Heimskringla - 24.11.1937, Page 3

Heimskringla - 24.11.1937, Page 3
WINNIPEG, 24. NÓV. 1937 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA ÆTTGENGI OG LIFSSKILYRÐI Eftir Ingólf Davíðsson Reynivið og sóley þekkja allir. Reynirinn er beinvaxið tré með hvítum blómum, sóleyjan lítil jurt með gulum blómum. Hvern- stendur á þessum mikla mun ? ^áðar þessar plöntur hafa fengið hlómalit sinn og önnur einkenni 1 vöggugjöf að erfðum frá for- feðrum sínum. Ef við hlúum að reyniviðnum og sóleyjunni í garði, verða þau bæði þroska- tegri en ella og hærri í skjólinu. En niðjar þeirra verða ekkert hetri en niðjar ættingja þeirra Úti á víðavangi. Eðlisfarið breyt- jst ekki, en útlitið, sem á rót sína að rekja bæði til eðlisfars og á- hrifa skilyrðanna, breytist auð- veldlega. Eðlisfarið er ákveðið hegar við fósturmyndunina, er egg og frjófruma renna saman. Eáðar þessar frumur flytja erfðagjafir frá föður og móður til hins nýmyndaða fósturs. Það er ákveðið þá þegar, hvort barn- ið verður piltur eða stúlka, blá- eygt eða dökkeygt o. s. frv. — Annað gildir við kynlausa æxl- ^n. Ef við tökum tvo græðlinga sömu víðihríslunni og gróður- Setjum, þá eru þeir nákvæmlega eins að eðlisfari, og allur munur 1 útliti og vexti stafar frá ólík- Uln skilyrðum. Græðlingarnir eru komnir út af sömu plöntu á hynlausan hátt og hafa fengið allar erfðagjafir sínar frá þess- ari ‘móður”, verða þessvegna al- Veg eins og hún að eðlisfari. — ^ama gildir um allar kartöflur nndan sama grasi. Þær eru allar e]ns og móðirin að eðlisfari, íengu að erfðum alla eiginleika hennar. Munurinn á stærð og Utliti þessara kartaflna stafar at mismunandi skilyrðum, og hýðir ekkert að velja hinar stærstu þeirra í kynbótaskyni. "ll þess þarf kynæxlun. Við hana erfa afkvæmin bæði föður °£ móður. Þareð foreldrarnir eru ekki eins að eðlisfari (nema Uln sjálfsfrjóvgun sé að ræða) °g eiginleikar þeirra deilast nið- Ur á afkvæmin, þá er um geysi- niikla fjölbreytni að ræða og hana því meiri sem þau eru ó- skyldari. Ólík kjör auka fjöl ^reytni í útliti, en aðeins vöggu- gjafirnar, en ekki áhrif ólíkra ^iara, erfist til niðjanna. Gengur j’á lærdómur, siðir og aðrir á- Unnir eiginleikar að erfðum? — , ei. hannig er það ekki. Börn vís ^ndamannsins eiga jafnerfitt með að læra námsgrein hans eins og t. d. börn sjómannsins ei5a bóndans, ef þau hafa hlotið sÖmu gáfur að erfðum. Ef út- end börn venjast íslenzku frá ^njun, læra þau hana jafnfljótt °g íslenzku börnin. Hitt er ann- a^ mál, að börnin venjast störf- Um fóreldra sinna og leggja h_essvegna oft stund á sama starf Sl"ðar. Hafi foreldrarnir valið ítsstarf, af því að þau voru sér- staklega vel hæf til þess að eðlis- ari> þá gengur þessi hæfileiki, en ekki lærdómurinn sjálfur, að erfðum til barnanna. Sumir . alúa því fram, að gera megi alla Jafna með því að veita þeim sömu lífskjör. Þessu mótmælir erfðafræðin algerlega. Engar vmr manneskjur eru nákvæm- ega eins að eðlisfari, jafnvel ekki systkini (að undanteknum víburum úr sama eggi). Börn- m Verða þá heldur ekki eins, rátt fyrir svipuð lífskjör, og Sv°na gengur koll af kolli. Það er ómögulegt að gera alla jafna. Julbreytnin í náttúrunni er mik- 1 > bvert sem litið er. ^rsakir breytileika tegund- anna eru þrjár: 1. Áhrif lífs- Sailyrða. 2. Breytingar, sem or- Sakast af kynæxlum. 3. Stökk- reyting, sem er snögg arfgeng ^reyting, sem ekki á rót sína að ekia til kynæxlunar. Orsakir s °kkbreytinga eru að mestu ó- Kunnar. ’ ^hnif lífsskilyrða ótt áhrif lífskjaranna séu ekki arfgeng, að áliti flestra vís- indamanna, þá hafa þau samt mikla þýðingu. Við áreynslu streymir meira blóð til vöðvanna en ella, og þeir fá þar með aukna næringu, vaxa og styrkjast. — Þess vegna fá göngumenn sterka fætur og smiðir sterka hand- leggi. En þessi smiðs- og göngu- mannakraftur gengur því aðeins að erfðum, að þessir menn hafi verið burðamenn að eðlisfari. Sá máttur, sem þeir fengu við smíð- arnar og göngulagið, fer í gröf- ina með þeim, aðeins erfðagjaf- irnar fylgja ættinni. Allir þekkja túnfífilinn. Ef hann er fluttur upp í fjall, breytist hann mjög, verður lávaxinn, nærri stöngul- laus og kafloðinn. En eðlisfarið breytist ekki við þetta. Sé hann aftur fluttur niður á láglendi, fær hann hið gamla vaxtarlag sitt aftur. Það fá líka niðjar hans, hvort sem þeir fæddust í fjalli uppi eða niðri í sveitinni, ef þeir alast upp við sömu kjör. Byggtegund nokkur verður hvít við lágan hita. Sé plantan rækt- uð inni og séð um að hitabreyt- ingarnar séu nægar, þá ber bygg- ið hvít blöð og græn á víxl. — Maríulykilstegund ein hefir rauð blóm, en ef hún vex í 30—35° hita og nægum raka, þá ber hún hvít blóm. Eðlisfarið er samt ó- breytt, því niðjar hennar bera jafnan rauð blóm við venjuleg skilyrði. En útlitið eða svipfar- ið mótast bæði af eðlisfarinu og lífskjörunum. Við trjárækt er lögð áhersla á það að fá fræ af góðum trjám. Við viljum hafa há og beinvaxin tré í skógum og görðum. En “ekki er alt gull, sem glóir”. Það dugar ekki að treysta útliti trjánna einu saman. Tvö tré svipuð að útliti geta verið mjög misjafnlega kyngóð og fræ þeirra þá einnig. Annað tréð er kannske fagurt frá náttúrunnar hendi, en hitt hefir verið af lak- ara kyni, en samt náð fallegu út- liti, af því að það hefir átt við betri kjör að búa. Það hefir verið lagað, sniðnar af því krækl- óttar greinar o. s. frv. Þannig tókst að fegra það, en sú að- hlynningarfegurð gengur ekki frekar að erfðum en t. d. and- litsmálning kvenfólksins. Nota óvandaðir fræsalar oft slík brögð, sýna kaupandanum fegr- að tré og segja, að fræin hljóti að verða góða af svona vel vax- inni plöntu. Útlitinu einu má því ekki treysta fullkomlega. Lífs- skilyrði trjánna og ætterni þurfa að vera manni kunn. Er ættern- ið þá þyngst á metunum. Við viljum prýða heimilin með því að gróðursetja blóm og tré við þau. Er þá afar mikilsvert að fá kyngott norrænt fræ og plönt- ur. Suðlægu plönturnar þrífast ver en þær norrænu, eins og f já má hér í görðum í Reykjavík og víðar. Fóðrið getur haft gagn- gerð áhrif á útlitið. Tveir grís- ir, albræður, voru fóðraðir sinn á hvorn hátt. Annar fékk nóg að éta, en hinn var hálf-sveltur. Eftir nokkurn tíma voru báðir vegnir, og var þá sá, sem gott fóður hafði fengið, 55 kg.. en hinn aðeins 14,5 kg. En þessi munur gengu*' ekki í arf. Litli grísinn gæti átt alveg jafr.væn afkvæmi og hinn. Að vísu mundi illa fóðruð gylta t. d. mjólka minna en nin og ef til vill ekki geta gefið fóstrinu oins mikla næringu, en afkvæ :ó ;m.udi ná sér síðar, og hér væri ekki um neinn erfðahnekki að ræða. Við breytingu ytri skilyrða kemur margt einkennilegt í ljós. Við ca. 26° hita fá rottur og mýs alveg óvenjulega löng eyru og rófu. Við um 6° hita yrðu evru og rófa um 30% styttri. Þetta gengur heldur ekki að erfðum. Ef púpur vissra fiðrildategunda (Vanessa urticae) ecu aldar upp við lágan hita, verða fiðrildin dökk á lit, en sé heitt á púpun- um, verða fiðrildin, sem úr þeim koma, ljósleit, Þannig má hafa gagngerð áhrif á útlit plöntu- og dýrategunda með því að breyta lífsskilyrðunum, en ekk- | ert af þeim gengur að erfðum. Aðeins viðkomandi vera breyt- ist, en ekki ættin. Saltið í sjón- um hefir líka mikil áhrif á lífið. Skelin og kuðungurinn á skel- dýrum og sniglum er þynnra en ella í saltlitlum höfum, t. d. í Eystrasalti, og þorskurinn er þar minni vexti en í saltari höf- um. Af þessum dæmum sést ljós- lega, að lífsskilyrðin, svo sem næringin, hitinn, Ijósið og rak- inn, hafa afarmikil áhrif á ein- staklingana og setja svip sinn á þá. En alt þetta breytir ekki eðlisfarinu, heldur aðeins þeim einstaklingum, sem lifðu við þessi skilyrði, og aðeins útliti þeirra. Er mjög áríðandi við allar ransóknir að gera mun á eðlisfari og svipfari því, sem kjörin hafa skapað, og blanda því ekki saman. Kartöflur undir sama grasi eru, eins og áður er sagt, allar eins að eðlisfari, þótt misstórar séu, og er því þýðing- I arlaust að velja hinar stærstu þeirra til útsæðis í kynbótaskyni. Til þess þarf kynæxlun. Væru 5 mennirnir allir eins að eðlisfari, eins og kartöflur undan sama 1 grasi, þá mætti fara að hugsa um að gera alla jafna með því að veita þeim sömu lífskjör. En þessu er ekki þannig farið. Því fer fjarri, eins og nú skal sýnt fram á. 2. Kynæxlun og áhrif hennar á erfðirnar. Við kynæxlun myndast nýr einstaklingur við það, að tvær frumur renna saman. Fruman, sem við það myndast, vex og skiftist síðan ört og verður upp- haf afkvæmisins. Arfurinn frá foreldrunum fylgir kynfrumun- um, er saman runnu og er aðal- lega bundinn við hina svonefndu litþræði (kromosom) í þessum ; frumum. Nú eru tveir möguleik- ar fyrir hendi. Kvnfrumurnar, sem saman renna, geta haft al- veg sömu erfðaeiginleika. Það á við um plöntur, sem hafa sjálfsfrjóvgun. — Afkvæmið verður þá eins og foreldrarnir, , og allur breytileiki stafar frá lífskjörum (eða stökkbreyt- ingu), en ekki frá erfðum. Kyn- bótatilraunir með úrvali eru þá þýðingarlausar hér, líkt og í dæminu um kartöflur undan sama grasi við kynlausa æxlun. ! En ef um blöndu af svona hrein- i um stofnum er að ræða, er öðru máli að gegna, eins og síðar mun skýrt frá. Þetta gildir fyrir I ýms lægri dýr og plöntur, sem hafa siálfsfrjóvgun. t. d. baunm, hveiti, bvgg og hafra. En hjá , felstum plöntum og öllum hærvi i dýrum eru kynfru'murnar mis- imunandi hvað cifðaeiginleika ; snertir. Þetta gildir auðvitað einnig fvrir mennina. áfkvæmin jfá þessvegr.a eiginleika og há ; mismunandi bæði frá föður og ! móður. Erfðaeigirleikar foi - eldranna deilast þá á ýmsan háti jniður á afkvæmin, -vo að hvert I þeirra fær nokkuð frá föðurnum i og nokkuð frá iróðurinni, en ekki ! alt frá báðum. Þessvegna eru '.alsystkini að iafnaði. talsvert ó- I lík, enda þótt lvfskjör þeirra séu 1 svipuð, og mismunurinn stafar hér fyrst og fremst af erfðum. ■ Því meiri munur sem er á lit- ; þráðum kynfrumanna, sem | saman renna, því margbreyttari I verða erfðirnar. Munurinn milli eggfrumu og frjófrumu getur verið svo mikill, að þær geti ekki sameinast, eða þær sameinast að vísu og mvnda afkvæmi, en það verður ófrjótt, þótt það að öðru , leyti nái fulluni þroska. Þannig er t. d. venjulega um afkvæmi | hests og asna. Frá ómunatíð hefir verið reynt að finna hvaða lögum erfðirnar fylgi, hvers- j vegna sum börn líkist mest föð- j urnum, önnur móðurinni og sum j kannske ömmunni eða afanum. En lengi var alt á huldu um þetta j efni. Á 19. öld komst fyrst j skriður á rannsóknirnar. Eng- lendingunr.n John Goss og Frakkinn Naudin gerðu merki- legar tilraunir á plöntum, en j hinn eiginlegi faðir erfðafræð- ■ innar er Ágústínusmunkurinn Gregor Mendel. Hann fæddist árið 1822 í smábæ einum í gamla Austurríki og var bóndasonur. Mentalöngun hafði hann mikla, gerðist ungur munkur, og klastr- ið í Brunn styrkti hann síðan til náttúrufræðináms við háskól-! ann í Vínarborg. Varð Mendel síðan kennari og loks ábóti. í garði klaustursins gerði hann til- raunir á ertuplöntum og fann erfðalögmál þau, sem við hann eru kend og gert hafa hann heimsfrægan. Samtíðarmenn hans höfðu lítinn skilning á til- raunum hans, og uppgötvanir þær, er hann gerði, einkum á ár- unum 1857—1864, vöktu litla eftirtekt fyrst í stað. Mendel dó 1884, verk hans hálfgleymdust um hríð, en um 1900, þegar nokkrir náttúrfræðingar komust að sömu niðurstöðu við tilraunir, fóru menn loks að skilja og meta starf Mendels. Nú er hann heiðr- aður um allan heim sem faðir og brautryðjandi erfðafræðinnar. Vegna rúmleysis skal ekki fjölyrt um Mendelslögmálið að sinni, en aðeins drepið á það helzta. (Áhugamönnum skal bent á tvær bækur um þessi efni: Menneskets Arvelighedsforhold eftir 0. Thomsen og Arvelig- hedslære eftir Vinge.) Séu tvær kynhreinar ertuplöntur, önnur hvítblóma, en hin með rauðum blómum, látnar æxlast saman, þá verða öll afkvæmin með rauð- um blómum, eins og annað for- eldranna. Rautt er þá hér ríkj- andi, en hvítt víkjandi. En hvítt er ekki úr sögunni hérmeð, það liggur dulið í eðli plantanna og getur brotist fram á ný. Því ef þessar nýju rauðblómguðu plönt- ur, afkomendur hvítra og rauðra foreldra, eru látnar æxlast sam- an, þá verða f hlutar afkvæm- anna með rauðum blómum eins og foreldrarnir, en þ verður með hvítum blómum eins og afinn eða amman. Börnunum bregður til ættarinnar, og einkenni forfeðr- anna geta þannig komið skyndi- lega fram aftur í ættinni. Skýringin á þessum fyrir- brigðum, sem einnig gilda fyrir menn og skepnur er sú, að kyn- blendingsplönturnar mynduðu tvennskonar frjókorn, sum með rauðum, önnur með hvítum erfðaeiginleikum, og á sama hátt mynda kvenblómin tvennskonar egg. Litur afkvæmanna fer eftir því, hvaða egg og frjókorn lenda saman við frjóvgunina. Ef ‘rautt’ frjókorn frjóvgar ‘rautt’ egg, verður plöntubarnið með rauðu blómi o. s. frv. Sama lög- mál gildir t- d. fyrir augnalit mannanna. Öll börn fæðast blá- eygð. Eru sumir bláeygðir alla æfi, sem kunnugt er, en hjá öðr- um kemur í Ijós dökt litarefni á lithimnunni, og verða þær mann- eskjur dökkeygðar. Séu foreldr- j arnir eins að augnalit og báðir í kynhreinir hvað þetta snertir,! verður augnalitur barnanna auð-! vitað hinn sami og hjá foreldrun- um. En sé annað foreldranna hrein-dökkeygt og hitt bláeygt, þá verða öll börnin dökkeygð, því dökk augu eru ríkjandi, en blá víkjandi. En blái liturinn leynist hjá dökkeygðu börnun- um, og ef þau síðar eignast börn með maka, sem hefir sömu augnalits-erfðahneigð, þá fer um augnalit barnanna eins og um rauðu og hvítu blómin. Af hverjum 4 verða 3 dökkeygð og eitt bláeygt að jafnaði. Dökk- eygðir foreldrar geta þá átt saman bæði dökkeygð og blá-, eygð börn. Aftur á móti eru börn bláeygðra foreldra nær á- valt bláeygð. Af þessu öllu er Ijóst, að eðlilegar orsakir liggja til þess, að börnin stundum líkj- ast forfeðrum sínum, t. d. afan- um, jafnvel meira en foreldrun- um sínum. Ennfremur, að börn- in oft líkjast öðru foreldri sínu miklu meira en hinu, ef það hefir fleiri ríkjandi eiginleika. Gott ætterni er auðsjáanlega mikils virði, “eplið fellur sjaldan langt frá eikinni.” Nýr heimur er opnaður á sviði erfðafrggðinnar. Hefir þetta greitt veg fyrir kyn- bótum dýra og planta. Eru nú víða tilraunastöðvar, sem vinna að því að framleiða ný kyn, heppileg fyrir búnaðinn. Er ei fðafræðin þvi mjög hagnýt vísindagrein. Annars þarf að sýna hina mestu nákvæmni, þegar dæma á um uppruna eftir útliti, t. d. í barnsfaðernismál- um. Vissir eiginleikar geta stundum haldið erfðaeiginleika í skefjum. Stundum er t. d. svo lítið dökt litarefni í augunum, að persónan í fljótu bragði sýn- ist vera bláeygð, og grænleit eða gulleit augu eru venjulega að eðli til dökk. Hvað hörundslit snertir, þá er svarti liturinn sterkari en sá hvíti, og ef annað foreldranna er hvítt en ,hitt svertingi, verða börnin ætíð meira eða minna dökk á hörund. Ef nú tveir slíkir kynblendingar (Múlattar) eiga böm saman, þá eru þau líka nær ávalt dökkleit, og stafar það af því, að hjá svertingjunum finnast tveir erfðaeiginleikar, sem vinna saman og valda dökk- um hörundslit, og gerir þetta svarta litinn sterkari en búast niætti við eftir Mendels-lögmáli. Þessi samvinna erfðaeiginleik- anna, það er að tveir eða fleiri erfðaeiginleikar, sem hver um sig hefir sömu áhrif, valda t. d. svörtum lit, vinni saman og verði þannig áhrifaríkari en ella, er talsvert algeng í náttúrunni. Af því, sem nú hefir verið skýrt frá, er augljóst að afkvæmin líkjast ættinni og fá erfðagjafir bæði góðar og vondar þaðan. — Fram hjá því verður ekki kom- ist. Mennirnir eru ekki fæddir jafnir og verða það aldrei. —Eimr. Framh. Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BlrgBlr: Henry Ave. Ea«t Sími 95 551—95 552 Skrtfstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA HITT OG ÞETTA Söngmenn einna mestir sinnar tíðar hér á landi munu þeir hafa verið Þor- kell ólafsson, stiftprófastur (d. 1820) og séra Friðrik Thoraren- sen á Breiðabólsstað í Vestur- hópi (d. 1817). Munnmæli herma að einhverju sinni hafi þair fundist á Vatnsskarði og verið hýrir af víni. Tóku þeir þá að syngja og léttu ekki fyr, en báð- ir voru orðnir þreyttir og móðir. Þá er sagt að séra Þorkell hafi kveðið: Þegar við hittumst himnum á hvorugur verður móður; syngja skulum við saman þá séra Friðrik góður. * * * Það var árið 1935, sem fregnir bárust út um það, að Hitler væri dauðveikur. f þinginu voru menn vanir að segja “Heil Hitler”, þegar þeir heilsuðust. En einn morguninn brá einn þingmaður- inn venju sinni og heilsaði. með gömlu kveðjunni “Góðan dag- inn.” — Er hann þá dauður? — heyrðist hvíslað hvaðanæfa. HUGRENNINGAR Góðvinur S. Einarsson: Heldur en að halda kjafti Hripa eg sagna ber Hugrenninga hýung: Handa Kringlu og þér. Upphaf Vitleysan er vana mein; Veldur flestu hörðu: Hefir ráðið oftast ein— Illu hér á jörðu. “Canada bætir við sig 4 her- skipum, sem kosta $1,408,000, eina miljón fjögur hundruð og átta þúsund.” (Ian MacKenzie). Fjögur herskip fékk hún sér! Fyrir samtíðina! Svona afrek ávöxt ber— Inn í framtíðina? Málaferlin Marðarlega mælir hann! Miðlar fölskum rökum: Sakar hinn, sem heillum ann, Huldra þræla tökum. Trúarbrögð—pólitísk og öðruvísi Trúarbrögðin bregða um skynj- an manna: Vonarbrögðum vöfðum trú— Villulögðum fyr og nú. Jak. J. Norman 19—11—37. 17' • / Kjosio WARRINER annað sínn SVO VIÐ MEGTJM ANNAÐ AR VIÐ FRAMFARIR, SATT OG SAML.YNDI BCA Greiðið WARRINER atkvæði fyrir B0RGARSTJÓRA WARRINER vinnur fyrir allar stéttir í Winnipeg, ekki pólitisknn flokk. WARRINEIt hefir í 10 ár unnið að innbótum í menta- málum bæjarins. WARRINER hefir haft samvinnu og eftirlit með iögum bæjarins til þess að borgin sé öruggari og hreinni. WARRINER hefir unnið að því að gera W’innipeg að merkilegri loftferða stöð. MARKIÐ Atkvæðaseðilinn WARRINER, F.E. 1

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.