Heimskringla - 24.11.1937, Blaðsíða 5

Heimskringla - 24.11.1937, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 24. NÓV. 1937 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA frjálsærði varðveittust í heimin- um. Þessvegna fanst mér, að fá orð eiga betur við en þau, er töluð voru af Sydney E. Smith, forseta Manitoba-háskólans, er hann sagði s. 1. fimtudag: “Sex- tíu Þúspnd og fleiri Canada- menn, blóm þjóðarinnar, buðu og gáfu líf sín í ófriðnum, sem átti að enda öll stríð. Trú þeirra og fórn þeirra veitti ekki heimin- um sem þjáðist af skæðri drep- sótt, — frið. Maður væri blind- ur ef að maður sæi það ekki eða skyldi að þeir voru sviknir í trú sinni, og að fórn þeirra hefir ekk- ert gert til að efla bróðurhug þjóða á milli”. (Trib. 11. nóv.) Lík skoðun og þessi hefir einn- ig verið látin í Ijósi af varnarliðs- fulltrúa landsstjórnarinnar, — (Minister of Defence) Mr. Ian McKenzie í ræðuy er flutt var vopnahlésdaginn. Hann sagði: “Ef að hinir dauðu frá Canada gætu stigið upp úr gröfum sín- um í dag, yrðu þeir fyrir miklum vonbrigðum af að sjá heimsá- standið. Þeir börðust og dóu til þess að tryggja lýðstjórnar fyr- irkomulagið í heiminum, en í stað þess hefir lýðveldishug- myndin aldrei verið í meiri hættu stödd. Menn tilbiðja annarlega guði, vald er látið ráða í stað skynsemi, og hatur í stað góð- vilja eða kærleika. Þeir myndu finna heiminn skiftan milli ein- ræðisvalda, sem grundvölluð eru á valdi og kúgun og algjörri fyr- irlitningu fyrir frelsishugmynd- inni.” Þessar skoðanir, sem þessir tveir háttsettu menn hikuðu ekki við að láta í ljósi, eru meira og meira farnar að láta til sín taka í hugsunum og orðum margra annara hér í þessu landi og í öðrum löndum, þar sem vopna- hlésdagurinn er haldinn helgur í þeim tilgangi að minnast þeirra sem dóu til að varðveita frið heimsins og sjá um að hann yrði stofnaður á öruggum grundvelli. En nú, eru menn farnir að finna til ósamkvæmninnar í heiminum. Þeir eru að öðlast skilning um tómlæti orða og gerða þeirra — viðhafna, skrúð- ganga, skrauts og mikilmensku, sem eiga sér stað á hverjum vopnahlésdegi víðast hvar í heiminum. Þeir eru famir að skilja það, að í heiminum eins og hann nú kemur mönnum fyrir sjónir, getur alt þetta ekkert annað verið en tómlæti, fyrir- sláttur, uppgerð, hræsni og til- raun til að sefa eða að stilla sam- vizkuna. Einu sinni sagði dr. Samuel McChord Crothers, sem var prestur í Cambridge í Mass. í meira en 30 ár, að á löngu liðn- um dögum hafi það komið fyrir eins og seinna meir, að heimur- inn fórnaði sonum sínum, á alt- ari herguðsins, eða á altari fá- fræði og ofsa. “Þá, er tímar liðu, og skilningurinn um hvað hann hafði gert varð heiminum Ijósari, hrylti hann við því, sem hann hafði gert, og hann'iðfað- ist mjög. Þá fóru menn að reyna að sefa samvizkuna, eða að sættast við hana, og gerðu það með því, að lofa þá og ágæti þeirja, sem dánir voru. Seinna hófu þeir þá upp sem frelsara heimsins. Þeir gerðu nokkurs- konar dýrðlinga úr! þeim, sem æðri voru en vanalegir menn. — Menn sögðu að þeir væru ekki líkir öðrum mönnum, og að lok- um féllu þeir á kné fyrir þeim og dýrkuðu þá.” Eg man eftir því, sem dreng- ur, að fyrstu árin eftir stríðið, þegar eg sat enn í skóla, að oss var sagt að vér ættum að standa á fætur í eina mínútu í kyrþey, vopnahlésdaginn. Sumir kennar- ar fylgdu þessari reglu en aðrir ekki. Seinna voru þakkargerð- ardagurinn og vopnahlésdagur- inn sameinaðir, og var hald- ið upp á báða sama daginn. — En svo fanst mönnum eitthvert ósamræmi vera í því, og þakkargerðardagurinn var færð- ur. Þá var farið að reyna að halda hálfan vopnahlésdaginn helgann í minningu um þá, sem féllu. Sumir fylgdu þeirri reglu en sumir ekki. En þá kom krafa um að allur dagurinn yrði helgaður þeim og minningu þeirra, og er það nú gert. Skól- um og búðum og skrifstofum er lokað, og meira er um að vera við athafnir þær sem haldnar eru nú en áður. En samt var minn- ing þeirra föllnu alveg eins kær á fyrstu dögunum eftir stríðs- lokin eins og nú. Þá dugði ein mínúta í kyrþey, en nú vilja menn heilan dag. Getur það verið, eins og Dr. Crothers sagði, að menn séu að sefa samvizkuna eða að sættast við hana, eða að reyna það með þessu hátíða- haldi, að sættast við hana ? Margir hyggja að svo muni vera. Vér segjum að þeir hafi gefið líf sitt til að varðveita frelsið, en frelsið hefir sjaldan verið í meiri hættu. — Vér segjum að þeir hafi dáið til að tryggja frið, en ófriður og ófriðarandi ríkja nú umhverf- is mest allan heiminn. — Sagt er að þeir hafi fórnað lífi sínu til þess að lýðveldishugmyndin mætti standa, en hún er í eins mikilli hættu eða meiri nú en nokkurntíma á síðustu öld. Þess- vegna eru menn farnir að segja, og með ástæðu, að fórn þeirra hafi verið til einskis, að heimur- inn hafi svikið þá, og að nú liggi tíu miljónir manna í grafreitum á Frakklandi og víðsvegar ann- arstatiar um heim, vegna ofbeld- is, haturs, tortryggni, skamm- sýnis og fávizku manna, sem nú hyggja að þeir geti sæzt við samvizku sína með því að halda heilan dag helgan og syngja þeim og minngu þeirra lof, sem heimurinn hefir svikið. Er eg að lasta minningu þeirra með þessum orðum? Er eg að lasta eða að rógbera nokkurn einstakling eða einstaklinga sem nú lifa ? Ef það skilst af orðum mínum, þá er það misskilhingur, því til þess er alls ekki ætlast; og hefir það aldrei verið tilgang- ur minn eða ætlun. En eg tek undir það, eins og eg hefi áður VERIÐ VELKOMIN A LAUGARDAGS-SPILAKVÖLDIN í SAMBANDSKIRKJUSALNUM Næsta spilaskemtunin verður laugardagskveldið 27. nóv. Byrjar á slaginu kl. 8! Takið eftir: Spilaðar verða 16 hendur. Þeir »em of seint koma, tapa þeim höndum, sem búið er að spila: fá engan uppbótarvinning. Frá þessari reglu verður ekki vikið. Verðlaun verða veitt á hverju kvöldi ofurlítil (door prize) og svo aðalverðlaun eftir hver fimm kvöld. Að bridge-spiluninni lokinni, verður kaffidrykkja og ýmsar skemtanir. Munið þér eftir hve vel þér skemtuð yður s. 1. vetur á þessum spilakvöldum! Inngangseyrir 25c Byrjar á slaginu 8 e. h.! Umsjón þessara skemtana hefir deild yngri kvenna í Sambandssöfnuði gert, og geri enn, sem mönnum er alstaðar ljóst, að þessar at- hafnir og hátíðahöld eru lítið meira en hégómi og blekking, þar sem að alt, sem hinir dauðu börðust fyrir, allar þær vonir og hugmyndastefnur, hafa ekki að- eins brugðist en eru ekki vitund nær því að verða að veruleika, en þegar þeir gengu á vígvöllinn til að verja þær fyrir fjandmönn- um og óvinunum. Ekkert samræmi er á milli veruleikans og formsins sem að minningarathafnirnar birtast í. f einu dagblaðanna til dæmis birtist fregn um það, að á Eng- landi væru menn farnir að spyrja í fullri alvöru og einlægni hvort að það væri nokkuð vit í því, að halda áfram með þessi hátíða- höld með sama hætti og hing- að til, að öll athöfnin, sem end- aði með því, að standa í kyrþey í tvær mínútur, væri orðin af- káraleg og þýðingarlaus í heimi, sem væri að búa sig til ófriðar. Sagt er að eitt blað á Englandi, Manchester Guardian, hafi birt myndir af vinnumönnum í her- gagnaverksmiðjum, standandi með hneigt höfuð, á meðal sprengikúlna sem þeir voru ný- búnir að framleiða, í minningu um þá, sem dóu af völdum ófrið- ar fyrir örfáum árum. Winston Churchill, fyrverar.di forsætisráðherra Englands, mælti: “Dag og nótt ganga smiðjurnar, sleggjur rísa og falla stöðugt og hin djöfullegu morð- tól eru stöðugt send út til her- manna við æfingar sínar. Stjórn- arskipulag er þrotið. Þetta eru hugsanir fyrir vopnahlésdag- inn.” Eða, eins og Mr. Churchil! sagði á sínu máli: “Night and day the forges roar, the ham- mers descend, the hellish imple- ments of slaughter pour out to troops in training. Statecraft is bankrupt. These are thoughts for Armistice day.” Ritstjóri einn á Englandi rit- aði: “í tvær mínútur er friður, og menn hætta að framleiða vopn. Smiðjur standa iðjulaus- ar. En þá byrjar framleiðslan aftur á ný á sama hátt og á und- an þögninni.” Hér í Winnipeg á líka ósam- kvæmni sér stað. Eitt blað, Wpg. Tribune, sem minnist hinna dauðu í ritstjórnargrein með fyr- irsögninni: “Hinir dauðu”, hef- ir aðra ritstjórnargreni á sömu blaðsíðu með fyrirsögninni: “Gasgrímur fyrir ungabörn”. Og þar að auki, á meðan að vér vor- um að minnast hinna dauðu hér. og um alt landið, með ræðum og hljóðfæraslætti, lúðraþyt og söng, með því að leggja blóm við minnisvarða og standa í tveggja mínútna kyrþey, var verið, eins og eg gat um, að ferma skip á vesturströndinni með járnarusli, “scrap iron” með mesta ákafa, og að taka úr jörðinni í Ontario ný-silfur “nikkel” í ótakmörkuð- um mæli til að flytja til Japa, sem nú eru að herja lard Kín- verja, og taka þar af lífi, ekki aðeins hermenn, en konur og börn og gamalmenni. Getum vér, sem minnumst þeirra, sem dóu til að efla frið og kærleika í heiminum, kallast lilutlausir, eða saklausir í dauða þeirra, sem nú eru að missa lífið? Hvað erum vér, (og eg tel aðrar þjóðir með), einlæg í viðleitni vorri við að minnast hinna dauðu! Minnir ekki afstaða vor í þessu efni á Kvæði Stephans G. Stephansson- ?r, “Fariseinn í hlutleysinu”? Eg vildi að allir, þegar þeir koma heim til sín, litu í það kvæði og Iresv. það. Margt rr þar sem er íhngunarvert. En hvað sem því líður, hvoit sem vér erum einlæg eða ekki, hver er árangurinn af öllu há- tíðahaldi voru? Vér getum ekkert gert fyrir hina dauðu, og ekkert sem vér gerum bætir við eða dregur frá því, sem þeir gerðu. Þeim er engin þægð í neinu, sem vér nú gerum, og framtíðar sagan ein, sker úr því, hve þýðingarmikill eða þýðingar- laus dauði þeirra hefir verið. Vér höfum látið lotningu vora fyrir þeim í Ijósi, vér höfum minst þeirra með því, að reisa minnis- varða, sem minna einnig á annað en aðeins dauða þeirra, og hvað getum vér meira gert? Mér finst vér ættum nú að hugsa dálítið um hina lifandi, þá sem enn eru á lífi og sem vér gætum hjálpað á einhvern veru- legan og gagnlegan hátt. Eða er það betra að bíða þangað til að þeir eru líka fallnir í valinn, og reisa þeim þá minnismerki og syngja þeim lof? Getum vér í raun og veru ekki minst hinna föllnu bezt með því, að minnast hinna lifandi? Hinna ungu og ágætu drengja, sem enn lifa og hrærast á meðal vor, full- ir af fjöri og þrótt, eins og hinir voru einnig fyrir örfáum árum síðan ög sjá um það, að eins miklu leyti og kraftar vorir og hæfileikar leyfa, að sá tími komi aldrei aftur að sagan endurtakist sem svifti heiminn tíu miljón manna lífi? Eg virði minningu þeirra sem létu líf sitt í síðustu styrjöld, og eg virði þá fyrir það sem þeir hugðu að þeir gætu gert og væru að gera. En heimurinn hefir svikið þá, og mér finst að meira ætti nú að vera gert af alþýðunni en hefir verið gert, til að afstýra ófriði og að verja hina lifandi gegn því, sem ófriði fylgir, svo að vér svíkjum þá ekki einnig. Stjórnarvöldin hlýða á hróp alþýðunnar, og alþýðan getur látið til sín heyra á margvíslegan hátt, og hún hefir það í valdi sínu að sjá um það, að athöfn vopnahlésdagsins verði ekki lengur, eins og hún nú er orðin vegna afstöðu lands vors, og ann- ara þjóða, tómlæti, stærilæti, uppgerð og blekking, eins og bent hefir verið á. Vér getum séð um það, að hún verði veru- lega þýðingarmikil með því, fyrst og fremst að minnast hinna lifandi, og láta ekki leiða okkur afvega með hernaðarglamri og hávaða, sem blindir augu manna fyrir veruleikanum og réttum skilningi. Réttur skilningur getur ekki verið annar en sá, sem leiðir til friðar á friðsaman hátt. í dag liggja bein tíu miljón ungra manna í dauðadalnum. — Ekki vil eg vera valdur að því, að fleiri bætist við þann aragrúa, og eg er viss um það að fáir vilja vera til þess. En svo lengi sem hernaður og alt sem honum til- heyrir er dýrkaður, eins og á sér enn víða stað, þá er verið að stofna heiminum í hættu, því eins og dr. Harry Emerson Fos- disk sagði einu sinni, leiðir hern- aðar og ófriðarandinn aldrei neitt annað af sér en það sem ilt er. Látum oss því hugsa um þá, og minnast þeirra sem eru enn á lífi. Hinir dauðu þurfa enga hjálp- ar með, og þeim er engin þægð í neinu sem vér gerum til að sefa rora eigin samvizku. THORSTEINN BJÖRGVIN BORGFORÍ), B.Sc. (C.E.) Verkfræðingur Brynjólfur Bjarnason í Þver- árdal í Húnavatnssýslu var kunnur maður um alt land. Var hann ákaflega gestrisinn og góður heim að sækja, eins og eftirfarandi saga ber vitni um. Eitt sinn átti Brynjólfur von á Hannesi Hafstein í heimsókn til sín við Þverá. Vildi hann nú hafa sem fullkomnastar móttök- urnar, þegar slíkan stórhöfð- ingja bar að garði. Vinnumaður var á búi Brynj- ólfs, sem kunni allvel að leika á harmoniku. Þegar sást til ferða Hafsteins sendi Brynjólfur vinnumanninn út á vallargarð með dragspilið og skyldi hann spila Hafstein í hlaðið. Reið svo Hannes í hlaðið og gekk vinnumaður á eftir honum og þandi dragspilið, en Brvnjólf- ur stóð á hlaðvarpanum með húfuna í hendiani. Það virðist stundum líta svo út, eins og oss íslendingum sjáist yfir eða gleymist að geta þeirra yngri manna af þjóðflokki vor- um, sem hvað líklegastir eru til að verða sér og þjóð vorri til hvað mestrar sæmdar, enda eru það oftast yfirlætislausir menn, sem vinna í kyrþey með festu og stillingu að settu marki. Einn slíkra manna er hinn ungi og mannvænlegi vefkfræðingur hr. Thorsteinn Björgvin Borgford. Hann er sonur hinna velþektu sæmdarhjóna Thorsteins bygg- ingarmeistara Borgford og konu hans. Hr. T. B. Borgford hefir lagt fyrir sig sem sérstaka sérfræði, hreinsun og mýkingu neyslu vatns og mun hann meðal hinna fyrstu verkfræðinga hér um slóð- ir, er lagt hefir þá sérfræðisgrein fyrir sig. Hann hefir þegar unn- ið sér mikið álit sem sérfræðing- ur á því sviði, enda sýnir það bezt, það traust og tiltrú er hann hefir unnið sér, bæði með lær- dómi sínum, samvizkusemi og vandvirkni. Honum hefir þegar verið falin á hendur forusta og framkvæmd margra vandasamra starfa, er lúta að hreinsun og mýkingu neysluvatns á ýmsum stöðum. Rétt um þessar mundir er hann að ljúka við neysluvatns- stöð (water purifying and soft- ening plant) fyrir bæinn Portage La Prairie hér í fylki. Stöð þessi er með öllum nýjustu vatnshreinsunar tækjum, og hreinsunar aðferðin er það sem kallað er Lime soda ash process. Stöð þessi er sú fyrsta þeirrar tegundar er bygð hefir verið í Vestur Canada. Hr. Borgford hefir gert alla uppdrætti og útreikninga þessa mannvirkis, og séð um byggingu vélanna og hreinsunarstöðvar- innar að öllu leyti. Stöðin er áætlað að kosti fullgerð, sextíu þúsund dollara. Þessu vanda- sama verki er þegar lokið, og tekur stöðin til starfa 1. des. n.k. Það ætti að vera íslendingum hér í Winnipeg og víðar, sannur þjóðræknislegur metnaður að fara til Portage La Prairie og sjá þetta fyrsta mannvirki sinnar tegundar hér í Vesturlandinu, sem íslenzkur verkfræðingur hefir þann heiður af, að hafa staðið fyrir, og leyst svo vel af hendi, að bæði honum og þjóð hans er til stór sóma. Auk þessa hefir hr. Borgford verið skipaður verkfræðingur fyrir bæinn Watrous í Sask., við byggingu nýrrar vatnshreinsun- ar stöðvar, sem áætlað er að kosta muni þrjátíu þúsund doll- ara. Hann hefir þegar gert verk- samning um lagningu á vatn3- leiðslupípum á tveggja mílna svæði, fyrir hina fyrirhuguðu stöð í Watrous. Honum hefir og verið falið á hendur að gera upp- drætti og kostnaðar áætlun nýrr- ar neysluvatnsstöðvar fyrir bæ- inn Humboldt í Sask. Hann hef- ir og verið kjörinn til að gera uppdrætti og kostnaðaráætlun á sementsteypu lokræsi, fyriir bæinn Transcona hér í fylki. — Þetta fyrirhugaða lokræsi á að liggja alla leið frá Transcona vestur í Rauðará, sem mun vera um 9 mílur vegar. Þetta er mikil byrjun til stórr- ar og umfangsmikillar framtíð- ar starfsemi og munu fáir, ef nokkrir íslenzkir verkfræðingar hafa farið betur af stað, og á- unnið sér meira traust og tiltrú, en þessi hógværi og yfirlætis- lausi landi vor. G. E. Eyford ATHS.: Skrifstofa Mr. T. B. Borgford er að 120 Fort St. Win- nipeg. G. E. E. ÍSLANDS-FRÉTTIR Flensborgarskólinn í Hafnarfirðj var settur í fyrradag klukkan 16. Skráðir nemendur eru 110. Til viðbótar við kennara skólans hafa komið tveir stundakennarar, þeir Þórð- ur Edilonsson héraðslæknir, sem kennir líkams- og heilsufræði, og Guðmundur Árnason sem kennir bókfærslu. Að öðru leyti verður kennaralið sama og áður. í heimavist verða 18 nemendur. Ráðskona heimavistar verður Margrét ívarsdóttir.—15. okt. ♦ ♦ ♦ Frá ísafirði Fjórir kennara bústaðir hafa nú verið reistir í fsafirði. — Standa þeir ofanvert við Tang- ann við Úrðarveg. Eru þeir hin mesta bæjarprýði. — Reisti Páll Kristjánsson, byggingarmeistai'i bústaðina í ákvæðisvinnu — 15 þúsund krónur hvert hús. —14. okt. Drekkið vín með mat! Hafið pláss á borðinu yðar í kvöld fyrir flösku af HERMIT PORT og HERMIT SHERRY .. . og búist við að hafa ánægjulega máltíð. Bragð þessara vína segir þau “innflutt”, en verð- ið gerir þér kleift að hafa þau með hverri máltíð. Concord WINES Hermit Sherry Catawba THE FAMILY WINES FOR ALL THE FAMILY Hermit Port artd Sherry—26 oi. bottle 60c. Carton of six 26 oi. $3.00 Concord and Catawba—26 oz. bot. 50c. Carton oí six $2.50. 1 gal. jar $2.00 Produced by T. G. Bright & Co., Limited, Niagara Falls This advertisment is not inserted by the Govemment Liquor Control Commlssion. The Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.