þyrfti á þurkasvæðunum í Sask- atchewan fylki, heyið væri ekki til, hvorki í Manitoba né annar- staðar. Hann kvað rýrnun í heyi vegna rigninga í haust aðallega valda þessu.' Bretar gera viðskifta- samning við Bandaríkin Bretar eru að gera nýjan við- skiftasamning við Bandaríkin. Er sagt að Bretum hafi lengi búið í huga, að bjóða Bandaríkj- unum mikið af viðskiftum sín- um til þess að fá þau til sam- vinnu við sig. Það er talið víst að þessum nýja samningi sé það samfara, að biðja Canada, að losa Bretland við samningana sem gerðir voru 1932 í Ottawa. En Canada hefir talsverða íviln- un haft á brezka markaðinum fyrir þenna samning. King lof- aði í kosningunum 1935, að ó- gilda þennan samning, enda þótt það sé einn sá hagfeldasti samn- ingur sem Canada hefir nokkru sinni gert. Það mun því ekki verða mikil fyrirstaða frá hans hálfu á þessu. En þá á Canada að keppa að jöfnu við Bandarík- in á markaði Breta og er fyrir- sjáanlegt hvern enda það hefir. Sala á eplum t. d. héðan til Bret- lands, er þá úr sögunni og um leið það fé sem í þessari fram- leiðslu liggur, sem mun vera nærri 50 miljón dölum, farin. Með sölu búnaðarvöru héðan, bæði korns og búpenings, mun eins fara. Canada getur ekki kept við Bandaríkin um brezka markaðinn og stórviðskifti þeirra. Fertugasta og níunda ríkið Eyjan Hawai hefir sótt um það til Bandaríkjastjórnar, að verða tekin í ríkjatölu og verða 49 ríki Bandaríkjanna. Er nefnd frá Bandaríkjaþinginu að rann- saka hvort hugur fylgi máli hjá eyjaskeggjum. En sannleikur- inn er sá, að þeir eru einhuga um þetta, enda segir fulltrúi þeirra, að af 400,000 manns, sem eyjuna byggja, séu 300,000 fæddir í Bandaríkjunum. Eyja- skeggjar hafa áður farið fram á þetta, en því hefir ekki verið vel tekið í Bandaríkjaþinginu, vegna þess að svo margir íbú- anna væru Asíu-menn. Hvað um málið verður, er enn óvíst. Veiting til atvinnu- lausra lækkuð King-stjórnin hefir gert upp- kast að nýjum samningi við fylkin um veitingu til atvinnu- lausra. Samkvæmt þessu upp- kasti lækkar sambandsstjórnin tillag sitt talsvert. Að því er Manitoba áhrærir, nemur lækk- unin $10,000 á mánuði. f stað þess að greiða $175,000 á mán- uði eins og nú er gert, ætlar sambandsstjórnin að greiða 35% af framfærslu kostnaði allra vinnufærra manna, sem atvinnu- lausir eru, en ekki annara. Fyrir þeim sem ófíerir eru til vinnu, verða fylkin að sjá. Kingstjórn- in lækkar útgjöld sín með þessu um $10,000 á mánuði í þessu eina fylki, því hópur þeirra, sem vegna langvarandi atvinnuleysis, veiklunar og vanheilsu, er orðinti ófær til fullrar vinnu, stækkar óðum. Halifax lávarður fer á fund Hitlers Á meðan á 9 velda fundinum í Brussel stóð .útaf stríðinu í Kína, sendu Bretar Halifax lá- varð á fund Hitlers. Hvað und- ir ferðinni bjó, veit engin, en Halifax lávarður fullyrðir, að hún hafi elft vináttu milli þýzku og brezku þjóðanna. Verkamannaflokkinum á Bret- landi kvað ekki hafa geðjast að þessari vináttu-leit og telur Eden auk þess hafa verið beittan ó- rétti þar sem hann er utanríkis- ráðherra og honum bar að vera þarna, sem annar staðar, út á við fulltrúi Breta. Segja þeir auðsætt, að bola eigi Eden úr ráðuneytinu bráðlega. En það versta sé þó, að svo líti út, sem gerðir þeirra Hitlers, ítala og Japana séu góðar og gildar fundnar af Bretum, ef satt sé um aukna vináttu Breta og Þjóð- verja. Manitoba-þingið Fylkisþing Manitoba kemur saman 9. des. Hvort það stend- ur lengur eða skemur yfir, mun það vera atvinnuleysiskostnað- urinn sem íhuga á og hvort að fylkið geti ekki bundið sinn bagga annaðhvort á bak Winni- peg-borg eða sambandsstjórn- inni. Hér er nú nefnd starfandi frá sambandsstjórninni að því, að íhuga fjárhag fylkisins. Að hann líti of vel út í augum þeirr- ar nefndar, getur spilt fyrir lán- betli Brackens í Ottawa. Hertoginn af Windsor vinnur meiðyrðamál út af bók, sem gefin var út á Englandi á þessu ári og fjallaði um krýninguna, og sem ónota- legum orðum fór um hertogann af Windsor, reis mál seinna er nú er lokið. Urðu útgefendur, Wm. Heinemann Ltd. og höfundur, Geoffrey Pomeroy Dennis, að greiða málskostnað ásamt nokkru fé til Hertogans, en það fé hefir hann ánefnt fátækum. Bókin seldist mjög vel, en söl- unni varð að hætta eftir stuttan tíma. f Bandaríkjunum og Canada ikom hún út þrátt fyrir að hún Ivar bönnuð á Englandi. Dr. Beck heiðraður Leifs Eiríkssonar félagið (The Leif Erikson Memorial Associa- tion of South Dakota) hefir ný- lega, eftir því sem blaðið Grand Forks Herald segir frá 21. nóv. gert dr. Richard Beck, prófessor við Norður-Dakota* * háskóla, að lífstíðar heiðursfélaga. Heiður þennan veitir Leifs Eiríkssonar félagið dr. Beck í viðurkenning- arskyni fyrir störf hans í þágu norrænna fræða og þó einkum og sér í lagi fyrir fyrirlestur þann um Leif Eiríksson, sem hann flutti á stofnhátíð félagsins í fyrra og það hefir nú látið prenta og sem notaður var við Leifs-hátíðahöldin í South Dak. í haust, eins og á var minst á sínum tíma í Heimskringlu. — Leifs Eiríkssonar félagið vinnur bæði að aukinni viðurkenningu á Ameríkufundi Leifs og varð- veizlu norrænnar menningar í heild sinni vestan hafs. Skeyti frá rússnesku pólförunum? All-nýlega urðu loftskeyta- stöðvar á Rússlandi þess varar, að dauf skeyti voru að berast þeim og er ætlað að þau hafi ver- ið frá pólförunum rússnesku, sem lengst hefir verið leitað, leiðangri Sigismund Levanefsky. Lykil að þeim skeytum, vissu engir aðrir en Rússar og með því að nú hefir verið eftir því grensl- ast, þykir víst, að það hafi verið frá leiðangri Levanefsky. Þó ekki verði ráðið í til fulls hvað skeyti þessu hermdu, er víst tal- ið að í þeim hafi staðið, að leið- angursmenn eða einhverjir af þeim væru á lífi, hafi getað lent á ís. Hófu Rússar þegar leit á ný í byrjun þessarar viku; og Sir Hubert Wilkins, canadiski flugmaðurinn, lagði enn á ný af stað frá Edmonton í gær og norður í fshaf að leita Levan- evsky. Ferðamannastraumur Freðamannastraumur til Can- ada á 9 mánuðum á þessu yfir- standandi ári, er meiri en hann hefir lengi áður verið. Tala ferðamannanna er um 15 miljón- ir og féð um 300 miljón dollarar, sem þeir eyddu í Canada. 400 mílur f rá pólnum Rússarnir, sem bólfestu tóku sér á Norðurpólnum fyrir sex mánuðum og verið hafa að at- huga veður og strauma, eru nú um 400 mílur reknir frá pólnum. Þeir eru nú aðeins 125 mílur norðaustur af Grænlandi. f janúarmánuði mun eiga að sækja þá. En það sem Rússar hafa næst í huga, er að setja tvo eða þrjá' leiðangra niður sinn í hverri áttinni frá pólnum með 200 mílna millibili og sjá hvert ísinn ber þá. Frostið var 11 gráður fyrir neðan núll mark á Fahrenheit s 1. fimtudag á ísnum þar sem Rússarnir nú eru. Anderson dæmdur í 4 ára fangavist T. C. Anderson, stjómandi Anderson, Greene and Co. Ltd., Winnipeg, var s. 1. þriðjudag fundinn sekur í hæstarétti Mani- toba-fylkis um 7 fjárstuldi og dæmdur til 4 ára fangavistar í Stony Mountain. Alls hvarf úr höndum félagsins alt að því $150,000 að ætlað er. Fjöldi manna er fé átti í félaginu tap- ar því. Wall Street ámint Franklin Roosevelt forseti á- minti Wall Street kauphöllina í gær um það, að henni væri hent- ast að fara varlegar í spákaup- mensku sína en.hún gerði, því annars yrði hert á stjómar-eft- irlitinu. Ungverjaland Kyloman Daranyi, forsætis- ráðherra Ungverjalands heim- sótti Hitler s. 1. sunnudag og var tekið með mikilli gestrisni. Er haldið að Ungverjaland gangi í félag með Þýzkalandi, ítalíu og Japan á móti kommúnisma. Yfirdómari Ewen A. McPherson, fyrrum fjármálaráðherra Manitoba-fylk- is, hefir verið skipaður yfirdóm- ari í hæstarétti í Manitoba í stað D. A. Macdonalds, er dó í október-mánuði. Brussel-fundurinn kom engu til leiðar Brusselfundinum,\sem haldinn var út af stríðinu í Kíria, lSuk svo, að þar var engu sem heitið getur komið til leiðar. — Er Bandaríkjunum um það kent. Þau tjáðu sig ófús, að brjóta hlutleysis-reglu sína í stríðum erlendis. Á Bretum var helzt að heyra, að á þeim skyldi ekki standa, er um það væri að ræða að reyna að stöðva stríðið í Kína. Og það er ekki talið ólíklegt, að Bretland eitt færist í fang að koma á sættum. En það mun nú úr þessu erfitt reynast. HEIMSÓKNIN Haust, við yztu kulda kynning, Klingdi, tengdi spöng við spöng, Hemuð fljót á hyl og grynning Hylmdu yfir strengjasöng. Hér sem ei mig prúðlauf prýddi, Pálmagrein ei nein minn stig, Vissuð þér af vök sem þíddi Vilji minn í kring um sig. Hingað þreyttuð þér mót vindi Þróttar-flug í norðurátt, Eins og bæri blik af tindi Birtu hvíta út um nátt. Svanir þér (mér unna ei aðrir) Eftir síðan skilduð hér Yðar hvítu, fleygu fjaðrir; Festuð þær í vængi mér. Guttormur J. Guttormsson WINNIPEG-FRÉTTIR Sankti Kláus Eatons-félagsins kom til bæjarins s. 1 laugardag og kætti æskuna óaflátanlega eins og hann hefir gert mörg undanfarin ár. * * sfe Dr. M. R. Blake, mjög kunnur læknir í Winnipeg og sambands- þingmaður um skeið fyrir Norð- ur-Winnipeg, dó s. 1. sunnudag á St. Boniface-spítalanum. * * Sie Til velgerðastofnana þessa bæjar stendur yfir mikil fjár- söfnun. Þeir sem fyrir henni gangast, hafa ákveðið að hætta ekki fyr en inn hafa komið $363,000. * * * Verkamenn hjá Winnipeg- sporvaganfélaginu samþyktu á fundi nýlega, að gera verkfall ef þeir fengju ekki hið bráðasta 13% uppbót vinnulauna sinna, en laun þeirra voru lækkuð um það fyrir nokkrum árum. Fé- lagið er ekki fúst til að ganga að þessu og verkfall virðist yfirvof- andi. ISLANDS-FRÉTTIR eftir Vísi Herstyrkur þjóðanna Tafla sú, sem hér fer á eftir sýnir það nýjasta sem menn vita um- herstyrk helzfu þjóða heimsins. Allan sannleik er ekki að búast við að þær þjóðir segi um herútbúnað sinn, sem eru komnar á fremsta hlunn með að þjóta út í stríð. En það sem að birt hefir verið og staðfest af stjórnum, er það sem hér fer á eftir: Flutnings- Aðal- Bryn- skip loft- Tundur- Kaf- herskip bátar báta báta bátar Hermenn Lofther Stóra-Bretland 20 76 11 202 27 1,053,798 4,000 Japan 9 36 6 112 59 7,282,000 2,000 Kína 2,000,000 600 ítalía 6 23 138 106 7,175,195 6,000 Frakkland 9 20 1 85 89 6,198,637 3,000 Þýzkaland 11 9 2 47 47 2,181,000 4,000 Rússland 50 100 19,490,000 7,600 Bandaríkin .... 17 37 6 252 81 474,378 4,000 Emir Þann 7. okt. var Jón Ámason bóndi í Lækjarbotnum í Land- mannahreppi við smalamensku skamt frá bænum og sá þá örn sitja þar á bakkabroti og var öminn svo spakur, að hann flaug ekki upp fyr en eigi voru nema 10—15 metrar til hans ,og flaug þá lítinn spöl, sem svarar 50—60 metrum, og flaug mjög lágt, og settist þá. Þetta endurtók sig nokkrum sinnum, því synir Jóns voru að smala með honum og vildu sjá þennan fágæta fugl, og gerði hann eigi annað en færa sig úr stað, er komið var nærri hon- um. Jón, hefir mjög oft séð erni einkum á vetrum, bæði við læk, sem er skamt frá bænum, en þó sérstklega við Fiskivötn á Land- mannaafrétti. En aldrei telur Jón sig hafa séð jafn stóran örn og síst svona spakan. örninn var mjög ellilegur, vængirnir skörðóttir og nefið ó- venjubogið. — Fram yfir síðustu aldamót áttu arnarhjón sér hreiður við Fiskivötn í svoköll- uðu Arnarsetri, en síðan hefir eigi orðið þess vart, að hann ætti þar hreiður, en flest haustin hefir hann sést þar og sum árin tveir, en í fyrrahaust og aftur nú í haust sást enginn.—Vísir. * * * Fjárkaup Húnvetninga Tveir bændur úr Vestur- Húnavatnssýslu dvöldu á Kópa- skeri meðan slátrun stóð yfir, til þess að kaupa lífkindur til flutn- ings vestur á Heggstaðanes, en þar hefir öllu sauðfé verið lógað vegna mæðiveikinniar. Keyptu þeir alls 540 kindur sem fluttar voru á Súðinni 10. okt. rakleitt vestur.—14. okt. * * * Vænir dilkar Aðalslátrun sauðfjár hjá Kaupfélaginu á Kópaskeri var lokið 9. þessa mánaðar. Tala slátúrfjár var 10,742 — þar af dildar 9,562. Meðalvigt dilka- kjöts var 14.51 kílógramm. — Þyngsti dilskrokkur var 25 klíó- grömm. Hæsta meðalvigt hafði Ingimundur Halldórsson bóndi á Einarsstöðum 17.26 kflógrömm á 39 dilkum. * * * Á Fáskrúðsfirði er slátrun að verða lokið. — Slátrað er um 2000 fjár. Kýr ein á Fáskrúðsfirði bar í nótt þremur kálfum — öllum fullburða og meðalstórum. Kúna á Stefán Pálsson verkamaður. —14. okt. * * * Gott árfeðri á Austurlandi öllum fréttum af Austurlandi ber saman um gott árferði um meginhluta Austurlands. Frétta- ritari útvarpsins á Seyðisfirði símar: Heyskap er nú lokið austan- lands og heyfengur er í besta lagi, að vöxtum og gæðum. Upp- skera garðmetis er og víðast hvar góð. — f Seyðisfirði er upp- skera jarðepla svo góð, að slíks eru engin dæmi, enda hafa jarð- eplagarðar stækkað ár frá ári um alllangt skeið. Sláturtíð er langt komin og sauðfé er alhraust og í vænna lagi.—8. okt. * * * Brúin á Grímsá hjá Fossatúni í Borgarfirði er nú fullgerð og opnuð til umferð- ar. Brúnin er stenisteypt bitabrú 61 metri á lengd. Við smíði hennar og undirbúning hafa unnið alt að 20 manns í tvo mán- uði. Yfirsmiður var Sigurður Björnsson. Er þetta mikil sam- göngubót, því Grímsá hefir oft verið farartálmi bæði sumár og vetur. Þó kemur þessi brú ekki að fullum notum fyr en brýr fást á Geirsá og Reykdalsá, sem einnig eru oft illar yfirferðar. —15. okt.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.